Lögberg - 11.12.1947, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947
TRYGGVE D. THORSTENSEN:
Lagt upp í ferð til Vínlands hins góða
Við skildum síoasi við þá er við komum iil Reykjavíkur um hánóii.
Biriisi hér niðurlag þessarar frásagnar og verður fljóii farið yfir
sögu. og aðeins stiklað á slóru um það helzia er gerðisi á leiðinni
frá Gander iil Winnipeg.
Komum aftur ±11 Reykjavíkur
kl. 4 um nóllina
Eins og áður er sagt, komum
við aftur til Reykjavíkur kl. 4
um nóttina. — Eins og geta má
nærri, voru allir í fasta svefni.
Ókum við að húsinu, þar sem
fólk konunnar minnar býr í, og
hringdi ég sem ákafast dyrabjöll
unni. Að dálítilli stundu liðinni
kom húseigandinn til dyra, á
náttklæðum einum saman, og
horfði á hópinn eins og tröll á
heiðríkju, sem von var, því
hann vissi ekki betur en að við
værum einhversstaðar í háloft-
unum milli íslands og Ameríku.
Áttaði hann sig brátt, og nú
voru allir í húsinu komnir til
dyranna. Rigndi yfir okkur
spurningum ,og leysti ég úr
þeim sem bezt ég mátti. Að lok-
um var okkur komið fyrir, eft-
ir ástæðum, og gengu menn síð-
an til náða.
Hitti umboðsmann flugfélagsins
að máli
Strax morguninn eftir fór ég
til umboðsmanns flugfélagsins
Sagði ég honum allt af Jétta, og
vottaði hann okkur samúð sína
með mörgum fögrum orðum. —
Spurðist ég fyrir um, hvort unnt
væri að komast með næstu ferð
Kvaðst umboðsmaður ekki geta
sagt neitt um það með vissu, en
ég sótti sem fastast mál mitt, og
hét hann því að lokum, að hann
skyldi gera hvað hann gæti. —
Síðar um daginn fékk ég svo til-
kynningu um, að við myndum
komast með flugvélinni sem
færi þann 20. maí, eða þrem
dögum eftir óhapp okkar. Þótti
mér málum mínum nú borgið,
og ítrekaði við umboðsm., að láta
mig vita svo tímanlega, að ekki
færi á sama veg og í fyrra
§kiftið.
20. maí rennur upp. Þann dag
er mér tilkynnt að vera kominn
á flugvölliftn kl. 9 um kvöldið,
og jafnframt að flugvélin færi
um kl. 11—12 á miðnætti. — tJt-
vegaði ég mér þegar bifreið, og
gekk rækilega úr skugga um, að
hún væri í bezta lagi. Síðan var
enn lagt af stað, og gekk ferðin
til Keflavíkur slysalaust, að und
anskildu því, að hjólbarði sprakk
einu sinni; kom það ekki að sök,
því við höfðum nægan tíma. —
Klukkan var tæpt 9, er við kom
um á flugvöllinn.
T ollheim tumaður inn
Nú kom að því að athuga
skyldi farangur okkar. Lagði
ég þegar allan farangur okkar
á borðið fyrir framan tollheimtu
manninn, og hófst síðan rann-
sóknin. — . Er maðurinn hafði
opnað tvær ferðatöskur, lét
hann staðar numið, og bað mig
að sýna sér útflutningsleyfið.
Kom þessi beiðni eins og þruma
úr heiðskíru lofti, því mér var
ókunnugt um að ég þyrfti að
hafa meðferðis útflutningsleyfi
þar sem ekki var um annan far-
angur að ræða en það allra nauð-
synlegasta, svo sem fatnaður,
sængurföt og annað smávegis.
Kvaðst ég ekki hafa neitt slíkt
plagg meðferðis.
“Mér þykir leitt að heyra
þetta”, sagði tollgæslumaðurinn,
sorgmæddur á svip. “Eg er
hræddur um að ég verði að
stöðva ykkur, því að útflutnings
leyfi verðið þið að hafa”.
