Lögberg - 17.04.1947, Síða 4

Lögberg - 17.04.1947, Síða 4
4 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN ,----------iogberg---------------------- 0«fiö Qt hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f '.argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrlft ritstjórana: EDITOR LÍKiBERG 196 Sargent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Löírbersr" is printed and publiahed by The Columbla Prese, Limlted, 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 204 Minningabrot úr Íslandsförinni 1946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Klukkan sjö um morguninn vorum við hjónin komin á fætur, og höfðum komið farangri okkar fyrir í ferðatösk- unum; eg fór niður í afgreiðslu gisti- hússins og spurði þjón, sem þar var á vakki, hvort eg gæti ekki fengið ein- hvern fyrir “góð orð og betaling,” til þess að flytja fyrir mig töskurnar til bílastöðvarinnar, sem var spottakorn í burtu, en hann kvað nei við, og sagðist vera eini gistihúss-þjónninn á ferli og hann ætti þess engan kost að víkja sér frá; þetta var skiljanlegt; eg sá, að ekki myndi um annað að'gera, en selflytja pjönkurnar; en í sömu andránni sem eg var að rogast út með þyngstu töskuna, bar að tvo unga menn; þeir heilsuðu vin- gjarnlega og þökkuðu mér fyrir síðast; eg gat ekki í svipinn komið mönnum þessum fyrir mig, en þeir kynntu sig brátt sjálfir, sögðust vera af Akranesi og hafa séð okkur gestina að vestan og hlustað á okkur í veizlu Akraness-kaup- staðar; þeir sögðust hafa bíl til taks og buðu mér samstundis að flytja farang- ur okkar yfir að bílastöðinni, og tók eg vitaskuld boðinu með þökkum; er á bíla- stöðina kom, beið þar svo að segja alveg ferðbúinn langferðabíll Héraðsbúa; eg heilsaði bílstjóranum, sem var Aust- firðingur, og tjáði hann mér að lagt yrði af stað á ákveðnum tíma, klukkan 8. Eg skildi dótið eftir á bílastöðinni og flýtti mér aftur til gistihússins til að sækja konuna; það stóð alveg heima; hún stóð ferðbúin við dyrnar; er við komum til bílastöðvarinnar, kom eg hvergi auga á töskur okkar, og bílstjór- inn sást ekki fremur en glóandi gull; tveir unglingspiltar voru þarna á sveimi. “Hvar er bílstjórinn minn?” kallaði eg út í loftið; “hann er hérna.” Eg kann- aðist þegar við málróminn; það var Sigurjón bróðir minn, sem svaraði; hvernig okkur bræðrunum var innan- brjósts, er fundum okkar bar saman í morgunjjómanum á Akureyri, eftir þrjá- tíu og þrjú ár, verður eigi hér gert að umtalsefni; hann fagnaði okkur hjón- um með ógleymanlegri ástúð, og bætti því við með brosi, að' Austurland hefði lengi beðið komu okkar, Sigurjón var þreytulegur á svip þó hann væri spaug- andi, því hann hafði ferðast um nóttina alla leið austan af Fljótsdalshéraði í fylgd með Valtý Helgasyni lækni og ekki notið yfir tveggja klukkustunda svefns. Nú höfðu farþegar allir komið sér fyrir í langferðabílnum, og samstundis var haldið af stað; við ókum hægt inn úr bænuih og yfir brúna á E)yjaf jarðará; þetta var einn sá allra fegursti morg- unn, er eg mintist að hafa upplifað í heimsókninni til íslands. Pollurinn spegilskygn, en um Kaldbak og Súlur sveipuðust gullnar slæður hækkandi morgunsólar; er upp á Vaðlaheiðar- brúnina kom og við litum síðast yfir þetta fagurmálaða og yndislega hérað, samlöguðumst við Matthíasi og sungum fullum hálsi: “EJyjafjörður finst oss, er, fegurst byggð á landi hér.” Með því að áður hefir í greinaflokk- um þessum ferðalagi okkar um Þing- eyjarþing verið að nokkru lýst, svó sem för