Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1948 4IHJGAHAI Rvtstjóri: Offita barna Það þarf ekki síður að hugsa um ofnærðu börnin en þau vannærðu IWtNNA ÍNGIBJÖRG JÓNSSON litlu, sem er tólf ára, en þarf sama númer af fötum og átján ára stúlka, og vill ekki læra að synda af því að baðfötin fara henni svo hræðilega. er líkari telpu en dreng í vexti og segir löngunarfullum rómi: “Mig langar að hlaupa, en hvað þýðir það? Eg get aldrei unnið kapphlaup”. Eða spurðu eitt- hvert hinna mörg þúsund ein- mana litlu fitubolta, sem jafnaldr ar og jafnöldrur særa með enda- lausri stríðni. Fólk lætur sig minna skipta ofnærðu börnin en þau van- nærðu. Margir foreldrar líta á barnið, með tvöföldu undirhök- una og gildu klunnalegu fótlegg- ina, sem ekki getur hreyft sig eðlilega, hvort sem er við leiki eða störf, sem fyrirmynd ann- arra barna. Og skólabarnið, sem er svo feitt að það líkist mest kjötstykki, finnst þeim vera í- mynd hreystinnar. Jafnvel þó að foreldrar játi að barnið þeirra sé of feitt, segja þeir með áhyggju- lausu brosi: “O, það vex upp úr því. “Það er samt sem áður stað- reynd, að offita er jafn varasöm fyrir heilsu barna og fullorðinna. Mótstöðuafl þeirra er minna en hinna, sem hafa eðililegan þunga, og þeim er hættara við kvefi og öðrum farsóttum. Hjarta þeirra og blóðrás eru ofhlaðin störfum óg þau þola ver uppskurði. Þau fá í sig verki í liði og bein- skekkjur. Heilsan er í hættu. Heilsa offeitra smábarna er einnig í hættu, þrátt fyrir þá röngu skoðun, sem almennt er ríkjandi að feitustu smábörnin séu hraustari. Nýlega fór her- mannskona með ljóshærðu, fjör- ugu telpuna sína í heimsókn til tengdaforeldranna. Hún hafði búizt við, að þau mundu dást að litlu stúkunni h e n n a r, en þau hristu bara höfuðin. “Hún er horaðasta barnið í fjölskyldun- ni,” sagði tengdamóðirin áhygg- jufull. “Hún hlýtur að vera heil- sulaus. Börn í fjölskyldu okkar eru alltaf feit. Góða gefðu henni meira að borða.” Aumingja u n g a móðirin fór eins fljótt og við varð komið til heilsuverndarstöðvar fyrir börn í næstu borg: “Dóttir yðar er al- heilbrigð,” sagði læknirinn.” Reynið alls ekki að fita hana með því að þröngva henni til að borða meira.” Þessu barni var a. m. k. hlíft við tilraun til að ofnæra það, og við að bætast þar með í hóp hinna ofmörgu fitubolta í fjöl- skyldunni. t Eðlileg ástæða fyrir þyngd. Sumir unglingar eru auðvitað þungir af eðlilegum ástæðum, því að þegar þeir eru bæði beinastór- ir, þéttholda og vöðvamiklir er eðlilegt að þeir séu þungir. En þegar börnin eru smá- beinótt, með hvapakennt hold- afar og með fitukeppi hingað og þangað, sérstaklega á brjósti og maga, skuluð þið vera á verði. Töflur yfir þunga barna og ung- linga eru miðaðar við meðal- þunga, en eru ekki óskeikular sem mælikvarði hins æskilega þunga í hverju tilfelli, því að þar kemur til greina, eins og fyrr er sagt, beinastærð og holdafar. En þær eru góð leiðbeining, og ef barnið þitt vegur miklu meira en eðlilegt er, miðað við stærð þess, aldur og kyn, er það hættumerki. Af einhverri orsök brennir líkam- inn ekki allri fæðunni — fyrir utan það sem fer til viðhalds hon- um og vaxtar — heldur safnast afgangurinn fyrir sem fituvefur, bæði þar sem hann er sjáanlegur, en einkum þó í innri líffærum. Tekjunar meiri en úigjöldin. Skoðað reikningslega má segja að við offitu séu inntektir líkam- ans ekki í samræmi við eyðslu hans, mælt í kalrorium. Þetta er samt ekki alvega svona einfalt. Af einhverjum ástæðum, sem enn eru ekki þekktar til hlítar, virðist taugaskynið, sem gefur til kynna hvernær maður er bú- inn að borða nóg, ekki starfa eðlilega hjá þeim, sem hafa stöð- uga tilheigingu til að offitna. Susie Green er 13 ára og 130 pd. á þyngd, en hún fullyrðir að hún borði minnst af öllum í fjöl- skyldunni, og Harold, sem er 30 pd. of þungur eftir stærð og aldri, spyr mömmu sína hálfkjökr- andi, hvort hún ætlist til að hann standi hungraður upp frá borð- um, því að hún skammti sér ekki nema part af því, sem hann þurfi að borða. Aðalorsök offilu. Kringum 1920 var truflun á kirtlastarfsemi talin aðalorsök offitu barna. Barnalæknar nú- tímans álíta að áhrif kirtla 1 þessa átt hafi verið ofmetin. Að vísu koma viss sjúkdóms- einkenni