Lögberg - 22.05.1947, Síða 2

Lögberg - 22.05.1947, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MAÍ, 1947 Horft um öxl til Borgarfjarðar Endunninningar úr íslands- ferð próíessor dr. Richard Beck Nýlega var ég að endurlesa hið merkilega og fróðlega rit Héraðssögu Borgarf jarðar, og við þann lestur urðu ofarlega í huga mínum Ijúfar minningar um ferðir mínar um þá söguríku og svipfríðu sveit og hinar frábæ;ru viðtökur, sem ég átti þar að fagna, eins og annars staðar af hálfu landa minna, á ógleyman- legri ferð minni heim til ættjarð- arinnar fyrir tveim árum síðan, þá er lýððveldið var endurreist. Eg minnst með sérstöku þakk- læti komu minnar á Akranes, þar sem ég dvaldi í örlátri gistivin- áttu þeirra Haraldar kaupmanns Böðvarssonar og frúar hans, er leystu mig út með höfðinglegum gjöfum. Ánægjuleg mjög var myndasýningin í hinni fögru og stóru Bíóhöll staðairins, sem hver bær væri meir en fullsæmdur af. Þá naut ég sérstaklega hug- áður átt ógleymanlega kvöld- stimd á héimili frænda okkar, Ríkarðar Jónssonar myndhögg- vara. Eg veit að Borgfirðingar skilja það vel og meta, að ég er stoltur af þessari frændkonu minni, tel hana ættarsóma, rétt eins og þeir telja hana sveitar- prýði. Eigi hvarflar hugur minn held- ur svo til Borgarfjarðar, að ég minnist ekki komunnar að Stóra- Kroppi og þess, hve viðtökurnar þar voru innilegar og rausnar- legar. Var mér það mikið ánæg- juefni að fá nú tækifæri til að kynnast persónulega bændahöfð- ingjanum og fræðimanninum Kristleifi Þorsteinssyni, sem ég átti svo mikla skuld að gjalda fyrir margvíslegan fróðleik og skemmtiilegan, sem hann hefir, góðu heilli verið að drafa á land undan tímans sjó. Harmaði ég það aðeins, að ferðaáætlun mín leyfði mér eigi að dvelja þar nema stutta stund, því að margt íþekkrar kvöldstundar á heimili. hefið ég viljað ræða um við þann hins mikilhæfa kirkjuhöðingja, séra Þorsteins Briem prófasts og frúar hans, og eins heirna hjá þeim Hallgrími lækni Björns- syni og frú Helgu, og var það fagnaðarefni að geta endurnýjað stuttu síðar kynnin við þau læknishjónin vestan hafsins. Þeim megin hafsins hafði ég áð ur kynnzt Sturlaugi Böðvars- syni, og var skemmtilegt að ferð- ast í fylgd með honum til Akra- ness með flóabátnum “Víði” en verður var ágætt, og hin tilkomu- mikla sýn inn til landsins, sem getur að líta á þeirri leið, því hin fegursta. Þá verða mér ríkar i mmni samverustundir okkar Ólafs B. Bjömssonar, ristjóra, forseta bæjarstjómar Akraness, bæði þá er við urðum samferða með hinu góða skipi “Esju” frá Isafirði til Reykjavíkur, og síðar, þegar fundum okkar bar saman í höfuð- staðnum. Eg hafði lesið með athygli og ánægju margar grein ar eftir hann í blaði hans “Akra' nesi” og víðar, og fann það glögt í samræðum við hann, að honum brennur glatt í huga á- hugi fyrir andlegum þroska þjóð- ar vorrar og framförum hennar á öllum sviðum, og vill jafnhliða stuðla að varðvezlu menningar- erfða hennar frá liðinni tíð. Þá minnist ég þess, hve vin- samlega Ámi Böðvarsson ljós- myndari vék að mér, og er ég honum einkar þakklátur fyrir hina prýðisfallegu ljósmyndi (í litum) af Þyrli og Botnssúlum, sem hann sendi mér til minning- ar um komuna, og hafa margir dáðst að