Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.05.1947, Blaðsíða 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGLNN 8. MAÍ, 1947 x 5 AMGAM4L I\VENN4l Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Faðir minn á sextán konur Höfundur þessarar greinar, Ikejiani prins, hefur stundað nám við háskólana í Cambridge. New Brunswick, Chicago, Ann Arbor og Toronio. Hann leggur stund á læknavísindi og er orðinn hámenntaður maður. — Nigeria er í Vestur- Afríku, um 870 þús. ferkílometrar og eru þar um 18 mill- jónir íbúa. Landið skiftist í Norður-Nigeriu, sem er 13 fylki, og Suður-Nigeriu, sem er 3 fylki. Eftir fyrra heims- stríð véir nokkur hluti af þýska Kameron (90,000 ferkm.) sameinað Nigeriu. Landið er í uppgangi og þaðan er út- flutt mikið af pálmaolíu, togleðri, sykri og fílabeini. LITASAMRÆMI INNAN VEGGJA Flestar húsmæður eru nú önn- um kafnar við að hreinsa og fegra heimili sín, eins og venju- legt er á vorin; marjfar eru að láta mála herbergin eða leggja pappír á veggina. Eins og alt annað, þurfa þessi verk kunnáttu og umhugsun til þess að þau fari vel úr hendi. Mikið er hægt að finna af leiðbeiningum í bókum og tímaritum og fer hér á eftir ýmislegt, sem hinir sérfróðu í þessum efnum hafa að segja. Val litanna er eitt þýðingar- mesta atriðið í sambandi við skreytingu herbergjanna. Litir hafa áhrif á hugarfar fólks; enn- fremur geta þeir aukið eða mink- að birtuna í herberginu, og látið herbergið sýnast stærra eða minna. Bezt er að athuga hvernig nátt- úran sjálf raðar litum sínum, og læra af henni hvernig hægt er að ná sem beztu litasamræmi og jafnvægi innan veggja. Loftið er ljósleitast litimir dýpka eftir því sem neðar dregur og eru dekkstir þar sem sjóndeildarhringurinn og jörðin mætast. Þessari reglu ætti að fylgja innan veggja. Loftið í herberginu ætti að vera ljósast, veggirnir dekkri og gólf- ið enn dekkra Aðal litir herbergisins eru venjulega valdir, með tilliti til þess hvar herbergið er í húsinu. Herbergi með suðurgluggum, þar sem mikið er um sólskin og birtu, má skreyta mjög fallega með hinurn svo kölluðu köldu litum, eins og bláa litnum; en norður- herbergi krefst hinna hlýju, bleiku, gulu, brúnu og rauðbrúnu lita. Birtan í herberginu er undir því komin hve mikil birta kemur inn um gluggana, og hve mikilli birtu veggirnir og húsgögnin endurvarpa. Hvítt endurvarpar 80% af birtunni, ljósbleikt (cream) 62%, gult 40% blátt að- eins 25%, dökkbrúnt og rautt 12%. Það má segja að dökkir litir gleypi í sig birtuna. Þegar dimmir litir eru á veggjunum og engin sterk ljós í herberginu, er nauðsynlegt að vinna á móti hinum dimmu litum með mjög ljósum litum á húsgögnum, dyra- og gluggaumbúnaði, o s. frv. Þótt hvítt gefi af sér mesta birtu er ekki ráðlegt að nota þann iit sem aðal lit, jafnvel í norður- herbergi, því hann er harður og sker í augun. Jafnvel sjúkrahús- m, með sínum skínandi hvítu 'herbergjum, eru nú mörg farin að breyta til og nota ljósbleika (cream) litinn í stað hins hvíta. Þeim lit er jafnauðvelt að halda 'hreinum og hann hvílir augun betur. Skynsamlegast er að nota þann lit á veggina