Lögberg - 21.08.1947, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. ÁGÚST, 1947
/
Or borg og bygð
Islenzkir sjúklingar, sem liggja
á sjúkrabúsum hér í borginni,
eða aðstandendur þeirra, eru
vinsamlega beðnir að síma Mrs.
George Jóhannesson, 89 208, ef
æskt er eftir heimsókn eða ís-
lenzku blöðunum. *
Birt að tilstuðlan Djákna-
nefndar Fyrsta lút. safn.
+
Heimili fyrir stúlkubarn
Æskt er hér með eftir heimili
handa 12 ára, enskumælandi
stúlkubarni af íslenzkri ætt. —
Ákjósanlegt væri, að miðaldra
fósturforeldrar í grend við
Winnipeg kæmi til greina. The
Children’s Aid Society of Winni
peg greiðir fyrir föt, fæði og
læknisumönnun. Sími 93581.
-f
íslenzka ræðismannaskrifstof
an í Winnipeg, æskir upplýsinga
um samastað tveggja eftir-
greindra manna: Bergur Beni-
diktsson, bróðir Gunnars skálds
Benidiktssonar í Hvera-
gerði; ættingjar Bergs á íslandi
höfðu síðast spurnir af honum
1937, og bjó hann þa í Onward
sask., áður í Major, Sask.
Jakob Stefánsson, Þórsgötu
20 B., Reykjavík, leitar upplýs-
inga um samastað Bjarna Jó-
hannssonar, er fluttist til Vestur
heims 1911. Jakob Stefánsson
frétti af Bjarna í kringum 1934.
Mun hann þá hafa verið í Winni-
peg hjá kaupi^anni, Daníel eða
Snæbirni að nafni.
Grellir L. Jóhannsson
910 Palmerston Ave., Winnipeg.
-t-
Hergeir Danielsson frá Lund-
ar var staddur í borginni á
mánudaginn.
Miss Jónína Skafel frá Victor-
ia, B. C., dvelur hér um slóðir
þessa dagana, er hún nýkomin
vestan frá Mozart, Sask., úr
heimsókn til föður síns, Jóns, J.
Skafel.
-f
ÞAKKLÆTI
Við undirrituð vottum hér með
öllum hinum mörgu vinum okk
ar í Mikley alúðar þakkir fyrir
virðulegt samsæti, er okkur var
haldið nýlega í tilefni af burt-
för okkar frá eyjunni; — við
munum jafnan minnast með hlý
hug allrar þeirrar góðvildar, er
við jafnan höfum notið í þessu
fagra byggðarlagi og óskum
byggðarbúum blessunar og
heilla í framtíðinni.
Ása og Stanley Stefánsson.
Sigríður Stefánsson,
-r
Hinar ágætu myndir, sem frú
Kristín Johnson tók á íslend-
ingadeginum á Gimli þann 4. þ.
m., og nú eru til sýnis í búðar-
gluggum WesJ-End Food Market,
fást nú til sölu á 25 cent hver
mynd. Símið frú Kristínu, 36879.
-r
Mr. og Mrs. Anderson frá
Houston Texas, voru í borginni
fyrri part vikunnar.
Mr. Ólafur Freeman banka-
stjóri frá Bottineau, North
Dakota, hefir dvalið í borginni
nokkra daga ásamt frú sinni og
dóttur. 1 för með Mr. Freeman
var einnig tengdasystir hans,
Miss Johnson frá New York.
Mr. og Mrs. Daniel Thorláks-
son frá Detroit, Mich., komu til
borgarinnar í byrjun vikunnar,
á leið vestur til Vatnabygðanna
í Saskatchewan.
♦
Síðastliðinn sunnudag áttu
þau Hermann Thorsteinsson út-
gerðarmaður og frú í Riverton,
silfurbrúðkaup, og var þeim í
tilefni af þeim atburði haldið
veglegt og afar fjölmennt sam-
sæti í samkomuhúsi bæjarins;
voru þar haldnar margar ræður
og kvæði flutt, auk þess sem
silfurbrúðhjónin voru sæmd
gjöfum. Veislustjórn hafði með
höndum Mr. Percy Wood.
MESSUBOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Sunnudaginn 24. ágúst: íslenzk
messa kl. 7 e. h.
Séra Eiríkur Brynjólfsson.
-f
Messur í prestakalli séra Hall-
dórs E. Johnson:
— Lundar sunnudaginn
17. ágúst kl. 2 e.h. -— Vogar
sunnudaginn 24. ágúst kl. 2e.h.
