Lögberg - 28.08.1947, Page 1

Lögberg - 28.08.1947, Page 1
PHONE 21 374 jJaU1x ^y'O'E^ ® A Complele Cleaning Inslilulion fV^-V-sx .Gt 60. ÁRGANGUR PHONEs 21 374 X V>Gtt^C VVtt^gi-o^ Lttu11 fOO- A Complele Cleaning Instilulion WINNIPEG, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST, 1947 NÚMER 34 Þórir Bergsson: Tvö kvæði K V Ö L D Nú dregur nóttin dökka voð á dagsins hvílurúm, og eftir sólar geislagnoð um geiminn siglir húm. Eg heyri út við hleina og sker að hafið varpar önd, er liðni tíminn fram hjá fer í fjarlæg myrkurlönd. Svo hvarf mér þessi kæra stund og kemur aldrei meir. Með vinum átti ég fegins fund, en farnir eru þeir. Sem snöggvast ljómi leiftur bjart er lítið dægurskeið, svo breiðist myrkrið, mjúkt og svart á mína og þeirra leið. Rafmagnsstóllinn Hann settist í stólinn, og svo var það gert, á svipstundu var það búið. Járnhring að úlnlið og ökla hert eitt augnablik, handfangi snúið. Réttvísin hafði hlotið sitt gjald. Horaður fangi var dauður. Heimkominn hafði goldið gjald glataður, týndur sauður. Alikálf honum enginn bauð ellegar glas af víni, þó hafði hann sóað öllum auð og orðið að versta svíni. Og nú sat hann þarna í þessum stól og þoldi mannanna dóma. Og á þetta horfði sólnanna sól úr sínum himneska ljóma. Brennur og böðulsverk Lögreglan í British Columbia hefir ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið, því ýmissum meðlimum hennar hefir naum- ast fallið blundur á brá vegna brennuvarga innan vébanda Doukobor-nýlendunnar í ná- grenni við bæinn Nelson, þar í fylkinu; þessi skrítni þjóðflokk- ur á rót sína að rekja til Kákasus héraðanna í Rússlandi, og komu nokkrar þúsundir hans hingað til lands skömmu eftir síðustu aldamót, er gefið hafa sig eink- um við búnaði; þetta fólk skipt- ist í tvo flokka; er annar þeirra íhaldssamur og löghlýðinn, en hinn óstýrilátur og vill hafa sína eigin hentisemi, svo sem það að ganga berstrýpaðir hvemig sem viðrar og hvernig sem ástatt er. Nú hafa þau tíðindi gerst vest- ur við ströndina, að hinn vinstri fylkingararmur hefir tekið upp á þeim óskunda, að brenna skóla og búgarða, er hinir hæglátari ættbræður þeirra réðu yfir, og hefir af þessu hlotist geisilegt tjón; en þótt lögreglunni hafi nú að miklu leyti tekist að skakka leikinn, er þó enn eigi ugglaust um frekari spjöll og gauragang. Jónas A. Sigurðsson: LJÓÐMÆLI Richard Beck gaf út. Winnipeg 1946. Kirkjuritið hefir oftar en einu sinni flutt ljóð eftir Jónas A. Sigurðsson prest í Vestur- heimi, svo að hann mun lesend- um þess að góðu kunnur. — Nú eru kvæði hans og sálmar komn- ir út í vandaðri útgófu, sem prófessor dr. Richard Beck hefir annazt af smekkvísi og prýði. Þetta er allmikil bók, nær 300 bls. í stóru broti. Henni er skipt í þætti, sem hér segir: 1. Ætt- jarðarkvæði og eggjana. — 2. Sögukvæði og þjóðsagna. — 3. Árstíða og náttúrulýsingar. — 4. Ýmisleg kvæði. — 5. Lausavísur. — 6. Tækifæriskvæði. — 7. Eftir mæli og minningaljóð. — 8. Sálm ar og andleg ljóð. — Þýðingar. Kvæðin eru misjöfn að gæðum, eins og eðlilegt er, en yfirleitt vel kveðin og skipa höfundi tví- mælalaust á hinn æðra bekk ís- lenzkra skálda í Vesturheimi. Bezt þykja mér ættjarðarkvæð- in, eftirmælin og sálmarnir. —1 Kvæðið um séra Kjartan Helga- son er t. d. ágætt, lýsingin sönn og snjöll. Höf. er eldheitur til- finningamaður, og má einkum finna þess vott í ættjarðarljóð- um hans. Sendir hann okkur marga hlýja kveðjuna austur yfir hafið. Þessi virðist mér einna fegurst: Nú fer hugur minn heim, — yfir höfin — um geim, nú skal hávetrarnepjunni gleyma Nú er sumar um sæ, nú er sólskin í bæ, nú er sóley varpanum — heima. Ásmundur Guðmundsson “Kirkjuritið” Skógareldar Tjón af völdum skógarelda í Quebec og á ýmissum stöðum í Nova Scotia, er orðið svo mik- ið, að milljónum dollara skiptir; nú er þó nokkuð farið að draga úr eldunum vegna