Varð mér orðfall við að heyra
þessi örlagaþrungnu orð. —
Hvað átti nú til bragðs að taka?
Áttum við enn að verða
“strandarglópar”? — Fór nú
heili minn af stað, og varð ég að
hugsa bæði skýrt og hratt. 1
huganum bað ég þess heitt og
innilega að allar góðar vættir
stæðu nú með mér, til að leysa
þetta vandamál. Leit ég síðan
einarðlega framan í tollheimtu-
manninn, og sagði honum frá
fyrri óhöppum okkar, og að mér
þætti mjög svo hart að gengið,
ef við kæmumst ekki með þess-
ari ferð. Sór ég og sárt við lagði,
að ég hefði engan ólöglegan varn
ing meðferðis, enda gæti hann
sjálfur gengið úr skugga um
það. —
Nú varð Örlagaþrungin þögn.
Eg sá á tollheimtumanninum, að
hann átti í ströngu stríði um
hvað gera skyldi, og stóð ég
þarna í einu svitabaði og beið
þess er verða vildi; hét ég því
með sjálfum mér að taka því
karlmannlega, ef illa færi. Lok's
ins birti yfir svip mannsins, og
um leið segir hann góðlátlega:
“Eg verð víst að treysta á
drengskap* þinn og getur þú því
haldið áfram ferðinni.”
Varð ég fegnari en frá þurfi
að segja, og þakkaði drenglund
tollheimtumannsins á viðeigandi
hátt.
Lagl upp í háloílin
Um kl. 12 á miðnætti var okk-
ur tilkynnt að stíga upp í flug-
vélina. Komum við okkur vel
fyrir, enda var nóg plássið, því
farþegar voru um 20, en vélin
tók um 40 farþega. Voru hreyfl-
arnir þegar settir í gang og brun
aði vélin létt og mjúklega eftir
flugbrautinni. Er komið var
upp í 10 þús. feta hæð var stefna
tekin til Gander í Newfound-
landi.
Það er harla tilkomulítið að
fljúga yfir höf, þá flogið er í
geysimikilli hæð, enda sást ekk-
ert, bæði sökum myrkurs og
hæðar. Auk þess virtist vélin
vera í kyrrstöðu, þótt flogið
væri með um 300—400 km.
hraða á klukkustund. — Bar
ekkert til tíðinda á leiðinni yfir
hafið. Veðrið var gott framan
af, en er við höfðum flogið í 8
klst., hvessti töluvert, og kast-
aðist þá vélin til og frá, og þótti
mér það óþægilegt, enda neydd-
ist ég til að herða á mittisólinni
til að halda niðri hinni ljúffengu
máltíð, sem ég hafði nýlokið
við. — Eftir 10% klst. flug kom
um við til Gander í Newfound'
landi. Var þá talsverður vmdur,
og harla erfitt um lendingu sök-
um misvinda yfír flugvellinum.
Gerði flugstjórinn tvær tilraun
ir til lendingar og gekk allt vel
síðara skiftið.
Missum af vélinni í Gander
Rétt áður en við lentum á flug
vellinum í Gander, hafði ég orð
við flugfreyjuna hvort við
myndum ná hinni vélinni, svo
við gætum haldið umsvifalaust
áfram ferðinni, og kvað hún
svo myndi verða. Við nánara
athugun kom í ljós, að síðara
vélin hafði lagt upp hálfri
dukkustund á undan áætlun.
Urðum við að dvelja þarna
nokkrar klukkustundir. Eftir
4—5 stundir lögðum við svo af
stað að nýju. Skyldi nú haldið
til Sidney. Gekk ferðin vel, og
mun skemmtilegra að fljúga
þessa leiðina, þar sem flogið var
aðeins í 500—600 feta hæð, og
sást vel til jarðar. Eftir 3—4 klst.
flug komum við til Sidney.
