Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 8. MAÍ, 1947 --------Hogbcrg---------------------- OeflÖ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 i’-argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritatjórans: EDITOR LOGBERG 196 Sargrent Ave., Wínnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Iyögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as-Second Class Maii, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 11 804 Minningabrot úr Ísiandsíörinni 1 946 Eftir EINAR P. JÓNSSON í uppvexti mínum voru Jökuddæling- ar kallaðir ríkir menn, og ýmsir þeirra, svo sem þeir Jón Magnússon á Skeggja- stöðum, Guðmundur í Hnefilsdal og Kristján á Hvanná, voru víst óvenju vel efnum búnir á þeirrar tíðar mælikvarða; þeir höfðu hver um sig, eitthvað um 1,000 fjár, auk hrossa og nauta; hey- fengur var mikill og útbeit góð; var það sjaldgæft, að fyrir tæki beit á Dalnum, nema þá ef ísing lagðist yfir jarðveg- inn, en slíkt gerðist eigi nema stöku sinnum; fé varð þar vænna en víðast- hvar annarsstaðar á landinu, og gaf þessvegna af sér mikinn arð, ef verðlag var sæmilegt; þá var fært frá á hverjum bæ og f jöldi ásauða í kvíum; nú eru frá- færur fyrir löngu úr sögunni á Jökuldal, og þær hafa verið lagðar niður um land alt; frétt hafði eg það, að eitthvað myndi búskap á Jökuldal hafa hnignað fyrstu tvo áratugi yfirstandandi aldar, en hvort veruleg brögð voru að því, er mér ekki að fullu ljóst; en víst er um það, að nú stendur búskapur á Dalnum í miklum blóma; nú eru þar ungir bændur, sem eiga um eða yfir 1,000 fjár, bregða sér í kaupstað í bflum og hafa við hendi búnaðarverkfæri af nýjustu gerð; tún hafa verið sléttuð og stækkuð og naut- griparækt aukin að sama skapi; sums- staðar eru húsakynni helzti gamaldags, þótt víða sé að vísu breytt til hins betra. Austfirðingar voru svo lánsamir, að sleppa við mæðiveiki í fé, er svarf afar hart að ýmsum sýslum landsins, og þess vegna hafa þeir eigi aðeins haldið í horf- inu, heldur aukið til muna fjárstofn sinn. Við hjónin kvöddum Jökuldalinn með kaffidrykkju á Hvanná. Jón Jónsson, fyrrum alþingismaður, er þar enn; hann er nú ekkjumaður, en á jörðinni reka samvinnu- og sameignarbú synir hans tveir, Stefán og Elinar, hinir mestu at- gerfismenn; það var glatt á hjalla á Hvanná þann stutta tíma, sem við dvöldum þar. Jón er maður spaugsam- ur, og lét stundum fjúka í kviðlingum; við urðum að hafa hraðann við og kvöddum því von bráðar fólkið á Hvann- á með þakklæti fyrir ástúðlegar viðtök- ur; mér fanst það undarlegt, áð vera alt af að kveðja, fólk og fjöll, og það nokk- um veginn með vissu, í síðasta sinn. Við hjónin, bræður mínir tveir og Karl kirkjubóndi, staðnæmdumst stund- arkom á Fossvöllum hjá Ragnari frænda; þangað kom til fundar við mig Gísli Egilsson fyrrum bóndi á Egilsstöð- um í Vopnafirði, móðurbróðir Guðrúnar heitinnar tengdasystur minnar, sem nú dvelur hjá syni sínum að Hrafnabjörg- um í Jökulsárhlíð; hann hefir mist sjón- ina, en heldur sér að öðm leyti vel þrátt fyrir háan aldur; eg þekti Gísla síðan eg var unglingur; hann spurði margs, og leitaðist eg við eftir beztu getu, að leysa úr spurningum hans: við samtalið við þenna greinda öldung, rifjuðust upp fyrir mér mörg atvik frá æskudögum mínum bæði úr Heiðinni og eins úr Vopnafirðinum. Á Fossvöllum kvödd- um við margt af frændliðinu með trega- blandinni þökk. Nú var ekið niður að Jökulsá og yfir hana farið á nýrri brú, og þaðan haldið sem leið liggur austur yfir heiðarendann og brátt blasti við úthéraðið, Dyrfjöllin, grænar bungur og iðjagræn, nýslegin tún. Fljótsdals- héraðið hefir löngum verið rómað fyrir, og var engu síður lokkandi fyrir það, þó sumrið væri — byrjað að líða! Mikið langaði mig til þess að koma við á hinum