Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1
DEMANTS
AFMÆLI
LÖGBERGS
60. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, 13. NÓVEMBER, 1947
DEMANTS
AFMÆLI
LÖGBERGS
NÚMER 45
Elli- og Hjúkrunarheimilið Grund 25 ára
29 október — 1922-1947
Heillaóskir til Lögbergs írá íslandi
"Reykjavík, í október 1947
Með þökk fyrir mikilvægt, íslenzkt menningarstarf
blaðsins og alúðaróskum til Lögbergs sextugs.”
Sveinn Bjömsson, forseti.
"Reykjavík, í oklóber 1947
Þakka Lögbergi 60 ára menningar og þjóðræknisstarf
og óska þér og blaðinu heilla um ókomin ár.”
Sigurgeir Sigurðsson, biskup.
(pessi glögrg-hugsaöa og prýðilega
greinargerð um sögu og starfrækslu
Elli. og hjúkrunarheimilisnis Grund I
Reykjavík, finnur vafalaust næman
hljómgrunn I Irjörtum Vestur-lslend-
iniega, því svo ant hafa þeir látið sér um
hliðstætt mannúðarmál; nægir I því efni
að vitna í Elliheimilið Betel, hið ný-
Stofnaða Elliheimili 1 Vancpuver, og
Elliheimilin, sem nú eru 1 uppsiglingu
að Mountain, N. Dak., og I Blaine,
Wash.
Hinn framsækni forstjóri Elliheimilis-
ins Grund, heimsðtti oss eins og kunn-
ugt er, ekki alls fyrir löngu, og skoðaði
jafnframt Betel á Gimli; hann sendi
Mr. J. J. Swanson áminsta grein, er
kom henni þegar á framfæri við Lög-
berg; er blaðið báðum aðiljum þakklátt
fyrir hugulsemina. — Ritstj.).
Fyrstu tildrög að stofnun Elli-
heimilisins Grund erli þessi í
stuttu máli:
Sjóm Samverjans, er annaðist
matgjafir handa fátækum börn-
um og gamalmennum í Reykja-
vík í 10 vetuir (1913—1922 stofn-
aði til skemtunar fyrir gamalt
fólk sumarið 1921, og hélt því á-
fram allmörg ár. Árið 1922 varð
afgangur af slíkri skemtun 541
kr. Var sú upphæð lögð til hlið-
ar, sem stofnfé, “handa elliheim-
ili sem vonandi verðuir einhvern
tíma stofnað”, sbr. dagblaðið Vís-
ir 21-7-1922. Jón Jónsson beykir
bauðst þá til að gefa 1500 kr. og
safna fé hjá bæjarbúum, “ef
stjóm Samverjans lofaði að byrja
heimilið þá um haustið.”
Eftir margar bollaleggingar
fékk Jón þetta loforð og tók
hann þá að safna fé.
‘ Á mánuði safnaðist um hálft 9.
þúsund kr. Nýlegt steinhús, kall-
að Grund — þar sem nú er barna-
heimilið Vesturborg — var keypt
fyrir 35 þús. kr. Umbætur gerð-
ar á húsinu fyrir nál. 10 þús. kr.
og öllu hraðað sem mátti, enda
héldu gjafir áfram.
27. október fluttust fyrstu 6
vistmennimir í húsið, en tveim
dögum síðar, sunnud. 29. október
1922 var húsið vígt að viðstödd-
um fjölda manns, yfir 1000
manns sögðu blöðin.
Húsið gat tekið 24 vistmenn og
varð brátt fullsetiö. Starfsfólkið
var ráðskonan, frú María Pjet-
ursdóttir og 2 hjálparstúlkur, en
fjármál þess út á við annaðist
Haraldur Sigurðsson verzlunar-
maður, enda þótt allir stjórnar-
menn tækju þátt í heimilisstjórn-
inni.
