Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 1
Dr. L. A. Sigurdson sýnir hreyfimyndir í litum á samkomu Icelandic Canadian Club, 23. febrúar, í Fyrstu lút- ersku kirkju. íslendingamótið íslendingamót “Fróns” verður haldið í Fyrstu Lútersku kirkju á þriðjudaginn,. 24. febrúar næst- komandi, eins og auglýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Skemtiskráin verður stutt en laggóð og að því leyti frábrugð- in því, sem áður hefir verið, að nú verður engin ræða, en í stað þess verða sýndar kvikmyndir frá íslandi í öllum regnbogans- litum, en auk þeirra verða ein- söngvar og kvæði og píanó-spil, og svo náttúrlega ágætar veiting ar. — Hr. Árni Helgason kemur alla leið frá Chicago til að sýna kvik- myndir, sem hann tók á íslandi s. 1. sumar. Margar þessar mynd ir eru af Heklugosinu ógurlega sem hófst 29. marz s. 1. og stóð yfir fram á mitt sumar. Munu engar myndir af því hafa borist hingað til borgarinnar enn sem komið er. Árni Helgason er ágæt ur myndatökumaður og. þarf ekki að efa að þessi sýning verði bæði fróðleg og skemtileg. Mrs. Rósa Vernon, sem er ef- laust ein bezta söngkona af ísl. ættum, sem þessi borg hefir eign ast, syngur nokkra einsöngva. — Hún hefir undanfarin ár dvalið í Toronto en nú gefst okkur aftur tækifæri til að hlusta á söng hennar. Miss Thora Ásgeirsson er með efnilegustu píano-leikurum ís- lenzkum hér vestra og hefir þeg- ar náð miklum vinsældum. Hún hefir lofast til að spila fyrir okk- ur þetta kveld. Það hefir æfinlega þótt sjálf- Sagt að kvæði væri flutt á hverju ^rónsmóti og ekki verður nú brugðið út af þeirri reglu. Skáld ið góðkunna, Dr. S. J. Jóhannes- SOn, flytur að þessu sinn frum- °rkt kvæði. Að skemtiskránni lokinni verða bornar fram veitingar í neðri sal kirkjunnar. Um Fróns- veitingar þarf ekki að fjölyrða °g yfir borðum getur fólk fengið næði til að spjalla við kunningja sína. — Heimir Thorgrímsson ritari “Fróns”. Mr. Oli Johnson og tvær frænkur hans, Joanne og Pauline frá Garðar, N.-Dak., hafa dvalið í borginni nokkra daga í heim- sókn hjá Mr. Helga Marteinssyni. Andstaðan gufar upp Þrátt fyrir öll ósköpin, sem á gengu í sambandsþinginu í vik- unni, sem leið vegna þingnefnd arinnar, er forsætisráðherra kunn gerði að skipuð yrði til í- hugunar dýrtíðarmálunum, og þrátt fyrir öll stóryrði þeirra Brackens og Coldwells, var nefnd in samt sem áður sett á laggirnar og tók þegar til starfa; í henni eiga fulltrúar allra þingflokk- anna sæti, en formaður hennar er Paul Martin heilbrigðismála- ráðherra. Á fyrsta fundf árftinstrar nefnd ar upplýstist það, að svo mjög hefir dýrtíðin færst í aukana, að heimili með 4—6 í fjölskyldu, sem árið 1938 komst af með, eða varð að komast af með $1.450 fyr- ir lífsnauðsynjár sínar, þarfnast nú $2.126 til nákvæmlega sams- konar innkaupa, eða verður þá að vera án margra hluta, sem í rauninni mega teljast lífsnauð- synlegir; það getur því í rauninni ekki verið um að villast, að í þessum efnum sé skjótrar úrbót- ar þörf. Með hliðsjón af nefndarskip- uninni flutti King forsætisráð- herra þungyrta ræðu, þar sem hann veittist all-mjög að forustu mönnum stjórnarandstöðunnar fyrir vanhugsað fálm með því að sýnt væri, að þeir hefðu ekki upp á annað neitt betra að bjóða en það, sem stjórnin færi fram á og teldi almenningi fyrir beztu; er til atkvæðagreiðslu kom um skip un nefndarinnar urðu úrslitin á þann veg, að 120 atkvæði féllu stjórninni í vil en 80 á móti. — Social Credit-þingmennirnir studdu að nefndarskipuninni og greiddu atkvæði á hlið stjórnar- innar. I