Lögberg


Lögberg - 11.12.1947, Qupperneq 4

Lögberg - 11.12.1947, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947 --------iosberg--------------------- Q«flC út hvem flmtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Bargent Ave., Winnipeg, ManiÆoba Utanáakrlft ritstjórana: EDITOR LÖGBERG 196 Sarg-ent Ave., Winnlpeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver8 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘‘Löaberg'’ ls printed and pubiished by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipe*. Manitoba, Canada. Authorized as.S'Æond Class Mail, Poet Offlce Dept., Ottawa. PHONB 11 894 Atkvæðamikill íslendingur Lögberg hefir að minsta kosti tvis- var sinnum sagt frá íslenzkum manni, er þá var eigi all-lítið tekinn að koma við sögu stjórnmálanna í British Colum- bia-fylkinu; fyrst með því að vera kos- inn á fylkisþing fyrir höfuðborg fylkis- ins, Victoria, en síðar við aukakosningu í New Westminster, er sótt var af óvenjulegu kappi; maður þessi er Byron Ingvar Johnson, fæddur í Victoria 1890, en foreldrar hans voru Ólafur Johnson og kona hans Guðrún Finns- son Johnson, sem komið munu hafa út af íslandi á öndverðri landnámstíð ís- lendinga í þessari álfu. Byron I. Johnson tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, og gerðist brátt, er heim kom, umsvifamikill athafnamað- ur á vettvangi viðskiptalífsins; hann er glæsimenni í sjón, mælskur vel og rökfastur. Nú hafa þeir atburðir gerst í stjórn- málum British Columbia-fylkis, að nú- verandi forsætisráðherra, John Hart, þjóðkunnur stjórnmálaskörungur, er að láta af völdum fyrir aldurssakir; hann hefir ávalt fylgt Liberalstefnunni að málum, en nú um nokkur ár veitt for- ustu samsteypustjórn; að eftirmaður hans verði Liberal þarf ekki að draga í efa, og nú er verið að gera út um það á flokksþingi, hver sá maður verði. — Blöðin í Vancouver, telja nokkurn veg- inn víst, að annað hvort Mr. Johnson eða Mr. Wismer, núverandi dómsmála- ráðherra, verði fyrir valinu. Blaðið Vancouver Sun, sem mjög er hliðholt Mr. Johnson, birti nýverið eftir farandi ritstjórnargrein: “Mr. Byron Johnson ,sem er borinn og barnfæddur í British Columbia, full- nægir vissulega öllum þeim skilyrðum, sem fullnægja þarf, er til þess kemur að Liberalar velji sér í næstu viku forustu- mann. Mr. Johnson er búinn þeim kostum og persónuleik, er vel myndu sæma vali hans til forustu; skapgerð hans og hæfileikar fullnægja þeim kröfum, sem gera verður til væntanlegs forsætisráð- herra fylkisins; val hans myndi jöfnum höndum verða fylkisbúum í heild til góðs engu síður en þeim stjórnmála- flokki, sem hann telst til. Freklega miljón manna í Þessu fylki væntir þess, að fltkksþing Liberala setji til hliðar smámuni og persónulega togstreitu; erindrekar verða að gera sér það ljóst, að meira sé í hófi en umráð yfir pólitískri kosningavél; þeir verða að skera úr því, að velja mann, er að þeirra dómi sé bezt til þess fallinn, að viðhalda í fylkinu ábyrgu ráðuneyti eins og því, er samsteypustjórnin hefir veitt fylkisbúum. Fylkisbúum er það ljóst, að Mr. John- son er víðsýnn Liberal, er frá skoðana- legu sjónarmiði sveigist til vinstri, en á þá sveif hallast kröfur mikils meiri- hluta íbúa British Columbia-fylkis; — hann býr einnig yfir þroskuðum hæfi- leikum á sviði viðskiftalífsins, og myndi slíkt óneitanlega koma að góðu haldi um mann, er kvaddur yrði til þess að veita forustu stofnun, sem umráð hefir árlega yfir 60 milj. dollara eyðslu af fé skattgreiðenda. Samsteypustjórn undir forustu Mr. Johnson hefði ágætt tækifæri til þess að lifa af þann árekstur, er embættis- afsögn Mr. Harts hafði í för með sér; í þessu tilfelli stendur Mr. Johnson ábæri lega betur að vígi, en allir