Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.05.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. MAÍ, 1947 5 * v«\_/ AHUGAMAl I VI NNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON ÓTTINN VIÐ AÐ ELDAST Öllum er áskapað að eldast; maðurinn byrjar að eldast um leið og hann fæðist, börnin og unglingarnir vilja eldast sem fyrst; þau eru altaf að tala um hvað þau ætti að gera, þegar þau eru orðin stór; þeim finst þau varla geta beðið eftir því að verða fullorðin; tvítugsafmælið er mikil hátíð á æfi þeirra. En eftir þann afmælisdag breytist viðhorf þeirra til aldurs síns. Nú vilja þau um fram alt halda á- fram að vera ung sem lengst. Þegar líður fram að þrítugs aldrinum^ fer mörgum stúlkum ekki að verða um sel; þeim finst að ellin bíði sín hinu megin við það aldurstakmark; þær vilja þá síður láta uppskátt um aldur sinn; þessvegna hittir maður svo " margar stúlkur, sem eru um 27 til 28 ára-gamlar. Fyrir þessa á- stæðu þykir það hin mesta ó- kurteisi að vera að spyrja eða grenslast um það sanna um aldur fólks. Þegar konur eru að nálgast fertugsaldurinn láta þær oft sem þær séu um þrítugt. þótt enginn sé í raun og veru að forvitnast um aldur þeixra. Loks kemur að þyí, að þær eru orðnar miðaldra. Margt, sem þær hafa e. t. v. ekki veitt eftirtekt fyr, færir þeim heim sanninn um þetta. Smábörnin. sem þær þektu eru orðin fullorðin, farin að stunda atvinnu, trúlofast og gift- ast. Þær hafa varla tekið eftir því hve fljótt árin hafa liðið fram hjá; því þær hafa haft mikið að gera og mikið að hugsa uin. En nú þegar þær líta í kringum sig, sjá þær, að þær teljast ekki leng- ur til unga fólksins; þær eru orðnar miðaldra konur. Þetta finst mörgum konum óþolandi, þær hafa altaf hugsað, að það hljóti að vera afar dauf- legt og leiðinlegt að vera mið- aldra. Óttinn við að eldast hefir þjáð fólk á öllum tímum, sérstaklega fagrar konur; þær eiga bágt með að hugsa til þess að aldurinn dragi úr fegurð þeirra. Kona ein við frönsku hirðina, er var annáluð fyrir fegurð, gekk í nunnuklaustur vegna þess að hún var hrædd við að eldast; hún var ekki að hugsa um sálar- velferð sína, heldur óttaðist hún að láta aðdáendur sína sjá sig, eftir að hið fallega andlit hennar tapaði æskufegurð sinni, að þá wiyndi þeir snúa við henni bak- inu. Henni datt þetta í hug vegna þess að hún hafði mætt nokkrum börnum á götunni « París einn dag, og þau veittu henni enga eftirtekt. “Eg er að verða gömul, og fegurð mín er að hverfa,” hugsaði hún, “börnin h'ta ekki við mér.” Ef þessi saga er sönn, mun þetta vera einsdæmi; fáar konur nxunu vera svona heimskar, en fjöldi kvenna reynir þó á margan hátt að halda í ungdómsárin eftir að þau eru liðin fram hjá; þær verja feikna tíma í að nudda andlit sitt og líkama með alls- konar smyrslum; ganga í bind- indi hvað allskonar mat. áhrærir, til þess að reyna að vera ung- legar í vexti og þær reyna að tala og haga sér á líkan hátt og nnglingar gera Ekkert af þessu slær þó ryki í augu fólks. Það vekur aðeins getgátur um aldur þeirra og fólk heldur að þær séu eldri en þær eru í raun og veru. Það yngir ekki miðaldra konu i