Lögberg - 11.12.1947, Side 6

Lögberg - 11.12.1947, Side 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. DESEMBER, 1947 (Ensk saga) HVER VAR ERFINGINN? G. E. EYFORD, þýddi - “Því ætti hann að sækjast svo mikið eftir mér?” sagði hún stutt. “Því ætti það að vera honum svo áríðandi að giftast mér? Eg get ekki skilið það? Eg leit rétt núna í spegilinn og ég sá, að ég hefi dautt andlit”. “Æ, Dora!” sagði gamla konan. Dora sneri sér að henni og brosti. “Já, það er satt. Eg hefi komið þér til að gráta. Hrestu þig upp og gráttu ekki. Við skulum að minsta kosti vera sam- an, er ekki svo?” í staðinn fyrir að svara, tók Mrs. La- monte hana í faðm sér og grét yfir henni; en Dora grét ekki. “Nei, það var ekki líklegt að George hefði það ekki fram sem hann ætlaði sér. Það var ekki líklegt að nein hindr- un kæmi í veginn fyrir hans stóru áform um. Jafnvel veðrið virtist vera eins og hann óskaði, blægjalogn og glaða sól- skin, er hann lagði á stað, svo hann gat sagt: “Lukkan er sú brúðir, sem sólin breiðir sína yfir’’. , Ferðavagninum var ekið að framdyr- unum, og fáeinar litlar ferðatöskur voru látnar inn í hann, rétt eins og ferð in væri aðeins fyrir einn eða tvo daga, og Simpson stóð reiðubúinn til að opna hurðina fyrir þau, sem áttu að fara inn í vagninn. George kom ofan tröppurnar, hann var búinn í ferðamanna-búning, og eins rólegur og áður. Hann virtist að vera yngri, og leit hið bezta út. Hann sagði nokkur orð við Simpson. “Það er frá öllu gengið, herra; Hest- arnir verða til taks við miðsvegar gisti- húsið; öllu er fyrirkomið samkvæmt ósk þinni og fyrirskipun”. “Og er enginn sem hefir nokkurn grun um ferð mína?” “Nei, ekki einn einasti’’, svaraði Simpson og brosti. Það var einmitt slíkt njósnarstarf sem Simpson líkaði bezt. Það var hon- um nautn og gleði, eins og herra hans. George fór aftur inn í húsið, og rétt á eftir komu þær út, Mrs. Lamonte og Dora. Þrátt fyrir, að George hafði áminnt móðir sína um, að láta ekki bera á söknuði, voru þó augu hennar rauð af gráti; en það sáust ekki merki til geð- brigða á Dora; hún var föl, nærri því hvít, en hún leit rólega í kringum sig. Um nóttina hafði hún staðið upp í svefni, og hafði hrópað æst og harm- andi á Fred, að hann kæmi og frelsaði sig. En það var enginn Fred þar. Ge- ,orge hjálpaði henni brosandi inn í vagninn; sem snöggvast snerti hann hendi hennar, og hann fann að hún var köld sem fs, og hann fann kuldan í gegn um hanskann. En hann brosti samt sem áður, eins og sá er hefir ekkert að ótt- ast. “Þegar hún er orðin mín”, hugsaði hann, “þá lagast þetta allt saman”. Simpson lokaði vagnhurðinni, settist svo hjá ökumanninum, og svo var ekið af stað. George leit á úrið sitt: “Alveg upp á mínútuna”, sagði hann. “Er þér nógu heitt, mín kæra Dora?”, og hann hlúði dýrum grávörufeldi að henni. “Já, mér er heitt”, sagði hún og færði sig sem lengst inn í hornið á vagninum. George lét hana eiga sig, en hann vildi ekki sitja þegjandi. Hann talaði við móðir sína, en sú samræða var f jör- laus; stundum leit hann á hið föla and- lit Dora, sem hanrt gat þó ekki séð nema lítið af, því hún huldi andlitið bak við feldin. Það voru ágætir keyrsluhestar sem voru fyrir vagninum, svo þau kæmust á tilsettum tíma til Miðvegisstöðvarinn- ar, þar sem átti að skifta um hesta, samkvæmt því sem búið var að semja um. Simpson steig ofan og gekk inn í greiðasöluhúsið. “Hestarnir áttu að vera til taks”, sagði George óþolinmóður. Eftir tvær mínútur kom Simpson aftur. George hljóp út úr vagninum. “Hvað er um að vera? Því seturðu ekki hestana fyrir vagninn?” — Það var