Lögberg - 17.04.1947, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. APRIL, 1947
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
\ _____
í Sylvester skógi átti stúlka heima,
sem átti að vera aðal erfinginn, og hún
var þar sem dóttir skógarhöggsmanns,
sem vissi ekki að hún var fædd í löglegu
hjónabandi. Þetta stóð í skjalinu. En
hvar var það nú? Hann hugsaði að sá,
sem nú kynni að hafa það, mundi fyrst
koma til sín, ög krefjast stórrar borg-
unar fyrir að skija sér því. en ef hann
fengi það ekki, eins og hann óskaði, ætl-
aði hann að snúa sér til aðal erfingjans,
sem væri hjá Nathan Nichols í Sylvester
skógi.
Hann hugsaði sér að ná henni í burtu
þaðan. En hvernig? Hann varð að fá
einhvern til þess, sem hann bar fult
traust til, og til þess vissi hann engan
betur fallinn en móður sína.
“Já, þarna hitti eg akkúrat á það,”
hugsaði hann með sér; móðir min skal
taka hana að sér, sem samvista stúlku.
Vesalings móðir mín; það verður auð-
vitað erfitt fyrir hana, að taka að sér
stúlku, sem hefir ekki fengið neitt upp-
eldi. Vesalings mamma!” og hann brosti
ilskulega.
Það eru til manneskjur, sem kæra
sig ekki um það þó þær valdi öðrum
erfiðleikum og vandræðum. og það jafn-
vel þeim, sem þeir eiga hið betza upp
að unna, og George Lamonte var einn
slíkra manna.
“Kæra móðir,” skrifaði hann, “eg
verð hér með að tilkynna þér lát míns
kæra föðurbróður; eg þarf ekki að segja
þér, að eg er alveg miður mín af sorg.
Já, eg hef í sannleika mist vin.” (“hinn
geðvonda gamla úlf”) sagði hann við sig
sjálfan. “Hvað hann var góður við mig!
En móðir mín, en mitt í okkar sárustu
sorg meigum við ekki gleyma að okkur
ber að gera vel það hvílir dálítil skylda á
herðum mér í því sambandi, og til þess
að geta uppfylt þá skyldu þarf eg hjálpar
þínnar og aðstoðar með. Ef þúvilt. koma
með járnbrautinni á miðvikudaginn til
Glenwood kl. 10, skal eg vera þar til
staðar að mæta þér. Minnstu ekki á
þessa ferð við neinn, kæra móðir mín;
við meigum ekki gleyma, að það góða
sem við. gerum, gerum við án þess að
gera hávaða um það.
Þinn syrgjandi, og elskandi sonur.
George Lamonte.
Þetta var svo sem fallegt bréf; það
sýndi ekki einungis, að George var vond-
ur maður, en jafnfram að hann var
bæði slægur og hættulegur, að hugsa sér
það vald, sem hann hafði yfir sér, og
það undir slíkum kringumstæðum sem
hann var í.
9. Kafli.
«
Við skulum um stund hverfa frá hinu
lamandi ástandi á Wood Castle; skilja
við hinn dána mann, þar sem hann lá á
líkbörum uppi á öðru lofti, og ungi mað-
urinn með alla sína angist, ótta og
kvíða niður í lestrarsalnum. Látum oss
heldur bregða oss til baka í Sylvestfer
skóg.
Vér skildum síðast við Doru við litla
vatnið, þar sem hún var að tala við Fred.
Hún flýtti sér heim, og á leiðinni heyrði
hún málróm Freds og Nichols, að þeir
voru í ákafri deilu, sem vakti margar
sárar hugsanir í brjósti hennar.