útliti eða í augum fólks, þótt hún klæðist eins og tvítug stúlka oða láti hárið á sér flaxa eins og ó telpu; fóik heldur ekki að hún Hollendingar berjast við sjóinn sé ung þó hún kalli kunningja sína “stúlkur” og “drengi” í stað- inn fyrir “konur” og “menn”; noti nýjustu orðatiltæki (slang) unglinga til þess að sýna að hún fylgjist með tímanum; það er heldur ekki skynsamlegt að þykj- ast ekki muna neitt, sem gerðist fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. 1 raun og veru er engin ástæða fyrir miðaldra konu að fagna því, þótt einhver reyni að skjalla hana með því að segja henni að hún líti út eins og ung stúlka; sannarlega ætti hún að hafa til- 'komumeira útlit en ungmey. Margar konur fríkka.með aldrin- um, jafnvel þótt aldur þeirra leyni sér ekki; hvert aldursskeið hefir sína fegurð; jafnvel ellin með sína rósemi og virðuleik, er oft dásamlega fögur og tíguleg. Ekkert tímabil æfinnar er leiðiniegt, í sjálfu sér, sízt af öllu miðaldursárin; þá hefir fólk venjulega náð föstum fótum í þjóðfélaginu^ eignast marga trygga vini; þroskast að vits munum og dómgreind, umburð- arlyndi og virðuleik. Og fólk, sem á mörg áhugamál, er vak andi fyrir því, sem er að gerast, hugsar um aðra meir en sjálft sig, og burðast ekki með óþarfa áhyggjur yfir aldri sínum, er alt af ungt í anda og jafnvel unglegt í útliti. ÞEGAR KVIKNAR í “Það þarf að vera auðvelt að komast út úr húsinu í snatri, segja slökkviliðsmenn. Og við mætti bæta: Það er hverjum hús- eiganda skylt að vita hvernig hann á að koma fjölskyldu sinni út, þegar hættu ber að höndum. þ»að kann að þykja sjálfsagt að fólk viti hvernig það á að bjarga sér( en svo er þó ekki. Nýlega fórust tveir unglings- piltar rétt fyrir utan svefnher- bergisdyrnar sínar, þegar heim- ili þeirra brann. Þeir höfðu þó auðveldlega getað farið út um gluggan á svefnherberginu, sem var uppi á lofti, stokkið þaðan út á skúr í garðinum og þaðan ofan á jörðina. En þeir urðu hræddir og gjörðu þá það sama sem margir hafa gjört á undan þeim. Þeir reyncTu að fara niður stigann, en komust aldrei niður. Flest þau dauðaslys, sem verða á efri hæðum húsa orsakast af hitanum af eldinum fyrir neðan, sökum þess blátt áfram, að hiti leitar alltaf upp á við. Þegar kviknar í húsi verður oft mikill hiti í stigaganginum. Loftteg- undir þær, sem myndast við bruna, valda því og geta þær komizt upp í fimm hundruð gráða hita. Fólk sem sprettur æðisgengið upp úr rúmum sínum og hleypur fram á stigaganginn þegar kviknar verður þessum lofttegundum að bráð, löngu áður en eldurinn nær til þess. Mörgum mannslífum mætti bjarga ef fólk vildi aðeins hugsa sig ofurlítið um. Ef menn vakna og finna reykjarlykt má ómögu- lega rjúka til og opna svefnhex- bergisdyrnar. Fyrst á að þreifa á dyraumbúningnum yfir höfði sér. Sé viðurinn heitur má ekki ljúka hurðinni upp. Það er þá orðið um seinan. Heitur viður eða heitur hurðarhúnn bendir til þes að herbergið fvrir utan sé fullt af banvænum hita, og verður þá með öllu óhugsandi að komast lifandi niður stigann. Nei, þá er betra að láta hurð- ina vera lokaða og reyna að kom- ast út um gluggann. Og sé