Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAÍ, 1947 “Fagurt galaði fuglinn sá” ALMENN ÞANKABROT Nú er mikil ræðu og ritöld, og mikið birtist á prenti, en misjafnt er það nokkuð. Framboð blaða og bóka svipar allmikið tii sölutorgs. Þar eru margskonar vörur á boðstólum. Menn hrópa upp ágæti varnings síns. Margt af því, sem út kemur er allgott; sumt er fremur lélpgt. Þó verður að bera því öllu vel söguna af hagsmunalegum á- stæðum. Enda heimtar tíðar- andinn það; og mun mörgum koma vel lofið. Taki maður dagblað í hönd, má ganga út frá því sem gefnu, að þar mæti manni vanalegar auglýsingar og hróðurmæli. Telja sumir það um megn þolin- mæði sinni að komast "fram úr því. Um hrós og hróður segir séra Jón Þorláksson á Bægisá: “Lof- kvæðunum ærið oft enginn fylg- ir kraftur. Hólið sem þau henda á loft hjaðnar tíðum aftur.’ En tíðarandinn skipar fyrir um “auglýsingar” þessar^ og ekki réttmætt að “grýta” ritstjórana út af “andagift” þessari. Ef til vill liggja vissar hvatir til grundvallar fyrir hróðrinum. Það virðist hafa verið fyrir Höfuðlausn Egils Skallagríms- sonar. Egill hræddist reiði Ei- ríks blóðaxar. Um hugarfar Egils má nokkuð marka af orð- um hans: “Ekki hefi eg við því búist, að yrkja lof um Eirík kon- ung.” Gunnhildur drotning þykist skilja hvatir Egils: “Viljum vér ekki lof hans heyra.” Höfuðlausn er talin tvíræð, blönduð háði, og hróður konungs harla lítill. En konungur gín við kvæðinu: “Bezta er kvæðið flutt.” Veitti hann Agli nokkra uppreisn. Á heiðurssamkvæmum reynir á dómgreind manna; iðulega þeir lofaðir, sem um er rætt sem fram úr skarandi menn, þótt þeir annars séu taldir eins og fólk gerist flest. Það má að vísu gott teljast að vera talinn sérlegur ágætismaður, þó ekki sé nema einn dag æfinnar. Komið hefir það fyrir, að þeim sem voru viðstaddir hefir þótt fullmikið um lofið, og þeir hafa borið af sér lofiðt sem í hlut áttu. Ekki fara þeir varhluta af hróðrinum, sem leggja fyrir sig að semja ljóð og sögur. Nú eru þeir allir skáld kallaðir; jafnvel líka þeir, sem eina tíð voru kall- aðir hagyrðingar. Hagyrðings- nafnið virðist nú fyrir borð bor- ið. Ekki er gott að vita eftir hvaða mælikvarða er farið. Ef til vill ætti við að tala um stór- skáld og smáskáld. Fremur litl- ar sögur fara af ýmsum, sem nú fást við að yrkja; gleyifiast þeir margir undra fljótt öllum al- menningi; eru ensk nútíma skáld ekki óháð slíkum örlögum. Afdlrif margra þeirra ljóða- bóka, sem nú koma út eru það, að lenda í rusli af þvættings- lesmáli, sem er gagnlegt til þess eins að rífast niður í eldinn. Hver er ástæðan fyrir skamm- lífi margra þessara ljóða? Hefir Benedikt Gröndal rétt fyrir sér? “Að marga unga menn vanti andagift, eins og margt hvað sé ort aðeins til þess að yrkja og heita skáld, heldur en það sé knúið fram af innra afli og skap- andi þörf.” Stephan G. Stephansson hefir komist svo að orði: “Ná er haust í enskum óð, Afturfarar dofnun. Hann er snoturt sníkju-ljóð, Snöp af gömlum stofnum.” Oft sjást ný kvæði vel snotur og allgóð að efni, þó er þeim ekki trygður hár aldur. Fer þessu þannig vegna þess, að Ijóða- og sögulistin er svo al- menn, að hún þykir nú 'ekkert fyrirbrigði og Ijóð og sögur gleymist því tíðum fljótlega? Ekki vantar viðkvæmnina né útflúrið í þessi skáldverk, en hvað þar er fram yfir gæti orðið álitamál. Eldri skáldin virðast bezt halda yelli. Þau hafa lag á því að ná valdi yfir lesandanum þegar í upphafi; hann er knúður til að halda á- fram