Þangað til kvöldið áður, hafði hún
ávalt álitið Nathan Nichols sem hinn
rólegasta og friðsælasta föður. Það
hafði aldrei neitt komið fyrir, sem rask-
aði ró og friði á heimilinu. Þetta var
ný og áður óþekt reynsla fvrir Doru, /
sem kom svo alt í einu, að hún gat varla
hugsað sér það sem virkilegt. Hefði það
bara verið draumur, og hún hefði fundið
er hún vaknaði, að hinn laglegi, ókunn-
ugi ungi maður með hinn Ijúfa hljóm-
fagra málróm, og fögru augu, hefði að-
eins verið sýn, sem hefði borið fyrir hana
í svefninum. Þegar hún kom svo langt
að hún sá heim til sín, veik hún út af
götunni og gekk inn í skóginn; þar sett-
ist hún niður og reyndi að endurkalla
hvert orð, sem hann sagði, öll hans tillit,
alt sem hafði skeð síðan hann kom;
þessi yfirvegun og hugsanir virtust að
vekja þá sjálfsmeðvitund hjá henni, að
það var komin breyting, óskýranleg,
en einnig ómótstæðUeg inn í líf hennar.
Trén og andrúmsloftið fanst henni
breytt; í staðinn fyrir hina óröskuðu ró,
sem hún hafði hingað til notið, var
komin óróleg og óákveðin löngun í huga
hennar.
Það var sem hröpuð stjarna hefði alt
í einu flogið gegnum hennar rólega til-
veruhiminn; það var horfið eins fljótt
og það kom, og hafði aðeins skilið eftir
sáran tómleika.
Og þó var þessi nýja tilfinning ekki
sár, þessar nýju hugsanir og óró voru;
veikt bergmál, einhvers lags dulins frið-
ar í fylgsnum sálar hennar; hugsanir
hennar snerust gegn því nýja ljósi, sem
nú rann upp fyrir henni. Að það væri
hið himneska Ijós ástarinnar hafði hún
enga hugmynd um. Hún bara fann og
vissi, að það voru nú komnar aðrar
hugsanir inn í huga hennar, og hún í
hálfgerðri blindni. hafði yfirgefið hinn
gamla, rólega, tilbreytingarlausa lífs-
veg, til þess aldrei framar að fara hann
— aldrei. Hún kallaði fram úr fylgsn-
um huga síns alt, sem liðið var og skeð
hafði á æfi hennar, og undraðist meir
og meir yfir því, sem hún hugsaði meir
um það.
Hvað meinti þetta? Því var faðir
hennar svo reiður við hennan unga ó-
kunnuga mann? Því talaði hann svona
sterk ásökunarorð til hans og móðgaði
hann? Reka hana burt frá honum eins
og villidýr, sem ætlaði að rífa hana í sig?
Villidýr! Hún brosti ángurblíðu en
þó alvarlegu brosi, er hún hugsaði til
hins laglega manns og framkomu hans.
Var það mögulegt, að nokkur maður,
eins vondur eins og faðir hennar hafði
lýst honum, gæti litið út eins og hann,
og talað eins og hann hafði talað? Hún
roðnaði óafvitandi í andliti og fann til
ofurlítils óstyrks í höndunum, er hún
hugsaði um hve laglegur hann var, er
hann lá við fætur hennar, með hálf-
opnar brosandi varir og með sakleysis-
og frjálslegt útlit, eins og barn. Og þó
hafði hann sjálfur sagt hálf angurvært,
að hann væri óstýrilátur og slæmur.
Hvað gat það meint?
Saklaus og ókunnug öllu hinu marg-
breytilega mannlífi í heiminum, sat hún
og reyndi árangurslaust að ráða þá
gátu, fyrstu stóru lífsgátuna á æfi sinni.
Meðan hún sat þar og þreytti hug-
ann við að svara ósvaranlegum spurs-
málum, fann hún fingur sína snerta
handlegg sinn, einmitt þar sem Fred
hafði snert handlegg hennar. Henni
fanst eins og hún fyndi snertingu
fingra hans, eins og henni fanst hún
heyra hljóminn í málróm hans og sjá
hvemig hans dökku augu geisluðu; þau
höfðu verið starandi af æsingu þegar
hún sá þau í fyrsta sinn í húsdyrunum
kvöldið áður, en nú í morgun litu þau
alt öðruvísi út — svo mild, svo sam-
hygðarfull og sakleysisleg. Það var Þann
ig, sem hún vildi muna hann, ef hún
skyldi nokkurn tíma sjá hann aftur.
