Lögberg - 22.05.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. MAÍ, 1947
7
Tímamót
“Brennivínsdjöfullinn” var
íiafn, sem áfengissölunni var
gefið á íslandi. Mig minnir að
það væri séra Ástvaldur Gísla-
son, sem skírði.
Þetta nafn þótti einkar vel val-
ið; mönnum fanst það lýsa svo
vel athöfninni og “ástandinu”,
sem vínsalan skapaði: Eg nota
því það nafn í þessari stuttu
grein.
Snjallasta ráð brennivínsdjöf-
ulsins var það þegar honum hug-
'kvæmdist samvinna við fylkja-
stjómirnar; og mesti sigur, sem
hann hefir nokkru sinni unnið,
var sá að ná því takmarki. Hann
hafði þá afkastað því að mynda
nokkurs konar samsteypustjórn
— og þær hafa löngum reynst
vel, eða hitt þó heldur!
En að þeim sigri hlotnum
þurfti Brennivínsdjöfsi ekki
lengur að kvíða fr,amtíðinni. Þá
var vemdin vís, þá var ekkert
°g engan að óttast lengur; þá
þurfti ekki að fara huldu höfði:
hann var þá orðinn einn voldug-
^sti ráðherrann í stjórninni.
Áður var litið niður á hann og
flestir skömmuðust sín fyrir það
að hafa nokkuð saman við hann
að sælda opinberlega. En nú var
Öðru máli að gegna ; nú var hann
kominn í höfðingja tölu; nú var
fylkisstjórnin sjálf tekin við
oitursölunni og hafði gert hana
að yfrrskins tekjugrein. Sveita-
stjómir, bæjastjórnir og fylkja-
stjórnir bentu nú á hinar miklu
tekjur, sem vínsalan veitti.
Brennivnísdjöfullinn var hæsti
gjaldandi fylkjanna. Ekki furða
þótt honum ykjust virðing og
vinsældir! Skýrslur stjómanna
sýndu það.
En í þessum reikningi var þess
vandlega gætt að þegja um kostn-
aðinn, sem brennivínsdjöfullinn
hafði í för með sér. Á það var
aldrei minst hversu margir slös-
uðust árlega af hans völdum.
^ss var ekki getið hversu marg-
lr ungir menn og hversu margar
uuga konur það voru, sem hann
uáði á vald sitt og eyðilagði ár-
lega. Þess var aldrei getið
hversu marga áfengiseitrið lam-
aði á heilsu andlega og líkam-
^ega. Það var aldrei tekið með í
^eikinginn hversu marga menn
og margar konur áfengisdjöfull-
inn sendir árlega á tæringarhæl-
in, vitskertra spítalana og í
fangelsin.
Sérstaklega hér í Manitoba
hefir verið leikinn sá skrípaleik-
ur í sambandi við þetta mál að
tæplega — eða alls ekki — hefir
slíkt átt sér stað á bygðu bóli
fyr né síðar: Hér var kosin stjórn
fyrir tuttugu og fimm árum síð-
an undir vínbannsmerkjum. Eitt
aðalatriðið í stefnuskrá bænda-
flokksins sæla var algert áfeng-
isbann — því var lofað staðfast-
lega og hátiðlega, að yrði sá
flokkur kosinn, skyldi fólkið fá
að greiða atkvæði um það mál.
Goodtemplarar lögðu fram alla
sína krafta til þess að koma
flokknum að völdum — og hann
komst að völdum. Þá var mikið
um dýrðir í herbúðum bindindis-
og bannmanna. En dýrðin stóð
ekki lengi: í stað þess að standa
við orð sín og láta fara fram
atkvæðagreiðslu um áfengis-
bann, var það gersamlega svikið.
Allir vissu hvernig sú atkvæða-
greiðsla hefði farið: allur fjöldi
fylkisbúa var hlyntur áfengis-
banni.
En hvað skeði? Stórfé var eytt
úr fylkissjóði — ekki til þess að
láta greiða atkvæði um vínbann,
eins og lofað var, heldur til þess
að spyrja fólkið hvort það vildi
heldur láta selja eitrið í glösum
eða flöskum! “Nú er hann að
ljúga!” heyrist mér einhver
segja. Það er eðlilegt að þeir,
sem voru börn þegar þetta skeði
og muna ekki eftir því, álíti það
orðum aukið. En það er nú ekki.
