Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 1. MAÍ. 1947 Innrásin í Færeyjar “Fem Aar under Union Jack” heitir bók eftir Eidien Muller, sem Gyldendal hefir gefið út og segir þar frá Færeyjum undir vernd Breta. Hér fer á eftir ofur- lítið hrafl úr þessari bók, þar sem segir frá því Bretar settu lið sitt á land í Færeyjum: ----Klukan 23, hinn 10. apríl 1940 — daginn eftir að Þjóðver- jar réðust inn í Danmörku — fékk T. B. W. Sandall, oberst- lautinant tilkynningu um að hann væri skipaður foringi fyrir sveit landgönguliðs — sem ætti að fara til Færeyja þegar í stað. Landhers-sjóliðar eru venju- lega fljótir í förum. Kl. 18, hinn 12. apríl var “Sandall-sveitin”, 13 foringjar og 180 undirforing- jar o góbreytir hermenn, komnir um borð 1 herskiyið “Sufolk,” var 21 tíma á leiðinni og kom til Þórshafnar klá 15 daginn eftir. Sandall ofursti gekk á land á- samt fámennum hóp en án vopn- aðrar varðsveitar til þess að ráðgast um afnot húsa. Með að- stoð tveggja enskra togara var allt liðið komið á land kl. 20. — Bæjarbúar tóku varðmönnunum líkt og þegar Lundúnabúar horfa á hallarverðina við Buck- Ingham Palace. Meðan þessu fór fram hafði Sandall haft tal af amtmannin- um og tilkynnt honum að lið hans væri komið til þess að verja eyjarnar og sjálfstæði þeirra gegn væntanlegum yfirgangi Þjóðverja. Mundi liðið dvelja þar þangað til önnur skipun kæmi og byrja þær varnarráð- safanir, sem Sandall teldi nauð- synlegar. Vi(tal þeirra amtmannsins fór fram með túlk, og vék amtmað- urinn oft inn í næsta herbergi til þess að ráðgast við trúnaðar- menn sína. ]>gar viðræðunni var logið og Sandall ætlaði að kveð- ja bauð amtmaðurinn honum — á prýðilegri ensku — glas af wiskíi og sódavatni. Hinni diplo- matisku reglu hafði verið fylgt, hvað málið snerti, en upp frá þessu var samkomulagið hið á- gætasta, ekki aðeins milli amt- mansins og setuliðsstjórans held- Ur á milli almennings og setulið- sins. Amtmaðurinn hafði fljót- lega séð að úr því að það var ekki á valdi hans að afstýra herná- minu þá var það skylda hans að það var það skylda hans að reyna að haga öllu á þann hátt, sem eyjaskeggjum hagaði best, enda tók setuliðsstjórninn jafnan að óskum hans. Amtmaðurinn gaf út tilkynningu um, að hernámið inn stafaði eingöngu af hernaðarleg- um ástæðum og að það mundi engu greyta um stjórnarfarið eða héraðsmálastjórn. Bað amtmað- ir urinn fólk um, að torvelda á eng- an hátt störf setuliðsins. Þó að ristkoðunarskylda Breta væri í bága við dönsk lög tók almenn- ingur heni með mesta jafnaðar- geði. Daginn eftir tóku hermennir- nir að sér yfirstjórn símastöðvar- innar og hafnarinnar og hafnar- innar og tvær sveitir gerðu sér virki uppi í fjalli. Herliðið vand- ist bráðlega staðháttunum og kunni vel við sig í hinum hrein- lega smábæ með hvítum húsu- num með rauðum þökum og kirkjunni með helluþakinu. í einni sveitinni var barnakennar- inn túlkur og hermenn háðu tvo knattspyrnuleiki við heimamenn — og töpuðu háðum. Síðan var hermönnunum boðið til kaffi- drykkju og Færeyingar sýndu þeim þjóðdansa. Þegar hernámssveitirnar fóru en deild úr “LovMs Scouts” tók við, 27. maít gat Sandall getið þess í skýrslu sinni að framkoma hermannanna hefði verið með > ágætum, og að ekki hefði orðið eitt einasta “tilfelli” 1 sambúð þeirra og Færeyinga. ÍSLENZK SÍLD KOSTAR 14 Kr. STK. í VERZLUNUM AUSTUR í MOSKVU íslenzk síld fæst nú í búðun- um í Maskva og kostar þar 10Vz rúblu stykkið, eða sem svarar 14 krónum, sagði Erlendur Þor- steinsson framkvæmdarstjóri við blaðið í gær. Hann er nýkom- heim frá hinni rússnesku höfuðborg, og mun hann gefa ríkisstjórninni skýrslu um samn- ingana eystra; en hinir meðlim- samninganefndarinnar eru ennþá í Moskvu. Erlendur kvaðst ekkert geta látið uppi um samningana fyr en hann hefði gefið skýrslu sína, enda væri þeim ek-ki lokið ennþá. En hann hafði frá ýmsu að segja um dvöl sína í