Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 [■‘"‘■p-o'í'-5 AÚ“?l<’4 ,<^l'»,l A Complele '"leaning I islitution 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 8. MAI, 1947 NÚMER 19 Fjárlög sambandsstjórnar Á þriðjudagskvöldið þann 29. apríl, s.l., lagði fjármálaráðherra sambandsstjórnarinnar, Douglas Abbott, fram í þingi fjárlaga- frumvarp sitt yfir ifjárhagsárið 1946-47, og flutti við það tækifæri tvegigja klukkustunda ræðu; voru flestallir -þingmenn við- staddir og áheyrendapallar þétt- skipaðir forvitnum og eftirvænt- 'ngarfullum borgurum, því allir höfðu það á vitund, að nú stæði mikið til; einkum höfðu menn vænst víðtækra breytinga á hin- um almenna tekjuskatti; sú varð raun á, samkvæmt upplýsingum Mr. Abbotts, að lækkun tekju- skatts myndi upp og ofan nema um 29 af hundraði, og ganga þar að lútandi ákvæði í gildi þann .1- júlí næstkomandi, eða ná yfir síðari helming yfirstandandi árs; °fgróðaskattur fellur úr gildi ' þann 31. desember í ár. , Undanþegnir tekjuskatti ■ frá 1- júlí verða kvæntir barnlausir menn, er eigi hafa í tekjur yf-ir $1500 á ári og einhleypir menn, er eigi fá í laun yfir $1,000 um árið; sýnast margir óánægðir með það, að undanþága skyld eigi vera hækkuð upp í $1700 og $1,200 fyrir skattþegna þessara tveggja, áminstu lágtekjuflokka. Tekjur yfir árninst tímabil eru metnar á $2,984,271,000, en út- gjöld áætluð $2,632, 127,000, og nemur því áætlaður tekjuafgang- ur $352,144,000. Þotta er í fyrsta skiptið, sem núverandi fjármálaráðherra King-stjórnarinnar hefir lagt fjárlagafrumvarp fyrir þing, og veður ekki annað sagt, en hon- um færist það hlutverk vel og skörulega úr hendi. ÞingsJit Á laugardaginn þann 26. apríl siðastliðinn, var fylkisþmginu í Manitoba slitið eftir langa setu °g langar og snarpar umræður; snerust ýmsar þeirra um mikils- varðandi mál, en aðrar eins og gengur og gerist, um næsta smá- vægileg atriði; nytsömustu niður- stöður þingsins lutu að stór- hækkuðum fjárhæðum til vega- bóta, menta- og heilbrigðismála, °g mun almenningur taka slík- um ákvörðunum í umbótaátt fegins hendi, því í þessum efn- mn eins og svo víða annars stað- ar, kallaði margt að; frá hinum agæta fjárhag fylkisins var skýrt hér í blaðinu, er Mr. Garson lagði fram fjárlagafrumvarp sitt, °g er þar því engu við að bæta; það eina, sem flestum mun bera saman um að miður fór, var úr- ræðaleysið varðandi hækkun ellistyrksins, og varð slíkt þeim mun ömurlegra sem fjárhagur fylkisins er betri en nokkru sinni fyr. 4- 4 -♦■ Sextíu ára tilhugalíf Nýlega voru gefin saman í hjónaband í borginni Baltimore í Marylandríkinu, Miss Frances Lurman og Mr. Dorsey Williams, sem nokkuð voru komin til ára sinna, því tilhugalíf þeirra hafði staðið yfir í sextíu ár; brúðurin var um eitt skeið talin tíunda, fegursta stúlkan í Baltimore; nú var hún í hjólastól, og giftingin fór fram í sjúkrahúsi. PRESTASKIFTI Séra Valdimar J Eylands Á mjög fjölmennum safnaðar- fundi, sem haldinn var í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudags- kvöldið var, 6. maí, var það sam- þykt með einróma atkvæði, að