lestrinum. Þar verða fyrir manni lífs- speki og mannlýsingar, að það getur naumast gleymst. Erfiljóð ort af B. Thorarensen og fleiri þeirrar tíðar mönnuni hygg eg að gleymist soint. Fyrir nokkru síðan "bárust hingað erfiljóð, ekki ólíklega ort að ósk nákominna skyldmenna. Var farið góðum orðum um mannlegar dygðir; þá vikið að þeim framliðna, sem bezta manni — jafnvel fram úr skarandi, vik- ið að hvíld og söknuði. Þessar hugsanir birtast í flest- um erfiljóðum, og gætu átt við menn yfirleitt. En maður er jafnnær að loknum lestri um sérkenni þess; sem um er ort. Ef til vill hafa eldri skáldin ort stundum á líkan hátt, en erfi- ljóð þau gleymd. Ekki virðist ólíklegt að það verði líka afdrif margs þess, sem nú birtist. Það mun sanni næst, að ljóð- mæli þurfa að hafa eitthvað sér- stakt við sig, ef þau eiga að geta varist tímans tönn. Kvæðabók sá eg frá Islandi, margt var þar kvæða laglegt. Það datt ofan yfir mig þegar eg fór að lesa þýðingar á kvæðum, 'sem höfðu verið þýdd af Kristjáni Jónssyni, Matthíasi og Steingrími Thorsteinssyni, o. fl. Virtust mér þýðingar þessar sízt betri en þeirra. Lagði eg bókina frá mér með lítilli hrifn- ingu. Má vera að maður þessi eigi sína dáendur. Sjaldan heyr- ist hans þó getið. Þegar hrós og hróðyrði eru svo tíð; sem raun gefur vitni, má það undur heita, að þeir skuli geta “skrimt” sem verða þar út undan. Ekkja ein 'bjó með mörgum börnum sínum ungum; hún var ein af hinum kyrlátu í landinu; fóru af henni litlar sögur. Hún lagði fram alla krafta sína til þess að vinna fyrir börnunum sínum; leitaði hún sér að nokkru leyti atvinnu utan heimiiisins; varð henni vel til með vinnu. Hún hélt heimilið vel. Hún vann fram á nætur eftir að hún var búin að koma börnunum í rúmið. Tókst henni að koma bömunum til manns. Þegar því var lokið, og börnin horfin út í veröldina, voru kraft- ar ekkjunnar á þrotum Fáein hlý-yrði voru töluð við líkfjalir hennar. Blíð og friðsæl ró hvílir nú yfir kumblinu hennar; vökunætur um garð gengnar; erfiðið á enda. Kumblið ekkjunnar kyrlátu er jafnað við jörð og grasi gró- ið. — — Flestir eiga svipaða sögu. Ekki virðist óhugsandi, að þeir sem farið hafa á mis við að vera skreyttir og skúfaðir af mannleg- um hróðri njóti söm.u værðar og hinir. “Þeir hvílast báðir jafnt.” Að maður drepi á skáldsögur nú á dögum, mun nær sanni að þær séu misjafnar að gæðum. Sumar eru allvel samdar, en þá eru og aðrar gerðar af mikilli “fátækt.” Draumræni er sérstaklega mikil; stjórnlaust ímyndunarafl. Ritháttur er iðulega óheflaður og efni þar eftir. Fyrir nokkru barst mér skáld- saga eftir enskumælandi höf- und, lesinn af mörgum. Þar er mikið af þokukendum hugsunum, og tvíræðum lýsing- um á hugarfari, til að skapa geðshræringu lesandans. Maður les blaðsíðu eftir blað* síðu án þess að geta komist að Æfintýralegur flótti nokkurri niðurstöðu um tilgang bókarinnar. 0 Helzt virðist að segja megi um sumar þessar sögur það sem Einar Kvaran tekur fram, að þær stefni að “hálfvelgjulegu við- kvæmnisgutli eða meiningar- lausu flangsi við mannlegar til- finningar.” Nú verður að minnast á mælskumennina; þessa fram- gjörnu fjörfáka, sem ekki verða stöðvaðir nema með aflsmun og átökum.. Þeir gera áheyrend- urna iðulega að sárþjáðum písl- arvottum með löngum ræðum. Þeir leika sér að orðunum, eins og menn, sem henda tvö sverð á lofti. Eitt sinn var kveðið: “Átján hrossa afl sem ber, Úr honum fossar mælskan sver. Ægis glossa gildur ver, I galsa, blossa og trylling fer.” Ekki