— Reykjavík sunnudaginn 31.
ágúst kl. 2 e.h. —
H. E. Johnson.
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 24. ágúst: — ís-
lenzk messa kl. 7 síðd. — Allir
boðnir velkomnir.
S. Ólafsson.
Messað verður að Silver Bay,
sunnudaginn, 24. ágúst kl. 2 e.h.
Sunnudaginn 31. ágúst: Messa á
Oak View, kl. 1 e. h., og að Sil-
ver Bay, kl. 3 e. h.
Allir boðnir velkomnir.
Skúli Sigurgeirsson.
-f
Argyle prestakall
Sunnudaginn 24. ágúst: Brú
kl. 11 f.h. — Glenboro kl. 7 e.h.
Eric Sigmar.
♦
Séra Kristinn K. Ólafsson flyt
ur guðsþjónustur í Vatnabygðun
um í Saskatchewan, sunnudag-
inn 24. ágúst, sem fylgir: kl. 11
f.h. að Kristnesi, á íslenzku. Kl.
2 e. h. í Foam Lake, á íslenzku.
Kl. 7.30 e. h. í Leslie, á ensku. —
Sunnudaginn 31. ágúst flytur
hann guðsþjónustur í vestur
hluta bygðanna er verða nánar
auglýstar í næsta blaði.
Guðmundur Grímsson dómari
frá Rugby, North Dakota, kom
hingað í lok fyrri viku ásamt
frú sinni, tveimur systrum sín
um og tveimur systradætrum;
þetta ferðafólk brá sér norður
til Gimli í heimsókn til Gríms
bróður Guðmundar dómara,
sem er vistmaður á Betel.
-f
Þeir J. B. Johnson, Dóri Pét-
ursson og Ó. Kardal frá Gimli,
voru í borginni um miðja fyrri
viku.
-f
Mr. Jónas Björnsson frá
Gimli var staddur í borginni
síðastliðinn fimtudag.
-♦
Eftirgreinda gesti frá Mikley
urðum vér varir við í byrjun
vikunnar: C. Tómasson og frú,
G. A. Williams og frú ásamt
tveimur börnum, Marino Tómas
son, Helgi Jónes, Mr. og Mrs.
S. Johnson, Mr. og Mrs. Valdi
Johnson og Mundi Halldórsson.
NÁMUMENN FARAST
I kolanámu skamt frá White-
mouth á Englandi, fórust nýlega
af sprengjuvöldum, 104 námu-
menn, en 13 komust lífs af, rann
sókn slyssins er enn eigi lokið;
hefir slys þetta að vonum valdið
víðtækri sorg, og vakið mikinn
óhug innan vébanda námuiðnað
arins brezka.
-f
Síðastliðinn laugardag var bor
in til moldar merk kona og
mikilhæf, Mrs. G. L. Stephen-
son 65 ára að aldri; hún lézt í
Vancouver, en lík hennar var
flutt hingað til borgar þar sem
hún hafði dvalið lengstan hluta
ævinnar; auk manns síns, lætur
Mrs. Stephenson eftir börn og
systur; útför hennar fór fram
frá Fyrstu lútersku kirkju. Séra
Rúnólfur Marteinsson flutti hin
hinstu kveðjumál og stjórnaði
útfararsiðum; fjölmenni mikið
var viðstatt útförina.
Væntanlegir eru þá og þegar
til borgarinnar loftleiðis frá Is-
landi, Kristján Þorsteinsson
starfsmaður strætisvagnafélags-
ins í Winnipeg, er heim fór með
Loftleiða-flugfarinu Hekla, og
Hjálmar Gíslason, rithöfundur,
sem dvalið hefir árlangt á ís-
landi.
GAMAN og ALVARA
Bóndinn: Eg fór fyrst til Jóns
hómópata, og hann gaf mér eitt
ráð.
Héraðslæknirinn: Ekki spyr
ég nú að ráðunum hans Jóns,
þau hafa mörgum komið í rúm-
ið og ef til vill inn í eilífðina,
eða hvað var það, sem hann ráð-
lagði yður?
Bóndinn: Að leita |il yðar.
♦
Faðirinn: Mér er óskiljanlegt,
að þú skyldir fara að kyssa dótt
ur mína í rökkrinu útf á svölun-
um.
LOOKING
for
SERVICE?
Watch for
The Opening of
ALVERST0NE
M0T0RS
SARGENT AND ALVERST0NE
September 1st
Ungi maðurinn: Mér var það
sjálfum líka óskiljanlegt, að ég
skyldi voga það, þegar ég sá
hana síðar standa undir ljósa-
krónunni í salnum.
