Lögberg - 20.11.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 20.11.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 ð Vcle»"«'s ,úVeA xd A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 \\tt"'^vÍ0l^'. w lS v\eA ?rs A C< mplete Cl< aning Ins1 ílulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 20. NÓVEMBER, 1947 NÚMER 43. Elizabeth ríkisarfi Lieut. Philip Mountbatten Rt. Hon W. L. Mackenzie King forsætisráðherra Canada Mr. King, sem staddur er í London um þessar mundir í tilefni af brúðkaupi Elizabetar ríkisarfa og Lieut. Philips Mountbatten, hefir af hans hátign konunginum verið sæmdur Order of Merit, sem er hæsta virðingargtig, sem unt er að veita án aðalstignar, og bundið er við 24 persónur. Mr. King hefir gegnt við vaxandi orðstír forsætisráðherra- embætti í 20 ár, og hafi nokkur Canadamaður verið áminstrar sæmdar verður, þá var það hann; Mr. King er meira en Canadamaður, hann er í rauninni alheimsborgari, einn af fáum. í dag voru gefin saman í hjónaband í Westminster Abby, ríkisarfi Bretlands hins mikla, Elizabeth prinsessa og Lieut. í sjóhernum, Philip Mountbatten að viðstöddu miklu stórmenni; þrír konungar voru viðstaddir Rússar og kjarnorkan Frá París bárust þær fregnir þann 11. þ. m., að Rússar hefðu státað af því á nýlega afstöðnu þrítugsafmæli rauðu byltingar- innar, að þeir hefðu fundið upp og þaulreynt kjarnorkusprengju sem að engu stæði amerísku sprengjunni að baki nema síður væri; við hvað fregn þessi styðst, mun að mestu leyti enn á huldu; þá þykjast Rússar einíi- ig hafa fundið upp helgeisla, sem í sér hafi fólgið margfalt meira tortímingarmagn en kj arnorkusprengjan. Skipting Palestínu Frá London koma þær fregn^ ir, að Bretar séu ófúsir, eða jafn vel ófáanlegir til að fallast á uppástungu meirihluta samein- uðu þjóðanna um stofnun tveggja fullvalda ríkja Palest- ínu, þar sem annað verði fyrir Araba, en hitt fyrir Gyðinga; um skiptingu íandsins eru Bandaríkin og Rússland að mestu leyti sammála; vilja Bretar ógjarna vera aðiljar að neinni þeirri ráðstöfun, er hvor aðiljinn um sig, Gyðingar og Arabar, geti ekki skynsamlega sætt sig við; þá vilja Bretar heldur- ekki taka einir á sig þá ábyrgð, að viðhalda í Palestínu mikilvægum og kostnaðarsöm- um herafla meðan verið sé að fyrirsögn hinna samemuðu þjóða að koma á fót í landinu tveim andvígum ríkjum og skipuleggja stjórnarfar þeirra. Palestína Svo mátti heita, að alt væri nokkurn veginn með kyrrum kjörum í Palestínu undanfarinri mánaðartíma, þar til alt fuðraði upp á ný síðástliðinn fimtudag, og voru skotnir til dauðs þrír brezkir lögregluþjónar, fimm Gyðingar og tveir Arabar. Skæruliðar úr hópi Gyðinga eru sakaðir um tilverknaðinn. vígsluathöfnina, konungarnir í Rúmeníu, Danmörk og Noregi; fyrir hönd Svía mætti sænski krónprinsinn,; meðal forustu- manna, er viðstaddir voru við þessa veglegu og söguríku at- höfn, voru þeir Mr. King for- Magnús Sigurðsson bankastjóri látinn Sú fregn hefir nýlega borist hingað til borgarinnar, að bráð- kvaddur hafi orðið í Svisslandi Magnús Sigurðsson bankastjóri við Landsbanka Islands, 67 ára að aldri, hæfileikamaður hinn mesti og vinfastur sem þá, er bezt gerist; hhnn var fæddur í Bráðræði í Reykjavík, og útskrif aðist í lögfræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla. Vilja slíta Stjórnmálasambandi Hin pólitíska nefnd samein- uðu þjóðanna hefir méð 26 at- kvæðum gegn 6, endursamþykt að slíta stjórnmálasambandi við Franco-Spán eins fljótt og því verði viðkomið og trygging sé fengin fyrir því, að lýðræðis- stjórn komist á í landinu; tutt- ugu þjóðir, þar á meðal Canada og Bandaríkin greiddu ekki at- kvæði. Kjörin í öryggisráð Eftir margþætta togstreitu, sem staðið hefir yfir innan vé- banda sameinuðu þjóðanna síð- an þanrt 