Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 2
r J-.OGBERG, FIMTTJDAGINN 8. MAÍ, 1947 Fornleifarannsóknir í Grænlandi Nunnuklauslrið í Hrafns- firði grafið upp. — Voga- kirkja fundin. Breyiisf röðin á fornum fjarðanöfnum í Eystribygð, 1 “Grönlandsposten” 31 desem- ber 1946, er grein eftir C. L. Ve- bæk um fornleifarannsóknir í Grænlandi og er hún á þessa leið: — Rannsóknir hinna merki- legu forleifa í Grænlandi hófust að nýju rétt eftir stríðslok. Sumarið 1945 hóf Eigil Knuth ransóknir í Vestribygð, en undir- ritaður uppgröft og rannsóknir í Eystribygð. í sumar var ég þar aftur ásamt stud. mag. Olfert Voss, Maliarak konu minni og nokkrum grænlenskum verka- mönnum. Aðal viðfangsefnið sumarið 1945 var að grafa upp hinar miklu rústir á Narsarssuak í Unartoqfirði (Hrafnsfirði), sem eflaust eru rústir hins gamla nunnuklausturs. Þessa klausturs er að eins getið í einni heimild, sem sé hinni fróðlegu Grælands- lýsingu ívars Bárðarsonar, sem lengi var ráðsmaður á biskups- setrinu Görðum, nú Igaliko. þar er svo frá klaustrinu sagt: “Næst Ketilsfirði kemur Hrafnsfjörður og langt inni í þeim firði er nunnuklaustur, helgað hinurn heilaga Benedikt. Klaustrið á alt land inn í fjaraðrbotn og út á móts við Vogakirkju, sem helguð er hinum helga Ólafi konungi. Vogakirkja á alt land út með firði. Inni í firðinum eru margir hólmar og á klaustrið þá alla að hálfu við dómkirkjuna. í þessum hólmum er mikið heitt vatn, og er svo heitt á vetrum að enginn þolir það, en hæfilega heitt á sumrum, svo að menn geta baðað sig í því, og þar hafa margir fengið heilsubót og orðið frískir.” Hér éru þær þýðingarmiklu upplýsingar, að klaustrið standi við fjörð, þar sem eru hólmar með heitu vatni. Þessi fjörður, Hrafnsfjörður, er án efa Unartoq fjörðurinn, því að þar eru einu Iaugarnar, sem til eru í Suður- Grænlandi, og þær eru einmitt á eynni Unartoq. Árið 1932 fór dr. Paul Norlund rannsóknarför um Unartoqfjörð- inn og hann komst að þeirri niðurstöðu að nunnuklaustrið hefði verið á Narssarssuak. Meðal húsarústanna þar fann hann rústir af kirkju. 1 fyrra var þessi kirkjurúst og kirkjugarðurinn rannsakað, og fundust þar margar grafir. I sum- ar fengumst vér aðallega við að rannsaka hina miklu stein- dyngju, sem eflaust er leifar klaustursins sjálfs. Veðráttan var bæði storma- og rigninga- söm, svo að hún tafði mjög rann- sóknina, auk þess sem það kom í ljós að klausturbyggingamar höfðu raskast svo otrúlega, að þæí voru einn hrærigrautur. Sökum þessa tókst það því miður ekki að Ijúka uppgreftrinum, og verður því á þessu stigi ekki hægt að segja neitt ákveðið um bygg- ingamar, t. d. um stærð þeirra, húsaskipan o. s. frv. En þó er það víst að byggingarnar hafa haft á sér algjörlega fomgræn- lenzkan svip og em mjög frá- brugðnar miðaldaklaustmm í Evrópu. Mikill búskapur hefir verið þama. Alt umhverfis á sléttunni eru húsarústir og munu flestar hafa verið fjárhús. Fjósið er auð- þekt, og við það eru rústir af heyhlöðu. Það var grafið upp í sumar. Talsverðum hluta sumarsins eyddum vér í landkönnun og vor- um svo heppnir að