Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTJDAGINN 19. JÚNÍ, 1947 5 Ali U6AM4L IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Heimsækir ættjörðina eft- ir sextíu ára fjarveru, ásamt dóttur sinni Meðal farþega, er lögðu af stað til Islands með Skymaster-flug- vélinni „Hekla", síðastliðinn föstudag, var Mrs. Oddný Joihn- al annars, við sögu Manitoba fylkis vegna þess að hún nefndi Lundar-þorpið við Manitoba- vatn, eftir fæðingarbæ sínum á Islandi. Hún ber aldurinn vel og hlaikkaði meir en frá verði sagt til þess að heimsækja ættjörð sína og frændlið og ferðast þang- að loftleiðis. Mrs. Johnson á það Mrs. Oddný Johnson, son, 83 ára að aldri, ekkja eftir Hinrik Johnson, sem látinn er fyrir nokkrum árum. 1 för með Mrs. Johnson var dóttir hennar, Miss Laura Johnson hjúkrunar- kona. Mrs. Jóhnson kemur með- Leiklistin í hættu Þegar við vorum á Islandi síð- astliðið sumar, sýndi húsameist- ari ríikisins, Dr. Guðjón Samúels- son, okkur þá velvild að sýna okkur Þjóðleikhúsið í Reykja- vík. Þetta volduga leikhús er eitt af þeim mörgu, fögru bygging- um, er reistar hafs verið á Is- landi eftir hans teikningum. — Húsið var ekki fullgert þegar herinn kom til Jsilands, og hann tók það til umráða og afnota. En nú var herinn farinn og verka- naenn voru í óða önn að vinna að húsinu. Er búist við að það verði fullgert á þessu ári, en þá verða liðin 50 ár frá því að Leik- félag Reykjavíkur var stofnað. Leikhús þetta er afar stór og tignarleg bygging, skreytt með hrafntinnu og silfurbergi; er talið að það muni verða ein vand aðasta bygging af þessari teg- und í Norðurálfunni. Þjóðleikhúsið er vottur þess að IsHendingar unna leiklist og hafa milkinn áhuga fyrir því að leikendur eigi kost á því að sýna leiklist við hin beztu skilyrði. — Leikhús sem þetta verður líka fólki, sem gætt er leikarahæfi- leikum, hvatning til þess að iðka leiklist og leikritaskáldum að s,emj'a sjónleiki. Þarna munu verða sýndir sjónleikir eftir hin ugætustu leikritaskáld, innlend °g útlend: Matthías Jochumsson, fndriða Einarsson Einar H. Kvaran, Johann Sigurjónsson, Lí’Uðmund Kamban. Pá'l Árdal, ^avíð Stefánsson, Hinrjk Ibsen, ^illiam Shakespeare og marga Heiri. Ekki þarf að lýsa því, hve stofnun, sem þessi eykur á menn lngu fólksins og fegrar svip h°rgara!lífsins. Hinn sterki áhugi fyrir leik- hst, sem þarna kemur fram, fanst rnér eftirtektarverður Miss Laura Johnson sammerkt við svo margar ís- lenzkar landnámskonur í þessu landi að láta ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún á dóttur í Reykjavík, Kristínu, sem gift er Ragnari Ólafssyni lögfræðingi. vegna þess, að hann stingur í stúf við þá deyfð er nú ríkir hér í þeim málum. Síðan kvikmynd- irnar hófu innreið sína í allar borgir og alla smábæi landsins, hefur áhugi fyrir þessari fornu list farið hnignandi með ári hverju; kvikmyndirnar hafa að mestu útrýmt leikstarfsemi fólksins. í stað þess að reyna að leika sjálft, situr það nú í þús- unda tali inni í kvikmyndahús- um og horfir á myndir af fáein- um leikurum; sömu leikararnir, sem valdir eru af kvikmyndafé- lögunum, leika ár eftir ár fyrir fólk um allan heim. Winnipeg-borg telur um 300 þúsund íbúa; hún er tvöfalt mannfleiri en allt Island, en hér er lítið um leikstarfsemi; hér er afar sjaldgæft að sýndir séu leik- ir eftir fræga leikritahöfunda enda er hér ekkert öflugt leikfé- lag á borð við Leikfélag Reykia- ví'kur, og engin viðleitni er til þess gerð af hálfu hins opinbera að hlúa að leiklist. Á sama tíma og verið er að reisa þjóðleikhús- ið í Reykjavík, er Walker-leik- húsið, sem hafði hið ágætasta leiksvið og er eitt með stærstu og beztu leikhúsum í Canada, selt kvikmyndafélagi fyrir gjaf- verð. I Winnipeg voru um eitt skeið mörg leikhús: Winnipeg- leikhúsið á Notre Dama, Orphe- um, Walker og Pantages, og hér voru starfandi leikfélög og hing- að komu margir frægir leikarar eins og Sarah Bernhart og fleiri. En þessir blómlegu tímar leiklistarinnar lifa nú aðeins í minninguinum. Winnipeg-leikhús ið brann og var ekki endurreist. Orpheum-leikhúsið