henni. Haraldur Böð- varsson sendi mér einnig ágæta Ijósmyndi af Akraneskirkju, sem mér þykir mjög vænt um, því að kirkjan er bæði hin fegursta og bænum að sama skapi til sóma. Eigi fór það heldur fram hjá mér, hve miklar verklegar fram- farir hafa orðið á Akranesi á síðari ámm, eins og svo víða annars staðar heima á íslandi, og að sjálfri lýðveldistofnunin- ni undantnekinni, var það ekkert, sem gladdi mig eins mikið í heimferðinni og gaf metnaði mínurn sem íslending slíkan byr undir vængi, eins og einmitt það, hve verklegu framfarimir höfðu verið miklar síðan ég kom sein- ast heim Alþingishátíðarsumar- ið 1930, og sá farmsóknarandi og vorhugur, sem ég fann að þjóð- inni brann í brjósti Skal þá horfið aftur að Borg- arfjarðarferðum mínum. Og vitanlega verður mér eigi horft um öxl þangað, svo að mér verði ekki jafnframt hugsað sérstak- lega til hinnar ágætu frændkonu minnar, frú Þórunnar Richards- dóttur Sivertsen í Höfn. Hefði ég að sjálfsögðu lagt leið mína rakleitt þangað, ef ég hefði eigi vitað, að þessi kæra frænka mín dvaldi um þær mundir í Reykja- vík, en þar höfðum við stuttu virðulega fræðaþul og merkis mann. Annars gafst mér á ferðum mínum aniUi Suður- og Norður- lands allgott tækifæri til þess að kynnast fjöllbryettri náttúru- fegurð Borgarfjarðar og njóta hennar, því að bæði lá leið mín yfir Dragháls norður á bóginn í einni ferðinni og í annarri með sjó fram fytrir utan Akrafjall. Síðari leiðina fór ég einnig aftur suður til Reykjavíkur og öðru sinni frá Akureyri að Hvammi í Norðurárdal á leið vestur í Dali. Naut ég einnig á ferðum þessum, svo að kalla undantekn- ingarlaust, fágætrar verðurblíðu, svo að mér hlóu svipmiklar og gróðursælar byggðir Borgar- fjarðar við augum í sumardýrð sinni. Gleymist mér aldrei för niður Borgarfjörð, frá Fornahvammi dýrlega morgunstundu, og þá skildist mér það fyllilega, hve rétt og fallega Haldór skáld Helgason á Ásbjarnarstöðum lýsir hugumkærri sveitinni sinni í kvæði um Borgarfjörð er hon- um falla þannig orð: “Fjarsýnið listmálar fjöllin blá. Fosshörpur glitra í ljósum. Síðhetti þokunnar sveipar frá sólheitur andvari, er blessar hvert strá, sandkorn hjá elfarósum og ilminn af dalarósum.” Allt það, sem hér er lýst, sá ég nú Ijóma fyrir augum mínum, hin bláu fjöll í fjarska; glitrandi fossa í morgunbjarma, nætur- þokuna sundrast fyrir geislum hækkandi sólarinnar, og fann heillandi blómilm leggja að vit- um mér. Hrifning, sem eigi verð- ur auðveldlega með orðum lýst, gagntók huga minn, og mór ó- muðu í eyrum, eins og ljúfur lækjarniður, orð Huldu skáld- konu: “Hver á sér fegra föður- land?” Og þegar neðar dró 1 sveitina þennan yndislega sumarmorgun, var það eigi aðeins hin hirífandi og fjölskrúðuga landslagsfegurð, sem greip huga minn föstum tök- um, heldur einnig gróðursældin, .sem þar blasir svo rikulega við sjónum, og því hurfu mér í minni þessar ljóðlínur úr hinu mikla kvæði Einars Benedikts- sonar “Haugaeldur”: “Héraðsins ásýnd er hrein og mild, í háblóma er lífið á völlum og sléttum og úi og grúi af grænum blettum hjá gráum, sólbrendum klettum. Náttúran sjálf er hér góð og gild, sem glitborð, dúkað með himn- eskri snild. breiðir sig engið. Alt býðst eftir vild Borðið er þakið með