Lögberg - 11.12.1947, Síða 1

Lögberg - 11.12.1947, Síða 1
PHONE 21374 .Vöxvte' Clctt1(lcTS Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 i.rfA * ST A C. iieA mpleie Cl< aning Insi iiuiion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947 NÚMER 49 Sambandsþing Eins og áður var skýrt frá, var sambandsþingi stefnt til funda þann 5. þ. m., og fór þingsetn- ing þá fram með venjulegum há- tíðabrigðum; forsætisráðherr- ann, Mr. King, var þá svo að segja nýkominn heim frá gift- ingu Elizabetar prinsessu og Philips Mountbatten, sem nú hefir verið hafinn til hertoga- tignar og nefnist hertoginn af Edinburgh; einnig ferðaðist Mr. King nokkuð um meginland Norður-álfunnar; var hann hylt- ur á þingi af forustumönnum allra þingflokka. Helzta málið, sem um þessar mundir liggur fyrir þingi má telja hina nýju tolla- og viðskifta samninga, sem Canada nýlega gerði við nítján þjóðir, en til þess er ætlast, að þeir öðlist gildi þann 1. janúar næstkom- andi; þingi verður frestað þann 19. þ. m. fram í seinni part janú- ar, og hefjast þá umræður um st j órnarboðskapinn. Deyja að lokinni máltíð Þann 3. þ. m. gerðist sá at- burður, að Malcolm McKinnon sveitaroddi Shoal Lake-bygðar- lagsins, og Donald bróðir hans, létust skyndilega á bændabýli að nýloknum kvöldverði; sá fyrrnefndi var 57 ára gamall en sá síðarnefndi 60 ára; systir þeirra, Christina, er setið hafði við sama borð, veiktist einnig alvarlega, en gat þó símað til ná- granna eftir hjálp; en er fyrstu komumenn bar að garði, voru báðir bræður hennar örendir. — Malcolm McKinnon hafði átt sæti í sveitarstjórn í tuttugu og sjö ár, og verið oddviti sveitar- innar í þrjú kjörtímabil. — Or- sakir þær, er til þessa sviplega atburðar leiddu, voru eigi kunn- ar, er síðast fréttist. V arnarsamningur Truman forseti lagði fyrir öldungadeild þjóðþingsins þann 4. þ. m., samningana um sam- varnir 19 þjóða, er undirskrif- aðir voru í Rio de Janeiro þann 2. september síðastliðinn; þessar 19 Ameríkuþjóðir hafa gengist undir að verja í sameiningu vesturhvel jarðar, ef á það yrði ráðist. — Samningar þessir verða vafalaust samþykktir í einú hljóði. Látinn Rev. Harry Turner, sá er sagt var frá hér í blaðinu, að særst hefði af voðaskoti á Baffineyju í októbermánuði síðastliðnum, og fluttur var fyrir skömmu hingað til borgar til læknisaðgerða, lézt á sjúkrahúsinu hér í borg á þriðjudagsmorguninn; frækni þeirra flugmanna, er sóttu hann og fjölskyldu hans norður í ó- bygðir í vesta veðrinu, mun lengi í minnum höfð. Banna útflutning vopna Bandaríkin létu það verða eitt sitt fyrsta verk, eftir að þing sameinuðu þjóðanna félzt á skiptingu Palestínu, að banna innflutning amerískra vopna til landsins. Pólskir lögreglumenn misþyrma og ræna íslenska skipsþernu VILDU LÁTA HANA JÁTA AÐ HÚN VÆRI ÞÝSK Mótmælum var svarað með hótnum um líflát Fyrir um það bil mánuði síðan gerðist sá atburður í hafnarborg- inni Stettin, að íslenskri skips- þernu og sænskum skipstjóra á sænska skipinu “Jan” var mis- þyrmt af pólskum lögreglumönn- um. Auk þess sem þeir misþyrm- du konunni, rændu þeir af henni 40 sænskum k r ó n u m og arm- bandsúri. Meðal annars brendu þeir hana á fingurgómunum. Stúlka þessi heitir Jóhanna Kris- tín Guðjónsdóttir, til heimilis að Laugaveg 165. Sænska utanríksráðuneytið, hefur falið sendiráði