Lögberg - 21.08.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
u
CXettTvcT3
s>
LttttW y'O'B- ® A Complele
Cleaning
Inslilulion
PHONE 21374
W«ttV
(V
ioí-,Drt
Í5-5SS^
A Compleie
Cleaning
Insliiulion
60. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST, 1947
NÚMER 33
Viðreisnarlöggjöf
afgreidd
■f -f
Nýtt réttarhald
Hin nýja viðreisnar, eða rétt-
ara sagt kreppulöggjöf brezku
stjórnarinnar, hefir hlotið sam-
þykki beggja þingdeilda og
fengið konungsstaðfestingu; um
ræður um málið í neðri málstof
unni voru harðar og langar, og
voru allmargir flokksmenn
stjórnarinnar, engu síður en
stjórnarandstæðingar, óánægðir
með löggjöfina, og töldu hana
í raun og veru hvorki fugl né
fisk; þessi nýja löggjöf takmark
ar geisilega vöruinnflutning,
ráðgerir lengdan vinnutíma í
verksmiðjum og kolanámum, og
þrengir á margan hátt að kosti
verkamanna; ýmsum virðist sem
glíkar ráðstafanir komi úr hörð-
ustu átt þar sem verkamanna-
stjórn situr að völdum, og telja
þær minna altof óbærilega á ein-
ræðisfyrirkomulagið gamla.
Þá sætti það og eigi all-litlum
ágreiningi innan vébanda stjórn
arflokksins, að stjórnin kvaðst
ófús á að þjóðnýta brezka stál-
iðnaðinn fyrst um sinn.
Eftir að áminnst löggjöf hafði
náð framgangi, var þingi frestað
fram í október.
Samningar staðfestir
Þann 13. þ.m., staðfesti forsæt-
isráðherra Manitobafylkis, Stu-
art S. Garson með undirskrift
skattamálasamningana nýju
milli sambandsstjórnarinnar og
fylkisins; vegna eftirgjafar á
tekjustofnum varðandi tekju-
skatt einstaklinga, verzlunarfé-
laga, járnbrautaskatt og erfða-
fjárskatt um fimm ára tímabil,
bætir sambandsstjórn fylkinu
upp þann halla, sem frá slíkri
eftirgjöf stafar með lágmarks-
upphæð, sem nemur 13.540.038
á ári. Yfir höfuð þykja samning-
ar þessir hagfelldir og fjárhag
fylkisins til öruggrar trýgging-
ar. Hliðstæðir skattamálasamn-
ingar hafa nú náðst við öll
/fylkin að undanteknum Ontario
og Quebec.
Samningar út um þúfur
Umleitanir um viðskiptasamn
inga milli Breta og Rússa, sem
verið hafa á döfinni undanfarna
mánuði, hafa nú með öilu farið
út um þúfur, og sannast þar sem
oftar hið fornkveðna, að sjaldan
veldur einn þá tveir deila. —
Verzlunarmálaráðherrann brezki
Sir Stafford Cripps, segir að
Rússar hafi ekki viljað halda
áfram samningstilraunum nema
því aðeins, að þeir fengi víðtæk-
ar ívilnanir á greiðslu lána, er
þeir tóku hjá Bretum á stríðsár-
unum, en rússnesk stjórnarvöld
staðhæfa á hinn bóginn, að Bret
inn hafi í þess stað marghert á
greiðslukröfum, og gert greiðsl-
ur að skilyrði fyrir umræddum
viðskiptasamningum.
Gefin landeign
George Bretakonungur hefir
nýverið gefið Elizabeth dóttur
sinni ríkisarfa, 300 ekra land-
eign í námunda við Windsor-
kastala; er eignin kend við
Berkshire, og rómuð fyrir fag-
urt útsýni; á þessum stað verð-
ur heimili prinsessunnar og
Lieut. Mountbatten, eftir gift-
ingu þeirra, sem fram fer þann
20. nóvember næstkomandi.
Minni Alftavatns-bygðar
á sextugs af mæli hennar
Út um landiö engjum þakið
íslendingar reistu bú.
Margt var hraustlegt handartakið
hafið jafnt af vilja og trú,
fólkið gladdist vonum vakið
vert er þess að minnast nú.
Landnámsmenn hér aldur ólu
oft við kjörin breytileg,
þig í byrjun forsjón fólu
fram til sigurs ruddu veg
vermd af bjartri sumarsólu
sértu bygðin glæsileg.
Þú ert ein með bygðum bestu,
bygð við álftavatnið kend,
kosti þína mörgu og mestu
margir þekkja hér í grend.
