Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 4
4 LÖOBEKG. FIMTUDAGINN 19. JÚNl, 1947 ---------Hoflbers--------------------- O«li0 út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'.argent Ave., Winnipeg, Maniitoba Utanáskrift ritatjórana: EDITOR LOGBERG >95 Sargent Ave., Winnipeg, Man R tstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð ?3.00 um árið—Borgist fyrirfram Tbe “Lögrbergr’ is printed and published by The Columbia Piess, Lirnited, 695 Sargent Averrue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorizod as-S x;ond Class Mail, Post Ofiire Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Aðalritari sameinuðu þjóðanna Hvat manna es þat? Hann er hánorrænn maður í húð og hár, og heitir Trygve Lee; honum er eigi fisjað saman; hann er því nær sex feta maður á hæð og rekinn saman að sama skapi; vitur maður og hófstiltur, búinn flestum hinna ágætustu sérkosta nor- rænna manna. Trygve Lee stendur á fimmtugu; hann er útskrifaður í lögvísi af háskólanum í Oslo, maður þéttur á velli og þéttur í lund, er ógjarná lætur hlut sinn þó við ramman reip sé að draga; á vettvangi stjórnmálanna hallast þessi hollráði og heilsteypti maður að jafnaðarstefnunni, og er ekki laust við, að ýmissir valda- menn hins gamla skóla líti hann óhýru auga af þeirri ástæðu, þó eigi munu að því vera mikil brögð; enda getajiaum- ast orðið deildar meiningar um það, að eitthvað umfram það, sem algengt er, sé í þann mann spunnið, er valinn varð til þess að veita forustu öðru eins feikna bákni og samtök sameinuðu þjóðanna þegar eru, þótt enn eigi þau vafalaust eftir að færa mjög út kvíarnar. " Trygve Lee er slíkur þjarkur til vinnu, að þar komast fáir til jafns við; þegar mest hefir verið um að vera og öldurnar hafa risið hæzt á fundum hinna sameinuðu þjóða við Lake Suc- cess vegna ólíkra skoðana og marghátt- aðra ágreiningsmála, hefir aðalritar- inn, eða réttara sagt framkvæmdastjór- inn, unnið þráfaldlega fimmtán klukku- stundir á sólarhring og stundum jafn- vel meira en það; hann er maður fíl- hraustur, sem hafa vill mat sinn og eng- ar refjar, og hann reykir að jafnaði tuttugu og fimm tyrkneska vindlinga á dag; hann er hófsmaður mikill um áfengisnautn, en hatast eigi við öl frem- ur en Egill Skallagrímsson gerði. í fornum sið óx vegur norrænna höfð- ingja því meir, sem þeir áttu meiri mannaforráð, og er slíkur metnaður vitaskuld síður en svo aldauða enn með nútíma kynslóðum hins norræna stofns; mun það mála sannast, að enginn einn núlifandi maður norrænnar ættar úr borgarastétt, njóti jafnmikilla og fjöl- þættra mannaforráða sem Trygve Lee; starfslið hans innan samtaka samein- uðu þjóðanna, nemur hvorki meira né minna en tvö þúsund og sjö hundruð manns; þarna er saman komið fólk frá fimmtíu þjóðum með ólíka erfðamenn- ingu að baki og ólík viðhorf til framtíð- arinnar og þeirra vandamála, sem að kalla og mest ríður á að leysa; það ligg- ur í augum uppi, hverjum vanda það sé bundið, að vera húsbóndi á heimili með slíkan aragrúa hjúa, og fá þau til að skila samræmdu dagsverki; en um hús- bóndann, Trygve Lee og hin mörgu hjú hans, má í raun réttri segja, að þar sé ein hjörð og einn hirðir, er stefni að einu og sama marki. Trygve Lee flutti þann 11. þ.m., ræðu í