af því varð þýðingarmikill árangur. Mestur árangur varð af 10 daga ferð með vélbát um suðurhluta Eystribygðar. Rannsökuðum vér Sermelik-fjörðinn (Álftafjörð) og Tasermiut (Ketilsfjörð) og þver- dalina milli þessara fjarða. Enn- fremur ströndina milli Sermelik og Unartoq (Hrafnsfjarðar). Á þessu ferðalagi fundum vér rúst- ir margra bæja, sem menn vissu ekki um áður, og rústir af ein- stökum húsum. En merkast af öllu var þó það, að hjá Narssak, sem er milli Unartoq og Serme- lik, fundum vqr rústir af kirkju. — Þetta hlýtur að vera ein af þeim kirkjum, sem nefnd er í heimildum (í útdrættinum eftir ívar Bárðarson hér að framan) sem sé Vogakirkja, sem menn hafa nú verið að leita að í hálfa öld. Kirkjan er gjörhrunin og kring um hana er örlítill kirkju- garður, aðeins 22 metrar í þver- mál, og umhverfis hann leyfar af hringmynduðum garði. Það er mjög merkilegt að kirkj- an skyldi finnast á þéssum stað. Og þó getur varla leikið vafi á þv að þetta er kirkjan í Vogi. Hún hefir verið lítil og einkenni- leg og hafa ekki nema tvær kirkj- ur af sömu gerð fundist í Græn- landi. Því miður yrði það of langt mál að útskýra þýðingu þessa nánar. En sé það rétt að hér sé Vogakirkja fundin, þá leiðir af því að breyta verður um hin fornu nöfn á öllum fjörðunum milli Igaliko (Einarsfjarðar) og Tasermiut (Ketilsfjarðar). En þá kemur það líka í Ijós að alt verð- ur skýrara í hinni fomu landa- fræði landnámsbygðanna á Grænlandi, heldur en verið hefir. Á næstu árum er mikið verk fyrir höndum um fornleifarann- sóknir í Grænlandi. Hér skal að- eins minst á það að grafa þarf upp ýmsa merka bæi bæði í Vestri- og Eystribygð, og einnig kirkjur og kirkjugarða. Þá þarf og að rannsaka fomleifar hjá Ivigtut, en þar hefir enginn upp- gröftur farið fram. Og þegar hið nýja kort landmælingastofnun- arinnar af Suður-Grænlandi kemur — en þess er nú vonandi skamt að bíða, — þá verður að vinna að því að merkja alla forna bæi þar inn á sem allra nákvæmast, og svo að leita uppi þær kirkjur, sem enn hafa ekki fundist. Til þess að menn átti sig betur á þessu er rétt að skýra frá stað- háttum og nafngiftum á svæðinu milli Ketilsfjarðar og Einars- fjarðar, og enn fremur frá kirkj- um þeim, sem taldar vom í Eystribygð. Er hér farið eftir athugasemdum dr. Finns Jóns- sonar við Grænlandslýsingu ívars Bárðarsonar. Fjarðarnöfn og önnur örnefni Hrakbjarnarey og Lundey. Þessar eyjar hljóta að vera milli Ketilsfjarðar og Álftafjarðar. Þar em líka margar eyjar og heita þær stærstu Sermersok og Narotalik. Hrakbjamarey er lík- lega Nanortalik (nanok þýðir björn). Álftafjörður. Eftir röðinni hlýtur þetta að vera Sermelik. Þar var iítil bygð, máske aðeins einn bær. Hrafnsfjörður. — Hann nefnir ívar næst Ketilsfirði (hleypur yfir Álftafjörð). í íslensku upp- talningunni er Siglufjörður nefndur á undan Hrafnsfirði, en það hlýtur að vera rangt. Frá- sögn ívars um heitu laugarnar tekur þar af skarið. Hrafnsf jörð- ur er nú kallaður Unartoq. Siglufjörður. Hann nefnir ívar ekki, líklega vegna þess að ein- ungis nyrsti hluti hans kom til greina, og ívar