Trúðleikurinn, sem þá var leik-
inn hér í fylkinu í þá daga, var
hvorttveggja í senn: svo hlægi-
legur og svo glæpsamlegur, að
tæplega verður trúað að hann
hafi átt sér stað.
Fjöldi Goodtemplara fytrirleit
þessa atkvæðagreiðslu og sat
heima. Eg var einn þeirra. Eitur-
sölunni var haldið áfram; brenni-
vínsdjöfullinn rak athæfi sitt í
ennþá stærri stíl en áður með
stjórnarleyfi, stjótmarvernd og
stjórnarþátttöku, með því skil-
yrði að hann afhenti í fylkisfjár-
hirzluna nokkum hluta þess fjár,
er hann aflaði úr vösum fáráð-
linganna, sem hann rænti.
Indriði Einarsson sagði einu
sinni að brennivínsdjöfullinn
væri versti ræninginn eða stiga-
maðurinn, sem hann þekti. Hvað
mundi verða sagt um þá stjóm,
sem gerði þann samning við
einhvem annan rærtingja eða
stigamann, að hann mætti ræna
menn og misþyrma þeim, ef
hann afhenti henni (stjórninni)
ákveðna fjárupphæð — ákveðið
hundraðsgjald af ránsfénu?
Allir ræningjar og stigamenn
eru hættulegir, en brennivíns-
djöfullinn er hættulegastur
þeirra allra.
Og ennþá var skrípaleiknum
'haldið áfram; maður var ráðinn
fyrir há laun úr fylkissjóði til
þess að skýra það fyrir nemend-
um í skólunum hversu áfengis-
eitrið sé hættulegt. Stjórnin
segir það sjálf fyrir munn þessa
fulltrúa síns, að áfengið sé ban-
vænt eitur, sem eyðileggi heils-
una, svifti menn sóma og sið-
ferðistilfinningum; sé orsök ótal
slysa, örgustu glæpa, ótal morða
og alls kyns eyðileggingar, and-
legrar og líkamlegrar. Þetta er
vitnisburður stjórnarinnar sjálfr-
ar, eða fulltrúa hennar, um það,
sem hún sjálf selur og leyfir að
selja og veita.
1 stað þess að stöðva söluna á
því eitri, sem hún sjálf lýsir
þannig, gengur hún í lið með
þeim, sem eitrið selur og glötun-
inni veldur.
Brennivínsflóðið hefir verið
svo ógnandi og víðtækt um nokk-
t ur undanfarin ár, að Goodtempl-
arar og önnur bindindisfélög
hafa staðið uppi ráðalaus og litla
mótstöðu getað veitt.
1 En hversu lengi á þetta að
ganga? Hversu lengi á það að
líðast að menn, konur og börn
séu myrt hópum saman jafnt á
borgastrætum og breiðum þjóð-
vegum með bifreiða árekstrum
ölvaðra manna, sem brennivíns-
djöfullinn hefir svift sjálfstjórn
og dómgreind?
Nú eru ákveðin og alvarleg
tímamót: Hundrað ár eru liðin
síðan fyrsta skipulögð mótstaða
var hafin á íslandi gegn brenni-
vínsdjöflinum. Fimtíu ár eru
liðin síðan Vestur-íslendingar
fylktu liði til varnar og sóknar
móti sama óvininum. Heima
á
Merkilegur fundur í Blaine
Meóal annara vandamála elli-
heimilisnefndarinnar í Blaine
var það, að finna sem allra ákjós-
anlegast byggingarstæði. Hafði
hún litið á alla þá staði í Blaine
°g næsta nágrenni, sem til mála
gæti komið að velia. Fann hún
k°sti og ókosti á öllu, sem hún
skoðaði. Var hún því í vanda
stödd með valið. Meðal annars,
sem til greina kom, var verðið.
