Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1948 MICHAEL ZOSCHENKO: Ævintýri ("Æviníýri apa-kaiiar', sem eins og sjá má er sagi í barna söguslíl, heíur verið opinber- lega brennimerki í Ráð- sijórnarríkjunum s e m "dónalegi níð um sovjeilíí og sovéi-fólk". Höfundurinn ádeiluhönfundurinn Zosc- henko, hefir verið ákærður fyrir að leggja sérsiaka al- apakattar úð við illkviilnisleg og fánýi skrif, ,,fjarskyld sovét-bók- menium". Var hann síðan rekinn úr íélagi sovét-riihöf- unda. Margir hinna erlendu lesenda hans eru hneykslaðir á þessari bannfæringu, aðra íurðar aðeins á því, að henni skyldi ekki hafa verið beili fyr). Á fyrri dögum styrjaldarinn- ar, þegar nazistar voru að gera loftárásir á borgina, féll ein sprengjan beint á dýragarðinn. Hún sprakk með gríðarlegum gauragangi, öllum íbúunum til stórkostlegrar furðu. Apaköttur- inn varð skelfdastur allra. Búrið hans valt um koll við sprenging- una. Útveggurinn mölbrotnaði og apakötturinn datt úr búrinu sínu beint niður á garðsstíginn. Hann datt niður á garðsstíginn, en hélt ekki kyrru fyrir eins og háttur er mannlegra vera, sem vanar eru hervirkjum. Síður en svo. Hann klifraði þegar í stað upp í tré, og stökk þaðan niður á girðinguna. Frá girðingunni út á götuna. Og hann tók til fótanna sem djöfulóður væri. Hann þaut gegnum alla borg- ina. Og hann hentist áfram eftir steyptum þjóðveginum burt frá borginni. Við hverju er hægt að búast af apaketti? Hann er ekki mannlegur. Hann hefir enga hugmynd um alment fyrirkomu- lag hlutanna. Hann sá ekkert vit í því að dveljast í þessari borg. Svö hann hljóp og hljóp, þang- að til hann varð uppgefinn. Han;i klifraði upp í tré. Síðan sofnaði hann. I sömu svifum bar að her- flutningabíl. Bílstjórinn kom auga á apann uppi í trénu. Hann varð yfir sig undrandi. Hægt og gætilega læddist hann að dýrinu, sveipaði um það yfirhöfn sinni, bar það niður úr trénu og setti það við hlið sér í bílhúsinu. — Hann hugsaði: “Eg fær’ hann einhverjum vina minna að gjöf. Betra en láta hann sálast úr sulti og kulda”. Og svo ók hann í burtu. Hann kom til borgarinnar Borissov. Hann þurfti að reka þar ýmis opinber erindi. Hann mælti við apaköttinn: “Bíddu hérna eftir mér. Eg kem aftur eins og skot”. En ^pakötturinn vildi ekki bíða. Hann smaug út úr bílnum og spígsporaði kotroskinn niður aðalgötuna. Fólkið rak upp stór augu og reyndi að handsama hann. En hann var fimur og f jör- ugur og hljóp hratt á loppunum sínum fjórum. Svo þeim tókst aldrei að klófesta hann, en þreyttu hann einungis að nauð- synjalausu. Hann gerðist úttaug- aður og örmagna og eðlilega ban- hungraður. En hvar í borginni var hægt að fá nokkuð, sem apaköttur gat lagt sér til munns? Það kom ekki til mála fyrir hann að líta inn á gildaskála eða kaupfélagsbúð. ■— Auk þess átti hann ekki grænan eyri. Og ekkert lánstraust. Ekki hafði hann heldur neina skömt- unarseðla. Hræðilegt! Samt á- kvað hann a ðreyna við kaupfé- lagsbúðina. Það kynni að vera eitthvað upp úr því að hafa. Þar var löng biðröð. Apakött- urinn hoppaði beint yfir kolla viðskiftavinanna í áttina til af- greiðslustúlkunnar. Hann stökk niður á búðarborðið. Ekki datt honum í hug að spyrja, hvað pundið af gulrótunum kostaði, Ein af borgum