áminstu máli að minsta kosti, verður ekki annað með sanni sagt, en digurmælgi þeirra Brackens og Coldwells hafi með öllu gufað upp. Hótað málssókn Sú fregn hefir út um víða ver- öld borist, frá Washington, að hið opinbera hafi ákveðið að hefja málssókn gegn verkamannasam- tökunum amerísku, sem ganga undir nafninu Congress of In- dustrial Organization og forseta þeirra Philip Murray, sem al- ment er talinn einn allra mikil- hæfasti verkalýðsleiðtogi í Banda ríkjunum; hann er 61 árs að aldri, kominn af skozkum ætt- um. Mr. Murray er gefið það að sök, að hann hafi brotið fyrir- mæli hinna svonefndu Taft-Hart ley laga með því að mæla í blaða gr. með frambjóðanda til þings í Marylandfylkinu, sem bauð sig fram af hálfu Demokrata og veita honum fjárhagslega að málum, en samkvæmt áminstum Taft- Hartley lögum, er viðurkendum verkamannasamtökum í Banda- ríkjunum bannað slíkt. Mr. Murray er þeirrar skoðun- ar að áminst verkamannalöggjöf brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna, er tryggi skoð- ana- og ritfrelsi í landinu, og hafa margir mikilsvetnir lög- fræðingar hallast á sömu sveif. Nýr ráðherrafundur Samkvæmt nýfengnum fregn- um frá London, verður kvatt til eins utanríkisráðherra fundarins enn þar í borginni þann 20. yfir- standandi mánaðar með það fyr- ir augum, að reyna að binda enda á friðarsamninga við Aust- urríki. — Bandaríkin áttu frum- kvæði að þessu fundarboði, og nú hafa utanríkisráðherrar Breta Rússa og Frakka lýst yfir því, að þeir hafi ákveðið að sækja fund- inn.' SÉRA HANNES BJARNASON SKÁLD prestur á Ríp í Skagafirði, dáinn 1 835 Hann afi minn var ekki hár, en íturvaxinn þó, við kapphlaup drengja fór hann fremst því fjör í taugum bjó. Og oft á hólm til glímu gekk og gaf þar mörgum fall, sem hærri voru honum þar, en hann var knár og snjall. Þá ríkti fögur rímnatíð með rausn af kappa fjöld, sem glæddi andans ljós og líf hjá lýðum vetrarkvöld. í ljóðum hans var list og fjör, sem landið fann og mat; við sorg og tímans gleðiglaum með góðvinum hann sat. En hann var prestur fyrst og fremst og fræddi lýðsins sál, hann bar fram ræður blaðalaus, þar bjó ei fals né tál. Og margir dáðu mælsku hans og manndóm, þrótt og fjör með dygð og trú, sem lýsti lýð við lífsins reynslukjör. En það, sem fólkið matti mest, var manndáð hans og lund, sem rétti vinarhönd og hug á harms- og neyðarstund. Við glaum og tímans gleðimót hans geð ei neinu kveið, en oft í skörpum orðaleik hann ýmsum rétti sneið. Hans ævistarf, er auður var, sem ætíð gildir mest, hann gekk sinn veg með glaða lund og gaf það átti bezt. Þótt dofni máttur, mál og fjör við mótbyr stundahags, en óði og kostum afa míns ég ann til hinsta dags. M. Markússon. Hallast á sömu sveif 1 fregnum frá Washington er þess getið, að þeir senatorarnir Robert A. Taft og Arthur Vand- enberg, sem báðir teljast til Republicanaflokksins, en oft hef- ir greint á um margt, séu nú sagðir á einu máli um það, hve nauðsynlegt það sé, að flýta framkvæmdum Marshalls-áætl- unarinnar varðandi fjárhagslega aðstoð við Norðurálfuþjóðirnar. Hömstrun Smjörs? Nú hefir þingnefndin í Ottawa sem um rannsókn dýrtíðarmál- anna fjallar, tekið sér fyrir hend ur að grafast fyrir um það, hvort hömstrun smjörs í Canada hafi átt, og eigi sér stað, og sé orsök þess geypiverðs, er neytendur nú þurfa að borga fyrir smjör. Úr borg og bygð Mr. G. E. Eyford biður þess getið, að heimilisfang sitt sé að 691 Sherburn Street, en síma- númer 71 311. ♦ YOUR BIRTHDAY? Many names have now been received, from afar and nearby. for the