Civic Auditorium hér í borginni, er vakti djúpa athygli vegna þeirrar glögg- skygni og þess drengskapar, sem hún mótaðist af; það duldist engum, er á hlýddi, að Trygve Lee talaði eins og sá, er vald hefir; hann hélt sér fast við efnið og forðaðist óþarfa skrúðmælgi, er verður mörgum ræðumanninum að falli; hann sagði meðal annars, að eins og málefnum mannkynsins nú væri nú háttað, riði mest af öllu á, að menn hættu að tala og hugsa um stríð; fólk ætti að tala og hugsa um frið sem sjálfs- sagt f ramtíðartakmark; annað gæti ekki komið til mála; og þó þjóðirnar væru ósammála um margt, kæmi þeim í rauninni saman um það að engin þeirra græddi á stríði; bróðurparturinn af slíkum óvinafagnaði yrði tap, ekkert nema tap; mannkynið ætti enn í stríði þótt vopn væri að vísu lögð niður, eða hjaðningavígum eytt; stríðið í dag væri stállaust stríð gegn örbirgðinni í heiminum, þeirri víðtækustu og geig- vænlegustu örbirgð, er mannkynið nokkru sinni hefði horfst í augu við; — „Allir þeir sigrar sem við vinnum í þessu stríði gegn vonleysi og örbirgð, spara miljónir mannslífa, og eru þess vegna í beinni mótsögn við kúlna- eða stál- vopnasigra“, sagði Trygve Lee; „og með þeim hætti einum, að lina þjáningar meðbræðra vorra hvar sem þeir búa á hnettinum, og bæta kjör þeirra, sem ver eru á vegi staddir, en við, getum við talið okkur til siðmenntaðra þjóða og mætt ókvíðnir komandi degi“, bætti ræðumaður við. Yfir fjögur þúsund manns hlýddu á ræðu Trygve Lee í Civic Auditorium og tugþúsundir í útvarpið. Það er hverjum manni holt, að hlusta á menn, sem ganga jafn hreint til verks og Trygve Lee óneitanlega gerir. Fimmtusafmœli dr. Richards tíeck Dr. Richard Beck var heiðraður með mörgum hætti í tilefni af fimmtíu ára afmæli sínu; bárust honum um 100 kveðjur í símskeytum, bréfum og sím- tölum úr ýmsum áttum, og verður hér aðeins getið nokkurra. sem komu frá opinberum starfsmönnum, stofnunum og félögum. Frá íslandi barst honum fjöldi af heillaóskum, meðal annars frá Forseta íslands, utanríkisráðherra og biskupi; ennfremur frá Háskóla íslands, Stór- stúku íslands, Ungmennafélagi íslands, Þjóðræknisfélaginu, Félagi Vestur-ís- lendinga, Karlakór Reykjavíkur, Stúk- unni „Framtíðin“, og stúdentum frá 1920, bekkjarbræðrum hans. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi sendi dr. Beck fagurt skrautritað ávarp, undirritað af öllum nefndarmönnum, er dr, John G. West, forseti ríkisháskólans í N. Da- kota, afhenti honum við sérstaka at- höfn á sjálfan afmælisdaginn, og færði honum jafnframt heillaóskir háskólans. Einnig bárust honum afmæliskveðjur frá Þjóðræknisdeildunum í Winnipeg, N. Dakota, Seattle, Vancouver, Blaine, og Leslie, Sask og frá Íslendingadags- nefndinni og Karlakór íslendinga í Winnipeg. Þá bárust honum heillaóskir frá aðal- ræðismanni íslands í New York, ræðis- manni íslands í Winnipeg og vararæðis mönnum í Baltimore og Minneapolis. Frá Noregi kom, meðal annars, fag- uryrt kveðja frá framkvæmdastjóra allsherjarfélags Norðmanna, „Nord- manns-Forbundet“, í Oslo, en eftirfar- andi fulltrúar ríkisstjórnar Noregs í Bandaríkjunum sendu heillaóskir: sendi herra Noregs í Washington, D.C., aðal- ræðismaðurinn í Minneapolis, ræðis- maðurinn í Winnipeg og vararæðismað- urinn í