Lögberg - 21.08.1947, Blaðsíða 3
LÓGBERG, FIMTUDAGLNN 21. ÁGÚST, 1947
3
Á slóðum Vestur-íslendinga—I.
A fyrála íslenzka heimilinu
Jón Helgason blaðamaður
við Tímann er um þessar
mundir á ferðalagi í Ame-
ríku. Heimsækir hann all-
margar byggðir íslendinga
vestan hafs. Mun hann senda
Tímanum þælti að veslan og
bera þeir hið sameiginlega
nafn: "Á slóðum Vestur-ís-
lendinga". Birtisl hér fyrsti
þátturinn og er þar lýst ís-
lenzku heimili.
GRAND FORKS, 18. júní 1947
Lestin frá Minneapolis brunar
norður sléttuna. Hér skiptast á
breiðir akrar með skógarbeltum
á milli og sums staðar aðeins
einu og einu tré á stangliK lágir
ásar og lítil sveitaþorp, ekki
nema í meðallagi blómleg. Úti
á ökrunum bograr fólk, konur,
karlar og börn. Alls staðar er
starf og önn.
í einum vagni hinnar miklu
lestar sitja tveir íslendingar.
Þeir eru á leið norður á bóginn
— á leið til Grand Forks, há-
skólabæjarins í Norður-Dakóta.
Hver stöðin af annarri þýtur
hjá. Ákvörðunarstaðurinn nálg-
ast óðum. Loks gengur vagnstjór
inn gegnum lestina og hrópar:
Grand Forks.
Lestin nemur staðar, og við
íslendingarnir, sem komnir er-
um hingað yfir þúsund mílna
haf og þúsund mílna land, stíg-
um út. Við okkur blasir lítil
járnbrautarstöð og vinalegur
bær með litlum húsum, umlukt-
um trjágróðri og grænum flöt-
um.
Við þekkjum aðeins einn ís-
lending í þessum bæ. Það er dr.
phil. Richard Beck prófessor við
háskólann í Norður-Dakóta. Þó
búa hér að minnsta kosti eitt
hundrað íslendingar, ungir og
gamlir. Við erum sem sagt að
nálgast þær byggðir, þar sem
eiga má von á því að mæta ís-
lendingi við hvert fótmál og
heyra íslenzka tungu hljóma,
kannske með örlítið annarleg-
um hreim.
Við flýtum okkur inn í sím-
klefann og hringjum. En, nei —
prófessor Richard Beck er ekki
heima. Norður á Mountain hefir
verið kirkjuþing mikið og íslend
ingahátíð, og Richard Beck er
ekki enn kominn þaðan. — Það
kemur dálítill vandræðasvipur á
okkur, því að við höfðum gert
okkur öruggar vonir um að hitta
Beck — töldum víst, að hann
væri kominn heim af Islendinga
hátíðinni, sem samkvæmt venju
var haldin 17. júní.
En nú er hjálpsemi einkenni
Ameríkumanna. Hver, sem stadd
ur er í Ameríku og lendir í ein-
hverjum vanda, getur átt það
víst, að innan skamms komi ein-
hver og bjóði honum hjálp sína
og aðstoð. Svo fór einnig hér. —
Grannleitur maður, miðaldra,
kemur til okkar og innir okkur
eftir því, hvað okkur sé á hönd-
um. Hann er Norðmaður og
vinnur í járnbrautarstöðinni —
G. O. Cristensen. Við segjum
honum allt af létta. Þá brosir
hann, tekur símtólið og hringir.
Innan lítillar stundar er ég far-
inn að tala við einn landann 1
Grand Forks. Hann heitir Sig-
urður Arason, fæddur vestra. —
Það er ekki að orðlengja það —
hann býður okkur að vera á
heimili sínu. Og innan nokkurra
mínútna er kona Norðmannsins
komin á bifreið til þess að sækja
okkur og fara með okkur á fyrsta
íslenzka heimilið, sem við gistum
í Vesturheimi.
