Lögberg - 21.08.1947, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST, 1947
Sir William A. Craigie áttræður
Eftir prófessor RICHARD BECK
Bréf frá Akureyri, 3 1. júlí 1 947
„Hann mat ekki miljónir einar
hann miðaði auðlegð hjá þjóð
við landeign, í hugsjóna heimi
og hluttak í íþrótta sjóð —
og var um þann ættingjann
annast,
sem yzt hafði og fjarlægast
þrengst,
en haldið við sólarlífs sumri
um sólhvörfin döprust og lengst.”
Þessar fögru og maklegu
Ijóðlínur Stephans G. Stephans
sonar um prófessor Williard
Fiske, hinn mikla íslandsvin,
má einnig í ríkum mæli heim-
færa upp á Sir William A.
Craigie, sem um fullan aldar-
helming hefir verið hinn ágæt-
asti vinur þjóðar vorrar, eigi að-
eins í orði heldur einnig í verki,
eins og margþætt ritstörf hans
um íslenzk fræði sýna deginum
ljósar.
Sir William varð áttræður 13.
ágúst í ár, og má ekki minna
vera heldur en að íslendingar
minnist hans að nokkru á þeim
merku tímamótum athafnaríkr-
ar ævi hans, jafn þarfur maður
og hann hefir verið þeim með
ritum sínum um bókmenntir
þjóðar vorrar og menningu, og
að sama skapi heilhuga málsvari
hennar úti í hinum • víðlenda
enskumælandi heimi.
Hinsvegar liggur það í augum
uppi, hversu mikilsvert það er
íslenzku þjóðinni, að eiga mikil
hæfa og dygga formælendur á
erlendum vettvangi, eigi síst í
hópi fremstu menntamanna
stórþjóðanna; en á þeim bekk
skipar Sir William veglegan
sess, því að hann er löngu víð-
frægur málfræðingur, svo að ó-
hætt mun mega telja hann víð-
kunnastan fræðimann á því sviði
meðal enskumælandi manna. —
Mælt er, og ekki að ástæðulausu,
að menn þekkist af vinum sín-
um; hið sama má einnig um
þjóðirnar segja, enda hefir það
verið þjóð vorri mikil gæfa, að
gagnsemdinni ógleymdri, að
hún hefir eignast sh'ka vini og
velunnara erlendis eins og þá
Williard Fiske, James Bryce og
Sir William A. Graigie, að fáir
einir séu taldir. Sú staðreynd,
að slíkir öndvegismenn hafa
tekið eins djúpstæða tryggð og
raun ber vitni við land vort og
þjóð, og þá sérstaklega við fræði
vor, getur einnig verið oss sönn
un þess, hvert menningarlegt
gildi þau hafa að geyma og á-
minning um að varðveita og á-
vaxta þær dýrmætu erfðir eins
og gamalli menningarþjóð
sæmir.
William Alexander Craigie, en
svo heitir hann.fullu nafni, er
af skozkum ættum, fæddur í
Dundee á Skotlandi þ. 13. ágúst
1867. Námsfýsi hans og frábær
tungumálagáfa lýsti sér þegar á
bernskuárum. Hann stundaði
háskólanám í tungumálum og
bókmenntum á háskólanum í
St. Andrevs og Oxford, og lauk
háskólaprófum sínum með á-
gætiseinkunn, enda þótt hann
hefði haft mörg járnin í eldin-
um á skólaárunum, því að
margt las hann utan hinna á-
kveðnu námsgreina. Þegar á
þeim árum tók hann einnig að
fást við bókmenntarannsóknir
og ritstörf.
Hann varð ungur ^ð aldri
kennari í klassiskum fræðum
við St. Andrews háskóla, en síð-
ar um langt skeið prófessor í
Norðurlandamálum og engil-
saxnesku í Oxford; meðal ann-
ars kenndi hann þar íslenzku.
