Lögberg - 22.05.1947, Page 3

Lögberg - 22.05.1947, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 22. MAÍ, 1947 3 Þinghaldaborgin Stokkhólmur Það er sagt í gamni, að í Stokk- hólmi sé svo mikið um allskonar þing og mót, að sumir hafi ekki annað lífsstarf en að sitja þau. Nú var ég nýlega á einu slíku þingi, en þeir sem þar voru aðal- iega samankomnir gera áreiðan- l&ga annað og meira en að sitja á fundum, því að þeir stjórna blöðunum, og sænsku blöðin eru orðin stór á alþjóðavísu og mega ef til vi'll teljast fullkomnustu hlöð í heimi, bæði hvað snertir tækni og þó einkum innihald. ^au leggja t. d. miklu meiri á- herslu á menningarmál, bók- naenntir, listir og vísindi en blöð hins enskumælandi heims, sem sinna mest fréttaflutningi og stjórnmálum en láta tímaritin annast um að matreiða fyrir þá vandfýsnu, sem fussa við gífur- tiðindum og slúðursögum en heimta andlega kjörfæðu. En á Norðurlöndum eru svo margir í hópi hinna vandfýsnu, að dag- hlöðin geta leyft sér að bera úr- valsfæðuna á borð. í þessu lýsir , sér hið háa menningarstig Norð- urlandaþjóðanna, áhrif góðra skóla og góðs uppeldis, sem loða við manninn alla æfi. Blöðin verða jafnan spegilmynd þjóðar- lnnar og menningarþroska má alltaf marka af orðbragði og ofnisvali blaðamannanna. En forráðamenn og samverka- menn blaðanna geta jafnframt mótað þjóðina, þau geta stein- órepið lygina en líka blásið lífs- anda í hana, þau geta skorið burt *xli og stungið á kýlum en líka stutt þjóðhættulegar stefnur og °rðið hættulegir smitberar far- sótta. Ef lýsa ætti í fáum orðum verkefni 8. blaðamannamótsins 1 Stokkhólmi 23.-26. sept., þá var það það af efla samtök um frelsi hlaðanna, svo að þau verði ekki vopn í 'höndum óhlutvandra manna, að koma á umbótum á fréttaöflun og efnisvali blaða, og að auka samhöldni norænna hlaða innbyrðis og vanda betur til fréttaflutnings, milli Norður- landa innbyrðis en verið hefir hingað til. Þetta verður að nægja í stað Þess að fara að birta lesendum Eálkans greinargerð um þá fhnm fundi, sem haldnir voru af Urn 180 blaðamönnum Norður- landa í September. Hinsvegar skal reynt að segja dálítið frá Stokkhólmi, þessari höfuðborg þinghaldanna og nefna ýmislegt því, sem fyrir augun ber og hvemig svona þinghöld fara fram. Það mætti líkja þeim við nocktail”, þar sem blandað er saman í eitt umræðufundum, sýniferðum um borgina og nágrennið, veislum með ræðu- höldum og leikhússýningum og listsýningum. Allt getur þetta verið gott, hvert í sínu dagi, en vandinn er að gera úr því góða hlöndu. Það kunna Svíar manna hest og því er engin furða þó að sóst sé eftir að halda þing í Stokkhólmi. Svíar sluppu við stríðið og eru taldir hafa nóg af ollu. en þó ber þar minna á kjarnfaeðu en t. d. í Danmörku. h^anir hafa að vísu minnkað ket- skammtinn síðan í vor, en samt er hann minni í Svöþjóð en þar. einkennilegt mundi íslend- lngum þykja að sitja í dýrindis- veislu, þar sem Þjónamir gengju ^heðal fólksins áður en staðið er UPP, og rukkaði þá um seðla fyrir sméri, brauði og keti. En það gera Svíar. Enda hafa þeir marga 1 fæði þessi árin, þeir miðla enn til Noregs og Finnlands og afa tekið að sér að forða Undruðum þúsunda af börnum 1 ^ýskalandi og Austurríki frá sv°ltidauða. Þeir spaira við sjálfa Slg til þess að geta líknað öðrum. burðair miklu veizlurnar með ^orgu- réttunum heyra fortíð- til. 1 flestum “kongressveizl- v,- er maturinn: þrjár smurðar í^neiða, af brauði, kjöt- eða éttur og svo ábætir. Og með þessu er borið fram eitt glas aí ákavíti, glas af öli, og eitt af rauðvíni og sherry. Hinn gamii þjóðardrykkur Svía, “punsið” sést ekki — það má ekki fram- leiða hann, því að Svíar verða að spara sykur þrátt fyrir allar þær biljónir sykur- 'rófna, sem rækaðar eru á Skáni. Svíar taka öllum slíkum ráðstöf- unum vel og sýna