sínu í Var- sjá að krefjast rannsóknar og ref- singar vegna atburðar þessa. Voru í fylgd með þarlendum mönnum Skipstjórinn, sem heitir Gunn ar Strindin, bauð Jóhönnu með sér í land að kvöldi þess 1. októ- ber, meðan skipið var að hlaða kolum. Með þeim voru tveir pólskir miðlarar og umboðsmað ur pólsks kolafélags. Talaði skipstjórinn þýzku við menn þessa, en það mál skilur Jó- hanna ekki. Lögreglumennirnir ráðast á þau Þegar þau voru um það bil að fara, komu pólskir lögreglu- menn á vettvang og vildu hand- taka Jóhönnu, af því að hún væri þýsk. Reyndi skipstjórinn að skýra málið, en brátt lenti alt í uppnámi, og slógu lög- reglumennirnir Jóhönnu, svo að hún misti meðvitund. Mótmæl- um skipstjórans var svarað með hótun um að hann yrði skotinn. Var svo farið með þau á lög- reglustöð. Jóhönnu misþyrmt Þar vildu lögreglumennirnir pína Jóhönnu til að viðurkenna að hún væri þýsk. I því skyni brendu þeir hana á fingurgóm- um, sneru upp á handleggi henn ar og beittu öðrum fantabrögð- um. Sluppu þau loks við illan leik um borð í skip sitt um fimm leytið um morguninn. Skipstjóri kærði þetta athæfi þegar fyrir hafnarlögreglunni í Stettin og við heimkomuna til Svíþjóðar fyrir sænsku ríkis- lögreglunni. Mbl. 8. nóv. Geisilegt manntjón Þann 2. þ. m., gerði slíkt af- spyrnu rok við norðurströnd Portugals, að einstætt þykir í sögu landsins; vindhraðinn varð 117 mílur á klukkustund; í fár- viðri þessu fórust, svo vitað sé, hundrað sextíu og fimm portú- galskir fiskimenn. Krefjast afnáms á banni Bændasamtökin í Alberta hafa á fjölmennum fundi kraf- ist þess, að sambandsstjórn af- nemi umsvifalaust núgildandi bann á útflutningi búpenings til Bandaríkjanna, með því að hærra verð bjóðist sunnan landamæranna. Kjölurinn lagður að þriðja vöru flutninga- skipi Eimskipafélagsins Skipið er af sömu gerð og "Brúarfoss". +* Laugardaginn 18. þ. m. var lagður kjölur að þriðja vöru- flutningaskipinu, sem Eimskipa- félags íslands hefir samið um smíði á, hjá skipasmsíðastöð Burmester og Wain í Kaup- mannahöfn. Er það að öllu leyti samskonar skip og hin tvö, er félagið lætur smíða þar, en hið fyrsta, nýi “Goðafoss”, hljóp af stokkunum 2. þ .m. Skip þessi verða 2600 smál. DW., að burðarmagni, og eiga að ganga 14Ú2 sjómílu í venju- legum siglingum. Þau eru 290 feta löng, 46 feta breið og 29 og 6 þumlunga djúp. Djúpristan er 20 fet og 6 þuml. Til samanburð- ar má geta þess, að e.s. Brúar- foss er 1500 smál. DW., 235 feta á lengd, 36 fet á breidd og 23 fet og 9 þuml. á dýpt. Eiga vil ég sjálfur tárin Hjörtun græðir himna brosið, Heilagt skin í friðar-sveitum; Englarnir í fíngert flosið, Plétta blóm á gróður reitum. Gott er þá með góðum vini Gleði brosin veita, þyggja. Undir gildum, grænum hlyni Gæfu sína í vinskap tryggja. Pegri samt er friðarboginn, Ljölskrúðuga himin rósin, Þátta-sterki lita loginn, Lífsins beztu vita-ljósin. Regnbogar í’tárum tindra; Táknin gefa ró í sinni; Ljós frá æðri sölum sindra “ Sólar-bros að hyggju þinni. Brosin vörmu sárin sefa, Sorgar undir, bakvið árin; Alt ég má þér annað gefa, Eiga vil ég sjálfur tárin. + H. E. Johnson. Lestarrúm þessara skipa er 150.000 teningsfet, en lestarrúm Brúarfoss er um 80.000 tenings- fet. Frystirúmið í skipunum er samtals 80.000 teningsfet, og má frysta þar í fernu lagi og halda mismunandi kuldastigi