er samræmist öllum öðrum litum; þá er ekki eins kostnaðarsamt að breyta til um ht á húsgögnum; tjöldum, dúk- mn, o. s. frv., þegar mann langar til þess. Hinn ljósbleiki litur samræm- ist öllum litum, endurvarpar 60% af birtimni, skapar róleg áhrif og er því þægilegur. En grái litur- mn, þótt hann samræmist öðrum litum, endurvarpar lítilli birtu, °g er drungalegur; þann lit ætti því sjaldan að nota, og sízt í dag- stofunni. Ef loft og veggir eldhússins eru málaðir bleikir er hægt að skreyta með öðrum litum í gluggatjöldum, á hillum, borð- Um> o. s. frv. Qfurlítið af rauð- Urn Ut í eldhúsinu er upplífgandi, en °t mikið af honum er æsandi °g kemur fólki í vont skap. Ofur- lítið af grænú hvílir augun, en of mikið hefir óþægileg áhrif. Blái liturinn er hreinlegur, en of mikið blátt er iráhrindandi. Margar konur vilja láta mála viðarverkið, dyr og gluggaum- búðir, í herbergjunum, hvítt, vegna þess að þá verði herbergið bjartara; en þær ættu að athuga, að það útheimtir mikla vinnu að þvo hið hvítmálaða viðarverk reglulega; þar að auk vill það oft gulna. Ef veggirnir eru ljós- leitir og nóg er af gluggum, þá verður herbergið bjart. Ef viðarverkið á hinn bóg- inn, er mjög dökkt, ber rneir á rykinu, og þá þarf að þurka það vandlega af á hverjum degi, svo að herbergið sá hreinlegt. Þar að auki ber meir á fingraförum á dökku viðarverki. Bezt er að hafa viðarverkið hvorki of ljóst eða of dökkt. Eins og að ofan er getið sýnist herbergið minna eða stærra, eftir litum þess; herbergi, sem hafa Skæra eða dökka liti á veggjum, sýnast smærri, en mjúkir eða Ijósleitir litir gera herbergið stærra að sjá Þegar dökkir litir eru á loftinu, sýnist lægra undir loft. Bjartir litir hækka og lang- röndótt tjöld eða röndóttur pappír gerir það að verkum, að hærra sýnist undir loft. Ef dagstofan er lítil, er vel til fallið að hafa sófann í lit, sem fellur vel við gólfábreiðuna, eða ef sófinn stendur upp við vegg, að liturinn í honum falli vel við lit veggjarins. Ef grunnlitur gluggatjaldanna er fölleitur, og þess er óskað að herbergið sýn- ist stærra, skal velja sama lit á veggina og er í grunni glugga- tjaldanna. Stórar; gólfábreiður skapa róleg áhrif í stofunni og þegar gólfá- breicjan er í líkum lit og veggirn- ir, sýnist herbergið stærra. En ef leggjaliturinn er ljós, er betra að gólfábreiðan sé í dýpri litum af sömu tegund, samkvæmt regl- unni um niðurröðun lita—efri lit- irnir ljósari, neðri litimir dekkri. HRESSANDI FYRIR AUGUN Þeim sem þurfa að nota augun mikið, við vélritun og lestur eða fíngerða sauma, er gott að styrk- ja og liðka þau með vissum æfingum; gott er að depla augun- um við og við, það er hvíld í því, og getur maður gert það svo að iítið beri á, er líka naúðsynlegt fyrir þá sem þurfa að stara mik- ið á lítinn blett við vinnu sína.— Þegar við höfum ekki neitt fyrir stafni er ótrúlega þægilegt að leggja lófana yfir lokuð augun og halda þeim þar dálitla stund. Reynið það og þið munuð sjá að það er mikil hvíld því samfara. Meðan við leggjum lófana yfir augnalokin er líka gott að hugsa sér að maður horfi á eitthvað svart. Líka er ágætt að gera þessa æfingu: Loka augunum og renna þeim til (undir augnalokunum). Fyrst upp og niður 10 sinnum. Síðan renna augunum til hægri, hringinn í kring Renna áugun- um upp undir augnalokin á leið- inni til hægri og niður undir hvarminn þegar þau enda hring- inn og fara til vinstri. 