Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 2
66 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 WILLIAM SHAKESPEARE (Frh. af bls. 63) Macbeth”. Konungamorðingjarn- ir: Macbeth og frú hans — eru hinar skýrustu, sem til eru í bókmenntum heimsins. Hann sýnir svo skýrt, sem framast má verða, hve ríka tilfinningu hann hefir haft fyrir synd og ábyrgð. Til þess mun meðal annars hafa orðið atvikið, sem getið er hér að framan um dádýrastuldinn. Svona þurfa þau skáld að vera, sem verða skulu öllu mannkyni til vakningar, og skáld alls mannkynsins var Shakespeare öllum öðrum skáldum framar. Ef einhver skyldi nú halda því fram, að hið kristilega, í skáld- skap Shakespeare, algildi sann- mæla hans, hafi ekki verið per- sónuleg sannfæring hans eða lífsskoðun, þá vill svo vel til, að eftir hann liggja orð, sem fela í sér persónulega, kristilega játn- ingu. Þau standa í erfðaskrá hans, sem er rituð á dánarári hans — 1616. — Erfðaskráin hefst á þessum orðum: “Fyrst af öllu fel ég sál mína Guði á hendur, skapara mínum, því að ég vona og fulltreysti því, að ég verði aðeins fyrir verð- skuldun Krists, hluttakandi í eilífu lífi”. Þessi játning er svo afdráttarlaus, að hana fær eng- inn hrakið. Það er því staðreynd að mesta leikritaskáld heimsins hefir opinberlega játað kristna trú og sama játningin kemur berlega fram í öllum beztu leik- ritum hans. “Lear konungur” er tvímæla- laust mikilfenglegasta og áhrifa- mesta leikrit hans, samið 1604. Þar dregur hann harmsagnir tveggja ætta saman í einn sorg- arleik. Annars vegar pr Lear konungur og dætur hans, en hins vegar Gloster og synir hans. Og úr þessu verður svo meistara- verk; þar kemst harmleikssnill- in hæst. Hin samflækta styrjöld og ófarnan þessara ætta,,hvílir á öðrum raunalegum grundvelli: spilltu og róstufullu ástandi ríkisins. Slíkt aldarfar hlýtur að enda með voðalegu hruni, en það hrun er aftur undanfari og ■skilyrði nýrri og betri aldar. — Eftir náttmyrkrastorm eyðingar innar, sem kollvarpar jafnt hinu einstaka sem einu almenna, kem ur logn og birta friðþægingar- innar. Þannig endar hver sann- ur sorgarleikur í krislilegum skilningi: Hið góða vinnur sigur um síðir. Þessu lýsir skáldið svo átakan- lega í þrumuveðrinu á heiðinni: Náttúran umhverfis hinn aldr- aða konung og ofurmagn sálar- ástríðunnar í brjósti hans sjálfs, er hvorttveggja í uppnámi; en innan um allar þær ógnir ómar þó alvörugaman lífsins. Það er eins og hinn spámannlegi andi skáldsins birtist hér sjálfur í eld- ingum og reiðarþrumum, til að halda refsidóm yfir spillingunni og hégómanum og birta vald hins eilífa réttlætis í heimsstjórn inni. Þetta leikrit er hörð en heil- næm kenning Jakobi konungi I., sem þá var nýkominn til ríkis. En það nær líka til allra þjóð- höfðingja á öllum öldum og með öllum þjóðum, þar sem spilling- in og hégóminn sitja í öndvegi. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 The Eriksdale Creamery D. McFADYEN, Manager Skáldið er víða hvassorður í þessu leikriti: Boginn er bentur, víktu úr örvar vegi! Hvort heldur þú að skyldan þagni skelkuð, þegar valdið lýtur smjaðri Sannorð dirfskan er drenglyndislns skýlaust skylduboð, þegar lánardrottinn lægir sig til heimsku .... Gjör sem þú vilt, tak lækni þinn af lífi og brúka svo laun hans til að safna sjúkleik .... 1 ljós mun síðar- leiðast flærðin römm, og launuð verður hún með spotti og skömm .... Vér spillum oft, þá mest vér þykjumst bæta .... Or skúrinni, þér skotrað er í lekann, úr skaðanum í voðann.