Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 8
u LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 19. FEBRÚAR, 1948 Tvö rit um Landsbókasafn íslands Eítir prófessor Richard Beck. I. Vel var það ráðið af Finni Sig- mundssyni landsbókaverði, er hann hóf útgáfu Árbókar safns- ins, svo að þeir, sem áhuga hafa á íslenzkum bókmentum og bók fræði, geta greiðlega fylgst með starfi safnsins og vexti þess. Annað bindi Árbókarinnar, fyr ir árið 1945 — Reykjavík, 1946, — sem greinarhöfundi barst ný- lega, skýrir frá því, að á um- ræddu ári hafi Landsbókasafnið aukist um rúm 4600 bindi, og var í ársbyrjun 1946 talið, að safnið ætti um 162 þúsund bindi prent aðra bóka. Á árinu barst safninu margt góðra bóka frá Norðurlöndum, og var stærst bókagjöfin frá dr. Einari Munksgaard, forlags- bóksala í Kaupmannahöfn, sem gefið hefir safninu um 650 bindi bóka, þar á meðal margra dýrra og verðmætra, síðan samgöngur við Danmörku hófust að nýju, sumarið 1945. Sýndi dr. Munks- gaard með þeim hætti fagurlega í verki, eins og svo margsinnis áður, ást sína á íslenzkum fræð- um og djúpstæðan góðhug sinn til íslands. Má íslendingum vera það mikið harmsefni, að þessi heilhuga hollvinur fræða vorba og frömuður þeirra erlendis er rétt nýlega látinn á bezta aldri. Handritasafn Landsbókasafns- ins hafði og drjúgum aukist á ár- inu eða um 210 bindi, og voru skráð handrit safnsins í árslok 1945 alls 9520 bindi. Merkasta viðbót við handritasafnið á árinu voru rúmlega 80 handrit, er því bættust úr hinni miklu og merki legu bókagjöf frú Hólmfríðar Pétursson í Winnipeg, úr bóka- safni manns hennar, dr. Rögn- valdar Pétursson. Er þeirrar á- gætu gjafar, að verðugu, drengi- lega minnst í sérstakri grein í Árbókinni, “Höfðingleg gjöf vest an um haf”, og hefir sú grein ver ið endurprentuð hér vestra. Árið 1945 töldust gestir í lestr- arsal Landsbókasafnsins 10511; lánuð voru í lestrarsal 18930 bindi prentaðra bóka og 4620 handrit, eða samtals 23550 bindi; notkun handbóka, sem standa í 1 • Hugheilar Árnaðaróskir flytjum vér hér með öllum vorum mörgu íslenzku viðskiftavinum, í tilefni af 29. árs- þingi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vestur- heimi. Vér höfum enn sem fyr við hendina byrgðir af ágætásta byggingarefni og getum því fullnægt þörfum Islendinga í þeirri grein. The Winnipeg Paint & Glass Company, Limited KOL, KOL, HITI! Hrein hitamikil og vel úti látin. Pantanir afgreiddar fljótt og skilvíslega. Windatt Coal Co. Ltd. “The Old Reliable” 506 Paris Bldg., Winnipeg Sími 97 404 Kallið í Jón Ólafsson umboðsmann félagsins í sima, til þess að vera viss. Síma númer heima hjá honum er 37 340. Stjórn og verkafólk SAFEWAY BÚÐANNA býður erindreka, sem mættir eru á 29 Þingi Þjóðræknisfelags íslendinga í Vesturheimi velkomna til Winnipeg SAFEWAY CANADIAN SAFEWAY LIMITED lestrarsal, er þó eigi talin þar með, en slíkar bækur skipta hundruðum og eru sumarhverj- ar mikið notaðar. Um lestur bókasafrisgesta almennt hefir landsbókavörður þetta að segja: “Lestur skemmtibóka 1 lestrar- sal fer minnkandi og veldur því án efa, að atvinna er næg og ráð almennings til kaupa á slíkum bókum betri en áður. Lestrarsal- inn sækja nú einkum fræðimenn, eins og sjá má af hinni tiltölu- legu miklu notkun handrita- safnsins”. Þá hefir safnið tekið upp þann ágæta sið, að minnast merkisaf- mæla íslenzkra rithöfunda með sýningu bóka þeirra og handrita, og er gott til þess að vita, að slík- ar sýningar hafa verið vel sóttar, því að þær eiga bæði fræðslu- og menningargildi. Auk hinnar greinargóðu skýrslu landsbókavarðar