Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 6
6 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFOHD, þýddi . “Hvar er George?” spurði hann, og rétt í því kom hann inn; Fred heilsaði honum, en.var á sama tíma alveg hissa á hvað útlit hans var breytt. Ilann hafði ekki litið út undanfarna daga sem hann væri vel frískur; nú leit út sem hann hefði náð sér að fullu. Hið gljáandi and- lit hans hafði nú blýhvítan lit, um augun voru dökkir hringir, og út frá munnvikj- unum voru djúpar hrukkur, sem áttu að vera sem bros, er hann kom inn; hann rétti Fred hendina, og brosti ilskulegu brosi. Fred tók í hina útréttu hendi hans, sem var næstum gegnsæ og skjallahvít. Það var dauðaþögn þar inni, þar til hurðin var opnuð, og Mr. Leyster sagði í sterkum róm: “Erum við tilbúnir?” Og þeir gengu allir sam- an út. Þögulir stóðu þeir við gröfina, er kistan var látin síga ofan í hana, og svo fóru þeir aftur inn í lestrarsalinn. Mr. Leyster tók sér pláss við efri enda borðsins; George settist á stól við hhð hans, og sat þar með lokuð augu. Fred stóð með spentar greipar út við gluggann og horfði út á grassléttuna- svo kom alt þjónustufólkið inn í stof- una. Þegar allir voru komnir inn, tók Mi r®iy?^r Upp úr vasa sínum samanbroti ii Settl á siS gleraugun og hag ræddi þeim vandlega, og sagði, án þes að lita i knngum sig: A ,*Nu skal eg lesa upp erfðaskr ArHiur Lamontes, — hans síðast Það varð þögn, hátíðleg þögn; þá lei hannuppogsagði: 1 Eg samdi þessa erfðaskrá í síðast hðnum janúar-mánuði: það er síðas vilji og óskir hins dána manns ein íamTeitga °g Gg V'GÍt Það hefir’faril hír f rannsokn hér í húsinu, e: það hefm ekki fundist neitt annaö skja ? J)V1 tægi. Er það ekki svo Mr. Georg, svin að P °S hann SnCTÍ sér “eS S horPfðÍáGhea°„rf' 38 al,‘r Sem inni ™r' George þagði eitt augnablik laul höS ®inumíál50kllðu nugum’hrist hofuðið og sagði að svo væri Mr. Leyster horfði með sínum bitn íTTT Ufíann’ sem snöSgvast, svo lei hann i attina til Fred. Náltvaem og samvizkusöm rann soku’ endurtók gamli lögmaðurinn. Q sem fanst að þessi athuga- semd hefði verið beint til sín, hneigði sh og leit svo aftur út um gluggann. Mr. Leyster ræskti sig, hagrædd gleraugunum og opnaði bókfellið. Þaf var dauðaþögn í stofunni, svo mikil þögr að andardráttur George heyrðist. Með hinum sama harða og hrjóstr- uga- rom, byrjaði Mr. Leyster að lesa UPP erfðaskrána/ greinilega, hverja setningu fyrir sig, sem voru samsettar a hinu flóknasta lögfræðismáli, svo flestir, sem viðstaddir voru skildu það ekki, nema að litlu leyti. En svo kom hann að nokkru, sem allir skildu; það voru þær gjafir, sem voru ánafnað’ar til þjonustufólksins og sérstök ejöf til Mr. Leyster lögmanns. Og að síðustu kom hann að eftirfylgjandi: “Bróðursyni mínum, George La- monte, ánafna eg til fullrar eignar alt, annað sem eg á, hvort heldur land eða peninga, hus eða verðbréf. eða hvers- lags verðmæti, sem er. að fráteknum öllum áðurnefndum gjöfum.” Allir viðstaddir sneru sér, eins og við herlúðurs blástri að George, sem sat þar sorgbitinn og fölur, rétt eins og hann ætlaði að fara að gráta. Svo las lögmaðurinn undirskriftirn- ar, og braut svo bókfellið saman. Nú kom Fred fölur og með rólegu tignar yfirbragði að borðinu. “Eg skil þetta svo, Mr. Leyster, að Squire Lamonte hafi ekki ánafnað mér neitt?” “Hann hefir ekki nefnt þig í arf- leiðsluskránni,” svaraði gamli lögmað- urinn þurt. Fred hneigði sig óg ætlaði að ganga frá borðinu, er George stóð upp, Hann horfði sem snöggvast á Fred með gegn- umsmjúgandi augnaráði, svo kom LoGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAl, 1947 ■ !9. -■ vonskulegt sigurbros á andlit hans, sem varðaði þó ekki lengi. Því næst borgaði hann þær upphæðir, sem þjónustufólk- inu voru ánafnaðar. “Ekki nefnt þig, minn kæri Fred! Stanzaðu sem snöggvast! Eg skil hvern- ig á því stendur. Föðurbróðirjninn vissi að hann gat treyst því, að eg’hefði hina réttu tilfinningu í því máli. Tlann vissi að þú þyrftir ekki árangurslaust að leita til mín.” Fred lei á hann með ólýsanlegri fyrirlitningu, svo fór hann hægt og ró- lega út úr stofunni. 