Lögberg


Lögberg - 02.10.1947, Qupperneq 1

Lögberg - 02.10.1947, Qupperneq 1
PHONE 21374 iot ,Vtoiie< r,l£>atVeTS Clca ot V0***?#. cfröft- A Complele Cleaning 'Inslilulion « PHONE 21 374 . rA .-rt\\0^ , pr\) c , Ctea' 4 D’-V .ncrt A C< mplele Cl< aning • Insl iiulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGIN.n 2. OKTÓBER, 1947 NÚMER 39 Canada og ísland stofna til stjórnmálasambands sín á milli Hon. Thor Thors verður fyrsti sendiherra íslands í Ottawa Sérstæður og gagnmerkur at- burður gerðist í þróunarsögu íslenzka lýðveldisins, er forsæt- isráðherrann í Canada, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, gerði það lýðum ljóst yfir canadiska út- varpið á föstudagskvöldið var, að Canada og ísland hefðu ákveð ið að stofna til stjórnmálasam- bands sín á milli og skiptast á sendiherrum. Mr. King lét þess jafnframt getið, að Hon. Thor Thors, sendiherra íslands í Was hington, yrði fyrstur íslenzkur sendiherra í Ottawa, og myndi gegna slíku embætti hjá ná- grannaþjóðunum tveimur; ekki er enn vitað hver verði hinn fyrsti sendiherra Canadastjórn- ar á íslandi. Ekki verður efað, að ríkisstjórn íslands hafi vel tekist til um Thor Thors. valið, þar sem í hlut á jafn vitur ágætismaður, sem hr. Thor Thors er. Þunglegar horfur Á föstudaginn í vikunni, sem leið áttu með sér fund í Toronto verkamálaráðherrar canadisku fylkjanna, að undanskildum British Columbia og Prince Edward Island fylkjunum, með það fyrir augum, að ræða um hið mikla verkfall hjá þremur stærstu sláturfélögum í landinu, og reyna að komast að einhverri málamiðlun, en hér fór á annan veg; niðurstöður fundarins urðu aðeins þær, að verkfallið frá byrjun væri ólöglegt, að verk- fallsmenn hefðu gengið á gerða atvinnusamninga og þar fram eftir götunum; verkamálaráð- herra Saskatchewan-fylkis lagði fram minnihluta álit,'og kvaðst eigi geta fallist á, að verkfallið væri ólöglegt, enda skipti það að sjálfsögðu meira máli, hvernig tækist til um lausn þess. Það væri synd að segja, að horfurnar í þessu alvarlega verk fallsmáli færi batnandi, því nú hafa verkamenn hinna minni og óháðu sláturfélaga, tilkynt atkvæðagreiðslu um verkfall innan vébanda þeirra, sem gera má ráð fyrir að einnig verði já- kvæð. Smjörlíkisgerð James Sinclair, Liberal þing- maður fyrir Vancouver-kjör- dæmið hið nyrðra, hefir lýst yf- ir því, að á næsta sambandsþingi ætli hann sér að flytja frumvarp til laga, er heimili smjörlíkis- gerð í Canada; fram að þessu hefir það verið lögbannað að búa tij smjörlíki í landinu eða flytja það inn; telja má víst, að frum- varp Mr. Sinclairs sæti nokk- urri mótspyrnu, ems og frum- vörp sama efnis, sem áður hafa verið flutt á þingi og hlotið skjótan aldurtila. Tala kjósenda í Winnipeg Þann 22. þ. m. fara fram bæj- arstjórnarkosningar í Winnipeg, og samkvæmt endurskoðaðri kjörskrfj nemur tala atkvæðis- bærra manna og kvenna 166,546. Ferðir til íslands Ferðamannaskrifstofan í New York, er gengur undir nafninu Viking Travel Service og Gunn- ar Paulson veitir forustu, biður þess getið, að þeir, sem hafi í hyggju að heimsækja Island næsta ár, ættu að gefa sig fram við skrifstofuna sem allra fyrst og tryggja sér þannig far, því eftirspurn sé geysimikil varð- andi flugferðir milli New York og höfuðborga Norðurlanda. Áminst ferðamannaskrifstofa sér að öllu leyti um ferðalög yðar frá heimili yðar og til baka; hún hefir umboð fyrir American Overseas