Lögberg - 05.06.1947, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 5. JÚNÍ 1947
5
AHUGAyVi/lL
UVENN/L
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
íslenzk kenslukona vekur athygli
Miss Ingibjörg Hallson á tveimur myndum við kenslu
í einu stórblaðanna í Montreal
stóð ritgerð um Ingibjörgu Hall-
son, kenslukonu, er sézt á mynd-
inni, að ofan; hún hefir vakið á
sér víðtæka athygli vegna frá-
bærra hæfileika sinna við kenslu
heyrarleysingja og starfar nú við
Mackay Instituíe School for the
Úeaf í Montreal.
Ingibjörg er fædd í Heykjavík,
°g fluttist kornung með foreldr-
nm sínum til Canada; hún er
dóttir þeirra Ólafs Hallssonar
kaupmanns í Eriksdale, hér í
fylkinu og konu hans Guðrúnar
Björnsdóttur frá Vaði í Skrið-
dal. ólafur er ættaður af Seyðis-
firði.
Að loknu alþýðuskólanámi inn-
ritaðist Ingibjörg við kennara-
skóla Maiiitobafylkis og lauk þar
a tilsettum tíma, með ágætisein-
kunn, burtfararprófi. Eftir nokk-
ára kenslu í alþýðuskólum,
kendi hún árlangt við heyrnar-
ieysingjaskóla í Manitoba og
iugði því næst stund á framhalds-
uám við Wayne háskólann í De-
troit, þar sem kensla heyrnar-
ieysingja var sérgrein hennar.
Greinarhöfundurinn, Helefn B.
Sandwell, er heimsótti áminstan
heyrnarleysingj askóla í kenslu-
stund, spurði Ingibjörgu um eitt
°g annað varðandi kenslustörf
hennar og fara svör hennar hér
á eftir.
‘,Það skal fúslega játað, að
fyrst í stað þótti mér kensla
heyrnarleysingja erfitt vanda-
verk, en s'tarfið var eggjandi og
eg fann til mikillar löngunar til
þess að verða börnunum að liði,
eg fann til þess, að hér væri ver-
ið að gera tilraun til að leiða
þessar ungu sálir út úr staðbund-
inni þoku og opna þeim víðari
s j óndeildarhring. ”
..Heyrnarlausu börnin,” sagði
Ingibjörg, “brenna af löngun til
þess að vita hvað sé að gerast
umhverfis þau; kennarinn færir
sér forvitni barnanna í nyt, og
smátt og smátt öðlast þau þekk-
ingu í hinum og þessum efnum;
þetta verður eins og viss tegund
af leik, þar sem nemendurnir
fyllast hrifningu vegna yfirunn-
inna erfiðleika. Hér er um að
ræða mikilvægt verkefni, sem
krefst harðrar vinnu, en innifel-
ur í sér, á hinn bóginn, hrifningu.
Þessi kenslustarfsemi krefst mik-
illar þolinmæði, vegna þess að
heyrnarlaus böm geta ekki aflað
sér fræðslu hjá foreldrum eða
systkinum, né kirkju eða útvarpi;
þau læra einungis það, sem þeim
er kent í heyrnarleysingja skól-
anum.” *
dönsuðu skottís af miklu fjöri
í sínum skozku pilsum----Hol-
lendingana, sem komu hjólandi
inn í salinn á reiðhjólum skreytt-
um túlípönum . . . Hawai-stúlk-
urnar, sem dönsuðu hula-hula í
strápilsum, við mikið lófatak á-
horfenda, sér í lagi karlmann-
anna auðvitað . . . Rússana, sem
dönsuðu kósakkadansa og léku á
balalaika . . . íslendingana Guð-
mund Hjálmarsson og Stefán
Ingvarsson, sem sýndu íslenzka
glímu . . . blökkumennina, er
sögðu sögu kynþáttar síns í ljóð-
um, dansi og söng . . . rauðhærða
írana, sem dönsuðu ræl af öllum
lífs og sálar kröftum . . . Indverj-
ana, sem sungu eldheita ástar-
söngva er mintu einna helst á
gömul, íslenzk rímnalög. Það
var gaman að því og einnig öllu,
sem ekki er getið um hér.