10 sinnum. Og síðast renna augunum til vinstri hringinn í kring eins og fyr geri 10 sinnum. Þessar hreyf- ingar augnanna liðka þau og s t y r k j a taugarnar kringum augun. AÐ BÍÐA Reynið að láta aldrei aðra bíða VIÐ eru 39 systkynin. Móðir mín er ein af 16 konum föður míns. Aldrei hefir orðið hjóna- skilnaður né alvarlegar deilur á heimilinu. Um nokkur ár hefi eg nú kynt mér ástandið í Ameríku um ást- ir, hjúskap og hjónaskilnaði. og eg er viss um að Nigeriumenn, sem eiga margar konur, geta ekki lært neitt af Ameríkumönnum um friðsælt heimilislíf. Og hversu mikla andúð sem Amer- íkumenn kunna að haf á fjöl kvæni, þá hefir það þó þennan kost, að það blessast. Þeir, sem eru vantrúaðir á þetta, hafa spurt mig: “Hvernig finst yður það sjálfum, að móðir yðar skuli þurfa að <deila ástum mannsins síns við aðrar konur? Leiðir það ekki til þess að faðir yðar sé sem framandi maður hjá fjölskyldu sinni?” Seinni spurningunni svara eg neitandi, faðir minn er ekki sem framandi maður í fjölskyldunni. En fyrri spurningunni get eg svarað á þá leið, að mér þykir vænt um það, að faðir minn skuli eiga fleiri konur en móður mína. Hvers vegna, Nákvæmlega af sömu ástæðu og amerískum pilt- um þykir vænt um það, að faðir sinn sé ríkur, áhrifamikill, eigi fallegt hús, sé forystumaður og hafi þjóna til sð stjana við sig. Samlíkingin er fullnægjandi. Það eru margar ástæður til þess, að menn í þessu stærsta skjól- stæðingskríki Breta, eiga margar konur. En veigamesta ástæðan er sú að í þessum hluta Afriku er það tákn um auð og völd að eiga margar konur og mörg börn. Og er það í sjálfu sér ekki miklu eðlilegra að státa af slíkri eign, heldur en af dýrum höllum, bifreiðum og hlutabréfum? Okk- ur finst það. -♦ Þegar eg var seinast heima í Nigeriu reyndi eg að útskýra heimilislíf Ameríkumanna fyrir Okafo bróður mínum, sem er félagsmálafræðingur. Hann hristi höfuðið og sagði: “Eg er viss um að einkvæni er til ófarn- aðar”. Og eg verð að taka undir þetta með honum, enda þótt eg sé orðinn hálfgerður Ameríku- maður eftir langt nám í Ameríku. að óþörfu, eftir mat eða góðgerð- um. Það getur haft alvarlegar afleiðingar. Sá, sem Jaíður eyðir tíma sínum til ónýtis og- áætlanir hans fara út um þúfur. Sá sem lætur annan bíða sýnir með því að hann telji hinn ekki þess verð- an að hugsað sé um hvað honum henti best. Tíminn er peningar fyrir starfsmanninn og jafnvel lífið sjálf fyrir þann sem tefla þarf við óblíða veðráttu og nauð- syn að nota daginn vel. Fljótar góðgerðir, þó framreiddar séu á einfaldan hátt, koma sér oft bet- ur en margbrotinn fínn matur, sé við tímann að tefla, og þær hafa oft bjargað frá vóða. -♦• ÍSLENZKIR MALSHÆTTIR: Allar eru vænar á vökunóttun- um. Fjarri skal fljóða leita. Flestum minnkar frelsi þá fengin er kona. Kalt er konulausum. Sá á þarfan hlut, sem