okkar til Reykjahlíðar og' um Reykjadalinn, verður hér farið fljótt yfir sögu; er niður af Fljótsheiðinni kom, rétt við Breiðumýri, lá vegurinn til Húsavíkur framundan, og yfir hann var för okkar heitið; þetta var greiðfær og góður vegur og sóttist því ferðin fljótt; til beggja handa var grösugt og búsæld- arlegt; á þessari leið frá Akureyri sáum við heim að Hriflu, þar sem hinn þjóð- kunni rithöfundur og baráttumaður á vettvangi stjórnmálanna, Jónas Jóns- son, var fæddur; við fórum svo að segja um garð á Laxamýri, sem er stórbýli og mikil hlunnindajörð; ekki fengum við numið þar staðar þó mjög léki mér hug- ur á því; þar var borinn og barnfæddur Jóhann Sigurjónsson, djúpvitur maður og ágætur, eitt hið sérstæðasta skáld síöari tíma og brautryðjandi í spak- mæltri leikritagerð, eins og Fjalla-Ey- vindur og Galdra-Loftur bera svo glögg merki um; hann var líka mergjað ljóð- skáld; eftirgreindri vísu hans úr stuttu kvæði, er ekki fisjað saman: “Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin heltan fullan af myrkri.” Þegar Jóhann skáld hvarf frá námi í latínuskólanum og lagði leið sína til Kaupmannahafnar með það fyrir aug- um, að leggja fyrir sig nám í dýralækn- ingum, er mælt, að Björn Sensson kenn- ari við skólann hafi látið sér þau orð um munn fara, að nú væri verið að kasta perlum fyrir svín. Jóhann lauk aldrei prófi í dýralækningum; hugur hans stefndi á brattans fjöll í ríki andans. — Nú staðnæmdist langferðabíllinn við bílastöðina á Húsavík og biðu þar þrír héraöshöfðingjar til að fagna okkur; það voru þeir Júlíus Havsteen sýslu- maður Þingeyinga, Björn læknir Jósefs- son og séra Friðrik A. Friðriksson prófastur; tveir hinna fyrnefndu voru skólabræður, en meðan séra Friðrik dvaldi vestan hafs, tókst með okkur hlý vinátta; sýslumaður bauð okkur heim til sín og nutum við þar öll ástúðar og mikillar risnu; mér fanst það líkara æfintýri en virkri staðreynd, að fyrir- finna eftir öll þessi ár, út við ósa hins mikla Skjálfandafljóts, gamla vini, sem tóku manni alveg eins kunnuglega og fundum hefði borið saman daginn áður; þeir Júlíus sýslumaður og Björn læknir vissu að Jakobína Johnson skáldkona í Seattle væri tengdasystir mín, og þeir báðu mig, hvor um sig, að skila til henn- ar kossi; það var nú síður en svo, að eg væri mótfallinn því, að verða við slíkum tilmælum, en eftir að eg hafði gert þeim það ljóst hverjum vanda þetta væri bundið vegna þeirrar fjarlægðar, sem á milli okkar lægi, fanst Júlíusi sýslu- manni það ekki nema meðal mannsverk, að þeir Björn og hann skiluðu kveð.junni persónulega sjálfir.---- Húsavík er þrifalegur bær, sem vax- ið hefir allmikið á hinum síðari árum; þar hafa nú verið gerðar tvær myndar- legar hafskipabryggjur, þar hefir Kaup- félag Þingeyinga lögheimili sitt; þar er enn rekin verzlun, sem Þórður Guðjohn- sen stjórnaði, og nú veitir henni forustu sonarsonur hans, er ber nafn afa síns; síldarbræðsluverksmiðju hefir fyrir nokkru verið komið upp í bænum, sem glætt hefir atvinnulífið; íbúatala Húsa- víkur nemur nú nálega fimtán hundr- uðum. — Vinir okkar fylgdu okkur út að lang- ferðabílnum og árnuðu okkur góðs brautargengis. Nú var ekið austur á Reykjaheiði; þótti mér landslag þar ljótt og óvistlegt, en þeim mun dýpri fögnuður gagntók huga minn, er við komum í Kelduhverf- ið, þessa gróðursælu og fögru sveit. Kristján Jónsson Fjallaskáld átti rót sína að rekja til Kelduhverfisins, og á þessa bygð hefir nafn hans jafnan orpið miklum ljóma; í Kelduhverfi var og al- inn