aðrir hugs- anlegir leiðtogar, er í vali kynnu að1 vera. — Bæði Mr. Wismer, sem sækist eftir forustu Liberala og Mr. Anscomb höf- uðforsprakki Prógressív-Conservatíva, standa illa að vígi vegna persónulegra aðstæðna; þeir eru báðir fyrst og fremst flokksmenn, afkvæmi pólitísks vélaiðn- aðar, er í einu og öllu réði yfir flokks- samtökum þeirra áður en samsteypu- stjórn varö óumflýjanleg til þess að viðhalda í fylkinu ábyrgu stjórnarfars- kerfi; undir forustu þessara manna myndi það reynast lítt kleift, ef ekki með öllu óframkvæmanlegt, að stofna til nýrrar samsteypustjórnar; auk þess myndi hvorugum þessara . manna um sig, ljúft að vinna í ráðuneyti, er annar- hvor hefði svo að segja meginvald yfir; þess vegna myndi það mælast vel fyrir og teljast drengskaparbragð í þágu hlutaðeigenda og fylkisbúa í heild, ef þessir tveir keppinautar um forsætis- ráðherraembættið drægi sig í hlé. í mótsetningu við tvo áminsta stjórn- málamenn, er Mr. Johnson hvergi nærri eins ákafur flokksmaður og að sama skapi vissulega meiri diplómat. Og ekki verður það dregið í efa að Johnson- Anscomb ráðuneyti myndi reynast það bezta, er völ yrði á, samstarfsgrund- vellinum til fulltingis, og gæti í fram- kvæmd leitt til þess, að blása samvinnu stjórnar-hugmyndinni byr í segl og veita henni nýjan lífsþrótt. Með því að fylkja liði um Mr. Johnson, myndi þing Liberalasamtakanna velja mann, er að öllu leyti væri hæfur til stjórnarforustu; þeir gætu í fylztu al- vöru leitað til hans sem manns, er ekk- ert þyrfti að hylja í afskiptum sínum af opinberum málum, en fullnægt gæti jafnframt hinum fegurstu hugsjónum um góða stjórn, er laus væri með öllu við innbyrðis reiptog eða kala”. — Hér er um fagran og maklegan vitnis- burð að ræða um stórmerkan áhrifa- mann af íslenzkum stofni; vonandi er að þeim fjölgi ár frá ári, er þannig gera garðinn frægan, og varpa með því ljóma á stofn sinn og samferðasveit. Vert fylztu athygli í júlí-hefti Samtíðarinnar frá í sum- ar, sem Sigurður magister Skúlason er ritstjóri að, er bent á vissa tegund hirðuleysis hjá íslenzku þjóðinni, er að því lúti að svara eigi greiðlega bréfum, hvort heldur sem þau séu mikilvæg eða ekki; sama hirðuleysisins verður því miður oft vart hjá oss íslendingum vestan hafs; bréfum, svo að segja ólesn um, er einhver fann þó hvöt hjá sér að skrifa, er tíðum hent í ruslakörfuna og hlutaðeigandi ekki virtur svars; þetta er ókurteisi, sem vel mætti leggjast niður. — Kafli úr áminstri grein Sigurðar magisters fer hér á eftir, og kæmi það naumast að sök þótt innihaldinu yrði veitt athygli: “Einn er sá ágalli í fari okkar íslend- inga, sem telja má allt að því þjóðar- löst, svo algengur og andstyggilegur er hann. Þetta er sá hvimleiði ósiður, að svara ekki bréfum, sem okkur berast, fyrr en seint og síðarmeir og oft aldrei. Hér er um að ræða grófgerða ókurteisi, sem af hlýzt árlega margvíslegt, senni- lega ómetanlegt tjón. Svo virðist sem flestar stéttir manna, að kaupsýslu- mönnum undanskildum, séu nokkurn veginn jafnskeytingarlausar í þessum efnum og telji sér enga vansæmd að því að svara all-áríðandi bréfum seint eða aldrei. Nú er það vitað, að mörg sendi- bréf eru þess efnis, að ekki er þörf á að svara þeim. Slík bréf skifta vitanlega ekki máli í þessu sambandi. Eg fæ að jafnaði nokkuð á fjórða hundrað bréf á ári. Að vetrarlagi hefi ég fremur nauman tíma til bréfaskrifta, en því miður þarf ég einmitt um það leyti árs að svara miklu fleiri bréfum en að sumarlagi. Ekki þarf að taka það fram, að allur þorri þessara bréfa varðar “Sam tíðina”. Eg hefi þann sið, að leggja þau bréf, sem ég þarf að svara, á skrifborðið mitt. Þar blasa þau við mér og minna á sig. Stundum verða þau því miður að bíða þarna til næsta