Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 59 Nú varð líf hins unga manns ærið óskáldlegt um bríð; hann varð nú slatrari hjá föður sínum í 7 eða jafnvel 9 ár eða alt til þess er hann fór alfarinn frá Stratford til Lundúna (1585 eða 1587). Á þessum árum gerðist afdrifa- mikill atburður í lífi Shake- speare. Einhverjir ungir og ó- fyrirleitnir lagsbræður Shake- speares, leiknir að því að skjóta dýr í landi annara manna, fengu Shakespeare, ungan og gjarnan til veiðifara, út í þetta með sér oftár en einu sinni. Voru það dádýr, er þeir skutu. Það var á veiðimörk afgirtri, sem heyrði til lávarðinum Thomas Lucy af Charlecote. Lávarðurinn stefndi Shakespeare fyrir dýradrápið og lék hann hart; sá hann sér þá þann kost vænstan, þótt þungur væri, að flýja Stratford til Lund- úna og komast þar í samfélag við bræður sína í leiklistinni, enda bárust honum þær fregnir úr höfuðborginni, að þar væri mikil eftirspurn eftir leikurum og gæti þeir grætt stórfé á skömmum tíma. Á þessum árum (1582) kvænt- ist Shakespeare, 18 ára gamall; konuefni hans hét Anne Hatha- Macdonald SHOE SIORE LTD. 492 - 4 >Iain Street Tekur undir með hinum mörgu íslenzku vinum sínum og flytur LÖGBERGI hjartanlegar árnaðar- óskir á 60 ára afmæli þess. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888-1948 *7/te Weút fyo&d Ma/Jzet S. Jakobson VICTOR & SARGENT WINNIPEG, MAN. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 iílttcíjell Copp Httl. Poriage and Hargrave Winnipeg, Man. way; urðu samfarir þeirra hinar beztu, enda voru þau bernsku- vinir. Súsahna hét hið fyrsta barn þeirra (f. 1583), en næst ól kona hons honum tvíbura, dreng og stúlku, og nefndi Shakespeare þau Hamnet og Judith eftir tveimur æfivinum sínum í Strat ford. Þyngdist nú heldur róður- inn heima fyrir, eins og högum föður hans var þá farið; herti það mjög á Shakespeare að fram- kvæma þá fyrirætlun sína að hverfa til Lundúna og freista þar hamingjunnar með íþrótt sinni á leiksviðinu. Hann var þá þegar oftsinnis búinn að prófa hæfi- leika sína í þeirri grein á leik- sviðinu heima fyrir; þóttist hann nú sjá fyrir, að í Lundúnum gæti hann fengið að njóta hinna miklu hæfileika sinna, þar sem þar væri sí og æ þörf á nýjum leikritum. Það er talið, að hann hafi farið til Lundúna einhverntíma á ár- unum 1585—87. Og til Lundúna átti hann það erindi, eins og kunnugt er, að hann gerðist á skömmum tíma andlegur höfð- ingi aldar sinnar og meira en það — hann komst í það öndvegi, sem hann heldur enn í dag og það svo hátt, að enginn hefir komist ná- lægt honum. —- Honum var ætl- að æðra starf fyrir þjóð sína og mannkynið en að lifa veiði- mannalífi. Og Thomas lávarður varð óbeinlínis til þess að knýja hann að köllunarverki sínu, með því að taka svo hart á bernsku- brögðum hans, eins og raun varð á. Auðvitað slitnaði sambandið við átthagana alla ástvinina heima fyrir; en hann bætti sér það upp með því að heimsækja foreldra sína og æskustöðvarnar að minsta kosti einu sinni á ári. Honum græddist brátt fé í Lund- únum, sakir þess, hve vel hann kunni með féð að fara og tókst með atfylgi móður sinnar að bjarga föður sínum úr niðurlæg- ingunni, eins og áður er sagt. Shakespeare var vel úr garði búinn af hendi guðs og manna, þegar hann kom til Lundúna og tók til starfa. Baslið, sem faðir hans hafði slept sér í og fólki sínu, varð honum hörð, en heil- næm kenning. Mannkostir hans tóku við það miklum þroska og styrktust í þeirri eldraun undir hendi móðurinnar, í stöðugri ná- vist