það Holland var fyrir styrjöldina eitt þrautræktaðasta land ver- aldar, þar skiftust á akrar og blómgarðar, engi og grænmetis- akrar. En verulegur hluti þess lands, sem þjóðin hafði gert frjótt, liggur undir sjávarbotni, og þessvegna hafa Hollendingar öldum saman barist eigi aðeins gegn ágangi hafsins heldur og fyrir því, að herja á sjóinn og gera grunnan hafsbotn að þurru landi. Með hinu mikla mann- virki, sem fullgert var 1928, gerðu þeir mikinn hluta Zuider- eða Suðursjávar að þurru landi. En á styrjaldarárunum voru fyrirhleðslurnar hollensku ýmist írmr sprengdar af Þjóðverjum eða Bandamönnum. Sjórinn flæddi á ný yfir landið og sópaði á burt með sér húsum og mannvirkjum og hlóð auri og leðju á akrana. En undir eins og stríðinu lauk, hófust Hollendingar líanda á ný, og hafa nú þurkað aftur heila landshluta, sem voru undir vatni í maí í hitteðfyrra. Það er einkum vesturhluti landsins, hið eiginlega Holland og Zeeland, sem fyrrum var und- ir sjó. En þar hófst líka þurkun- in og kvað svo mikið að henni, að danskur rithöfundur fann ástæðu til að komast svo að orði: “Guð skapaði heiminn, nema Holland. Það sköpuðu Hollendingar sjálf- ir.” I gamla daga flæddi’ bæði Norðursjórinn vestanverður, og Suðursjórinn yfir jarðirnar Hollandi. Til varnar þessu fóru ómögulegt er að minnsta kosti betra að hrópa út um gluggann á hjálp. Meðan hurðin miUi yðax og eldsins er lokuð, eru mikil líkindi til að hjálpin komi nógu snemma. En sé hurðin ekki heit ma opna hana gætilega. Bezt er að styðja við hana með mjöðm og mæti svo að auðvelt sé að loka henni aftur. Haldið lófanum upp að rifunni sem opnast fyrir ofan hurðina og opnað hana aðeins um 1 — 2 cm. Ef þér finnið að þrýstingur er á hurðinni lokið henni þá strax aftur og leitið til gluggans. Það er áríðandi þegar hús brennur, að opna hurðir réit og loka þeim réit. Það hefir þrásir. nis komið fyrir, að fólk stekkur af stað viti sínu fjær, þegar kvik narr í og skilur hurðir eftir opnar. Er þá opin leið fyrir reyk og hita að breiða sig um húsið. En sé hurðir lokaðar má tefja eldinn og undanfara hans, hitann og hinar eitruðu lofttegundir. Nokkurav mínútur, sem.bruninn tefst; geta orðið til þess, að bjarga meg' húsinu. Alkunn er sagan um unga konu, sem ætlaði oð flýta fyrir sér og kveikja upp með steinolíu. Það varð sprenging og neistarnir hrutu u-m allt eldhúsið. það leið yfir konuna, en þegar hún rakn- aði við var kviknað í eldhúsinu. Hún flýtti sér þá upp á loft, því að hún á4fi lítið barn í vöggu. Hún þreif barnið upp úr vögg- unni og ætlaði sér að komast aftur ofan stigann. En á meðan þessu fór fram höfðu nágrannarnir kallað á slökkviliðið. Brunaverðir brugðu við, slökkvitækin fóru af stað samstundis og stöðin var aðeins skammt frá. Þegar slökkviliðs- menn komu í húsið fundu þeir konuna og barnið við stigagatið upp á loftið og voru bæði liðin. Sprengingin hafði ekki unnið á konunni, en það gerði brenn- andi heitur reykurinn sem lagði upp stigagatið: Hún hafði van- rækt að loka eldhúshurðinni á eftir sér. . Margir brunaverðir fullyrða að þúsundir manna hefði getað bjargazt úr eldsvoða ef þeir hefði