Enn síðar var hann um allmörg
ár fram að heimsstyrjöldinni
síðari prófessor við háskólann í
Chicago. En jafnhliða háskóla-
kennslunni hafði hann altaf um-
fangsmikil ritstörf með hönd-
um, og helgaði þeim um langt
skeið æfinnar alla starfskrafta
sína. Er þar sérstaklega átt við
meir en aldarfjórðungs starf
hans í ritstjórn hinnar miklu
Oxford-orðabókar, Oxford Eng-
lish Dicíionary, en hann var
einn af þrem aðalritstjórum
hennar, og lagði síðustu hönd á
það verk, enda mun það stórvirki
halda nafni hans á lofti um ó-
komnar aldir. Svipuðu máli
gegnir um hina sögulegu orða-
bók yfir enska tungu í Ameríku,
Hisiorical Diciionary of Ameri-
can English, en hann var feng-
inn til háskólans í Chicago til
þess að gerast aðalritstjóri henn
ar. Þarf vart að taka það fram,
að fjöldi manna vann að samn-
ingu þessara miklu orðabóka und
ir handleiðslu Sir Williams. —
Ótalin er þá hin forn-skozka
orðabók hans, að ógleymdum út-
gáfum fornenskra rita og kenslu
bókum, enda er það aðaltilgang-
ur þessarar afmælisgreinar, að
draga stuttlega athygli íslenzkra
lesenda að merkilegri og marg-
háttaðri starfsemi hans í þágu
íslenzkra bókmennta og menn-
ingar.
Sir William tók mjög snemma
ástfástri bæði við tungu vora og
fræði. Á námsárunum í St.
Andrews háskóla fór hann að
leggja stund á dönsku og ís-
lenzku, og veturinn 1892—23
dvaldi hann við íslenzkunám í
Kaupmannahöfn, og varð þá
handgenginn ýmsum íslending-
um, sér í lagi dr. Jóni Stefáns-
syni, dr. Valtý Guðmundssyni
og Þorsteini Erlingssyni skáldi.
Er og skemmst frá því að segja,
að Sir William er maður ágæt-
lega lærður í íslenzku máli bæði
að fornu og nýju, svo að teljandi
eru þeir menn erlendis, ekki
síst í hinum enskumælandi
heimi, sem þar koma til saman-
burðar.
Af hinu marga og athyglis-
verða, sem Sir William hefir rit-
að um íslenzk efni, ber fyrst að
nefna hina merku grein hans um
skáldakvæðin — “The Poetry of
the Skalds” — sem út kom í hinu
kunna tímariti Scoltish Review
haustið 1896; er hún samin af
nákvæmri þekkingu á viðfangs-
efninu og glöggum skilningi,
prýdd ágætum þýðingum úr hin
um forna kveðskap, sem fylgja
í öllu ströngum reglum íslenzkr
ar braglistar.
Skal þá vikið að ritum Sir
Williams um riorræn og íslenzk
efpi. Merkisbók er úrval það úr
þjóðsögum Norðurlanda, er hann
safnaði til og þýddi, Scandinavi-
an Folk-Lore — 1896 — og ekki
verður Island þar út undan,
fremur en vænta mátti. Framúr
skarandi gagnorð og glögg er
bók sú, þó eigi sé hún mikil að
stærð, sem hann ritaði um trúar
brögð norrænna manna, Religi-
on of Ancienl Scandinavia —
1906. — Þá er bók hans um forn
sögur vorar, The Icelanndic
Sagas — 1913, — prýðilegt rit í
alla staði, sem veitir í stuttu
máli glögga yfirsýn yfir hið víð-
tæka efni, sem þar er tekið til
meðferðar. Einkar liðlega sam-
in og nothæf vel er byrjendabók
Sir Williams í forn-íslenzku,
Easy Reading in Old Icelandic
— 1924. — Hann valdi einnig ís-
lenzku kvæðin í safnritið The
Oxíord Book of Scandinavian
Verse — 1925, — sá um útgáfu
þeirra og fylgdi þeim úr hlaði
með greinargóðu yfirliti yfir
sögu íslenzks skáldskapar. — í
fyrirlestrarsafninu The Norihern
Elemeni in English Liieraiure
— 1931 — tekur Sir William,
meðal annars, til meðferðar á-
hrif íslenzkra fomrita á enskar
bókmenntir. Þá sneri hann á
ensku hinum tímabæra og gagn
fróSIega bæklingi dr. Björns
Þórðarsonar, fyrrv. forsætisráð-
herra, um ísland, Iceland Pasi
and Preseni — 1941, — sem nú
er fyrir stuttu kominn út í ann-
ari útgáfu.