og þessum bæjum í Hróars- tungunni, svo sem Bót, Rangá, Hallfreð- arstöðum og Gunnhildargerði, en þess var enginn kostur, og áður en okkur í raun og vem varði, rann bíllinn í hlað á Egilsstöðum á Völlum; þar tók okkur opnum örmum frú Fanney, kona Sveins bónda Jónssonar; hann var um þær mundir staddur á búnaðarráðsfundi í Reykjavík. Frú Fanney, tíguleg kona og híbýlaprúð, bauð okkur þegar til kaffidrykkju, og lét okkur þegar skilja það skýrt og skorinort,, að við hjónin og Sigurjón bróðir minn, gistum hvergi annarsstaðar en þar um nóttina; hún sýndi okkur hjónum svefnherbergi okk- ar, og kvað það engu máli skipta hve liðið yrði á nótt, er við kæmum heim, Á Egilsstöðum símaði eg Helga Finnssyni bónda á Geirólfsstöðum í Skriðdal bróð- ur áminstrar tengdasystur minnar, Guð- rúnar, og bað hann að koma til fundar við okkur á Hallormsstað þá um kvöld- ið, og það stóð heldur ekki á því, að svo yrði; sver Helgi sig mjög í ætt um fróð- leik og mannkosti; þetta var í þriðja skiptið, sem fundum okkar bar saman. Á Hallormsstað er staðarlegt um að litast, og þar hefir löngum búið fólk, sem gert hefir garðinn frægan; þar er langstærsti og fegursti skógur landsins, og þar er reisulegur húsmæðraskóli, sem teljast má hin mesta héraðsprýði; mikið saknaði eg þess, að frú Sigrún Pálsdóttir á Hallormsstað, þessi stór- gáfaða kona, sem fremst stóð um stofn- un skólans og veitti honum forustu um langt skeið, skyldi vera látin; bót var það þó í máli, að mér fanst, að Guttorm- ur bróðir hennar, skógræktarstjóri á staðnum, var enn glaður og gunnreifur og fagnaði okkur hið bezta; hann eigi aðeins veitti okkur ágætan beina, held- ur gekk með okkur um skóginn og sýndi okkur markverðustu nýjungar í trjá- gróðrinum í þessum unaðsfagra reit. Guttormur er bjartsýnn á framtíð skóg- ræktarinnar á íslandi, og stundum fanst mér hann leggja við eyra til þess að hluta á andardrátt nýgræðingsins; grenitegundirnar frá Alaskarsem enn voru í bernsku, sýndust una sér vel í íslenzku moldinni við Lagarfljótið, og treysta 'henni fullkomlega, í samstarfi við sól og regn, fyrir heillavænlegri framtíðarþróun; það stóð alveg á sama hvar maður fór, loftið var allstaðar þrungið safaríkri gróðrarangan, áfeng- um ilmi. > » Á Ketilsstöðum á Völlum býr Hall- grímur frændi minn, þjóðkunnur hér- aðshöfðingi nokkuð við aldur; hann er enn hrókur alls fagnaðar, og í rauninni, þrátt fyrir árin, hinn mesti ærslabelgur; hann hafði, ef svo má að orði kveða, safnað að sér á bænum með litlum fyrir- vara slíkum mannsöfnuði, að naumast var einleikið; með Hallgrími býr á þessu mikla höfuðbóli tengasonur hans, Berg- ur Jónsson frá Egilsstöðum, um alt hinn gjörvulegasti maður; það var ekki um að ’ villast, að þarna var í einni svipan sleg- ið upp veizlu að fornmanna sið, þarna var alt ramíslenzkt nema ef vera kynni Heiðrúnardroparnir, sem Hallgrímur virtist sæmilega birgur af; hann bauð gesti sína velkomna með bráðsmellinni ræðu, en gaf mér um leið ofanígjöf fyrir það, að við hjónin hefðum ráðið það við okkur, að gista annars staðar en á Ketilsstöðum; ekki sagðist hann þó vera það langrækinn, að hann erfði slíkt til eilífðarnóns; þarna var margt sagt og mikið sungið; eg veit ekki betur en allir viðstaddir flytti ræður, og að sjálfsögðu góðar ræður, því það var eitt af skil- yrðum Hallgríms í velkomenda minni hans, og víst er um það, að einni ræð- unni að minsta kosti, ræðu séra Péturs Magnússonar í Vallanesi, gleymi eg aldrei; fögur ummæli hans um kvæðin mín og blaðamenskuferil minn, verða eigi auðgleymd. Séra Pétur, sem er þjóðkunnur hugsuður og gáfumaður, er sonur séra Magnúsar Jónssonar fyrr- um prests í Vallanesi, bróður skáldsins og stjórnmálaskörungsins Bjarna frá Vogi. — Það var nokkuð liðið á nótt, er við komum aftur