Moskvu. Lík Lenins “Á Rauða torginu standa menn í röðum, sem mundu ná frá Leifs- styttunni niður að Lækjartorgi, og bíða alt að fjórum tímum til að ganga fram hjá smurðu líki Lenins”, sagði Erlendur. “Graf- hvelfing hans er mjög fögur, gerð úr marmara og slípaðri granít. Lenin liggur þarna undir glerhjálmi, í venjulegum her- mannafötum, á rauðum silkifán- um, og eru raðir af fólki, sem kemur þarna til að sjá hann; á hverjum einasta degi. Þó að hernámið á Færeyjum yrði án stórtíðinda, eins og þess- háttar aðgerðir oftast verða, hafði Sandallsveitin samt unnið verk, sem var jafn mikilsvert eins og þó að hún hefið unnið sigur í orustu. í raun róttri er það ekki ofmælt að hún hafi unnið sigur, með lipurð sinni, aga og viðbragðsflýti. Royal Mariners höfðu orðið á undan Þjóðverjum. Ef bið hefði orðið á þá eh vafalítið að Þjóðverjar hefðu orðið fyrri til. Og þýsk flota- og flugstöð svo nærri Bret- landseyjum hefði getað dregið dilk á eftir sér. (Fálkinn) Norrænu blaðamennirnir tala um dýrtíð, stúlkur og braggahótel Stúlkurnar, dýrtíðin, bragga- ’ hótel og nýbyggingarnar voru aðalumræðuefni sænsku og norsku blaðamannanna, er þeir komu til Stokkhólms með Flag- ship Oslo í fyrrakvöld. Þeir róm- nðu mjög móttökurnar hér á landi^ bæði veizluhöldin og við- hynni við einstaka Íslendinga og hváðust hafa mikinn hug á að homa hingað aftur. Nefndu sum- lr Snorrahátíðina á sumri kom- anda í því sambandi. Sænski blaðamaðurinn Man- Pred Nilsson frá blaðinu MT eða Morgon-Tidningen í Stokkhólmi gat þess fyrst, hversu glæsilega fagurt það væri að fljúga yfir fjöll Islands um sólarlag. Hann lýsti því, hversu margt væri ólíkt á íslandi og hans eigin landi, til dæmis væri einkennilegt að sjá skóglaust land. Hann fór fögr- um orðum um móttökurnar, og það, hversu greinilega blaða- mennirnir hefðu fundið bræðra- .þelið hjá íslendingum. ‘En það er mjög nauðsynlegt að auka sambandið milli Sví- þjóðar og Islands”, sagði Nilsson, °g er til dæmis hryggilega lítið það efni, sem berst á milli saenskra og íslenzkra blaða. Á °ðrum menningarsviðum er einnig þörf meiri viðskifta milli Þjóðanna.” Þegar Nilsson var spurður, vernig honum litist á nýbygg- lngarnar í Reykjavík( svaraði ann brosandi. að þær væru eins °g sendiherrahverfið í Stokk- hoLmi, en það er langsamlega í- burðarmesta hverfi þeirrar borg- ai\_ Blaðamennirnir létu mikið yf- ir fegurð íslenzkra stúlkna, og sýndu hreyknir matseðil úr einni veizlunni, sem þeim var hér haldin, en hann var yfir 40—50 rétta kalt borð. Þeim þótti held- ur en ekki ævintýri að segja frá snjóstorminum mikla, og ekki drógu þeir þó neina dul á það, að þeim fannsi braggaborg sú, sem þeir bjugu í hér í Reykjavík ekki sem fullkomnast gislihús. Þeir sögðu frá því( að þak hefði lekið og þeim hefði verið kalt, þótt þeir vefðu sig frökkum. Þegar blaðamennirnir töluðu um dýrtíðina á Islandi, var eins og þeir væru að segja frá hinum alvarlegustu málum. Þeir þuldu með áherzlum verð á ýmsum vörum hér, og þeim hafði kom- ið ástandið í gjaldeyris og við- skiptamálum okkar svo fyrir sjónir, að útlitið væri þar hið svartasta. Svíarnir gengu af Flagskip Oslo á Brommaflugvellinum í Stokkhólmi, en Norðmennirnir héldu áfram til Gardemoe-flug- vallarins utan við Oslo. Þrír hin- ir síðustu af íslenszku blaða- mönnunum, sem verið hafa í Stokkhólmi, þ e i r Haukur Snorrason, Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Benedikt Gröndal, komú svo með aOsIo” frá Stokk- hólmi til Keflavíkur. (Alþbl. 