slengir því á vissan hátt saman við Hrafns- fjörð. Siglufjörður hlýtur að vera sá fjörður, sem nú nefnist Aglu- itsok. Hann greinist í tvent. Bæjarrústir hafa fundist inst í báðum fjörðum. Nyrðri fjörður- inn hefur sennilega verið kallað- ur Siglufjörður. Insti hluti hans kallast Vágar, ög þar var kirkja, Vágar í Siglufirði eins og skil- merkilega stendur . . . Vestur- strönd þessa fjarðár var bygð. Nú nefnir Bjöm á Skarðsá þrjá firði: Hafursfjörð, Sléttu- fjörð og Hornafjörð. Arngrímur hefur slept Sléttufirði, vegna þess að hann gengur inn úr Hafursfirði. Á hinum breiða skaga norð vestan við Siglufjörð em ýmsir smáfirðir. Syðst á nesinu þar sem Sydpröven er nú, er lítil vík og þar áttu að vera “stórar sléttur” Ef .Sléttufjörður er þar, þá er frásögn Björns tæplega rétt Homafjörður mundi maður álíta að drægi nafn af háum f jallstind- um. Ófundinnfjörður. Nafnið bend- ir til þess að hann hafi fundist seint og er það vegna þess hvem- ig þarna hagar til; fjarðarmynnið er örmjótt og sýnist eins og lítil vík, en fjörðurinn sjálfur snar- beygir suðvestur í nesið. Hann heitir nú Sermiset. Einarsfjörður. Um hann er enginn vafi; þar tekur biskups- setrið í Görðum af öll tvímæli. Kirkjurnar í Eystribygð þær eru taldar í Flateyjarbók og bæði Björn á Skarðsá og Arn- grímur lærði nefna þær flestar í sambandi við firðina. ívar nefn- ir 9 kirkjur. Annars virðist svo svo sem 12 kirkjur hafi verið í Eystribygð. 1. Kirkja í Herjólfsfirði. Hún er fyrir löngu fundin og kirku- garðurinn hefur verið grafinn upp. 2. Kirkjan í Vatnsdal Ketils- firði. Hún hefur staðið við vatnið Tasersuak og hefur P. Nörlund lýst henni. 3. Kirkjan í Vík (Áróskirja hjá ívari). Þar er Vík stytting úr Pét- ursvík. Kirkjan hefur staðið við ána, sem ívar kallar “stóra á”, en nú er hún kölluð Kungsuak, sem þýðir hið sama. 4. Vogakirkja í Siglufirði hef- ur sennilega staðið fyrir botni vestri álmu fjarðarins. Nafnið Vogar getur vel átt við lýsinguna á landslagi þar. 5. Kirkjan undir H.fða. Rústir hennar hafa fundist einmitt á þeim stað, sem nafnið bendir til. Ivar nefnir ekki þessa kirkju, þótt undarlegt megi virðast, ná- grannakirkju biskupsstólsins. Var hún lögð niður þá. 6. Dómkirkjan í Görðum. 7. Kirkjan á Harðsteinabergi. — Þessi staður hefur líklega ver- ið vestan Eiríksfjarðar, þar sem Dýrnes hét. Ivar nefnir líka Dýmeskirkju og Brattahlíðar- kirkju, en þá á það ekki vel við að segja að hún eigi allan Mið- fjörð. Hennar verður því að leita lengra inni í landi. Og “sólar- fjöllin” ætti að benda til þess. Dr. Bobe hefur líka giskað á að Sólarfjöll muni vera þar sem nú heitir Nimasarnak, inst í Eiríks- firði. 10. ísafjarðarkirkja er nefnd næst, t og er þá einkennilega hlaupið yfir rétta röð. Þessi kirk- ja hefur sennilega staðið vestan fjarðar; þar voru nokkrir bæir, er hafa átt erfitt um kirkjusókn að Garðanesi. 