aukinna rign- inga austur þar. Nýtt 400 smál. fisk- og flutningaskip í nótt kom hingað skip, sem nýlega hefir verið keypt í Bret- landi, og nefnist Pólstjarnan. Skip þetta, sem er 400 tonn að stærð, er nýlegt skip og var áður í eigu brezka sjóhersins. — Er það af þeirri skipagerð, er nefnast korvettur, en áður en það kom hingað, munu hafa verið gerðar á því ýmsar breytingar, til þess að gera það hentugra til veiða og flutninga. Mun því aðallega vera ætlað að stunda síldveiðar og fiskflutn- inga. Eigendur skipsins eru Njáll Gunnlaugsson o. fl., sem hafa myndað um það hlutafélag. Verð ur skipið gert út frá Dalvík. Áður er komið eitt samskonar skip hingað til lands. Kom það fyrir skömmu og nefnist Straum ey. Er það í eigu Hreins Páls- sonar, skipstjóra í Hrísey. Vísir, 25. júlí. Hækkun hveitiverðs Verslunarmálaráðherra sam- bandsstjórnar, Mr. MacKinnon, hefir lýst yfir því, að er næsta þing kemur saman, hafi stjórn- in ásett sér að mæla með allveru legri hækkun á lágmarksverði hveitis frá því, sem nú er; hvað hækkunin kann að nema miklu, er enn eigi vitað, þótt Ottawa- fregnir telji líklegt að hún verði um 30 cents á mæli af Na 1 Northern hveiti. Önnur áskorun Öryggisráð sameinuðu þjóð- anna hefir nú í annað sinn skor- að á Hollendinga og Indonesa, að binda enda á vígaferlin í Austur Indlandseyjunum. Tíu þjóðir greiddu atkvæði með áskorun- inni, en Bretar létu málið af- skiptalaust. Eimreiðin. ♦ ♦♦♦♦♦* Heildaraflinn um 400,000 mál. Sallsíldarmagnið svipað og um s. 1. helgi. Alls hefir nú verið landað á Raufarhöfn um 40 þúsund mál- um síldar frá því að veiðin við Langanes hófst núna fyrir nokkr um dögum. Frá því klukkan 6 í gærkveldi og þar til í morgun höfðu 16 skip komið til verksmiðjunnar á Raufarhöfn og landað alls um 9 þúsund málum. Síld þessi veidd ist nær öll á Bakkafirði og við Digranes. m Dágóð veiði var í nótt beggja megin við Langanes, en alldimm þoka og hamlaði hún veiðum að nokkru leyti. — Síldin, sem bor izt hefir í land til Raufarhafnar, hefir enn ekki verið brædd nema að nokkru leyti. Heildarafli síldar, sem nú hef- ir borizt í land hjá öllum síldar- verksmiðjum á landinu er nú um 400 þúsund mál, að því, er Sveinn Benediktsson formaður stjórnar S. R. tjáði Vísi í morg- un. Ríkisverksmiðjurnar hafa alls tekið á móti um 215 þúsund má- um, og verksmiðjur, sem eru í einkaeign eða bæjarfélaga hafa tekið á móti um 185 þúsund mál- um. Lítið hefir bætzt við salt- síldaraflann frá því um síðast- liðna helgi. Stormur er nú á miðunum og auk þess þoka, svo að veiðiveð- ur er ekki gott. Verksmiðjurnar, sem eru á vestara veiðisvæðinu, hafa nú allar lokið bræðslu á síld þeirri, sem þeim hafði borizt. Vísir, 25. júlí. Hjalli Pálsson. LÝKUR PRÓFI Þessi ungi og bráðefnilegi maður, Hjalti Pálsson, hefir ný- lega lokið fullnaðarprófi í land- búnaðarverkfræði við Iowa State College með hárri einkunn, áður hafði hann stundað nám við landbúnaðarháskólann í Fargo, N.-Dak. — Hjalti er son- ur Páls Zóphónísarsonar al- þingismanns og Guðrúnar Hann esdóttur; mun hann fyrst um sinn starfa í þjónustu Inter- national Harvesters-félagsins í Chicago. Stjórnarkreppa Grikkland býr um þessar mundir við alvarlega stjórnar- kreppu; bræðslustjórn sú, er Demetrios Maximos veitti for- ustu hefir hröklast frá völdum, og enn er alt í grænum sjó varð andi myndun nýrrar stjórnar; sendiherra Bandaríkjanna í Aþenu hefir að sögn boðið hin- um svonefndu borgaraflokkum í Grikklandi aðstoð sína um myndun nýs ráðuneytis, án þess að borið hafa árangur; enda mun slík íhlutunarsemi af hálfu erlendra stjórnarvalda naumast verða réttlætt. Meiri markleysa Það má nærri geta, að Stefán Einarson ritstjóri Heimskringlu, hafi skrifað margt, og ekki all- fátt af því merkilegt, á sinni löngu ritstjórnartíð. — Hann er fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir athugasemdir sínar, er þykja bæði stílfastar og rök- hugsaðar. Hann ber hæst þeirra manna allra er enn hafa fengist við þá tegund bókmenta, en Stefán er ekki við eina fjölina feldur. 