veita sóknarprestinum, séra Valdimar J. Eylands leyfi til árs- dvalar á Islandi, í skiftum við séra Eirík Brynjólfsson á Útskál- um, sem þjóna mun Fyrsta lút- erska söfnuði á umræddu tíma bili. Gert er ráð fyrir að þessi verkaskifti prestanna hefjist í júlímánuði, og mun séra Valdi- mar og fjölskylda hans þá fara austur um haf, ef skiprúm verð- ur fáanlegt. -f -f 4 Endurkosinn í stjórnar- nefnd fræðafélags Dr. Richard Beck, prófessor í norrænum fræðum við ríkishá- skólann í Norður Dakota, var endurkosinn í stjórnarnefnd fræðafélagsins The Society for the Advancement of Scandina- vian Study á ársfundi þess, sem haldinn var á háskólanum í Chi- cago (University of Chicago) föstudaginn og laugardaginn 2. og 3. maí. Einnig var hann kos- inn formaður í milliþinganefnd, sem hefir með höndum endur- skoðun á lögum félagsins. Dr. Beck, sem er fyrverandi forseti félagsins, flutti á fund- inum erindi um Davíð Stefáns- son og skáldskap hans. Kennar- ar í norrænum fræðum frá ýms- um háskólum í Austur- og Mið- Vesturríkjunum sátu fundinn og fluttu erindi. Ýmsir aðrir, sem hafa áhuga fyrir Norðurlanda- málum og bókmentum, tóku éinnig þátt í fundinum og sam- komum í sambandi við hann. 4- -f -♦• ATVIKAVÍSUR Eftir PÁLMA Heims-málin Valla jafna um villur má, veg til hafnar finna, meðan hrafnar hoppa á hræjum nafna sinna! Siundin sem líður— Ef að “barn” í Elli-ró , yndið farna þráir, frystir hjarn um skorpinn skó,— sköpum varna fáir. Glaðvær lund þér gróða ber, gremja undan ríður; gull í mund því öllum er aðeins stund sem líður. t, ♦ ♦ Stóraukið fylgi Nýleg skoðanakönnun í Banda- ríkjunum hefir leitt það í ljós, að fylgi Trumans forseta hefir auk- ist að stórum mun, síðan hann hélt hina nafntoguðu ræðu sína gegn yfirgangi kommúnismans, og bar fram kröfu sína um hern- aðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Grikki og Tyrki. Fjölsótt og ánægjuleg skemtisamkoma Samkoma sú, er Karlakór Is- lendinga í Winnipeg e£ndi til í Goodtemplarahúsinu síðastliðið mánudagskvöld, var svo fjölsótt, að sæti reyndust ónóg; um söng- flokkinn er aðeins hið bezta að segja; þjálfun ágæt og hlutfalls- styrkur radda jafnari en áður gekst við; samkomur sem þessi, ■hafa engan veginn srðávægilegt menningargrMi; þetta ættu menn yfirleitt að muna og meta; flokk- urinn á mikið að þakka hinum hljómnæma söngstjóra sínum hr. Sigurbirni Sigurðssyni er lifir sig inn í orð og anda ljóðs og lags; flokkurinn varð að endurtaka ýms lögin, og hið sama gilti um hinn hreimstyrka einsöngvara, hr. Elmer Nordal. Ragnar Stefánsson las upp með ágætum kafla úr sögu eftir Guð- mund skáld Danielsson frá Gutt- ormshaga, þar sem lýst er átak- anlegum misgripum í ástamál- um af völdum tunglmyrkva. Gunnar Erlendf.son púanó- leikari var flokknum til aðstoð- ar við hljóðfærið. Formaður Karlakórsins, hr. Guðmundur A. Stefánsson, setti samkomuna og skýrði tilgang hennar; lét hann þess getið, að arður af samkomunni gengi til eins hins dyggasta meðlims Karlakórsins, er sungið hefði með honum í átján ár, en nú væri hættulega sjúkur; þakkaði- formaður þeim öllum, er stuðlað