Etið á heimsmælikvarða.
Er skemtiatriðunum var lokið
komu áhorfendur niður í salinn
til þess að bragða á lostæti því,
sem var á boðstólum í “húsun-
um”, er reist höfðu verið með-
fram veggjum salarins, og líta á
það sem til sýnis var í sýningar-
skálunum.
Það getur óneitanlega verið
býsna varhugavert að eta á
heimsmælikvarða. Þegar maður
hefir etið rifjasteik í Kína, crepe
suzette (pönnukökur soðnar í
koníaki, eftir því sem eg komst
næst) í Frakklandi og skolað því
niður með vel sterku tei í Rúss
landi, fengið sér síðan brauð með
eggjum og síld í Danaveldi,
kleinur og tertubita á íslandi,
rúgbrauð og ost í Hollandi, drotn
ingar-búðing í Irlandi, ávaxta-
tertu í Finnlandi og skolað því
niður með kaffi frá Sviss--ja,
þá er varla um annað að gera
en tylla sér niður einhvers stað-
ar og stynja. ,
ísland í St. Paul
Eftir Margréli Indriðadóttur
Minneapolis í maí.
í>að er ekki oft að mönnum
§®fst tækifæri til þess að bregða
s®r í ferð kringum hnöttinn fyrir
|ítinn pening á þessari dýrtíðar-
Öld. En slíkt tækifæri bauðst
íbúum St. Paul borgar og ná-
gfennis dagana 24.—27. apríl
s-l., er “The International Insti-
1:11 te” þar í borg hélt þjóðhátíð
(Festival of Nations), þá sjöttu í
reðinni. Með því að beita ímynd-
hnaraflinu dálítið, að skálda sið,
^kst mönnum þar að fá allglögga
Ugmynd um það, hvernig þjóð-
k þær, er veröld vora byggja,
lasðast, matast, byggja hús sín
°g fullnægja sköpunarþrá sinni.
30? þáitlakend ur
rá 39 þjóðum.
Hátíð þessi var haldin í fyrsta
fhm árið 1932. Tóku þá 15 þjóðir
Þatt í henni. Hefur hún síðan
Verið haldin þriðja hvert ár, að
ftríðsárunum undanteknum. —
þessu sinni voru þátttakendur
,000, frá 39 þjóðum. Samtals
>0°0 manns unnu að því í 18
ruanuði að gera hana sem bezt úr
Sarði. Hátíðin stóð yfir í fjóra
aga samfleytt, frá hádegi til
juiðnaettis dag hvern, og sóttu
ana alls um 40,000 manns. —
Hún var haldin
°musal St. Paul borgar,
aui Auditorium.
stærsta sam-
St.
^orðmenn fá Gunnar
iörnsson lánaðan.
Hvöld hvert, áður en aðal-
® emtiatriðin hófust, gengu full-
uar allra þjóðanna inn í salinn
, þjóðbúningi sínum. Margir
sýndu jafnframt eitthvert atriði
úr sögu eáa bókmentum þjóðar
sinnar. Norðmenn t. d. gengu
með Björnstjerne Björnsson í
broddi fylkingar og leiddi hann
Sigrúnu á Sunnuhvoli við hlið
sér. (Þeir urðu samt að fá Gunn-
ar Björnsson lánaðan hjá okkur
Islendingum til þess að “leika”
Björnstjerne Björnsson — en það
er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem
þeir fá léða merka menn frá ís-
landi — sbr. Leif Eiríksson!) Sví-
ar höfðu söngkonuna frægu,
Jenny Lind í broddi fylkingar,
en Danir fengu sína hugmynd úr
æfintýri Andersens um nýju föt-
in keisarans. Við vorum aðeins
Frv. um þjóðleikhús:
Tuttugu fastir leikarar verði ráðnir
til starfa við þjóðieikhúsið
Tvö leikrii verði jafnan sýnd samiímis
Heklu-klúbburinn.