27. Marz.) “Við bjuggum á Hotel' Na- tional”, hélt Erlendur áfram. “Þáð er gömul bygging, en rétt hjá því, eða við sama torg, er Hotel Moskva, sem er ný og glæsileg bygging, og var hún að mestu leyti tekin til afnota fyrir utanríkisráðherrafundinn meðan eg var eystra og er enn. Rúss- arnir gera sér mjög far um að taka vel á móti slíkum gestum, og tókum við til dæmis eftir því, að allir þjónar( lögreglumenn (sem altaf voru í hótelinu) og. bílstjórar voru komnir í ný og betri einkennisföt, þegar fund- urinn hófst, og leigubifreiðum í nágrenninu fjölgaði mikið.” íslenzku sendinefndinni var boðið að sjá ýmsa staði í Moskvu, til dæmis Stalin bifreiðaverk- smiðjurnar (sem þar eystra heita SIS), vínverksmiðjurnar, sem framleiddu jafnt hið borgara- lega kampavín og óteljandi teg- undir af vodka. fiskverksmiðju og svo fengu nefndarmenn að skoða Kreml, sem er mikill heið- ur austur þar og fáir Rússar virt- ust fá að sjá. Heimsólcn í Kreml. “Kreml er eiginlega heil þorg innan gamalla borgarmúra”( sagði Erlendur. “Þar eru keisara- höllin gamla, l$irkjur, þinghúsið og bústaður Stalins. Þinginu, eða “æðsta ráðinu”. eins og það heitir, var nýlokið, er við vorum þarna, og hafði það staðið í fjóra daga, afgreitt fjárlög og unnið önnur störf sín.” “Keisarahöllina gömlu skoð- uðum við hátt og lágt,” hélt Er- lendur áfram, “og var þar geysi- mikill íburður, sem fylgdar- menn okkar virtust mjög hreyknir af. Þarna voru geysi- legir dýrgripir, sem keisararnir áttu, alt frá kórónum þeirra nið- ur í sverð, greypt gimsteinum.” —Alþbl. 7. apríl. Síðustu hermennirnir íarnir frá Islandi (frá Fréttaritara Lögbergs) Rvík, 9. apríl. Herflutningaskipið E. B. Alex- ander lyfti akkerum í Keflavík klukkan 7.30 í gærkvöldi og sigldi burt með síðustu amerísku hermennina, sem hér á landi dvöldust. Offursti þeirra, Iva D. Snyder, og aðrir yfirmenn fóru þó ekki með skipinu, en flugu vestur um haf kl. 9.17 í gær- kvöldi. Er þar með allur er- lendur her af landi burt, rúmum mánuði miður en sjö árum eftir að fyrstu ensku hersveitirnar gengu á land í Reykjavík 10. maí 1940, og ítrekað loforð Roose- velts( Churchills og annara leið- toga bandamanna um að allur 'her skyldi á- brott héðan að styrjöldinni lokinni, hafa þar með verið efnd. Samkvæmt flugvallasamningn um milli íslands og Bandaríkj- anna, en með honum samþyktu bæði ríkin að fella úr gildi her- verndarsamkomulagið frá 1. júlí 1941, átti ameríski herinn að vera farinn af landinu fyrir 5. apríl. Herflutningaskip mun hafa ver- ið sent til að flytja herinn burt fyrir þann tírna, en því hlekktist á í hafi og varð það að snúa við. Tilkynti sendifulltrúi Bandaríkj- anna ríkisstjórninni þetta og sagði jafnframt að ekki væri bú- ist við skipi því, sem sent var í stað þess, sem á hlekktist fyrr en 8. apríl. Tók ríkisstjórnin gildar ástæður þær, sem fram voru færðar fyrir drætti þessum, enda varð það að samkomulagi, að hermennirnir færu ekki út fyrir Keflavíkurflugvöllinn síðustu dagana. Business and Professional Cards 51,010 íbtiar í Reykjavík við síðasta manntal Samkvæmt upplýsingum frá manntalsskrifstofunni reyndist íbúatala Reykjavíkur við mann- talið 1946 vera 51.010. Þar af voru 24(555 karlar og 26,455 konur. Af þeim 51,010 íbúum í Reykja- vík við manntalið 1946 áttu 2,057 lögheimili utan bæjarins. Við manntalið árið 1945 var íbúatala bæjarins 48,186, og hef- ir íbúatalan því aukist um 2,824 á síðastliðnu ári. Frægl skip. Um þrjú leytið í gærdag kom herflutningaskipið ameríska( E. B. Alexander, til Keflavíkur og lagðist þar á höfnina. Er þetta eitt af frægustu skipum Banda ríkjanna, 21.329 smálestir að stærð, og hét fyrir stríðið “America” og var lystiskip í eigu skipafélagsins U.S. Lines. Skipið var notað til herflutn- inga á stríðsárunum og tók þá 7—9000 hermenn. Eftir stríðið var það notað til að flytja eigin- konur hermanna og börn þeirra frá Evrópu til Ameríku og tók þá 700 konur og 200 börn með barnaherbergjum o. fl. Er skipið fult af aðvörunum um að gefa börnunum, skifta á þeim o. s. frv. á vissum tímum og munu her- mennirnir vafalaust hafa gaman af að lesa þær aðvaranir. Skipstjóri á skipinu er E. T. Cline, og er það einkennileg til- viljun, að hann var einnig skip- stjóri á skipinu American Legion, sem flutti fyrstu amerísku her mennina hingað til