maður, sem um langt skeið kom mjög við sögu íslendinga vestan hafs; var sá Dr. Björn B. Jónsson kirkjufé- lagsforseti og um langt skeið prestur Fyrsta lúterska. safnaðar í Winnipeg; mér var það jafnframt ljóst að á Vík- ingavatnj í Kelduhverfi voru fæddir þrír bræður, tryggðavinir mínir, þeir Bene- dikt„ Baldur og Þórður, synir Sveins, er þar bjó. Benedikt er hinn eini eftirlifandi þessara mætu og merku bræðra, og var mér það mikið fagnaðarefni, er fundum okkar bar saman í Reykjavík, er við hjónin koinum þangað á ný úr austur- förinni. Á leið okkar um Kelduhverfið vildi það til, að langferðabíll, sem var svo að segja á hælunum á okkur, fór svo úr lagi, að ekki var viðlit að koma honum lengra án viðeigandi aðgerðar; hér voru auðsjáanlega góð ráð dýr; farþegarnir í bílnum, sem ekki voru margir, þurftu undir öllum kringumstæðum að komaðt austur í Möðrudal; eftir nokkurar mála- leitanir varð það að ráði, að við tækjum strandfólkið í okkar bíl, og gengjum frá farangri þess ofan á honum, og verður naumast annað sagt, en hvorttveggja lánaðist sæmilega. “Strandmennirnir”, eins og eg kallaði þá, voru úr Vopnafirði, og var einn þeirra póst- og símastjóri þar í. bænum, Guðmundur Stefánsson, maður um fimmtugt, sem eg frétti úr blöðum að heiman, að prðið hefði bráð- kvaddur á öndverðum vetri. 17. APRÍL, 1947 Ekki lánaðist okkur aö skoða Ásbirgi þótt við fær- um þar rétt fram hjá, né heldur Dettifoss. Elinn allra ömurlegasti bletturinn, sem leið okkar lá yfir milli Húsavíkur og Grímsstaða á Fjöllum, var Hólssandur, þar sézt naum- ast eitt einasta stingandi strá, og engar sérstæðar jarðlagsmyndanir, sem hrifið geta augað; við fór- um yfir Jökulsá á Fjöllum á gamalli brú í óbygðum, og var hún ekki traustari en það, að við vorum látin fara úr bílnum og ganga yfir hana; en nú er ný brú yfir Jökulsá í þann veginn að verða fullsmíðuð undan Grímsstöðum á Fjöllum. Fyrsti bærinn á Hóls- fjöllum, sem við fórum fram hjá, var Hólsel; býr þar miklu búi aldurhniginn bóndi, Sigurður að nafni, er hefir búið þar síðan eg fyrst man eftir; er hann að sögn, auðugur að fé og framtaks- maður hinn mesti; hann virkjaði meðal annars bæj- arlækinn til þess að raflýsa heimili sitt; nú var komið að Grímsstöðum og þar drukkið kaffi; þar er þrí- býli og húsakostur mikill; við Sigurður Kristjánsson aðalbóndinn á þessari miklu jörð, vorum kunnug- ir frá fyrri tíð, og fagnaði hann okkur hjónunum hið bezta; næst lá leið austur á Biskupsháls og þaðan blasti við okkur Herðu- breið,, þetta tígulega og fagurmótaða fja.ll; nú var loft tekið að hrannast þykkum skýjaflókum, er auðsjáanlega boðuðu úr- komu; á Biskupshálsi eru landamæri Norður-Þing- eyjarsýslu og Norður- Múlasýslu; “nú ertu kom- inn heim,” sagði konan mín við mig, er bíllinn mjakaðist austur yfir sýslu- mörkin; eg fann að eg var kominn heim, og hugur minn fyltist óumræðilegum friði; eg fann til þess hve mikilli þakkarskuld við hjónin stóðum í við stjórn- arvöld stofnþjóöar minnar, sem greitt höfðu fyrir heimsókn okkar til lands- ins, sem við unnum bæði. Þegar við fórum fram hjá Víðidal, var byrjað að rigna; eg hafði hlakkað til heimsóknar í Möðrudal, og talið víst í huganum að þessi svipmikla bygð yrði sólstöfuð eins og hún var svo oft áður, er eg heim- sótti hana í æsku minni, en nú var því ekki að heilsa; rigningin þéttist og að sama skapi varð umhverfið dekkra og þunglyndislegra. Jón bóndi Stefánsson í Möðrudal, frændi minn og æskuvinur, beið úti, er lang ferðabíllinn rann í hiað, og