Lögberg - 20.11.1947, Síða 2

Lögberg - 20.11.1947, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN20. NÓVEMBER, 1947 Sendifulltrúar Islands fiytja ræður Eflirfarandi ræðum sendifulltrúa íslands á þingi samein- uðu þjóðanna, var nýlega útvarpað yfir íslenzka Ríkisút- varpið; ræðurnar eru eftir Thor Thors sendiherra, og fyrrverandi forsætisráðherrana þrjá, Ásgeir Ásgeirsson. Hermann Jónasson og Ólafs Thors. Ræða Thor Thors. Góðir íslendingar! Allsherjarþing hinna Samein- uðu þjóða, sem var sett hinn 16. september, á í dag, hinn 30. októ ber, í miklum önnum og fjölda mörg erfið og hættuleg vanda- mál eru ennþá óleyst og raunar óhreyfð. Þess er því ekki að vænta, að þinginu ljúki fyrr en seinni hluta nóvembermánaðar. Eins og kunnugt er, eru hér mættir 4 fulltrúar fyrir íslands hönd, það eru þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Islands, þeir Ásgeir Ásgeirsson, Hermann Jónasson og Ólafur Thors, auk mín. Islenzka sendinefndin er ein hin fámennasta hér á þing- inu. Stærri þjóðirnar hafa tugi og jafnvel hundruð manna til þess að fara með mál sín. — Ef takast ætti að sinna öllum störf- um þingsins, er nauðsynlegt að hafa nokkuð fjölmennar sendi- nefndir, því að störf þingsins fara aðallega fram í 7 nefndum, sem halda fundi alla daga þegar ekki er allsherjarþing, og eru fundartímar hinna einstöku nefnda samtímis. Eg þykist þess fullviss, að íslendingar yfirleitt telji það vel og vit'urlega ráðið að þrír fyrrverandi forsætisráð herrar og núverandi forystu- menn flokkanna, skuli sækja þingið fyrir Islands hönd. Það munu íslendingar telja mikið mannval af okkar hendi. En við skulum ekki gleyma því, að hér á þessu mikla þjóðanna þingi erum við íslendingar smæstir þeirra smáu, og það verður ekki til þess ætlast, né heldur yrði því hlýtt, að við tökumst á hend- ur þann vanda að frelsa hefm- inn og segja öðrum þjóðum fyr- ir verkum. Þess ber einnig að gæta, að það hefir orðið ljóst — alvarlega, ískyggilega og óbifan- lega ljóst — á þessu þingi hinna sameinuðu þjóða, miklu ákveðn- ar og greinilegar en á fyrri þing- um, að þetta er ráðstefna siór veldanna, þar sem þau tefla fram skoðunum sínum og deila hiklaust og vægðarlaust um mestu vandamál nútímans. Það er raunaiega eftirtektarvert, hversu ræðurnar á þinginu nú í ár eru sneyddar venjulegri diplómatiskri kurteisi. Beinar aðdróttanir og þyngstu ásakan- ir fjúka milli borða og oft virð- ist sem bilið milli aðal stórveld- anna tveggja, Bandaríkjanna og Rússlands, sé óbrúanleg. Á slíku þingi er erfitt fyrir minnstu þjóð heimsins áð kunna fótum sín- um forráð, en við íslendingamir reynum, þegar þess er nokkur kostur, að fara bil beggja, en látum þó sannfæringu og mál- stað ráða hverju sinni hvernig fer um atkvæði okkar. Oft höf- um við átt samleið með Vestur- veldunum, stundum með Rúss- landi; öðru hvoru, en ekkfaltaf, höfum við verið í samfylgd með hinum Norðurlandaþjóðunum. Við höfum gætt þess að varast það, að ísland yrði dregið í dilk með nokkru öðru ríki eða ríkja- samtökum. in var því einróma hlynnt, að slík rannsóknarnefnd yrði send á vegum hinna Sameinuðu þjóða til þess að fullskýrt yrði alheimi sem fullvalda, sjálfstætt lýðveldi, og atkvæði þess gildir hér á allsherjarþinginu jafnt og atkvæði mestu stórvelda heims- ins. Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu um örlög íslands og annara smáþjóða, þá er það óhagganleg staðreynd, að í dag njótum við viðurkenningar alheims sem sjálfstæð þjóð. Stæðum við utan samtaka fyrir alheimi hvers vegna órói ríkir í Grikklandi, og hvernig hinna Sameinuðu þjóða, er ekki Störfum þingsins hefir verið á þann veg háttað, að fyrstu 10 dagarnir fóru í almennar um- ræður á allsherjarþinginu, síð- an tóku hinar 7 nefndir þings- ins til starfa, og ganga nefndar- störfin greiðlega í ýmsum nefnd- um, en lengst munu þau drag- ast, enda erfiðust, í pólitísku nefndinni. Af 13 málum, sem þar eru á dagskrá, hafa aðeins 4 komið til umræðu, og tvö þeirra þegar verið afgreidd. Grikklandsmálið svokallaða var rætt í 3 vikur í nefnd og síðan 3 daga á allsherjarþinginu, unz endanlega var samþykkt að senda nýja rannsóknarnefnd til Grikklands. íslenzka sendinefnd má stöðva hann án þ>ess að til ófriðar þurfl að koma. Hið ann- að mál, sem nú hefir verið leyst, er það að fordæma stríðsæsing- ar í öllum löndum og reyna að reisa skorður við þeim. Vorum við íslendingarnir frá öndverðu hlynntir slíkri ákvörðun og tókst svo heppilega til eftir margra daga viðsjárverðar deil- ur og þungar atlögur milli stór- veldanna, að fullt samkomulag náðist, og allar þjóðir lýstu van- þóknun sinni á því athæfi að ala á tortryggni milli þjóðanna. Ennþá er óleyst deilumálið um það, hvort nefnd allra þjóða skuli starfa á milli allsherja- þinga. Bandaríkin, og jafnvel einnig Bretland og Frakkland eru því fylgjandi, en Ráðstjórn- arríkin eru því andvíg, og telja að slík starfsemi komi í bága við hlutverk öryggisráðsins. Af öðr- um stór-deilumálum, sem óf- hreyfð eða óafgreidd eru, má nefna friðarsamninganna við Itali, ástandið í Kóreu, afstöð- una til Franco-Spánar og kjör Indverjanna í Suður-Afríku. Öll þessi mál eru hjá pólitísku nefndinni, og er þess því langt að bíða, að hún geti lokið störf- um . að efa það, að einhverjir yrðu til þess að véfengja þá aðstöðu okkar. Eg vil að lokum geta þess, að mér virðist sem stjórnmála- mennirnir í íslenzku sendinefnd inni fari óðum að ókyrrast og . hugsa til heimferðar, og vil ég því nota tækifærið til þess að Eitt mesta vandamál þingsins er lausn Palestínumálsins. Sér- stök nefnd allra þjóða starfar að því á þinginu, en eins og kunn- ugt er, hafði aukaþing Samein- uðu þjóðanna á s. 1. vori verið kallað saman vegna þess máls eins, og var þá skipuð sérstök rannsóknarnefnd af hendi hinna Sameinuðu þjóða. Tillögur þeirrar nefndar liggja nú fyrir og ganga þær annars vegar út á það, að Palestínu skuli skipt í tvö ríki milli Gyðinga og Araba, en hins vegar er lagt til, að sambandsríki Gyðinga og Araba verði stofnsett í Palestínu. Gyðingar heimta sitt sérstaka ríki, en Arabar hóta ófriði, ef skipta á landi þeirra. Málið er geysi-vandamikið, ekki síst, þegar þess er gætt, að um 250.000 Gyðinga eru heimilis- lausir, í fangabúðum Evrópu, og eiga sér hvergi athvarf. Það er rætt um það, að flóttafólki heimsins, sem alls mun vera um 1.300.000, verði skipt niður á öll lönd veraldar, og er ekki ólík- legt, að það verði að ráði. Fram- tíð Palestínu verður samt sem áður að ákveðast, og’ enda þótt, að í því máli séu Bandaríkin og Rússland sammála í aðalatrið- um, þar sem