Suður-Rúss- lands stærði sig, ásamt mörgum tvo krókódíla, þrjá höggorma, dásemdum öðrum, af dýragarði,1 zebradýr, strút og apa eða rétt- sem hafði að geyma eitt tígrisdýr 1 ara sagt apakött. Moderate Rates - Free Parking - Parlor OXFORD HOTEL IN THE CITY OF WINNIPEG S. M. HENDRICS, Manager Phone 98 712 216 Notre Dame Ave. VICTORIA HOTEL LIMITED JOSEPH STEPNUK, President /Vexttmel/iy Ccmaotáo (heát/jiAAcL allfHi/ifMMetíowi LAKE OF THE WOODS MILLING CO. LIMITED Innilegar kveðjur_________________________________ til Islendinga hvarvetna Þér hafið rækilega stutt að viðgangi vorum, alt frá upphafi vega vorra, 1914, er vér höfðum tvo menn í þjónustu vorri og fram til þessa dags, 1948, er vér höfum tvær prýðilegar verzlanir og 26 innanbúðarþjóna, er allir eru reiðubúnir og fúsir að þjóna yður og afgreiða. Prescription Specialists K. G. HARMAN R. L. HARMAN ________________^ Sargent Pharmacy Ltd. SARGENT OG TORONTO STREET WINNIPEG, MANITOBA heldur hrifsaði hann heilt knippi. Hann hljóp út úr búðinni, hinn ánægðasti með feng sinn. Er við öðru að búast af apa? Hann skil- ur ekki upp né niður í skipulag- inu. Hann sér ekkert vit í því að að þreyja matarlaus. Eins og geta má nærri varð af þessu hið mesta uppþot. Fólkið tók að æpa hástöfum. Það mun- aði minstu, að liði yfir afgreiðslu stúlkuna af undrun. — Það er ekki nema von, að manni verði bylt við, þegar, í staðinn fyrir óbreyttan viðskiftavin, eitthvað loðið, með rófu, kemur vagandi að borðinu til hans. Og það, sem meira er, borgar ekki eyri. Lýð- urinn þyrptist út á götuna á eftir apanum, sem þaut í burt, muðl- andi gulræturnar á hlaupunum. Hann gat hreint ekki skilið skipu lagið. Nokkrir götustrákar voru fremstir í flokki eftirfararmanna. Fullorðnir fylgdu á eftir. Heima- varnarliðsmaður, blásandi í blístru sína rak lestina. Þá bætt ist alt í einu hundur í eltingar- hópinn. Hann gelti og gólaði, og minstu munaði, að honum tækist að skella skoltunum í apakött- inn. Apinn okkar herti hlaupin. “Drottinn minn”, hugsaði hann. “Mér hefði verið nær að vera kyr í dýragarðinum. Það var frið sælla þar, jafnvel meðan sprengj urnar dundu yfir. Eg fer til baka eins fljótt og ég get”. Og þannig hljóp hann alt hvað af tók, en hundurinn var aldrei lanagt undan. Þá stökk apakött- urinn okkar upp á garðsvegg. Og þegar hundurinn réðst á eftir honum og ætlaði að glefsa í fót hans, lamdi apakötturinn gulróta knippinu af öllu afli beint í trýn- ið á óhræsinu. Höggið var svo þungt, að hundurinn emjaði og lötraði, nefbrotinn heim á leið. Hann hugsaði sem svo: “Nei, fé- lagar, ég vil miklu fremur liggja heima í ró og næði en fara á apa- kattarveiðar fyrir ykkur og fá svona endurgjald”. Apinn skaust inn í húsagarð. I húsagarðinum var drengur, sem hét Alesha Popov, að höggva eldivið. Hann hélt áfram að höggva, uns hann kom alt í einu auga á apaköttinn. Alla ævi hafði hann dreymt um það að hafa einhvers konar apa á heimilinu. Drengurinn handsamaði hann, fór með hann heim og gaf honum að éta. Og apakötturinn var á- nægður, þó ekki fullkomlega. Af því að amma Alesha fékk undir eins illan bifur á honum. Hún skammaði apaköttinn á- kaflega og gerði sig jafnvel lík- lega til þess að slá á loppur hans. Alt var það vegná