var rifið og kvikmyndahús reist í staðinn; kvikmyndatjaldið byrgir nú hið fræga leiksvið Walker-leikhúss- ins; lélegasta leikhúsið, Pantages, sem nú er nefnt Playhouse, er enn til afnota fyrir þá er vilja leigja það til sjónleikasýninga, en það er á leiðinlegum og óhent- ugum stað í borginni. Kvik- myndafélögin hafa náð í beztu húsin og hentugustu staðina. Það er hörmulegt ti'l þess að vita, að fólkið skuli ekki hafa verið sterkara á svellinu gagn- vart yfirráðum kvíkmyndanna; að þær skuli vera búnar að kæfa að mestu alla leiklistarvið- leitni fólksins og koma í veg fyr- ir það að hingað komi mikilhæfir leikarar og leikflokkar til að sýna. Jafnvel samkomuhús borg- arinnar, Winnipeg Auditorium, er ekki öruggt gegn áleitni kvik- myndafélaganna. Nýlega gerði edtt slíkt félag tilraun til þess &ð ná yfirráðum yfir einum saln- um í því húsi. Ef sú tilraun hefði náð fram að ganga, hefði það dregið stórlega úr hljóm- og sönglistarlífi borgarinnar; sem betur fór reis fólkið öndvert gegn þessu tiltæki. Frá því að sjónleikalistin ruddi sér til rúms á Grikklandi, hefir hún, þar sem hún hefir ver- ið iðkuð, verið nokkurs konar skóli fólksins Leikritahöfund- arnir og leikararnir leituðust oftast við að hefja áhorfendur á æðra svið andlegrar siðmenning- ar, með því að ráðast á hvers konar spillingu í mannfélaginu, lýsa sálargöfgi og hefja til vegs siðgæðis-, réttlætis- og fegurðar- hugsjónir. Hafa kvikmyndafé- lögin fylgt þessari stefnu leik- listarinnar? — Fyrir framan mig liggur annað dagblað borg- arinnar og er heil síða þess helg- uð auglýsingum kvikmyndahús- anna; þau eru 33 talsins. Þarna eru myndir af mönnum með skammbyssur á lofti, hálfnöktu og glæfralegu kvenfólki; fólki í faðmlögum o. sv. frv. Þessar myndir gefa til kynna hvaða leið risaframleiðslan í Hollyvood hef- ir valið sér! Það er ekki einungis að kvik- myndaframleiðendur hafa saurg- að leiklistina og notað þetta áhrifamikla tæki, kvikmyndirn- ar, til þess að draga fólkið niður í heldýpi lasta og spillinga, í stað þess að hefja það á-hærra stig, menningarlega; kvikmyndirnar eru að kæfa þátttöku fólksins í leikstarfsemi; í þessu liggur eigi minni hætta en í því fyrra. — Fólkið er farið að sætta sig við að vera aðeins áhorfendur og áheyrendur. Seinna mun verða vikið að því, hvernig þessi vélaöld er að deyfa og kæfa andlega sköpunarhæfi- leika einstaklingsins á öðrum sviðum. Barney Oiafsson — Hinsta sonarkveðja — Trega ekki mamma mín mig, þótt skoði nýja heima, því að ástar-eigló þín um mig iætur solli gleyma. Sælli daga séð ég fæ Sólargrams á landi björtu, ofar mannlífs úfnum sæ ekkert fær þar kramið hjörtu. Þúsundfalda þökk vil tjá þér, frá öllum liðnum tíma. Hversu undra mörgu má móöurástin burtu rýma. Til að lyfta huga hátt, hrinda raunum, vekja gleöi, án þín hefði unnist fátt, eigingirnin sízt þar réði. Aftur seinna sjáumst við svifin ofar böli manna. Dvalið fáum hlið við hlið, hugtak skynjum til að kanna æðri og dýpri en orkum nú efst í ljóssins tignarveldi. með kærleikum þig kveð unz þú kemur heim á ævikveldi. ♦ Hljóta námsverðlaun Við nýafstaðin vorpróf Mani- topa háskólans, hlaut Irine Thorbjörg Sigurdson Isbister verðlaun, að upphæð $200, og Thora Stefánsson hlaut Arts and Science verðlaun að upphæð $100. — Báðar þessar stúlkur eru frábærum námshæfileikum gæddar. GOTT FORDÆMI Á nýafstöðnu kirkjuþingi sameinuðu kirknanna í Canada, sem haldið var í Toronto nýlega, var alverlega rætt um allar hinar ægilegu afleiðingar áfengissöl- unnar og brennivínssalan í Canada fordæmd hlífðarlaust. — I þeirri yfirlýsingu var þessi setning: „Þa ðhryggir oss að sumir þeir sem heyra kirkjunni til, nevta áfengis". Einn presturinn — Rev. Arthur Organ — lagði það til að þessi setning yrði strykuð út, en það var samþykt með tveimur þriðju allra atkvæða að halda henni óbreyttri. Sig. Júl. Johannsson. þýddi. **♦♦♦♦♦♦ DÁNARMINNING Einar Jóhannesson, 81 árs, andaðist að heimili Miss Aðal- bjargar Halldóru Jóhannessonar, systur sinnar í Selkirk, ?ann 6. júní, varð bráðkvaddur. — Hann var fæddur 4. nóv. 1864 að