1 síðustu Heimskringlu kom út eftir hann byrjun á skáld sögu fyrir börn og unglinga, sem óhætt er að fullyrða, að standi jafnfætis því besta er hann hefir ritað á öðrum svið- um. Söguhetjan er Smaúel frændi. Höfundurinn raðar efn- inu vel niður, og framsetningin er mjög við bafna hæfi, og efnið í hvívetna hið ákjósanlegasta, til þess að auka siðgæði og ósér- plægni hinnar uppvaxandi kyn- slóðar. En einmetið er engum gott, og frá skáldskaparlegu sjónarmiði þykir mér einna mest varið í kaflann um þá Jónas Pálsson og Pál Guðmundsson. Þar er unglingunum lagt upp í hendurnar tækifæri til saman- burðar á hinu illa og góða.. Hér má heita vel af stað farið, og bíð ég næsta kapítula með óþreyju. Páll Guðmundsson. Uppskerumagn Nýjustu fregnir herma, að uppskerumagnið í Rússlandi muni í ár verða því sem næst tuttugu af hundraði meira en í fyrra. Verkfall vofir yfir Eins og nú horfir við, eru full- ar líkur á, að verkfall geti haf- ist þá og þégar við brauðgerðar- verksmiðjurnar hér í borginni; hafa verkamenn svo að segja ein róma greitt atkvæði með verk- falli og krafist 15 centa kaup- hækkunar á klukkustund; en um elleftu stundu, er verið að hefja einhverjar tilraunir til samkomulags. Kosningar í aðsigi Þann 31. þ. m. fara fram al- mennar þingkosningar í Ung- verjalandi samkvæmt hinni nýju stjórnarskrár landsins; verða að minnsta kosti fjórir flokkar í kjöri; atkvæðisréttur er bund- inn við átján ára aldur, og má slíkt til nýmæla teljast í Norður álfunni. MINNI ÍSLANDS Flutt að Blaine Wash., 27. júlí 1947. “Hann hóf upp augu sín. Þeir hafa--------og spámennina”. Kölski hafði Harald lúfu helstefnunni í Noreg sent. Kúgun lýðsins konungdómi keypt, en óðals herra lént. Deilur, sundurþykkja þeirra þjóðinni að falli varð. Öryggið sem ennþá sækir undir högg, í konungs garð. Drottin sá hvað verða vildi. Vandamáli sinti strax. Norður í höfum — óspilt — eyland átti, geymt til þessa dags. Gyðingarnir höfðu honum — hilsknir — reynst in týnda hjörð. Honum reizt — í húsmenskunni — hokurrikis stofn á jörð. Fjallaland og ljósþrá, mundu laða hugum frelsingjans uppá við, en úlfúð vetrar efla manndóms, þroska hans. — Framsókn hans til fullkomnunar — Frelsið — hugsjón landnemans — einangrunin átti að verja, ásamt vitrum lögum hans. Drottinn það um ótal aldir undir komu sína bjó: Leiddi vermistraum að ströndum, — slagæð lífs frá Mexico. Klæddi skógum f jöll og f jöru. frægt og það í sögum er. Að á landnáms — dögum — dýrmætt draup af hverju strái smér. Fagurt er þar um að litast, Enn er bjart um fögruhlíð — Útsýnið — þó annað breytist — eins og var á landnámstíð. Ekkert mál, á orð sem lýsa árstíðinni vori, þar sem að nætur röðull reifar roðagulli land og mar. Sjá, hann vildi vorið réði vali mannsins, skjólstæðing sínum. Yrði sumarauki, sól og skúrir nýgræðing. Á hvað, þar að endurplanta uppgræðinginn. Mannlífstré. Láta — Ægir — boða brattann — binda um helgidóminn vé. íslands þjóð! Til þín var talað. Þú varst drottins annað val. Merki hans að hefja, boða heimi þann sem koma skal. Öllum þjóðum átt að kynna yfirburð hins frjálsa manns. Forgönguna að þú eygir inn í fögnuð ríkis hans. Sjámenn þér öllum öldum — auðnan gaf og veitir enn. Skamt er sumra og skylt að minnast: Skúla, Jón og Fjölnis menn. Listaskáld — í tuga tali — Trúarskáld og lífsins von. — Nýja jörð og nýjan himinn — Nýál. Helga Pétursson. Blóðlengd þín — á þrömum heljar — þreifar um öfug fráspor sín. Friðar bogans undir enda — aldadrauma — rekur þín. Biður þess að bróður eðlis blessun, hvíli yfir þér. Útval þitt og vitjun vitir. Veitir því, sem göfugt er. A. B. \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.