1. október, s. 1., hefir Ukranía hlotið sæti í öryggisráð- inu í strangri samkeppni við Indland; féllu atkvæðiy á þann veg, að 35 fylgdu Ukraníu að málum en 2 Indlandi. Fimtán þjóðir greiddu ekki atkvæði. Játar á sig íkveikju Þýzkur nazisti, sem nú er kærður fyrir morð í Þýzkalandi, hefir að sögn játað á sig, að hafa verið valdur að íkveikju í franska viðhafnarskipinu Nor- mandie á höfninni í New York þann 9. febrúar 1942. — Áminst ur nazisti, sem enn hefir eigi verið nafngreindur, er sagður að hafa verið viðriðinn víðtæka njósnarstarfsemi af hálfu naz- ista innan vébanda Bandaríkj- anna, en komist undan til Þýakalands, þar sem hann nú bíður dóms og laga. sætisráðh. Canada og Mr. Smuts forsætisráðh. Suður.-Afríku. Þegnar hins víðlenda brezka ríkjasambands, hvar sem þeir eru í sveit settir, óska hinum konunglegu brúðhjónum bless- unar guðs í bráð og lengd. Sæmdur doktorsnafnbót Forfeætisráðherrann í Canada, Mr. King, sem verið hefir á ferðalagi um meginland Norður- álfunnar undanfarna daga, var síðastliðinn þriðjudag kjörinn heiðursdoktor í lögum við há- skólann í Brussel í Belgíu; flutti hann við það tækifæri ræðu, þar sem hann lagði mikla áherslu á alþjóða samvinnu og fór hlýjum orðum um það djúpa vinarþel, sem löngum hefði ríkt milli Canada óg belgísku þjóð- arinnar; frá Brussel lagði Mr. King af stað í heimsókn til Hol- lands; áður hafði hann dvalið um hríð í París, heilsað upp á lýðveldisforseta Frakka og rætt við franska forustumenn á vett- vangi stjórnmálanna um sam- eiginleg áhugamál. — Til Lond- on verður Mr. King kominn þ. 20. þ. m. ,til þess að sitja brúð- kaup Elizabetar ríkisarfa og Lieut. Philips/'Mountbatten. — Mr. King verður kominn heim nokkru fyrir þingsetningu, sem fram fer þann 5. desember næst- komandi. Uppþot í Marseille 1 Marseille, sem er önnur stærsta borg Frakklands, logar um þessar mundir alt í verkföll- um, er Ramadier forsætisráð- herra staðhæfir að kommúnistar hafi stofnað til með það fyrir augum, að steypa núverandi jafnaðarmannastjórn af stóli og koma í framkvæmd rauðri bylt- ingu, væri þess nokkur kostur; herlið hefir verið kvatt á vett- vang, og hafa nokkrar brýnur átt sér stað milli þess og kom- múnista; er síðast fréttist höfðu tveir menn verið drepnir, en sextán fluttir á sjúkrahús’meira og minna særðir. Fjármálaráðherra Breta, Hugh Dalton, hefir orðið að láta af embætti vegna laus- mælgi; hafði hann gloprað því út úr sér við blaðamann, hverra breytinga mætti helzt vænta, er hin nýju fjáraukalög yrðu lögð fyrir þing, og tíðindin komust Úr borg og bygð Föstudaginn, 7. nóv., varð Stefán Haraldur Bergson fyrir slysi á horninu á Bannatyne Ave., og Albertstrætis. — Hann var fluttur á Almenna sjúkra- húsið í Winnipeg og andaðist þar daginn eftir. Mr. Bergson var 57 ára að aldri er hann lézt. Hann átti heima mestan hluta æfinnar í Winnipeg, síðast í Elsinore Apartment. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Berg- soil og Margrét Sigfúsdóttir, en kona hans war Bertha Gísladótt- ir Johnson, fædd í Reykjavík, alin upp í Seyðisfirði. Fóstur- son áttu þau hjónin, Stephan Philip Bergson. Hinn látni var lengi starfsmaður hjá Artic Ice félaginu. — Hann þjón- aði í hinum tveimur veraldar- styrjöldum. Mr. Bergson var góður Jiermaður, prúður í fram- gangsmáta, stiltur maður og hjartagóður. Hann var jarðsung inn af séra Rúnólfi Marteinssyni, miðvikudaginn 12. nóv. og fór athöfnin fram í útfararstofu Bardals, miðvikudaginn 12. nóv. og í Brookside-grafreit. Allstór hópur fólks var viðstaddur. Rósa Sigurðardóttir frá Rvík., er stödd í borginni um þessar mundir; hún hafði dvalið nokk- ura mánuði í Bandaríkjunum og heimsótt ættingja og vini í ís- lenzku bygðarlögunum í North Dakota; mun brátt leggja af stað suður aftur á leið til íslands. Mr. Ari