til Egilsstaða, og þar kvöddum við Gunnar bróður minn, Karl son hans og hinn ágæta bílstjóra okkar Pál Þorvaldsson frá Hjarðarhaga. Við nutum ljúfrar hvíldar á Egilsstöðum það, sem eftir var nætur og komum ekki á vettvang fyr en liðið var af dagmál- um; beið okkar þá margréttaður morg- unverður, er frú Fanney hafði sjálf reitt fram; að honum loknum bauð frúin okk- ur að koma með sér út og litast um á staðnum; við gengum upp á Hól vestan við bæinn; slíku útsýni gleymir maður aldrei; hið neðra stafaði á spegilslétt Lagarfljótið en um hálsa og f jöll vafðist gullbrytt mistur Austfjarðamorgunsins; þegar eg leit upp til Fjarð- arheiðarinnar langaði mig á Seyðisfjörð, og sama á- stríðan ásótti mig, er eg í fjarsýn sá bláma fyrir Vppnafjarðarfjöllum; slík- ar hugleiðingar varð eg að bæla niður, enda nær mörg raunverulegri verkefni, er kölluðu að; við horfðum yfir hinn fagra og víðáttumikla Egilsstaðaskóg, og lituð- umst seinna um í hinu prýðilega skipulagða sveita þorpi, sem var að rísa upp austan við Egilsstaðabæ- inn; þar var búið að taka í notkun búð, sem Kaupfé- lag Héraðsbúa kom á fót, og önnur búö. sem Sveinn á Egilsstöðum starfrækir, var í þann veginn að verða fullger; nokkur íbúðarhús voru í smíðum í þorpinu, og auk þess var mér sagt, að í undirbúningi væri að reisa þarna læknisbústað. Sé þetta ekki nýsköpun, hvar er hún þá? Óþarft er að taka það fram, að hvert einasta og eitt hús í nýja þorpinu á Egilsstöðum, sé úr steinsteypu, því úr öðru efni er naumast bygt á ís- landi. Er við komum til stofu á Egilsstöðum eftir útivistina um morguninn, lét eg það verða mitt fyrsta verk, að biðja frú Fanneyju að síma til Reyðarfjarðar, og spyrj- ast fyrir um sæti í flugvél handa okkur hjónunum til Reykjavíkur og hún fékk það svar samstundis, að við skyldum koma á Reyðar- fjörð fyrir miðaftan þá um daginn, því eitthvað um það leyti færi ein af farþega- flugvélum Flugfélags ís- lands suður til höfuðstaðar- ins; við neyttum miðdegis- verðar á hinu höfðinglega Egilsstaðaheimili, en frú Fanney sagði okkur að synir hennar tveir, Jón og Ingimar, færi með okkur í bíl niður á Reyðarfjörð; við kvöddum hina aðsópsmiklu og virðulegu húsmóður á Egilsstöðum með virktum og ógleymanlegu þakklæti, og ókum síðan sem leið liggur um Fagradal niður í Reyðarfjörðinn; var heið- skírt veður og þótti mér einkum bygðarlögin inn af firðinum fögur og búsæld- arleg; úr Reyðarfirði er sprottið margt mætra manna, er koma við nú- tímasögu íslendinga vest- an hafs; má þar til nefna meðal annara þá Dr. Rich- ard Beck, bróður hans Jó- hann Th. Beck framkvæmd arstjóra, og séra Eyjólf J. Melan. Eg dvaldi einu sinni end- ur og löngu við síldveiðar sumarlangt á Reyðarfirði, og kyntist þá mörgu fólki; nú kom eg flestum ókunn- ugur aftur á Reyðarfjörð, og átti þess engin tök, að leita uppi þá, sem eg enn þekti; við sátum kaffiboð hjá Þorsteini Jónssyni kaupfélagsstjóra frá Egils- stöðum og hans alúðlegu frú, sem er dóttir Þorvarð- ar Kjerúlfs læknis, og þar hittum við Egil bróður Þor- steins, sem er héraðslæknir á Seyðisfirði; var það reglu- lega yndislegt, að heim- sækja þessi gestrisnu og vingjarnlegu hjón; eg var búinn að kaupa farbréfin og var okkur því ekkert að vanbúnaði, en rétt í þess- ari andránni, rendi ‘sú silfurvængjaða’ sér niður á fjörðinn; farangur okkar var í bíl þeirra Egilsstaða- bræðra, og óku þeir honum og okkur niður á bryggjuna, nýja, ágæta bryggju, því í POTENTATE GREETS SHRINE CIRCUS CLOWNS Victor Scott, Potentate, Winnipeg's Karthum Temple pays iribute to ancient calling of Big Top Funsters. “Without clowns a circus just wouldn’t be a circus at all,” so stated Victor Scott, in comment- ing on the annual Shrine Spring Circus opening at the Amphi- theatre, May lOth and continu- ing