Er þessar hugsanir fóra gegnum
heila hennar, kom angurblíður svipur á
andlit hennar, og í hjarta sínu fann hún
til sársauka og tómleika. Hún mundi
aldrei sjá hann aftur? Aldrei! Hún leit
dálítið sorgmædd kringum sig, og hugs-
aði — henni fanst alt vera breytt, gjör-
breytt; sólin auðvitað skein sem áður,
trén stóðu sem áður í laufskrúði sínu,
en henni sýndist alt grátt og skugga-
legt; öll sú fegurð og öll sú dýrð, sem
hún hafði lært að elska, var horfin —
alt horfið við þá hugsun, að hún mundi
ekki sjá hann framar. Hún stóð upp og
gekk hægt heim að húsinu. Hún gekk
inn í dagstofuna — og henni fanst að
það ekki vera sama stofan; það vant-
aði eitthvað. Hálfpartinn óafvitandi
gekk hún í kring í stofunni, hreyfði og
næstum strauk stólinn, sem Fred Hamil-
ton hafði setið á, opnaði bókina, sem
hann hafði lesið í, og opnaði nærri því
á þeirri blaðsíðu, sem hann hafði haft
fyrir framan sig, er hann borðaði kvöld-
matinn. Það var eins og einhver töfra-
máttur hefði gripið hana, og hún hrökk
upp eins og af draumi, er hún sá skugga
á gólfinu; það var skuggi Nathans
Nichols, er hann kom inn í stofuna.
Hún sneri sér að honum og horfði
með hluttekningu á hann, forvitin, en
óttalaust. Þetta hljóð, sem hún rak upp
niður við vatnið, er faðir hennar kom
svo óforvarandi, var ekki hennar vegna,
en vegna unga mannsins. Hún mundi
ekki til að Nichols hefði nokkurn tíma
talað höstugt orð til sín, eða verið með
reiðisvip; án alls ótta, en fremur með
undrun, horfði hún á hann og beið eftir
að hann talaði.
Gamli maðurinn leit eitthvað undar-
lega út; öll merki æsingar og reiði voru
nú horfin af andliti hans; í þess stað
var nú komin ískaldur alvörublær á
andlit hans.
Hann setti öxina sína í eitt hornið,
gekk fram og til baka í stofunni ofur-
litla stund. Hnyklaði brýrnar og hélt
kreptum höndunum fyrir aftan bakið.
Dora gekk að glugganum og horfði út
í skóginn. “Dora,” sagði hann alt í
einu; í alvarlegum en ekki höstum róm.
Hún leit við; hugur hennar var við
vatnið, og hún hafði nærri því gleymt
því, að faðir hennar var í stofunni.
Dora, þú mátt ekki framar ganga
einsömul út í skóginn.”
Hún leit undrandi á hann.
“Ekki, því ekki?”
Hann hugsaði sig um eitt augnablik
eins og hann vissi ekki hvernig hann
ætti að svara henni; svo sagði hann og
hrukkaði ennið:
“Af því eg óska þess — vegna þess
að maðurinn, sem þú sást í gærkvöldi,
maðurinn, sem var hjá þér við vatnið,
getur komið hingað aftur.” — Það kom
ofurlítill gleðiglampi í augu hennar,
hann sá það og það komu fleiri hrukk-
ur á ennið á honum, er hann hélt áfram
—“og eg vil að þú mætir honum ekki
framar.”
Hún þagði um stund, leit niður fyrir
sig og hélt höndunum krosslögðum á
brjósti sér, svo leit hún upp.
“Faðir minn, segðu mér því þú talaö-
ir til hans eins og þú gerðir — því viltu
ekki sjá hann framar?”
“Eg talaði til hans eins og hann átti
skilið,” svaraði hann; “og eg vildi heldur
sjá skóginn fullan af villdýrum, heldur
en mæta honum aftur.” Hún brá litum
full undrunar og sársauka.