þessi tvö stórveldi vilja skipta landinu í tvö ríki, >á er samkomulagið milli Gyð- inga og Araba hvergi nærri sjáanlegt ennþá, og loks er allt óráðið um það hver vilji bera ábyrgð á löggæslu í landinu á meðan verið er að koma á friði og knýja í framkvæmd ákvarð- anir Sameinuðu þjóðanna. En allt er þetta í athugun, og leiíað verður sátia milli aðila í lengsiu lög. Það er auðséð að vandamálin blasa allsstaðar við, og íslandi er mikill vandi á höndum með að gæta atkvæðis síns. Einhverjir kunna að spyrja, hvers vegna erum við Islending- ar að taka þátt í þessu alheims- starfi? Því er til að svara að ég hygg, að innganga íslands í hinar Sameinuðu þjóðir hafi verið óhjákvæmileg og æskileg sem síðasta sporið í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Vegna þátt tökunnar í Sameinuðu þjóðun- um er ísland nú viðurkennt af nota þakka ]?eim ágætt samstarf í hvívetna. Það hefir sýnt sig, að þótt íslenzkir stjórnmálamenn sækist á og deili hart heima á íslandi, þá bera þeir giftu til þess að standa saman þegar okkar litla land er í vanda og verður að taka afstöðu og þola dóm samkvæmt framkomu þeirra á þjóðanna þingi. Verið þið s'æl! í miðju Atlantshafi góða að- stöðu. Ætt okkar og uppruni, arfur þjóðarinnar og hugarfar, lega landsins og nágrenni við hinar þroskamestu lýðræðisþjóðir, gera okkur kleift að greiða at- kvæði eftir málavöxtum og í anda friðsamlegs samstarfs. Mér er ljúft og skylt að geta þess, að ég hefi orðið þess var, að ísland hefir þegar unnið sér’ reyna að na, ef ekki aðstöðu í nokkurt traust og virðingu. Nú, þegar við hverfum heim, skiljum við því óleyst mál og atkvæði íslands og öryggi eftir í höndum hins skipaða fulltrúa íslands hjá hinum sameinuðu þjóðum, Thor Thors, sendiherra, og þökkum honum ágæta for- ystu nefndarinnar og gott sam- starf. Ræða Ásg. Ásgeirssonar Góðir áheyrendur! Okkar fámenna íslenzka þjóð er að sjálfsögðu í félagi hinna Sameinuðu þjóða. Atkvæði ís- lenzku þjóðarinnar er jafn þungt á metunum og atkvæði stórþjóðanna, þegar neitunar- valdi er ekki beitt, og jafn létt- vægt og atkvæði allra hinna þegar eitt stórveldi í öryggisráð- inu kreppir hnefann og segir: Nei! Þegar svo ber undir, leysist bandalag hinna sameinuðu þjóða upp í sín frumefni, neitunar- valdið verkar eins og atóm- sprengja. Að öðru leyti er þing hinna sameinuðu þjóða eins og hvert annað þing, lýðræðisþing með málfrelsi, atkvæðagreiðslum og framkvæmdastjórum, sem svara til ráðherra. Eins og nú er kom- ið eru ekki spöruð stóru orðin — svo að því leyti getur íslend- ingurinn verið.eins og heima hjá sér. Kurteisi er minni en var hjá Guðmundi á Glæsivöllum og kraftamir að því skapi meiri. En hver veit nema þetta geri gagn. Það fróar að ausa úr skál- um reiðinnar og láta hana ekki úldna í hjartanu, eins og meist- ari Jón segir. Við höfum þrátt fyrir allt séð þess glöggan vott, að það getur borið góðan árang- ur að sitja við sama borð og munnhöggvast til sátta — ef svo má segja — í stað þess að kallast á eins og tröllskessur í þúsund mílna fjarlægð. Það alþjóðaálit, sem skapast við umræður og á- lyktanir á þingi hinna samein- uðu þjóða, mun reynast þungt á metunum. Bandalag hinna sameinuðu þjóða er tilraun — von — mann- kynsins um afl atkvæðanna í stað vopnanna. Við skulum ekki láta