Sidney er. fyrsta lendingar-
stöðin í Canada, þá komið er frá
íslandi með viðdvöl í Gander, og
því ströng tollgæsla þar um
slóðir, enda var allur farangur
rannsakaður af mikilli ná-
kvæmni. Er gæslumaður var í
þann veginn að gæta að farangri
mínum, spurði hann mig, hvað-
an ég kæmi og sagði ég honum
það.
“Jæja, svo þú kemur alla leið
frá Islandi”, sagði maðurinn,
“þá hlýtur allt að vera í lagi”.
Tókum við tal saman. Kom í
ljós að maðurinn hafði kynnst
mörgum íslendingum á stríðs-
árunum. Þótti honum mikið til
koma hversu íselndingar væru
vel menntaðir og vingjarnlegir.
Innan stundar vorum við orðn-
ir bestu mátar, og sagði ég hon-
um það markverðasta frá ís-
landi. Óskaði hann mér góðrar
ferðar og skildumst við þar með.
Eftir eina klukkustund var
svo aftur lagt af stað og skyldi
nú haldið til Moncton, sem er
lítil lendingarstöð milli Sidney
og Montreal. Komum við þang-
að eftir 4 klst. flug. Klukkan var
þá 4 eftir hádegi 21. maí. Þar
átti önnur vél að taka við. Bið-
um við þar í 6 klukkustundir.
Var nú aftur lagt af stað kl
10 um kvöldið til Montreal, var
þá skollið á myrkur og var þetta
flug mun leiðinlegra en frá
Sidney til Moncton. Til Montreal
komum við kl. 2 um nóttina og
fengum húðarrigningu alla leið
ina. — 1 Montreal er stór og
glæsileg flugstöð, flugvöllurinn
er með þeim stærstu í Canada
var tilkomumikið að sjá úr loft
inu alla ljósadýrðina meðfram
flugbrautunum.
Þegar við komum inn á flug-
stöðina aflaði ég mér upplýsinga
um, hvenær næsta vél færi, og
var okkur sagt að hún legði upp
kl. um 7—8 þá um morguninn
Ekkert gistihús var þarna
staðnum, og urðum við því að
fá okkur leigubíl til að aka okk
uí til borgarinnar. Útvegaði af-
greiðslustúlka okkur bæði bif-
reið svo og herbergi á gistihúsi
Sagðist stúlkan myndi hringja
og láta okkur vita þá er flug'
vélin færi.
Við vorum orðín töluvert
þreytt og hugðumst nú njóta
hvíldarinnar, en illa gekk að
sofna, því nokkur skarkali var
í næsta herbergi við okkar. —
Heyrðist mér ekki betur en þar
væru tveir menn við skál og töl-
uðu æði hátt. Virtust þeir vera
að segja hvor öðrum æfisögu
sína. Sem betur fór kom gest
gjafinn og bað söguhetjurnar að
hafa hljótt um sig og féll allt í
dúnalogn.
Klukkan 7 um morguninn
vaknaði ég; komst nú skriður
á fjölskylduna, því eins og áður
er sagt áttum við von á símkalli
•frá flugstöðinni um þetta leyti.
Skundaði ég til gestgjafans og
spurði frétta. Kvað hann ekkert
símkall hafa komið. Útvegaði
hann okkur bifreið, og bað ég bíl-
stjóranan að aka eins hratt og
unt væri. Kvað hann bílinn eigi
í góðu lagi og myndi hann aka
gætilega. Tók ég þá upp dollara-
minni en sú sem við flugum í
frá íslandi til Gander. Hentist
hún til og frá, og urðum við að
reyra okkur sem fastast til að
hendast ekki úr sætunum.
Leið nú nokkur tími og veðrið
enn við það sama. — Framan af
hafði verið hlýtt í flugvélinni,
en nú tókum við til að skjálfa
af kulda, og veitti ég því athygli
að á rúðurnar hafði sezt móða,
svo að ekki sást glóra út um
þær. Rétt í sama mund er okkur
tilkynnt að halda okkur vel við
sætin, því að við yrðum að nauð-
lenda. Kvað flugstjóri enga
hættu á ferðum, en lendingin
gæti orðið nokkuð hörð, þar sem
lítt sást út fyrir móðu.