þekkt þessar einföldu reglur um það hvemig opna skuli og loka dyrum í brennandi húsi. (Lausl. þýtt) bændurnir að hlaða varnargarða með ströndum fram, og dæla vatninu burt með vindmyllum. Eyjan Walcheren, sem kunn er m. a. af orustunum vorið 1945, er ef til vill frjósamasti blettur- inn í Hollandi, og eru þar víðast háir sandhólar með ströndum fram. Aðeins á einum stað er eyjan óvaran gegn Norðursjón- um. Þessvegna voru hlaðnir þar sterkir sjávargarðar, nálægt þorpinu West Kapelle. Varð nú friður fyrir sjónum og bændun- um tókst að gera eyna að sam- feldum aldingarði. Helztu bæ- á Walcheren eru Middel- bury og Flushing. í gamla daga var fræg höfn þar, sem Vere hét, en hún er lögð niður fyrir löngu. Eftir að herir Bandamanna gengu á land í Frakklandi 1944 og höfðu náð Antwerpen, var Walcheren mikilverðasta víg- stöðin, sem Þjóðverjar höfðu í Hollandi, því að siglingaleiðin til Antwerpen liggur meðfram eyj- unni. þjóðverjar reistu virki um alla eyjuna og settu upp land- drægar fallbyssur meðfram ströndinni. Neyddust því Banda- menn til að sprengja flóðgarðana við West Kapelle til þess að setja fallbyssur Þjóðverja undir sjó. Haustið 1944 voru flóðgarðarnir sprengdir í tætlur af Royal Air Force, og hafið tók aftur það, sem bændurnir höfðu verið marga mannsaldra að ná frá því. Verkfræðingar Hollendinga hófust þegar eftir stríðið handa um að gera áætlanir um endur- reisn flóðgarðanna. Haustið 1945 var ekki hægt að aðhafast neitt vegna storma, en í ársbyrjun 1946 tókst að loka skörðunum í görðunum og dæla sjónum burt. Eyjan var eins og eyðimörk. Þúsundir af húsum höfðu eyði- lagst af vatni og önnur tættst í smátt við sprengjukast og fall- byssuhríð. íbúamir höfðu flest- ir verið fluttir á brott, en komu 1 aftur undir eins og fært þótti og fóru að byggja aftur það, sem eyðilagt hafði verið. Þó að bændurna vantaði bæði tæki, dráttarvélar, efni og hesta tókst þeim samt að annast vor- yrkjuna að mestu leyti í fyrra. En þá varð ekkert sagt um hvaða breytingum jarðvegurinn hafði tekið vegn seltunnar úr sjónum. Var haldið að það tæki að minsta kosti 5 ár að jarðvegurinn kæm- ist í lag aftur. Þetta reyndist þó ekki svo, — jarðvegurinn var óspiltari en menn höfðu haldið. Uppskeran í haust sem leið varð um helmingur þess, sem verið hafði fyrir stríðið. Þar sem jarð- vegurinn var leirkendastur höfðu áhrif seltunnar orðið mest og því varð uppskeran lökust þar. En þar sem jarðvegurinn var sendinn gætti seltunnar lítið. En nú kom annað vandamál. Akrarnir höfðu verið ræstir fram með holræsum og skurðum, en nú voru þeir fullir af leðju og aur. Og víða hafði efsta og frjó- samasta jarðlagið sópast burt af ökrunum þegar flóðaldan skall yfir , en hvítur skeljasandur kom- ið í staðinn. Það er giskað á að það taki tíu ár að hreinsa þá akra, sem fyrir þessu hafa orðið, og flytja á þá frjómold í stað- inn. Annað viðfangsefnið var að útvega samastaði handa öllum þeim, sem tóku þátt í endurreisn- arstarfinu : Walcheren. — Voru reist bráðabirgðaskýli fyrir þá, sem verða að duga þar til bygð verða hús. Sumsstaðar býr fólk í loftvarnabyrgjum og kjöllurum