^ar það mjög mismunandi—alt
0 (Andrew Danielsson bauð
kenni land að gjöf) upp í $8,000.
flrátt varð nefndin vör við að
skoðanir þeirra, sem gefið höfðu
té til fyrirtækisins, voru skiftar
1 þessu máli. Tók hún því það
rað, að kalla saman á fund alla
^áj sem þegar höfðu lagt fram
té eða gefið ákveðin loforð, og
jðja þá að skera úr málinu. Var
^ fundur fjölmennur. Einar
Símonarson, formaður nefndar-
^nar, stýrði fundinum. Eftir
nefndin hafði skýrt frá að-
gjorðum sínum í málinu og gefið
uÞplýsingar um hina ýmsu staði
^.kun ’hafði skoðað og með hvaða
jörum þeir væru fáanlegir,
°m fram tillaga um að kaupa
þeirra. Voru atkvæði um
hana
greidd á miðum þannig að
^skrifaði annað hvort “já”
? a nei” á sinn miða. Var til-
agan samþykt með 65 atkvæð-
gegn 5. Var nefndin þannig
. ^ Ur öllum vanda með valið
v'*^®gingarstæði. Þetta köllum
i1 andarnir í Blaine lýðræði og
a höfum við ákveðið að skuli
verða framvegis grundvöllur
þeirrar stofnunar, sem við ætlum
að byggja.
En það sem gjörði þennan fund
sérstaklega markverðan var það,
að þegar atkvæðagreiðslan hafði
farið fram komu menn sér sam-
an um að taka stutt fundarhlé til
að freista þess hvort mögulegt
væri að hafa saman þar á staðn-
um verð þess lands, sem ákveðið
hafði verið að kaupa — en það
verð var $1,000.00. Eftir 15—20
mínútur var fundur aftur settur
og kom þá í ljós að meginhluti
upphæðarinnar var fenginn, og
þrjá næstu daga bættist við það,
sem til vantaði og heldur meira.
Þess er vert að geta, að flestir
þeirra, sem lögðu fram fé á
fundinum, höfðu áður gefið til
stofnunarinnar. Að fundi lokn-
um neyttu menn ágætra veit-
inga, sem kvenfólkið hafði fram-
reitt. Voru allir í glöðu og góðu
skapi vegna þeirrar tilfinning-
ar að þeir hefðu afgreitt mál
sitt með þeirri röggsemi og
skörungsskap, sem í fréttir væri
fær'andi og til fyrirmyndar öðr-
um.
Eftir fundinn isneri nefndin
sér strax að því að kaupa landið.
Gekk hún á fimd bæjarstjómar-
innar í Blaine, til að biðja hann
um framræslu á landinu, saur-
rennum o. fl. og lofaði bæjar-
ráðið að sjá um þessar fram-
kvæmdir hið bráðasta. Landið
er ein “city block” eða um
ekrur að stærð., Það er vel í bygð
sett, nálægt hinu fagra og fræga
Peace Arch Park, á landamær-
um Bandaríkjanna og Canada.
Þaðan er og örstutt á pósthúsið,
járnbrautarstöðina og bílastöð-
ina. Verður því auðvelt fyrir
ferðamenn að heimsækja gamla
fólkið hvenær sem leið þeirra
liggur um Blaine.
í Seattle er nefnd að starfa að
þessu sama máli og er þess vænst
að þaðan komi myndarlegt til-
lag til fyrirtækisins. Það er
löngun þeirra, sem þessu máli
unna, að sem allra fyrst verði
hægt að byrja á byggingunni.
Nefndin veit um aldraða íslend-
inga fjær og nær, sem bíða með
óþreyju eftir því að fá vist á hinu
fyrirhugaða heimili Hve fljótt
þetta getur orðið er fyrst og
fremst undir því komið, hve
greiðlega og höfðinglega þeir,
sem hafa trú á tilgangi nefndar-
innar, sýna trú sína í verki. Það
eru góðir landar í Everett, Port-
land, Astoria San Francisco, Los
Angeles, San Diego og víðar,
sem líklegir eru til að styðja
þetta mál. Látið ekki undir höfuð
ieggjast að senda tillög ykkar til
Mr. J, J. Straumford, féhirðis
nefndarinnar. Munið það, að þó
að heimilið verði bygt í Blaine
og þó að Blaine og nágrennið
hafi upp að þessum tíma, iagt
mest fram af fé og starfi, áskil-
ur þetta fólk sér engin forgangs-
réttindi fram yfir aðra íslend-
inga, 'hvaðan sem þeir koma.
Hugsunin er sú, að láta jafnt
yfir allla ganga.
A. E. Kristjánsson.
var við svo mikið ofurefli að
etja, að bindindisstarfsemin kom
í fyrstu litlu til leiðar, þrátt fyrir
göfugt starf og góðan vilja. Það
var fyrst þegar Goodtemplarar
komu til sögunnar að verulegur
árangur sást af starfinu.