“Er hann svo hræðilega vondur mað-
ur?” spurði hún í lágum róm, að það
heyrðist varla. Nichols gekk svolitla
stund um gólf áður en hann svaraði.
Hvernig átti hann að svara henni?
Hvernig gat hann aðvarað hana og beð-
ið hana að vera gætna, án þess að
meiða, særa það sakleysi, sem eins og
hin viðkvæma mimosa-planta, veslast
upp ef hreyft er við henni?
“Er það ekki nóg að eg bið þig að
mæta honum ekki, Dora?” sagði hann.
“Því ert þú ekki ánægð með það? Vond-
ur! Já, hann er vondur; allir menn eru
vondir, og hann er einn af þeim verstu
og lélegustu!”
“Þekkir þú hann, faðir minn?” spurði
hún. -“Þú mundir ekki tala svona um
hann, ef þú þektir hann ekki. Það hrygg-
ir mig að heyra að hann skuli vera svona
vondur maður.”
Hún sneri sér frá honum.
Hann horfði eitt augnablik á hana;
svo gekk hann til hennar og lagði hend-
ina á herðar hennar.
“Líttu á mig Dora.”
Hún sneri sér að honum, með döpr-
um augum og titrandi vörum.
“Já, fáðir.”
“Dora, hvað á þetta að þýða? Því
ertu svona breytt—þú blátt áfram forð-
ast mig; hver er ástæðan til slíkrar
breytingar?”
Hún leit upp með svip, sem bæði fól í
sér sakleysi, sjálfstilfinningu og metn-
að.
“Eg er ekki að fjarlægjast þig, faðir
minn,,’ sagði hún í lágum róm.
Nicholas tók hendina af herðum
hennar, og sorgarsvipur kom á andlit
hans. “Er sá tími, sem eg með sorg og
angist hefi svo lengi kviðið fyrir, nú að
koma?” spurði hann sjálfan sig, og hélt
áfram að ganga um gólf í stofunni. Það
leit út eins og hann vildi komast að ein-
hverri ákveðinni niðurstöðu.
Dora horfði á hann með dreymandi
spyrjandi augum, fullum viðkvæmri
angurblíðu. Því voru allir menn vondir?
Því var þessi sérstaki maður, með svo
laglegt andlit og hljómfagran málróm
verri en allir hinir? Hvað var það, sem
faðir hennar vissi, sem var því vaklandi
að hann hataði þennan unga mann svo
mjög? Það voru þessar spurningar sem
hún var að hugsa um, er hún sat þar
þegjandi.
Loksins sneri Nichols sér að henni
og sagði: “Dora, í gærkvöldi varstu að
undra þig yfir því, að forlög þín væri
Öðruvísi en annara stúlkna; þú varst að
undrast yfir því hversvegna eg hefði
haldið þér allan þennan tíma hér inni í
skóginum og ekki lofað þér að sjá neitt
af heiminum. Var það ekki?”
Hún svaraði engu, en með augunum
sagði hún greinilega, “já.”
Nichols stundi við og strauk hend-
inni yfir ennir sér; hendin sýndi að hún
hafði harðnað við uppihaldslausa vinnu,
en það var ekki erfiðismanns hendi.
fremur en mál hans var vanalegt erfiðis-
manna mál.
“Eg hefi búist við því, Dora, að þú
mundir einhverntíma koma með slíka
spurningu, og að eg yrði þá að svara
því. En,” og hann þagnaði og dró þungt
andann, “eg get ekki gert það — eg get
það ekki,” og augabrýrnar drógust
saman, eins og hann liði sára sálarkvöl.
“Þú mátt ekki minna vegna þvinga mig
til þess. Fyr eða síðar skaltu fá að vita
leyndarmálið, sem er í sambandi við líf
þitt, og fá að vita hvernig og hvers-
vegna að þú hefir verið alla þína æfi svo
afskekt og aðskilin frá heimslffinu. Þú
hefir getið þér til að það sé eitthvað dul-
arfult við það — og það er sannleikur-
En þessi dul verður að vara ennþá.