Skipulagsskrá heimilisins
hlaut konungsstaðfestingu 30.
jan. 1925, en frá byrjun var fast-
ráðið,
að heimilið skuli standa á
kristilegum grundvelli og þar
sé hlynt að trúarþörf vist-
manna með húslestrum.
að meðlög vistmanna séu svo
lág að heimilinu sé nauðsyn
vinsælda og gjafa bæjarbúa.
að heimilið sé sjálfseignar-
stofnun, óháð að öllu leyti fjár-
hag stjórnenda sinna.
að stjórn þessi fylli sjálf í
skörðin, þegar einhver fer úr
stjórninni, en ríki og bær skipi
endurskoðendur.
Stofnendur voru:
Séra Sigurbjörn Á. Gíslason,
formaður.
Haraldur Sigurðsson, verzlun-
armaður, féhirðir d. 1934.
Páll Jónsson, verzlunarmaður,
bókari, d. 1938.
Flosi Sigurðsson, trésm.
Júlíus Árnason, kaupmaður,
d. 1944.
I stað þeinra þriggja, sem nú
dru dánir, komu í stjóm heimil-
isins:
Frímann Ólafsson forstjóri.
Hróbjartur Amason burstag.-
maður.
Jón Gunnlaugsson skrifstofu-
stjóri.
Haraldur Sigurðsson var for-
stjóri heimilisins 1930—1934.
Húsið “Gmnd” við Bræðra-
bocrgarstíg reyndist brátt of lítið,
og þar sem engir aðrir hófust
handa um að stofna annað elli-
heimili í Reykjavík tók fyrnefnd
elliheimilisstjórnað íhuga stækk-
un hússins eða að reisa nýtt hús.
Gáfu ýmsir vinir heimilisins góð-
ar gjafir í þann sjóð:
Bjarni Jónsson frá Lágholti gaf
10 þús. kr.
Brynjólfur Eyjólfsson frá Þurá
gaf 9 þús. kr. og Vz Ytri Þurá.
Sveinn Jónsson kaupmaður í
Reykjavík gaf 2500 kr. og
margir smærri gjafir.
Fyriir forgöngu Knud Zimsen,
þáverandi borgarstjóra, sam-
þykti bæjarstjórn Reykjavíkur
að láta heimilið fá 6200 m. lóð
við Hringbraut fyrir nýtt hús og
lána Gamalmennasjóð bæjarins
(90. þús. kr.) til byggingar á lóð-
inni.
Byggingarleyfi var veitt vorið
1928 og vinna við byggingu þá,
sem -nú er nefnd Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund (síðan 1937)
hófst í ágúst 1928. Samkvæmt
teikningu Sigurðar Guðmunds-
sonar byggingarmeistara áttu
hliðarálmur að vera 27 m. hvor,
en álman milli þeirra 34.5 m. að
lengd. í fyrstu var ætlunin að
láta aðra hliðarálmuna bíða, en
steypa þó kjallara hennar. Árið
eftir (1929) bárust tilmæli frá
sumum forgöngumönnum Al-
þingishátíðarinnar um að full-
gera húsið alt fyrir þá hátíð svo
að erlendir gestir gætu fengið
þar gistingu. Varð það að ráði —
og lánaðist nokkurn veginn —
þrátt fyrir talsverðan fjárskort.
Stofnunin átti árið 1928 50 þús.
kr. í sjóði og 35 þús. kr. skuld-
lausar í eldira húsmiu. Þar við
bættust 90 þús. kr. lán úr Gamal-
mennasjóði Reykjavíkur, 80 þús.
kr. lán úr bæjarsjóði Reykjavík-
ur árið 1929 og ábyrgð fyirr 120
þús. k(r. í skuldabréfum, sem
stofnunin gaf út. Veðdeildarlán
fékst sumarið 1930 — að upphæð
175 þús. kr. — En þar sem húsið
ásamt húsgögnum kostaði um
700,000 — má nærri geta að
skuldir við verktaka voru mikl-
ar.
Nýja húsið var vígt 28. sept.