Sir William hefir miklar mæt-
ur á rímunum íslenzku og hefir
lagt sérstaka rækt við þær, eins
og sjá má ljóslega af hinni vönd
uðu útgáfu hans af Skoilands-
rímum — 1908, — og þar sést
einnig glöggt, hversu gagnkunn-
ugur hann er þessari grein bók-
mennta vorra, erida er hann
flestum fróðari í þeim efnum.
Það var því eigi að ástæðulausu
að honum var falið það hlutverk
að annast útgáfuna af Siaðarhóls
bók, hinu mikla safni eldri rímn
anna, sem út kom í Kaupmanna
höfn 1938 undir heitinu Early
Icelandic Rímur, og var XI.
bindi í hinu stórfellda ljósprent
aða ritsafni Ejnars Munks-
gaards af íslenzkum handritum.
Ritaði Sir William mjög skil-
merkilegan og fróðlegan inn-
gang að útgáfunni, þar sem rak
in er saga rímnanna og lýst eðli
þeirra og menningargildi af
mikilli glöggskyggni. Það var
því í alla staði ágætlega sæm-
andi, að hin frábærilega vandaða
útgáfa þeirra Sveinbjörns Sig-
urjónssonar magisters og dr.
Sigurðar Nordals af Númarím-
um var tileinkuð Sir. William í
tilefni af sjötugsafmæli hans
árið 1937.
Með hinum merka fyrirlestri
sínum um skáldskaparlistina á
íslandi — “The Art of Poetry
in Iceland”, Oxford, 1937 —
sýndi Sir William einnig enn
einu sinni, hversu víðtæk þekk-
ing hans er á íslenzkum skáld-
skap að fornu og nýju og glögg-
ur skilningur hans á sérkenni
íslenzkrar skáldskaparlistar. —
I því sambandi dvelur hann að
vonum all-ítarlega við rímurnar
bæði sökum þess, hve eftirminni
lega þær vitna um hagmælsku
íslendinga, íþrótt þeirra í skáld-
skaparformi, og einnig vegna
þess, hve sérstæð bókmennta-
grein þær eru.
Hefir þá verið talið hið helzta,
sem Sir William hefir um fræði
vor ritað, en þó hvergi nærri alt,
hvorki ýmsar ritgerðr né heldur
ritdómar hans um íslenzk efni.
En nóg hefir talið verið, j þó
fljótt hafi verið farið yfir sogu,
Silfurbrúðkaup í
Sjötta júlí, 1947, komu nokkr-
ir vinir, nágrannar og skyld-
menni saman á heimili Mr. og
Haraldur Thorsteinssonar í
Leslie, til þess að árna þeim
hjónum heilla í tilefni af tuttugu
og fimm ára hjónabandi þeirra.
Veður var hið ákjósanlegasta,
nokkuð heitt að vísu svo sem
maður á að venjast nú um tíma,
en dágóður svali stóð í móti hit-
anum, svo fólk naut stundarinn-
ar vel úti í sumardýrðinni.
Borð, blómum prýtt og fallegri
brúðarköku, var sett úti undir
trjánum umhverfis hið snotra
heimili silfur-brúðhjónanna. Við
það voru settir heiðursgestir
dagsins, brúðhjónin, börn þeirra
og önnur skyldmenni. Magnús
Magnússon stýrði athöfninni. —
Hann skýrði frá tilgangi þessar-
ar heimsóknar á báðum málun-
um og lét syngja tvítekið fyrsta
versið af sálminum Hve gott og
fagurt. Þá las hann upp skeyti
frá fjarlægum vinum. Að því
loknu afhenti Mrs. Anna Sig-
björnsson, silfurbrúðurinni fal-
legan blómvönd frá kvennfélag-
inu íslenzka í Leslie. Svo komu
ræðurnar. Þær fluttu: Thorsteinn
Guðmundsson, Mrs. Rannveig
K. G. Sigbjörnsson, Páll Guð-
mundsson, Mrs. Anna Sigbjöms-
son. Ræðumenn mintust þess að
hjónin hefðu lifað saman í far-
sælu hjónabandi í meir en tutt-
ugu og fimm ár, væri slíkt mikil
og þakkarverð gæfa og að þau
hefðu eignast sex mannvænleg
börn, sem nú væru uppkomin
og vel*mönnuð. Að þau væru
starfsöm og nýtin. Mr. Thor-
steinsson ágætur smiður og
bæru mörg heimili umhverfisins
vott um iðju hans og umbóta-
því til sönnunar, hver útvörður
hann hefir verið bókmenntum
vorum og menningu með rit-
störfum sínum. Hann hefir
einnig verið það með mörgum
öðrum hætti, þó eigi verði það
nánar rakið að þessu sinni. En
allt ber það að sama brunni um
það, hve ágætlega Sir William
hefir sýnt í reyndinni ást sína
á íslenzkum fræðum, landi voru
og þjóð. Sú ræktarsemi lýsir sér
ennfremur í því, að hann hefir
þrem sinnum til íslands komið
— 1905, 1910 og 1930, — og var
hin mikilhæfa og ágæta kona
hans, sem nú er nýlátin, með
honum í förinni í tvö síðari
skiptin.