hennar, við áhrif hennar og dæmi. Hann var að eðlisfari eink- ar gefinn fyrir fjörugt félagslíf og öll þau störf, sem því fylgja og hann var ljúfur f lund; en þrátt fyrir það gat hann haft flullt taumhald á sjálfum sér; þrátt fyrir allt það ólgandi haf af nýrri lífsreynslu og nýjum óskum, sem hann eins og steyptist í skyndi- lega, þá gekk hann aldrei frá stríðinu, hann hélt altaf sinni stefnu, lagði aldrei þá hags- muni, sem hann átti í vænd- um í framtíðinni í sölurnar fyrir háværar og hóflausar kröfur líð- andi stundar. Þetta sótti hann vafalaust til móður sinnar. Til föður síns hefði hann getað sótt Compliments of. . . JUBILEE COAL Company, Limited H. B. IRVING Manager Corydon and Osborne WINNIPEG metorðagirnd og dáðahvatir, bráðlyndi, sem hefið getað snúizt í taumlausan ofsa; en hafi svo verið, þá er augljóst, að frá móð- ur sinni erfði hann styrkar taug- ar og þó 'siðferðilegu alvöru og kraft, sem þarf til að stjórna æst- um skapsmunum. Hafi hann erft að föður sínum storma og hvirf- ilvinda ástríðnanna, þá hefur móðurarfurinn verið hófsemi o g stilling, til að halda öllu í skefj- um; þaðan hefur honum komið krafturinn til að vera marksæk- inn og sú sjálfstjórn, sem er ó- missandi til að hemja öfgar of ríkrar tilfinningasemi og ástríðu- hvatir og gera þær að stórfeld- um og fjölbreyttum harmleiks- myndum. Allt var þetta í garð- inn búið, þegar Shakespeare gekk að æfihlutverki sínu, leik ritasmíðinni. Þegar Shakespeare kemur til Lundúna, þá er það fyrsta og fremsta regla hans, að gera sér aldrei þá lægingu, að standa ekki í skilum í viðskiptum. A f 1 a ð i hann sér þar almennrar virðing- ar hjá valinkunnum m ö n n u m fyrir strangheiðvirða b r e y t n i. Lék það orð á honum, að hann væri heiðarlegur maður í alla staði. Það er fyrst sagt frá honum í Lundúnum, að hann hafði það að atvinnu, að gæta hesta fyrir þá, er sóttu þau tvö leikhús, er þá voru í Lundúnum, og ekki höfðu þjóna meðferðis. Varð hann brátt alkunnur að hirðusemi og dugn- aði í hestagæzlunni, því að stað- urinn var alþekktur að hesta- þjófnáði. Bæði þessi leikhús voru utan borgar, því að borgarar vildu eigi hafa leikhúsin í borg- inni, í þá daga, sakir svalls þess, áfloga og almenns óorðs, sem þau gáfu efni til. Nú er ekkert sagt frá Shake- speare um 7—9 ára skeið. En þá birtir líka allt í einu yfir nafni hans; var hann orðinn nafn- kunnur maður, bæði sem skáld og leikari. Og frá þeim tíma — 1592 — til 1613, samdi hann 37 leikrit, og er hvorttveggja undraveyt — fjöldi þeirra og efni þeirra. I fám orðum sagt: Hann hóf leikhúsið enska úr al- mennri fyrirlitningu og óorði, sem á því lá, til almennrar virð- ingar, jafnt hjá háum sem lág- um, eigi síður með fegurð dag- farsins en tign skáldskaparins. Á undan Shakespeare voru enskir leikritahöfundar örgustu slarkarar, svo að heiðarlegt fólk vildi engin mök við þá eiga. Og eftir því fór svo siðavendni leik- hússins, eins og að líkindum læt- ur. En þessu snýr öllu við, þeg- ar Shakespeare tekur við forust- unni. Andstæðingur einn og keppi- nautur Shakespeares, Hinrik (Frh. á bls. 62) Árnaðaróskir til Lögbergs í tilefni af sextíu ára afmæli þess. SPARIÐ matinn BJARGIÐ mannslífunum HJALPIÐ til að seðja þá sem hungraðir eru This Space Donated by Riedle Brewery Limited WINNIPEG “The Painters’ Supply House” The 3ínnilegar hamingju- óskir til vikublaðsins Lögbergs í tilefni af sextugsafmæli þess frá WESTERN PAINT CO.LTD 121 CHARLOTTE STREET WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.