þar þegnskap, sem aðrar þjóðir mættu læra af. Lýðræðishugsjónin hefir haft það í för með sér að nú þykir hneysa að því að hrifsa bitann frá annars munni. Það hefir verið hugmynd ná- grannanna að Svíar hafi lifað í “vellystingum praktulega” á stríðsárunum og ekki gert annað en éta og græða peninga. Hvað mundi þó mega segja um okkur Islendinga? í Svíþjóð hefir dýr- tíðaruppbót aðeins verið greidd af tæpri hálfri vísitölunni, en hjá okkur af henni allri. Og Svíar hafa varið ógrynni fjár til her- varna og þurft að hafa tugi þús- unda af ungum, vinnandi mönn- um undir vopnum. Skattarnir eru gífurlega háir, en það vantar að vísu ekki hjá okkur heldur. Svíar hafa sparað stórlega við sig í mat og drykk og halda því áfram. En Stokkhólmur er samur og jafn — hið ytra. Ljósadýrðin á Kungsgatan og Drottingsgatan er enn meiri en hún var á stríðs- árunum, þó að máltíðirnar á borðum íbúanna séu fábreyttari en var. Búðargluggarnir á vers- lunargötunum eru kúfaðir af freistingum, sem allur þorrinn aðeins fær að sjá en ekki snerta. Það er minna keypt af lúxus- vörum en var, einkum innflutt- um. Hinsvegar kaupir fólk mál- verk og listiðnað alveg eins og Sigurjón á Álafossi stæði á hver- ju götuhomi og kallaði: “Kaup- ið innlendan iðnað!” Og fólkið skemmtir sér, það er meiri aðsókn að leikhúsum, kvik- myndahúsum, hljómleikum og sýningum en áður var, enda er verðinu stillt í hóf. Engin 25 króna bílæti. — í leikhúsinu sit- ur maður ágætlega fyrir 5 svía- krónur og kvikmynd fyrir 1.25 Verðlagið á að vera “demokrat- istkt” en ekki “gluuasch”. Á hin- um ódýru og hreinlegu matsölu- húsum kostar máltíð með köldu borði og einum heitum rétti 1 kr. og 30 aura og glas af öli, sem þó er hásköttuð framleiðsla, 44 aura, en á dýru veitingahúsunum kost- ar máltíðin 2-5 krónur enda er hún fjölbreyttari, og ölglasið 70 aura. Gengið er ísl. kr. 1.81 fyrir eina krónu sænska, og er hægt að bera saman. En Svíum sjálfum finnst þetta dýrt og varpa öndin- ni þegar þeir minnast á gömlu góðu dagana fyrir stríð, áður en skattarnir hækkuðu. En þó að Svíar spari hafa þeir ekki vanrækt að halda ásjónu höfuðborgarinnar sinnar við. ihúsin eru jafn þrifleg og götur- nar jafn hreinar og áður. Og tals- vert hefir bæst við af nýjum stórhýsum á stríðsárunum, t. d. Södra Sjnkhuset, sem talinn er fullkomnasti spítalinn 1 Evrópu nú, hið ytra tignarlegri en nokk- ur konungshöll og hið innra með algerlega nýju sniði. Þar er t. d. eldhúsið uppi á efstu hæð, til þess að forðast matarlykt á sjúkra- göngunum, en hún leitar upp á við eins og flest önnur lykt. Væntanlega verður tækifæri til 'þess að segja lesendum Fálkans frá Södra Sjukhuset síðar og líka frá barnaheimilinu, þar sem allir 'gestirnir eru frá eins til sjö ára. Þetta eru hvorttveggja merkileg fyrirtæki og talandi tákn þess hve framarlega Svíar standa í þeirri grein félagsmála sem veit að heilbrigðri varðveislu heilsun- ar. Blaðamannaþingið var sett í Konserthuset, hinni frægu hljómleikahöll þjóðarinnar, sem alið hefir Bellman, Wennerberg Stenhammer og fleiri slíka. Kon- serthuset er ein glæsilegasta bygging Stokkhólms með gífur- háum súlnagöngum við framhlið- ina er veit út að Hörorget, en þar er markaður fyrri hluta dags. önnur hliðin veit út að Kungs- gatan en á bak við er Drottning- gatan. Fyrir framan inngöngu- dyrnar lengst til vinstri er hin fræga en nokkuð umþráttaða mynd Carls Milles af Orfeusi. Stóri salurinn í Konserthuset er svo mikil'l um sig að hann hefði gleypt þáttakendurna í setning- arfundinum, og voru þeir þó um 800. Við vorum þessvegna sett- ir í “Lit'la salinn” en þar var nóg rúm. Þess verður að geta hér að í einum sal þessa húss eru myndir eftir Islending, Ásmund Sveinsson myndhöggvara, sem fenginn var til að skreyta hann lágmyndum, sem tákna ýmsar greinar