Hér vestra hefir sama sagan
endurtekist. Hér hefir jafnvel
Goodtemplarafélagið litlú getað
áorkað á seinni tíð, þótt það um
eitt skeið væri voldugt og af-
kastamikið og þótt það sé nú
sækjandi og sigrandi sveit á Is-
landi.
Á yfirstandandi tímum — eða
tímamótum — er svo langt farið
í störfum eyðileggingarinnar, að
augu manna eru loksins farin að
opnast fyrir nauðsyn einhverrar
mótstöðu. Sem dæmi um það
hversu langt er komið mætti,
meðal annars, geta þess, sem hér
segir:
1. Hér í Winnipeg vernda yfir-
völdin fimm eitursölustöðvar
(svínastíur voru þær kallaðar á
Islandi). Á vissum tímum dagsins
eru svo stórar fylkingar manna
og kvenna í kring um þessar
eitursölustöðvar að þyrpingin
þekur alla stéttina langar leiðir
upp og niður meðfram götunni,
og auk þess stórt svæði af göt-
unni sjálfri. Þarna standa mörg
hundruð af þessum þyrstu kind-
um klukkutímunum saman
skjálfandi af kulda, konur jafnt
sem menn. Jafnvel mæður með
ungbörn á handleggjunum.
2. Hér eru dans- og drykkju-
salir víðsvegar um bæinn svo
gagnteknir af áfengiseitri og ó-
reglu að þeir eru stór hættulegir
unglingaskólar.
3. Brennivínsdjöfullinn hefir
teygt eiturangana til allra stétta
hér í bænum. Veizlur og sam-
kvæmi þykja tæpast sækjandi
nema því aðeins að þar sé veitt
áfengiseitur í stórum stíl.
4. Ellefu rnanns voru myrtir
hér í Winnipeg síðastliðið ár;
hefir því bærinn okkar verið
uppnefndur í öðrum löndum og
kallaður “The murder a month
city”. Ög öll þessi morð, að und-
anteknu einu, eiga rætur sínar að
rekja til áfengisnautnar.
5. í útvarpinu (CKRC) 15. maí
síðastliðinn, M. 10 e. h., var ein
fréttin sú, að árið 1946 hafi 79
(sjötíu og níu) manns dáið af
slysum á strætum og þjóðvegum
í Manitoba og 800 manns slasast.
Hversu margir af þessum hópi
hafi slasast eða mist lífið af áhrif-
um áfengiseiturs veit eg ekki, en
þeir hafa sennilega verið tals-
vert margir.
Já, brennivínsdjöfullinn getur
verið drjúgur yfir því hversu af-
kastamikill hann sé; hann hefir
sannarlega haft yfirhöndina um
nokkur undanfarin ár. En margt
bedir til þess að honum hafi orð-
ið það á, eins og mörgum, sem
voldugir verða, að fara of langt:
það varð fótakefli þeirra Hitlers
og Mussolinis.
Það er loksins að vakna hreyf-
ing til varnair og mótstöðu; eiga
kirkjurnar drýgstan þáttinn í
þeirri hreyfingu, enda stendur
það þeim næst. Goodtemplara-
félagið okkar er bæði orðið fá-
liðað og veikliðað, í því er nú
einungis aldrað fólk, sem tæp-
lega er til þess fært að leggja út
í eina hryðjuna enn, en hér duga
engin smáræðis átök; hér þurfa
að fylgjast að heill hugur og ó-
veiklaðir kraftar.
Ef unga fólkið skildi þetta mál
nógu vel og væri þeim mann-
dómi gætt í sambandi við það,
að fylkja liði og taka við barátt-
unni, þá væri málinu borgið. Ef
við ættum nú hér einhvern
Indiriða Einarsson eða einhvern
Björn Jónsson, einhverja hisp-
urslausa Ólafíu Jóhannsdóttur
eða Þorbjörgu Sveinsdóttur, þá
gæti jafnvel okkar litli hópur
orðið áhrifamikil fylking í því
allsherjar liði, sem innan skamms
verður kallað til sigursællar úr-
slita glímu um þetta mál.
N Sig. Júl.Jóhannesson.
BARNAHJAL
Kenslukonan lætur Óla segja
sér söguna af Davíð og Goliat.