11. Hvalseyjarfjarðarkirkja hefur verið næst stærsta kirkjdn landinu. Veggir hennar standa að mestu enn. 12. Garðaneskirkja í Miðfjörð- um. Þar var mikil bygð. Kirkjan hefur sennilega staðið þar sem nú heitir Isarok fyrir botni Tasí- usakfjarðar (Kollufjarðar). Þar gengur fram breitt nes, sem hlýt- ur að vera Garðanes. Það er mjög merkilegt að ekki er getið um neina kirkju í Arsuk- firði og í fjörðunum þar, en þar hafa kirkjur eða bænhús hlotið að vera, vegna þess hvað þar hefur verið mikil bygð, en örðugt um kirkjusókn suður á bóginn. (Þarna nyrst í Eystribygð eru taldir þessir firðir: Kollufjörður, Dýrafjörður, Þorvaldsfjörður, Amlaugsfjörður, Steinsfjörður og Bergþórsfjörður. (Á þessum slóðum er Ivigtut). Skrælingja- sögn hermir að í einum þessum firði hafi búið prestur og hann hafi haft dóttir sína inni -lokaða í kofa á lítilli ey). —Lesbók. Jóhann Gunnlaugur Stephanson Frumherji við Kandahar, Sask. Hann var fæddur að Auðnum í Svartárdal í Eyjafjarðarsýslu 8. ágúst 1871; foreldrar hans voru Stefán Jónsson og Ingibjörg Jó- hannsdóttir, bæði ættuð úr Svarfaðardal. Ársgamall fluttist hann með foreldmm sínum í Skagafjarðarsýslu, bju-ggu þau fyrst á Ingveldarstöðum, en síðj -ar í Keflavík í Hegranesi; á síð- arnefnda staðnum í 8 ár, en fluttu til Vesturheims 1883; var Jóhann þá 12 ára en Magnús bróðir hans varð síð-ar vel kunn- ur framkvæmda og útvegsmað- ur á Winnipegbatni, búsettur í Selkirk, kvæntur Steinunni Sig- valdadóttur Nordal, nú látinn fyrir al-lmörgum árum. Var ávalt einkar náið samband með þeim bræðrunum og fjölskyldum þeirra. Foreldrar Jóhanns sett- ust að við Íslendingafljót (River- ton). Brátt fór Jóhann að vinna við sögunarmylnu við “fljótið”, þó ungur væri, vann hann þar í 2 sumur. Nokkrurrar tilsagnar naut hann á vetrum hjá Bene- dikt Péturssyni, fermdur var hann af séra Jóni Bjarnasyni, fór fermingin fram í húsi Jóhanns Briem á Grund. Árið 1885 nam Stefán faðir Jóhanns land 3 míl- ur norðan við Riverton og nefndi á Reynistað, þar bjug-gu þau Stefán og kona hans um all-langa hríð. Brátt fór Jóhann að stunda fiskiveiðar að heiman. Hann var á 17. ári er hann fór fyrst norð- ur á Winnipegvatn til fiskiveiða, bæði sumar og vetur. Um nokk- ur ár var hann að fiskiveiðum á Winnipegvatni, en einnig síðar á Lake Winnipegosis, — varð hann -fengsæll og heppinn fiskimaður. Á þessum árum átti hann heim- ilisfan-g 1 Selkirk. Þann 26. marz, 1900, kvæntist hann Valgerði Backman. Voru þau fyrstu hjón- in, sem séra N. Steingrímur Thorláksson gifti í Selkirk-söfn- uði. Á næsta ári keypti Jóhann bújörð í Clandeboye, og bjuggu þau þar í nokkur ár. Arið 1905 tók hann heimilisréttarland, þar sem seinna var nefnt Kandahar, í Saskatchewan-fylki. Hóf hann búskap og flutti þangað á næsta ári og bjó þar stöðugt til ársins 1944, eða 38 ár í alt. Fósturbörn þeirra Jóhanns og Valgerðar eru: Edward Laurier Stephanson, kvæntur Victoríu Austfjörð, bú- settur í Montreal, og Valgerður Newham, er ásamt manni sín- um býr á hinu foma landnámi Stephansons hjónanna í grend við Kadahar. Fyrstu ár landnemans reyna jafnan á hugrekki og framsókn- ardug hans, munu þau einnig hafa reynt á dug og þrek Steph- ansons hjónanna. Um hríð stund- aði Jóhann fiskiveiðar á norður vötnum í Saskatchewan, fjár- hagsafkomu sinni til eflingar, en