Lögberg - 05.06.1947, Page 6

Lögberg - 05.06.1947, Page 6
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. JÚNl 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi “Það er engin meining í því,” tók Fred fram í, “gerðu þig ekki að þeim einfeldning. Þú ert ekki fallinn til að verða skuldheimtumaðlir, þú ert alt of hjartagóður maður til þess, nei, þakka þér fyrir, Mr. Goiff. Vertu sæll og skilaðu kveðju minni til Jim, sem eg bjargaði, þegar þú skrifar honum, og segðu hon- um frá mér, að þegar hann er vaxinn upp, að hann verði að vera dálítið harð- hjartaðri en faðir hans. Vertu sæll!” og hann kvaddi gamla skrifarann með inni- legu handabandi. Mr. Groff stóð og horfði á eftir hon- um; hann þreifaði með hægri hendinni í vestisvasa sinn. Þegar Fred var horf- inn, tók hann upp úr vasanum ofurlít- ið pappírsblað, sem skrifuð voru á nokk- ur orð, og á því var innsigli. Það var blaðsnepill sem vel gat hafa verið rifið af skjali eða bréfi, og innsiglið var Lam- ante fjölskyldunnar, merkt með gammi og spjóti. Hann horfði sem snöggvast forvitnis- lega á það, og hristi svo höfuðið. “Nei, ég gjörði rétt í því, að fá honum það ekki, getur skeð að það hafi enga þýðingu, en það er samt sem áður skrift gamla Squirins, og það er hans signet; en því lá það fyrir norðan steindíagn- inguna? Hér er hinn hlutinn af bréf- inu, og hvað stóð skrifað á það? Eg skal geyma það. Eg býst við að það sé ekki neinum að gagni, en ég skal samt varð veita það! Alt — Hús, land og peninga — alt til Mr. George, þessa lymskulega og tungumjúka þorpara. Vesalings Fred. Eg — ég vildi óska, að hann hefði tekið við þessum tíu pundum; mér svíður það sárt. Hugsa sér, ekki einu sinni svo mikið sem einn hring til minja,” taut- aði gamli maðurinn við sjálfan sig. “Það er ekki líkt Sguire Arthur, sem nú ligg- ur í gröf sinni, því honum þótti vænt um Fred, og að því er ég vissi, hataði hann George. Eg er hræddur um að hér sé um einhver svik að ræða. Eg skal geyma þessar bréfrytjur; og hann stakk þeim aftur í vasa sinn og gekk inn í veitingahúsið, með því yfirbragði á and- liti sínu, sem ómögulegt var að lesa neitt út úr. Fred komst við af samhrygð Groffs, en hann vildi með sjálfum sér ekki við- urkenna það. “Eg veit ekki, hvað nú tekur við, en það veit ég, að ég vil heldur lifa á þurru brauði en þyggji eitt einasta sent frá George, eða lána tíu pund frá hinum góðhjartaða og heiðarlega Mr. Groff. — George, nú herra yfir Wood Castle; hann verður skrítin Squire. Eg held hann þekki ekki tyrkneskan hana frá venjulegri hænu. Eg skyldi vera betri Squire en hann, en það þýðir ekki að fást um það.” Fred var kominn í gott skap áður en hann kom til Glenwood-stöðvarinnar. Hann hafði gleymt ógæfunni sem hann varð fyrir, og óánægjunni með arf- leiðsluskrána. Allur hugur hans var nú hjá hinni fallegu stúlku í litla húsinu í Sylvester skógi. “Forboðnir ávextir eru gómsætastir, segir máltækið, og Fred vissi að gamli skógarhöggsmaðurinn yrði óður og uppvægur, ef hann sæi sig aftur. Til hvers var það fyrir hann, alslausan mann, að fara í Sylvester-skóg, í þeirri von, að fá að sjá eða tala eitt einasta orð við Ðóru, sem gæti ekki verið neitt til hans, og það þó hún væri ekki eins fríð? Hverju góðu gat hann komið til leiðar? Miklu fremur, ef til vill, einhverju illu; því það var engin efi á því, að Nic- hols mundi taka honum illa, sem ef til vill gæti leitt til handalögmáls. En honum fanst, er lestin staðnæmd- ist við stöðina, að hann yrði að halda það loforð, sem hann hafði gefið Dóru, og honum var það eiginlegt að halda loforð sín, að því undanteknu er viðkom skuldaskilum. Er hann steig út úr vagninum ætlaði hann sér að taka næstu lest, er færi til London, en sú ákvörðun entist ekki lengi, áður en hann tók þá ákvörðun að fara í Sylvester-skóginn. Hann var ekki