Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ, 1947 H. L. Kalzander: Erfiðleikar Dana Þegar maður athugar fólkið á strætunum í Kaupmannahöfn, kemst maður fljótt að þeirri nið urstöðu, að þetta er land alsnægt anna, enda voru Danir eina þjóð- in af hinum hernumdu þjóðum Evrópu, sem aldrei vissu hvað hungur var, jafnvel á dimmustu dögum stríðsins. En þrátt fyrir auðæfi þau er land þeirra fram- leiðir, geta þeir ekki fengið vör- ur þær sem þá vanhagar mest um. Meðan stríðið stóð yfir voru Danir einangraðir, hagfræði lega, frá umheiminum, að und- anteknu Þýzkalandi og banda- þjóðum þess Og nú, þegar þeir eru frjálsir aftur, má segja, að þeir séu enn hagsmunalega éin- angraðir, að þessu sinni af þeirra gömlu viðskiptavinum og banda mönnum, Bretum. Vegna verzlunarsamninga við England, horfast Danir nú í augu við hæzta vöruverð og hæstu skatta, sem þeir hafa nokkum tíma þekkt. Danskir bændur senda smjör, ost, flesk og egg til Englands, sem eiga að senda þeim í staðinn, vefnaðarvörur, skó, áhöld og vélar, geta ekki staðið í skilum. Húsmæður í London borga minna fyrir danskt smjör en hús- mæður í Kaupmanr.ahöfn. Dansk ir skattar eru notaðir til að borga dönsku bændunum upp- bót á smjörverðinu, en n.grann- ar þeirra hinum megin við Norð- ursjóinn njóta góðs af. Ttuttugu mánuðum eftir að þeir losnuðu undan ánauðaroki Þjóðverja ,horfast Danir í augu við þann erfiðasta vetur sem yf- ir þá hefir dunið síðan fyrir stríð. Það er mjög lítið eldsneyti til almenningsnota. Brezku kola- námurnar framleiða ekki nóg kol til þess að Bretar geti staðið í skilum með öll þau kol sem þeir áttu að senda Dönum. — Heitt vatn er nálega ófáanlegt í borg- unum og alt útlit fyrir að einnig verði skortur á rafmagni. — Föt og vefnaðarvörur aillar eru skammtaðar, og það sem fáan- legt er, er mjög misiafnt að gæð- um. Skór eru fáanlegir, að vísu, en það verður að panta þá að minsta kosti sex mánuðum fyr- irfram. Svíþjóð, sem er næsti nágranni Dana, að undanteknu Þýzka- landi, hefir öll sín vöruhús full af neyzluvörum. Og sumt af því vörur, sem ófáanlegar eru í Dan- mörku, en Svíum er ekkert áhugamál að selja vörur sínar fyrir sænSkar krónur. Og svo, eins og til að bíta höf- uðið af skömminni, í augum Dana, er þýzka flóttafólkið, sem eftir varð þegar þýzki her- inn fór úr lgndinu, og sem þeir geta með engu móti losað sig við. Þeir eru 200.000 að tölu, mest konur og böm, sem Danir verða að fæða, klæða og sjá fyrir hús- næði. Þetta kostaði Dani árið sem leið fjárhæð sem nemur hálfum tekjum ríkissjóðsins, eins og þær voru fyrir stríðið. Þung- ur baggi á þjóð sem telur tæp- ar fjórar milljónir. Af þessum ástæðum ,og öðruiji fleiri, er það að fjármál Dana og hagfræði öll, sem fyrir stríðið var álitin einhver hin bezta og ábyggilegasta í allri Evrópu, hefir ekki komizt á réttari kjöl, eins fljótt og þeir höfðu vonað. Eitt er það þó sem þeir geta ver- ið vissir um, og það er meira en flestar aðrar þjóðir í Evrópu geta en það er nægtir af góðri og heil næmri fæðu, jafnvel þó smjör sé skammtað, og af svínakjöti fáist ekki eins mikið og hver vill hafa. Þegar stríðinu lauk voru Dan- ir auðvitað þakklátir Bretum fyrir hjálp þeirra. Þetta litla en ríka land vildi gjarna hefja að nýju viðskipti við sinn helsta, stærsta og bezta viðskiptavin. — England var sömuleiðis mjög umhugað um, að fá tækifæri til að flytja inn meira af smjöri, eggjum og fleski, en þær vörur höfðu verið mjög af skornum