smámsaman fór hagur hans batnandi, og hin glæsilega breið- felda bygð gaf miklar vonir og góðan árangur af iðju manna o-g erfiði þeirra. Snemma á tímum urðu þau Stephansons hjónin samverkamenn frumherja hinn- ar ungu bygðar að félagslegri starfsemi, og áttu stóran þátt í mör-gum málum þeim, er til heilla máttu verða. Heimili þeirra varð eitt af leiðandi heim- ilum þessa þróttmikla umhverfis. Þau voru meðal stofnenda og trúfastra unnenda lúterska safnaðarins í Kandahar; var Jó- hann -löngum fjárgæzlumaður safnaðarins og dyggur sam- verkamaður Dr. Haraldar Sig- mar, er lengi og vel þjónaði í Wynyard o-g víðsvegar í íslenzka umhverfinu þar. Þess utan var hann oft málsvari kirkjunnar mála út á við, þjónaði oft sem erindreki safnaðar síns á kirkju- þingum, og á margan annan hátt. Hann var í sveitarstjóm um hríð, einnig starfandi í Agri- cultural Society. — Jóhann var.maður karlmann- legur 1 lund, kappsmaður, og hélt Jóhann Gunnlaugur Stephanson F. 8. ágúst, 1871 D. 23. janúar 1947 fast á hverju máli, er hana lét sig skifta; ein-arður og hreinn og ó- myrkur í máli. Að hætti flestra frumherja mun hann hafa lagt hart að sér til starfa, var kröfu- harður bæði við sjálfan sig og aðra, en drengur hinn bezti, raungóður o-g fastur í skapi, maður, er ávann sér traust og virðingu samferðamanna sinna. Hann var gæfumaður mikill í kvonfan-gi sínu, því Va-lgerður kona hans er kona ágætlega vel gefin að hæfilegleikum, bæði líkamlegum og andlegum, og stóð styrk og trúföst honum við hlið og studdi hann, jafn-t á björtum og dimmum dögum til hinzta æfidags. Er þau fluttu til Selkirk árið 1944, var hann maður að heilsu þrotinn, þótt kjarkur h-ans væri iítt breyttur og léti sem ekkert að væri. Á dvalarárunum hér vakti hún yfir honum með fágætri ná- kvæmni og innsýni og hugsaði ávalt um hann og hag hans þótt sjálf gengi hún sízt heil til skóg- ar. Þannig mun það og jafnan verið hafa á langri og farsælli samfylgd þeirra. Kveðjuat-höfn- in fór fram þann 28. janúar, að viðstöddu mörgu fólki þrátt fyrir kalt veður. Bæði bömin þeirra, er jafnan höfðu verið þeim til gleði voru viðstödd út- förina, við hlið móður sinnar henni til styrktar. S Ólafsson. Borgið Lögberg Hagnist meira, sparið meira meðCOCKSHUTT með COCKSHUTT heyverkfærum Fyrir úrvals hey, grænt og laufþétt, fæst oft frá $5.00 til -10.00 meira fyrir smálest en af lélegri tegundum. Þér getið fengið meiri peninga, eða verðmætara fóður handa skepnunum, séu réttar reglur viðhafðar varð- andi slátt og hirðingu. Þetta fæst með Cockshutl hey- verkfærum, svo sem "15" Tractor Mower og "3" hey- staflara, eins og myndin sýnir. Önnur heyverkfæri fást hjá Cockshult svo sem "8” Giant Horse-Drawn Mower, "Peerless" Sulky Rake of "3" Side Delivery Rake. ásCÓðí Wleiri mjóikur Minni vinnukostnaður með C0<H0CtKM*ÍÍÍÍÍtl. með • «« arðvænlegri mjólkun aulcn- Fullkomnari og ?JltaV4i... er svarfMkurfram- Leitið upplYsm9a Veljið yður fullkomin Cockshutt verkfæri CO C h 5 H UTT Flnnið ábyrgan Cockshutt-saJa TFORD * *fí3|NA * 4A**AT<*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.