Lögberg - 27.11.1947, Side 1
PHONE 21 374
\V«'
fl\Í°r
A \#11
ö VcM®’"*
ÚVeA
,ndeT®TS &tO^Í
Ltt«n S a Complele
Cleaning
Inslilulion
Cl< aning
Insl itulion
60. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947
NÚMER 47
Hér getur að líta víkingana fjóra, er fyrir íslands hönd sátu þing sameinuðu þjóðanna í
New York, sem nú er í þann veginn að verða lokið.
Frá vinstri til hægri: Thor Thors sendiherra íslands í Washingto n; Ásgeir Ásgeirsson,
Hermann Jónasson og Ólafur Thors; hinir þrír síðarnefndu eru allir fyrrverandi for-
sætisráðherrar.
Afmæliskveðj a
“Elli, þú ert ekki þung
anda guði kærum:
fögur sál er ávalt ung
undir silfurhærum”.
Þessar fögru og sönnu ljóðlín-
ur skáldspekingsins Steingríms
Thorsteinssonar hverfa mér í
hug, þegar ég minnist þess, að
góðvinur minn, Magnús skáld
Markússon verður 89 ára gamall
þ. 27. nóvember. Þær eru svo
framúrskarandi rétt lýsing á
honum. Hann ber í brjósti bjarg
fasta guðstrú, trú á sigurmátt
hins göfuga og góða í nútíð og
framtíð, og sú háleita lífsskoð-
un hefir létt honum gönguna á
langri lífsleið, sem vitanlega
hefir hvergi nærri altaf verið
rósum stráð, og hefir haldið hon-
um eins ungum í anda og raun
ber vitni.
Djúpstæð lífstrú og bjartsýni
Magnúsar svipmerkja einnig
ljóð hans um annað fram; en
hann er og hefir um langt skeið
verið “aldursforseti íslenzkra
ljóðskálda vestan hafs”. Skipar
hann þann sess með sæmd, því
að samhliða hinum göfugu og
heilbrigðu lífsskoðunum, sem
ljóð hans hafa að geyma, eru þau
óvenjulega áferðarfalleg um mál
og ljóðform. Og það merkilega
er, að Magnús hefir fram á þenn
an dag haldið að fullu næmu
brageyra sínu og smekkvísi sinni
um orðaval og mjúkstíga með-
ferð yrkisefna sinna, með þeim
árangri, að eigi sér ellimörk á
kvæðum hana
/
Magnús skáld Ivlarkússon vann
sér á yngri árum frpegðarorð
fyrir sigurvinningar í kapphlaup
um. Hann hefir runnið skeið lífs-
ins með hreysti og hetjuhug; og
það, sem enn meira er um vert,
hann hefir háð það kapphlaup
með drengilegum góðhug til
samferðamaanna á lífsleiðinni^
og að vonum vakið í brjóstum
þeirra gagnkvæman hlýhug í
sinn garð. Því verða þeir margir,
sem hugsa hlýtt og þakklátlega
til hans á 89. afmælisdegi hans,
og óska þess af heilum huga, að
þeir fái að hylla hann níræðan
næsta ár.
Heill þér, tryggi og göfug-
lyndi vinur! Verði sem bjartast
um þig á afmælisdaginn, því þú
ert “vinur vors og blóma”, unn-
andi og aðdáandi sólar og sum-
ars! Richard Beck.
Flutningshömlur
Vegna þeirrar ákvörðunar
canadísku stjórnarinnar, að tak
marka til verulegra muna inn-
kaup í Bandaríkjunum, hafa
járnbrautaeigendur þar syðra
lagt lagt ríkt á fyrir um það við
umsjónarmenn sína, að fylgja
því fast fram, að láta eigi járn
brautirnar flytja neinar aðrar
vörur til Canada en þær, sem
vissa sé fengin fyrir að heimilt
sé samkvæmt hinni nýju reglu-
gerð. Flutningur kola og brenslu
olíu, er ekki háður neinum tak-
mörkunum.