Airlines, er fljúga farþegaflugvélum sínum um ísland báðar leiðir þrisvar í viku. Tvö þúsund og sex hundruð mílna flugferð sfrá New York til Islands, stendur ekki yfir nema hálfan fjórtánda klukku- tíma. Fargjald aðra leið $271.00, en báðar leiðir $489.50. Nýjar flugsamgöngur Hermálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. Claxton, hef- ir kunngert, að á næsta ári hefj ist reglubundnar flugferðir milli Canada og Ástralíu; verð- ur íTrans-Canada flugfélagið, sem tekur að sér ferðirnar; flog ið verður frá Vancouver til San Francisco, en þaðan til Sydney í Ástralíu; hafa stjórnarvöld Canada og Ástralíu orðið á eitt sátt um það, að framkvæmdir í máli þessu þyldi ekki lengri bið. Hámarksverð lífsnauð synja Verkalýðssamtök í flestum hinna stærri borga í Canada, krefjast að hámarksverð lífs- nauðsynja í landinu verði innleitt að nýju; er á það bent, að með afnámi hámarksverðs- ins skapist að óþörfu harðrétti meðal almennings; að hækkun verðlags leiði til óhæfilegs gróða fyrir stóriðjufyrirtækin og dragi að sama skapi úr kaupgetu fjöldans; að slíkar aðstæður hljóti fyrr en síðar að leiða til ískyggilegs atvinnuleysis innan vébanda þjóðarinnar. Aðalfundur Karlakórs Islendinga í Winnipeg var haldinn 30. sept. s. 1. í sal- arkynnum Sambandskirkjunnar. Hófst fundurinn kl. 8.30. — For- seti Guðm. Stefánsson setti fundinn og skýrði frá störfum á árinu. — Var síðan gengið að aðalfundastörfum og ýmis önnur mál tekin fyrir og afgreidd með mikilli lipurð. — Var síðan geng ið til stjórnarkosninga. Guðm. Stefánsson og Davíð Björnsson, er báðir áttu sæti í fyrrv. stjórn báðust undan endurkosningu. —- Þakkaði fundurinn þessum tveim mönnum frábærilegt og óeigin- gjarnt starf í þágu kórsins. Hina nýkjörnu stjórn skípa nú eftirtaldir menn: Forseti: Óli Björnsson. Ritari: Tryggvi Thorsteinsson. Gjald- keri: Guðm. Mýrdal, endurkjör- inn. — 1 varastjórn eiga þessir menn sæti: Forseti: Stanley Skagfeld. Rit- ari Páll Hallsson. Gjaldkeri: Valdi Guðmundsson. — Bóka- vörður var kosinn örn Þorsteins son. — Kosin var nefnd er ákveða skal viðfangsefni fyrir kórinn. Nefndina skipa: Ragnar Stefáns- son og Guðm. Stefánsson. — Endurskoðendur voru kjörnir þeir Chris Einarsson og Steindór Jakobsson. Áður en fyrrv. forseti vék úr sæti, þakkaði hann kórmönnum góða samvinnu og óskaði kórnum . heilla. — Ríkti mikill áhugi kór- manna um að efla kórinn eftir beztu getu. Minna má nú gagn gera Samkvæmt fregnum frá Par- ís þann 29. september, s. 1., er fastaher rússnesku ráðstjórnar- ríkjanna um þessar mundir hvorki meira né minna en 1.800.00 manns; staðhæfir fregn- in, að ekkert annað ríki hafi annan eins mannfjölda undir vopnum. Aðalfundur Um tuttugu prestar sátu aðal- fund Prestafélags Suðurlands, er haldinn var að Þingvöllum s.l. sunnudag og mánudag. Á sunnudagskvöld gengu prest ar til kirkju og hlýddu á messu er séra Sveinn Víkingur flutti, en síra Garðar Svavarsson þjón- aði fyrir altari. — Um kvöldið flutti síra Valdimar Eylands er- indi um kirkjulíf meðal Vestur- Islendinga, en síra Sigurður Pálsson að Hraungerði flutti fréttir af kirkjuþinginu í Lundi, en þar var hann einn af fulltrú- um íslenzku kirkjunnar. Á mánudag var tekið fyrir að- alumræðuefni fundarins: — Fermingin og fermingarundir- búningur. Málshefjendur voru síra Arngrímur Jónsson í Odda, og síra Jakob Jónsson. — Urðu miklar umræður um erindið og stóðu þær lengi dags. Síra