kvíðann yfirbuga okkur. — Það er einasta öryggið að vonin sé sterkari en kvíðinn. Þing hinna sameinuðu þjóða og ör- yggisráð er starfhæft þegar stórveldin eru sammála og meiri hluti tryggur að öðru leyti — þá er heimurinn eitt lýðræðisríki. Við skulum þó ekki gleyma því, að eitt stórveldi hefir einræðis- vald til stöðvunar, og að enn eru margar ágætar þjóðir utan vé- bandanna. Bandalag hinna sameinuðu þjóða er enn eins og Alþingi til forna; það vantar framkvæmda- valdið. Islendingar hafa sigrast á þeim veikleika, og þjóðir heimsins hafa möguleika til þess að stofna allsherjarríki. íslend- ingum er skylt að leggja sitt lið til þess, að samstarf þjóðanna þróist í rétta átt, og vanda sitt atkvæði svo að því skapist virðing. Um það hefir smáþjóðin Ræða Hermanns Jónassonar íslendingar! Það er ekki unt að segja frá þinghaldi og starfi Sameinuðu þjóðanna á fáum mínútum. — Eg vel því þá leið að draga upp lauslega rissaða mynd af áhrrf um þingsins á mig. Það er mjög áhrifamikið augnablik að koma inn í hinn stóra fundarsal og horfa yfir þennan sundurleita hóp, — fulltrúa frá flestum þjóðum veraldar. Við þetta þing eru tengdar vonir álls mannkynsins um frambúðar frið og lífshamingju. Hugmyndin um starf og stefnu hinna Sameinuðu þjóða er glæsileg. En þegar umræðumar um málin hefjast er eins og dimmi yfir í fundarsalnum. Eg ætla að nefna táknræn dæmi úr þessum umræðum — og deilumálum. Hér eru málin og sá tilgangur, sem liggur á bak við þau, ekki oft klæddur diplomatiskum bún ingi. Sú breyting hefir orðið á þingi Sameinuðu þjóðanna síð- an í fyrra. — Fulltrúar Rúss- lands ásaka Bandaríkin með næsta óvöldum orðum um að halda uppi í blöðum og tímarit- um stríðsæsinga skrifum, bein- lír\is í þeim tilgangi að búa Bandaríkin undir styrjöld við Rússland. Nöfn margra þekktra Bandaríkjamanna eru nefnd. — Rússland telur þá menn þeirrar tegundar, að þá þyrsti í nýja styrjöld til þess að græða fjár- muni að nýju. Stórgróði þeirra í síðustu styrjöld sýni og sanni, að það borgi sig fyrir kapitaliskt þjóðfélag að koma af stað styrj- öldum, og þetta er sagt með orð- bragði, sem við íslenzkir stjórn- málamenn mundum naumast nota okkar í milli í illdeilum. Bandaríkin og ýmsar aðrar þjóðir, hafa sínar ákærur á Rússa á reiðum höndum. Stríðs- æsingaskrif í rússneskum blöð- um eru miklu hættulegri. Þeim svarar enginn gagnvart rúss- neskum lesendum — þar er hugsun fólksins einokuð. Áform Rússlands séu auðsæ. Rista þessar gagnkvæmu ásak anir djúpt? — Því miður. — Þær virðast standa djúpt. Einkenni þess koma víða fram. Grikk- landsdeilan: — Um hvað er hún raunverulega? Rússar segja: — Allur erlendur her burt úr Grikklandi. Bandaríkin og aðrir segja, að þá komi uppreisnar- mönnum hjálp frá þremur lepp- ríkjum Rússa, sem þeir svo nefna, að norðan og landið verði gert kommúnistiskt á móti meiri hluta vilja þjóðarinnar. Sameinuðu þjóðunum beri því að hjálpa hinni löglegu kosnu stjórn Grikklands. En bak við sjálft form deilunnar er þetta talað hátt og í hljóði: Rússar vilja ná tökum í Grikklandi vegna Austur-Miðjarðarhafs, vegna sundanna og vegna Suezskurðarýis. — Bandaríkin vilja ná aðstöðunni og halda henni í skjóli löglega kosinnar stjómar. Átökin um Kóreu eru svipuð Grikklandsmálinu. — Bak við þá deilu eru sömu átök- in