og fyrr- nefndrar greinar um bókagjöf frú Hólmfríðar, flytur Árbókin minningarorð um Hallgrím Hall- grímsson bókavörð; skrá um ís- lenzk rit 1945, sem er hin fróð- legasta öllum þeim, er fylgjast vilja með íslenzkri bókaútgáfu, og skrá um rit á erlendum tung- um eftir íslenzka menn eða um íslenzk efni. Sérstaklega mikill fengur er að hinni ítarlegu skrá Lárusar Sig- urbjörnssonar rithöfundar um ís- lenzk leikrit, frumsamin og þýdd, prentuð og óprentuð, er varpar hreint ekki litlu ljósi á íslenzka leiksögu. Fylgir höfundur henni úr hlaði með gagnorðum inn- gangi, en hann er mann fróðast- ur um þessi efni. II. Eins og tekið er fr-am í Árbók- inni, þá var árið 1946 merkisár í sögu handritasafns Landsbóka- safnsins, því að grundvöllur var lagður að handritasafninu rétt- um 100 árum áður. I tilefni af aldarafmælinu er nýkomið út viðbótarbindi af handritaskrá safnsins — Reykja- vík, 1947, — og hefir dr. Páll Eggert Ólason samið það eins og hin fyrri bindi. Er hér um all- mikið rit að ræða, nálega 200 blaðsíður í stóru broti, og gerir höfundur svo fellda grein fyrir því í formálsorðum sínum: “Síðustu handrit, sem komust í hina prentuðu skrá safnsins bár- ust 1935. Hefir landsbókasafnið aukizt svo síðan, að nauðsyn hef- ir þótt til bera, vegna notenda þess, að birta aukabindi. Gætir þar einkum safns dr. Hannesar þjóðskjalavarðar Þorsteinssonar, sem afhent var safninu 1938 og er einn hinn bezti fengur sem í safnið hefir komið”. Handritaskránni er skipt í tvo aðalflokka og eru handrit í arkar broti — tvíblöðungar — 1 fyrri hlutanum, en handrit í áttablaða broti — áttblöðungar — í hinum síðari. Síðan fylgir nákvæm og sundurliðuð efnisskrá, sem og nafnaskrá, er báðar auka nota- gildi ritsins, enda í rauninni ó- hjákvæmilegar í slíku riti sem þessu. Ber efnisskráin það með sér, að harla margra grasa kennir í handritum þeim, sem safnið hef- ir á umræddu tímabili. Fjalla þau meðal annars um alfræði, bókfræði og bókmenntasögu, heimspeki, guðfræði, stjórnfræði, hagfræði, lögfræði, alþýðleg fræði, málfræði, stjörnufræði, at- vinnugreinir, kveðskap, leikrit, skáldsögur, sagnfræði og sögur af ýmsu tagi. En langflest eru þó rímnahandritin og þáu, er varða mannfræði — ættfræði. — Ýms mjög merkileg bréfasöfn og handrit hafa safninu borist á þeim árum, sem skráin tekur yf- ir; meðal þeirra er mikið safn handrita Stephans G. Stephans- sonar úr safni dr. Rögnvaldar, sem að ofan getur, en hann hafði kostað kapps um að viða að sér öllu, sem til varð náð frá skálds- ins hendi. Ýmislegt fleira hefir Lands- bókasafninu borist af handrita tagi héðan vestan um haf, og er vel, að þesskonar verðmæti varð veitist þar til frambúðar, en lendi eigi á flæking eða glatist, ef til vill, með öllu. £íminn hringir: — Halló! — Er þetta Sigurður sýslumað- ur sem ég tala við? — Nei, ég heiti Guðmundur, sýslumaður. — Ó, ég bið yður að afsaka, ég tala við vitlausan söslumann. Með beztu óskum til Islendinga á 29 þjóðrœknisþingi þeirra í Winnipeg, 1 948 Leland McLaren Clarendon DANGERFIELD HOTELS RAFURMAGN til allra yðar þarfa! Til þess að fullnægja sívax- andi eftirspurn um ódýra raforku, er City Hydro (eign Winnipeg- búa), að átækka orkuverið við Slave Palls upp í 96,000 heátöfl. Fjórum I 2,000 heátafla eín- ingum hefir verið bætt við og eru þrjár þeirra nú átarfrœktar að fullu, sú fjórða tekur til átarfa í vor. Vegna ódýrrar raforku til heimilisnota og eins fyir iðnað- inn, skuluð þér koma að máli við City Hydro. CITY HYDRO Yðar eign - Notfærið yður stofnunina!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.