Þetta fyrsta íslenzka heimili,
sem stendur okkur opið hér vest-
ur í miðri Ameríku, er áreiðan-
lega ekki af lakara taginu. Hús-
ið er fremur lítið, en mjög snot-
urt og stendur í mjög fögru
bæjarhverfi. Húsfreyjan er mið-
aldra kona, dökk á hár, fríð sýn-
um pg virðuleg. Hún heitir Guð-
rún Gamalíelsdóttir og fór vest-
ur með foreldrum siíium úr
Hörgárdal eins árs gömul, laust
eftir 1890. Hún býður þegar af
sér góðan þokka, og það kemur
strax í ljós, að hún talar íslenzk
una með ágætum. Maður henn-
ar, Sigurður Arason^ rekur mat-
söluverzlun skammt frá, en
hann er ekki enn kominn heim
úr búð sinni. En þegar við höf-
um rabbað við húsfreyju um
stund, vindur sér inn ljóshærður
maður, snar í hreyfingum og glað
legur í viðmóti. Þetta er hús-
bóndinn.
Sigurður er ættaður úr Skaga
firði, en fæddur vestra eins og
áður er sagt. Hann hefir alið all
an aldur sinn í íslendingabyggð-
inni í Mountain, þar til fyrir
þremur árum, að hann flutti
suður til Grand Forks og hóf þar
litlu síðar verzlun. Hann er
tónelskur maður og hefir æft
hljómsveit. Hann á systur í
Grand Forks, Lovísu kennara,
gifta íra. Foreldrar hans voru
Jakob Arason og Sólveig Frið-
riksdóttir Nielsen, er fluttu vest
ur um haf 1887. Faðir hans er
enn á lífi í Bismarck, höfuðstað
Norður-Dakótaríkis, meira en
hálf-níræður. Annars hefir hann
lengst af verið í Mountain og
meðal annars stundað þar skó-
smíði og söðlasmíði.
Faðir húsmóðurinnar er einn-
ig á lífi. Hann heitir Gamalíel
Þorleifsson, kunnur maður með-
al Vestur-Islendinga, og einn
þeirra mörgu, sem enn í dag
hefir meira á sér snið íslendings
ins heldur en Ameríkumanns-
ins, enda þótt hann hafi verið
vestan hafs í sex áratugi. Kona
hans hét Katrín Tómasdóttir, en
látin fyrir alllöngu.
Gamalíel Þorleifsson er bóndi
norður í Garðar. Þar rak hann
lengi gripabúskap, og þó hann
sé kominn yfir áttrætt, er hann
enn liðtækur við að mjólka. Á
seinni árum hefir hann stundað
búskapinn með tveimur sonum
sínum, Theódór, er á stóra
kartöflumiðstöð, og Þorleifi, og
hefir þó meiri stund verið lögð
á hveitirækt og kartöflurækt en
áðurT Hirðing gripa er erfið á
vetrum í Norður-Dakóta, því að
þar er vetrarríki stórum meira
en á íslandi, þótt það kunni ef
til vill að hljóma einkennilega.
En Gamalíel bóndi á Garðar
er ekki aðeins gildur bóndi á
vestur-íslenzka vísu og góður og
þjóðrækinn landi. Hann er einn
ig merkilegur rithöfundur, sem
skráð hefir á skemmtilegan hátt
minningar sínar frá hinu gamla
Islandi, sem nútímakynslóðin
þekkir ekki lengur, og þeim
Vesturheimi, sem íslenzku land-
nemarnir komu til fyrir meira
en hálfri öld.
Þessi aldni Islendingur hefir
orðið fyrir mikilli sorg fáum
dögum áður en við komum á
heimili dóttur hans. Sonur hans,
afbragðsmaður um fertugt,
Tómas, prófessor í stærðfræði
við háskólann í Grand Forks, er
nýlátinn. Gröf hans er nýorpin
úti í kirkjugarðinum í Grand
Forks. En vinir hans og vanda-
menn hugga sig við það, að þar
er til moldar genginn góður mað
ur og merkur, sem í senn var
tryggur' sonur sinnar vestrænu
fóstru og þróttmikil grein á hin-
um íslenzka meiði í Vesturálfu.
Þau hjónin, Sigurður Arason
og Guðrún kona hans, eiga eins
og áður er sagt fallegt heimili,
sem býður af sér góðan þokka.