hefðu að því, að samkoman hefði náð eins glæsilega tilgangi sín- um og raun bar vitni um. Að lokinni hinni reglubundnu skemtiskrá, var stiginn dans. Palestínumálin Eins og þegar er kunnugt, fól stjórn Breta Sameinuðu þjóðun- um úrlausn Palestínudeilunnar, og hefir málið nú verið rætt af ýmsum hliðum á þeim vettvangi, án þess að fram að þessu sé um sýnilegan árangur að ræða; sendinefnd af hálfu Araba hefir þegar látið til sín heyra, og krefst hún þess að Palestína hljóti við- urkenningu sem fullvalda Araba- ríki; slík krafa hefir fengið lítinn byr; nú er deilt um það hvernig og á hvaða hátt Gyðingar geti formlega borið fram kröfur á þingi hinna sameinuðu þjóða, því þeir séu dreifðir um víða ver- öld og njóti þegnréttinda í mörg- um og mismunandi þjóðlöndum, án þess að eiga nokkursstaðar ■vððurkenda miðstjórn sem sjálf- stæður þjóðflokkur. 4- 4- 4- « SAMNINGAR MILLI ÍSLANDS OG NOREGS Hingað er komin sendinefnd frá Noregi til að ræða við ís- lenzku ríkisstjómina um viðskifti milli Islands og Noregs. 1 dag hafa þessir menn verið skipaðir í nefnd til að ræða við norsku sendinefndina: Finnur Jónsson, alþingismað- ur„ og er hann formaður, Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður. Einar Sigurðsson, forstjóri, Jón Árnason, bankastjóri, Kjartan Thors, framkvæmdarstjóri. ^Ráðunautar nefndarinnar eru þessir: Ásgeir* Sigurðsson, skipstjóri, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðingur. — Ritari nefndarinn- ar er Þórhallur Ásgeirsson, full- trúi í utanríkisráðuneytinu. —Vísir 27. marz. Aukakosning Forsætisráðherrann, Mr. King hefir kunngert, að þann 14. apríl næstkomandi fari fram í Halifax aukakosning til sambandsþings vegna fráfalls Mr. McDonalds, er kosinn var þar í síðustu sam- bandskosningum undir merkjum Liberal-flokksins; að minsta kosti þrír meginflokkarnir hafa frambjóðendur í kjöri, og hafa Progressive Conservatives og C.C.F. flokkarnir þegar valið þingmannaefni sín; enn er eigi vitað hver býður sig fram af hálfu Liberala. 4-4 4- Innflutningur fólks Þess er vænst, að þó nokkur innflutningur fólks hingað til lands eigi sér stað á næstunni, og er það ráðið af nýlegum umrnæl- ■um Kings forsætisráðherra í sam- bandsþinginu; kvað hann stjórn- ina vera í undirbúningi með að koma á fót innflytjendaskrifstof- um í hinum ýmissu ríkjum Norð- urálfunnar, er hafa skuli eftirlit með vali væntanlegra innflytj- enda og aðstæðum þeirra; ráð- gert er að hernumið fólk, sem nána ættingja eða venslalið kann að eiga í Canada, sitji fyrir um innflutning til landsins. 4- 4- 4- > Skygnast um eftir vara-forseta Með því að víst er nú talið, að Harry S. Truman leiti forseta- útnefningar af hálfu Demokrata næsta kjörtímabil, eru leiðandi menn flokksiris þegar farnir að skygnast um eftir varaforseta- efni; var um þetta, að því er ný- legar fregnir herma, fundur haldinn í Washington; hvað ofan á teningi varð, er enn eigi vitað með vissu, þótt staðhæft sé í blöðum að þrír menn hafi eink- um komið til greina, þeir senator Tydings frá Maryland, flotamála ráðherrann Forrestal og senator Lucas frá Illinois; ennfremur er mælt, að ákveðið hafi verið, að efla miðstjórn Demokrataflokks- ins með vali nýrra áhrifamanna. 