Vel hér öllum líða léstu,
lukkan var þér ávalt send.
Blessuð vertu bygðin fríða,
bjart er yfir þér í dag.
Hép kaus fólk að starfa og stríða
styrk af trú á bræðralag.
Meir sem aldurs ár þín líða
auki guð þinn sældardag.
V. J. Guttormsson.
Indland fær sjálfstjórn
Þau söguríku tíðindi gerðust
á föstuaaginn var, að þá gengu í
gildi hin nýju lagaákvæði brezku
stjórnarinnan um fullkomna
heimastjórn fyrir Indland.
Eins og vitað er, höfðu Bret-
ar lengi vel daufheyrst við kröf
um Indverja um fullt sjálfsfor-
ræði; og það var ekki fyrr, en í
vetur, sem leið, að Attlee-stjórn
in reið fyrir alvöru á vaðið, og
knúði fram á þingi löggjöf varð-
andi sjálfstæði Indlands; tvö
sjálfsstjórnarríki hafa nú verið
stofnuð í Indlandi með Múham-
eðstrúarmenn annars vegar
og Hindúa hinsvegar, er löng-
um hafa borist á banaspjótum,
eða sjaldan setið á sáttshöfði; —
bæði ríkin hafa sameiginlega yf-
irstjórn fyrst um sinn, en geta
sagt sig undan brezku krún-
unni hvenær sem svo býður við
að horfa. Fyrsti landsstjóri,
Governar General hins sjálf-
stæða Indlands, verður núver-
andi konungsfulltrúi í landinu,
lávarður Mountbatten.
Indverjar hafa fengið nýjan
þjóðfána, er minnir að engu á
stjórnarfarsleg tengsl við Breta.
Frakkland þarfnast hjálpar
Gen. G. P. Vanier, sendiherra
Canada á Frakklandi, sem ný-
kominn er heim til skammrar
dvalar, hefir lýst yfir því í við-
tali við canadiska blaðamenn,
að franska þjóðin þarfnist
skjótrar og örlátrar utanaðkom
andi hjálpar, engu síður en þær
aðrar Norðurálfuþjóðir, er ó-
fremdaröfl Hitlerismans veittu
hin gífurlegustu svöðusár.
Liðkað um greiðslukjör
Frá Washington berast um
þessar mundir þær fregnir, að
vegna hinnar alvarlegu fjárhags
kreppu, sem á Bretlandi ríkir,
séu amerísk stjórnarvöld að í-
huga möguleikana á því, að
liðka eitthvað til um greiðslu-
kjör þeirra lána, sem Bretar
hafa tekið í Bandaríkjunum; síð
asta lánið nam hálfri fjórðu
biljón dollara.
Ekki batnar það
Það væri synd að segja, að á-
standið í Palestínu fari batnandi
nema síður sé. Síðastliðið sunnu
dagskvöld sló í brýnu milli Ara-
ba og Gyðinga í bænum Tel
Aviv, er leiddi til þess, að tutt-
ugu manns létu lífið, en eitthvað
um fjörutíu sættu meiri og
minni örkumlum; þá varð og um
sömu mundir nokkurra óspekta
vart í Jaffa. Brezka lögreglan
skarst í leikinn á báðum stöðum,
og tótk til fanga tíu menn, er
grunaðir voru um, að vera vald-
ir að óeirðunum.
Eins og frá var áður skýrt á
sínum tíma hér í blaðinu, skip-
aði hæztiréttur Canada í vor svo
fyrir, að ný réttarrannsókn
skyldi fram fara í málinu gegn
Lavrence Deacon, er kærður
var fyrir og sekur var fundinn
af kviðdómi um morð íslenzka
bílstjórans Jóhanns Johnson;
aftöku Deacons var þrisvar sinn
um frestað; nú hefir réttvísin
mælt svo fyrir, að ný réttar-
rannsókn gegn Deacon hefjist
þann 23. október næstkomandi;
saksóknari verður A. A. Moffat,
K. C., en verjandinn Harry
Walsh, sá, er flutti áfrýjun
Deacons gegn dauðadómnum
fyrir hæstarétti.
íslenzk málverkasýning
Dagblaðið Winnipeg Tribune
lét þess getið þann 13. þ. m.,
samkvæmt fregn frá London, að
íslenzkur listamaður, Ásgeir
Bjarnþórsson, hefði opnað þar í
borginni sýningu á vatnslitamál
verkum sínum í salarkynnum
Royal Society of Painters in
Water Colors. Sá var ljóður á,
að engar af myndum sínum
mátti listamaðurinn selja á Eng
landi; valda því sparnaðarráð-
stafanir Englendinga, er hétu
því, að sem allra minst af pen-
ingum flytjist út úr landinu.