---------- Hver maður, sem þjónar fyrir bjór, hann fylgir, en reyndist ei trúr: við stormi og rigning hann stalst i hlé, þú standa munt einn í skúr. — — — Hvernig má mergð af mönnum, sem þjóna tveimur herrum, I sama húsi halda frið og sátt?------ ó, veröld, veröld! ef vér ekki fengjum af hverfleik þlnum haturs-hug á þér, þá sætti ei lífið sig við elli og dauða. — En langferð, herra, liggur fyrir mér, minn lánardrottinn kallar mig — ég fer.-------------------------- Þetta er nú ekki nema örlítið sýnishorn. En nú vill svo vel til, að leikritin eru mörg til í ís- lenzkum þýðingum: Lear kon- ungur, Macbeth, Hamlet, Ótel- ló, Romeo og Júlea, Stormurinn og brot úr “Márinn í Feneyjum” o. fl. Þau munu sanna það, sem hér hefir sagt verið og meira til. Eins og sagt hefir verið hér að framan, þá svífur ást skáldsins til átthaganna svo víða yfir skáldskap hans. Skógarnir og heiðarnar komast að. Verður hon um það efni í fegurstu líkingar, eins og sjá má af þessu ljóði: Hver lágt und laufgum við vill leggjaat mér við hlið og dilla hljóðum hám með heiðafuglum smám? Kom hingað, kom hingað til hlíða óvini hér þú enga sér, nema vetur og veðrið stríða. Næð, vetrarkólga, næð, þin nepja’ er ei svo skæð, sem vanþakklæti af vin; illskárri er Istönn þln, ósýnileg þú hvln og bítur barinn hlyn. Hæ, hó! hæ, hó! undir hálaufgum runn hverful er vinsemd og ástin er grunn. Hæ, hó! I glitgrænum skóg er gleði nóg. Víst, vlst, þú næma loft, naprar oss bltur oft vors bezta vinar brigð; þótt tsum verpist ver, vægar þinn gaddur sker en svíður svikin tryggð. Hæ, hó! hæ, hó! undir hálaufgum runn hverful er vinsemd og ástin er grunn. Hæ, hó! I glitgrænum skóg er gleði nðg. Stgr. Th. Landi Shakespeare, John ínu og ensku; ekki var auga Milton — 1608—1674, — var hið hans jafn glöggt og Shakespeares bezta skáld og orti margt á lat-' fyrir manneðlinu og mannlífinu, en í síðasta kvæði sínu, trúarljóð inu: Paradísarmissir, nær hann (Frh. á bls. 67) ARNAÐARÖSKIR frá U.S.A. Innilegustu lukku og framtíðar óskir til Lögbergs, og hinna mikilhæfu starfsmanna þess á sextíu ára aldursafmæli og þroska skeiði blaðsins. Við þökkum verk vel unnið, til viðhalds íslenzku máli, sögu, ljóðlist, og menning sem við íslendingar í Bandaríkjunum og í Kanada virðum og elskum. LENGI LIFI LÖGBERG og íslenzkt mál í Vesturheimi ★ STATE BANK OF SOURIS SOURIS, NORTH DAKOTA MORRIS STATE BANK MORRIS, MINNESOTA Members of the Federal Deposit Insurance Corporation, Washington Combined Total Resources . $4,500,000.00 Total Combined Deposit Liahilities ...................... 4,340,000.00 Total Combined Capital and Surplus ................... 160,000.00 Ownership and Control vested in O. S. FREEMAN, Boiteneau, North Dak., and sons, C. H. FREEMAN, Morris, Minn., J. W. FREEMAN, Morris, Minn., S. F. FREEMAN, Minneapolis, Minn., and E. V. FREEMAN, Souris N.D. HAMINGJUÓSKIR TIL LÖGBERGS Hin stöðuga útkoma Lögbergs vikulega í sextíu ár, er viðburður, sem verðskuldar árnaðaróskir fólksins í Manitoba. A hinum langa starsferli Lögbergs, hefir blaðið unnið kröftuglega að menningarmálum lesenda sinna, og stuðlað að vinsamlegri sam- vinnu hinna mismunandi þjóðernisbrota í fylkinu. Lögberg hefir sýknt og heilagt unnið að Canadiskri þjóðeiningu og * unnið með því þjóðinni allri ómetanlegt gagn. Blaðið hefir int af mikilvæglegt menningarstarf í þágu fylkisins á liðnum sextíu árum—megi það lengi lifa og halda uppi menningarstarf semi sinni. THE GOVERNMENT OF THE PROVINCE OF MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.