taugaveiklaður, en hjarta hans fór að slá örara er hann kom inn á milli hinna voldugu álm og sedrus- trjáa. “Hvað mun hún segja, og hvernig mun henni verða við?” hugsaði hann, með sér, hvað eftir annað. “Eg er vilj- ugur til að ganga þúsund mílur til að sjá inn í augu hennar og heyra hennar in- dæla málróm. Nei! Eg er þá virkilega annar eins bjáni og Samson gamli! Hvað geta augu hennar og málrómur verið fyrir mig? En bara ef eg væri skógar- búi eins og faðir hennar og” — og giftist henni, var hann rétt búinn að segja; en honum fanst þessi hugsun svo fjarstæð og ruddaleg, er hann setti hana í sam- band við svo indæla stúlku, að hann skammaðist sín fyrir að láta sér detta slíkt í hug. Honum var auðvelt að finna skógar- brautina, og hélt svo á stað hröðum skrefum; hann hægði gönguna er hann kom að rjóðrinu, þar sem hús Nichols var, og áður en hann kom fram í skógar- rjóðrið, fann hann að hann hafði mikinn hjartslátt. Hann var óvanur slíku, og hugsaði með sér. “Nei, þetta dugar ekki, eg verð að reyna að vera harðari en þetta; eg verð að muna það, að eg þarf að standa augliti til auglitis við hinn hlífðarlausa skógarhöggsmann. Eg verð að setja meiri kjark í mig!” Og með föstum skrefum og einörðu andliti gekk hann út úr skóginum/ “Já, þarna er skógarhúsið, en hvernig stendur á því að það eru hlerar fyrir öllum gluggun- um? Með undarlegum kvíða og efa í huga sér, gekk hann að hurðinni og barði að dyrum. Það kom enginn til dyranna, hann barði aftur og aftur, en enginn ansaði. Svo gekk hann svolítið frá húsinu til að gæta þess hvort reykur kæmi upp úr strompinum, en það sást enginn reyk- ur. Hann hlustaði, en hann heyrði ekk- ert hljóð. Hjartað nærri því stöðvaðist í brjósti hans, svo hann vissi ekki hvar það var. í undrun sinni reyndi hann að sjá inn í húsið, í gegnum gat, sem var á ein- um gluggahleranum. Herbergið, sem hann sá inn í var tómt, þar voru engir húsmunir. Þau höfðu þannig farið með alt með sér úr húsinu, og ekkert eftir- skilið. Þetta var ótrúlegt. Þrír dagar—ein- ungis þrír dagar! Hvað gat hafa komið fyrir? Var eitthvert þeirra dáið? Gat það átt sér stað, að gamli skógarhöggs- maðurinn hefði flúið úr skóginum, vegna komu sinnar þangað? Hann gekk kringum húsið, og nú leið honum miklu ver, og varð fyrir sárari vonbrigðum en út af erfðaskrá gamla Squire Arthurs. Bekkurinn fyrir utan gluggann stóð í sama stað sem áður, og hann settist á hann; þar hafði hann drukkið eplavín og borðað kökur; hann lét tóbak í pípuna sína og fór að reykja; hann vissi hreint ekki hvað hann ætti að hugsa um þetta. Blekking, vonbrigði, eru of veik orð til að .lýsa tilfinningu hans. Hann hafði þráð Doru svo mikið, eft- ir að hann var búinn að verða fyrir von- brigðunum með erfðaskrána, og nú — var hún horfin. Hann sat þar í fleiri tíma og reykti, án þess að geta komist að nokkurri hugsanlegri niðurstöðu í þessu; hann vonaði, að hún eða Nathan Nichols, eða einhver annar mundi koma og segja sér, hvernig á þessu stæði. Loksins sann- færðist hann um, að þau voru farin burt þaðan, og lagði á stað aftur til járn- brautarstöðvanna. Hann fór með lestinni til London, og komst loksins þreyttur og í örgu skapi þangað sem hann bjó. Á hurðinni að herbergi hans var málað í skýru letri: “Edward Newton.,, “Fred Hamilton.” Hann fór inn í herbergið, sem yar gríðar stórt, en með fáum og lélegum húsgögnum; það leit þó ekki illa út, þó alt, sem þar var inni væri í litlu samræmi hvað við annað. í enda herbergisins undir glugganum, sem dagsbirtan kom í gegnum aðeins f jóra klukkutíma á dag, stóð borð alveg þakið af skjölum, og við annan enda borðsins var bókaskápur, fullur af stórum bokum; bæði það og annað, benti til að þetta væri skrifstofa málaflutningsmanns eða að þetta væri heimili bókmentamanns; en þar var og nokkuð, sem benti í aðra átt — yfir eld- stæðinu