skammti á Englandi um langan tíma. Niðurstaðan varð sú, að jafnvel þó þeir fengju tilboð frá öðrum Evrópu-löndum um hærra vöruverð, afréðu þeir að senda meginn hlutann af útflutn ingsvörum sínum til Englands. í staðinn bjuggust Danir við að fá stöðugan straum af brezkum iðnaðarvörum svo sem vefnaðar- vörum, landbúnaðar- og iðnaðar- vélum, fólks og flutningsbílum, og annað er Bretar geta fram- leitt. Samningarnir virtust hag- kvæmir, að minnsta kosti þar til Danir fóru að ræða um þó í þing inu, en þá uppgötvuðu þeir, að verðið á sumu af þeim vörum, sem þeir selja Englendingum mundi ekki svara framleiðslu- kostnaði. En verðið var það hæsta sem Bretar vildu borga. Þeir miðuðu verðlagið við það ,sem þeir þurftu að borga fyrir samskonar vörur frá öðrum löndum innan brezka samveld- isins, og þeir töldu sig ekki geta borgað hærra verð fyrir inn- flutning frá öðrum löndum. Samkvæmt samningnum er lágmarksverð á dönsku smjöri 80 cent fyrir kílógramið — 2.2 pund. — En það kostar danska bóndann að minnsta kosti það mikið að framleiða það, og stjórnin er að borga bændum uppbót svo meðalverð verði nér um bil $1.00, kílógramið. Smásöluverð á smjöri í Lond- on er 36 cent pundið En þar sem kíló er lítið eitt meira en cvö pund, mundi hálft kíló kosta ná- lægt 40 cent í London, en í Kaup mannahöfn er hálft kíló selt fyrir 45 cent. Ein ástæðan fyrir því að framleiðslukostnaður danskra bænda er hár, er vörugæði og vöruvöndun sú, sem heimtuð er, ekki sízt á útflutningsvörum. — í raun og veru má segja að allar danskar lanbúnaðarvörur falli í einn flokk, og það er það bezta, sem löng reynsla og vísindin geta framleitt. Máltiðir sem þú kaupir á ódýrustu matsölustöðum, eru nokkurnveginn það sama og þú færð á dýrustu hótelum, verð- munurinn liggur aðallega í til- búningi og framreiðslu. Önnur ástæða er stærð danskra bújarða. Hér um bil helmingur- inn af bújörðum þeirra eru ekki nema 25 ekrur eða minna, 30 prócent eru frá 25—75 ekrur. — Aðeins ein af hverjum 200 bú- jörðum er stærri en 250 ekrur. Þar sem meiri hlutinn af fram- leiðslunni kemur af þessum litlu bújörðum, og með vöruvöndun þá sem við er lögð, er óhjá- kvæmilegt að framleiðslukostn- aður verði hærri en í flestum öðrum löndum. Annað atriði í brezka samn- ingnum, sem Danir eru óánægð- ir með er það, að þar er gert ráð fyrir að Danir kaupi brezkan varning fyrir allar þær vörur, er þeir selja Bretum. Auðvitað hafa Danir ekkert út á það að setja í sjálfu sér, ef þeir gætu fengið það sem þá vanhagar mest um frá Bretum. En eins og sakir standa eiga þeir orðið stórfé inni í enskum bönkum, sem þeir geta ekki notað til að kaupa vörur annars staðar, þó fánalegar væru. Danska stjórnin telur þó samningana góða og hagkvæma. Landbúnaðarráðuneytið gerir ráð fyrir að matvælaskortur sá, er nú á sér stað í Evrópu, muni að mestu úr sögunni að ári liðnu, og ef þeir hefðu þá ekki brezka markaðinn að treysta á, gæti svo farið að erf- itt yrði fyrir þá að finna mark- að fyrir landbúnaðarafurðir sín- ar. Svo þeir telja sig vera að byggja upp fyrir framtíðina fremur en líðandi stund. En þrátt fyrir alt þetta væru það ýkjur einar að halda því fram, að ástandið sé alvarlegt eða hættulegt. Mér virðist margt mjög líkt og það var fyrst þeg- ar ég kom til Danmerkur, rétt eftir að þýzki herinn fór úr land- inu. Þá lifðu Danir góðu lífi, jafnvel betra en nú. Það sem þá vanhagaði mest um þá, hvað matvæli snerti, voru krydd- vörur, einkum