Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1
60. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 13. NÓVEMBER, 1947 NÚMER 45 Helga Arnason Miller Manitoba-háskólann með hinum ágætasta vitnisburði; skömmu síðar hóf hún nám við Winnipeg School of Art, og lauk þar prófi í Commercial Art með ágætis einkunn; eftir það var hún ýmist í þjónustu Brigdens, Hudson’s Bay og Eaton’s við dráttlist, og ávann sér hvarvetna traust og hylli; nú um nokkurt skeið, hefir hún unnið heima hjá sér fyrir áminst félög og einstaklinga, hún er meðlimur í Winnipeg Sketch Club og Federation of Canada Artists. Árið 1943 giftist Helga T. M. Miller, sem vinnur á auglýsinga- skrifstofu T. Eaton félagsins í þessari borg; þau hjón eiga þrjá sonu. PYú Helga er af góðu fólki kom- in; hún er dó^tir séra Guðmund- ar heitins Ámasonar og eftirlif- andi ekkju hans, frú Sigríðar Árnason. Frú Helga á tvö systkini víð- ment og vel gefin, þau Einar raf- urmagnsverkfræðing, O.B.E., og frú Hrefnu Einarsson á Oak Point, sem útskrifuð var í hjúkr- unarfræði af St. Boniface spítal- anum. INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR TIL LÖGBERGS Með einlægu þakklæti fyrir sextíu ára giftudrjúgt starf blaðsins í þjóðræknis og menningar málum íslendinga Vestanhafs. Sú er ósk mín', að blaðið megi enn um langt skeið verða lyftistöng á vettvangi allra þeirra mála er lúta að heill og sæmd íslenzka þjóðarbrotsins í vestri. Virðingarfylzt G. L. Johannson Konunglegur kjörrœðismaður Danmerkur i Winnipeg, kjör- rœðismaður tslands 1 Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Hugheilar ámaðaróskir til LÖGBERGS á sextugs afmælinu með þökk fyrir liðnu árin og ósk um langa og bjarta framtíð. Eins og áður hefir vikið að, teiknaði Helga Árnason-Miller hina fögru forsíðumynd, er skreytir Demantsútgáfu Lög- bergs; getur ekki hjá því farið, að myndin vekji víðtæka athygli, því svo er um alt vel frá henni gengið. Frú Helga, þótt enn sé ung, er óvenju þroskuð, listræn kona, sem á harla merkan menningar- feril að baki; við ellefta bekkjar próf var hún sæmd Isbister verð- launum, og við háskólanám sitt, og eins í Winnipeg School of Art, hlaut hún hvað ofan í annað mikilvæg námsverðlaun. Árið 1932 lauk frú Helga B.A. prófi í Arts and Science við Virðingarfylzt C. Tomasson & Sons ÚTVEGS — OG FISKIKAUPMENN HECLA, MANITOBA Starfsfólk Columbia Press Limited og Lögbergs Mynd þessi af starfsfólki Columbia Press Limited, var tekin í prentsmiðjunni vegna Demantsafmælis Lögbergs. Fremsta röð, frá vinstri til hægri: Miss Sigríður Sigurjónsson, bindery; Thomas Downie, verkstjóri; Mrs. B. S. Benson, bókhaldari; J. Th. Beck, forstjóri; Einar P. Jónsson, ritstjóri; frú Ingibjörg Jónsson, ritstjóri Kvennasíðunnar, og -J. J. Bíldfell, auglýsingastjóri. Miðröð, frá vinstri til hægri: Norman Rosencrans, pressumaður; E. Smith, compositor; E. Benson, pressumaður, Mrs. M. Portias, bindery; Mrs. J. Kellough, bindery; Stefanía Eydal, bindery; Sigrún Thorgrímssón,, binderv; John Waks, pressumaður. Þriðja röð, frá vinstri: til hægri: John Petruga, compositor; M. Volk, compositor og vél- setjari; Tryggve Thorsteinsen, vélsetjari; J. K. Johnson, compositor; Bragi Thorgrímsson, Binderyman; H. Duyvejonck, vélsetjari; Allan Evans, sendisveinn. Ákjósanleg jólagjöf Vegna þjóðræknis- og annara menningarmála vorra, þarf Lög berg að komast inn á hvert og eitt einasta íslenzkt heimili í þessari álfu; það þarf líka að auka útbreiðslu sína á íslandi, þó sízt sé yfir því að kvarta, að þar sé eigi um álitlegan hóp kaup- enda að ræða, er fagni komu blaðsins á fjölmörg heimili. Lögberg hefir haldið uppi harðri baráttu fyrir viðhaldi vorrar tignu og göfugu tungu, og mun svo gera í framtíðinni án afsláttar eða spyrja nokkum um leyfi. Á demantsafmæli Lógbergs ættu þeir, sem einhverra orsaka vegna hafa ekki keypt það, að gerast nú áskrifendur að því og vinna að útbreiðslu þess. Stofnun kennslustóls 1 ís- lenzku og íslenzkri bókvísi við Manitoba-háskólann, verður að komast á fót sem allra fyrst, það er metnaðarleg og menningar- leg nauðsyn; fyrir þessu hefir Lögberg barist, og berst unz yfir lýkur. Jólin eru í nánd; gefið vinum yðar og ættingjum hér og á Is- landi, Lögberg í jólagjöf! HINSTU KVEÐJUR Fyrir lífsins lán og gleði ljóssins föður þakka ber, alt sem mínu glaða geði geisla dýrðin veitti hér. Vinarbros og ástúð alla, unaðsstunda gleði leik, trúarstyrk er höfði halla að haustnóttinni grösin bleik. í síðstu för eg sigli æginn og sáttarhendi rétti þér, en vinarkveðju bið eg blæinn að bera heim frá sjálfum mér. Úr vina sveit til vina kynna, eg vonarglaður héðan fer, að vermireitum vona minna, vinur lífsins dauðinn er. \ Burt frá mæddra sóttar sængum svíf eg inn í faðminn þinn, þú lyftir mér á vonar vængjum vinur minn í ljósið inn. (Þess bið eg að þessi erindi verði um hönd höfð við líkför mína). H. E. Johnson ND LEIKUR HJARTAÐ Nú leikur hjartað veikt á stilta strengi, er stöðvast hefir lífsins heita þrá. Við svalar unnir sat eg oft og lengi, er Sólrík vorin geisla höfin blá. Á geisla-rúnir, skráðar himins hendi, eg horfi þegar aftan sólin skín; þá er eins og auga drottins bendi upp í ljósin, guð, og heim til þín. H. E. Johnson Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 • 1948 CARL F. LINDAL LANGRUTH MANITOBA Heillaóskir til Lögbergs Heillaóskir til Lögbergs á sextíu ára afmæli þess. Þökkum blaðinu langt og dyggilegt menningarstarf, og óskum því framtíðar- heilla. LENGI LIFI LÖGBERG! Mr. og Mrs. Skúli Sigfússon LUNDAR MANITOBA Innilegar hamingjuóskir til LÖGBERGS Á sextíu ára afmæli þess. Megi það enn njóta langra og glæsilegra lífdaga. Virðingarfylzt G.A. Williams General Merchant and Postmaster HECLA MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.