sumarsins réttum.” En enginn, sem nokkuð þekkir til sögu hinnar íslenzku þjóðar, fer svo um Borgarfjörð, að hinar margþættu sögulegu minningar sem tengdar eru Við fjörðinn og héraðið, orki ekki stórum á hug hans. Svo fór og mér að þessu sinni. Mér varð litið í áttina til Borgar, og mynd skáldsins stór- brotna, Egils Skallagrímssonar, sem vann úr hinum þyngstu hörmum gull hins dýpsta skáld- skapar, reis fyrir hugarsjónunj mínum úr djúpi aldanna. Og auðvitað varð eg að koma Nýtt skordýraeitur Mikið hefir verið gumað af skor dýraeitrinu DDT, og heldu menn að með því væri hægt að útrýma allskonar skorkvikind- um. En reynslan hefir nú sýnt, að fjölda skordýra og sníkjudýra verður ekkert meint af því. En nú er komið nýtt skordýra- eitur, sem heitir Gammexane og virðist svo sem það muni verða miklu betra. Fyrir níu árum kom upp pest nautgripum í Suður-Afríku. Olli henni ný. eða áður óþekkt tegund af lús. Stjórnin fyrirskip- aði að baða allan nautpening úr arsenikblöndu, sem átti að drepa lúsina. Það var gengið mjög ríkt eftir þessu og þar sem lúsarinnar varð vart í nautpeningi, voru bændur sektaðir af því borið við, að þeir hefðu ekki farið ná- kvæmlega eftir fyrirmælum um aöðunina. En lúsafaraldurinn sreiddist út. Árið 1940 urðu svo dýralækn- ar að viðurkenna, að arsenikbað- ið dræpi ekki lúsina, og baðanir- nar hefðu því ekki borði neinn árangur. Þá var bændum endur- greitt sektarféð. Og síðan var Dyrjað að nota DDT við útrýmingu lúsanna en það bar nauðalítinn árangur, Árið 1944 var sent dálítið af Gammexane til Suður-Afríkur og reyndist það bráðdrepandi fyrir uúsina. Síðan hefir þetta meðal verið notað að staðaldri og hefir yaö reynst öruggt gegn öllum tegundum lúsa og flugum, svo að nú eru bændur þar lausir við þessa vágesti. Það var í rauninni tilviljun að þetta nýja eitur fanst. Árið 1942 voru efnafræðingar að reyna að finna eitthvert eitur gegn kálflugunni. Þá datt þeim í hug að reyna “benzene hexachlorid”, sem Faraday hafði fundið upp fyrir hálfri öld Þeir komust að raun uni að í “benzene hexa- chlorid” væri fjögur “efni,” sem þeir aðgreindu og nefndu alfa, beta, gamma og delta. Og síðan komust þeir að því að þrjú efnin voru alveg óskaðleg fyrir skor- dýr, aðeins eitt efnið, gamma, var bráðdrepandi. Og þess vegna fekk hið nýa eitur nafnið Gam- mexane. Þetta eitur hefir reynst öruggt gegn engisprettum, maurum, húsflugum, mýflugum, veggja- lúsum og alls konar lúsum, skóg- armaðki ávaxtamaðki o. s. frv. Gammexane leysist ekki upp í vatni og þess vegna þolir það rigningar. Ein únsa af því er talip nægja til þess að útrýma öllum flugnalirfum á ekru lands. Eftir því sem menn best vita er það algjörlega óskaðlegt mönnum. Er því sagt að það geri ekkert til þótt því sé stráð á korakra, brauð úr því korni, sem þar vex, sé jafn heilsusamlegt fyrir því. Þá hefir það og reynst óskaðlegt húsdýrum. En hætta er talin á að menn geti fengið hörundskvilla (excema) af því að handleika það mjög lengi. (Lesbók) í Reykhoit. Fór eg þangað ásamt með samferðafólki mínu frá Akranesi, en Björn Jakobsson kennari slóst með í förina frá Stóra-Kroppi og reyndist hinn ákjósanlegasti leiðsögumaður. Prýðilegur þótti mér Reykholts- skóli, sæmandi hinum sögufræga