for the entire week following. The Potentate pointed out, that, when the first circus was introduoed in ancient Rome the first clown cavorted about the arena in antics similar to those seen under the Big Top today. It is true that the clowns with the Shrine Circus, coming to Winnipeg this Saturday, are more streamlined in their comedy, but many of todays drollaries originated two thou- sand years ago on the banks of the Tiber. As the centuries rolled by, the circus maintained its höld on the generations and always with the aid of a host of sky-larking clowns. No, indeed, there could be no circus without the tradi- tional laugh-evocating comedians of the sawdust ring and that’s why the big Shrine Circus has its chalik-faced comics, along with scores of world famous per- formers and an avalanche of new sensational features spotlighted by Dick Clemens, world famed lion trainer, and his six black- maned African lions. Reyðarfjarðarkaupstað er flest orðið nýtt eins og annars staðar á ættlandinu; á bryggjunni varð fagnaðarfundur, því þar hittum við hjónin flug- stjórann, Smára Karlsson, og aðstoðarmann hans, Gunnar Fredericksson, sem báðir voru okkur að góðu kunnir frá námsárum þeirra í Winnipeg; fólk og farangur varð að selflytja út að flugvélinni, konan mín fór í fyrsta bátnum, en eg beið eftir þeim síðasta og talaði við Sigurjón bróð- ur minn þangað til kallað var í mig að stíga út í bát- inn, og þarna kvöddumst við bræðurnir á bryggju- sporðinum; flugvélin var þéttskipuð farþegum, og er við höfðum öll komið okkur fyrir í sætum, herti hún smátt og smátt á skriðinu unz hún hóf sig í loft upp; hún flaug lágt suður með landinu; eg sá mynnin á Fáskrúðtefirði, Breiðdals- vík, Berufirði og Hornafirði, en inn til fjarðabygðanna sást ekki; er suður að Ing- ólfshöfða kom hækkaði farartæki okkar flugið og stefndi beint á Reykjavík; við flugum fram með jökl- um og yfir hina stóru sanda Skaftafellssýslna, og sums staðar sáum við grænar grundir og “bænda- býlin þekku” á strjálingi fyrir neðan; þetta var furðulegt ferðalag, að því er mér fanst; við sáum Þjórsá tiltölulega skamt frá upptökum sínum, er grilti í eins og örmjóan silfurvír, og nú rak ein sýn- in aðra eins og í kvikmynd; loks var flogið yfir Hestf jall í. Grímsnesi og sást þá bjarma fyrir ljósadýrðinni í Ingólfsbæ. Klukkan 9 um kvöldið, nákvæmlega á slaginu, lentum við á flug- höfninni við Skerjafjörðinn eftir 2. klukkustunda flug frá Reyðarfirði; við lend- ingarstaðinn biðu okkar hjónanna með bíl þeir Grettir ræðismaður og Pétur kandidat, er jafnan vöktu yfir velferð okkar hvar, sem því varð við kom- ið á ferðalögum okkar um landið, eins og þjónustu- samir andar; nú óku þeir með okkur að Hotel Borg, en þar áttum við vestan- gestir að hafast við eða eiga þar bækisötð þann tíma, sem eftir var dvalarinnar á Fróni. *—Framh. PLAY SAFE! Store Your Fur and Cloth Coats in Perth’s SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37 261 Perth’s 888 SARGENT AVE. NOW is the TIME to order your PIONEER ''Bred for Produclion'' CHICKS for early fall eggs Canada 4 Star Super Quality Approved R.O.P. Sired 100 50 Breed 100 50 14.25 7.60 W. Leghorns 15.75 8.35 29.00 15.00 W.L. Pullets 31.50 16.25 3.00 2.00 W.L. Ckls. 4.00 2.50 15.25 8.10 B. Rocks 16.75 8.85 15.25 8.10 N. Hamps. 26.00 13.50 B. Rock Pull 29.00 15.00 26.00 13.50 N. Hamp. Pull. 10.00 5.50 Hvy. Breed Ckls. 11.00 6.00 18.50 9.75 L. Sussex Pullets 96% acc.—100% live arr. gtd. —BROWER TWIN-BLAST OIL BROODERS glve great satisfaetion 300 chicks, $24.50, 500 chicks $25.50 _____— while they last. _____ ORDER TODAY dioneer ■wATCHERv* I PROPUCfRS Of H/6M QUAUTY CH/CKS S/HCC /9/0 I 416 I Corydon Ave. Winnip*0

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.