í hverju lestarrúmi, en auk þess er tveim ur af lestunum skipt með auka- þilfari, til þess að betur fari um frystivörurnar. Ennfremur verða í skipinu tvö lítil frysti- rúm, 2500 og 4000 teningsfet að stærð, þannig að hægt er að taka til flutnings lítið magn af frvst- um vörum, án þess að frysta þurfi meira af lestarrúminu, en þar sem þær vörur eru. Má frysta niður í 18 stig á Celcius við 35 stiga lofthita og 25 stiga sjávarhita. Við minni loft- og sjávarhita verður að sjálfsögðu hægt að frysta enn meira, eftir því sem hitinn er minni. Skipin verða með 3700 hest- afla dieselhreyfli og auk þess þremur hjálparvélum. Vélin í Brúarfossi, sem er gufuvél er 1382 hestöfl. 4' íbúð skipshafnarinnar verður á aðalþilfari miðskipa og aftur á. Þrjátíu og þriggja manna á- höfn verður á skipinu, og verða öll íbúðarherbergi skipsmanna eins manns herbergi. Á skipunum verður eitt far- rými fyrir 12 farþega í tveggja manna herbergjum og verður það mjög rúmgott. Þessi farþega tala er hámark þess, sem vöru- flutningaskip mega flytja án þess að þau teljist farþegaskip. Samningur um smíði á skipinu var gerður 30. jan. 1946 og var þá ráðgert að það yrði tilbúið í nóvember þ. á., en ýmiskonar tafir, einkum skortur á vinnu- afli, og slæmt veðurfar urðu þess valdandi að smíði annarra skipa, sem skipasmíðastöðin hafði með höndum, seinkaði mjög, og var ekki unnt að leggja nýja kjölinn að þessu skipi fyrr en eftir að nýja + “Goðafossi” hafði verið hleypt af stokkunum. Má vænta þess, að smíði þessara tveggja skipa félagsins, af sömu gerð, sem nú hefir verið hafin, gangi fljótara en smíði fyrsta skipsins, með því að þegar hefir verið unnið all- mikið að undirbúningi við smíði þeirra. Alþbl., 21. okt. Bóndinn að Ljótar- stöðum í A.-Landeyjum kemur niður á beinagrind við gröft í gærmorgun er bóndinn á landnámsjörðinni Ljótarstaðij; í Austur-Landeyjum, var að greftri við bæ sinn, kom hann niður á beinagrind og virtist hún vera mjög heil að sjá. Að Ljótarstöðum býr Ársæll K. Jóhannesson og var hann að taka sand úr hól þeim, er bær- inn stendur á, þar sem beinin fundust. + Ísland Pornbelga frelsis-land, — frægðanna gullna land, — ljósguða land! Söm enn þér sólin skín, söm eru börnin þín, frelsið og frægðin þín, fornbelga land! Enn lifir íslenzk sál, enn lifir skáldsins mál — ætternis orð! Enn lifir andans glóð, enn áttu þrek og móð, lífssögu, list og óð, lýðfrjálsa storð! Enn logar innra bál, enn vekur Baldurs mál lifandi ljóð, hvar Vestræn vor-sól skín — vonríka beillin þín bvar aldrei dagur dvín, draum-sæla þjóð! Blessi þig hörg og bof, hljómi þér verðugt lof hver heil-lynd þjóð. Þér Hliðskjálf hljómi frá hljómur, er Óðinn má sólbörnum sínum tjá — sannleikans óð. S. B Gróf einn meter niður Er hann hafði grafið um það bil meter niður, kom hann niður • á beinagrindina. Hætti hann þeg ar greftri og gerði Sæmundi i Ólafssyni bónda að Lágafelli að- vart um fund þenna. Lítt skemd í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi skýrði Sæmundur svo frá, að það sem komið hefði upp af beinagrindinni við gröft inn, væri til að sjá lítt skemt. Sagði hann, að t. d. væru allar tennur í höfuðkúpunni, ennfrem ur virtist grindarholið vera því nær óskemt, lærleggir og annað. Sæmundur sagðist telja það víst, að beinagrind þessi væri af karl- manni og réði