Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.06.1947, Blaðsíða 8
ö LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ, 1947 Úr borg og bygð Islenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, eí æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Mr. Sæmundur Borgfjörd frá Winnipeg Beach, var staddur í borginni á föstudaginn í fyrri viku. ♦ Mr. Páll Ásgeirsson, endurskoð andi frá Chicago,, sem dvalið hafði í borginni nokkuð á aðra viku í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. Jón Ásgeirs- son, hélt heimleiðis um miðja vikuna sem leið. ♦ Til Sunrise Luiheran Camp Frá Argyle prestakalli $250 00. Þessi gjöf er sameiginlega gefin af söfnuðunum fjórum Frelsis, Fríkirkju, Immanuel og Glenboro. Með sérstakri virð- ingu fyrir áhuga ykkar og dugn- aði biðjum við ykkur að þiggja þessa upphæð. Ennfremur ósk- um við Bandalaginu hjartanlega til hamingju og blessunar með sumarbúðirnar.” » G. J. Oleson.' Þessi gjöf er veiii móiiöku með innilegu þakklæii. Clara Finnsson. 505 Beverley, Winnipeg. ♦ Gefið til Sunrise Lutheran Camp. — Kvenfélr.g Luthersku kirkjunnar Arnes Man. 24.00, í minningu um Mrs. Clara Einars- son og Elizabet Jónasson. — Mrs. Sigríður Tergesen, Gimli, 5.00, í minningu um hjartkæra vin- konu, Ólinu Theodoru Erlend- son, frá Hálandi í Geysis bygð, nýja Islandi. Kærar þakkir. Sigríður Sigurgeirsson. VEITIÐ ATHYGLI! Sunnudagaskóla kennaramót verður haldið að Sunrise Lut- heran Camp, Húsavík, Man., dagana 27.—29. júní. Þetta mót er haldið fyrir til- stilli Bandalags Lúterskra kvenna, en er undir urnsjón kennara þeirra er kosnir voru í nefnd á mótinu því í fyrra sum- ar. Er Gissur Elíasson, formað- ur sunnudagaskólastarfsins inn- an kirkjufélagsins, forseti nefnd- arinnar. Þetta er aðeins í annað skiptið sem öllum sunnudagaskóla kenn urum innan kirkjufélagsins gefst tækifæri til þess að koma sam- an og ræða vandamál sín, og til þess að skiptast á hugmyndum um starfið, sem er eitt af aðal- málum hinnar kristnu kirkju. — Þetta mót hefir vérið undirbúið með það fyrir augum að allir njóti þar uppbygginlegrar og skemtilegrar dvalar. Þar munu flytja erindi: Miss Eleanore Gillstrom frá Saskatoon, séra V. J. Eylands, séra Eric Sigmar, hinn nývígði, ungi prestur, o. fl. Einnig verða sýndar þar hrevfi- myndir og þar verður æfður söngur og almennur söngur til skemtunar. Til sýnis verður þar safn af sunnudagaskólalexíum sem kennurunum veitist tæki- færi til þess að skoða og taka svo heim með sér. Skrásetning byrjar eftir hádegi á föstudaginn, 27. júní. Á sunnu- dagsmorguninn fer fram „Sun- rise Service“ við vatnið kl. 8 f. h. og þar prédikar séra Eric Sigmar. Stutt guðræknisstund fer fram í lok mótsins eftir há- degið. Það er ósk fyrirliðanna að sem flestir kennarar noti sér þetta tækifæri og aðstoði til þess að mótið takist vel, að þeir taki sam- an höndum til þess að bæta og auka starfið og glæða áhuga fyr- ir því. Einnig er óskað eftir pví að sem flestir prestar verði bar viðstaddir vegna þess að það MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Valdimar J. Eylands, prestur. Heimili: 776 Victor Street, Sími: 29 017. Harold J. Lupton, organisti og söngstjóri. 308 Niagara Street. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: á ensku kl. 11 f. h., á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Söngæfingar: YngU flokkur- inn—á fimtudögum. Eldri flokk- urinn — á föstudögum. ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 22 júní: Ensk messa kl. 11 árd. — Lokahátíð Sunnudagaskólans. Verðlauna- hnappar gefnir fyrir mjög reglu- bundna aðsókn. — Aðstandend- ur barna sérstaklega boðnir. íslenzk messa kl. 7 tíðdegis. — Fréttir sagðar af kirkjuþingi. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Gimli presiakall Sunnudaginn, 22 júní: Messa á Gimli, kl. 7 e. h. Skúli Sigurgeirsson. væri uppörfandi fyrir samstarfs- fólk þeirra. Sunnudagaskóla- kennararnir eru þeir sem hjálpa til þess að byggja upp framtíðar- söfnuðina, og krefjast þess vegna aðstoðar prestanna, svo að þessi nýja hreyfin^ innan kirkjufé- lagsins okkar ekki deyi út, held- heldur fari vaxandi og batnandi ár frá ári. Það væri æákilegt að þetta mót leiddi til þess að það yrði árleg athöfn og leiðarvísir til betra og víðtækara kristin- dómsstarfs. Nefndin. ♦ Séra Albert E. Kristjánsson frá Blaine, Washington, dvelur í borginni um þessar mundir; hann verður ræðumaður á 60 ára afmæli íslenzku byggðarlaganna við Manitopavatn, sem haldið verður hátíðlegt að Lundar þann 6. júlí næstkomandi. -t- Mr. Helgi Vigfússon frá Tan- tallon, Sask., var staddur í borg- inni um miðja fyrri viku. -♦ Stúkan Skuld heldur fund á venjulegum stað og tíma, mánu- daginn 23. þ. m. Verður þar margt til skemmtunar og fróð- leiks. Allir Goodtemplarar hjartanlega velkomnir. ♦ Mr. G. A. Williams kaupmað- ur frá Hecla, var staddur í borg- inni á mánudaginn, ásamt Dóra bróður sínum. ♦ Frú A-nna Jacobsen, sem dval- ið hefir undanfarin 19 ár í Dan- mörku, er nýlega ikomin hingað til borgar í heimsókn til móður sinnar. frú Guðrúnar Sólmunds- son og systkina sinna. Heimilisfang Guðmundar E. Eyford er að 691 Sherburn Street, sími 72980. -t- Mr. Th. Kardal, forseti fiski- manna samtakanna í Manitoba, var staddur í borginni um síð- ustu helgi; er hann nú í þann veginn að leggja af stað norður á Winnipegvatn til þess að vinna að hagsmunamálum fiskimanna og efla samtök þeirra. Mikið ánægjuefni befir það verið fólki, sem ann hljómlist, að hlýða á tónleika þeirra Snjó- laugar Sigurðson og Pearl Pálma son yfir C. B. C.-útvarpið, kl. 11 undanfarin mánudagskvöld; — þær stallsystur eru löngu kunn- ar vítt um þetta land fyrir næma tóntúlkun, og eru enn á öcu þró- unarskeiði hvor í sinni listar- grein; Þær munu í nokkur mánudagskvöld enn, á áminstum tírna, skemmta fólki með úrvals tónleikjum. ♦ Gefið í Minningarsjóð Banda- lags Lútherskra kvenna: Mrs. B. J. Brandson, $25.00/í minningu um Sigurð Freeman. Mrs. and Leonard Brandson. Mrs. W. P. Thorsteinson $2.00. í minningu um Sigurð Ireeman. Mrs. and Miss S. Thompson $1.00, í minn- ingu um Jöhn Thompson. Mrs. Ragnheiður Halldórsson $1.00, í minningu um Gísla Ásmunds- son. — Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon Box 296, Selkirk. -»• Samskot í úivarpssjóð Fyrstu Lúthersku kirkju: Leiðrétting frá fyrra blaði: Torfasons bræður — Bjarni, Torfi og Ludvik — Lundar, 5.00. Mrs. and Mrs. Helgi Vigfússon, Tantallon, Sask., 3.00. — Kærar þakkir. V. J. E. ♦ ÞAKKARORÐ Við burtför okkar frá Winni- peg til íslands, viljum við þakka Vestur-lslendingum fyrir þá miklu vinsemd og hlýhug er okkur hefir verið auðsýndur, og einnig þær kostbæru gjafir, okk- ur gefnar. Skal þar sérstaklega minst Columbia Press félagsins, sem stóð fyrir því samsæti, er okkur var haldið á Marlborough hótelinu. Einnig viljum við sérstaklega votta okkar innilegasta þakk- læti til Thorgrímsson fjöl- skyldnanna á McGee St. og Agnes St. fyrir þá ómetanlegu aðstoð og gæði okkur auðsýnd síðastliðinn mánaðartíma. Með beztu óskum til allra okk- ar vina og kunningja í Vestur- heimi, og bæn um guðsblessun. Ásgeir og Julia Guðjohnsen. ♦ Gefið í minningarsjóð Banda- lags Lutberskra kvenna: Miss Dora Johannsson, Selkirk, $10.00 í minningu um Marino Maxon. Hazel Einarson, Vancouver, $10.00, In memory of a loving uncle, Sigurjón Einarsson. — Með mnilegu þakklæti. Anna Magnússon. -f Sérstök C. N. R. járnbrautar- lest fer til Oak Point á Dominion daginn þann 1. júlí næstkom- andi; hún leggur af stað frá Winnipeg kl. 9 árdegis, en frá Oak Point kl. að kvöldi; í báð- um tilfellum er um að ræða Central Standard Time. — Far- gjald fram og til baka $1.75 á mann. Fjölbreyttar íþróttir fara fram á Oak Point þenna áminstan dag. -f- Gimlibúar hafa ákveðið að efna til fjölbreytts íþróttamóts á Gimli á Dominion daginn þann 1. júlí, n. k.; hefir verið mjög til alls undirbúnings vand- að, og þarf því ekki að efa að að- sókn verði mikil. Þetta er í fyrsta skiptið sem Gimlibúar undirbúa íþróttamót á afmælis- dag fylkjasambandsins cana- diska, og hefir hinr. nýi og ötuli bæjarstjóri á Gimli, Mr. Barney Egilsson, beitt sér kappsamlega fyrir um framgang málsins. ♦ A meeting of the Gimli Campers Association will be held on Thursday next June 19th at 8 