Fyrir víðfema fræðimanns-
starfsemi sína og ritstörf hefir
Sir William að vonum verið
margvíslegur sómi sýndur. Marg
ir háskólar hafa sæmt hann
heiðursdoktors nafnbót, meðal
annara Háskóli Islands, eins og
sjálfsagt var og löngu verð-
skuldað, og hann hefir hlotið
mörg heiðursmerki. Fyrir all-
mörgum árum síðan var hann
aðlaður af Bretakonungi fyrir
víðtæk og varanleg menningar
störf sín í þágu lands og þjóðar.
Hefir þá í nokkrum megindrátt
um verið lýst hinum fágæta og
óvenjulega athafnasama fræði
manni, Sir William A. Craigie,
og ritstörfum hans að því er
snertir oss íslendinga. Hitt er
,eigi síður verðugt frásagnar, að
hann er, að einróma dómi
þeirra, sem til hans þekkja, hinn
mesti mannkosta og drengskap-
armaður, hreinræktað göfug-
menni, sem gott er að kynnast og
eiga að vini, enda er hann manna
vinfastastur.
Þeir verða því margir, vinim-
ir, sem senda þessum aldur-
hnigna aðalsmanni andans hug-
heilar kveðjur og heillaóskir í
tilefni af áttræðisafmæli hans.
Og íslendingar hafa alveg sér-
staka ástæðu til þess að minnast
með þakklæti þeirra tímamóta í
ævi eins hins ágætasta og trygg
asta velunnara, sem þjóð vor
hefir átt í hópi erlendra önd-
vegismanna. Megi hún í framtíð
inni halda áfram að vaxa af
eign slíkra vina.
Leslie, Sask.
starfsemi á því sviði. Silfurbrúð-
urin væri reglusöm, þrifin með
afbrigðum og kynni vel að fara
með lítil efni og hefði sint heim
ili sínu með sóma.
Haraldur Þorsteinsson gekk í
Canada-herinn í fyrra stríðinu.
Hann var' staddur í Halifax er
mikla sprengingin var þar á þeim
árum og mátti kraftaverk heita
að hann slapp úr því slysi. Synir
þeirra hjóna, Skúli og Lawrence
gengu í herinn, annar á sjó,
hinn á landi, í seinni heims-
ófriðnum. Þeir komu heilir
heim.
Skúli er við Co-Op olíuverslun
ina í Leslie, síðan hann kom til
baka og þykir farnast ágætlega
vel.
Elsta barnið, Guðný, er kenn-
ari og hefir stundað þann starfa
í nokkur ár, en er nú að giftast
Yvonne er í góðri stöðu í Winni-
peg. Tvær yngstu stúlkurnar eru
heima og stunda skólanám. Sú
eldri þeirra Ivy, skrifaði á tólfta
bekkjar próf í vor.
í endingu programs afhenti
Mr. Magnússon silfur brúðhjón-
unum dálítinn sjóð á silfurdiski:
“Frá vinum og skyldmennum
nær og fjær.”
Mr. Thorsteinsson þakkaði
góðvildina og heiðurinn sem hon
um og fólki hans væri sýnt með
þessu.
Loks tóku veitingarnar við. —
Ágætt kaffi og nóg með því, sem
var tekið á móti svo sem vera
ber af fjöldanum er viðstaddur
var.