Það er í gamni nefnt The ice-
landic roost, því að það er jafn-
an opið hverjum landa, er kem-
ur til Grand Forks. Víst er það
íslenzkt, svo að landar, sem ný-
komnir eru að heiman, hafa
einskis í að sakna. En það er ekki
neinu hænsnapriki líkt. Þar er
gott að vera — hlýjan og alúðin
streymir á móti manni.
Þau hjónin hafa eignast átta
börn, sem komizt hafa á legg, öll
hafa þau verið fermd á íslenzku
nema eitt. Aðeins yngsti sonur-
inn er heima, er okkur ber að
garði, ungur piltur, sem skilur
íslenzku eins og öll börn þeirra
hjóna og talar hana svo vel, að
engum vandkvæðum er bundið
að skilja hann. Hann heitir
Lawrence Sigurður.
Hinir synir þeirra þrír voru
allir í stríðinu. Jakob var í sjó-
hernum. Hann dvaldi langdvöl-
um á íslandi — í Reykjavík, á
ísafirði, Hornströndum og Siglu
firði, svo að einhverjir lesenda
Tímans kannast efalaust mæta-
vel við hann. Annar sonur þeirra
hjóna var einnig í sjóhernum.
Hann hét Gamalíel, í höfuðið á
afa sínum, og átti líka að fara
til íslands árið 1942. Hann lagði
af stað í skipalest, en skipið, sem
hann var á, var skotið niður á
leiðinni, og þar lét hann líf sitt
eins og margir fleiri góðir dreng
ir, er tóku þátt í þeim ægilega
hildarleik, er stríðið var. Fjórði
sonurinn, Jón, sem lengi var á
sjálfum vígstöðvunum og tók
þátt í innrásinni í Þýzkaland,
kom aftur á móti heim heill og
óskaddaður. Hann er enn í hern-
um. ú- Jakob er nú kvæntur í
Washington, og á íslenzka konu,
Mary, dóttur Björns Oddsonar,
bróður Sveins prentara í Winni-
peg og Sveinbjörns prentara í
Reykjavík.
Af dætrum þeirra hjóna fjór-
um, er aðeins ein ógift, hin
yngsta, Luella Svafa Lára. Hún
vinnur í skrifstofu í Grand
Forks. Önnur heitir Sylvia, gift
í Grand Forks — Mrs. Monson.
— Hin þriðja er Katrín, býr í
San Diego á Kyrrahafsströnd-
inni, þekktur píanóleikari, gift
íslenzkum manni, Guðmundi raf
magnsverkfræðingi Björnson.
Hin elzta heitir Edith og býr við
Djöflavatn í Norður-Dakóta, gift
amerískum manni, Starkey að
nafni.
Það er með söknuði, sem við
kveðjum þetta góða íslenzka
heimili í Grand Forks — fyrsta
íslenzka heimilið vestan hafs,
sem ökkur gafst verulegt tæki-
færi til að kynnast. En við höld-
um norður á bóginn í öruggri
vissu þess, að við munum finna
fleiri slík. Og vonandi á Guð-
rún Gamalíelsdóttir í Grand
Forks eftir að sjá einhvern tíma
eyðibýlið í Hörgárdalnum, þar
sem hún leit fyrst ljós þessa
heims, af slíkum innileika, sem
hún talar um það. J. H.
Gjafir minnisvarða Jóhanns Magnúsar
og Guðrunar Bjarnason
Frá Elfros Sask.: Elfros Ladies
Aid $50.00, Mrs. Magný Helga-
son 10.00, Mr. og Mrs. K. Garner
I. 00, Mr. og Mrs. W. J. Hutchin-
son 100, Mrs. J. Stefanson 1.00,
Mr. og Mrs. J. H. Björnsson
5.00,Mr. og Mrs. H. Hornfjörð
5.00,Mr. og Mrs. M. F. R.Aird
5.00, Mr. og Mrs. S. G. Kristján-
son 5.00, Mr. og Mrs. S. G.
Kristjánson, jr., 5.00, Elfros
Hotel — Carl Sveinson og Stan
Kristjánson — 10.00, Mr. og Mrs.