11. Kafli, Það voru liðnir tveir dagar síðan Dora hafði gefið loforð um, að hún skyldi ekki tala við Fred Hamilton, ef hann kæmi aftur til Sylvester-skógarins. . Enginn hafði neinn grun um hve nærri sér hún tók, að gefa þetta loforð; en hún vissi það. Nú varð henni lífið leið- inlegt og án augnamiðs, og síðan hún mætti honum og talaði við hann var líf- henni. Henni fanst síðan að það væri engin músík í fuglasöngnum - tónarnir, sem henni þótti svo innilega vænt um, og þyturinn í skógarlaufunum, fanst henni nú hvísla: “Hann er farinn og þú sérð hann aldrei framar.” Já, einnig stöðuvatnið, sem áður dró hana að sér með einhvers konar segulafh, hafði nú mist alla fegurð í augum hennar, og lá þar eins og henni fanst nú, kalt og frá- hrindandi. Elkki einu sinni, heldur tíu sinnum, fór hún þangað, sem hún hafði fundið Fred Hamilton liggja í grasinu. Grasið var bælt þar sem hann hafði legið; alt umhverfið þar, talaði til henn- ar um hann. Þar sat hún og horfði dreymandi augum út á vatnið, og vár svo niðursokkin í hugsmíðar sínar, að henni fanst það aðeins augnablik, síð- an hún fann að hann kysti sig á hend- ina. Var það ást? Hún lagði það spurs- mál ekki fyrir sig; og þó hún hefði gert það, hefði hún ekki getað svarað því. Hún gat ekki álitið það neitt rangt þó allur hugur hennar væri þannig hneigð-i ur til annars. Hún hugsaðí ekki um hann sem elskhuga sinn, heldur sem eitthvert dularfult fyrirbrigði, sem eins og stjörnuhrap, hafði sem snöggvast borið fyrir augu hennar og sem hafði geislað sem sól í fáeinar mínútur í henn- ar gleðisnauða og einangraða lífi. Mörg 15 ára gömul stúlka, hefði í hennar spor- um haldið að það væri ást, en Dora bar ekkert skyn á slíkt. Hennar heimur var hinn djúpi skuggalegi skógur; félagar hennar voru hirtir og rádýr í skógar- rjóðrunum, og músík hennar var hinn margraddaði söngur fuglanna. Þar til nú hafði þetta verið henni nægir félag- ar, en nú var það búið, síðan hún hafði mætt unga manninum. Nú vaknaði hjá henni þrá til að komast burt frá þessu einmanalega lífi, sem hún lifði hún vildi komast burt úr þeim heimi sem hún var í. “Eg get aldrei séð hann, heyrt hann né talað við hann aftur,” þessar hugs- anir lögðust þungt á huga hennar, “en eg get þó samt sem áður verið nálægt honum, án þess hann sjái mig,” hvíslaði hún aö sér sjálfri. Svo hugsaði hún angurvær til orða föður síns. Þessi ungi maður, augu hans virtust bera þess vitni, að hann sé hrein- skilinn og einlægur maður, málrómur hans hljómaði í eyrum hennar sem ný og fögur músík; faðir hennar hafði sagt að hann væri hræðilega vondur maður, maður, sem væri bezt að skifta sér ekki af, fremur en hættulegu dýri. En það gat ekki verið satt. En ef það væri tilfellið, hversu falsk- ur var þá ekki heimurinn, þegar hann sem leit út fyrir að vera svo mildur og hjarta góður, og sem talaði svo fallega, væri samt sem áður svo vondur, eins vondur og faðir hennar hafði sagt! Hún gekki allan dagin um í skógiu- um, og fór svo heim til sín, föl og þögul; hún smakkaði varla á matnum. Nichols sá þá breytiqgu sem var orðin á henni, en minntist ekki á það, þrátt fyrir það þó sárar endurminningar skæru hann í hjartað. Móðir hennar ávítaði hana fyrir á- hugaleysi; en Dora bara brosti góðlát- lega að því, lét sér á sama standa hvort heldur hún fékk ávítur eða hrós, en fór án þess að því væri veitt eftirtekt ofan að vatninu, þar sem hún gat setið ein í næði og notið í ró vonar drauma sinna. Þessir tveir dagar liðu, og þriðjadag- j in sat hún aftur á þeim stað, sem henni var sannur paradísar-reitur; þá