Lögberg - 20.11.1947, Síða 8

Lögberg - 20.11.1947, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN20. NÓVEMBER, 1947 Ur borg og bygð tslenzkir sjúklingar, sem iiggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Gifling Miðvikudaginn 29. okt., s. 1. voru gefin saman í hjónaband Mr. Carl Finnbogason og Miss Merle Erica Baker í Vancouver B. C. — Séra Haraldur Sigmar framkvæmdi hjónavígsluna. — Eftir giftinguna var setin vegleg veizla af um 150 boðsgestum. — Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Vancouver B. C. ♦ Skjót linun frá gigtarstingj- um, vöðva- og taugaþjáningum, fæst með notkun “Golden HP2 Tablets”, er þúsundir sjúklinga með bakverk, stirðleika, sárindi í liðamótum, verki í fótum, handleggjum og öxlum, fá ekki nógsamlega vegsamað. — Takið “Golden HP2 Tablets”, eina töflu 3 eða 4 sinnum á dag í heit- um drykk, og fáið varanlegan bata. 40 töflur $1.25; 100 $2.50. í öllum lyfjabúðum. ♦ Menn og konur 35, 40, 50. — Skortir starfsgleði? Finnið til elli? Taugaveiklun? Þíeytu? Magnleysi? Njótið lífsins! Takið “Golden Wheat Germ Oil Cap- sules”, og verndið heilsu yðar. 50 Capsules $1.00. 300 $5.00. 1 öll- um lyfjabúðum. ♦ Þjáning af liðagigt? Almenn gigt? Taugaveiklun? Bakverk- ur? Þrautir í handleggjum, herða stirðleiki og fótaverkur. Takið HP2-töflur, sem veita skjótan bata við áminnstum kvillum, og lina verki í liðamótum. — Notið HP2 töflur 4 sinnum á dag með heitum drykk. — 40 töflur, $1.25; 100 töflur $2.250. — 1 öllum lyfjabúðum. Hjálparnefnd Sambandssafn- aðar efnir til sölu á heimatilbún um mat í samkomusal kirkjunn- ar á laugardaginn kemur, 22. nóvember kl. 2 e. h. — Salan heldur áfram að kveldinu og skemtir fólk sér þá einnig við spil og veitingar. — Alskonar matvæli; slátur, rúllupylsa o. s. frv. er á boðstólum ,og um leið og fólk er að fá góðan mat fyrir sanngjarnt verð, þá er það einnig að styðja líknarstarf H j álparnef ndarinnar. ♦ NÝJAR BÆKUR! Mikið úrval af allskonar ís- lenzkum bókum, hentugum til jólagjafa. Björnsson Book Sfore 702 Sargent Ave Herbergi óskast til leigu við allra fyrstu hentugleika, með eða án fæðis. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs. Mr. og Mrs. Jónatan Johnson frá Seattle, Wash., voru fyrir skömmu stödd hér í borginni. ♦ Mr. Halldór Halldórsson fé- sýslumaður er nýkominn til borgarinnar, vestan frá Victor- ia, B. C. — ♦ Ársfundur deildarinnar “Frón” verður haldinn í G. T.-húsinu á mánudaginn 1. desember n. k., kl. 8.30 e. h. — Á fundinum fer fram kosning embættismanna til næsta árs. Einnig hefir verið tilkynnt, að tillaga um að hækka ársgjaldið um einn dollar á ári fyrir afnot af bókasafninu, verði borin upp á fundinum. Nefndin KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu t'yrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvont blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK BritainNeedsFood LET US ALL DIG DEEPER TO HELP THEM - ENJOY M ffltxvy Cfjrtötmað Whether you contribute a little or a lot, send it NOW .... time is short. THE ROTARY CLUB OF WINNIPEG 154 Royal Alexandra Hotel v Winnipeg, Manitoba This Space Courtesy of: The Drewrys Limited BPX—6 MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Séra Eiríkur Brynjólfsson. Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnud. 23. nóv. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 á hádegi. íslenzk messa kl. 7 síðd. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ■♦ Argyle prestakall Sunnudaginn 23. nóvember. 28. sunnudagur eftir Trinitatis. — Brú, altarisganga, messa kl. 2 eftir hádegi. — Baldur, altaris- ganga, messa kl. 7 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar. ■♦ Árborg-Riverton prestakall 23. nóv. — Víðir, íslenzk messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa og ársfundur kl. 2 e.h. 30. nóv. — Geysir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ Gimli preslakall 23. nóv. — Messað að Húsa- vick kl. 2 e. h.; Ensk messa að Gimli kl. 7 e. h. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirson. Frumherjinn Kristján Samuelson (Frh. af bls. 4) Vívatson að Svold. Hjá þeim bjó hann til æfiloka. Árið 1886 kvæntist Kristján Önnu Björnson, ættaðri frá Broddanesi í Strandasýslu, hinni mestu myndar- og ráð- deildarkonu, sem reyndist hon- um ágæt meðhjálp alla þeirra löngu samverutíð. Þau lifðu það að halda gullbrúðkaup sitt haust ið 1936, og voru þá við sæmilega góða heilsu. En skömmu þar á eftir tók heilsa Mrs. Samúelson mjög að bila, en hún lifði til árs ins 1943. — ? Mr. og Mrs. Samúelson eign- uðust sex börn. Þrjú þeirra dóu ung, með fremur stuttu milli- bili. Var barnamissirinn Krist- jáni þungbær sorg, ekkert síð- ur en konu hans, því hann var barnelskur maður. Þrjár dætur náðu fullorðins aldri, og lifa föður sinn. J>ær eru: Þórdís, —- Mrs. S. J. Ólafson — að Garðar; Guðlaug — Mrs. F. A. Björnson — að Mountain og Jósephine — Mrs. H. W. Vívatson — að Svold. Einnig syrgir afa sinn hópur af barnabörnum, og nokk ur barna-barna-börn. Samúelsons-hjónin tóku til fósturs' tveggja ára gamlan dreng, bróðurson Mrs. Samúel- son, er hann misti móður sína. Piltur þessi hét Rögnvaldur Björnsson. Tóku þau miklu ást- fóstri við hann, rétt sem við sín eigin börn. Þegar þau brugðu búi árið 1915, fór Rögnvaldur aftur til föður síns, Júlíusar Björnson, sem bjó í Hallson- bygð. Árið 1919 kvæntist hann Lilju Einarson frá Hallson, en dó árið 1920 úr spönsku veik- inni. / Kristján Samúelson var merk ur maður. Hann var ágætum hæfileikum búinn, til líkams og sálar. Hann var maður “þéttur á velli og þéttur í lund, þolgóður á raunastund”. — Hann var athafnamaður mikill, sérlega vandvirkur og fann gleði í iðju sinni. Eins og hann komst sjálf- ur að orði, var vinnan honum “starf en ekki strit”. Ráðdeild hans var annálsverð, enda varð hann efnalega sjálfstæður. Lífs- skoðanir hans voru ákveðnar og bjargfastar. Trúmaður hefir hann hlotið að vera, þó daglega væri hann ekki margorður um þau mál. En trúnaðartraustið og hið þróttmikla bænarlíf, sem kom fram hjá honum í hinni löngu og ströngu banalegu, bar ekki neinn nýgræðings blæ, heldur íll merki um mikinn þroska. Kristján var jarðaður í graf- reit Garðar-safnaðar, við hlið konu sinnar og barna, er áður höfðu verið lögð þar til hinstu hvíldar. Sóknarpresturinn, séra Egill H. Fáfnis, flutti húskveðju að síðasta heimili hans að Garð- ar. En þar býr nú dóttursonur hans, Friðrik Ólafson. Kveðju- athöfn fór síðan fram í eldri kirkju safnararins, að viðstöddu miklu fjölmenni. Og í grafreitn- um umhverfis kirkjuna, hvílir nú öldungurinn, æruverði, eftir langt og trúlega unnið æfistarf. K. H. O. Hér og þar — Góðir Geátir í sumar heimsótti okkur hér í Vatnabygðum, séra Kristinn K. Ólafson og frú hans. — Séra Kristinn flutti guðsþjónustu í Leslie, var hún vel sótt og sýndi að fjöldi af^bygðabúum fagnaði •komu presísins. Séra Kristinn talaði út frá málefni sem fremur sjaldan er minst á, yfirleitt tekið í daglegum fyrirbrigðum, en það er ábyrgðin, sem lífinu fylgir. Mörgum mun hafa fundist að það væri orð í tíma talað og væri betur, sem mest endur- tekið. Hér á slóðum á séra Kristinn all-mörg fermingarbörn, sérstak lega þegar tekið er tillit til þess, að hann hefir heimsótt byggðir þessar, aðeins nokkrum sinnum. Þeirri, er þetta ritar ,er kunn- ugt um, að þau virða séra Krist- inn mikils og er sérlega hlýtt til hans fyrir þá viðkynningu. Margir myndu fagna því, að séra Kristinn liti hingað heim aftur, þó ekki væri nema einu sinni á ári. Og sannarlega væri það vel til fallið að frúin væri með honum, því hún er sérlega viðmótsgóð kona. Hitt skilur maður að það er ærið á sig lagt, að koma alla þá leið, er séra Kristinn kom, og það í frídög- um sínum, til þess að líta heim til landa sinna, þó á svo nauðsyn legan hátt sé sem hér um ræðir. The Swan Manufaoturing Compory Manufacturert of SWAN WEATHER STRiP Halldor Methusalems Swan Eigandi 281 James St. Phone 22 641 Heill sé hjónunum báðum fyr- ir komuna og megi þau eiga hingað afturkvæmt að heilu og höldnu. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. — Hafið þér heyrt um Skot- ann, sem kom inn í grænmetis- verzlunina og keypti persille fyrir 2 penny, en hann vildi helst að því yrði pakkað inn í dagblaðið frá því í dag. Minnist BETEL í erfð^skrám yðar INAHURRY! 48 HOUR SERVICE on most DRY CLEANING AND LAUNDRY Phone 37 261 Or Use Perth’s Carry and Save Store Perth’s 888 SARGENT AVE. KARLAKOR ISLENDINGA I WINNIPEG: Skemtisamkoma til styrktar Agnes Sigurdson I GOODTEMPLARAHÚSINU MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 24. NÓVEMBER, 1947, KLUKKAN 8.15 Söngstjóri: SIGURBJÖRN SIGURÐSSON Við hljóðfærið: Einsöngvari: Gunnar Erlendsson Elmer Nordal I Ó guð vors lands Ó Canada Ávarp forseta II ^ 1. Á Veiðiför ....................G. W. Udden 2. Söngfuglarnir .................O. Lindblad 3. Vorið Kemur ................. H. T. Petschte 4. Olafur Tryggvason ...........F. A. Reissiger III Einsöngur: Elmer Nordal Invictus..........................Bruno Huhn Á Sprengisandi .............Sigvaldi Kaldalóns IV 1. Fyrst ég annars hjarta hræri Radds. J. P. Cronham 2. Vögguljóð ................ Jón Friðfinnson 3. Vor ...........................H. M. Swan 4. Stormur lœgist Oscar Borg Einsöngur: Elmer Nordal V Leikþáttur ..............Ken Babbs skopleikari VI 1. Kirkjuhvoll .............Bjarni Thorsteinson 2. Þrá .......................Sigfús Einarsson 3. Kveðja .................. W. Th. Söderberg 4. ísland Ögrum Skorið ......Sigvaldi Kaldalóns God Save the King DANS ! Aðgöngumiðar fást hjá Davíð Björnssyni bóksala 702 Sargent Ave., og við innganginn. — Verð $0.75 ICELANDat£e * ICELANDERS BRIEM Ninety-six pages in quarto, bound in blue cloth, stamped in silver. Contains over 70 pictures, most of which are in colour, and a map of Iceland. Price, $5.00. “This is positively the most beautiful book about Iceland I have ever seen, not excluding those dozens of magnificent tomes published by British tourists. Really the text is a classic. There is an undercurrent of music running through it like a sound track or a prose poem.” Dr. Henry G. Leach, Honorary President, THE AMERICAN SCANDINAVIAN FOUNDATION. “Handsome and informative . . . altogether captivating.” Mr. Dewitt Wallace, Editor and Owner of READERS DIGEST “As the reviewer of this work has been in Iceland he is especially glad to speak in Righ approval of it . . . The color photo- graphs are excellent . . . A most attractive book.” C. Jinarajadasa in THE THEOSOPHIST, Madras, India. “This is a beautiful and instructive book. Vigfus Sigurgeirsson’s eolor photographs are outstanding in their brilliance, warmth and clarity. They give a real sense of the charm, cleanliness and beauty of the Icelandic countryside and of the Icelanders themselves. For such a small country, the many contrasts of landscape seem hard to believe. Farms and verdant fields lie close beside lava streams with their strange shaped slag slowly being covered with moss throughout the years. Glaciers, volcanoes, geysers, all are photographed superbly, and one feels the strange majesty of this geologically young country . . . Dr. Briem’s detailed description of the physical landscape, its flowers, birds, crops and animals is particularly fascinating.” A. L. Young in THE AMERICAN SCANDINAVIAN REVIEW THE AMERICAN SOANDINAVIAN FOUNDATION, 116 Easl 64th Street, New York 21, N.Y. Gentlemen: Kindly send me copies of Iceland and thé Icelanders, by Helgi P. Briem. I enclose a check (Money Order) for $ Name .................................................. Street and Number ..................................... Town ..................................................

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.