J. Smith 5.00, Mr. og Mrs. W.
White 5.00, Miss Mary Jackson
5.00, Homemakers Club 5.00,
Wm. Nicol Chapter I.O.D.E.,
5.00, Mr. og Mrs. E. B. Stephan-
son 5.00, Mrs. Helga Sveinbjörns
son, Harold og Helgi 5.00, Mr. og
Mrs. E. Erickson 2.00, Women’s
Association, Elfros Union Church
10.00. — Samtals $145.00.
Frá Wynyard Sask.: H. Mar-
tin, $5.00, Arthur Thorfinnson
5.00, V. B. Hallgrímsson 5.00, Mr.
og Mrs. Jakob J. Norman 5.00,
Kvennfélagið “Framsókn” 5.00,
Mr. og Mrs. O. O. Magnússon
5.00, Steingrímur Johnson 3.00,
Valdi Johnson 3.00, A. Berman
2.00, T. W. Thorfinnson 2.00, Gísli
Benedictson 2.00, Árni Eyjólfson
2.00, Leo Melsted 2.00, H. S. Ax-
dal 2.00, Th. Bardal 1.00, H. R.
Martin 1.00, J. K. Sveinbjörnson
1.00, W. B. Maain 1.00, E. J.
Laxdal 1.00, Mr. og Mrs. J. O.
Björnson 1.00, Mrs. Kristinn
Hall 1.00, Miss Anna Guðjóns-
son 1.00, O. Gunnlaugson 1.00,
M. Jónasson 1.00, O. J. Jónasson
1.00, S. H. Axdal 1.00, T. F.
Björnsson 1.00, S. H. Johnson
1.00, H. S. Anderson 1.00, Gunn-
ar Jóhannson 1.00, O. J. Hall-
dórson 1.00, Egill Hördal 1.00,
S. K. Hall 1.00, Jónas Jónsson
1.00, A. S. Hall, 1.00, O. B.
Christianson 1.00, Th. S. Laxdal
I. 00, Halldór Guðjónson 1.00,
J. T. Hannesson 1.00, Hákon
Kristjánsson 1.00, Mr. og Mrs.
T. J. Halldórsson 1.00. — Sam-
tals $75.00.
Frá Kandahar: A. Anderson
$0.50, J. B. Vopni 0.50, Herman
Johnson 0.50, S. Vopni 0.50, S.
A. Guðnason 0.50, H. J. Jónsson
0.50, K. Eyjólfsson 1.00, S. B.
Guðnason 050, S. G. Sanders 1.00,
Sv. Sveinbjörnsson 1.00, T. Svein
björnsson 0.50, S. S. Anderson,
I. 00. — Samtals $8.00.
Frá Dafoe: B. E. Edison $1.00,
J. M. ólafson 0.75, Gísli Reykdal
0.50, D. C. Laxdal 0.50, G. J. Ólaf
son 1.00, Carl Ólafson 1.00, M.
Jóhannson 100, Mrs. S. P. John-
son 1.00. — Samtals $6.75.
Frá Leslie Sask.: Leslie Ladies
Aid $10.00, Mrs. J. Borgfjord og
Family 10.00, Mrs. G. Hornfjord
1.00, John Goodman 1.00, O. C.
Hogan 1.00, B. Gabrielson 1.00,
S. G. Ólafson 5.00, Thorsteinn
Guðmundson 10.00, Páll Guð-
mundson 10.00, Mr. og Mrs. H.
Jósephson 2.00, Mr. og Mrs. S.
Sigbjörnson 2.00, Mrs. Jóhanna
Johnson 5.00, Árnason Bros., 3.00,
G. J. Stefanson 1.40, Stefan
HQlgason 3.00, Fred E. Nordal
5.00, S. G. Nordal 3.00, E. Eyjólfs
son 1.00, A. Hermanson 2.00, J.
M. Austman 2.00, Valdi Jóns-
son 2.00, Finnur Sigurdsson 2 00,
Kristnes Ladies Aid 5.00. —
Samtals $85.00.
Frá Foam Lake Sask.: H. J.