Lögberg hefir aflað sér þeirra
upplýsinga um áminstan listmál-
ara, að hann sé ættaður úr
Norðurárdal í Borgarfirði.
Rýrnun hveitimagns
Samkvæmt nýjustu upplýsing
um frá hagstofu sambandsstjórn
arinnar, er áætlað að magn hveiti
uppskerunnar í Canada í haust
fari ekki fram úr 358.786.000
mælum til móts við 420.750.000
mæla í fyrra. Uppskerurýrnun-
in stafar ýmist frá óþurkum eða
óstjórnlegu regni.
Sextíu ára afmæli Lundarbyggðar,
6. júlí 1947
Nú tjaldar Lundar byggð og bær
því bezta sem er tií.
Og fólkið stefnir fjær og nær
á fund við dagsins yl.
Hver völlur, grund og bænda ból
* er blómum fríðum prýtt.
Við geisla dýrð frá giftu sól
hið gamla verður nýtt.
Að glæða sátt og samfélag
er sigur hverri þjóð.
Það eflir dug, og heilla hag
við hlýjan lífsins óð.
í endurminning liðin leið
nú ljómar helg og klökk,
en nútíð brosir himin heið
í hjartans ást og þökk.
Nú glitrar tímans sigur sól
á sextíu ára byggð,
þar frumherjarnir fundu skjól
með framþrá von og dyggð.
í minning þeirra leiftrar ljós
sem ljómar alt í kring,
og fyllir hrifning dreng og drós
við dagsins merka þing.
En geym og vernda móðurmál
og ment um þroska skeið.
Það hvetur fram með sól í sál
á samkeppninnar leið.
Til auðnu stefni alt þitt ráð
með ást og bróður hug,
í lífsins trú, með dug og dáð
við dagsins hraða flug.
M. Markússon.
ísland þökkuð UNRRA-
hjálp
Forseta Islands hefir í dag
borist svohljóðandi skeyti frá
aðalforstjóra UNRRA, Lowell
W. Rooks:
“í tilefni af því, að UNRRA
er nú að ljúka starfsemi sinni í
Evrópu þykir mér hlýða að tjá
yður, herra forseti, innilegar
þakkir stofnunarinnar og hinna
sveltandi og umkomulausa þjóða
sem UNRRA hefir aðstoðað
fyrir þá rausnarlegu hjálp, sem
ísland hefir veitt í því skyni að
létta þjáningar þeirra, sem lifa
á landssvæðum, þar sem ófrið-
ur hefir geisað, fyrir vörur þær,
er ísland hefir í té látið og fyrir
þátttöku þess í alþjóða sam-
starfi til hjálpar löndum þessum
til að endurreisa hagkerfi sín.
Eg er þess fullviss, að sú hjálp
verður yður og löndum yðar til
sóma og ánægju.
Lowell W. Rooks,
aðalforstjóri.”
Vísir, 1. júlí
Norðan stormur og sjó-
gangur hamla veiðum
Síldveiðiflolinn liggur í höfn.
Norðan stormur og rigning er
nú á miðunum norðanlands og
komast síldveiðiskipin ekki úr
höfn sökum veðurofsans.
Talsverður sjógangur er , á
miðunum og gerir það að verk-
um að gjörsamlega ómögulegt
er fyrir skipin að athafna sig.
Engin síld hefir borist til
Siglufjarðar enn, sem komið er,
og stafar það af óveðrinu. Strax
og kunnugt var orðið, að búið
væri að semja í vinnudeilunni,
var vinna hafin við síldarverk-
smiðjurnar og einnig við að losa
kolaskipið, sem legið hefir á
Siglufirði undanfarna daga. Að
því er verksmiðjustjóri síldar-
verksmiðja ríkisins tjáði Vísi í
r^orgun eru verksmiðjur ríkis-
ins á Siglufirði og Raufarhöfn
tilbúnar til þess að hefja bræðslu
um leið og einhver síld berst á
land.
Síldveiðimenn á Siglufirði gera
sér vonir um mikla veiði er
norðan-storminn lægir, því að
venjan hefir verið sú, að eftir
slíkar óveðurshrotur hefir síld-
in vaðið í torfum upp við land-
ið. —
Vísir, 7. júlí.