Fargo, N.D — Forseti sambands Þjóðræknisfélaga Norðmanna vestan hafs, „Sons of Norway“, sendi einnig heillaóska- og þakkarskeyti, sem og aðrir embættismenn þess félagsskapar, að ótöldum ýmsum norskum háskóla- kennurum í Bandaríkjunum. Miðvikudagskvöldið 11. júní héldu Þjóðræknisfélög Norðmanna í Grand Forks — Sons and Daughters of Nor- way — dr. Beck virðulegan og f jölmenn- an afmælisfagnað. Fyrrv. þjóðþingmað- ur Ó. B. Burtness lögfræðingur, sem íslendingum er að góðu kunnur, flutti aðalræðuna og afhenti heiðursgestin- um góða gjöf af hálfu félagsbræðra hans; en forseti þjóðræknisd. norsk- ættaðra kvenna afhenti Mrs. Beck fagran blómvönd. Lesið var upp í sam- sætinu margt af kveðjum og einnig kvæði, sem norska skáldkonan Mrs. Agnes Richarda Ólsen í Grand Forks hafði ort í tilefni af afmælinu Fjöldi blaða á íslandi hefir gert fimtugsafmæli dr. Becks að umtalsefni, þar sem afmælisbarninu er þakkað fjölþætt og giftudrjúgt menningarstarf. Kvæði til afmælisbarnsins fluttu meðal annara vestur-íslenzku skáldin Magnús Markússon, Guttormur J. Guttormsson og Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson. HRAÐSKEYTI SÍMLAUST sent Prófessor Richard Beck á fimmtugsafmæli hans 9. júní 1947 Þú fimmtugur sezt undir sigurpálm, með safn þinna verka úr lýsandi málm, Af sjálfskapa-gæfu glaður; í öllu, sem miðar til megingagns Hins mikla íslenzka framfaravagns Vor mætasti og bezti maður. Guttormur J. Guttormsson. ♦ ,♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Silfurbrúðkaup í Langruth Þau hjónin, Björn og Elízabeth Hazeltíne Bjarnason, áttu, sunmf daginn 8. júní, eða um.það leyti, aldarfjórðungs giftingarafmæli. Var þessa atburðar minst þann dag með vinamóti á hinu fagra heimili þeirra í Langruah. — Frændfólk og aðrir vinir streymdu þar að úr ýmsum átt- um. Hópar komu frá Winnipeg og fleiri stöðum. Langruth-búar og bygðarfólkið þar í kring, fjölmenti þar einnig. Margmenni var þar bæði síðari hluta dags og að kvöldi. Silfurbrúðkaupshjónunum var skipað í öndvegi, og hjá þeim sat dóttir þeirra, Inez og til hinn- ar hliðar drengur sem þau hafa tekið í fóstur, George Lucas. Um kl. 3 e. h. ihófst mótið með stuttri guðræknisathöfn, sem séra Rúnólfur Marteinsson flutti. Hann lét syngja hinn venjulega, íslenzka brúðkaups- sálm og las þar næst biblíukafla — 1. Kor.: 13 — og flutti bæn. Fyrir hönd skyldmenna og ann- ara vina, ávarpaði hann silfur- brúðhjónin nokkrum orðum. — Má geta þess hér, að bæði hafa þau hjónin unnið mikið til nyt- semda mannfélaginu þar um slóðir og víðar. Mr. Bjarnason hefir um langt skeið rekið þar ágæta og vinsæla verzlun. Bæði hafa þau hjónin unnið lúterska kirkjustarfinu þar mikið gagn, hún meðal annars með því að kenna í sunnudagaskólanum. — Mrs. Bjarnason er lærð hjúkr- unarkona ,og hefir hlaðist á hana feikna starf, af því tagi, þar út um bygðir. Um mörg ár hefir enginn læknir verið í Langruth. Það rriá segja, að hún hafi verið þar bæði læknir og hjúkrunar- kona. Þetta mannúðarstarf hefir verið unnið með hjartanlegri og sameiginlegri góðvild þeirra hjónanna beggja. Með örlátri hendi hafa þau verið veitandi og hjálpandi, bæði ástvinum svo og vandalausum. Yndisleg gestrisni hefir ávalt einkent heimilið. — Ræðumaður leitaðist við að túlka