Helgason 5.00, O. P. Helgason
5.00, K. Árnason 1.00, H. Ein-
arsson 1.00, Mundi Nordal 1.00,
N. A. Narfason 3.00, Helgi
Loptsson 1.00, V. Anderson, 1.00,
H. N. Narfason 1.00, Grímur
Hallson 1.00, Mrs. J. Janusson
I. 00, E. Johnson 1.00, Gísli Bild-
fell 1.00, Mr. og Mrs. Skúli
Björnson 5.00, John Bildfell
1.00, C. N. Helgason 1.00, Mr. og
Mrs. A. S. Sigurdsson 1.00, “Sól-
skin” Ladies Aid 1000. — Sam-
tals $41.00.
Frá Vancouver B. C.: Mrs.
John Sigurdson 1.00, Mrs. M. J.
Allan 2.00, Miss Mary Anderson
2.00, Mr. Thor Guðmundson
5.00, Mr. Henry Sumarliðason
5.00, Women’s Association Ice-
landic Lutheran Church 10.00,
Donation fram “Sólskin” mem-
bers at June Meeting 15.25, Mrs.
E. Jóhannson og Family 10.00.
— Samtals $50,25.
Frá öðrum stöðum: Mr. og Mrs.
M. Ólson, Churchbridge $10.00,
Mr. og Mrs. Finnbogi Guðmunds
son Mozart 5.0Ö, Mozart Ladies
Aid 25.00, Mr. John Hannesson,
Langruth, Man., 2.00, Laides Aid
Langruth, Man., 10.00, Mr. og
Mrs. Hjörleifsson St. Vital Man.,
10.00, Mr. og Mrs. E. G. Thomas-
son Beaver, Man., 10.00. — Sam-
tals $72.00.
Lokkur úr hári Hiilers.
Nýlega fanst lokkur úr hári
Hitlers hjá greifafrú Maria von
Stahnsdor. Var silkibandi vafið
um lokkinn og stóð á því nafn-
ið Adolf Hitler. Greifafrúin
kvað „foringjann" hafa gefið
sér lokkinn til minningar um
sig, og kvaðst hún hafa borið
hann á velgengnisdögum hans.
Lengsta hnefaleikakeppni, er
sögur fara af, var háð í Banda-
ríkjunum árið 1893. Keppendur
börðust í léttvigt í 110 lotum, en
keppnin stóð í meira en sjö
klukkustundir.
Business and Professional Cards
Thule Ship Agency lnc- 11 Broadway, New l’ork, N.Y. umboðsmcnn fyrir h.f. KIMSK1PAFÉL.AG ISLANDS (The lcelandic Steamship Co. I>td.) FL.UGFÉLAG ÍSLANDS (The Icelandic Airways Ltd.) Vöru- og farþegaflutningur frá New York og Halifax til tslands. RUDY’S PHARMACY COR. SHERBROOIÍ & ELLICE We Deliver Anywhere Phone 34 403 Your Prescriptions called for and flelivered. A complete line of baby needs.
H. J. STEFANSSON Dr. S. J. Jóhannesson
IAfe, Accident and Hcalth 215 RUBY STREET
Insurance Reprosenting THE GREAT-WEST LIFE (Beint suCur af Banning)
ASSURANCE COMPANY Talsími 30 877
Winnipeg, Man Phone 96)144 ViBtalstimi 3—5 eftir hádegi
DR. A. V. JOHNSON DR. E. JOHNSON
Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. • Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230
Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœðinpur• í augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medieal Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. # Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur i augna, eyrna, nef og háJssjúkdómunt. Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar
416 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimaslmi 42 154 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG
EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK islenzkur lyfsali DR. J. A. HILLSMAN Surgeon
Fölk getur pantað méðul og annað með pöstl. Fljöt afgreiðsla. 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329
A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslml 27 324 Heimills talsími 26 444 Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Oífice Hours 9—6 404 TORONTO GEN TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man.
Geo. R. Waldren, M. D. SARGENT TAXI •
Physiciam and Surgeon PHONE 34 555
Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. For Quick Reliable Service
PCINCEH MESSENGER SERVICE Við flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri lbúðum, og húsmuni af öllu tœl. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Slmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538
*
TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants » 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar . 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291
Phone 49 469 / Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Epuipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG \ GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlll be appreclated
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH C A N A D 1 A N FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frish and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlee Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 t
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla 1 heildsölu með nýjan og
frosinn fisk.
303 OWENA STREET
Skrifst.efmi 25 356 Helma 56 462