Jó- hann Hannesson flutti kafla úr fyrirlestri Karls Barth guð- fræðipróf. við háskólann í Bern. Þá fór fram kosning stjórnar Prestafélagsins og var stjómin öll endurkosin, en hana skipa Síra Hálfdán Helgason formað- ur, síra Sigurður Pálsson ritari og síra Garðar Svavarsson gjald keri. — i Fundinum lauk með altaris- göngu í Þingvallakirkju. Mbl., 3. sept. Eitt verkfallið enn Svo að segja í sömu andránni samskonar verkfall á Skotlandi, og verkfallinu í kolanámunum á Englandi lauk, hófst annað og stendur það enn yfir; að því verkfalli standa 'tíu þúsundir námumanna, er krefjast bættra vinnuskilyrða og hækkaðs kaups. Brezkar kolanámur hafa eins og vitað er, verið þjóðnýttar, og nú er það ríkið, sem er vinnuveitandinn og á- byrgð ber á lífskjörum starfs- manna sinna. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ < Kvæðið um hana Kötu % I sælli bygð við svanavötnin bláu, Er sólin blessuð kysti blómin smáu, Eg kyntist Kötu .fyrst En hún var augna yndi, allra fríðra sveina, Eg ástfanginn varð líka, því ber ekki að leyna. Hún var svo góð og gleði þyrst. Og ungmeyjuna dreymir, um skraut og silki-sokka, Um sjafnarlíf á vorin, og kannske litla hnokka, Um lífsins unað: grund og græna skóga, Þá riddara, er koma ríðandi yfir fjöllin I rómantískri hrifning þeir spora heimavöllinn. Þeir færa henni gull og gæfu nóga. Þeim seinkar kanske á sumri og sóldögunum fækkar, Senn að hausti líður og vonar ljósið smækkar. — Eðlilega leiðist þeim, er lengi verða að bíða. Þú átt að kveikja ljósin áður en skuggar falla Og ástin kyndir vita, er lýsa veröld alla. — En æskunni er eðlilegt að elska bæði og líða. Seinast gengur Kata í sæng með gömlum manni Sýndist gullið skína í þessum myrkva ranni. Að komast inn í bergið hún kafaði vötn og snjóa, En kalt varð henni næsta í þessum brúðarsal - Og kuldavetur lífsins hjartanu úr henni stal. Hún gekk um hjarnið, urð á báða bóga. Mér er Kata minnisstæðust kvenna 1 mínu hjarta logasárin brenna Eftir glöpin, örlögin og synd, En aldrei var ég þessum kulda kvalinn Og komast má úr logunum niður í heiða dalinn Hver þíðir hjartans klaka mynd? # H. E. Johnson. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦-»•♦♦♦♦ G. L. Jóhannsson Sæmdur heiðursmedalíu Samkvæmt tilkynningu frá sendiherra Dana í Canada, Hon. G. B. Holler, hefir G. L. Jó- hannsson ræðismaður Islands og Danmerkur í Sléttu-fylkjunum þremur, verið sæmdur Liberty medalíu hans hátignar Kristjáns konungs hins tíunda, í viðurkenn ingarskyni fyrir dygga þjónustu meðan á hernámi Danmerkur stóð. Saltfiskúr seldur Kristján Einarsson framkvstj. Sölusambands íslenzkra fiski- framleiðenda hefir skýrt Morg- unblaðinu frá því, að samningi sé nú lokið milli SlF annarsveg- ar og Commodity Credit Cor- poration, Washington, hinsveg- ar, þar sem þeir kaupa 3400 smá- lestir af íslenzkum saltfiski og fer greiðsla fram í dollurum. Fyrir rúmri viku kom hingað til lands Mr. Robert W. Tyson, sem var fulltrúi Bandaríkja- stjórnar í þessum efnum, og samdi hann um kaup þessi fyrir þeirra hönd. Afskipun á fiski þessum fer fram í október og nóvember. Verð það, er vér fáum fyrir fiskinn, er mjög hliðstætt því er vér höfum náð annars stað- ar á sama tíma, en hér er um dollaragreiðslu að ræða, eins og áður segir. Með þessari sölu mun láta nærri að seld hafi verið um 20 þús. smálestir af saltfiskfram- leiðslunni, en hún nemur alls um 30.000 smálestum á þessu