-♦
A: Má ég biðja yður að rétta
mér blaðið þarna á borðinu hjá
yður?
B, snúðugur: Hvað eigið þér
The Swo>n Manufacturing
Company
Manu.1actv.rers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
The FINEST ol ALL
"rfi/flte Acr/ow,,
(eUotoKé
MOST
Suits or(
DressesO*#
CASH AND CARRY
For Driver
PHONE 37 261
Perth’s
888 SARGENT AVE.
K. N. J U L í U S:
KVIÐLINGAR
Fyrsta útgáfan af ljóðsafni þessa sérstæða kýmni-
skálds Vestur-íslendinga, og raunar ísilenzku þjóðar-
innar í heild, sem Bókfellsútgáfan í Reykjavík sendi
frá sér fyrir rúmu ári, seldist upp á svipstundu, og nú
er 2. útgáfa komin á markaðinn; þetta er stór bók,
prentuð á úrvals pappír og í fyrirtaks bandi. Bókina,
sem kostar $7,50 að viðbættum 25 centa póstgjaldi, má
panta hjá
M R S. B. S, B E N S O N
c/o THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
Winnipeg, Manitoba
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunufn
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu íyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaLdið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
HOLTSGATA 9, EEYKJAVIK
við? Þér haldið þó ekki, að ég sé
hér veitingaþjónn?
A: Nei, mikil ósköp, en ég hélt
að þér væruð kurteis maður, og
ég bið yður afsökunar á þeirri
skyssu.
-♦
Kennarinn: Ef þú kaupir 25
álnir af svörtu klæði fyrir 50
krónur, hvað kosta þá 6 álnir?
Kaupmannssonurinn: Það get
ég eigi sagt yður, því að það er
hvergi hægt að fá 25 álnir af
svörtu klæði fyrir 50 krónur.
inn um að vekja mig kl. sex, eins
og ég bað hann.
-♦
— Hvað sagði pabbi þinn,
þegar hann komst að því að þú
varst búinn að keyra bílinn í
klessu? '
— Má ég sleppa blótsyrðun-
um?
— Já.
— Hann sagði bara ekki stakt
orð.
Gesturinn við veitingasalann:
Er yður alvara að ætla að selja
mér á fimmtán krónur þetta
rúmlán í nótt? Eg hefi ekki get-
að sofnað blund í þessu bann-
settu fleti, og svo sveikst þjónn-
Minnist
BETEL
í erfðaskrám yðar
-*
fCCI) CACCELÍ
ECC f f lTAIN
Britain contributed her all in the world battle for
freedom. Today, over two years after V-E Day, Britain’s
plight is serious. She is suffering from a serious shortage
in the variety of foodstuffs and necessary vitamins.
We Canadians are very fortunaté in that we were not
too severely rationed during the war and today we are
prcatically back to our pre-war way of living. Not so in
Britain. Besides the heavy drain on her foodstuffs during
the war years, adverse weather conditions have played
havoc with her growing crops, livestock and reserve food
stored in her warehouses.
We Canadians have been sending food parcels to our
friends and relatives in Britain and we all know how much
they are appreciated.
It is the aim of the Rotary Club to send food parcels
to Britain to aid those less fortunate families who have had
no help from abroad. All cash contributions will go
ENTIRELY to the purchase of food.
These food parcels are of two standard sizes—valued at
three dollars and five dollars. The contents have been
chosen by dietitians to help balance Britain’s diet.
Cartons, packing and freight to Montreal are con-
tributed by the Rotary Club. Ocean freight and distribution
charges in Britain are paid by the British Ministry of Food.
The distribution of these food parcels is under the full
supervision of the British Ministry of Food in co-operation
with the Rotary Clubs of Britain.
Send your contributions for this worthy cause to the
Rotary Club of Winnipeg, 154 Royal Alexandra Hotel,
Winnipeg, Manitoba.
This space contributed by
SHEA’S WINNIPEG BREWRY LTD
MD194
Annist varlega um símaáhöld yðar. Erfitt
er að fá hluti í stað þeirra. sem skemmast.
• LÁTIÐ EKKI SNURÐU HLAUPA Á
SÍMÞRÁÐINN.
• LÁTIÐ BÖRN EKKI FITLA VIÐ
SÍMANN.
• KASTIÐ EKKI NIÐUR VIÐTÖKU-
ÁHALDINU.
Sýnið símanum nærgætni . . . hann er ein-
ungis nytsamur meðan hann er í lagi!