búið að taka hina hestana frá vagninum. í fyrsta sinni á æfinni brá Simpson lit og hikaði við að svara. “Það er einhver misskilningur, þetta, herra”. “Misskilningur!” “Já, það eru engir hestar hér”. George starði á hann. “Eg get ekki skilið í þessu, herra. Eg gekk frá þessu eins og þú lagðir fyrir mig; en Thomas er farinn með hestana til Mulley”. George beit sig í varirnar og horfði á vagninn. “Settu sömu hestana aftur fyrir vagninn, og það verður að keyra þá eins hart og þeir geta mögulega komist”. Simpson fór til ökumannsins og tal- aði við hann, en kom aftur með þann svip sem lofaði engu góðu. “Eg er — ég er hræddur um að þú komist ekki til Mulley á tilsettum tíma, herra; ökumaðurinn segir að það sé ómögulegt. Hann treysti á að fá skipt um hesta hér, þess vegna keyrði hann hestana svo hart hingað, og nú eru þeir þreyttir. Ef þú sæir þá, herra —’ George bölvaði og varð ljótur í and- liti. Ökumaðurinn kom til þeirra ofur rólega og hæversklega. Þetta var ekki honum að kenna. “Eg reiddi mig á að við fengjum hesta hér”, sagði hann. Eg varð að keyra býsna hart til að komast hingað á rétt- um tíma, en nú —”. Hann þagnaði og hristi höfuðið. George hélt sér í skefjum, en hann var alveg krít hvítur í andliti. “Við getum beðið í 15 mínútur, en eigi eitt augnablik lengur; settu þá hestana fyrir vagninn aftur, og keyrðu eins og lífið sé í veði. Hlýfðu ekki hestunum”. Svo gekk hann að vagninum og neyddi sig til að brosa. “Svolítil töf”, sagði hann glaðlega. “Viltu, kæra Dora, koma út úr vagnin- um, svo sem 15 mínútur, meðan öku- maðurinn er að lofa hestunum að kasta mæðinni”. Dora hristi höfuðið og sagði: “Nei, þakk fyrir”. Mrs. Lamonte leit á hana og sagði: “George, gættu þín, þú ert ekki með öllu mjalla”. George gekk að veitingahúsinu, og sá inn í stofuna; svo fór hann aftur að vagninum. “Komið þið”, sagði hann. “Það er góður eldur á arni þar inni; hlýja og hvíld hressir ykkur, komdu”, .og hann lagði kápu yfir Dora og bar hana inn í veitingahúsið. Mrs. Lamonte kom á eft- ir. Það var hlýtt inni í stofunni; George setti stól nærri eldstæðinu og setti Dora þar; hún sat þar föl og afskipta- laus og starði í eldinn. “Það tekur ekki margar mínútur, þar til við förum á stað aftur. Drekktu svo- lítið af þessu”, og hann rétti henni glas með heitu vatni, blönduðu brennivíni. — Dora hristi höfuðið. “Nei, þökk fyrir, ég get ekki drukkið það”. — George sneri sér til móður sinnar: “Reyndu að fá hana til að drekka það”, sagði hann lágt; “ég ætla að fara út til að líta eftir hestunum”. Hann sneri sér frá þeim, en á sama augnabliki var hurðin opnuð, og kona kom inn. George þekkti hana ekki strax, því skuggsýnt var í stofunni; en það var eins og ísköld hendi væri lögð á hjarta hans. Hann hörfaði til baka, og nú lyfti konan slörinu frá andliti sínu, og horfði á hann. Þau sögðu ekki eitt orð, en stóðu þar augliti til auglitis og augu þeirra mættust. Dora hafði ekki litið neitt í kringum sig, en Mrs. Lamonte stóð þar mállaus og skjálfandi. Með mikilli áreynslu náði George valdi yfir sér, og gekk til konunnar. “Gladys”, hvíslaði hann og leit í kringum sig. “Þú hér? Viltu segja mér? Við skulum koma út”. Þessi nýkomna kona, brosti rólegu og fyrirlitlegu brosi að því sem hann sagði. “Þú sleppur ekki framhjá mér”, sagði hún. Hann fylltist af illsku og djöfulæði, og reiddi upp þnefann til að slá hana, en á sama augnabliki var gripið í herð- ar hans, og honum slengt niður — Nat- han stóð yfir honum. Stofan snerist fyrir augum hans, hann stóð upp, án þess að taka eftir því, að það var komið fleira fólk inn í stofuna. Þá