bauð okkur jafnskjótt til stofu. En hvað það var á- nægjulegt, að hitta hann á ný eftir öll þessi ár; við átt- um drykklanga stund öam- an einkatal; eg fann að hann í vissum skiningi gekk ekki heill til skógar; hann hafði fyrir nokkru mist hina ágætu konu sína, frú Þórunni Vilhjálmsdótt- ur Oddsen frá Hellisfjöru- bökkum í Vopnafirði, syst- ur frú Steinunnar heitinn- ar á EJiríksstöðum á Jökul- dal og Valgarðs Oddsen húsamálara í Winnipeg; allir, sem kyntust frú Þór- unni virtu hana mikils. Jón Möðrudal er. eins og Stefán faðir hans var, ó- venju fjölhæfur maður, og hefir meðal annars fengist við listmálningu og söng- lagagerð; að skilnaði var tekið lagið, en síðan haldið af stað austur á Möðrudals- jallgarð; suddarigning Þrjár nýjar baekur Isafjarðarprentsmiöja h f. hef- ir nýlega gefið út þrjár bækur og sení á bókamarkaðinn, en þær eru sagnaþættir Gísla Kenráðs- sonar 1. hefti, Kennslubók í staf- setningu eftir þá Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson og loks bók vísindalegs eðlis, “The living world”, sem rituð er á ensku, en höfundur hennar er Steinþér Sigurðson mag. scient. Gísli Konráðsson var einn af mekustu sagnaþulum okkar og hefir hann bjargað frá glötun fjölmörgum sögnum og marg- háttuðum fróðleik, sem annars mundi hafa týnst. Ýmsir þættir hans hafa þegar verið gefnir út eða hafa birzt á prenti áður, en ýmist' eru þeir gengnir til þurrð- ar í bókaverzlunum eða þá að þeir eru dreifðir í blöðum og sagnasafnritum að erfitt er að ná til þeirra í heild. Auk þess eru svo aðrir, sem alls ekki hafa birzt á prenti áður. Er nú fyrirhugað að safna þáttum hans í heild og er þetta 1. hefti þeirra undir ritstjórn og umsjá Finns Sigmundssonar landsbókavarðar. Helztu þættir- nir í heftinu eru: Þáttur frá hélzt allan tímann þótt vit- und birti til, er við komum að Rangalóni, sem sem nú var í eyði; á Sænauta- vatni voru nokkrir ósyngj- andi svanir, en krökt af af- réttarfé í hvaða átt, sem litið var; bílvegurinn liggur um innheiðina, svo ekki var viðlit fyrir mig að heim- sækja fæðingarbæ minn, Háreksstaði; vegurinn suð- ur yfir heiðina var ágætur og brátt komum við í Ár- mótasel, sem einnig er í eyði; nú eru allir Heiðar- bæirnir í eyði; sá síðasti þeirra, Heiðarsel, lagðist niður í vor; frá Ármótaseli liggur Austurlandsbrautin niður múlann að austan- verðu Gilsár, en er niður í sjálfan Jökuldalinn kom, var dalurinn barmafullur af þoku; eg kannaðist við hinn þunga og drungalega nið Jökulsár á Dal, sem er mikið vatnsfall og hrika- legt; yfir Gilsá er verið að leggja nýja brú, og þar hitti eg Frosta, son Sigurjóns bróður míns, sem vann að brúarsmíðinu, en er að búa sig undir stúdentspróf við Mentaskóla Akureyrar í vor; eg bað bílstjórann að staðnæmast stundarkorn á Skjöldólfsstöðum svo eg gæti heilsað upp á Vilhjálm Snædal frá EJiríksstöðum, sem nú á þar heima; svo var brátt ekið út. Dalinn og eigi fyr staðar numið, en við túngarðinn í Hofteigi; þrír menn gengu þegar frá bæn- um niður túnið, og sá eg undir eins að einn þeirra var Gunnar bróðir minn; hinir tveir voru synir hans, þeir Karl kirkjubóndi í Hof- teigi og Hermann, sem kominn var að því að ljúka pmbættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands. EJn hvað það var hressandi að hitta Gunnar spriklandi af fjöri, sem ár og erfiði höfðu naumast sett nokkur sjá- anleg fingraför á; við hjón- in urðum þess brátt vör, að við vorum komin í ástvina- hendur, komin úr órafjar- lægð — heim! Við höfðum verið fjórtán klukkustundir á