þess, að þegar þau satu að tedrykkju og amma lagði hálfborðaða smáköku á undirbollann, hafði apakötturinn gripið hana og stungið henni upp í sig. Ja, við hverju er hægt að búast af apa? Hann er ekki mann legur. Þegar manneskju dettur í hug að hnupla einhverju, gerir hún það aldrei upp í opið geðið á ömmu gömlu. Amma sagði:* “Það er í hæsta máta óskemtilegt að hafa dverg- vaxið kvikindi með hala á heim- ilinu. Það hræðir mig, hve mjög það líkist manneskju í útliti. Eg harðneita að hafa apakött í íbúð- inni hjá mér. Annað okkar verð- ux að gera svo vel og hypja sig í dýragarðinn”. Alesha sagði: “Nei, amma, þú þarft ekki að flytja í dýragarð- inn. Eg lofa þér því, að apakött- urinn minn skal aldrei éta neitt frá þér framar. Eg ætla að ala hann upp eins og manneskju. Eg ætla að kenna honum að borða með skeið og drekka te úr glasi. Auðvitað get ég ekki aftrað hon- um frá því að lesa sig upp lamp- ann til lofts, og hann gæti auð- vitað skollið í höfuðið á þér. En þú þarft ekkert að hræðast, því að þetta er aðeins lítill, meinlaus apaköttur frá Afríku, þar sem hann lærði að hlaupa og stökkva” Daginn eftir, þegar Alesha fór í skólann, neitaði amma að líta eftir apakettinum. Hún hugsaði sem svo: “Eg að líta eftir þvílíku skrímsli! Heyr á endemi!” — Að svo hugsuðu, sofnaði hún af á- settu ráði í hægindastólnum sín- um. Þá snaraði apakötturinn okkar sér í skyndingu út um litla vind- augað, beina leið út á götu, og fékk sér göngutúr þeim megin, sem sólar naut. Þá vildi svo til, að gamall karl, Gavrilych ór- kumla átti leið framhjá. Hann var að fara til almenningsbað- hússins. Hann hélt á lítilli körfu, sem í var sápa og handklæði. — Hann kom auga á apaköttinn, og og fyrst gat hann tæpast trúað því, að það væri apaköttur. Ef til vill var það bara, af því að hann var rétt búinn að renna nið ur krús af sterku öli, að hann hélt sig sjá apakött. Svo að hann starði fram fyrir sig undrunaraugum. — Og apa- kötturinn horfði á hann og hugs- aði: “Hvaða fuglahræða er þetta þarna með körfuna, og hvað er í henni?” Á endanum sannfærðist Gavrilych um, að apakötturinn væri af holdi og blóði. Svo að honum datt í hug: “Eg ætla að reyna að klófesta hann. Eg gæti farið með hann á torgið í fyrra- málið og selt hann fyrir 100 rúbl- ur. Fyrir 100 rúblur gæti ég drukkið tíu krúsir af öli hverja á fætur annari”. Gavrilych bjóst til að hafa hendur í hári apakatt- arins. Hann tók að kalla á eftir honum: “Kisa, kisa, kisa! . . . Komdu hérna, kisa!” Hann vissi, að það var ekki köttur, en hann hafði ekki hug- mynd um, hvernig ávarpa ætti apakött. Eftir langa mæðu rann það upp fyrir honum, að hann ætti í kasti við æðstu veru dýra- ríkisins. Þá tók hann sykurmola upp úr vasa sínum, rétti hann apanum og sagði, um leið og hann hneigði sig: “Fagri apaköttur, má ég bjóða þér lítinn sykurmola?” Apakötturinn svaraði: — “Með ánægju”. Það er áð segja, hann notaði ekki beinlínis þau orð, M eð alúðar óskum til Vestur íslendinga, í sambandi við 29 þjóðrækn- isþing þeirra. Megi það verða þeim og öllum íslendingum, fjær og nær, til vegs og sóma. KEySTCNE FISCEIIES LIMITCD Scott Block, Winnipeg Sími 95 227 G. F. JÓNASSON, forstjóri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.