listarinnar. Stokkhólmur er í hæsta máta borg fortíðar og nútíðar. í Gamla sta’n, fyrir utan konungshöllina, eru svo þröngar götur að ómögu- legt er að mætast með kerrur þar, en hinsvegar en Narvavagen yfir 80 metra breiður. Víða má sjá einlyft gömul hús, sem nú eru umkringd af háum steinhúsum, en hinsvegar eru “turnarnir” frægu, Kungstornet og Drotting- tornet 18 hæðir. í öðrum þeirra eru veitingasalir á mörgum hæð- unum. og sér þaðan yfir alla borgina út um g'luggana. Hin nýju verslunarhús eru flest 6 til 11 hæðir, og eru með funkissvip og létt yfir þeim. Öðru máli gegn- ir um stórhýsi frá aldamótunum og fram til 1920. Þar tekur maður mest eftir hve allt er stórskorið og þungt í vöfunum, eins og t. d. Pósthúsið og sumir bankarnir. Hinn rauði kalksteinn gefur mörgum af þessum húsum sér- kennilegan svip. Margar eldri byggingarnar t. d. konungshöll- in, er hinn frægi byggingameist- ari Tessin teiknaði, eru með létt- ara yfirbragði. En léttast er þó yfir sumum höllunum í nágrenni borgarinnar, svo sem hinni und- urfögru hvítu höll á Drottning- holm, sem Hedvig Eleonora drottning lét byggja upp úr eldri höll, eftir teikningum Tessins. Þangað lét Gustav III. flytja kynstur dýrgripa og svallaði þar og sólundaði uns hann var skot- inn til bana í leikhúsinu í mars 1792. Það leikhús er enn við og við notað, og blaðamenn fengu tækifæri til að horfa þar á skemmtilega og fróðlega sýningu gamanóperu frá 18. öld. Svíar hafa góðan húsakost til að halda stór mót. Á verkfræð- ingamóti Norðurlanda í vor sem leið voru til dæmis 2800 þátta- kendur, en þá varð líka að hola gestunum niður hjá einstöku fólki. Á blaðamannaþinginu voru ekki nema 130 útlendir gestir og fengu vitanlega allir herbergi á gistiþúsi, en húsnæðið hafði líka verið pantað í júní í vor, því að gistihúsekla er mikil í Svíþjóð þó að hún sé minni en t. d. í Oslo eða Helsingfors. En í Stokkhólmi er mikið af svonefndum “resand- erum” hjá fólki, sem leigir her- bergi. Verðið er lítið hærra en á gistihúsunum nema um lengri tíma sé að ræða, en vikagjaldið er lægra. Síðan gengi sænsku krónunnar hækkaði er álitamál, hvort það borgar sig að kaupa í Svíþjóð það sem hægt er að fá í Reykjavík. Sumt er dýrara þar en heima, t.d. skófatnaður, en hinsvegar eru föt miklu ódýrari í Svíþjóð. Og silfurmunir og þessháttar er fáanlegt í Svíþjóð rneð góðu verði, en það er undir hælinn lagt, hvort hægt er að fá útflutn- ingsleyfi fyrir slíku. — — Til þess að kynnast Stokkhólmi til hlítar þarf maður að hafa góðan tíma. Umfram þau áhrif sem fyrsta sýn gefur er ó- mögulegt að kynnast borginni til nokkurrar hlítar á minna en einni viiku, og verður maður þá að keppast við frá morgni til kvölds. Því að Stokkhólmur er í rauninni margar borgir, hver með sínum svip. Hver bæjarhluti hefir til síns ágætis nokkuð og það er ekki aðeins einstaklings- smekkurinn heldur áhrif sundur- leitra landshluta, sem endur- speglast þarna hver á sínum stað. “Þjóðirnar” svonefndu, sem stúdentarnir í Uppsölum, Lundi og Gautaborg skiftast í, eru ekki einar um átthagaræknina; í Stokkhólmi eru í rauninni líka “þjóðir” (þó sænskar séu), sem setja hver um sig svip á sinn bæ. Þrátt fyrir stærð þjóðarinnar er höfuðborg Svía ekki stærsta borg Norðurlanda, heldur Kaup- mannahöfn. Hún hefir nú miljón íbúa, en Stokkhólmur nærfelt 700 þús. Meðalfjölgun er um 20,000 á ári og eftir nokkra ára- tugi verður borgin miljónaborg. Borgin er fyrst nefnd í fornum ritum árið 1722, en löngu fyr kom Stokksund við sögu, en það er nú í útjaðri borgarinnar. Kaupstaðarréttindi fékk borgin 1436. Sú borg var öll á Slots- holmen, þar sem nú er “Gamla Sta’n”. Annars er Birgir Jarl talinn stofnandi borgarinnar. Nú stendur minnismerki hans, gert af Fogelberg um miðja 19. öld, á torginu, sem við hann etr kent, og horfir á