raunverulega um það, hvort Rússland eða Bandaríkin eigi að hafa sterkari aðstöðu í þessu máli — og auðlindaríka landi. — Þaðan er stutt til Japan og Kína og' sérlega stutt til aðal- flotahafnar Rússlands. Það er ekki hægt að verjast þessum á- hrifum. I hverju máli mætti rekja sama þráðinn. Stórveldin eru að leita að tökum hvert á öðru, eða varna því að annað' stórveldi nái þeim með því að þjóðlöndunum sjálfum, þá sál og sannfæringu veraldarinnar, því um hana er nú ekki sízt glímt á þdssu þingi. Engu skal ég um það spá, hvar þessi leikur endar. Oft hefir horft ófriðlega áður og ekki komið til styrjaldar. Það, sem mér virðist ískyggilegast, er vonleysi þjóðanna nú þegar um milliveg eða sáttaleið. — Svona eru nú áhrifin, eða lauslegt riss af þeim, þegar hinar Sameinuðu þjóðir fara að ræða og hvísla um málin. Þær eru ekki sam- einaðar heldur sundraðar. — Á þinginu hefir ekki tekist sam- starf heldur átök. Átök um að- stöðu í þjóðlöndum, klædd í ýmsan búning — átök um að ná sannfæringu þjóðanna, — til þess að hafa sterkari aðstöðu, ef dregur til tíðinda. En þrátt fyrir alla galla þessarar stofnunar, er hún þó kannske eina vonin, sem veröldin hefir til að byggja á framtíðarfrið — heill og ham- ingju alls mannkyns. Það hefir verið lærdómsríkt að vera hér á þessu þingi, og það er mikið vafamál ,hvort nokkur þjóð hefir efni á að missa af þess ari kennslustund. Milli okkar íslenzku nefndar- mannanna hefir verið full eining um afstöðu til málanna. Að lokum þakka ég hlýleg orð formanns íslenzku nefndarinnar og þakka honum fyrir gott sam- starf, sem hefir verið hið á- nægjulegasta. Verið þið sæl! Ræða Ólafs Thors Eg hefi nú setið á þingi Sam- einuðu þjóðanna í nokkrar vik- ur. Þingsetan hefir orðið mér lær dómsrík um margt. Eg veit t. d. betur nú en fyrr, að fleiri hafa gaman af að hlusta á sjálfa sig en íslenzkir alþingismenn, að við erum hvorki einir né einsfak- ir um blendinn málaflutning og ennfremur, að við erum börn í refjum og klækjum, ef miðað er við suma þá, sem okkur eru stærri og þekktari. Mætti margt segja þessu til sönnunar, en hér er hvorki staður né stund til þess. Aó þessu sinni ætla ég að leiða hjá mér að ræða hverjar líkur muni á, að Sameinuðu þjóðirnar eigi langt líf fyrir höndum. Eg læt nægja að segja, að margt bendir til að öll sú von, sem mannkynið á sér um að komist verði hjá þriðju og hræðilegustu styrjöldinni, búi nú innan veggja Sameinuðu þjóðanna. Fari sú friðarvið- leitni, sem þrátt fyrir allar ýf- ingar á sér hér stað, út um þúf- ur — og vel má vera að svo hörmulega takist til — þá fer friðarvonin sömu leiðina. Um gang málanna á þessu þingi vísa ég til þess, sem for- maður íslenzku nefndarinnar sagði í-frumræðunni, en í þess- ari örstuttu orðsendingu, er mér nú gefst færi á að koma á fram- færi við landa mína, vildi ég fyrst og fremst segja þetta: Dvöl mín hér hefir í einu og öllu staðfest þá skoðun, sem flestir þeirra er bezt til þekktu frá öndverðu, höfðu, að það var rétt af íslendingum að sækja upptöku í samkundu Sameinuðu þjóðanna. Hvergi á smáþjóð þess svipaðan kost að vekja á sér alheims athygli, sem ein- mitt hér. Hvergi annars staðar er minnstu þjóð veraldarinnar fenginn sami formlegi réttur, sem hinum stærstu og voldug- ustu. Auðviiað er raunverulegt vald