— Davíð litli náði sér í fer-
kantaðan stein, og setti hann í
slöngu og sló honum beint í
ennið á Golíat, svo að Golíat dó.
— Já, þetta er skilmerkileg
frásögn, sagði kenslukonan.
Jói rétti upp hönd.
— Hvað viltu Jói?
— Það stendur líka að Davíð
náði í stórt sverð sem lá þar, og
hann tók það með báðum hönd-
um og hjó hausinn af Goliat, og
hann dó mikið af því líka.
-t-
Siggi litli kemur heim blár og
blóðugur.
— Varstu nú í illindum? segir
mamma.
— Já.
— Hvað oft hefi eg ekki sagt
þér það, að þegar þú reiðist áttu
að telja upp að hundrað, og þá
rennur þér reiðin á meðan.
—Eg gerði það, og nú geturðu
séð hvað hinn strákurinn gerði
á meðan eg var að telja.
(Lesbók)
Fíllinn er fyrirtaks burðardýr,
þar sem honum verður við kom-
ið, getur borið heila smálést um
lengri tíma án þess að verða vit-
und þreyttur. En verði hann
þyrstur, er hann heimtufrekur
á vatn. Fullorðinn fíll þarf um
120 lítra af vatni á dag til þess
að svala þorsta sínum, þegar
mjög heitt er í veðri.
— Heyrðu, Sigurður, hvað er
að þér, því ertu svona dapur í
bragði?
—Æ, konan mín hefir ráðið til
mín nýjan einkaritara.
— Er sú hin nýja ljóshærð eða
dökkhærð
— Nei, sköllótt.
HAMBLEY
Electrlc Chicks
Still time to raise an extra
hundred, for fall meat and
eggs. All from Government
Approved and Tested flocks.
Prices Effeciive June 2nd
ORDER NOW !
R.O.P. Sired 100 50 25
Whit© Leghorns ..14.25 7.60 4.05
W Leghorn Pullets . ..29.00 15.00 7.75
W. Leghom Cockls . ... 4.00 2.50 1.50
Barred Rocks ...15.25 8.10 4.30
Barr Rock Pullets ...26.00 13.50 7.00
B. Rock Cockerels ...11.00 6.00 3.25
Govemment Approved—
White Leghoms ...13.25 7.10 3.80
W. Lekhorn Pullets. ...27.00 14.00 7.25
W. Leg. Cockls ... 3.00 2.00 1.00
Barred Rocks ...14.25 7.60 4.05
B. Rock Pullets ...24.00 12.50 6.60
New Hampshires .... ...14.25 7.60 1.05
New Hamp. Pullets ...24.00 12.50 6.50
New Hamp. Cockls ...10.00 5.50 3.00
We Guarantee 100% IAve Arrival
I. J. Hambley Hatcheries
WINNIPEG, . BRANDON, REGINA,
8ASKATOON, CALGARY, EDMONTON,
ABBOTSFORD, PORTAGE, DAUPHIN,
SWAN LAKE, BOISSEVAIN,
,PORT ARTHUR
Setjið yður að nota
CITY HYDRO
RAFORKU
fyrir nýja heimilið, skrifstofuna, búðina eða
verksmiðjuna. Sparar fé og er ábyggileg.
SIMI 848124
CITY HYDRO er yðar eign — notið það
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man.............. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak..................
Backoo, N. Dakota.
Árborg, Man ........... K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man.................... M. Einarsson
Baldur, Man.................... O. Anderson
Bellingham, Wash...........Árni Símonarson
Blaine, Wash.............. Árni Símonarson
Boston, Mass.............................Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak..............
Cypress River, Man............. O. Anderson
Churchbridge, Sask......S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson
Elfros, Sask....... Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak............. Páll B. Olafson
Gerald, Sask.................... C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man...................... O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................. O. Anderson
Hallson, N. Dak. ........... Páll B. Olafson
Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man................... O. N. Kárdal
Langruth, Man............ John Valdimarson
Leslie, Sask. ................ Jón ólafsson
Lundar, Man.................... Dan. Lindal
Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. .......... S. J. Mýrdal
Riverton, Man........... K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash. J. J. Middal
6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man. Mrs. V. Johnsom
Tantallon, Sask............... J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C.................F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C.
Víðir, Man............. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man............ Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man........... O. N. Kárdal