Lögberg - 27.11.1947, Page 8

Lögberg - 27.11.1947, Page 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER, 1947 Ur borg og bygð tslenzkir sjúklingar, sem iiggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru yinsamlega beðnir að síma Mrs. George Jóhannesson, 89 208, ef 3sskt er eftir heimsókn eða ís- ienzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Skjót linun frá gigtarstingj- um, vöðva- og taugaþjáningum, fæst með notkun “Golden HP2 Tablets”, er þúsundir sjúklinga með bakverk, stirðleika, sárindi í liðamótum, verki í fótum, handleggjum og öxlum, fá,ekki nógsamlega vegsamað. — Takið “Golden HP2 Tablets”, eina töflu 3 eða 4 sinnum á dag í heit- um drykk, og fáið varanlegan bata. 40 töflur $1.25; 100 $2.50. í öllum lyfjabúðum. -f Menn og konur 35, 40, 50. — Skortir starfsgleði? Finnið til elli? Taugaveiklun? Þíeytu? Magnleysi? Njótið lífsins! Takið “Golden Wheat Germ Oil Cap- sules”, og vemdið heilsu yðar. 50 Capsules $1.00. 300 $5.00. I öll- um lyfjabúðum. ♦ Þjáning af liðagigt? Almenn gigt? Taugaveiklun? Bakverk- ur? Þrautir í handleggjum, herða stirðleiki og fótaverkur. Takið HP2-töflur, sem veita skjótan bata við áminnstum kvillum, og lina verki í liðamótum. — Notið HP2 töflur 4 sinnum á dag með heitum drykk. — 40 töflur, $1.25; 100 töflur $2.250. — í öllum lyfjabúðum. ♦ Lúterska kvenfélagið á Gimli heldur sinn árlega basar og Silver Tea, á Gimli Hotel, föstu daginn, 28. þ. m., frá 3 til 5 e. h. Þar verður á boðstólum rúllu- pylsa, lifrapylsa, með öðru góð- gæti. + Þessi vísa er eftir hinn ágæta hagyrðing Þorlák Nelson á Lundar. Það er meining í hverju orði svo það borgar sig að at- huga vísuna dálítið. H. E. J. Óvitringar æddu fram ' af því margur vatð að hníga; hvar sem Björninn hristir hram hundar láta skottin síga. Th. Nelson. > * ♦ Frá Selkirk Sunnudaginn 16. nóv. heim- sóttu nokkrir meðlimir þjóð- ræknisdeildarinnar “Brúin”, í Selkirk, hjónin Magnús og Guð- nýju Hjörleifsson, til að kveðja þau og ^árna þeim fararheilla; en næsta dag lögðu þau af stað vestur á Kyrrahafsströnd til dvalar þar, ásamt tengdadóttur sinni og sonarsonum, en Björn sonur þeirra er áður vestur far- inn. Verður heimili þeirra að Webstefs Corner P. O., Haney, B. C. — Deildin “Brúin” færði Magnúsi að gjöf göngustaf áletr- aðann, en konu hans brjóst- nælu. Nokkrir tóku til máls og söngvar voru sungnir, og nutu allir góðrar stundar með hinum öldruðu hjónum, er nú hafa átt samleið í meira en 61 ár, en KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu t'yrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash. Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass Palmi Sigurdson 384 Newbury St. Cavalier, N. Dak Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg,-N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa. Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask Jón ólafsson Lundar, Man. Dan. Lindal Mountain, N. Dak Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash. Selkirk. Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C, Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk tnessa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Séra Eiríkur Brynjólfsson. ♦ Gimli prestakall 30. nóv. — Messa að Árnesi kl. 2 e. h. — Messa að Gimli kl. 7 eftir hádegi. Allir boðnir vel- komnir. Skúli Sigurgeirson. ♦ Árborg-Riverton prestakall 30. nóv.: Geysir, messa klukk- an 2 e. h. — 7. des.: Hnausa, messa klukkan 2 e. h. — Árborg, ensk messa klukkan8 e. h. B. A. Bjarnason. Argyle prestakall Sunnudaginn, 30. nóvember. 1. sunnud. í Aðventu. — Grund, altarisganga, messa, kl. 2 e. h. — Glenboror kl. 7 e. h. — Allir boðn ir velkomnir. Séra Eric H. Sigmar. ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 30. nóv.: Fyrsta sunnud. í Aðventu: Ensk messa kl. 11 árd. — Sunnudagskóli kl. 12 á hádegi. —. íslenzk messa og altarisganga kl. 7 síðdegis. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. dvalið í Selkirk milli 20 og 30 ár, voru þau kvödd með kær- leika, og þökk fyrir samfylgd liðinna ára. ♦ Bjarni Árnason, er dvalið hef- ir í Selkirk í 26 ár, flutti vestur til Vancouver í lok október mán- aðar. Kvöldið áður en hann fór söfnuðust um 40 manns saman til að kveðja hann. Voru honum afhentar gjafir að skilnaði frá þjóðræknisdeildinni og söfnuðin um hér. Gjafirnar báru fram, á- samt hlýjum, viðeigandi orðum, þeir Einar Magnússon forseti deildarinnar, og Jóhann Péturs- son forseti safnaðarins, og hon- um árnað allra heilla, með þökk fyrir samstörf í téðum félögum og trúmensku í starfi. Einn af meðlimum deildarinnar “Brúin”. Gefið til