héngu hnefaleikara-glófar og tvö skilmingasverð; og á veggjunum voru myndir af frægum leikurum og öðr- um listamönnum. Þegar Fred kom inn í herbergið, leit maðurinn, sem sat við borðið upp, og er hann sé hann, hrópaði hann upp: “Fred, ert það þú?” Maðurinn sem talaði var Edward Newton, sem hafði látið setja nafn sitt, ásamt Freds, utan á hurðina. Á borðinu logaði dauft ljós á lampa, og í þessari daufu birtu, leit Newton út fyrir að vera fríður og fallegur maður. En við dagsbirtuna var auðséð. að hann hefði átt við margt að stríða á æfinni, en ekki verið sigursæll. Hann var gamall herbergisfélagi Freds; Fred gætti marga vini — margra þeirra hættulega — en Edward var hon- um sem bróðir á allan hátt; þeir höfðu verið herbergisfélagar í fleiri ár, notið meðlætis heimsins saman, og svo stund- um skift síðustu brauðskorpunni, sem þeir áttu, á milli sín. Þeir voru hvor öðrum einlægir og duldu ekkert hvor fyrir öðrum. Hvor sem var vildi gefa hinum sinn síðasta pening, og hvor sem var vildi þiggja það, því þeir vissu hvor um sig, að það var gert af góðum hug. Það var sérstaklega einkennileg vinátta á milli þeirra, því varla gátu tveir menn verið ólíkari en þeir voru. Newton vann stöðugt af miklu kappi; Fred Hamilton var eyðslu- seggur og svallari, og lauk aldrei við neitt. “Er það virkilega þú, Fred? sagði Newton og reisti sig upp í stólnum. “Kominn strax aftur?” “Já, eg er kominn aftur,” sagði Fred og gekk að borðinu, og horfði eins og utan við sig á skjalabunkana, sem láu á borðinu. Newton leit brosandi á félaga sinn en brosið breyttist brátt í alvarlegt útlit. “Hvað er það þér — ertu breyttur eftir ferðina?” “Þreyttur — kvalinn, — auðmýktur —alveg eyðilagður!” var svarið, og hann henti hattinum sínum út í horn. “Eg hefi nýjungar að segja þér, Ed.” “Góðar eða slæmar?” spurði hinn, og tók rólega upp skjöl, sem Fred hafði felt af borðinu ofan á gólfið. “Eins vondar fréttir og þú getur hugsað þér,” svaraði Fred. “í fyrsta lagi er gamli Squire Arthur dauður!” “Dauður?” “Já, dauður og búið að jarða hann!” “Mér þykir fyrir að heyra það, og nú ert þú — þú — er eg að tala við Squire- inn að Wood Castle?” “Þú ert að tala við fátækan bjálfa, sem nú verður stefnt fyrir skuld.” sagði Fred þurlega. “Frcd, hvað annars meinarðu?” “Eg meina, að gamli maðurinn er dauður og hefir ekki ánafnað mér eyris virði af neinu,” sagði Fred. Newton stóð upp og lagði hendina á handlegg Freds. “Þetta þykir mér ilt að heyra; ekki ánafnað þér neitt?” “Vorkendu mér ekki; eg þoli það ekki,” sagði Fred. “Segðu að eg hafi ekki átt skilið að erfa neitt, segðu hvað sem þú vilt. Þegar alt kemur til alls, hefi eg verðskuldað nokkuð?” “En þú bjóst þó við að fá eitthvað,” sagði Newton. “Já, og nei; eg bjóst ekki við að fá neitt fyr en eg kom þar; þá fyrst hafði eg ástæðu til að vona að eg fengi eitt- hvað. Eg sá Squire Arthur rétt áður en hann dó, og hann sagði, — sagði það hreint út — að hann hefði minst mín í erfðaskránni.” “Og svo var það ekkert?” “Ekki nokkur hlutur, ekki einu sinni nafn mitt nefnt á nafn. Eg er ekki að barma mér. Eg átti ekkert skilið.” “Hver fékk allan auðinn? Hann var sagður ríkur maður, var það ekki? spurði Newton. “Ríkur eins og Krösus,” sagði Fred, “hann hefur arfleitt George Lamonte, að öllum auðnum.” “Það er maðurinn, sem læst vera svo mikill mannvinur og svo réttlátur, er það ekki?” “Jú það er maðurinn,” svaraði Fred. Eftir langa þögn, sagði, Newton: “segðu mér allt um það.” Og Fred sagði honum alla söguna um sig frá því hann lagði á stað frá London til Wood Castle. Edward Newton hlustaði grandgæfi- lega á sögu hans “þetta er einkennileg saga, Fred,” sagði hann alvarlega. “Eg — eg — það er mér virkileg ráðgáta. Það gæti verið — auðvitað ekki. eitthvað við það?” “Það er maðurinn, sem lwst vera svo mikill mannvinur og svo