Þinna vegna vil eg ekki draga þá blæju
frá, sem hylur það; þinna vegna þegi eg
um það, þar til síðar. Barn, geturðu
sagt, að æfi þín, þó þú hafir lifað svona
einangruðu lífi, eins og þú hefir gert,
hafi verið vansæl.”
“Faðir minn!” sagði hún með hægð,
og tár komu fram í augu hennar.
“Guð fyrirgefi mér, ef svo hefir ver-
ið!” sagði hann hrærður.
Hún stóð upp þegjandi, lagði hend-
ina á handlegg hans og bauð varirnar
til þess að hann kysti sig, en með góð-
látlegri hreyfingu hélt hann henni frá
sér.
“Dora, hlustaðu á mig. í öllu lífi
mínu hefi eg haft eitt einasta augnamið
— þína velferð og hamingju. Þinna
•vegna yfirgaf eg heiminn og virðulega
stöðu —” hann stanazði alt í einu, er
hann veitti eftirtekt undrunarsvip, sem
kom á hana, og hélt svo áfram: “Já,
þinna vegna, og einungis þinna vegna-
Trúir þú því, að það var ekki af frjálsum
vilja, að eg hefi skýlt þér fyrir heimin-
um? Nei, eg var neyddur til þess. Dora,
milli þín og þess, sem maður kallar
heiminn, er breið gjá. Hérna megin er
friður, sakleysi og hamingja; hinu-
megin” — og hann varð alvarlegur og
hátíðlegur á svip og í málróm — “eymd
og svívirðing.”
Náföl af undrun horfði hún á hann,
og hin saklausa undrun í hennar fríða
andliti, kom honum til að átta sig. “Þú
skalt treysta mér, Dora; það er engin
meiningarlaus aðvörun, sem eg gef þér.
Gleymdu ekki því, sem eg hefi sagt, þeg-
ar hugur þinn dvelur við þann heim, sem
er fyrir utan skóginn, finst þér það líf
sem þú lifir hér einmanalegt og leiðin-
legt, hugsaðu um, að það er hið eina
sem þú getur lært að þekkjá, án þess
að fara yfir þá gjá, sem eg talaði um —
frið og sakleysi á aðra hönd — eymd og
skömm á hina.”
Þau þögðu um stund, svo hélt hann
áfram: “Og nú vildi eg biðja þig að þú
vildir gefa mér eitt loforð/Dora.”
“Loforð, faðir minn,” endurtók hún
4 í lágum róm.
“Já, eg bið þig að lofa mér því, að ef
þessi ungi maður kemur hér aftur, sem
hann hefir sagt að hann ætlaði að gera
— að ef hann kemur til þín og talar til
þín, að þú viljir ekki hlusta á hann, ekki
tala við hann.”
Hann stansaði og horfði alvarlega
á hana. Hún sat þegjandi og hreyfing'
arlaus og horfði niður fyrir sig. Það vai'
sem þung byrði hefði verið lögð á hjarta
hennar, sem beygði hana niður.
Nichols hleypti brúnum af óþolin'
mæði. “Er þetta svo stór bón að biðja
þig um?” sagði hann. “Er það svo stór
krafa að fara fram á við þig, að þú skul'
ir sneiða þig hjá manni. sem þú hefir
bara séð einu sinni á æfinni. og sem þu
veist að er vondur maður.”
Varþað mikið? Henni fanst það svo
mikið og svo þungt, sem hann bað um>
að það greip hjarta hennar með angisf
og efa.
“Stúlka!” sagði hann í hörðum mál'
róm, og gekk til hennar með niðurbælda
reiði í huga sér, og tók í öxlina á henni-
“er bölvunin fallin yfir þig líka? Hefir
hann töfrað þig.? “Talaðu! Því segirðu
ekkert? Hefir öll umhyggja mín fyrir
þér í þessi mörgu ár verið til einkis, að
engu orðin bara við að sjá einn af hans
ætt, við að heyra fáein orð töluð af ein-
um af hans djöfullegu ætt?”