á þrifna konu. Oft stendur illt af kvenahjali (Gísla saga Súrssonar). Konan kemst þangað, sem reykurinn kemst ekki. Þar kveldar ei altént vel, sem konur drekka. Oft er flagð undir fögru skinni, en dyggð undir dökkum hárum. Vér skulum bera saman tvö heimili. Amerískur piltur verður þess fljótt var, að faðir hans er ískyggilega oft að heiman á kvöldin. Hann spyr móður sína: “Hvað er pabbi að gera á hverju kvöldi?” Og hún svarar með tárin í augunum: “Þú ert of ungur til að skilja það. Jeg skal segja þér frá því seinna.” Og þegar sónur- inn er orðinn nógu þroskaður, þá lærir hann sorgarsögu að faðir hans sé teygður frá heimilinu af öðrum konum. Þetta verður oft til þess, þegar um viðkvæma og gerðríka pilta er að ræða, að við- horf þeirra til heimilislífs, ásta og umgengni umhverfist algjör- lega, og þeir bíða þess ekki bætur alt sitt líf. Og þó er þetta ekki “eyðilagt heimili.” Ef piltur í Nigeriu legði hina hömu spumingu fyrir móður sína, mundi hún svara af stæri- læti: “Sonur minn, faðir þinn er voldugur og mikils virtur. Fjöl- skylda okkar er stór — þú átt margar mæður og eg á margar systur”. Þannig er þetta — hinar mörgu konur eru ekki keppinautar í ástum; þær eru systur og hafa sameiginlega heiður a f þ v í að vera í stóri fjölskyldu. Hið fyrsta, sem eg man eftir er það, að eg átti mörg leiksystkini. Og alt voru þetta bræður mínir og systur. Við lékum okkur í hin- um mikla húsagarði, þar sem voru hús kvenna föður míns. Við hlupum og stukkum og flugumst á, alveg eins og börn í Ameríku. En þó var stór munur^þar á, því að á milli okkar var aldrei *f jand- skapur, enginn flokkadráttur þar sem flokkarnir börðust í illu hvor við annan, og aldrei var sest að neinum sérstaklegp og enginn gerður hornreka. Það er alveg satt, að þótt mér fyndist eitthvert systkina minna gera mér rangt til, þá hvarflaði það aldrei að mér að hefna mín með því að lúskra þeim. En ef eg gerði eitthvað af mér, svo að mér þurfti að refsa, þá gat hver sem var af konurn föður míns refsað mér, í mér hefið ekki komið til hugar að hlaupa inn til mömmu minnar og kæra það fyr ir henni. Og þótt eg hefði gert það, þá er engin hætta á því að mamma hefði dregið minn taum. -♦ Eg átti heima í húsi mömmu þangað til eg var 12 ára. Vegna þess að hún var fyrsta kona föð- ur míns, hafði hún verið húsfryja lengur en nokkur hinna. En venjan er sú, að nýasta konan býr fyrst í húsi hjá manni sínum, eða þangað til önnur nýrri kem- ur. Þegar þær flytjast úr því húsi, vex virðing þeirra,'því að fá þær sjálfar hús til forráða og máske þjónustufólk Elsti sonur móður minnar var sjálfkjörinn arftaki föður míns, en eg og yngri börnin höfðum engan rétt fram yfir börn hinna kvennanna. Þegar eg var 12 ára fluttist eg inn í annað hús og^þangað var safnað öllum systkinum mínum, sem höfðu náð þeim aldri. Við átum við sama borð, sváfum í sama herbergi og stunduðum nám í félagi. Og enda þótt eg bæri sérstaka virðingu fyrir móð- ur minni, þá hafði hún nú ekkert lengur að segja um uppeldi mitt. Okkur var fengið þjónustufólk til að sjá um okkur og þarna lærði eg að þekkja hina sönnu