pipar. Eins og áð- ur er sagt er sala á smjöri og svínakjöti, til heimanotkunar, talsvert takmörkuð. Aftur á móti eru nægtir af nauta- og sauðakjöti og öllum tegundum af fiski. Brauð og mjölmatur er nægilegur, og sömuleiðis allar tegundir af garðávöxtum. Svo það sýnist h'til ástæða til að vor- kenna Dönum. Kaupmáttur dönsku krónunnar hefir haldist ótrúlega vel, þegar tekið er til- lit til þess hvað geysimikil eftir- spurn er eftir vissum neyzlu- vörum. Margir Danir eru óánægðir með brezku samningana, en hin- ir eru þó eflaust fleiri sem eru gramir við nágranna sína, Sví- ana. Sú gremja á eflaust að ein- hverju leyti rót sína að rekja til stríðsáranna, en þá álitu Dan- ir að Svíar gerðu fullmikið að því að vera vinir beggja stríðs- aðila. Vitaskuld fékk mesti fjöldi danskra flóttamanna at- hvarf í Svíþjóð á þeim árum, og Svíar reyndust þeim vel og Danir eru minnugir þess, þó þeim hætti við að skoða það sem einn þáttinn í því að vingast við báðar hliðar. Á yfirborðinu er samkomulag Dana og Svía eins og bezt verð- ur á kosið, og gremjan við Svía, mundi fljótlega hverfa ef Svíar lcsuðu ögn á verzlunarhöftun- um, sem nú eru á milli landanna. Það er hér um bii klukkutíma sigling frá Danmörku yfir Eyr- arsund til Svíþjóðar. Þeim meg- in við sundið eru allar sölubúð- ir fullar af vörum sem ekki hafa sézt í Danmörku árum saman. Þar%eru hlaðar af vefnaðarvör- um og silki. Þar eru kæliskápar, rafmagnseldavélar, saumavélar og úr og klukkur, að ótöldum alls konar munaðarvörum, svo sem „cigarettum“. En sem stendur hafa Svíar ill- an bifur á flestum erlendum gjaldeyri. Það eru aðeins Sviss- neskir frankar, sterlingspund og dollarar, sem þeir taka án tak- markana. Þeir eru eflaust hrædd- ir um að verðbólga kunni að brjótast út í Danmörku þá og þeg ar, og setja því ákveðið hámark, sem þeir vilja taka í dönskum krónum. Danska stjórnin leggur hald á mest af því sem til fellur af sænskum gjaldeyri til að nota það til opinberra viðskipta. En venjulegur danskur borgari, sem vildi fara til Svíþjóðar, að kaupa sér skó, yfirfrakka eða eitthvað þess háttar, getur það ekki lögum samkvæmt. Dánskir ferðamenn mega koma með 50 danskar krónur til Svíþjóðar, einu sinni á mánuði, en eftir nú- verandi gengi eru 50 danskar krónur aðeins 25 sænskar kr. — Svo þegar þeir eru búnir að borga ferðakostnaðinn, er lítið eftir til að kaupa fyrir. Sænskum tollþjónum er vel kunnugt um það, hversu mikið Danir vildu gefa til þess að geta laumað út úr landinu fáeinum pökkum af „cigarettum“ eða einu eða tveimur pundum af kaffi, svo ef þeir hafa nokkra ástæðu ti lað ímynda sér að Danir séu að reyna að smygla út vörum, rannsaka þeir þá vand- lega, alveg inn að bjórnum. En danskir tollþjónar reyna að ná sér niður á Svíum, þegar þeir koma í heimsókn til Danmerk- ur. Svíar hafa gaman af að bregða sér til Kaupmannahafn- ar við og við, því hún hefir orð á sér fyrir að vera ein hin glað- værasta borg í Evrópu, en þeirra eigin höfuðborg ein hin alvar- DÁNARFREGN Eftir langvarandi heilsubrest andaðist Bjarni Eyjólfsson, á heilsuhælinu í Ninette, Man., miðvikudaginn 28. maí. Bjarni var fæddur 23. okt. 1883 að Laugarvatni í Laugardals- hreppi, í Árnessýslu, á íslandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Eyjólfur Eyjólfsson Þorleifsson- ar og Ragnheiður Guðmundsdótt- ir. — Hann ólst upp með for- eldrum og systkinum að Laug- arvatni. Foreldrar hans eignuðust 10 börn, níu þeirra náðu fullorð- ins