fer gagnsemin ætíð eftir mærðinni. • Eg hefi hlýtt á erindi. Það var eins og maður væri staddur í kaststraumi og hringiðum. Manni leið ekki vel undir þessum straum; hygg eg að fæstir hafi getað fylgst með ræðunni. Eitt sinn hlýddi eg á brag all- langan, borinn fram með tölu- verðri mærð og fjöri. Upphafið var gott, en áframhaldið aðal- lega orðaflum og fagurmæli. Fanst mér að alt efnið hefði mátt setja fram í fáum orðum. Er mér óljóst um hvaða róm menn gerðu að erindi þessu. Mönnum þessum fer svipað og sigurverkunum, sem eru lengi að hringja áður en þau fara að segja til tímans. Mælskumönnunum fer stund- um líkt og hirtinum; hann horf- ir með aðdáun á mynd sína í vatninu, og leit hom sín með á- nægju; en honum fanst lítið til um fæturna, sem voru grannir og tilkomulitlir; þó voru það ein- mitt fæturriir, sem hefði forðað hirtinum fjörtjóns, ef hornin hefðu ekki tafið ferð hans inn á milli trjánna Margir hafa ánægju af eigin mælsku, en innihald ræðunnar er ekki nærri altaf á marga fiska. En það er einmitt það, sem gerir út um gildi ræðunnar. Misjafn- lega vill ganga fyrir mönnum að breyta eftir því, sem þeir eru að prédika fyrir öðrum. Mælt er að Salomon konungur hafi ritað um þrjú þúsund orðs- kviði, en heldur gætir þess lítið að hann hafi farið eftir því sjálf- ur. Skreytt fæða er mörgum á- nægja, en næringargildi eykur það ekki. Fögur ræða getur og verið andlegt léttmeti; brennur það við iðulega. Það er varasamt að láta hrífast af orðskreyti og hljómfegurð; það getur hindrað mann frá því að fylgjast með efninu. Vinur minn gat þess, að hann hefði ánægju af ræðum; ekki tók það fram að þær þyrftu að vera þrungnar af mælsku. Það varð- ar ávalt mestu um það hugar- far, sem er grundvöllur ræðunn- ar. Ekki var þrungin af mælsku eða listfengi ræðan( sem John Wesley hlýddi á eitt sinn, en þess gat hann löngum, að við ræðu þessa hefði vaknað hjá hon- um löngún að hefja hið mikla og frábæra kristindómsstarf. Pál'l postuli kemst svo að orði: “Látið engan tæla yður með marklausum orðum. Guðsríki er ekki fólgið í þeim, heldur í krafti.” — Ekki finst mér að eg þurfi að telja sök á hendur mér út af þankabrotum þessum. Eg áskil mér rétt til að láta í ljós hugs- anir mínar, samkvæmt hugarfari og tilfinningu, alveg að hætti rit- höfunda og skálda. s. s. c. í aftureldingu 26. maí 1940 komust þau fáu hundruð enskra hermanna er skipuðu baksveitir vamarliðsins í Calais, niður í fjöru. Þeir voru særðir og magn- þrota, en vildu samt ekki gefast upp. Þarna stóðu þeir í flæðar- málinu og kúlum Þjóðverja rigndi yfir þá Þegar ekki var annað her- gagna eftir en ein Brenbyssa og ein vélbyssa var vörn Calais lok- ið og nú kom síðasta skipunin: Bjargi sér nú hver, sem bezt hann má! Gordon Instone, 23 áras var einn þeirra uppgefnu manna, sem Þjóðverjar umkringdu. Tíu mán- uðum seinna kom hann til Gí- braltar eftir æfintýralegan flptta. Dag eftir dag dragnaðist fanga- lestin áfram þjóðvegínn suður eftir Frakklandi. Þó að Instone væri þreyttur reyndi hann samt tvívegis að flýja. í fyrri tilraun- inni náðist hann er hann var að reyrfá að komast gegnum lim- girðingu inn í skógarholt. Hann var rekinn inn í fangaröðina aft- ur og látinn vita, að hann yrði skotinn ef hann reyndi aftur. Þó reyndi hann aftur, um hábjart- an dag, er fangarnir drógust á- fram gegnum þorpið St. Paul. Þar rann á meðfram veginum. Instone fleygði sér í hana og faldi sig í sefinu undir bakkan- um. Þar stóð hann klukkutíma í vatni