hann það af stærð hennar. Er beinagrindin úr heiðni Af legu beinagrindarinnar telja menn þar eystra líklegt, að hún sé úr heiðni, en beinin láu frá norð-austri til suð-vesturs. Annað mál er það, hvort beina- grindin geti verið svo gömul, en nánari rannsókn mun að sjálf- sögðu leiða það í ljós. I Máldaga Þorláks biskups Þorlákssonar í Skálholti frá 1179 er þess getið að kirkja hafi ver- B. ið að Ljótarstöðum, en Sæmund ur taldi víst, að gröf þessi hafi ______+ ekki verið í kirkjunnar reit. Fjárlagafrumvarpið lagt fyrir Alþingi Rekslrarúígjöld áætluð 156.1 millj. kr., en tekjurnar 155.2 millj. kr. Ríkisstjórnin lagði í gær frum varp til fjárlaga fyrir árið 1948 fyrir Alþingi. Niðurstöðutölur þess eru þær að á rekstraryfirliti eru tekjur áætlaðar 155.2 millj. kr., en út- gjöldin 156.1 millj. kr., þannig að rekstrarhalli verður tæpar 900 þús. kr. Á sjóðsyfirliti er greiðslujófn- uður áætlaður óhagstæður um röskar 19 millj. kr. Enda þótt frumvarpið sé miklu lægra en fjárlög ársins 1947, er það þó hæsta fjárlagafrumvarp, sem flutt hefir verið. Á rekstraryfirliti fjárlaga þessa árs eru tekjur áætlaðar 202,2 millj. kr., en • gjöld 196,5 millj. kr. og rekstrarafgangur þaannig 5.7 millj. kr. Á sjóðs- yfirliti var greiðslujöfnuður á- ætlaður óhagstæður um 7,9 millj. kr. Gera má ráð fyrir að frum- varpið taki nú eins og undan- farin ár miklum breytingum í meðferð Alþingis. í athugasemdum fjármálaráð- herra, sem fylgja frumvarpinu segir m. a.: Óvissa um framtíðina “Fjárlagafrumvarp þetta er síðar fram komið en skyldi og eru til þess fleiri en ein ástæða, en þó helst sú, að nú hvílir meiri óvissa yfir afkomu þjóð- arinnar og ríkissjóðs en oft áð- ur. Útgjöld samkvæmt þessu frumvarpi verða þau hæstu, sem nokkurntíma hafa verið á fjár- lagafrv., afgreiddu frá ríkis- stjórninni m. a. vegna þess, að nú varð að reikna öll útgjöld sem vísitala framfærslukostnað- ar hefir áhrif á, með stórum hærri vísitölu er hefir enn hækk- að stórum er óvíst hvort sá út- reikningur stenst. Úr þessu fæst þó fyrst skorið þegar séð verð- ur hvort Alþingi og ríkisstjórn tekst að ná samkomulagi um lausn dýrtíðairvandamálanna á þann veg að reikna megi með lægri og viðráðanlegri vísi- tölu. — Reyni að færa niður útgjöld Nú hefir að vísu verið reynt við samning frv. að færa niður útgjöld, en þar sem annars veg- ar hefir orðið að taka tillit til hinnar háu vísitölu, og hins veg- ar, að svo mikið af útgjöldum fjárlaganna er bundið með lög- um, hefir lækkunin óhjákvæmi- lega orðið að lenda á þeim út- gjaldaliðum, sem ekki eru fyrir fram bundnir í lögum. Þótt samkvæmt framansögðu hafi ekki tjáð annað við samn- ing þessa frv. en taka tillit til gild andi laga varðandi ýmsa út- gjaldaliði virðist nauðsynlegt að taka til athugunar við meðferð málsins hvort ekki sé unt eins og nú horfir við að fresta að ein- hverju leyti einstöku fram- kvæmdum, sem krefjast stórra framlaga úr ríkisssjóði, en eru þó misjafnlega aðkallandi. Fjármálaráðherra geymir sér rétt til þess, um leið og þetta fjárlagafrv. er lagt fram með útgjaldaáætlun samkvæmt gild- andi lögum, að gera við meðferð málsins tillögur til Alþingis um frestun á framkvæmd ákveð- inna laga, sem nú hafa í för með sér mikla hækkun á útgjalda- hlið frv.” Mbl. 29. okt.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.