umferðarelfuna á einni fjölfömustu götu borgar hans. —Fálkinn. Business and Professional Cards Verzlunarmenntun! Hin mikla nývirkni, sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks, krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss, munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG Thule Ship Agency l„c. 11 Broadway, New York, N.Y. umboðsmenn fi/rir h.f. KIMSKIPAFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Steamship Co. Ltd.) FLUGFÉLAG ISLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaílutningur frá New York og Halifax til Islands. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 39 S Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðingur í augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Bérfrœðingur i augna, egma. nef og hdlsajúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimaslmi 42 154 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK islenzkur lyfaali Fólk **tur pa.nta8 meöul og annaÖ meÖ pósti. Fljót afgretöala. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukklstur og annast um ðt- farlr. Allur IltbflnaOur sá beeti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsyarOa og legstelna. Skrifstofu talslmi 17 824 HeimlUs talslmi 26 444 Phone 97 291 Eve. 26 002 J. OAVIDSON Real Estate, Financial and Insurance ARGUE BROS. LIMITED Lombard Bldg., Winnipeg H ISii EJT MESSENGER SERVICE ViO flytjum kistur o* töskur, húsgögn úr smserrl IbflOum, og hflsmunl af OUu ttel 58 ALBERT ST. — WINNIFEKJ Sfml 25 888 C. A. Johnaon, Mgr. TBLEPHONE 94 368 H. J. PALMASON and Company Ohartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDIN® Wlnnlpeg, Oanada Phone 41 451 Radio Service Speclaliit* ELECTRONIC LABS. H. THORKMLBOH, Prop. Th. most up-to-date Sound Equlpment System. 120 PSBORNH ST„ WINNIPEO G. F. Jonuwn, Prea. A Man. Dir. Keystone Fisheries Limíted 404 SOOTT BLOCK SÍMI 95 22T Wholesals Distributora of FRJD8H AND FROZBN FISH Manitoba Fisheries WINNIPBG, MAN. T. Barcovttch, framkv.stj. VM-sla I hMldsölu meO nýjan oc frosinn ftok. 901 OWENA 8TREBT SkriMMml II115 Hekna II 411 RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOK & ELLICE We Deliver Anywhere Phone 34 403 Your Prescriptlons ealled for and delivered. A complete line of baby needs. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Belnt suCur af Bannlng) Talslml 30 877 VlOtalsttmi 3—5 eftír híd.gl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man Offlce hra. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res 230 Offlce Phone 94 761 Res Phon. 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—5 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDINO Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 96 952 WINNIPHO DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ART8 BLDO Phone 97 929 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 913 Office Hours 3—I 404 TORONTO GEN. TRU8T1 BUILDING 283 PORTAGES AVH. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 665 For Quick Reliable Bervioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Fastelgnasalar. Leigja hfls. Ot- vega penlngal&n og etdafrbyrgTi. blfrel0aá.byrg0, o. s. frv. PHONE #7 588 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LBgfrœOingar 209BANK OF NOVA 8CJOTLA BO Portage og Garry 8t. Stml 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUtv Ftih Nettissg M VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 88 311 Uasmger T. R. THORVALDMOM Your patronage wlU be appreciited C A N A D I A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOZ, hfanaging Diroctor Wholeeale Diatrtbutors of Friib and Frosen Flah. 311 CHAMBERS STREHT Offlce Ph. 21 312 Res. Pti. 78 >17 H HAGBO RG FUEL CO. H DUl 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.