Birthday Calendar that the Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church is prepar- ing. Send yours soon, and order the calendar at the same time. Send 10 cents with each name and 35 cents for the calendar to: Mrs. W. R. Pottruff, 59 Hespeler Ave., Winnipeg, Phone 501 811, and Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion St., Winnipeg, Phone 35 704. The Junior Ladies’ Aid of the First Lutheran Church will meet Tuesday, February 24th at 2.30 p.m., in the church parlors. An important meeting. Guðrún Asgeirsdóttir Johnson, áttatíu ára Það er altaf verið að segja og skrifa sögur, sumar langar og leiðinlegar, aðrar styttri og stað- betri — sögur um menn og mál- efni, og stundum um konur. Eina slíka vil ég segja, — söguna af Guðrúnu Ásgeirsdóttur, eða eins og hún er ávalt nefnd hér á með- al vor, á vesturíslenzku, frú Guðrúnu Johnson. Frú Guðrún var fædd á Lund- um í Stafholtstungum í Mýrar- sýslu á íslandi, 17. febrúar 1868 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Ásgeiri Danibrogsmanni Finnbogasyni og Ragnhildi Ólafs dóttur, hjónum, sem stóðu öðr- um framar að heimilisrausn, þekking, verklegri og bóklegri og öllum menningarbrag. — I slíku umhverfi, og undir slíkum áhrifum óx Guðrún upp og und- ir slíkri leiðsögn myndaðist og þroskaðist skapgerð hennar og lífsviðhorf að því er heimilisá- hrifin snertir. En heimilisáhrif- in eru aðeins partur, stór partur máske, af þroska æskumannsins eða í þessu tilfelli, æskumeyjar- innar, það er lífsumhverfið allt, sem setur mót sitt á skapgerð æskunnar, fólkið, fuglarnir, dýr- in, en þó einkum náttúran, fjöll- in, dalirnir, holtin, hæðarnar, niður fossa og fallvatna, en þó einkum heildar myndin af öllu þessu. Guðrún er fædd í héraði sem einna mestu náttúrujafnvægi á yfir að ráða, af öllum þeim hér- uðum sem ég þekki til á íslandi, og tel ég það, auk upprunans, eigi ólíklegt að eigi sinn þátt í hinni heilbrigðu skapgerð hennar, sem er bæði þróttmikil og laus við veilur þær, sem svo oft lama starfsþrek manna. Um hana má því segja þegar að hún um tví- tugs aldur kveður foreldra-hús sín og sveit, og fer til Reykja- víkur til að leita sér meiri þroska, til munns og handa eins og sagt var af nafnkunnum manni um aðra konu, að hún hefði átt yfir að ráða “andlegu jafnvægi, heilsteyptri hugsun, og athafna atorku”. Guðrún flutti vestur til Winni peg í Kanada, árið 1893 og hefir dvalið hér ávalt síðan, og liggur því aðal starfssvið hennar hér í landi, sléttanna og stórfjallanna og er yfirgripsmikið og atorku- ríkt. Fyrst og fremst eru húsmóður störf frú Guðrúnar, því hún gifti sig árið eftir að hún kom að heim an, eða 4. nóvember 1894 Finni Jónssyni frá Melum í Hrútafirði á íslandi. — Frú Guðrún var fyr- irmyndar húsmóðir. Hún var fríð og tilkomumikil kona að vall arsýn. Einörð og háttprúð í fram- göngu. Dálítið seintekin, en þeim mun fastheldnari þar sem að hún tók því, og er það eitt af aðals- einkennum norrænnrar skapgerð ar. Hún var gestrisin og þau hjón bæði og var oft gaman að sitja og rabba við þau yfir kaffi- og lummum, sem ávalt voru á reiðum höndum. Frú Guðrún var með afbrigðum vinnugefin kona. Það var eitt af hennar boð- orðum, að setja aldrei auðum höndum, eða eyða tíma til þess, sem einskis var nýtt, og þessi vinnugefni hennar stafaði ekki beint frá því, að hún þyrfti nauð synlega að gjöra hitt eða þettað, heldur frá því, að það var rétt og skylda fyrir hvern og einn að leggja fram sinn skerf til þróun- ar og þroska, á þeim vettvangi lífsins, sem hver og einn stæði á, sem