heyrði hann hljóð og tvö orð: “Faðir! Fred!” Hann áttaði sig brátt, leit við og sá Dora í faðmi Fred Hamiltons. Nú sá George að allur sinn útreikn- ingur hafði verið rangur, og allt tapað honum. Hann sá nú að hann hafði verið vaktaður, já, hver hans hreyfing; en hvernig? Og af hverjum? Það hafði hann ekki tíma til að hugsa nánar út í. — Hann stóð þar kríthvítur í andliti, en Lamonte-blóðið sauð í æðum hans og hann vildi ekki láta bilbug á sér finna. Hann horfiði þóttalega á þá sem voru komnir inn f stofuna og höfðu truflað hann. Um varir hans lék fyrirlitningar bros. — “Býsna vel útreiknað!” sagði hann, og gremjan í rómnum leyndi sér ekki. “Þú hefir sigrað mig, Mr. Nathan Nic- hols. Eg óska þér til hamingju með, hvað þér hefir tekist þetta vel. Þú hefir hugsað þetta út grandgæfilega; eftir fáa klukkutíma hefði dóttir þín verið lafði á Wood Castle; nú verður hún lík- lega betlara kona”. Mr. Nichols leit ómildum augum á hann. George tók hatt sinn og sagði: “Þið hafið rænt mig brúði minni; en þið getið ekki rænt mig heimili mínu, sem ég held, og fer nú til”. Það var þögn um stund, svo heyrðist ofurlítill þys, er Fred bar Dora í faðmi sér út úr stofunni, og Mrs. Lamonte fylgdi þeim. George horfði heiftaraug- um á þau. “Þú finnur mig á Wood Castle”, sagði George við Nichols; “ég fer þangað. Ef það eru nokkur lög í landinu, sem geta hegnt þér, skal ég nota þau, hvað svo sem það kostar mig. Nú fer ég heim”. Allir þögðu; það var eins og þeir, sem inni voru, vorkenndu honum. Hann svipaðist um, og Simpson kom, hljóð- laust til hans. Þeir voru komnir fram að dyrunum, þegar heyrðist sagt: “Segðu honum það”. Það var Fred sem kom til baka. Við að heyra þennan alvarlega málróm, leit George við. “Þú hér ennþá”, sagði hann, fullur ilsku og haturs. “Eg hélt að þú værir í skuldafangelsi, en þú hefir beðið til þess að taka konuefnið þitt með þér. Það hefði verið skynsamlegra af þér, að láta hana fara með mér til Wood Castle”. “Segðu honum það”, sagði Fred. Með hægð, en eins og hún þvingaði sig til þess, tók Gladys Holcomb saman brotið skjal upp úr vasa sínum og hélt því upp. — Lesarinn man, að nóttina er Gladys Holcomb skildi við George hjá járn- brautarstöðinni, og sagði nokkur hót- andi orð til hans; stóð hún um stund við bugðu á veginum. Hún sá að hann var í mikilli hugaræsingu, og gekk þess vegna fáein skref til baka til þess að veita honum nánari eftirtekt. — Þá sá hún skjal sem lá utan við veginn. Það var arfleiðsluskráin, sem George hafði verið að reyna að brenna, er hún kom. Hún tók skjalið upp, en las það ekki fyrr en hún va,r komin heim, og þar sem George hafði alveg svikið hana, ákvað hún að geyma það, þar til við tíð og tækifæri ,að leggja það fram gegn hon- um. — George leit upp, og það var sem hann tryði ekki sínum eigin augum. “Samsærið virðist ætla að verða víðtækara”, sagði hann og brosti. “Þú hefir hrifsað frá mér brúði mína, — Fred Hamilton; þú hefir vafalaust fals- að þetta skjal, til þess að svifta mig eign minni. Skyldi ég eiga að þakka þér fyrir þetta?” Svo varð hann hamslaus af reiði og ofstopa, sem blandaðist æðislegum hlátri. 