aldri. Sem ungur maður stundaði hann nám við búnaðarskólann á Hvanneyri í Borgarfirði, og út- skrifaðist þaðan. Eftir það var hann á ýmsum stöðum í Borgar- firði, við plægingar og aðra j arðræktarvinnu. Árið 1902 fór Ágúst bróðir hans vestur um haf, en kom til baka snögga ferð árið 1910. — Hann var eina þrjá mánuði á Is- landi og hafði mikið yndi af samverunni með foreldrum og systkinum. Þeir bræðurnir, Ágúst og Bjarni, ferðuðust á legasta. Og þá tolla Danir allt sem Svíar hafa meðferðis. Sjálfsagt verður langur tími enn þar til fullnaðar ráðstafanir verða gerðar um það, hvað gera skuli við þýzka flóttafólkið. — Það kom til Danmerkur rétt fyrir stríðslokin, frá Austur-Prúss- landi, og var þá mjög illa til reika, veikt, skítugt og lúsugt. — Það kostaði Dani 60 milljónir dollara að fæða, klæða og hýsa þetta fólk fyrsta árið sem það var þar. Fyrst eftir að það kom, urðu Danir að loka fjölda af skólum, því skólahúsin voru einu bygg- ingarnar sem þeir höfðu til að hýsa allt þetta fólk. Seinna urðu þeir að eyða talsverðu af sínum dýrmæta sænska gjaldeyri til að kaupa efni í „Kamps“ eða búðir handa því, og nú eru ekki færri en 120 slíkar búðir hér og þar um landið. Einhver hin stærsta af þeim er á „Klövermarken“- golfvellinum, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Þar eru um 17000 Þjóðverjar, mest konur og börn, sem lifa góðu lífi í björt- um og vel hituðum híbýlum. — Danir leggja til skólabækur, svo 5000 börn ganga hér á skóla hjá þýzkum kennurum. Rússar hafa gengið inn á að taka helminginn af þessu fólki, ef Bretar og Bandaríkjamenn taki hinn helminginn. En þar sem þetta fólk er allt úr rússneska Mutanum í fyrstunni, hafa vest- urveldin ekki viljað taka við neinu af því. E. S. fjörugum gæðingum austur und- ir Eyjafjöll, þeim til mikillar skemtunar. í ágústmánuði lögðu þeir bræðurnir, Ágúst, Bjarni og Eyjólfur af stað til Canada. — Ágúst bjó nokkuð fyrir norðan Wastbourne, en flutti sig sáðar norður í Big Point-bygðina við Manitoba-vatn. Bjarni keypti land skammt frá og bjó þar. — Hinn 17. apríl kvæntist hann Guðnýju Jónsdóttur frá Am- kellsgerði, á Völlum, í Suður- Múlasýslu, á íslandi. Þau bjuggu þar all-mörg ár og unnu að búskapnum með ósér- hlífnum dugnaði og ráðdeild. — Síðan keyptu þau hús í Langruth bænum og flutu þangað. Heimilislíf þeirra var farsælt og afkoma góð. Börnin, sem þau eignuðust, fengu gott uppeldi og nutu góðrar skólagöngu. Ekk- ert var til sparað, sem unt var að veita og þeim nauðsynlegt. Þeim vegnaði vel þangað til fyrir einum 12 árum að Bjarni varð fyrir heilsubilun. Veikin átti upptök sín í brjósthimnu- bólgu, sem hann fékk. Vinnu- ákafi og vinnunauðsyn hafa ef til vill aftrað honum frá því að afla sér nægilegrar hvíldar og lækningar, en þetta var upphaf tæringar, sem reyndist, eins og oft vill verða, mjög þrálát. Hann leitaði sér þeirrar hjálpar sem unt var að fá, var stundum heima, en dvaldi langvistum á heilsuhælinu í Ninette. — Hin síðari ár var hann einnig þjáður af hjartasjúkdómi, og varð hann banamein hans. Heitasta jarðneska þrá Bjarna var, að vera með ástvinum sín- um; mesti sársaukinn í sjúk- dóminum var því sá, að þurfa að dvelja fjarvistum frá þeim. Fyr- ir einum fjórum árum flutti fólk hans til Vancouver í British Columbía. Tveimur árum síðar fékk hann leyfi heilsuhælisins til að ferðast vestur ti! fólksins síns og dvelja þar fáeina mánuði. — Hann var þar í fjóra mánuði og var sú dvöl honum eins