réttlátur, er það ekki?” “Jú, það er maðurinn,” svaraði Fred. Eftir langa þögn sagði Newton: Segðu mér alt um það.” Og Fred sagði honum alla söguna um , sig frá því hann lagði af stað frá Lond- on til Wood Castle. Edward Newton hlustaði grandgæfi- lega á sögu hans. “Þetta er einkennileg saga, Fredw’ sagði hann alvarlega. “Eg — ég — það er mér virkileg ráðgáta. Það gæti ver- ið — auðvitað ekki, eitthvað rangt við það?” “Rangt, hvað meinar þú með því?” spurði Fred. “Framkoma George Lamonte er, vægast sagt, býsna undarleg — er ekki svo?” “Hann er ekki með öllum mjalla,” sagði Fred kæruleysislega. “Hann hef- ir gert alt sem hann mögulega gat til að ná í auðinn, hann hefir hangið í kring um gamla manninn svo stöðugt upp á síðkastið, að hann hafði engan frið fyrir honum. Hvað heldurðu að geti verið rangt við það? Erfðaskráin var svo formleg sem best mátti vera — lög- maður fjölskyldunnar hafði samið erfðaskrána, og það var ekkert hægt út á hana að setja.” “Þú heldur þá að þessi dóni, Squire Arthur, hafi verið með fullu ráði, er hann dó*?” spurði Edward Newton. “Já, ég held það,” svaraði Fred. — “Hann sagðist vilja sjá fyrir mér — eftirskilja mér eitthvað, og hann ímyndaði sér að hann hefði gert það. Koma ekki svona tilfelli oft fyrir?” spurði Fred. “Jú, það hafa komið nokkur slík til- felli fyrir mik,” sagði Edward. “Já, auðvitað,” sagði Fred. “Er eng- in hressandi drykkur hér til handa mér?” Hann sagði þetta, eins og hann vildi ekki tala meira um erfðaskrána. Newton benti honum á skáp í veggn- um, og Fred blandaði saman brenni- vínui og vatni í glas, og settist við ann- an enda borðsins. Newton hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti hann ná- kvæmlega fyrir sér. “Það er eitthvað annað sem þér er í huga; láttu mig heyra það!” sagði hann. Fred leit á hann og hló; og ofurlitl- um roða brá fyrir á andliti hans. “Þú ert sjaldgæfur maður, Ed,” sagði hann. „Þú ert eins og einn af þessum segullækningamönnum; Það er ekki hægt að dylja þig neins. Eg hefi í sann- leika lent í æfintýri.” wÆf intýri!” “Já, en ég hefi hálfvegis hugsað að það sé bara draumur. Ed, ég hefi séð hina fallegustu stúlku, hina tignar- legustu — trúir þú að huldufólk sé til, ég meina, ungar, töfrandi stúlkur, eins og þær, sem ég held að séu kallaðar Sirenur? Ungar og óvanalega fríðar, yfirnáttúrlegar stúlkur. sem fara um í skógunum og ginna ferðamenn inn í fen og foræði. Undur-fríðar Sirenur, sem líta svo barnslega sakleysislega út. Eg hef mætt einni slíkri.” Svo sagði hann honum alla söguna um, hvað kom fyrir sig í Sylvester skógi- “Hvað heldurðu um slíkt æfintýri?” spurði hann, er hann hafði lokið sög- unni. Edward Newton hugsaði sig um sem snöggvast og brosti. “Þetta er eins og æfintýri í miðalda- skáldsögunum,” sagði hann. „Og þú seg- ir að nú sé hún horfin?” “Já, alveg horfin,” sagði Fred og and- varpaði; „já, horfin eins og draumsýn, skilurðu það? Er það ekki æfintýri? En þú trúir ekki á slík fyrirbrigði.” Newton leit upp og sagði ofur rólega, en með sérstakri svipbreytingu á and- litinu: “Já, það er satt, Fred, ég gerði það ekki, en síðan í gær geri ég það.” “Síðan í gær? Hvað meinarðu?” spurði Fred. “Eg hefi, eins og þú, lent í æfintýri,” sagði Newton, og hallaði sér meir aftur í stólnum, svo ljósglampinn skini ekki í andlit hans. * Fred varð alveg hissa, og vissi ekki hvað hann átti að hugsa. “Það er eins og við séum hér til að segja hvor öðrum leyndarmál okkar,” sagði hann. Nú^egir þú mér þína sögu.” “Það tekur ekki langan tíma að segja mína sögu,” sagði Newton rólega. — “Eftir að þú varst farinn til Wood Castle, fékk ég bréf frá manni sem býr nálægt járnbrautarstöðinni í Glen- wood“. “Glenwood!” greip Fred fram í. — “Hvernig —”. “Já, það er á sömu brautinni,” sagði Newton.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.