heyrði hún fótatak á bak við sig. Hún leit ekki við, því hún hqlt það væri faðir sinn, eða einhver kolabrenslumannanna. Fóta- takið færðist nær, og maður kom út úr skóginum, hann stanzaði við vatnið og skimaðist um sem snöggvast. Dora sat undir háum burkna, sem skýldi henni svo hún sást ekki, en hún sá manninn og virti hann nákvæmlega fyrir sér. Hann var hár og grannur, klæddur dökkum búningi; er hann leit í áttina þangað sem hún var, sá hún, að það var alls ekki ljótur maður, og henni hefði getað sýnst hann vera laglegur, liefði það ekki verið vegna annars andlits, sem ávalt stóð fyrir augum hennar. Hann var fölur í andliti og virtist vera órólegur og áhyggjufullur. Þar sem hann stóð þar, hélt hann hægri hend- inni um þá vinstri; lesarinn kannast við að það var vani George Lamonte. Hann stóð þar í fáeina mínútur, skimandi í allar áttir, hún sá að það var áfergja í hans föla andliti, svo sneri hann við og gekk aftur inn í skóginn. Full undrunar og forvitni, stóð Dora á fætur, og sá sér til enn meiri undrun- ar, að skrautlegur vagn nálgaðist. í vagninum sat kona með fölt andlit, eins og maöurinn, sem hún hafði séð, en hún var sjáanlega ennþá kvíðafyllri. Dora hafði frá því hún var barn van- ist að beita skarpri eftirtekt í þessu sér- staka umhverfi, sem hún var í; jafn- vel í talsverðri fjarlægð gat hún séð, að konan hafði lík augu og maðurinn, sem hún sá, og ennfremur að hún beið nans með óþolinmæði og hræðslu. Dora veitti henni nána eftirtekt, þrátt fyrir ótta, sem hafði gripið hana; hún undraðist svo mjög hvers vegna að þau voru komin í Sylvester-skóg, og hver þau væru; þá kom maðurinn og fór upp í vagninn og sagði við ökumanninn í lágum og ísmeygilegum róm: “Við þurfum að finna skógarhöggsmann, sem heitir Nathan Nichols.” Dora varð bæði hrædd og undrandi er hún heyrði þetta. Ökumaðurinn hristi höfuðið. “Eg hefi aldrei heyrt það nafn, herra minn. Veiztu hvar hann býr í skógin- um?” “Nei,” svaraði George Lamonte, því hann var maðurinn. “Jæja, þá er það eins og að leita að nál í heysátu”, sagði ökumaðurinn. “Við verðum að finna heimili hans, hvað svo sem það kostar,” sagði George. “Haltu áfram þangað til þú kemur á aðra braut, og svo ferðu eftir henni. Við getum kannske fundiö einhverja, sem geta sagt okkur hvar hann er.” Ökumaðurinn sló í hestana og fór á stað, og Dora stóð eins og hún væri orð- in að steini; en brátt sá hún að þeir mundu fara í aðrá átt en heim til henn- ar. Hún var rétt komin að því að kalla til þeirra og vísa þeim hina réttu leið, er hún heyrði hundagelt, og eins og hann hefði komið upp úr jörðinni alt í einu stóð Nathan Nichols þar. “Ó, hér er einhver,” sagði George/ “Geturðu sagt okkur hvar Nathan Nichols býr, og vísað okkur á leið þang- að, hann býr einhversstaðar í skógin- um,” sagði George. Nichols stóð þegjandi fáein augna- blik og horfði í andlit George, svo svar- aði hann snúðugt: “Til hvers vantar ykkur að finna hann?” Dora sá að herranum líkaöi ekki svona spurning. “Því spyrðu mig að því, minn góði maður?” sagði hann. “Af því eg er maðurinn, sem þú leit- . ar að,” svaraði Nichols. George hrökk við. Dora sá að hann greiþ sinni hvítu hendi í sætið, en svo sagði hann strax og brosti: “Ert þú Nathan Nichols? Hvað eg er heppinn!” “Það er undir atvikum komið,” sagði Nichols kalt; “hvert er erindi þitt?” George leit sem snöggvast á hann, svo sagði hann og leit á ökumanninn. “Það er þess eðlis að eg held að það sé betra að tala um það á hagkvæmari stað en hér. Viltu lofa mér að koma inn í hús þitt og fá mér sæti?” Nichols horfði rannsakandi í andlit George, sem snöggvast, sem Doru fanst langur tími, svo kinkaði hann kolli og sagði, stutt: “Komdu með mér.” “Viltu ekki keyra?” spurði George. En Nichols bara hristi höfuðið, tók skógaröxna sína og gekk á undan hest- unum. Dora stóð eina eða