sunnudags, en aldr- ei lengur, ef nauðsynlegt er að svara þeim. Ósvarað bréf er að mínu áliti eins ,og hvert það óleyst verkefni, sem ekki þolir neina bið. Og ég sé ekki neina skyn samlega ástæðu til þess, að við sýnum því fólki, sem metur okkur þó það mik- ils, a ðþað skrifar okkur, ókurteisi. Slíkt er ekki vel til þess fallið, að vekja á okk- ur það traust, sem við viljum þó gjarn- an, að til okkar sé borið. Vanræksla í þessum efnum er því jafnframt talsvert hirðuleysi um eigin hag.” Newsletter on the lcelanders In Northern California A News-Letter in Lieu of a Personal Visit Some friends have inquired about the Icelandic Service pro- posed for October 26th. We shall try to make arrangements for such an Hour of Worship at a church in Berkeley preceding our next Picnic on December 28th. On October 26th about 100 friends foregathered at the new and beautiful home of Mr. and Mrs. I. Baldwinson of San Fran- cisco to do honor to Mr. and Mrs. B. B. Halldorson who have been married 50 years. It was a real Golden Wedding cele- bration with their children and ehildren’s children and all the in-laws present. Thp “Golden” parents were each presented with a gold watch from their children. The friends presented flowers and other tokens of respect. Not only were all the Halldorsons happy, but it was a very joyous occasion for all who were privileged to be present. Long live the Halldorsons! On November lst Mr. and Mrs. W. S. Edwards invited about 25 of their friends to an enjoyable evening of singing and dancing at their home in San Francisco. On November 2nd WILLIAM RANDALL HOUSE, son of Mr. and Mrs. Wm. House (Eloise Stoneson) was baptized at their home in Park Merced, San Francisco. Congratulations. On November 6th by mother, Mrs. N. S. Thorlaksson (nec Erika C. Rynning) passed on to her Eternal Rest at Seattle, Wash. She had been blind for two years and was loosing ground physically ever since pur father was called to his Reward in 1943. Memorial Services were held at Seattle on Nov. 8th and at Selkirk, on Nov. llth. She was laid to rest by the side of our father at Selkirk, where for ¥1 years they had labored to- gether in the interests of the Kingdom of Heaven. Her smile was a constant source of radiance and hope to all who knew her. Blessed be her memory. On November 9th Lt. W. F. Walkermeyer (A r m y Flight Pilot) crashed near Oklahoma City. He is survived by his wife. Erla Vilhelmsdottir, and a son, William Fredrick III, also by his parents, Col. and Mrs. W. F. Walkermeyer of San Francisco. Erla’s mother, Mrs. Ingibjorg Kristofersdottir is on her way out from Iceland to comfort her widowed daughter and to visit with another daughter at Colo- rado Springs. She is due tö arrive in the Bay Area about December lOth. Heartfelt sym- pathies. / On Nov. 19th Mr. and Mrs. John McLeod of Berkeley enter- tained a number of guests at their home in honor of the sisters, Mrs. Jon Kjartanson of Reykjavik and Miss Kristin Ebbason of Chicago; also Miss Viola Barnes, Mrs. Gunlaugur Bjornson and Miss Freyja. Bjornson of Chicago who are re- ported to be settling somewhere in Southern California. Two weeks away from home has delayed the mimeographing and mailing of this letter. But we must tell you how thrilling it was to meet friends both in the northwest and midwest who expressed appreciation of these letters from California as thev appear in Logberg from month to month. The personal news, they say, have brought many a distant friend in far off Cali- fornia nearer home! “Meals for Millions” as per enclosed circular speaks for it- self. Luxury at home and starvation abroad is not the situation as it should be in this God-given world of ours. Let