í ljós, þegar heiiading- ull og skjaldkirtill starfa óeðli- lega t. d. offita, augnveiki og and- legur vanþroski, sem gefa tilefni til notkunar homon-lyfja. En til allrar hamingju fyrir offeitu börnin og foreldra þeirra, eru truflandi á kirtlastarfsemi til tölulega fátíðar sem orsök offitu, og er hægt að þekkja þær með vissum rannsóknum, svo sem efnaskiptarannsókn. Venjulegasta orsökin til offitu barna er, að þau borða of mikið, eða hreyfa sig of lítið eða það, sem algengast er, hvorutveggja. Tökum t. d. Johnny litla; hann lifði aumlegu lífi. Tíu ára gamall vóg hann 135 pund. Hann gat eigi leikið sér með hinum börnunum, vegna þess að þau hen-tu gaman að honum fyrir hvað hann var klunnalegur, og auk þess var hann svo þungur á sér og mæð- inn. Eina ánægja hans var því að borða sig saddan, og þar með að fitna enn meir. Framhald Fékvörn “Hún er innan undir magáln- um; kann vera fleiri en ein. Hana skal taka og láta millum brjósta sér, strax volga, en taka ei á með berum höndum. Þar skal hún vera þann dag út. Síðan skal hún í hveiti geymast. Þeir skrifa, sá maður hafi lán með sauðfé, síð- an hana á” — Hndr. Bmfj. Skírslur Það var siður í fornöld, að menn fengju tækifæri til þess að hrinda af sér sakargiftum með skírslum. Helstu skírslur voru járnburður og ketiltak. Járn- burður var í því fólginn að bera glóandi járn í hendi sér nokkur skref — líklega þrjú. — Ketiltak var að taka stein upp úr katli eða eða potti með sjóðandi vatni í. Við báðar skírslurnar varð sá er undir þær gekst að vinna áður eið að máli sínu, og skírslan varð þá sem dómur drottins, sem sýndi það með jarteini, að eið- urinn væri réttur. Ketiltak var mest kvennaskírsla. Það er ekkert spaug að vera feitt barn. Spurðu hana Elínu Eða þá Jim litla, 10 ára, sem Genuine $5.00 Cream Oil PERMANENT A Steamed-in Cream Permanent that gives your hair soft springy curls that will not need pampering Open All Day Saturday No Appointments Necessary MISS WILLA ANDERSON Tru-Art Permancnt Wave Shop Phone 97 129 204 Enderlon Bldg. • Fresh up with 7-Up . . . the merry, sparkling drink that puts a smile on your face . . . a lilt in your laugh. Sip it slowly . . . taste each sip . . . the happy, wholesome family fresh-up. You like it... it likesyou Vér óskum íslendingum til heilla og hamingu með 29. ársþing Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Við bjóðum erindreka þess og alla Islendinga velkomna á skrifstofu okkar til skrafs og ráðagerðar og við erum ávalt reiðubúnir til að aðstoða þá með alt er að fast- eignum, húsabyggingum eða fjármálum lýtur. Slysatrygging Árið sem leið voru fleiri slys hér í Winnipeg en dæmi eru áður til. Fólk hefir farið heilbrigt og glatt að heiman frá sér að morgni, en legið slasað eða dautt að kveldi. Hér er ekkert rúm til að leita uppi orsakir fyrir þessum vand- ræðum. En það er tími og ástæða til að hugsa og tala um trygging lífs og lima fyrir þessum ófögnuði. Lítið inn til okkar þegar þið hafið tíma og látum okkur tala nánar um hættuna, sem yfir öllum vofir í þessu sambandi. 1.1. SWANSON & C0„ LTD. 308 AVENUE BUILDING WINNIPEG Árnað óskir til íslendinga á 29 ársþingi þjóðræknisfélags íslend- inga í Vesturheimi. Canadian Fish Producers Limited J. H. PAGE, ráðsmaður Við kaupum og flytjum, nýjan og frosinn fisk Viðskifta er óskað alstaðar í Manitoba. Skrifstofu Sími 26 328—Heima Sími 73 917 311 CHAMBERS ST. WINNIPEG, MAN. t Árnaðar óskir til íslendinga í tilefni af 29 þjóðræknisþingi þeirra 23, 24, og 25 Febrúar 1948. Roberts & Whyte Ltd. SÍMI 27 051 ; Sargení at Sherbrook WINNIPEG : VELKOMNIR United Gráin Growers félagið býður velkomna til Winnipeg fulltrúa og gesti, er sækja ársþing þjóðræknis- félagsins. United Grain Growers Ltd. Sameignarfélag Canadiskra bœnda Kamilton Bldg. Winnipeg, Man. Compliments of McCURDY SUPPLY & COMPANY LTD. GRAVEL PIT OPERATORS Wholesalc Builders’ Supplies cmd' Retail Fuel Dealers READY MIXED CONCRETE Phone 37 251 SARGENT and ERIN ST. WINNIPEG The Best in BEDDING • INNERSPRING MATTRESSES • BEDS AND SPRINGS • DAVENPORTS AND CHAIRS • BEDSPREADS • COMFORTERS • PILLOWS - CUSHIONS Qlolte Bedduuý. Ga. Jlld. é WINNIPEG - CALGARY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.