Það var Heklu-klúbburinn, ís-
lenzkt kvenfélag hér í borg, er
hélt uppi heiðri íslands á hátíð
þessari, og mun það ekki í fyrsta
sinn, sem félag það sér um að
hlutur gamla Fróns sé ekki fyrir
borð borinn. — Frú Ingibjörg
Björnsson (kona Gunnars Björns-
sonar hafði yfirumsjón með sýn
ingarskálanum, þar sem sýndir
voru silfurmunir, munir útskorn-
ir úr íslenzku birki o. fl. Lang-
mesta hrifningu vöktu silfur-
muninir og ótalmargir spurðu að
því, hvort við vissum ekki af ein-
hverri verzlun hér, er hefði ís-
lenzka silfurmuni til sölu.
Yfirumsjón með matsölunni
hafði frú G. T. Aðalsteins (kona
Tryggva Aðalsteinssonar) og þar
voru, sem fyr segir, seldar klein-
ur og terta og seldust allar birgð-
ir af því góðgæti upp á skömm-
um tíma alla daana.
ísland — ha-ha . . .
Við, sem vorum frú Bjöms-
son til aðstoðar í sýningarskálan-
fjórar, sem gengum fyrir Islands fengUm að heyra margar
Ríkisstjórnin hefir lagt fram
á Alþingi frv. til laga um þjóð-
leikhús. Samkvæmt greinargerð
frv. eru áætluð gjöld leikhússins
samtals 2.7 miljónir króna, þar
af laun til leikara og aukaleik-
ara 850 þúsund krónur. Árleg-
ur tekjuafgangur er áætlaður
tæpar 8 þúsund krónur.
1 athugasemdum við frumvarp
þetta, sem er í 44 greinum, er
meðal annars getið um menn þá,
er skipaðir voru í nefnd árið ’45
til þess að undirbúa rekstur þjóð
leikhússins, en hana skipuðu:
Þorsteinn Ö. Stephensen, formað
ur, Brynjólfur Jóhannesson,
Halldór Kiljan Laxness, Jakob
Möller og Ólafur Björnsson. —
Jakob Möller lét af störfum, er
hann gerðist sendiherra íslands
í Danmörku, en Hörður Bjarna-
son skipulagsstjóri tók sæti í
hans stað. Samdi nefnd þessi
drög að frumvarpi þessu og hafa
þau verið lögð til grundvallar.
Frumvarpinu fylgir ýtarleg
greinargerð og er þar rakinn að-
dragandi þjóðleikhússbyggingar
innar. Segir þar m. a.' á þessa
leið: „Forvígismönnum þessa
máls mun snemma hafa orðið
ljóst, að betur þyrfti að búa að
leiklistinni en enn hafði verið
gert, ef keppa átti að eðlilegum
framförum í þessari grein. Hús-
næði það, sem Leikfélagið varð
að notast við, var mjög gallað
og ófullkomið og þau kjör, sem
leikurunum voru búin í starfi
þeirra, urðu að breytast mikið
til batnaðar, ef vel átti að fara.“
0
Skemtanaskattur
í greinargerðinni er einnig
lýst að nokkru hinum mikla
þætti, er Indriði Einarsson átti
í þessu máli, en hann stóð fremst
ur í flokki áhugamanna fyrir
þessu máli. Síðan er það rakið,
að lög um skemtanaskatt og
þjóðleikhús voru sett af Alþingi
árið 1923. Skyldi skemtanaskatt-
inum varið til þjóðleikhússbygg
ingar’ og komst nú skriður á
málið.