og hann hefði himininn höndum tekið. — Hann var þar með þeim í sælu- dal. — Á síðastliðnum vetri hafði hann nokkra von um að enn væri unt að gera þær ráðstafan- ir, sem nægðu til þess, að hann gæti flutt vestur, en þá ágerðist hjartasjúkdómurinn, og leið hans lá á æðra svið, en til er á jörðu. Þau hjónin, Bjarni og Guðný eignuðust 5 börn; tvö þeirra dóu ung, en þau sem lifa, eru: Thelma Ólöf, Mrs. Jóhann Er- lendsson, Raymond Heiðar og Clifford Hilmar. Einnig hafa þau alið upp Mary Lukas. Þau voru nú öll, ásamt Mrs. Eyjólfsson, í Vancouver. Systkini hins látna sem enh eru á Mfi, eru: Ágúst Eyjólfsson, Lundar, Man., Ingunn Eyjólfsdóttir, kona Böðvars hreppstjóra Magnús- sonar og Anna Evjólfsdóttir i Reykjavík. Bami var jarðsunginn í Lang- ruth, sunnudaginn 1. júní, og fór aðal athöfnin fram í íslenzku lúthersku kirkjunni þar. KomU þangað frá Vancouver, ekkja hans og tvö barnanna, Mrs. Thelma Erlendsson og Raymond Heiðar. Hinn sonurinn fékk sig með engu móti lausan frá vinnu. Einnig var viðstaddur bróðir hans, Ágúst Eyjólfsson frá Lundar. Kirkjan var fullskipuð fólki. Söngflokkur safnaðarins, undir stjóm Mr. Carls Líndals, lagði til vel æfðan söng. — Séra Runólfur Marteinsson bar fram kveðjuorð. — Líkmenn voru: Archie Johnson, Frímann Thord- arson, Helgi Thompson, Jóu Hannesson, Björn Bjarnason og Guðni Thorleifsson. — útförina annaðist Mr. McLaugMin út- fararstjóri í Langruth. Jarðað var í Big Point grafreitnum. Bjarni var nýtur maður í mannfélaginu. Hann var vel gef* inn, vel að sér, stóð vel í lífsstöðu sinni, annaðist heimili, búskap og hvað annað, sem hann tókst á hendur að framkvæma, með samviskusemi og hyggindum. — Hann var góður nágranni og hjálpsamur í hvívétna. Sérstak- lega var hann elskur að ástvin- um sínum og fórnfús í þeirra garð. Kirkju og kristindóm studdi hann eftir mætti, og tru hans efldist með aldri og reynslu- Blessun sé yfir ástvinum hans og minningu hans. Rúnólfur Marteinsson. For Men Only MEN'S SUITS 3-piece SANITONE CLE4NED PICKED UP OSp & DELIVERED 99*9%- MEN'S SUITS “VALETEHIA-D” • STEAM STERILIZED • FORM PRESSED PICKED UP & DELIVERED 50© PHONE 42 361 CLEANERS - DTERS - FURRIERS Stendur bændum ókeypis til boða Með það fyrir augum að aðstoða canadiska bændur, og gera þeim auðveldara að beila átökum við flókin viðfangseíni á vettvangi landbún- aðarins, hefir sambandsstjórn varið mörgum milljónum dollara í það að veita þeim ókeypis aðgang að mörgum fræðslu- og upplýsingastofnunum á víðari grundvelli en viðgengst um aðra iðnaðarframleiðslu; nægir í þessu efni að vitna í tilraunabú sambandsstjórnar, rannsóknir mjólkurafurða, að- ferðir við lækningar jurta- og plönlusjúkdóma, vísindalegar leiðbein- ingar varðandi efnarannsóknir, ásamt leiðbeiningum til tryggingar heilsu- fari húsdýra, svo og flokkun eggja, ávaxta, niðursoðinna matvæla og hunangs, til þess að tryggja sem best verð allra þessara tegunda; er það hagfræðideild landbúnaðarráðuneytisins, sem um þetla annast. Áminstar rannsóknir og ráðstafanir eru veittar bændum ókeypis með bæklingum, útvarpsfréttum og ýmissu öðru, sem upplýsingaráðuneytið telur æskilegl. Þeim öllum, sem beint eða óbeint við landbúnað fást, er heimilaður ókeypis aðgangur að áminslum fræðslutækjum. Skrifið vegna frekari upplýsinga: Domininion Department of Agriculture Ottawa - Canada RT. HON. JAMES J. GARDINER DR. G. S. H. BARTON Minister Deputy Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.