Fyrir frammistöðu stóðu: Mrs.
John Goodman, Mrs. Magnús
Magnússon, Mrs. V. Abrahams-
Heiðraði vinur,
Einar Páll Jónsson:
Beztu þakkir fyrir síðast, —
þessa örfleygu augnabliksstund,
sem við hittumst á Akureyri í
fyrra sumar! Þótti mér fyrir að
hitta þig ekki aftur; en um það
er ekki að fást. — Mér hefir ver-
ið mikil ánægja að lesa frétta-
pistlana þína, sem síðan hafa
birzt í “Lögbergi”, og þykist ég
vita, að þeir hafi orðið mörgum
gömlum Vestur-Islendingi, —
og þá ekki sízt Austfirðingum,
ærið gleðiefni. — Guð blessi þá
alla!-----Jæja, ég fjölyrði ekki
um það að þessu sinni.
Bréfsefni mitt mun verða þér
ljóst af hjálögðum miða, prent-
uðum. Þetta ávarp til Austfirð-
inga vildi ég einnig láta ná vest
ur um haf, — alveg eins og í
“pósta-smalamennsku” minni um
árið! Og ég sný mér til þín, þar
sem þú ert einn hinna fáu
Vesturísl. Austfirðinga, sem ég
veit deili á, — annar en dr.
Beck. — En við skrifumst á. —
Auðvitað þekki ég vel til Gutt-
orms J. Guttormssonar, en veit
ekki nákvæmt heimilisfang hans.
Og þætti mér því mjög vænt
um, ef þú vildir svo veLgera að
senda honum eitt blaðið ásamt
beztu kveðju minni. Og svo eru
eflaust allmargir austfirzkir
hagyrðingar, mér ókunnir, þarna
vestra.
Eg er þegar búinn að tína sam
an allmargt ’ hagyrðinga, sem
enn eru heimilisfastir eystra, og
hefi skrifað þangað ein 60 bréf,
og er þegar tekinn að fá svar frá
sumum þeirra. — En svo eru all-
ir hinir, sem burt eru fluttir af
Austfjörðum, — suður til
Reykjavíkur og í allar áttir. —
Býst ég við að fá marga fallega
stöku, áður en lýkur, þótt margt
verði auðvitað sennilega fremur
léttvægt. — Eg sækist því mest
eftir lausavísum og stuttum
kvæðum. Það gefur venjulega
skýrasta mynd og skarpasta af
hagmælsku höfundarins! — Eins
og t. d. þessi staka:
„Löngu eru horfin löndin
dreymd,
liðin þeirra saga.
Æskubrekin eru gleymd
í önnum seinni daga”.
Þannig skrifar kona austur í
Breiðdal, og varð hún hissa á
því, að nokkur skyldi hafa
grunað sig um hagmaelsku! —
Einnig hefi ég fengið dálitla
kvæðasyrpu frá þeim hjónum
Sigfúsi Guttormssyni á Krossi í
Fellum og konu hans, Sólrúnu
Eiríksdóttur. — Sigfús er ná-
frændi Guttorms J. G. — Virð-
ast hjónin bæði vera prýðilega
hagorð.
Þetta tel ég t. d. prýðilega
“veðurlýsingu” af fárviðri, sem
geisaði á Austfjörðum fyrir 2—3
árum, en hún er eftir Jón Guð-
mundsson frá Ásgeirsstöðum í
Eiðaþinghá:
Um loftið fer hvinur,
og loga-hirinur
son, Mrs. G. Johnson, Miss
Kristin Josephson og fleiri.
Fólk skemti sér við samtal,
söng og kaffidrykkjuna um
stund, fluttu svo brúðhjónunum
persónulegar hamingjuóskir og
kveðjur, um leið og lagt var af
stað heim.
Haraldur er sonur Hjálmars
Thorsteinssonar fyrrum í Winni
peg, lézt á Gimli, og fyrri konu
hans látin á íslandi Mrs. Thor-
steinsson, Thorstína heitir hún,
er dóttir Bergþórs Björnssonar,
er lengi bjó stóru búi hér í
byggð, lézt í vor í hárri elli, og
fyrri konu hans Kristínar Þor-
steinsdóttir, dó í Winnipeg fyr-
ir löngu síðan.