Nokkur ágreiningur um stað-
setningu hússins olli töfum, eins
og kunnugt er, en árið 1928 var
byrjað á byggingunni, en árið
1932 varð hlé á verkinu vegna
fjárhagskreppu ríkisins. Á her
námsárunum hafði brezka seta
liðið húsið til sinna afnota og
var það ekki rýmt fyrr en árið
1945. — Nú er smíði hússins svo
langt komið, að öruggt má telja,
að sýningar geta hafist í því fyr-
ir næstu áramót.
Á hinu fyrsta starfsári leik-
hússins er gert ráð fyrir a. m. k.
fjórum sýningum vikulega. Er wise
og gert ráð fyrir, að framvegis
þurfi leikarar ekki að sinna leik
störfum í tómstundum sínum,
eins og verið hefir til þessa, —
enda sjálfsögð bót á högum
þessarar stéttar.
Tvö leikril sýnd samiímis
Tekið er fram í frumvarpi
þessu, að þjóðleikhúsið verði
rekið sem ríkisstofnun, enda
tæpast gerlegt á öðrum grund-
velli.
Mentamálaráðherra mun ráða
leikhússtjóra, leikstjóra, bók-
mentaráðunaut og skrifstofu-
stjóra, en aðrir starfsmenn
verða ráðnir af leikhússtjóran-
um, sem ber ábyrgð á gengi -leik
hússins.
Loks segir í greinargerð fyrir
frumvarpinu, að ráðgert sé að
sýna tvö leikrit samhliða og
jafnframt sé verið að æfa önnur
tvö leikrit. Munu alt að tuttugu
fastráðnir leikarar, sem ekki
hafa öðrum störfum að sinna,
starfa við leikhúsið.
BARLEY ENTRIES HAVE
EVEN BREAK
So far as the cleaning of their
entry is concerned all contestants
have an even break in the $25,000
National Barley Contest spon-
sored by the brewing and malt-
ing industries.
Recent inquiries by prospective
entrants have expressed fear
they would be at a disadvantage
in competing against a contestant
who has facilities of his own for
cleaning his barley. The Na-
tional Contest Committee
stresses this is not the case.
All entries in the contest are
cleaned by the grain inspection
branch before the samples are
placed before the judges.
In cases where a contestant
elects to hold his carload entry
for seed, the samples are taken
from the farmer’s bin by a re-
presentative of the Plant Prod-
ucts Division. These are like-
cleaned by the grain in-
spection branch before the judges
look at them.
The basis for pudging this year
is the same as last. Two of the
chief requisites are suitability for
seed and for use by the malting
industry. Other things of course
are considered, such as weight
per measured bushel, trueness to
type, skinned and broken kernels,
undersized kemels and maturity.
Vel af sér vikið
Þegar fangabúðir eru opnað-
ar, hraða fangarnir sér út. Það
er eðlilegt og sjálfsagt. — Þegar
fangavistin hefir verið ill og
grimdin hefir níðst á varnar-
hönd fyrsta kvöldið: frú Ingi-
björg Björnsson, frú G. T. Aðal-
steins, frú Matthildur Björnsson
og undirrituð. Frú Ingibjörg var
í skautbúningi, en við hinar á
upphlut.—En smám saman bætt-
ust í hópinn, og vorum við orðn-
ar sjö s(ðasta -kvöldið. Rétt á
undan okkur gengu Kínverjar og
báru brúði í geysi-skrautlegum
burðarstól. Við landarnir hefð-
um eiginlega átt að hafa með-
ferðis smá víkingaskip með Leifi
heppna í! Kanske það verði tekið
til athugunar á næstu hátíð.
Hula-hula . . . íslenzk glíma.
Að marsinum loknum hófst svo
aðal gamanið. Yrði altof langt
að telja hér upp öll atriði, er
sýnd voru þessa fjóra daga.