Biðum við nu sem verða vildi
og bjóst ég við hinu versta. Allt
í einu fann ég þungan skell og
svo annan, og síðan stöðvuðust
hreyflarnir. Kom nú flugstjórinn
brosandi út frá stjórnklefa sín-
um og þóttist ég þá vita að við
værum sezt. Við rannsókn kom
í Ijós að hitunartæki flugvélar-
innar hafði bilað, Höfðum við
lent á litlum flugvelli milli
Montreal og Toronto.
Tók viðgerðin um eina klukku
stund, og var síðan haldið af
stað að nýju. Veðrið virtist nú
mun betra og var komin glamp-
andi sólskin er við lentum í
Toronto.
Leiðarlok
Frá Toronto fórum við um kl.
6 um kvöldið, og var þá heiður
himinn og kyrrt veður alla leið-
ina til Winnipegborgar. — Sá-
um við ljósadýrð borgarinnar
úr 6 —10 km. fjarlægð og vaj það
tilkomumikil og tignarleg sjón,
sem við munum seint gleyma. —
Lentum við svo heilu og höldnu
á flugvellinum í Winnipeg kl. um
12 aðfaranótt hins 23 maí.
Tryggve Thorstensen.
Hálfrar aldar starfsafmœli
seðil og sagðist myndi láta hann
hafa seðilinn sem aukaþóknun,
ef hann reyndist vel. Þetta virt-
ist verka og tók bíllinn þegar
viðbragð og ókum við í loftinu.
Við komum út á flugvöll kl. 7.15;
var flugvélin þá nýfarin; stúlk-
an hafði gleymt að hringja til
mín. Biðum við þarna fáeinar
klukkustundir. Var nú snædd-
ur góður morgunverður, og þar
næst var litast um enda margt
nýstárlegt að sjá. — Kl. 10 lögð-
um við af stað, og nú átti að
fljúga til Toronto, sem er síðasta
lendingarstöðin milli Montreal
og Winnipeg.
Verðum að nauðlenda
Veðrið var fremur drungalegt
er við lögðum af stað frá
Montreal, og þá er við höfðum
flogið nokkra stund, skall á
blindhríð. Hækkaði flugmaður-
inn flugið til að reyna að komast
upp fyrir veðrið. Við komumst
upp í 10—12 þús. feta hæð, en
þar geisaði sama veðrið. Var þá
ekki um.annað að ræða en fljúga
blindflug, sem kallað er. — Þetta
var tveggja hreyfla vél, og mun
Það er ávalt gott „að heyra
góðs manns gétið”, og langar
mig til að fara nokkrum orðum
um mann, sem Islendingar í
Winnipeg munu kannast. vel við
og reyndar Vestur-íslendingar,
hvar sem þeir eru. Maðurinn
sem ég á við er Sigtryggur O.
Bjerring, að 550 Banning Str.,
Winnipeg. —
Á þessu ári eru liðin 50 ár síð
an hann byrjaði að vinna, og þá
að iðn þeirri er hann enn stund-
ar. Hefir hann stundað hana
jafnan síðan, með mjög litlum
undantekningum, er hann gaf
sig við trésmíði, meðan hann var
enn ungur. Þetta er orðinn lang
ur vinnudagur og bendir þó alt
útlit hans í þá átt, að enn eigi
hann eftir að afkasta miklu
verki, því starfsþrek hans virð-
ist alveg óbilað og iðjuþörfin og
iðjugleðin enn í bezta lagi. Vinnu
þrekið mun honum hafa verið
gefið í vöggugjöf, ásamt mörg-
um fleiri góðum gjöfum, sem
hann hefir jafnan farið vel með,
varðveitt og þroskað með aldri
og lífsreynslu.