4- 4- -♦■ Lán handa Pólverjum Þótt vitað sé, að Bandaríkja- stjórn sé það ekki geðfelt, að veita lán þeim ríkjum,.sem eru að meira og minna leyti undir pólitískum áhrifum frá Rúss- landi, svo sem Pólland er, þykir nú ekki ólíklegt, að stjórnin kunni á næstunni að lána Pól- verjum allmikla fjárhæð með það fyrir augum, hve erfitt það sé, að endurreisa Vestur-Evrópu, verði Pólland framvegis fjár- hagslega í rústum. ♦ 4- 4- KROSSANESVERKSMIÐJAN FÆR SJÁLFVIRK LÖNDUNARTÆKI Síldarverksmiðja Akureyrar- kaupstaðar að Krossanesi mun fá sjálfvirk löndunartæki fyrir næstu síldarvertíð. Hafa tæki þessi 1200 mála af- köst á klukkustund. 1 þessu sambandi má geta þess, að verk- 'smiðjan hefir óskað eftir að samningsbinda nokkur góð síld- arskip fyrir næstu vertíð. Þrær verksmiðjunnar rúma als um 36 þúsund mál. Tekið er fram í þessu sambandi, að þau skip, sem kunna að verða samningsbundin við verksmiðjuna, megi einnig leggja upp hjá síldarverksmiðj- unni Ingólfi á Ingólfsfirði. —Vísir', 27. marz. NÝ BYGGINGAREFNA- VERKSMIÐJA TEKIN TIL STARFA 1 ágúst í fyrra tók hér til staría ný byggingarefnaverksmiðja inn í Kópavogi. Verksmiðjan fram- 'eiðir nýja gerð holsteina tii húsagerðar eftir sænskri fyrir- mynd og nefnast þeir Vibro- steinar. Fréttamönnum blaða var í gær boðið til þess að skoða verk- smiðjuna og skýrði framkvæmd- arstjórinn örn Guðmundsson. þeim nokkuð frá rekstri hennar. Vibrosteinninn er snæsk upp- finning og hefir hann gefist þar mjög vel til húsabygginga, en framleiðsla hans þar hófst fyrst 1938, nú eru þar alls 64 verk- smiðjur, sem framleiða Vibro- steina. 1 Svíþjóð hefir verið leyft að byggja alt að fjögurra hæða hús úr steini þessum, en burðar- þol hans er margfalt á við alla aðra holsteina. Hér munu bygg- ingarsamþyktir þó ennþá vera svo strangar, að ekki verður fyrst um sinn leyft að byggja nema einnar hæðar hús úr honum. Vélhrist steypa. Steypan í steininn er vélhrist og er með því móti hægt að kom- ast af með minna vatn en ella, en við það vinst tvent. Steinninn verður sterkari og samdráttur hans í veggjum óverulegur. Þeg- ar steinninn kemur úr steypu- vélinni er hann látinn í gufu- klefa og hertur þar í 1—2 sólar- hringa. Síðan er hann látinn í geymsluklefa, og látinn standa þar þangað til hann hefir náð nægilegum styrkleika og tekur það alt að hálfum mánuði. GerS Vibrosteina. 1 vibrovélum má bæði fram- leiða heilsteina og holsteina, en þessi nýja verksmiðja framleiðir nú aðeins holsteina. Stærðin er 3x20x16% cm og kostar steinn- inn 2 krónur Hér á landi hafa þegar verið bygð nokkur hús úr steininum <og er stærst þeirra Hraðfrystihús Þórkötlustaða í Grindavík. Við verksmiðjuna í Kópavogi vinna aðeins fjórir menn og er famleiðsla hennar nú 7—800 steinar á dag. Vegna vinnusparn- aðar og hversu framleiðsluað- ferðin er hagkvæm, er hægt að framleiða Vibrosteininn fyrir lægra verð en aðra steina. Líkur eru á því að með famleiðslu þess- ari sé fengið ódýrara byggingar- efni en þekst hefir til þessa