Sunrise Lutheran Camp í minningu um Jósep Gutt- ormsson $35.00, frá systkinum hans. Mrs. D. S. Curry, Los Angeles $270.48. Gefið í hermanna minningarsjóðinn Herðabreiðasöfnuður, Lang- ruth, $15.00. — Meðtekið með innilegu þakklæti. Anna Magnússon. Box 296, Selkirk, Manitoba. Starfsnefnd deildarinnar “Isa- fold” vottar þakklæti þeim Mrs. H. Danielson og Séra Philip Pétursson fyrir að sækja fund hér í Riverton, 11. nóvember s.l., og skemta með sýning á íslenzk- um myndum og ávörpum sem voru fróðleg, uppörfandi og skemtileg. ♦ Ágætt skyr er nú til sölu hjá Guðrúnu Thompson, 203 Mary- land Street, Winnipeg. Pottur- inn 65 cents, mörkin 35 cents. — Sími 31 570. \ Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro komu til borgarinnar síðastliðinn föstudag og dvöldu hér fram yfir helgina. ♦ Mr. Guðmundur Jónsson frá Vogar, sem hér lá á sjúkrahúsi síðastliðinn hálfsmnáaðar tíma, og skorinn var upp vegna sjón- depru af Dr. Kristjáni J. Aust- mann, lagði af stað heimleiðis á þriðjudaginn með von um góða bót meina sinna. ♦ Mr. Kristinn Eyjólfsson frá Kandahar, er nýkominn hingað til veturvistar; verður heimilis- fang hans að 181 Home Street. ♦ Mrs. D. S. Curry, gem dvalið hefir því nær tveggja mánaða tíma hér í borginni, lagði af stað í gær suður til Coronado, Cali- fornia, þar sem hún dvelur í vetur. ♦ Mikið útval af íslenzkum og enskum jólakortum. Falleg og ódýr. íslenzk jólakort, 15 cent, og 20 cent með íslenzkum mynd- um. Eitt dúsin — 12 — $1.75 og $2.25. Björnssons Book Sfore 702 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Mr. Pétur Johnson píanókenn- ari frá Glenboro, hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. -♦ Allir meðlimer “Fróns” eru beðnir að muna eftir ársfundi deildarinnar, sem haldinn verð- ur í G. T.-húsinu, mánudaginn 1. des., n. k., kl. 8.30 e.h. Það væri ákjósanlegt að sem flestir gerðu sér far um að sækja þennan fund, þar sem bæði þarf að kjósa nýja stjórnarnefnd og greiða atkvæði um mikilsvarð- andi tillögu er fer fram á það að árgjaldið sé hækkað um dollar á ári fyrir þá sem nota bóka- safnið. Fjolmennið á ársfundinn. Nefndin. -♦■ Þann 20. þ. m., lézt hér í borg inni frú Guðrún Bardal, ekkja MISS WILLA ANDERSON Artistic Manageress and Supervisor OIL WAVE A flattering, easy to care for Oil Per- manent complete with shampoo and set — a $5.00 value. TRU-ART’S FAMOUS Cold Wave S7.50 Shampoo and Set Included Given only at Tru-Art by opera- tors especially trained as Cold Wave Technicians and backed by Tru-Art’s GUARANTEE OF SATISFACTION This Tru-Art Cold Wave is equal or superior to any cold wave offered anywhere for $10.00 or more. TRU'ART PHONF 0*7 1 70 Enderlon Bldg. — Portage at Hargrave ^ Over Mitchell Copps. Halldórs S. Bardal, er um langt skeið rak bókaverzlun og hafði með höndum aðra kaupsýslu; frú Guðrún lætur eftir' sig átta sonu og þrjár dætur; hún var vinsæl kona og vel metin, er um langt skeið tók virkan þátt í starfsemi Fyrsta lúterska safn- aðar; hún var 74 ára áð aldri; útför frú Guðrúnar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju; fluttu þar kveðjumál þeir séra Rún- ólfur Marteinsson og séra Eirík- ur Brynjólfsson. •♦• Þann 1. þ. m., voru gefin sam- an í hjónaband hér í borg þau Lára Elín Alda Árnason og Rich- ard Stockell, sonur Mr. og Mrs. T. W. Stockell. Svaramenn voru Mrs. Thor Thorsteinsson, systir brúðurinnar og Mr. Stockell, bróðir brúðgumans; brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Magnús Árna- son, 700 Home Street. Séra Ei- ríkur Brynjólfsson gifti; athöfn- in fór fram á heimili þeirra Mr. og Mrs. Thor Thorsteinsson, 540 Agnes Street og að henni lok- inni var setin þar vegleg veizla, er nánustu skyldmenni tóku þátt í. IN A HURRY2 48 HOUR SERVICE on most DRY CLEANING AND LAUNDRY Phone 37261 Or Use Perth’s Carry and Save Store Perth’s 888 SARGENT AVE. BÆKUR TIL IÓLAGJAFA! Þessar nýju bækur eru nú fáanlegar til jólagjafa: FYRSTA BYGGING I HEIMI EILÍFÐARBLÖMIN ÁST OG KŒRLEIKUR FRIÐARBOGINN ER FAGUR Snúið yður til: Hrni ni C I ECCnM 1025 EAST lOlh AVENUE, . rnlULCIrDOUH vancouver, b. c. TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ is just a few weeks away. STOP and com- pare Christmas 1947 in Britain and Christmas 1947 in Canada. WHERE WOULD YOU RATHER SPEND THIS CHRISTMAS? We can all help Britain enjoy a happier Christrrtas by sending more food parcels. Send Your Contributions NOW To The THE ROTARY CLUB OF WINNIPEG 154 Royal Alexandra Hoiel Winnipeg, Manitoba • This Space Courtesy of: The Drewrys Limited BPX-7

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.