upp í háls, meðan verið var að leita að honum 1 runnunum í kring. Loks gáfust Þjóðverjar upp á leitinni og fangalestin hélt áfram. Instone var aumur þeg- ar hann kom upp úr. Herklæðin voru svo ötuð í for, að ómögulegt var að sjá að þama færi enskur hermaður. Bóndi nokkur hjálpaði honum og daginn eftir hélt hann norður til strandar og var nú kominn í bláan samfesting. Hann hikaði ekki við að fara þegar að vinna spell, þar sem tækifæri gafst. Þar sem hann rakst á þýzkan jarð- síma skar hann sundur leiðsluna og skeytti einangrunina svo sam- an, þannig að ekki væri sjáan- legt að síminn væri slitinn. En hann var gersamlega þrot- inn að kröftum og fékk auk þess hitasótt. Tókst honum að fá vist á geðveikrahæli og var hjúkrað þar ágætlega. Einn daginn komu nokkrir Þjóðverjar á hælið; er Instone var úti í garðinum, en honum tókst svo vel að leika geð- veiklinginn að Þjóðverjarnir kendu í brjósti um hann. Yfirlæknirinn kom honum í kynni við brezkan flugforingja, sem Treasy hét og hafðist við á laun í þorpi einu skammt frá. Þeir lögðu nú upp saman í þeirri von að komast til sjávar. Instone kunni dálítið í frönsku og kom það oft að góðu haldi. Þeir náðu sér í bát en var ómögulegt að komast á burt og afréðu því að fara aftur þangað sem Treasy hafði verið áður. Instone hafði bólgnað mjög á fótum á göng- unni, svo að þeir skildu. Um þessar mundir voru Þjóð- verjar farnir að skrásetja Frakka til þess að senda þá í þrælkun til Þýzkalands. Instone vissi um þessa hættu, og lézt nú vera belgiskur flóttamaður, en hvem- ig sem á því stóð fór svo, að einn daginn var hann settur inn í brautarvagn og látinn vita að hann ætti að fara til Þýzkalands. Hann var einráðinn í að nota hvert tækifæri sem hugsast gæti til þess að komast hjá þrælkun- inni. Hann sat í vagninum og lézt sofa, en greindi þó að annar varð- mannanna, sem andspænis hon- um sátu, hafði sofnað; en hinn tekið af sér hjálminn og sat með byssuna milli hnjánna og var að eta. Rét-t hjá Instone lá þungt járnstykki og þreif hann það og rotaði báða varðmennina án þess að þeir fengju ráðrúm til að æpa. Og skarkalinn í vagninum bar rothöggin ofurliði. Instone stökk af vagninum á fullri ferð og tókst að fela sig í skóginum. Komst svo um síðir til Parísar ásamt frönskum lautin- ant, sem hann hitti á leiðinni. Fékk hann að vera hjá honum og konu hans og lézt vera frændi þessa gistivinar síns. Á daginn vann Instone að bif- reiðaviðgerðum og dyttaði að þýzkum sjúkrabílum en á nótt- inni eyðilagði hann þýzkar síma- línur.til þess að vegaf'á móti dags- verkinu. Honum tókst að ná sér í skilríki er sýndu að hann væri franskur maður, sem leystur hefði verið frá herþjónustu. Stimplana á þessi plögg skar hann út úr hrárri kartöflu. Út á þessi skilríki fékk hann svo skömtunarseðla og fékk greidd hermanna-eftirlaun. Auk þess fékk hann ferðaleyfi og ávísun á húsnæði. Aðstaða hans var nú orðin sæmilega trygg. Instone afréð að hverfa á burt frá París og komst til Marseille. En það þýddi að hann varð að fara'yfir markalínuna milii þess hluta Frakklands, sem var her- námssvæði Þjóðverja, og hins, sem Vichy-stjórnin réð yfir að nafninu til. Hann varð ekkert smeykur þegar tveir þýzkir her- menn tóku hann á landamærun- um og fóru með hann til yfir- manns síns; svo vel treysti hann skilríkjunum, sem hann hafði upp á vasann. Hann sagði for- ingjanum átakanlega sögu af konu sinni og barni, sem væri í dauðans kverkum á sjúkrahúsi í Lyon, en sagan hreif ekki. Hann var