Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÖVEMBER, 1947 63 speare auðgað mannkynið að jafnmörgum orðtökum og djúp- um, einkennilegum spakmælum, eins og Hamlet. Þar eru þessi heilræði: Cramkvæm ei neitt, ef ráð þitt er á reiki; ver öllum gegn, en auvirð þig þó aldrei; þá vini, sem þú átt og eru reyndir, bind þú með stilltu stáli þér við sál; slít þér ei út með handsölum við hvern einn nýklakinn út og ófiðraðan lagsmann; ver seinn til klfs (þráttana), en sé þér komið til. þá sæktu þig, unz ðvinurinn flýr þig; ljá hverjum manni eyrun, orð þín fáum; þigg hvers manns álit, eig þð sjálfur dðm þinn; kaup þú þér klæði, eins og fé þitt endist án sundurgerðar, gðð, en ekki glysleg, því klæðin einmitt kenna mann að þekkja. Tak hvorki lán, né lána öðrum fé; oft kemur hvorugt aftur: lán né vinur, og fjárlán deyfir forsjálninnar egg. En þetta um fram allt: Ver trúr sjálfum þér, því af því leiðir, eins og dagur kemur á eftir nðtt, að þú munt engan sv(kja’’. Þetta eru ósviknar lífsreglur, og ef vér heimfærum þær til skáldsins sjálfs, þá stendur hann við það í lífi sínu, sem hann ræð- ur öðrum. Og enn er ritað í Hamlet: “Samvizkan gerir gungur úr oss öllum. “Gððri og göfugri sál er gjöf hver lítil, fylgi ei hjartans mál. — “pað er hægðarleikur að segja Bráðum!” — En hví eru*þessi spakmæli- skáldsins algild sannindi? Það er af því, að þau eiga rót sína að rekja til guðlegrar speki, speki Krists, spekinnar í orði Drott- ins sem kallar: Til yðar, menn, tala ég, og raust mín hljómar til mannanna barna. Þér óreyndu, lærið hygg- indi, og þér heimskingjar, lær- ið skynsemi. Hlýðið á, því að ég tala það, sem göfuglegt er, og varir mínar tjá það, sem rétt er, því að sannleika mælir gómur minn og guðleysi er viðbjóður vörum mínum. — Orðskv. 8.— Að öðrum kosti geta engin mannleg spakmæli verið, hvort sem það eru heilræði eða heimsá deilur. Shakespeare hefir opið auga | fyrir manneðlinu og mannlífinu; skáldskapur hans nær til mann- lífsins í flestum myndum þess; þess vegna geta allar þjóðir fundið sig og þekkt í skáldskap hans. Vegna þess eru ritin hans svo víða lesin og leikin. Spakmæli hans eru víða höfð að einkunnarorðum í ritum, t.d. þetta: “Sjúkdómurinn er næm- ur, en heilbrigðin ekki”. En hve þetta er satt, þegar litið er á eðli manna. Það reynist hægara að spilla siðum en að bæta þá, þótt námið eða öllu heldur: náð Guðs geti orðið náttúrunni rík- ari. Þetta hefir Shakespeare sjálfur hlotið að finna, þegar hann tókst það stórvirki á hend- ur að hefja leikhúsið enska úr argasta siðleysi til strangrar sið- vendni og siðferðilegrar alvöru. “Heilbrigðin” — hinir hreinu siðir — reyndist honum ekki eins næm eins og sjúkdómurinn “Ljá aldrei hug-sun þinni hvassa tungu; Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1948 fj. W. fJoJtan«Aan PINE FALLS MANITOBA Bluenose Fishing Neis and Twine Marine Hardware Leads and Floais Kop-R-Seal Nei Preservaiive Rubber Clothing Neiiing Needles Ice Chisels and Needle Bars Lead Openers Floai Varnish Pyrene Fire Exiinguishers and Refills Mocassins PARKAS 100% Kersey Wool Shirls Ice Jiggers Rope, eic. LARGEST DISTRIBUTORS OF COMMERCIAL FISHING EQUIPMENT IN MIDWESTERN CANADA Park-Hanneson Ltd. 55 ARTHUR STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 21 844 — spillingin og siðleysið — áður hafði verið, þótt náð Guðs, sann- leikurinn, yrði ríkara þeirri eðlis spillingu. Svona hefir það reynzt á öllum öldum og mun reynast, meðan lönd eru byggð, eða eins og Shakespeare orðar þar á öðr- um stað: “Vizkan og dyggðin er öllum ill, sem vill ei nema saur”. — Lear konungur og er það í samræði við hið fyrr- greinda spakmæli. í fám orðum sagt: Öll leikrit Shakespeares, sem hann er fræg astur fyrir, eru gagnsýrð af há- leitri og hjartanlegri virðingu fyrir sannindum kristindómsins. Shakespeare var fyrst og fremst Krislsmaður, en hneigðist aldrei að neinni sérstakri kirkjudeild eða trúarsetningum guðfræðinga. í fyrsta leikritinu sínu “Hinrik IV.” lætur skáldið svo að orði kveða: “Láttu land þitt, guð þinn og sannleikann — guðlega — vera markmið allrar viðleitni þinnar. Fallir þú, Cromwell! þá fellur þú eins og hamingju- samur píslarvottur”. Þessi orð sýna, hvað skáldið sjálft taldi æðsta markmið kristins manns. Mesta áherzlu leggur skáldið á að vekja samvizku manna. — Myndir hans af samvizkunni — t. d. í “Ríkarður konungur” og (Frh. ábls.66) Heillaóskirtil Lögbergs á Demants afmæli þess Eg þakka blaðinu mikilvægt menn- ingarstarf á liðnum árum og árna því framtíðarheilla. THE LANGCUTH TEADIN6 CO. IBARNEY BJARNASON eigandi og framkvæmdarstjóri LANGRUTH MANITOBA ENGRAVING BUREAU UMITED Ptume 298H-29812 50 C H ARLOTTE STREET ★ WINNIPEG. MANITOBA ART WORK PMOTOGRAPHS PHOTO ENGRAVINGS OIRECT PRESSURE MATS STEREOS NICKELLEO STEREOS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.