Flestir sýndu þjóðdansa og sungu
þjóðsöngva og var gaman að veita
því athygli hvernig hin ýmsu
þjóðareinkenni spegluðust í
söngnum og dönsunum. — Það
var gaman að sjá Skotana, sem
býsna skrítar athugasemdir um
landið okkar. Reyndum við eftir
megni að svara hinum margvís-
legu spurningum, er að okkur
var beint og svala fróðleiksþorsta
fólksins um ísland.
— ísland — hahaha — hvar er
nú það — við skulum koma og
fá okkur ískalt ísvatn að drekka,
sagði lítill hnokki og þóttist
geysifyndinn.
— Komstu með járnbrautarlest
frá Islandi, góða? spurði ein pels-
klædd frú. Hún var alveg stein-
hissa, þegar eg kvaðst hafa kom-
ið með skipi.
— Er töluð franska á Islandi
— nei annars, hvernig læt eg, þið
talið auðvitað dönsku, sagði ung-
ur maður og gaf önnu hýrt auga.
— ísland, andvarpaði miðaldra
piparmey. ó, það er svo róman-
tískt. — Það hefir altaf verið
ominn draumur að fara þangað.
— Jæja, sagði eg. Af hverju?
— Af því að það er svo langt
í burtu.
— Er ykkur ekki agalega kalt
að vera í svona búningum? spurði
ung stúlka, og harfði á okkur
meðaumkunaraugum.
Þegar við staðhæfðum aðjcald-
ara væri hér í Minnesota á vetr-
um en á íslandi, trúði hún okkur
bersýnilega ekki, né heldur allir
þeir, sem spurðu um veðurfar á
Islandi og fengu sömu svör.
Gamlar konur spurðu af mikl-
um áhuga um trúarbrögð lands-
manna. Sumar settu upp vand-
lætingarsvip, þegar við kváðum
þá flesta Lúterstrúar — aðrar
virtust telja það mikinn kost á
þjóðinni.
— Lítil hnáta bað um að fá að
sjá mynd af hinni ægilegu Heklu,
sem hún sagðist hafa verið að
læra um í skólanum daginn áður,
og bað okkur síðan að skrífa
nöfnin okkar í bókina sína, af því
að við værum frá Heklu-landinu.
Og svona mætti lengi telja.
Ummæli fulllrúa S. Þ.
Aðalmarkmið hátíðar þessarar
mun vera að bregða upp mynd af
öllum þeim þjóðafjölda, er
Bandaríkin byggir — sýna fram
á, að þrátt fyrir mismunandi trú-
arbrögð, menningu og hörunds-
lit geti menn lifað hér saman í
sótt og samlyndi.
Fulltrúi Tjekka á þingi hinna
Sameinuðu þjóða, Dr. Habersky
heimsótti hátíðina eitt kvöldið.
Gat þann þess við blaðamenn
áður en hann fór, að slík hátíð
sem þessi gerði meira til þess að
efla skilning og samúð þjóða í
milli en fimmtu samþyktir hinna
Sameinuðu þjóða.
—Morgunbl. 14. maí.
lausum föngum, hugsa margir
til hefnda, — það er „mannlegt“,
en ekki sjálfsagt. En að kjósa
að vera kyrr í fangelsinu til að
liðsinna böðlunum sem nú eru
4
orðnir fangar, — það er sjald-
gæft. — Því fer þessi saga land
úr landi: "■
Kaþólskur klerkqr, Leo Rath
að nafni, hafði setið 2 ár í fanga
búðum í Dachau, er amerískar
hersveitir komu og hrundu þar
upp hurðum. „Sök“ hans var
sú, að hann hafði ekki viljað
verða hermaður, og píslarsaga
hans var löng og ljót. Búðirnar
tænadust — en fylltust brátt aft
ur. Gestapó-menn og S.S.-menn
voru reknir þangað í þúsunda
tali. Þegar síra Roth sá það, bað
hann um að fá að vera kyrr í
fangabúðunum.