látinn vita að hann hefði far- ið yfir landamærin í leyfisleysi og þessvegna yrði hann sendur í nauðungarvinnu til Þýzkalands. Enn einu sinni var hann kom- inn “Undir lás”; í þetta skifti í biðsalnum á járnbrautarstöðinni í Chalon. En með snarræði sínu barg hann frelsinu á ný. Hann spurði varðmanninn hvort hann mætti kaupa sér matarbita inni í veitingasalnum. Á leiðinni þang- að gat hann snúið varðmanninn af sér, hljóp fram stéttina og fram hjá dyrum með þýzkri árit- un. Nú mátti engan tíma missa. Hann opnaði dyrnar, fór inn og sá að þarna var þýzk veitinga- stofa. Sátu þar sex Þjóðverjar og drukku öl. Þeir góndu á hann. En Instone brá sér hvergi og gerði sig heimakominn. Hann varð að látast vera rafmagnsvið- gerðarmaður, enda í vinnuföt- um og með tösku. Hann gekk að einum lampan- um skrúfaði úr peruna, skoðaði hana og skrúfaði hana í aftur. Svo gekk hann að snerlinum, sneri honum nokkrum sinnum til að athuga hvort ljósið væri í lagi. Síðan hneigði hann sig fyrir þýzku foringjunum og fór út. Varðmennirnir, sem voru á miðstéttinni komu auga á hann, en komust ekki yfir teinana til hans því að í sama bili rann vöru- lest inn á stöðina. Þeir tóku til fótanna til þess að komast yfir á stéttina gegnum undirgöngin, en á meðan hljóp Instone þangað er margar konur stóðu á stéttinni og voru að afferma járnbrautar- vagna. “Enskur flóttamaður!” hvíslaði hann til þeirra og þær áttuðu sig undir eins. Þær um- kringdu hann á alla vegu en hann kúrði sig niður; en kvenna- hópurinn mjakaðist áfram af stéttinni og út á götuna. Þar hvarf hann inn í vegfarendahóp- inn og stefndi út úr bænum. En það var fjarri því að hann væri orðinn frjáls maður. — 1 Marseilles lenti hann í félagsskap andstöðuhreyfingarmanna og áður en hann vissi sat hann í St. Jean-fangelsinu. En hann toldi ekki lengi þar. Honum tókst að flýja ásamt 5 öðrum hermönn- um og um hávetur komst hann suður yfir Pyreneafjöll til Spán- ar, en var tekinn þar og settur í' fangelsi, þar sem hann leið verrí kvalir en nokkru sinni áður. Hann var ekkert nema bjór og bein. En andlega var hann í fullu fjöri og loks var honum slept. Hann var sendur til Gibraltar í marz 1941, og í veizlunni sem honum var haldin þar át hann fjórtán bjúgur og sex egg, áður en hann háttaði í gott rúm — í fyrsta skifti í tíu mánuði. —Fálkinn, Júlíana Guðmundsdóttir \ látin Frú Júlíana Guðmundsdóttir, ekkja Jóns heitins Baldvinsson- ar, andaðist í fyrrinótt að heim- ili sínu hér í bænum, öldugötu iO. Frú Júlíana fæddist 16. júlí 1880 og var dóttir Guðmundar Auðunssonar bónda í Jafnaskarði í Stafholtstungum. Hún giftist Jóni Baldvinssyni 7. nóvember 1908, og eignuðust þau hjón einn son barna; Baldvin lögfræðing. • Ferðamannastraumurinn gaf af sér $10,000.000 í Manitoba árið 1946. Og þess er vænst, að þessi tekjugrein gefi fólki og bygðarlögum í Mani- toba meira í aðra hönd 1947. • Þér getið slúðlað mjög að útvíkkun þessa iðn- aðar með því að gera hverjum gesti heimsókn- ina ánægjulega. Verið vingjarnlegir — samvinnuþýðir Háttprúðir O Ef gestir okkar fá góða aðbúð koma þeir oft aftur. Hugfestið, að ánægðir ferðamenn koma í reglubundnar heimsóknir, og að í slíkum heim- sóknum felst grundvöllur stærri og betri ferða- mannastraums yður og Manitoba í hag. THE TRAVEL AND PUBLICITY BUREAU Dept. of Minet ond Natural Resources Parliamcnt' Buildings * Winnipeg, Manitoba May lst to Moy 7th is TOURIST SERVICE EDUCATIONAL WEEK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.