merkingu í jafnrétti allra í fjöl- skyldunni. Til dæmis þá hafði eg verið mjög sólginn í sætindi og mamma hafði máske verið mér of eftirlát í því efni. Eftir fyrstu nóttina í félagsskálanum hljóp e£ heim til mömmu. “Hvernig líkar þér?” spurði hún. “Ágæt- lega”, sagði eg. “Við skemtum okkur prýðileag. Viltu gefa mér kökur og sælgæti?” — Hún hristi höfðið: “Nei, nú ertu orðinn einn af fjölskyld- unni, og ef mig langar til ail gefa þér eitthvað, þá verð eg fyrst að fá leyfi föður þíns til þess.” Hún skýrði mér frá því að ekki mætti taka eitt barnið fram yfir annað, og ef eitt ætti að fá gjafir, þá yrði pabbi að gera öllum jafn hátt undir höfði. Sama regla gilti um konurnar. Ef pabbi ætlaði að gefa einni fatnað, skrautgrip eða saumavél, þá varð hann að gefa öllurn hin- um nákvæmlega hið sama. -♦ Um eiginkonuskyldurnar skift- ust þær á eftir röð. Hver kona er í hálfan mánuð “einkakona” mannsins. Aldrei hvarflaði það að mér að neitt væri athugavert við þessi skifti á konum, en það var vegna þess að við vorum alin upp í sakleysi. Á þessum hálfum mánuði mat- reiðir konan handa manni sínum, skemtir honum á kvöldin og gegnir yfirleitt öllum húsmóður- skyldum og eiginkonuskyldum. Það getur vel verið að hún mat- reiði heima hjá honum og sé þar fram á kvöld, en fer þá heim í sitt hús. En yngsta konan er altaf eins og gestur á heimilinu þangað til röðin kemur að henni. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram, að allar konur í Nigeriu sé fyrirmyndir um heim- liisháttu og þeim verði aldrei sundurorða. Um það skal eg segja sögu sem gerðist þegar eg var lítill. Við Disu, eldri bróðir minn, vorum einu sinni að leika okkur í húsa garðinum. Þá opnaðist hliðið skyndilega og inn ruddist fjöldi kvenna. Þetta voru systur og frænkur allra kvenna pabba. Og allar konurnar komu út úr húsum sínum og slóust í hópinn og svo hélt alulr skarinn til húss pabba. Disu glotti og hvíslaði að mér: “Þetta þýðir það að við fáum meira sælgæti í uppskerugjöld- in.” Eg skildi ekkert. “Þær ætla að halda málstefnu út af Magbeke, nýjustu konu föður okkar”, sagði hann. Og ef þær dæma hana til að borga sekt þá verður sektarfénu varið til þess að kaupa sælgæti handa okkur krökkunum í uppskeru- gjöldin.” Við læddumst heim að stóra húsinu þegar allar konumar voru komnar þar inn, og gægðumst í gegn um rifur milli stafanna. Þama sátu þær í hring umhverfis Mgbeke sem ekki var nema 17 eða 18 ára. Hún virtist ekki taka sér það næri að vera sakborn- ingur. Remi, ein af fyrstu konum föð- ur míns, var að tala: “Okkur þykir það mjög leiðinlegt að hafa neyðst til að kalla saman þetta fjölskylduráð, en það er nauð- synlegt vegna heiðurs fjölskyld- unnar. Mgbeke hefir orðið uppvís að því, að gefa gestum manns okkar hýrt auga, þegar hún hef- ir gengið um beina. Það er ósæm- andi.” —Framh. canfrítw íétfoi co$ee,ÍAm FORT GARRY Fort Garry Coffee is flavour-sealed in genuine Pliofilm packages and vacuum-packed tins — in fine or regular grind. Enjoy Fort Garry Tea, too. A HUDSON'S BAY COMPANY PRODUCT Verzlunarmennlun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.