tvær mínútur í sömu sporum, eins og hún væri negld við jörðina; svojörðina; svo gekk hún tvö skref í áttina, þangað sem vagninn fór; svo sneri hún við og settist þar sem hún var vön að sitja. Henni fanst eins og ósjálfrátt, að föður sínum mundi ekki líka að hún kæmi á eftir þeim. Nichols gekk þegjandi á undan þeim; þeir sem í vagninum voru þögðu, þar til þeir voru komnir svo nærri húsinu, að þeir sáu það. Þá gaf Nichols skipandi bendingu um, að þeir skyldu stansa, svo opnaði hann hurðina og gekk inn. Svo kom hann út og benti þeim að koma út úr vagninum, hann stóð við dyrnar með- an þau fóru út úr vagninum, og hallaði sér fram á axarskaftið, meðan þau fóru inn í húsið. Með sínu vanalega brosi á andlitinu, leit George kringum sig í stofunni. “Þ«tta er ljómandi staður, Mr. Nichols — reglulega fallegur! En mér finst helst til afsíðis, dálítið einmana- legt.” “Gú getur sagt sem þú vilt um það,” sagði Nichols, ófrýnilegur en rólegur. “Eg bíð eftir að fá að heyra hvað það er, sem þú vilt mér.” George hneigði sig og brosti. “Móðir mín,” sagði hann — “þessi kona er móðir mín, Mr. Nichols — eg held, já, eg held virkilega að það sé þægi- legra fyrir þig, móðir mín, og meira hressandi, að sitja á bekknum sem eg sá hérna fyrir utan húsið.” Hún stóð upp og fór út úr stofunni. Nú breyttist andlit George alt í einu. Hann hallaöi s«r áfram, starði í and- lit Nichols og sagði: “Mr. Nichols — eg heiti George La- monte; eg er bróðursonur hins nýdána Squire Arthur Lamonte —” Nichols hrökk við og lyfti upp öx- inni og bölvaði. George varð við þetta ennþá hvítari í andliti en hann var van- ur, en hann tapaði þó ekki alveg kjark- inum. “Eg heiti Lamonte,” endurtók hann — George Lamonte, bróðursonur Squire Lamonte. Mér þykir fyrir ef nafniö minnir þig á eitthvað óþægilegt frá liðn- um tímurn. Væri svo, þá er mér óhætt að segja, að eg á enga skuld á því.” Nichols dró þungt andann og henti öxinni frá sér. “Haltu áfram,” sagði hann; “þú ert bi*óðursonur Squire Lamonte?” “Já,” svaraði George, hann þóttist nú öruggari úr því Nichols hafði ekki öxina í hendinni. Nichols stóð grafkyr og þagði en æðarnar á enni hans blésu upp. “Og þar sem eg er bróðursonur gamla Lamonte, ímynda eg mér að þú getir getið þér til hvert að muni vera erindi mitt.” Þeir horfðu þegjandi hvor á annan. Nichols varð að stríða af öllum sínum mætti gegn þeirri reiði og hugaræsingu sem hann var í, og George bjóst við, þá og þegar að fá duglegt kjaftshögg. Loksins sagöi Nichols í hásum róm: “Komstu frá honum?” George stundi við og hristi höftiðið. “Að vissu leyti.” svaraði hann; “þú hefir vafalaust heyrt hina sorglegu frétt. Föðurbróðir minn er dánn.” “Dauður!” endurtók Nichols, ekki í þeim róm eins og hann hefði mist vin, en eins og maður, sem losast við óvin. “Já,” sagði George, og þurkaði sér um þur augun, “hann dó fyrir þremur dögum síðan. Eg er hræddur um, að eg hafi ekki sagt þessa frétt eins gæti- lega eins og eg hefði átt að gera. Þú þektir hann vel, var ekki svo?” Nichols leit upp með biturt bros á andlitinu. “Já,” svaraði hann og dró þungt and- ann, “eg þekti hann vel.” George laut höfðinu og hugsaði eitt augnabiik. Hann skildi að hann varð að fara gætilega að öllu.” Hvað þekti þessi maöur til skyld- leika á milli þessarar ungu stúlku, sem hann hafði alið upp og hins dauða Squire Arthur Lamonte? “Já, þú veist þá líka hve mikinn skaða landið hefir beðið við—” Nichols greip fram í fyrir honum með óviðráðanlegri óþolinmæði. “Hættu þessu mæðartali,” sagði hann snúðugt; “komdu með erindið sem þú hefir við mig. Hver er ástæðan fyrir því að þú komist hingað?” “Eg kom hingað samkvæmt ósk föð- urbróður míns, þegar hann lá á bana- sönginnið, og beiddi mig að framkvæma. Erum við bara tveir hérna?” Nichols hneigði sig óþolinmóðlega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.