S. O. Bjerring — svo skrifar
hann jafnan nafn sitt — byrjaði
að vinna þegar hann var 13 ára
að aldri og þá hjá félagi sem
hét “Manitoba Stamp & Sincil
Works”, og vann hjá því að mestu
þangað til árið 1911. Byrjaði
hann þá á samskonar iðn, í félagi
með öðrum manni, og nefndu
þeir iðnfélag sitt: “Canadian
Stamp Company” og er það enn
í góðu gengi. Býr félagið til
rubber stamps, stencils, seals,
celluloid buttans og margt fleira
af svipuðu tagi og hafa þeir fé-
lagar fært út starfssvið sitt á
ýmsan hátt.
S. O. Bjerring hefir jafnan
rekið iðn sína með miklum dugn
aði og fyrirhyggju og með hinni
mestu vandvirkni og smekkvísi.
Hefir hann jafnan reynst svo
áreiðanlegur og ábyggilegur í
öllu, að allt sem hann lofar
stendur eins og stafur í bók; sín-
um mörgu viðskiptavinum sýnir
hann jafnan hina mestu lipurð
og góðvild og leggur oftsinnis
mikið á sig til að bæta úr þörf-
um þeirra. Það hefir líka reynst
svo, að félag hans hefir jafnan
staðið mjög vel og stendur enn
l'östum fótum.
S. O. Bjerring er fæddur í
Húsavík í Þingeyjarsýslu, 17.
febrúar 1885, en fluttist með for-
eldrum sínum til Canada þegar
hann var þriggja ára gamall. —
Voru foreldrar hans Ole Bjerr-
ing og Nanna Vilfríður Bjerring.
Þau settust að í Winnipeg og
var Sigtryggur þá strax tekinn
til fósturs af móðurbróður sín-
um og .nafna, Sigtrygg Ólafsson
og konu hans, Jóhönnu Ólafs-
son. Ólst hann upp hjá þessum
fósturforeldrum sínum, sem
gengu honum fyllilega í foreldra
stað. Voru þau hjón vel efnum
DÚin og heimili þeirra á margan
hátt fyrirmyndarheimili, þar
sem allt var vandað og trútt,
stök iðjusemi og reglusemi, og
má með sanni segja að S. O. B.
var alinn upp í “guðsótta og góð-
um siðum”, eins og gamla fólkið
komst að orði — og það komst
oft vel að orði.
S. O. B. hefir ekki aðeins ver-
ið góður og gagnlegur maður
S. O. Bjerring.
sem iðjuhöldur bg gjaldþegn. —
Hann sýndi það snemma, að
hann hafði ríka löngun til að
hjálpa þeim sem hjálpar þurftu
og styðja lítilmagnann eftir
beztu getu. Hefir sá góði eigin-
leiki jafnan fylgt honum og það
í svo ríkaxm mæli, að með afbrigð
um má teljast sem kunnugt er.
Hann er mjög félagslyndur mað-
ur og hefir jafnan tekið mikinn
og góðan þátt í ýmsum félags-
málum, en bezt mun Islending-
um kunnug þátttaka hans í
kirkjumálum. Hefir hann frá
barndómi verið meðlimur Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg og
reynst ágætur félagsmaður. —
Meðal margs annars með því, að
hann var um langt skeið formað-
ur þeirrar nefndar safnaðarins
sem hefir það ætlunarverk, að
líta eftir þörfum þeirra sem ein-
hverrar hjálpar þurftu og bæta
úr þörfum þeirra eftir beztu
föngum. Fórst honum þetta svo
prýðilega, að hann vann sér
virðingu og þökk allra sem þeim
málum voru nokkuð kunnugir
og höfðu skilning á þeim. Síðan
1932 hefir hann verið féhirðir
kirkjufélagsins íslenzka og lút-
erska og þá jafnframt í fram-
kvæmdarnefnd félagsins. Hefir
hann öll þessi ár staðið þar sem
annarsstaðar, prýðilega í sinni
stöðu. Hann gerir sér Ijósa grein
fyrir hverju máli sem fyrir ligg-
ur og heldur sinni skoðun fram
hiklaust og einarðlega, en þó á-
valt góðgjarnlega og frekju-
laust. Hér er mikið verk að
vinna, sem krefst mikillar ná-
kvæmni og vandvirkni og oft úr
vöndu að ráða. Hefir hann áreið
anlega unnið kirkjufélaginu
mikið gagn.