1930 að fjölmenni viðstöddu og
með mikilli viðhöfnr. Voru þá
vistmenn þar 56, en húsið gat þá
tekið um 120, auk starfsfólks.
Síðar voru gerð smáherbergi á
rishæð hússins, vegna vaxandi
eftirspurnar.
Bæjarstjórn Reykjavíkur veitti
heimilinu upp frá þessu 8000 kr.
ársstyrk. Alþingi veitti því 10,000
kr. árið 1930 og 4 til 5 þús. kir.
næstu 4 árin, en árið 1935 var sá
styrkur alveg feldur niður og
ekki tekinn upp aftur fyr en 1939.
5000—7000 kr. ársstyrkur úr því.
Hinsvegar gaf þáverandi drotn-
ing Alexanderine heimilinu 2500
kr., er hún heimsótti það árið
1936.
Stærstu gjöfina, um 60,000 kr.,
sem stofnunin hefir nokkru sinni
hlotið, gaf gamall sjómaður, Hall-
dór Þorláksson frá Möðruvöllum
í Kjós árið 1938.
Fyrstu árin eftir 1930 var að-
sókn vistmanna ekki næg til þess
að fylla húsið, en hún fór vax-
andi og þegar það var 10 ára voru
vistmenn orðnir um 150 og lang-
ur “biðlisti”, sem aldrei hefir
horfið síðan. Þó hefir vistmönn-
um stórfjölgað eftir að reist hafði
verið stórhýsi fyirir starfsfólkið,
en það hús var tekið til notkun-
ar fyrst á árinu 1946. Starfs-
mannahúsið var reist með veru-
legum stuðningi úr bæjarsjóði
Reykjavíkur. — Hinsvegar neit-
aði meirihluti Alþingis um fjár-
styrk enda þótt boðið væri að
hafa ávalt 30 vistpláss fyrir fólk
utan af landi gegn því að ríkið
legði fram 300 þús. kr. til bygg-
ingarinnar.
Vistgjöld eru flest kr. 18.50 á
dag en kr. 23.50 fyrir sjúklinga.
Vistmenn eru nú 225, 163 konur
og 62 karlar.
Yfirhjúkrunarkonur hafa
lengst verið frk. Ólafía Jónsdótt-
ir og frk. Jakobína Magnúsdóttir
núverandi yfirhjúkrunarkona. —
Ráðskona ( eldhúsi hefir verið
síðan 1934 frk. Guðný Rósants.
Ráðskona í þvottahúsi er frk.
Guðríður Jósepsdóttir. Heimilis-
læknir er Karl Sig. Jónasson.
Séra Sigurbjöm Á. Gíslason var
vígður prestur heimilisins 1942
og hefir ríkissjóður styrkt það
starf með 500 kr. árslaunum. —
(Frh. á bls. 61)
Congratulations to
LÖGBERG
on its sixtieth anniversary
1 888 - 1 948
£ & íl Jnjom&p&i/tGÍúm
Freighting and Excavating
301 Greal West Permanenl Bldg. Phone 96 306
Congratulations to
LÖGBERG
on its sixtieth anniversary
1 888 - 1 948
R. J. Mercer
670-2 SARGENT AVE. PHONE 33 884
Congratulations to
LÖGBERG
on its sixtieth anniversary
1888 - 1948
Colcleugh & Co.
M. C. Colcleugh
WINNIPEG MANITOBA
Congratulations to
LÖGBERG
on its sixtieth anniversary
1888 - 1948
Ó. Q. ÓcMle^fia+t & San
Massey-Harris Dealer
ARBORG MANITOBA
Hamingjuóskir
Til Lögbergs
á Sextíu ára aldurs afmæli
1 fullan aldarfjorðung hafa
Winnipegbúar n o t i ð hins
ljúfenga Purity Ice Cream,
eins og annara heilsustyrkj-
andi City Dairy mjólkuraf-
urða.
CITY DAIRY
SÍMI 87 647