Johnson frá Árborg var nýlega staddur hér í borg- inni, og kom þá vestan frá Wynyard, Sask. •♦• Mrs. Josep Johnson er nýlega farin suður til Long Beach, Cal., þar sem hún ráðgerði að dvelja um sex mánaða tíma. ■♦• Fólk er beðið að veita því at- hygli, að hinn góðkunni, lög- giíti endurskoðandi, H. J. Pálmason, sem undanfarandi hefir starfað hjá War Assets Corporation, er nú byrjaður á endurskoðun á ný í eigin nafni í Confederation Life bygging,- unni; þess skal einnig gætt, að hið nýja símanúmer Mr. Pálma- áons, 94 686, kemst ekki í síma- skrána fyr en í næstkomandi janúarmánuði. ♦ The Icelandic Canadian Club Evening School The reading Circle of the Ice- landic Canadian Club Evening School will meet November 26th at 8.30 p.m., at the home of H. F. Danielsson 869 Garfield Street. — The Author” Johann Magnús Bjarnason will be the subject of the evening. •♦ Mr. Th. Bergman frá River- ton lagði af stað vestur til Van- couver, B. C., síðastliðinn föstu- dag. •♦■ Dr. P. H. T. Thorlakson lagði af stað síðastliðinn sunnudag í ferðalag vestur um Kyrrahafs- strönd. þegar á prent. — Eftirmaður Hugh Dalton, er Sir Stafford Cripps. — Samkvæmt kröfu frá Winston Churchill, var skipuð þingnefnd úr öllum flokkum til þess að rannsaka orsakirnar, er til lausmælgi hins fráfarandi ráðherra leiddu. Frá Laugardagsskólanum Vegna Santa Claus skrúð- göngu verður engin kensla næst komandi laugardag, en börnin eru beðin að koma stundvíslega í skólann kl. 10 á laugardaginn 29. nóvember. ♦ The Junior Ladie’s Aid of the First Lutheran Churcþ will meet Tuesday, November 25th. at 2.30 p.m. in the church parlors. ♦ Mr. Guðjón Ingimundsson byggingarmeistari frá Riverton, leit inn á skrifstofu Lögbergs á mánudaginn, glaður og alúðleg- ur að vanda. •♦• Mr. Grettir Eggertson, raf- magnsverkfræðingur frá New York, dvelur í borginni þessa dagana í heimsókn til ættingja og vina. Mr. og Mrs. Caryl Byers, Port Arthur, Ont., urðu fyrir þeirri sáru sorg, að missa einkar efni- legan 11 mánaða gamlan son, Norman Caryl, síðastliðinn laug ardag; útförin fór fram frá Bardals hér í borginni á þriðju- daginn. Séra Eiríkur Brynjólfs- son jarðsöng. — Móðir hins látna drengs er Helga, dóttir þeirra Mr. og Mrs. A. S. Bardal. — Lög- berg vottar syrgjendunum inni- lega hluttekningu. Stúkan Skuld heldur fund á venjulegum stað og tíma þriðjudaginn þann 25. þ. m. — Fjölmennið! Athyglisverð skemtun Að því hefir áður verið stutt- lega vikið hér í blaðinu, að Karlakór íslendinga í Winnipeg hefði á prjónunum skemtisam- komu, er íslendingar hér í borg, og jafnvel nærliggjandi byggð- um, mundu hlakka til að sækja; samkomur karlakórsins teljast til meiri háttar þjóðræknislegra viðburða í félagslífi okkar, enda hefir þeim jafnan verið tekið með óblöndnum fögnuði; nú er ákveðið að karlakórinn efni til skemtisamkomu í Goodtemplara húsinu næsta mánudagskvöld þann 24. þ. m. Hin fjölþætta skemtiskrá er birt á öðrum stað hér í blaðinu, og ætti fólk að kynna sér hana gaumgæfilega; söngstjórn hefir með höndum Sigurbjörn Sigurðson, sem kunn ur er fyrir löngu vegna rögg- semi sinnar og nákvæmni í túlkun tóna; einsöngvari verður Elmer Nordal, sem hrifið hefir tíðum áheyrendur sína með sinni blæfögru og karlmannlegu rödd; við hljóðfærið verður Gunnar Erlendson píanókennari; til nýlundu má það teljast, að á söngskránni er undurfagurt, ný samið lag, Vor, eftir einn af með- limum kórsins, Halldór M. Swan, verksmiðjueiganda. En mesta aðdráttaraflið að sam- komunni verður þó það, að all- ur arðurinn rennur í námssjóð Agnesar Sigurðson, hins frá- bæra píanósnillings, er nám stundar í New York um þessar mundir, og virðist vera á ör- uggri leið til víðfrægðar. Víkur úr embætti vegna lausmælgi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.