Sjálfstætt ríki
Brezka stjórnin hefir lýst yf-
ir, að þann 6. janúar næstkom-
andi verði Burma gert að sjálf-
stæðu ríki innan vébanda brezka
ríkjasambandsins; gengur það
undir nafninu Union of Burma.
Mr. Churchill veitti stjórninni
þungar ákúrur fyrir þessa ráð-
stöfun og kvaðst bera kvíðboga
fyrir því, að áður en langt um
líði myndi Burma lenda í báli
og blóðsúthellingum líkt og nú
hagaði til í Indlandi.
Kosningar í aðsígi
Forustumenn stjórnarandstöð-
unnar í fylkisþinginu í Alberta
hafa í pólitískum skilningi skor-
ið uppherör og eggjað fylgis-
menn sína til atlögu gegn Socifil
Credit stjórninni, því nú benii
öll lyktamörk til þess að þe£s
verði eigi langt að bíða ui|z
Mannig forsætisráðh. rjúfi þirtg
og efni til nýrra kosninga. Mr.
Harper Prouse er foringi
Liberala, en Mr. Roper stýrir
skútu C. C. F.-sinna.
Afnám dauðadóms
Sjö þingmenn verkamanna-
flokksins brezka og einn úr þing
flokki íhaldsmanna, hafa lagt
fram í þinginu frumvarp um
breytingar á núgildandi hegning
arlögum Breta, lútandi að af-
námi dauðadóms á Bretlandi á
næstu fimm árum, svo að reynsla
fáist fyrir, hver áhrif slík ráð-
stöfun hafi á þjóðlífið til bóta
eða hins gagnstæða.
Karlakórssamkoman
Á mánudagskvöldið var fjöl-
sótt enda á karlakórinn djúp
ítök í hjörtum Winnipeg íslend-
inga; hann er búinn að skemta
þeim vel og lengi. Þessi sam-
koma var líka til styrktar góðu
málefni — arðurinn rann í
sjóð Agnesar Sigurdson.
Formaður kórsins, Ólafur
Björnson, setti samkomuna með
stuttri ræðu á tilteknum tíma,
og er það góð regla, sem ekki er
þó ávalt fylgt á samkomum hér.
Flest lögin hafði Karlakórinn
Sungið áður, en til nýlundu má
telja að nú var sungið í fyrsta
skipti fagurt og hljómrænt lag
eftir Halldór M. Swan, verk-
smiðjueigaanda við vorvísur
eftir Davíð Björnsson, en söng
stjórinn, Sigurbjörn Sigurdson
hafði raddsett lagið. Lagið
varð að tvísyngja vegna dynj
andi lófataks samkomugesta. —
Einsöngvari var Elmer Nordal,
er heillaði áheyrendur með sinni
hreimfögru og karlmannlegu
rödd. Einna bezt þótti mér
syngjast lagið “í rökkursölum”;
blancíaðist þar fagurlega saman
listræn túlkun kórsins við radd-
dýpt og tónstyrk einsöngvarans.
Því miður hefir flokkurinn ekki
á að skipa nægilega mörgum,
völdum tenór-röddum.
Gunnar Erlendsson var við
hljóðfærið.
Að loknum söngnum var dans
stiginn fram eftir nóttu með
miklu fjöri.
Thorhallur Arngrímsson
Vekur á sér athygli
Staddur var hér í borginni í
byrjun vikunnar ungur íslend-
ingur, er þegar hefir vakið á sér
víðtæka athygli vegna list-
rænna hæfileika sinna; hann
heitir Thorhallur og er sonur
þeirra Mr. og Mrs. Stefán Arn-
grímsson, er um nokkurt skeið
ráku bú í grend við bæinn
Mazart í Saskatchewan-fylkinu,
en nú eiga heima í Vancou^er.
Thorhallur er fæddur í Regina,
25 nóvember 1928. Hann hefir
gefið sig við leiklist og leikhús-
stjórn ,og er útskrifaður af
British Columbia Music and
Drama Institute; hann hefir
þegar starfað nokkuð fyrir
C.B.C., og gengur þá undir
nafninu Thor Arngrím. Thor-
hallur er nú á leið til Toronto,
þar sem hann hygst að starfa
um hríð.