hér á landi og er það spor í rétta átt. 1 ráði er að reisa samskonar verksmiðju bæði á Akureyri og nærsveitum hér sunnanlands. Sölu-umboð fyrir Vibrosteininn hér í Reykjavík hefir H. Bene- diktsson & Co. —Vísir 28. marz. ,4-4-4- Hvað verður um keisarann? Um það er mikið rætt í Tokyo þessa dagana, hvort ekki myndi ■hollara fyrir japönsku þjóðina, að Hirohito keisari legði niður völd, er hin nýja stjórnarskrá gengur í gildi, og að við af hon- um tæki einhver yngri maður keisaraættarinnar; þessi skoðun er sögð að vera allútbreidd, eink- um meðal hinna yngri manna, er orðið hafa fyrir áhrifum vest- rænnar menningar; fylgjendur hins gamla skóla mega ekki heyra það nefnt á nafn, að missa af núverandi keisara sínum, hvað svo sem í boði sé. ER JÖRÐIN 3,350,000.000 ÁRA GÖMUL? Einn miljarður er sama sem 1000 miljónir, og er svo há tala að flestum mun veitast örðugt að hugsa sér hana. Nú þykjast vísindamenn við háskólann í Edinborg hafa kom- ist að sæmilega tryggri niður- stöðu um aldur jarðarinnar, ssmkvæmt útreikningnum, sem byggist á jarðfræðilegum rann- sóknum. Að sögn þessara manna á jörðin að vera 3,350 miljónir ára gömul. Óánægja Tímaritið Newsweek lét þess fyrir skömmu getið. að óánægju nokkurrar væri orðið vart bæði í Washington og New York vegna afstöðu Tryggve Lie, sem aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þótt enn njóti hann að vísu per- sónulegra vinsælda; þykir ýms- um, sýnt, að hann sé, vitandi eða óafvitandi, undir rússneskum á- hrifum meira en góðu hófi gegni. 4 4 4 Uppþot Seinnipart fyrri viku létu dag- blöðin í Winnipeg þess getið, að uppþot nokkurt hefði átt sér stað í Stony Mountain fangelsinu í Manitoba, og fylgdi það sögu, að þrír fangaverðir hefðu orðið fyrir meiðslum; um orsakir þær, er til grundvallar lágu fyrir þessu uppþoti, er enn eigi að fullu kunnugt, en þess getið til, að lélegri fæðu hafi verið um að kenna. 4 4 4 BÓNDI HVERFUR 1 fyrradag fór bóndinn í Flat- ey á Mýrum í Skaftafellssýslu að heiman frá sér og hefir hann ekki komið fram síðan. Mun hann hafa gengið um Flateyjarfjörur, og hefir hans verið leitað á þeim slóðum, án þess að sú leit bæri árangur. Jakki hans fanst á Skinneyjar- höfða, og er talið líklegt, að Hall- dór hafi falið þar í sjóinn, því brim var þá mikið við höfðann. Halldór var 62 ára gamall. —Visir 22. marz. 228 MANNS KOMU FRÁ ÚTLÖNDUM í FEBRÚAR Frá útlöndum komu hingað í febrúar s.l. 228 manns, en í sama mánuði fóru 123 til útlanda. Nánari skilgreining á þessum tölum er sem hér segir: Með-skip- um komu frá útlöndum 26 Is- lendingar, en 125 útlendingar, samtals 151 manns. Loftleiðis komu 38 Islendingar og 39 út- lendingar, samtals 77 manns. Frá Islandi til útlanda fóru með skipum 31 Íslendingur og 18 útlendingar, samtals 49. Loft- leiðis fóru 58 Íslendingar og 65 útlendingar—samtals 123 menn. —Vísir 27. marz. UM KOSSA Virðingin kyssir ennið á. Auðmýktin hönd að vörum brá. Aðdáun vanga velur sér. Vináttan kyssir hvar, sem er. Ástin er frekast að því kunn, að hún vill kyssa beint á munn ERLA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.