skotvirkjanna. er Þjóðverjaf cfröfðu steypt. Innflutt, tilhöggv- in timburhús hafa einnig verið bygð á Walcheren. Trjágróðurinn var eitt af því, sem vakti athygli á Walcheren fyrir stríð. Meðfram öllum veg- um voru limrík trjágöng og flest þorpin stóðu í trjálundum. Og allsstaðar voru aldingarðar. — Mestur hlutinn af skógargróðrin- um eyðilagðist af sjávarseltunni og nú hefir sérstök nefnd verið sett á laggirnar til þess að standa fyrir trjárækt á ný. Wieringer M^er-polder var síðasti árangurinn af því starfi Hollendinga að ná landi úr greip- um Ægis. Eftir að ílóðgarðarnir yfir þvert op Suðursjávar, milli Norður-Hollands og Fríslands, höfðu verið fullgerðir 1932, voru svonefndir “innri flóðgaTðarnir” bygðir kringum Wieringermeer- polder, sem er um 10,000 hektar- ar að stærð. Þetta svæði varð bezta hveitiræktarsvæði Hol- lands og risu þar upp nýtízku býli, sem Hollendingar með réttu voru hróðugir af. Síðustu mánuði vetrarins 1644- 45, þegar Hollendingar sveltu heilu hungri og fólk hrundi niður af sulti, frömdu Þjóðverjar síð- asta ódæði sitt í Hollandi. J>eir sprengdu innri flóðgarðana kringum Wieringermeer-polder, svo að væntanleg uppskera ger- eyðilagðist undir flóðinu úr Suð- ursjó. Öll mannvirki eyðilögð- ust meira og minna. Þegar frið- urinn kom var þegar farið að gera við skörðin tvö í flóðgörð- unum; þau voru hvort um sig nálægt 200 metra breið. Um jóla- leytið 1645 var verkinu lokið, og mánuði síðar var landið orðið þurt. Þetta var nærri því eins erfitt og mannvirkin í Walcher- en. Og sömu vandkvæðin voru á endurreisninni og þar, því að bæði vantaði vélar, hesta og vinnuafl. En það tókst að bug- ast á þessum erfiðleikum og fólk- ið flutti heim til sín á ný. Jarðvegurinn í Wieringermeer- polder er að heita má óskemdur af Sjávarflóðinu, því að vatnið í Suðursjó er nærri því saltlaust. Nú er alt orðið þurt nema tvær dældir, sem myndast höfðu við skörðin, sem sprengd voru í varn- argarðana. Skurðirnir hafa fylst af aur þarna, eins og á Walcheren, en þó eru eyðileggingamar minni. Þó varð uppskeran aðeins helm- ingur af meðalárs uppskeru. En þarna voru. engar hlöður fyrir heyið. svo að bændur urðu að setja það í lanir Endurreisn Hollands virðist ætla að taka miklu skemmri tíma en vænta mátti, enda er landið frjósamt og þjóðin dugandi. Fá- ar þjóðir munu hafa átt eins ömurlega daga á ófriðarárunum og Hollendingar, og guldu þeir þess að vera nágrannar Þjóð- verja, svo að hægt var um vik að flytja á burt til Þýzkalands allar þær afurðir, hollenskar, sem Þjóðverja vanhagaði mest um, ekki sízt smjör og ost. Þessvegna sveltu Hollendingar heilu hungri síðasta stríðsveturinn. Hungruð þjóðin varð að horfa á fullar járnbrautarlestir af stolnum mat bruna inn yfir þýzku landamær- in. —Fálkinn. PLAY SAFE! Store Your Fur and Cloth Coats in Perth’s SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. Viturleg ákvörðun . . Leiðið hina ódýru en ábyggilegu raforku inn í hið nýja heimili yðar. SIMI 848124 "CiTY HYDRO er yðar eign - notið það” Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR- SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.