Úr borg og bygð
Nolice of Annual Meeiing
Notice is hereby given that the
annual meeting of the congrega-
tion of the F i r s t Lutheran
Church of Winnipeg will be held
in the Church Auditorium on the
Second day of December, 1947, at
8 o’clock in the evening to elect
members to the Board of Trus-
t
tees and to the Board of Deac-
ons, to authorize the sale of the
premises commonly known as 776
Victor Street, in the City of Win-
nipeg, in Manitoba, and present-
ly occupied as the Pastor’s resi-
dence, to receive reports and to
consider such other matters as
may properly come before it.
Albert Wathne
Secretary, Board of Trustees
♦
Mrs. Otto Hrappsted frá
Leslie Sask. og dóttir hennar
Clara, voru gestir í borginni um
helgina síðustu og fóru heimleið
is aftur á mánudagskveldið. —
Sögðu þær alt hið bezta úr sinni
bygð.
♦
Robert Dean Oddleifson og
Gladys Monkman voru gefin
saman í hjónaband þ. 25. okt. s.l.
á heimili Mr. og Mrs. Sigurberg
Oddleifson, foreldra brúðgum-
ans, í Árborg, Man. Séra B. A.
Bjarnason gifti. Heimili hinnav
ungu hjóna verður við Loon
Strails, Man.
Frederick Bamford Woodard
og Sólrún Anderson voru gefin
saman í hjónaband af Séra B. A.
Bjarnason í kirkju Bræðrasafn-
aðar í Riverton þ. 8. nóv. s.l. —
Foreldrar brúðurinnar eru Mr.
og Mrs. Sveinbjörn Anderson í
Riverton. Heimili ungu hjón-
anna verður í Winnipeg.
♦
Ágætur árangur varð af fundi
þjóðræknisdeildarinnar á Gimli
mánudagskveldið s. 1., 24. nóv.,
er Mrs. H. Danielsson útskýrði
nokkrar hugmyndir um stofnun
íslenzku kenslu meðal barna og
ungmenna. Fimm kennarar lof-
uðust til að taka þátt í starf-
rækslu skólans, og gert er ráð
fyrir að um 70 börn innritist í
skólann. Um 125 manns sóttu
fundinn að börnum meðtöldum.
Séra Philip M. Pétursson, vara-
forseti þjóðrwknisfélagsins,
sýndi nokkrar íslenzkar myndir
og flutti einnig nokkur orð. Mrs.
Danielson hefir tekið að sér að
stofna og aðstoða íslenzku
kenslu meðal barna út um bygð
ir, fyrir hönd þjóðræknisfélags-
ins. — Dr. Kjartan Johnson,
forseti deildarinnar stýrði fund-
inum. Konurnar sáu um veit-
ingar, hinar rausnarlegustu, og
kvöldið endaði með samsöng
sem allir tóku þátt í. Kvöldið
var hið skemtilegasta.
Síðastliðinn sunnudag voru
gefin saman í hjónaband hér í
borginni Árni Gillis, sonur Mr.
og Mrs. J. Ragnar Gillis, og
Helga dóttir Mr. og Mrs Gústaf
ísaksson; hvorttveggja hjónanna
eru ættuð úr Brownbyggðinni,
og þar verður framtíðarheimili
þeirra. Séra Eiríkur Brynjólfs-
son gifti.
-♦-
Þeir bræður Th. J. Gíslason
og Jón Gíslason frá Brown,
voru staddir í borginni í byrjun
yfirstandandi viku.
Charles Thorson’s Exhibit of
Cartoons
will be displayed at the Yule-
tide tea of the' Junior Ladies
Aid of the First Lutheran
church on Friday Des. 5th in
the church parlors. This is a
good opportu-nity to see the
work of this noted artist as
well as to enjoy a social hour
with your friends.
Mr. Thorson has created
scores of animated characters
for the moving pictures, and has
recently written and illustrated
his first book for children —
Keeko. This is a grand picture
book, — young and old never
get over chuckling at the vivid,
almost human expressions on
Mr. Thorson’s animal charac-
ters”. — Get your copy of
Keeko at the tea.