Sult- um, Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna Jóhannesar Einarssonar og Þóru Einarsdóttir, er síðast bjuggu að Hrappsstöðum í Vopnafirði í Norður-Múlasýslu. Hann kom vestur um haf ásamt foreldrum sínum árið 1905, og settist að í Selkirk-bæ, en þangað voru systur hans all-löngu áður komn- ar. — Átti hann heimili með foreldrum sinum, en eftir dauða þeirra hjá Aðalbjörgu Halldóru, og Jónu systrum sínum. Hann lærði smíðar í Kaupmannahöfn, var einkar fínn og fjölhæfur smiður. — Hann var maður mjög háttprúður og kurteis og vel gefinn, trygglyndur og vin- fastur. Systkini hans á lífi eru téðar systur, og einn bróðir, Magn.s að nafni; Mörg systkina börn hans eru á lífi. Útförin fór fram frá Lúthersku kirkjunni í Selkirk þann 10. júní, að viðstöddu fjölmenni. — Sóknarpresturinn jarðsöng. S. Ólafsson. Verzlunarmenntun! Hin mikla nývirkni. sem viðreisnarstarf- ið útheimtir á vettvangi iðju og framtaks. krefst hinnar fullkomnustu sérmentunar sem völ er á; slíka mentun veita verzlunarskól- arnir. Eftirspurn eftir verzlunarfróðum mönn- um og konum fer mjög vaxandi. Það getur orðið ungu fólki til verulegra hagsmuna, að spyrjast fyrir hjá oss. munn- lega eða bréflega, varðandi námskeið við helztu verzlunarskóla borgarinnar. THE COLUMBIA PRESS LTD. COR. SARGENT AND TORONTO ST., WINNIPEG Jóhannes J. Húnfjörð. ♦ ♦♦'♦♦♦♦ — Svo að konain þín er farin til hins fræga bað- og skemmti- staðar Palm Beash sér til heilsu- bótar. Hvaða sjúkdóm hafði hún? ‘ — Hún hafði 400 dollara, sem faðir hennar hafði gefið henni. ♦ Nicolo Paganini — 1782—1340 — einn meisti meistari í fiðlu- leik, sem uppi hefir verið í heim- inum, gat leikið hernaðarsónötu á einn streng. Auk þess gat hann flu’tt verk sitt, Moto Perpetuo, með sextán nótna hraða á sekúndu, eða 20 sinnum hraðar en nokkur annar tónlistarmaður, jafnvel enn þann dag í dag. Sum af frumsömdum verkum 'hans voru svo erfið, að einungis hann sjálfur gat leikið þau. ♦ Hann: — Þú varst vön að segja, að það væri eitthvað við mig, sem þér þætti vaant um. Hún: — Já, en við erum búin að eyða því öllu. HAMBLEY Electric Chtcks Slill time to raise an extra hundred, for fall meat and eggs. All from Government Approved and Tested flocks. Prices Effective June 2nd ORDER NOW ! R.O.P. Sired 100 50 25 White Leghorns .14.25 7.60 4.05 W Leg-horn Pullets .. ..29.00 15.00 7.75 W. Leghorn Cockls .. .. 4.00 2.50 1.50 Barred Roeks ..15.25 8.10 4.30 Barr Rock Pullets .. ..26.00 13.50 7.00 B. Rock Cockerels .. ..11.00 6.00 3.25 Government Approved— White Leghoms ..13.25 7.10 3.6%/ W. Lekhorn Pullets.. ..27.00 14.00 7.25 W. Leg. Cockls . 3.00 2.00 1.00 Barred Rocks ..14.25 7.60 4.05 B. Rock Pullets ..24.00 12.50 1.50 New Hampshires ..14.25 7.60 1.05 New Hamp. Pullets .. ..24.00 12.50 6 5 New Hamp. Cockls .. ..10.00 5.50 3.0Í We Guarantee 100% Uve Arríval J. J. Hambley Hatcheries WINNIPEG, BRANDON, REGINA, SASKATOON, CALGARY, EDMONTON. ABBOTSFORD, PORTAGE, DAUPHIN, SWAN LAKE, BOISSEVAIN. PORT ARTHUR Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. Akra, N. Dak. ....... Backoo, N. Dakota. Árborg, Man Árnes, Man.......... Baldur, Man. Bellingham, Wash. Blaine, Wash. ....... Boston, Mass. 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak..... B. G. Kjartanson K. N. S. Fridfinnson M. Einarsson O. Anderson Árni Símonarson Árni Sírnonarson ....Palmi Sigurdson Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar. N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask. C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man. O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson. N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man. O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain. N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdai T iverton. Man: K. N. S. Friðfinnson Seattle. Wash. J. J. Midda! 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Mrs. V. Johnson J. Kr. Johnson F. O. Lyngdal Selkirk, Man............. Taníallon. Sask. Vancouver. B.C. 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.