P.m. in the First Lut- heran Church Victor & Sargent. All property owners are invited to attend. Um Canada . . . EATON'S nýja sumar- verðskrá er nú komin í hendur Canadamanna frá strönd til strandar. Sniðin eftir lífsháttum þeirra og gjaldþoli, sýnir verðskráin tízkuvörur, sem spara mikla peninga. Gæði og verð við hæfi canadiskra viðskiptavina, ásamt hinni sanngjörnu tryggingu . . . Ánægja með vöru, eða peningum skilað afiur að inniföldu flutningsgjaldi. Canadisk hyggindi The Swan Manufacturing Company Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 <|ÍT. EATON WINNIPEG CANADA EATONS Chesterfields Made to Order REPAIRING - RECOVERING - SLIP COVERS Mohair - Velour - Tapestry - Brocatelle 24 Years’ Experience - Work Guaranteed Phone 35 133 — Residence 39 940 FRANK PEARSON UPHOLSTERING 396 Vicíor Síreel Winnipeg THE BREWERS AND HOTELKEEPERS OF MANITOBA WAR FUND announces For competition in 1947 at the University of Maniloba a furlher grant of $15,000.00 in Scholarships Open to Manitoba War Veterans, not otherwise adequately provided for, or for the sons and daughters of Veterans. A student must have clear Grade XI or Grade XII standing obtained as a result of Departmental examinations, but any student writing Grade XI may apply. Application forms can be obtained from any Hotelkeeper, High School Principal, The Department of Education, or The Registrar, at the University of Manitoba. Applicaiions must be filed with The Registrar at the University of Manitoba before August Ist. 1947. HLÝTUR ENDURKOSNINGU Reykjavík, 10. júní 1947. Árni G. Eggertsson, K.C., Winnipeg. Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands, endurkaus yður í stjórn félagsins til 2ja ára. — Samþykt að greiða 4 prós. i arð fyrir 1946. Beztu kveðjur til ykkar Ás- mundar. Eimskip. VEITIÐ ATHYGLI! Hluthafar í Eimskipafélagi íslands, eru hér með ámintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína fyrir síðastliðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn; þá er það og engu síður nauðsynlegt, í því falli að skipt sé um eigendur hlutabréfa vegna dauðsfalla eða annara orsaka, að mér sé gert aðvart um slíkar breytingar. ÁRNI G. EGGERTSON, K.C. 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage and Garry St. Winnipeg, Manitoba f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-*’ TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIM3KRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 eindálka umlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; etta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ffffffffffffff* KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á íSLANDl Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaLdið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. f BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVÍK For Lasting Relief from • ACID INDIGESTION • GAS DISTURBANCES • HEARTBURN • NERVOUS SOUR STOMACH with GOLDEN STOMACH TABLETS 360 tablets, $5.00 120, $2.00 '55,. $1.00 AT ALL DRUG STORES AND DRUG DEPARTMENTS PLAY SAFE! Store Your Fur and Cloth Coats in Perth’s SCIENTIFIC STORAGE VAULTS • SAFE from MOTHS • SAFE from FIRE • SAFE from THEFT • SAFE from HEAT For Bonded Driver Phone 37261 Perth’s 888 SARGENT AVE. LÝÐ VELDISHATIÐ ÍSbENDINGA verður haldin að Iðavelli, Hnausa. Man. 21. jUNi, 1947 íþróttir hefjast kl. 10 f. h. Álitleg verðlaun veitt sigurvegurunum SKEMTISKRÁ BYRJAR KL. 2 E.H. Söngf lokkur inn: Ávarp forseta: Ávarp Fjallkonunnar: Söngflokkurinn: Ávarp Miss Canada: Söngflokkurinn Ávörp heiðursgesta Minni landnemanna: Söngflokkurinn Minni Islands: Minni íslands, kvæði: Söngflokkurinn Minni Canada: Minni Canad3, kvæði: Söngflokkurinn Ó, Canada. Ó, Guð vors lands Böðvar H. Jakobsson Hrund Skúlason Frances Finnsson ♦ Dr. J. P. Pálsson Árni Bjarnason frá Akurevri Dr. S. J. Jóhannesson Vordís Friðfinnssor. G. O. Einarsson Dans að kveldinu í Hnausa og Riveríon Halls. Einn inngangs- eyrir á báðum slöðunum. — Ágæi hljómsveií. Forseli: G. Sæmundsson. Söngsljóri: Jóhannes Pálsson. Riiari: T. Böðvarsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.