Með endurteknum heillaósk-
um til þeirra, er hlut eiga að
máli og afsökunarbeiðni á því
að þessar línur komust ekki á
framfæri fyrr en nú.
7. ágúst, 1947.
Rannveig K.G. Sigbjörnsson
lýsa upp sinugráa storð.
Fjallið dynur, og foldin stynur
í flúðum drynur, svo heyrist ei
orð.
Það hriktir í hjörum og skröltir í
skörum,
frá skjálfandi vörum heyrast óp.
Mér skilst á svörum
og andvörpum örum.
að allt sé á förum, sem Drottinn
skóp!
Já, þannig yrkja austfirzkir
alþýðumenn enn í dag! — Jæja,
kæri vinur. Þetta átti aðeins að
verða ofurlítið “ávarp” með
Ávarpinu, og verður heldur ekki
annað né meira. — En gaman
hefði verið að vera kominri vest-
ur til ykkar og fá tækifæri til að
“kjafta” við landana um hríð,
víðsvegar þarna vestra! — Og
væri ég a. m. k. 5 árum yngri
en “á grönum má sjá”, þá hefði
ég tæplega setið á strák mínum!
Því að margt dettur manni í hug,
sem gaman gaman væri að
hreyfa við frændur vestra:
Á daginn kátur: Kjafta eins og
hinir.
Með kurt-ó-pí eru allir mínir
vinir. —
En einmani ég undrast títt á
kvöldin,
er ókunnugum mæti ég bak við
tjöldin,
sem hugsar öðruvísi en allur
fjöldinn!
Það getur oft verið all-kynd-
ugt að mæta sjálfum sér eftir
langan aðskilnað — og horfast í
augu við eigin sál — og löngu
linða tíma! En fyrirgefðu nú
mælgi og mas, — og heilsaðu
kærlega öllum þeim vestra, sem
glaðst geta enn úið kveðju frá
“gamla landinu”! Ættum við
allir að vera kunningjar og vin-
ir, hvorum megin álsins sem við
erum!
Með kærri kveðju,
þinn einlægur
Helgi Valtýsson.
ÁVARP
Trauðla raknar tryggðaband, —
treyst í raunum mínum. —
Aldrei gleymist Austurland
útlaganum sínum.
Ausifirðingafélaginu á Akur-
eyri hefir komið til hugar að
safna ýmsum sýnishomum af
austfirzkum kveðskap skálda og
hagyrðinga, sem enn eru á lífi
eða látnir fyrir skömmu, t.d. eft-
ir aldamót, og gefa síðan út í
fallegum búningi með myndum
höfunda og stuttum skýringum:
fæðingarári, starfi og stöðu,
dánarári þeirra, sem látnir eru,
o. s. frv. — Er svo til ætlast, að
hver og einn velji sjálfur það,
er hann telur verðmætast af
ljóðum sínum: lausavísur eða
heil ljóð. Æskilegast væri, að
safn þetta yrði sem fjölbreytt-
ast, en þó eigi um of langt né
viðamikið, þar sem hér verður
óefað allmiklu meiri þröng á
þingi, en flesta órar fyrir að
óreyndu.
Vér Austfirðingar erum frem-
ur hlédrægir og vöðum ef til vill
eigi jafn ört uppi á skáldsæ þjóð
arinnar og aðrir landsfjórðung-
ar. En það er hyggja vor og
reynsla, að sé skyggnzt niður í
djúpin, muni þar fyrirfinnast
eigi allfáir prýðilegir hagyrðing
ar og skáld, karlar og konur, svo
að jafnvel oss sjálfum bregði í
brún, þegar saman kemur.
Mér undirrituðum hefir verið
falið að fara á fjörur við Aust-
firðinga, hvar sem er í landinu,
og vænti ég þess, að þér bregðið
vel við og drengilega, enda er
þetta sameiginlegt metnaðarmál
vort eigi all-lítið. Auk þess mun
þetta einnig geta orðið æskileg
uppörvun og menningarleg
hvöt austfirzkri æsku og samtím
is gleðja þá, sem eldri eru. —
Vænti ég því góðra undirtekta
og almennra og gleð mig til
góðra funda!
Með beztu kveðju, ,
Helgi Valtýsson,
varaform. Austfirðingafélagsins
á Akureyri.