stað, og fer sannarlega ágætlega á því, að slík mentastofnun á þar aðsetur sitt. Óvíða á íslandi, að sjálfu Lögbergi og Þingvöllum undanskildum, heyrir maður vængjaþyt sögunnar yfir höfði sér jafn glöggt og í Reykholti. Að sjálfsögðu var staðnæmst við Snorralaug. Fanst mér þá sem hinn forni héraðshöfðingi og höfuðskörungur fornbókmenta vorra stæði mér við hlið og lýs- ing séra Matthíasar Jochums- sonar á honum varð mér að lif- andi veruleika. “Goðum líkur svo er sá að svip og vexti til að sjá; skeggið sítt og silfurhár sextíu bera með sér ár; ennið talar um tign og vit, tálbrögð heims og feigðarlit, meðan augun, ern og snör, eilíft kynda sálarfjör.” En koman í Reykholt var einn þátturinn í sérstaklega atburða- ríkum degi, einhverjum minnis- stæðasta deginum í ógleyman- legri íslandsferð minni, því að þetta var sunnudaginn 2. júlí, 1944, á lýðveldishátíðardegi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sem haldinn var á Hvítárbökk- 'Um undir Þjóðólfsholti, og lá nú leið mín þangað, því að Ung- mennasamband Borgfirðinga, er að samkomuhaldinu stóð, hafði sýnt mér þá vinsemd og þann sóma að bjóða mér þangað sem gesti og ræðumanni. Er samkomustaður þessi mjög vel í sveit settur, því að þaðan er víðfeðm útsýn alla vegu yfir hið fagra hérað, og þar sem dagur- inn var heiður og hreinn, naut hin tilkomumikla fjallasýn sín ágætlega. Varð mér það nú ljós- ar heldur en áður, að ekki er of- sögum sagt af fjalladýrð Borg- arfjarðar. Fögur þótti mér Baula, en Eiríksjökull þó aðsópsmestur og tígulegastur, og hvarf mér í hug mælsk og myndauðug lýsing hans eftir Þorskabít skáld (Þor- björn Bjarnarson): “Þig skreyta’ ei blóm né skrúði grænna hlíða; það skraut, sem fölnar, hæfir ekki þér. í sumarblæ, í hörkum vetrar- hríða, þinn höfðingssvipur aldrei breyt- ir sér. Og dagar, vikur, ár og aldir líða, og áframhaldið fer sinn vana- hring; hjá þér, með fanna silfurhárið síða, ei sýnist vera nokkur umbreyt- ing. Þú samt ert fagur sýnum alla * vega. Þig svífur kringum dularvætta- her, með töframáttar taugum undar- lega sem toga hugann ósjálfrátt að þér. Og jötunhár með hamrabrjóstið gráa ert hrikastór, en íturvaxinn þó. Af enni þínu hvelfda, bjarta, háa, skín 'huldra krafta fegurð, tign og ró.” En það er eigi aðeins hin mikil- úðlega og fjölbreytta mynd héraðsins með hinum fríða f jalla- hring sínum, sem brosir mér við sjónum í minningunni; hátíða- höldin sjálf þennan sögurika og fagra sumardag eru mér jafn minnisstæð, enda fóru þau fram með mikilli prýði undir stjórn Bjöms Jónssonar, formanns Ungmennasambands Borgfirð- inga. Fjölmenni mikið var sam- ankomið, því að talið er, að um 3000 manns hafi sótt hátíðina, enda var það hrífandi sjón af ræðupallinum að horfa yfir mannhafið í brekkunni fyrir ofan hann. Skörulegar og tímabærar voru ýæður þeirra alþingismanna héraðsins, Bjama Ásgeirssonar og Péturs Ottesen, en ieikur lúðrasveitar Reykjavíkur og söngur Karlakórs Borgarness, undir stjórn Halldórs Sigurðs- sonar skrifstofustjóra uku drjúg- um á litbrigði samkomunnar. Verður með sanni hið sama sagt urn skáldin þrjú, sem fluttu þar frumort kvæði, þá Guðmund Böðvarsson, Halldór Helgason og Guðmund Sveinbjörnsson. Vanþakklátur væri eg einnig meir