íslendingar á norrænu
lögfræðingamóti
Að tilhlutun Stúdentaráðs Há-
skólans og “Orators”, félags laga
nema, tóku fimm íslendingar
þátt í norrænu móti fyrir laga-
nema og unga lögfræðikandi-
data, sem haldið var í Oslo og
í grend við Lillehammer dagana
15.—21. juní s. 1. Þátttakendur
í mótinu voru smatals um 90, en
fyrirlestra um lögfræðileg efni
fluttu 6 prófessorar frá Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi og Dan-
mörku. — Þjóðhátíðardags ís-
lendinga var minst á mótinu
með mjög smekklegum hætti.
Ræðu í tilefni dagsins flutti
Kristen Andersen, prófessor við
háskólann í Oslo, og mæltist hon
um vel og hlýlega. íslendingarn
ir, sem sóttu mótið eru lögfræði
kandidatarnir Ármann Snæ-
varr og Hafþór Guðmundsson
og laganemarnir Geir Hallgríms
son, Þorvaldur Garðar Kristjáns
son og Guðmundur Ásmunds-
son. Róma þeir allir mjög frá-
bwra gestrisni og alúð hinna
norsku lögfræðinga, sem buðu
til mótsins og lögðu sig alla fram
til þess að það mætti verða svo
ánægjulegt, sem raun bar vitni.
Mbl., 3. júlí.
Snjóar í fjöll á ísafirði
Rigning víða um land.
Allhvöss norðan-átt og rigning
er nú víða um land, að því er
Veðurstofan tjáði Vísi í morg-
un.
Um þrjúleytið í nótt var veð-
urhæðin mæld tíu vinds^ig í
Vestmannaeyjum, en kl. 8 í morg
un var hún þar 8 vindstig. Mikil
úrkoma er á Suður- og Austur-
landi. Úrkomumælir Veðurstof-
unnar sýndi í morgun að s. 1.
tólf tíma hefði rignt 2.9 mm.
hér í Reykjavík.
Frá ísafirði hefir blaðið þær
fregnir, að snjóað hefði þar í
fjöll í síðustu viku, svo að þau
urðu grá niður í miðjar hlíðar.
í Húnavatnssýslu hefir verið
óveður undanfarnar vikur, lát-
lausar rigningar.
Vísir, 7. júlí.
Viðskiptasamningur við
Finna undirritaður
Hinn 26. f. m. var undiríitað-
ur í Helsingfors viðskiptasamn-
ingur milli íslands og Finnlands.
Vilhjálmur Finsen sendiherra
undirritaði samninginn fyrir
Islands hönd, en Takki verslunar
málaráðherra af hálfu Finnlands.
Af Islands hálfu er gert ráð
fyrir að selja til Finnlands salt-
síld, síldarmjöl, hraðfrystan
fisk, lítilsháttar af síldar- og
þorskalýsi og gærur.
Frá Finnlandi kaupa Islend-
ingar timbur, krossvið, þilplöt-
ur, efni í síldartunnur, snurpu-
nótabáta, pappír, pappaumbúð-
ir og fleira.
Jafnframt var gengið frá sölu
samningi við finnska matvæla-
ráðuneytið um sölu á saltsíld af
sumarframleiðslunni 1947. Vil-
hjálmur Finsen annaðist samn-
ingana af hálfu íslands, en ráðu-
nautur hans var Ólafur Þórðar-
son forstjóri.
Fréttatilkynning frá
ríkisstjórninni.
Mbl., 1. júlí.
Pass Music Exams
The following pupils of S. K.
Hall Bac. Mus. R. M. T. passed
examination in piano on June
14th, 1947. G. C. Palmer was the
examiner.
Evy. Sigurdson, High Honors.
Fay Erlindson, Honors.
Mildred Guðmundson, Honors.
Sally Van Patten, High Hon.
Peggy Van Patten, High Hon.
Thora Eliason, Honors.
Alda Eliason, Honors.
Una Bardal, Honors.
Glen Narfason, Pass.
Carmelle Thorfinnson, Honors.
Lorraine Johnson, Honors.
Doreen Petersen, Honors.
Since Mr. Hall came to Wyn-
yard 100 pupils have passed
examinations in Grade 1 to
Grade 10 as follows, 31 High
Honors, 61 Honors and 8 Pass.
Wynyard considering the
population has presented more
students to the University for
examination than any other
town. Mr. Hall deserves credit
for careful and most efficient
work. N
Ægilegt manntjón
I borginni Cadiz á Spáni, gerð
ist það ægilega slys síðastliðinn
þriðjudag, að vopnaverksmiðjur
miklar sprungu í loft upp, og
yfir 400 manns létu þar líf sitt,
en um 5.000 sættu meiðslum af
ýmsu tagi; er síðast fréttist, var
enn með öllu ókunnugt um þær
orsakir, er til þessara miklu
hörmunga leiddu.