S. O. Bjerring er kvæntur
maður og hefir verið hátt upp í
40 ár og má óhætt segja, að þar
hefir gæfan ekki brugðist hon-
um frekar en í öðrum efnum.
Kona hans heitir Sigríður og er
dóttur Jóns á Gautlöndum, hins
þjóðkunna stjórnmálaskörungs
á sinni tíð og héraðshöfðingja.
Hún er fyrst og fremst prýðilega
vel gefin og allir sem til þekkja
munu á einu máli um það, að
hún hafi reynst ágætlega sem
eiginkona, móðir, húsmóðir, fé-
lagskona og vinkona. Hún er
dugnaðarkona með afbrigðum og
hefir unnið sér traust, góðvild
og virðingu allra sem hana
þekkja.
Börn þeirra hjóna eru tvö,
sem bæði hafa lokið prófi við
háskóla Manitoba-fylkis: Kári
Herbert, verkfræðingur —
Electrical Engineering, sem nú
hefir góða stöðu í Montreal, og
Guðrún, Mrs. Parker, í Ottawa.
sem gegnir ábyrgðarstöðu hjá
kvikmyndaráði Canada. — Eina
fósturdóttur eiga þau einnig,
sem þau hafa gengið í foreldra-
stað, Margrét, Mrs. Peiluck, í
Winnipeg. öll eru börn þessi
mjög vel gefin og hafa reynst
ágætlega.
Heimili þeirra S. O. Bjerring
og konu hans er hið prýðileg-
asta, stórt og vandað og á allan
hátt vel til haft. Hér er mikið
rausnar heimili og gestrisni
framúrskarandi; þar er gott að
koma og gott að vera, og þeir
eru margir sem þess hafa notið
fyrr og síðar. Þessi hjón eru
afar þögul um allt, sem þau hafa
látið gott af sér leiða, sem er þó
margt og mikið, það er eins og
þeim finnist það ekki nema
nokkuð alveg sjálfsagt. Þau
kunna prýðilega þá sönnu gest-
risni, að láta gestunum finnast
að öll þægðin sé húsbændanna en
ekki gestanna.
Jón ögmundsson biskup sagði
að hann minntist jafnan fóstra
síns, er hann “heyrði góðs
manns getið”. — Vænta mætti,
að við, sem kynnst höfum S. O.
Bjerring og konu hans, minn-
umst líka þeirra, er við heyrum
getið góðra manna, F. J.
Á slóðum Vesiur-íslendinga — IV.
Þættir úr lífi Skagfirðings
Framhald.
Á haustin var siður að fara
með bátana, sem notaðir voru
að sumrinu, í vetrarlagi í Port
Nelson. Þetta haust átti að fara
með stóran dráttarbát þangað.
En svo stóð á, að menn vantaði
á bátinn, en meginhluti verka-
manna farinn. Var þá leitað til
mín og lét ég tilleiðast að fara
á bátinn.
Við lögðum af stað frá Chur-
chill klukkan átta að kvöldi og
var þá tekið að frysta. Þegar
við vorum komnir nokkuð út á
flóann, skall snögglega á ofsa-
hríð með miklu hafróti og slíkri
fannkomu, að ekki sást út fyrir
borðstokkinn. Stýrishúsið á
dráttarbátnum var ákaflega
hátt, enda var hann ekki ætlað-
ur til langra sjóferða, og aft-
an við það var stór vatnsgeym-
ir. Þetta sópaðist nú allt burt
með ógurlegum brotsjó, er reið
yfir bátinn.
Þannig velktumst við í fimm
daga, kaldir og hraktir, vatns-
lausir og matarlausir, því að
engar vistir voru í skipinu. Það
hafði ekki verið gert ráð fyrir
að við yrðum nema 26—30
klukkutíma til Port Nelson. Átta
menn voru á skipinu, sumir
orðnir veikir, aðrir örvona um
björgun. Skipstjórinn, gamall
(Frh. á bls. 3)