lands 1941. Skipsmenn á hinu mikla her- flutningaskipi voru að fara í landvistarleyfi, er þeir voru skyndilega kallaðir til íslands- farar þessarar í stað þess skips, sem hlekktist á. Er áhöfnin álíka mannmörg og liðið, sem skipið flytur, eða yfir 360 manns. Skipið fór frá New York 31. marz. Þrjár íslenzkar stúlkur, sem giftar, eru amerískum hermönn- uim, fóru með þeim til Banda- ríkjanna með herflutningaskip- inu, er tók síðustu hermennina\í Keflavík í gær. Ennfremur fór með skipinu ein dönsk stúlka, sem eins var ástatt um. Borgið Lögberg Minnist BETEL í erfðaskrám yðar Thule Ship Agency 11 Broadway, New York, N.Y. umboösmcnn fyrir h.f. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS (The Icelandíc Steamship Co. Etd.) FLUGFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til Islanda. H. J. STEFANSSON l.ifc. Accúlcnt anti IJeaith * Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 90)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telophone 202 398 Talsími 95 826 Heimilia 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðinpur í augna, eyrna, nef og Jcverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfrœöinffur i auffna, eyrna, nef otj hdlssfúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifatofusimi 93 851 Heimaatmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenxkur Vyfaali Fölk getur pantaC meOul og annaO meO pöstl. Fljðt afgreiOsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur ltkkistur og annast um Ot- farlr. Allur OtbOnaOur eá beitl. Ennfremur eelur hann allskonar mlnnisTrarOa og iegsteina. Skrifstofu talslmá 27 S24 HelmlUs talsfmi 28 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. DAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg DCINCEÍÍ MES3ENQSR SERVICE ViO flytjum klstur og töskur, húsgögm ör sm«rrl fbOCum, og hflsmuni af öllu tsei. 68 ALBERT ST. — WINNIPBG Siml 25 888 C. A. Johnson, Mgr. TELEPHONE 94 85* H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Wlnnlpeg, Canada Phone 49 469 Radlo Service SpeclaUsts ELECTRONIC LABS. H. THORKBLBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 CSBORNE ST„ WINNIPBG G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlr. Keystone Fisheriea Limited 404 SCÖTT BLOCK SÍMI 95 »17 Wholesalt Dlatributora of FRBSH AND FROZEN FISH Manitoba Fisherie* WINNIPBG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stf. Verzla t helldsölu meO njJan o* froslnn flsk. 303 OWENA BTREBT Skrlfst.sími II 355 Helma 55 462 Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREBT (Beint suOur af Bannlng) Talslml 30 877 VlOtalsttml 3—5 efUr hfldsgl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—5 p.m. Phónes: Offlce 26 — Re«. 230 Otflce Phone 94 762 Res Phons 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and TWEEÐ TannUeknar H. W. 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 96 952 WINNIPBG DR. J. A. HILLSMAN Buryeon 308 MEDICAL ART8 BLDO Phone 97 329 Dr. Charles R. Ok* Tannlcskntr For Appointments Phone 54 »51 Offics Hours 9—« 404 TORONTO GEN. TRU8T8 BUILDING 283 PORTAGE AVB. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick ReliabJe Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AvísNUB BLDG WPG. Fasteignasalar. Lelgja hfls. Ot- vega penlngalán og eidsflbyrgO. . bifreiOaábyrgO, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löfffrœöinear 209BANK OF NOVA 8COTIA BO. Portage og Garry 8t. Stml 98 291 CUNDRY PYMORE Limited Brttish QuaUty FUh Netttnp 6« VICTORIA 8T„ WINNIPEG Phone 98 211 Manaoer T. R. THORVA.LDBOX Four patronage will be appreolateí CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Manaffing Director Wholesale Distrlbutors of Friah and Frozen Ftóh. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. T* »17 H H AGBO RG FUEL CO. H DUtl 21 331 (C.F.L. nj No. 11) 21331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.