ári. "'Mbl. 6. sept. Kveðja lið sitt heim Umboðsstjórn Breta í Pale- stínu, er nú í þann veginn að syngja sitt síðasta vers. Attlee- stjórnin hefir nýverið gert al- þjóð manna kunna þessa ráð- stöfun sína, og falið sameinuðu þjóðunum lausn hinnar svo- nefndu Palestínu-deilu; gera má ráð fyrir, að það taki nokk- urn tíma þar til alt áminst setu- lið verður horfið á brott úr land- inu helga. Valin í öryggisráð Svo hefir skipast til að Cana- da hefir hlotið kosningu í ör- yggisráð sameinuðu þjóðanna til tveggja ára; mun þetta frá því, er alþjóðaþingið kom sam- an, hafa þótt nokkurn veginn sjálfsögð ráðstöfun; í næstu tvö ár, verður Candada þar af leiðandi, að eiga fastan erind- reka í New York til þess að sinna þeim störfum, er öryggisráðið kann að krefjast frá degi til dags. Kosinn í ritstjórn Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bókment um við ríkisháskólann í Norður- Dakota, hefir verið kosinn að- stoðarritstjóri ársfjórðungsrits- ins Scandinavian Siudies, en er gefið út af hálfu fræðafélags- ins The Society for the Advance ment of Scandinavian Study, sem vinnur að eflingu nor- rænna fræða vestan hafs. Hefir dr. Beck á undanförn- um árum birt margar ritgerðir og fjölda ritdóma um íslenzkar o gnorskar bókmenntir í þessu kunna fræðiriti, nú seinast í febrúarhefti þess í ár ítarlega ritdóma um síðasta bindi “Islandica”-safns Halldórs pró- fessors Hermannssonar og fyrsta bindið af “íslenzkri menning” eftir dr. Sigurð Nordal, eins og áður hefir getið verið hér í blaðinu. Dr. Beck hefir einnig um langt skeið átt sæti í stjórn arnefnd fyrrgreinds fræðafélags og er fyrrv. forseti þess. Aðalritstjóri ofannefnds tíma- rits er prófessor A. M. Sturte- vant, við ríkisháskólann í Kansas, en aðrir ritstjórar, pró- fessor A. L. Elmquist, við ríkis- háskólann í Nebraska, prófessor Gösta Franzen, við Chicago-há- skóla og prófessor Walter John- son, við ríkisháskólann í Suður- Dakota. Ur borg og bygð Gefin saman í hjónaband, að heimili lúterska sóknarprestins í Selkirk þann 27. september: Sigursleinn Halldór Magnússon, Hnausa, Man., og Jóna Kristín Johnson, Geysir, Man. — Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. J. V. Magnússon, Hnausa, en brúðurin er dóttur Guðmundar Magnúsar Johnson, og Rannveig ar Einarsdóttir konu hans, Geys- ir, Man. Við giftinguna aðstoð- uðu Lilja Soffía Johnson, systir brúðurinnar og Gunnsteinn Magnússon, bróðir brúðgumans. Heimili ungu hjónanna verður Hnausa, Man. ♦ Jón Sigurdson félagið heldur “Silver Tea” og sölu á heima til- búnum mat á laugardaginn 4. október í T. Eaton Assembly hall frá kl. 2,30 til 4,30. Mrs. B. S. Benson forseti félagsins hefir aðal umsjón með sölunni. Vinir og velunnarar félagsins eru beðnir að muna eftir stað og stund. ♦ Mr. og Mrs. S. B. Johnson frá Glenboro voru stödd í borginni á þriðjudaginn. ♦ Látin er nýlega hér í borginni Mrs. Thorlákur Johnson, hin mætasta kona, er átt hafði við langa og stranga vanheilsu að búa; auk manns síns lætur hún eftir sig eina dóttur. ♦ Gefið iil Sunrise Lulheran Camp Immanuel Missionary So- ciety Wynyard $10.00. Kvenn- félag Herðabreiðarsafnaðar — $25,00. — Gefið í minningarsjóð- inn $10,00 frá Thorbirni Magnús syni, Gimli, í minningu um Srgt. Leonard Norman Jónasson og Oscar Goodman. — Meðtekið með innilegu þakklæti. Anna Magnússon Box 296, Selkirk, Man. I

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.