djúpt þakklæti skyldmenna og annara vina og flytja silfur- brúðhjónunum hugheilar bless- unarbænir þeirra allra. Þá voru bornar fram aðalgjaf- irnar: borðsilfur — flatvare — frá skyldfólki og stór skál úr sili’ri frá öðrum vinum. — Tvær litlar stúlku fluttu þeim þessar gjafir: Paulina Goodman fyrir hönd skyldmenna, og Joanne Moore fyrir hönd annara vina. Miss Dorothy Polson, frænka silfurbrúðarinnar, söng fagur- lega nokkur lög: „Because", „Passing“, og “Beutiful Isle of Somewhere“. Um kvöldið söng Mr. Willet, banikamaður í Lang- ruth: “God bless our home”. Mrs. Elisavet Polson, móðir silfurbrúð arinnar, ávarpaði tengdason sinn með sterkum ve-lvildar og þakk- lætisorðum. Lesið var fallegt kvæði sem Sigfús Benediktsson tileinkaði silfurbrúðinni. Bæði silfurbrúðhjónin þökk- uðu, með fallegum orðum, auð- sýnda velvild, sæmd og gæði. Þetta var sannarlegt vinamót, þrungið af þabklæti og gleði. — Innileg velvild til hjónanna glæddist af tækifærinu að koma saman og tjá þeim vinarhug sinn. Vinsemd og gleði eru góð- ir förunautar. Menn geta ímyndað sér að ekki skorti þar ágætan veizlukost. — skeyti úr ýmsum áttum ásamt gjöfum bárust þessum góðu hjónum. Rúnólfur Marteinsson. JARÐSKJÁLFTI í HVERA- GERÐI Tugir nýrra hvera hafa mynd asi — Gamlir hverir horfið og hús skemmsi JarðskjóMtakippir hafa verið í Hveragerði frá því í fyrra- kvöld og allan daginn í gær, en voru þó vægari eftir hádegið. Skemmdir hafa orðið á hús- um og hitalögnum. Nokkrir hverir hafa horfið, en dðrir komið í þeirra stað og vatnið aukizt og eru nýir hverir taldir skipta tugum. Flutt hefir verið úr tveimur húsum og nokkrar konur fóru með börn sín hingað til bæjar- ins í gær. Jarðhræringa varð fyrst vart í fyrra kvöld og kvað svo mikið að þeim í fyrrinótt að fáum mun hafa orðið svefnsamt. Sterkustu kippirnir voru um kl. 7 í gærmorgun og um 20 mín. fyrir 12 í gærdag og var hann sterkastur. Skemmdir hafa orðið á hús- um og hitalögnum. Mestar skemd ir urðu í Gufudal rétt hjá Hveragerði, en þar er nýlegt hús úr steinsteypu. Sprungu all- ir innveggir og einn útveggur. Hver sem þar var þvarr al- veg en vatnsmagn annars mink- aði um helming en nýr hver myndaðist sem gaus um 60 metra fyrst, en síðar í gær var gossúl- an um 20 m. há. Fleiri hverir hafa horfið, en aðrir myndast í þeirra stað og eru nýju hverirnir taldir skipta tugum. Vatnsmagnið mun ekki hafa minkað í borholum, en er eitthvað skollitað. Véðurstofan hefir skýrt svo frá að landskjálftam. hér hafi sýnt 13 kippi frá kl. 8.27 í fyrrakvöld til kl. 4.35 í gær. Jarðskjálfta mun einnig hafa orðið vart á Selfossi, Ásgarði í Grímsnesi og Eyrarbakka. Þjóðviljinn, 20. maí 1947. ♦ ♦ ♦ — Eg var kyst svo oft í gær- kvöldi, að ég gat ekki talið koss- ana. — Af sama manninum? — Nei. Hann var ekki sami maður eftir fvrsta kossinn. ♦ — Eg íylgdi búðarstúlku heim eitt kvöld og stalst til að kyssa hana. — Hvað sagði hún eftir að þú hafðir kyst hana, — Nokkuð fleira? Mynd þessi af þeirri glæsilegu fylkingu manna og kvenna, er tóku rér far til ís- lands með risaflugvélinni Heklu síðastliðinn föstudag, var tekin á Stevensonflug- vellinum í Winnipeg, rétt áður en þetta rnikla og fagra farartæki hóf sig til flugs.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.