♦
Dánarfregn
Mrs. Kristín Úrika Helgason,
59 ára gömul, ekkja Ólafs heit.
Heuagsonar, andaðist á heimili
sínu í Mikley, 12. þ. m., eftir
langvarandi vanheilsu. Hún
kom með foreldrum sínum, Guð
mundi Guðmundssyni og Guð-
rúnu ólafsdóttir frá Islandi, þá
eins árs gömul, til Mikleyjar og
átti þar heima til dauðadags.
Tvær dætur lifa móðir sína: —
Mrs. L. Jónasson og Mrs. P. H.
Pálson, báðar til heimilis á
Mikley, og Mrs. J. Benson, syst-
ir Kristínu sál., lifir á Gimli. —
Hún var jarðsungin frá kirkju
Mikleyjar 18. þ. m., af séra
Skúla Sigurgeirssyni.
-♦■
Gifling
Gefin voru saman í lútersku
kirkjunni á Gimli, af séra Skúla
Sigurgeirssyni, Ralph Charles
Bern, U. S. Army, og María
Suhr. Svaramenn voru Robert
Billings og Anna, systir brúður-
innar. Að giftingunni afstaðinni
sátu um 65 manns veglega
veizlu á Gimli Hotel. — Brúð-
hjónin tóku sér ferð til Banda-
ríkjanna. Heimili þeirra verður
fyrst um sinn á Gimli.
♦
Þann 15. nóv. voru gefin sam-
an í hjónaband í lútersku kirkj-
unni í Selkirk af sóknarpresti
þar, að mannfjölda viðstöddum:
Wilfred Halldór Erickson, Sel-
kirk, Man., og Ethel Thompson,
sama staðar. Við giftinguna að-
stoðuðu Victor E. S. Erickson,
bróðir brúðgumans, og Alice
C. Moar. Brúðgumminn er son-
ur Mr. og Mrs. J. E. Erickson,
Selkirk, en brúðurin er af ensk-
um ættum, frá Ochre River,
Man. — Vegleg veizla var setin
á Star Hotel, East Selkirk. af
stórum hópi aðstandenda og
vinum, að giftingu afstaðinni. —
Heimili ungu hjónanna verður
í Selkirk.
♦
Á heimili þeirra hjóna Thor-
kells og Jóhönnu Sveinson, 1588
Wolseley Ave., hér í borg, fór
fram hjónavígsla síðastliðinn
laugardag, 15. nóv. Brúðhjónin
voru Walter George Jenkins til
heimilis í Winnipeg og Mrs.
Halldóra Hawes, dóttir þeirra
hjóna, ekkja hermanns, er lézt
í Hong Kong. — Hjónavígsluna
framkvæmdi séra Rúnólfur
Marteinsson. Vitnin voru Mr.
John Clarke og Miss Lilian
Sveinson. Veizlufólkið var all-
stór hópur ættingja og sumra
vina brúðhjónanna. Rausnarleg
máltíð var framreidd, og mikil
var gleði meðal veizlugesta. —
Brúðhjónin lögðu af stað næsta
dag til Victoria í British Colum-
bia, og þar verður heimili þeirra.
Kveði nú þeir sem það kunna
Vetrar gríma vefur lönd
veðra tíma blökum,
þar sem hrím og hélu-bönd
halda glímu-tökum.
Svigna greinar svala frá,
‘særast reyni bungur;
frostnum steinum stynur á
stormur meina-þungur.
Hlæja kveldsins hrímug tröll
húmsins keldur stikla;
köldum feldi felur mjöll
fjalla-veldið mikla.
Víða spengjast vötnin blá,
, veldur þrenging hríða:
Hljóma-strengir stirðna á
straumum engja’ og hlíða.
Ýmsra barna æsku-þrá
oft á varnar strauma,
þó að hjarni, hretin grá
hneppi farna drauma.
Og þó hriðar gremjist geð
gömlum kvíða-sonum,
eg mun bíða’ og brosa með
betri tíðar-vonum.
Þrautir greiða þúsund má,
þá skal eiða muna,
“meðan leiðir andinn á
upp í heiðríkjuna”.
Pálmi.