us help to bring about a better distribution of food and clothing as well as the other good things of life. We are sure that you all will welcome this opportunity to send food to hungry millions. Please send a prayer with each contribution that He Who fed the thousands with only a few loaves and fishes will bless this food as it is being sent into many parts of a starving world. CHRISTMAS is coming, but Thanksgiving is here already! We are thankful that after 11 months our associate scribe has taken her first steps in walking, but with braces and the support of a “walker.” THANKSGIVING! What are we really going to be thankful for on this coming Thanksgiving Day? For big things or for little things? No, not for THINGS. Let it be rather for the SPIRITUAL QUALITIES with which God has endowed us. FAITH - HOPE - LOVE. These make life great and worth living even in times like ours. Thesc QUALITIES make for friends and friendships which are more lasting than mere THINGS. We too are thankful for friends and friendships and this means YOU. Best wishes and kindest greetings. Very sincerely, Rev. and Mrs. S. O. Thorlaksson. P.S. I am sorry we misplaced the word “too” in the last lines above. It should have been after the word “thankful,” but this mistake has its meaning TOO, we hope. TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýléga skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að visu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED The Ideal Christmas Gift: ICELAND'S THOUSAND YEARS A series of popular lectures on the history and literature öf Iceland, with 24 illustrations. This book has been bought by Universities in South Africa, Australia, Sweden and South America, as well as Historical Societies, Libraries and Universities all over Canada and the United States. Handsomely bound, wiih gold-leaf leiiering Price $2.50 Heavy ari paper cover.......>...Price $1.50 A discount of 25% is allowed on sales of three or more books. All gift orders will be sent direct, if requested, with suitable gift cards enclosed. Order from: Mrs. H. F. Danielson, 869 Garfield Si., Winnipeg, Canada. Þýðingarmeiri en nokkru sinni áður ... þessi EATON innkaups trygging Á þessum tímum breytilegs verðlags er það mikilsverð- ara en nokkru sinni áður að geta reitt sig á að hverj- um einasta hlut, sem þú kaupir hjá EATON'S fylgir óbreytanleg trygging, sem ábyrgist þér hvert einasta cent úr hverjum dollar, er þú borgar út — Trygging þess: "VÖRURNAR EFTIR ÓSKUM EÐA PENINGARNIR ENDURBORGAÐIR — ASAMT FLUTNINGSGJALDI" Þessi einfaldi samningur milli hins stóra félags og viSskiftavina þess, hefir aldrei verié þý81ngarmeiri en 1 dag — því hann nær ekki einungis tH afgreiSslu og vörugæSa, heldur og verðs og gildis! Hann er ábyggileg trygging gegn óleyfilegri verðhækkun. pað hefir ávalt verið stefna vor að láta viðskiftavini vora njóta þess strax þegar vörur lækka í verði vegna afnáms kkatta eða lækkunar tolla; sömuleiðis, þegar nýir skattar eru álagðir, þá hækkum vér ekki vöruverðið fyrr en vér sjálíir höfum orðið að borga hið hækkaða verð. « EATON trygginguna er auðvelt að útskýra; hún er altaf sú sama. Ef þér eruð, fyrir einhverja ástæðu, ekki algerlega ánægður með dollara- og centa-verðið á einhverjum hlut, sem þér kaupið hjá EATON’S, getið þér sent hann til baka.og fengið peninga yðar endurborgaða. Þetta hefir verið grundvöllurinn í voru við- skiftallfi síðan 1869 — og er vor stærsta og mikilvægasta ástæða til þess að segja: "ÞÉR GETIÐ VERSLAÐ AN AHÆTTU HJA EATON" <*T. EATON CS-™> WINNIPEG CANADA EATON’S miðveírar-söluskráin er nýkomin út. Fáið hana! Pantið úr henni! Sparið með því!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.