4 “Þetta er fölsun! Svívirðileg fölsun! Eg skal sverja það. Það hefir aldrei ver- ið til nein slík erfðaskrá. Þau voru aldrei gift. Þið þurfið að koma með sannanir fyrir því! Þú ert ekki svo hyggin eins og ég hélt, Gladys Hol- comb. Þú hefðir átt að stansa strax, þar sem þú varst!” Og nú sneri hann sér að Fred: “Þú hefir fengið hana og getur nú verið ánægður; en allt annað er mitt, og þú getur ekki tekið það frá mér. Hanp hélt hnefanum upp að andliti Freds eins og hann héldi öllum Wood Castle-auðnum í hendi sér. “Ef hann”, sagði Nathan Nichols. George sló í kringum sig með hönd- unum. — “Djöfullegt samsæri! Samviskulaus fölsun! Eg get ekki sett þetta í sam- band við fráfall föðurbróður míns. —- Farið þið til lögmannsins — farðu til Leisters, ef þú vilt. Hann verður víst viljugur til að hjálpa þér — og hann mun segja þér að það sé ómögulegt að koma með nokkra sönnun á móti mér”, sagði George. Því lengur sem hann talaði var mál- rómur hans hreinni og skýrari. Það létti á huga hans, að verja þau atriði, sem hann hafði svo oft hugsað um. — Hann stóð við borðið, og studdi báðum höndum á það, og horfði á þá sem í kring voru, með fyrirlitlegu glotti. “Þú hefir ekki unnið allt ennþá. — Wood Castle er mín eign; ég hlæ bara að skjalafölsun þinni og samsæri. Eg skal brúka hvern pening af því sem ég hefi erft til að sanna eignarrétt minn til Wood Castle, og skjalafölsun þína. Eg fullyrði að þetta skjal hefir verið skrif- að — í gærkvöldi. Þú getur ekki sannað að það hafi verið til áður. Þið hafið hlaupið í gönur, gott fólk. En gætið ykkar! Þið hafið nú haft ykkar tíma, en minn tími skal koma þegar réttvísin sker úr málunum”. Sökum æsingarinnar sem hann var í, hafði hann ekki veitt því eftirtekt, að gamli skrifarinn, Mr. Groff, var kominn iri'n í stofuna, George hrökk við, er hann sá hann og heyrði hann segja: “Alveg rétt, Mr. Lamonte. Það er þín sterkasta von, en ég held á þeirri von sé ekki mikið fyrir þig að byggja”. George leit illum augum til hans; svo leit hann í kringum sig og brosti. “Þessi gamli gleraugna skriffinnur vill mæta mér ,sé ég. Leggi hann fram þær sannanir sem hann hefir!” Grof gekk að borðinu og leit á erfða- skrána, sem lá þar. Meðan hann las skjalið, beit hann vörunum svo fast saman, að það var ekki auðvelt að sjá, hvort þaö stafaði af undrun eða fögn- uði. — Hann leit rólega framan í George. “Þetta er stórkostlegt fals, Mr. La- monte, ef það er fals? Það gefur Wood Castle og allan auð, gamla Squier Art- hur Lamonte, til Miss Dora, dóttur hans, sem er fædd í löglegu hjónabandi, að undanteknum 50 þúsund ppndum, sem eru ánöfnuð Mr. Fred Hamilton, og gjafir til þjónustufólksins, og þér, nokkrar gamaldags guðsorðabækur”. George leit undan, því hvert orð er gamli skrifarinn sagði, minnti hann á hina hræðilegu nótt, er Squier Art- hur dó. — Svo sneri hann sér að Mr. Groff og sagði: “Það er ágætt”, og hló kæruleysis- lega. “Það er einmitt það venjulega, að það er ekkert hálfverk á svona fals- bréfum”. „Þetta skjal er dálítið brennt”, sagði Groff. “Svo er rifið af því snepill með innsí*glinu. Nú, ef einhver áreiðanlegur maður hefði fundið það, nóttina, sem Squire Arthur dó, þá væri það sterk sönnun á móti þér, Mr. George Lamonte”. George hló og sagði: “En það getur enginn fundið það”. “Eg veit ekki”, sagði Groff, ofur ró- lega; svo tók hann upp úr vasa sínum gamla skinn-vasabók og tók úr henni pappírs snepil, sem féll alveg inn í það, sem rifið var úr erfðaskránni. Lesarinn man, að hann ,af tilviljun, fann þetta og geymdi það. George horfði forviða á hann. “Þetta er samsæri!” hrópaði hann æstur. Gamli Groff hristi bara höfuðið. “Þetta er erfðaskráin, sem þú varst að leita að nóttina eftir að Squire Art- hur Lamonte dó. Eg sá þig og fann þetta afrifna snifsi”. — Þessi köldu, þurru orð, sem voru sögð með hægð, hittu George eins og þrumuleiftur; hann varð að druslu. — Hann fálmaði í kringum sig eftir Simp- son, og sagði svo lágt að varla heyröist: “Lofið mér að fara!”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.