en í meðallagi, ef eg mint- ist þess eigi, hversu mér, sem fulltrúa Vestur-íslendinga, var frábærlega vel tekið á þessari hátíð, og hve þeir voru þar örlát- lega hyltir og drengilega. Fyrir það vil eg nú þakka af heilum hug. En lýðveldishátíð þessi var jafnframt fjölþætt íþróttamót, og varð mér starsýnt á kapp- glímuna, sem jafnan hleypir heimaöldum íslending kapp í kinn; eigi vakti hin afarfjöl- menna skrúðganga frá ræðu- pallinum og niður á íþróttavang- inn við Hvítá síður athygli mína, jafn tilkomumikil og hún var með fánaberana í broddi fylk- ingar. Þetta glæsilega og fjölmenna lýðveldis- og íþróttamót Borg- firðinga á Hvítárbökkum er mér sérstaklega minnisstætt og altaf mun verða bjart í huga mínum yfir þeim atburðaríka degi; og er eg þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa hann og njóta hans sameiginlega með héraðsbúum. Yfir honum hvíldi andi þeirrar fagnaðarkendar og þess fram- sóknarhuga, sem gagntók gjör- vallavalla hina íslenzku þjóð á þessum sigurríku og örlagaríku tímamótum í sögu hennar. Þann anda túlkaði Guðmundur skáld Böðvarsson fagurlega og snildar- lega í hátíðarkvæði sínu “1 tilefni dagsins”, meðal annars er hann segir: “Ei dagur fyrr af djúpi steig með dýrra hlað um brá: Nú rætist eftir aldabið vor ósk um líf, vor bæn um frið: Vig leggjum frjálsir frelsissveig um fjöll vor, hvít og blá.” Drengilega farast skáldinu einnig orð um þær frelsishetjur vorar, sem “vöktu hrjáðan lýð,” gengu í fylkingarbrjósti í hinni löngu sjálfstæðisbaráttu, og “féllu sinni fósturjörð.” Þá renn- ir hann sjónum til framtíðarinn- ar og minnir á þá ábyrgð, sem fylgir því að vera frjáls þjóð: “Og enn mun straumur strandir slá og stormur blása um sand. Þá reynist, hversu er heilt vort verk og hvað vor ást er djúp og sterk. -----En meðan Frónið fólk sitt á, á fólkið sjálft sitt land.” í óbifanlegri trú á það, að hin íslenzka þjóð mimi reynast þeim vanda vaxin að fara giftusamlega með fjöregg síns endurheimta frelsis, bið eg Borgfirðingum öllum blessunar um leið og eg þakka þeim hjartanleiga fytrir síðast. —Akranes. Stína litla hafði mjög gaman af að lesa blöðin. Einu sinni kem- ur hún til mömmu sinnar og segir: — En hvað það er leiðinlegt að við systkinin skulum bara vera þrjú. Það væri munur ef við værum fjögur. — Hvernig stendur á því, spurði mamma. — Jú, það stendur í blaðinu að fjórða hvert bam, sem fæðist, sé Kínverji. Minnist BETEL í erföaskrám yðar RÆKTIÐ MEIRA BYGG BÆNDUR! Það er GRUNNVERÐ á byggi, 90 cents No. 1 Fóður, um Fort William — Port Arthur eða Vancouver fyrir alt bygg, sem selt verður á tímabilinu frá 1. ágúst 1947 til 31. júlí 1948. Verðið getur orðið hærra en ekki lægra. Canada þarfnast meira byggs til skepnufóðurs. Meira bygg verður að rækta til þess að framfleyta canadiskum búpeningi og auka að mun afurðir hans. Bændur geta öruggir ræktað bygg í ár með tryggingu fyrir því, að alt bygg, sem selt verður til 31. júlí 1948 gefi af sér að minsta kosti 90 cents á mæli fyrir No. 1 Fóður, í Fort William — Port Arthur eða Vancouver. ★ SáIÐ MEIRA BYGGI ★ Dominion Department of Agriculture RT. HON. J. G. GARDINER DR. H. BARTON Minister Depuiy Minister

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.