aftur var bein afleiðing frá hinni heilsteyptu skapgerðar hennar. Þessi lífsaðstaða frú Guðrúnar náði ekki aðeins til heimilis hennar, hún náði langt, og vítt, út fyrir það, út til hinna almennu mannfélagsmála Vestur-lslend- inga, og mála ensku mælandi meðborgara sinna. Hún hefir í mörg ár verið félagi í, og vak- andi starfsmaður, í aðstoðarnefnd blindra manna-hælisins í Winni peg. — Um langt skeið starfaði hún í, og með Kristilegu félagi ungra kvenna hér í borginni og félagi er hún og hefir verið í Jóns Sigurðssonar félaginu IODE. — Þessi starfsemi öll, á vettvangi ensku mælandi manna, því þó konurnar í Jóns Sigurðssonar fé- laginu séu íslenzkar, þá er það félag aðeins deild í alsherjarfé- lagi, sem nær til landa heils heimsveldis. En aðalstarf frú Guðrúnar ut- an heimilis síns, hefir þó verið unnið í þarfir Vestur-íslendinga, og er það víðtækast á sviði kirkju legra og kristilegra mála. — Hún hefir verið félagi í Kvennfélag- inu lúterska í Winnipeg, í fjölda mörg ár, og veitt því forustu með framsýn og dugnaði hvað eftir annað. Hún hefir starfað með á- huga og orku í Fyrsta lúterska söfnuðinum í Winnipeg um f jölda ára, og hún hefir einnig verið fé- lagií, og veitt forstöðu heimilis- iðnaðarfélagi íslenzkra kvenna í Winnipeg. Hér mætti nú nema staðar, því það sem talið er, er ærið aukaverk fyrir hvaða konu sem er, en ég á eftir að benda á það sem óefað er þýðingarmesta framtak frú Guðrúnar, su hið almenna starf hennar snert- ir, og það er þátttaka he^ stofnun Sambands kvennfélag- anna innan Lúterska kirkjufé- lagsins. Mér er ekki kunnugt um, frá hverjum að hugmyndin um slíkt samband kom í fyrstu, en mér er kunnugt um að hugmyndin fær fyrst mynd og fast form í for- setaskýrslu er frú Guðrún flyt- ur á fundi Kvennfélags lúterska safnaðarins í Winnipeg 4. marz 1924. Málinu er vel tekið á fund- inum. Konurnar hafa að líkind- um hugsað líkt og Þorkell Eiðis- son í Krossavík forðum, er hann sagði við konu sína Jórunni Ein- arsdóttur, er um vandamál var að ræða þeirra á milli: “Þú skalt þessu ráða, því at ek hefi oft reynt þat, at þú ert bæði vitur ok góðgjörn. Nefnd var í þetta mál sett á fundinum, sem í voru frú Guðrún, frú Ingonn mart- einsson og frú Hansína Olson. — Endalok máls þessa urðu þau, að sambandið var stofnað á Kirkju þingi lúterskra manna, sem hald ið var í Selkirk það ár. — Frú Guðrún var kosin fyrsti forseti sambandsins á næsta þingi þess, sem haldið var á Gimli 1925 og hélt þeirri stöðu í ellefu ár með rausn og forsjá og hefir samband þetta eflst og þroskast ár frá ári, uns það er nú orðið eitt af at- hafnamestu félögum á meðal V estur-íslendinga. Það er holt hverjum manni að láta hugann dvelja við lífsferil slíkan sem lífsferil frú Guðrún- ar. Og nú, við áttatíu ára tak- mörkin, er þessi kona enn fyrir- mannleg á velli ,þó hún hafi orð- ið að mæta nokkrum lasleik upp á síðkastið og með fullu andans atgjörfi. Þeim hjónum Guðrúnu og Finni hefir orðið þriggja barna auðið, einnrar dóttur og tveggja sona. Dóttir þeirra, Anna, er gift innlendum manni, John Duncan, og veitir stórbúi forstöðu nálægt bænum Sinclair í Manitoba. — Sonur þeirra, Jón Ragnar, er lögfræðingur í borginni Toronto, þar sem hann er að ryðja sér braut vegs og virðingar. Hann er giftur innlendri konu. Hinn son- ur þeirra, Ásgeir, féll í fyrra al- heimsstríðinu, efnilegur og vel gefinn maður og sérlega list- rænn. — Þau Guðrún og Finnur eiga og fimm barnaböm, öll prýðilega myndarleg og vel gefin. J. J. B.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.