ferðalag- inu frá Akureyri til Hof- teigs, og vorum dauða- þreytt; eftir að hafa notið hressingar og stutts sam- tals við skyldmenni og venslalið, gengum við til hvílu, og féllum í fasta- svefn við djúpniðinn frá Jökulsá á Dal. —Framh. Grímseyjar-Antoníusi og Grím' seyingum, Þáttur Einars Sæm- undssonar og Jóns prests Hall* dórssonar, Fljótverja þáttur fra Hnausa-Bjarna. Aþanasíusi og Sólheimadraug, Þáttur af Sig' urði, flótta eða Keflavíkur-Sig' urð^, Þáttur Guðrúnar yfirsetu- konu á Steinsstöðum, Þáttur Jóns sterka á Hryggjum Þorsteinsson- ar og loks Þáttur Jóns á Sanda Einarssonar. Síðari hluti þessa bindis ntiun koma út þegar ástæður leyfa, 1 einu eða tveimur heftum, og lýk* ur bindinu með athugasemdum, iagfæringum og nafnaskrá. í formálsorðum segir Finnur Sigmundsson m. a.: “Mun þa® sannast, þegar þeir (þ. e. þættiT' nir) eru komnir í eina heild með ýtarlegum nafnaskrám, að oft verður til þeirra gripið og margt í þá sýtt, ekki sizt um þjóðtrú og þjóðhætti, persónusögu og ætt- fræði. En það eru þeir þættir ís' lenzkra fræða, sem löngum hefif þótt góð og þægileg dægradvöl J fásinninu, og svo mun enn verða, þó að lífsvenjur breytist og um fleira verði að velja en áður.” Kennslubók þeira Árna Gunnars í stafsetningu er hiu þarfasta, og ekki einvörðungu fyrir neroendur í skólum og ken- nara þeirra, heldur fyrir allan al- menning, sem skrifa þarf íslenzkt mál og ekki er öruggur um staf' setningarreglur. Höfundar bókarinnar komast m. a. að orði í formála fyrir bókinni: “Stafsetningarkensla hefir löngurn þótt erfið og árangur misjafn og viðleitni manna 1 því starfi. Það hefir og gert bæði kennurum og nemendum enn erfiðara fyrir að tilfinnanleg vöntun hefir verið á kenslubók 1 þessari grein, enda hafa kennar- ar hvað eftir annað óskað slíkrar bókar. . . . Kver þetta er tilraun til að bæta úr brýnni þörf, vonum við, að það verði bæð1 kennurum og nemendum að ein- hverju liði.” I bók Steinþórs Sigurðssonar “The Living World” hefir höf' undurinn sett fram merkiieg3 kenningu, sem líkleg er til þess að vekja athygli vísindamanna víðsvegar um heirn og því er bókin rituð og gefin út á ensku- Um kenningu þessa kemst höf- sjálfur þannig að orði: “Flestar almennustu kenning' ar eðlis- og efnafræðinnar hafa í upphafi orðið til eftir aðeins fáar athuganir. Síðar hafa þess- ar kenningar þróast og breytzt eftir því sem vitneskja manna hefir aukist að athugunum tilraunum. Þannig er því ekk1 varið með líffræðina eða aðrar vísindagreinar varðandi lífver- ur. Þar er af svo geysilegum fróðleik að taka, að enginn mað- ur getur haft yfirsýn nema hluta hans. Engin kenning hefir enn- þá verið sett fram, sem á eðh' legan hátt tengir saman hinar líffræðilegu og eðlisfræðilegu þróanir. Ritgerð þessi er yfirlit yfir þetta samband byggt aðal- lega á þeirri sannfæringu, að líffræðilega þróun megi rann- saka á eðlisfræðilegan hátt eins og þróun ólífrænna efna og nu- verandi þekking okkar á eðlis' fræði og líffræði sé það langt a veg komin, að hægt sé að greina aðaltengiliðina milli þessara'viS' inda. Eg hefi reynt að fylla upP í skörð þekkingar okkar með til' gátum, sem mér virðast skýra staðreyndirnar á fullnægjand1 hátt. Flestar eru hugmyndirnar til áður, en hér eru þær tengdar saman á nokkurn annan veg en gert hefir verið áður.” —Vísir 5. marz- Það var franska flugfélagið Air France, sem átti fyrstu farþega' flugvélin, sem flaug yfir sunnan- vert Atlantshaf. Það gerðist árið 1930.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.