“Eg hitti víst hvergi menn,
sem fremur þurfa á andlegri
leiðsögn að halda,” sagði hann.
— Leyfið var veitt Og nú eru
7009 manns í „söfnuði" hans, —
í fyrstu voru þeir 170. Flestir
eru þeír sekdr um alskonar
hryðjuverk, en nú eru þeir marg
ir orðnir kirkjuræknir, og á
hverri viku hlustar síra Roth á
þúsundir skriftajátninga.
Flestir koma á kvöldin, og
því er mælt, að presturinn verði
að vera á fótum fram yfir mið-
nætti — oftast nær.
Svo er sagt, að það séu ekki
ræður hans, )sem mestu valda
um traustið, sem fangarnir sýna
honum, — heldur hitt, að þeir
vita um, að fyrri félagar þeirra,
fangaverðirnir, fóru illa með
hann, en samt hafi hann kosið að
vera kyrr og búa við fangakost
til þess að veita þá hjálp,* sem
hann vissi besta, leiðbeiningu
til frelsarans á Golgata.
S. Á. Gíslason.
Vísir, 4. maí.
Drengur drukknar
í fjóshaug
Fyrir nokkrum dögum síðan
vildi það sorglega slys til suður
í Garði í Gerðum, að drengur á
þriðja ári, drukknaði í fjóshaug.
Drengurinn hét Arnar Magnús
Bjarnason, sonur Bjarna Jóns-
sonar að Kothúsum í Garði.
Drengurinn var einn úti við
og var kominn að næsta bæ er
skamrnt er þaðan frá, Meiðar-
staðir. Sást þá til hans að heim-
an og fór móðir hans út og ætlaði
að ná í litla drenginn. Er hún
kom þangað sá hún að drengur-
inn var því nær í kafi í fjós-
haugnum.
Lífgunartilraunir voru þegar
gerðar og náð var í lækni úr
Keflavik er hélt þeim áfram. í
tvær klukkustundir látlaust var
þeim haldið áfram, en árangurs-
laust.
Morgimbl., 24. apríl.
Vitnið var í yfirheyrslu við
alvarleg málaferli.
— Þér segið, hrópaði verjand
inn, — að þér hafið séð járn-
brautirnar rekast saman á sex-
tíu mílna hraða á klukkustund.
Hvað sögðuð þér, þegar þetta
skeði,
Vitnið yppti öxlum.
— Eg sagði með sjálfum mér,
svaraði vitnið, — þetta er meiri
andskotans áreksturinn.
HAMBLEY
Electrlc Chlcks
Still time to raise an extra
hundred, for fall meat and
eggs. AIl from Governmeni
Approved and Tested flocks.
Prices Effective June 2nd
ORDER NOW !
R.O.P. Sired 100 50 25
White Leghorns .14.25 7.60 4.05
W Leghorn Pullets .. .29.00 15.00 7.76
W. Leghorn Cockls .. . 4.00 2.50 1.50
Barred Rocks .15.25 8.10 4.30
Barr Rock Pullets .. .26.00 13.50 7.00
B. Rock Cockerels .. .11.00 6.00 3.25
Govemment Approved—
White Beghoms ..13.25 7.10 3.8d
W. Lekhorn Pullets.. ..27.00 14.00 7.25
W. Leg. Cockls .. 3.00 2.00 1.00
Barred Rocks ..14.25 7.60 4.05
B. Rock Pullets ..24.00 12.50 7.50
New Hampshires ..14.25 7.60 1.05
New Hamp. Pullets .. ..24.00 12.50 6.60
New Hamp. Cockls .. ..10.00 5.50 3.00
We Guarantee 100% IAvc ArrivaJ
I.J.Hambley Hatcheries
WINNIPEG, BRANDON, REGINA,
SASKATOON, CALGARY, EDMONTON,
ABBOTSFORD, PORTAGE, DAUPHIN,
SWAN LAKE, BOISSEVAIN,
PORT ARTHUR