stærsta ríkisins meira en hins smærsta. En samt sem áð- ur: atkvæði beggja er jafn gilt. Og þegar stórveldin hafa leitt saman hesta sína í sókn og vörn, þá er það afl atkvæða, sem að leikslokum ræður úrslitum. Þá hafa íslendingar jafnt at- kvæði þeim þjóðum, sem eru okkur þúsund eða fimmtán hundruð sinnum fjölmennari. Því er veitt eftirtekt hvernig með atkvæðið er farið — mikil eftirtekt. I smáu og stóru fylgj- ast smáir og stórir með því af mestu nákvæmni. Og þegar til lengdar lætur, fá allir — ein- staklingar og þjóðir — sína einkun, fá á sig orð — eða óorð. Leppar, taglhnýtingar, smeikirr hikandi, einarðir, sjálfstæðir, og svo framvegis. Sérhver sú smáþjóð, sem ber gæfu til að grðiða atkvæði eftir sannfæringu sinni einni, öðlast smátt og smátt virðingu allra. líka þeirra, sem atkvæðið er greitt gegn í þetta skipti eða hitt. Slíkur orðstýr verður aldrei metinn til fjár, hvorki beint eða óbeint. En því má treysta, að þeiðarleg, sjálfstæð smáþjóð, sem færir sönnur á sjálfsvirðingu sína með því að þora í augum alheims að fylgja sannfæringu sinni, að undan- genginni málefnalegri athugun, skapar sér án alls efa virðingu og samúð, er vel má vera að síðar greiði götu hennar til hag- kvæmra viðskipta. V i ð fjórmenningarnir, s e m höfum verið fulltrúar Islan^s á þessu þingi S.Þ., höfum reynt að hafa heiður, velferð og virðingu fósturjarðarinnar að leiðarljósi. Sjálfir erum við ekki dómbærir um hversu okkur hefir tekizt að þjóna því göfuga hlutverki. En tvennt má vera okkur gleðiefni. Við höfum alltaf verið á einu •máli í öllum aðalefnum, og okkur hefir víða að borizt til eyrna, að við þykjum greiða atkvæði eftir sannfæringu okkar sjálfra, en ekki annara. Auk þessa er eg nú hefi sagt, og sem eg tel aðaltriðið, vil eg geta þess, að persónulega tel eg mér mikinn feng að hafa átt þess kost að kynnast málefnum og mönnum — þ. á. m. ýmsum heimskunnum skörungum — hér á þingi Sameinuðu þjóðanna. Eg hefi með því ödlast nýja innsýn ! margt, sem miklu skiptir, og eg geri mér vonir um að viðkynn- ing okkar fjórmenninganna við áhrifamenn annara þjóða, geti ef til vill síðar orðið fsleandi til gagns. Að logum vil eg aðeins segja það, að þyki einhverjum, sem eg hefði þarfari störfum að gegna heima en hér, svara eg því til, að oft dvelur hugurinn við þá örðugleika, sem framundan eru í stjórnmála- og atvinnulífi íslend- inga. Af því leiðir, að þættist eg ekki eiga hér nokkurt erindi, myndi eg löngu kominn til starfs heima í átthögunum. I Guðs friði! Dyrabjöllunni var hringt og Arthur litli 5 ára, hljóp til dyra. — Er herra Jones heima? — Eg er hr. Jones eða ætluðuð þér kannske að hitta gamla hr. Jones. — Og svo var það skoska frú- in sem kom inn í herraverzlun- ina og keypti flibba handa mann inum sínum. # — Eg ætla að fá þennan, sagði hún og rétti einn flibbann að búðarmanninum. — Aðeins einn, sagði hann. — Auðvitað, sagði hún, hvað haldið þér ég sé gift mörgum? ♦ Lítill Skotadrengur hafði set- ið og tuggið tyggigúmmí í kenslu stundinni. Kenslukonan kallaði loksins til hans og sagði honum að taka það út úr sér. Þá sagði drengurinn: — Má ég ekki láta það aftur upp í mig, þegar tíminn er búinn, því að bróðir minn lánaði mér það bara fram að hádegi.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.