Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.02.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. FEBRÚAR, 1948 --------logfaers-------------------- G«n( ttt hv«n> Qmtudac ** THI COLUMBIA PRESS, LIMITED 005 Sargent Ave., Winnipeg, Manttoba Ut&oáakrlít rltstjftrana: HDITOR LÖGBERG Mi Barswnt Ar»„ Wlnnipe*, Uu Rltatjóri: EINAR P. JÓNSSON V«rO $3.00 um árið—Borgist fyrirfrarr. Th« "Löttberí" la printed and pubiiahed by The Oolumbla Preaa, Limlted, 695 Sargwnt irvnua, Wlnnipe*. Manitoba, Canada. Authorized aa.Sxiond Class Mail, Post Offlce Dept., Ottawa. PHONE 21 204 Gœtum kjarnans — hismið má missa sig í formálsorðum að bókinni “Ungur var ég”, eftir barnabóka höfundinn þjóðrækna og vinsæla, Sigurbjörn Sveinsson, er holl leiðbeining um, hvern ig meta beri andleg verðmæti fortíðar- innar og hvað við taki séu þau afrækt, en þar er á þessa leið mælt: “Hver kynslóð á djúplægar rætur í lífskjörum, háttum og siðum og allri menningu þeirra tíma, sem hún á að baki sér, og bili þær, sannast orð skálds- ins, að -----rótarslitinn visnar vísir þótt vökvist hlýrri morgundögg”. Eitt af megin viðfangsefnum Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi hefir jafnan verið það, að reyna að koma í veg fyrir, að svo miklu leyti, sem auðið mætti verða, að afkomendur íslenzkra frumherja í þessari álfu yrði rótarslitnir og visnuðu af þeirri á- stæðu um aldur fram; með þessu er vitaskuld átt við hinar menningarlegu rætur, Sem liggja í jarðvegi þúsund ára þróunarsögu íslands, tungu íslensku þjóðarinnar og bókmentum, því hinar ræturnar, sem fæðingarréttinum á þess um slóðum eru samfara, ná þegar af- eðlilegum ástæðum það djúpt, að við þeim verður eigi haggað; svo á það líka að vera og má til að vera; um hitt eru þeir þó sannfærðir, er að þjóðræknis- málum vorum vinna, að æskulýð vorum hér í landi sé í því nokkur styrkur, að njóta andlegrar frjódaggar úr fleiri en einni átt; að norrænir eðliskostir búi yfir hollum verðmætum, er styrki æsk- una og veiti henni gleggri heildarsýn yf- ir lífið og hinu mikla tilgang þess; að það sé hverjum manni fremur gróði en tap, að tala og lesa hina óumræðilega fögru tungu vora; að það sé menningar- legur gróði að skilja Alt eins og blómstr- ið eina og Ó, Guð vors lands, og njóta hvorstveggja í sínum upprunalega bún- ingi; að enginn þurfi að biðja afsökunar á því, þótt hann kunni fleira en eitt tungumál, og þá ekki sízt það málið, sem svo er auðugt að það á orð “yfir alt, sem er hugsað á jörðu”----- Þessi dollars þjóðrækni, sem vinur vor B. J. Lifman mintist á hérna um árið, er auðsjáanlega að verða tvíeggj- að sverð. Hvað ætli þjóðræknissamtök- in haldist lengi við með dollars tillagi á ári? Það væri ekki ófróðlegt að fá ein- hverja lítilsháttar vitneskju um það. Fyrir alt, sem mennirnir unna á þess- ari jörð, fórna þeir einhverju af sjálf- um sér með glöðu geði, og telja það ekki til fórna, heldur sem Ijúfa og sjálfsagða skyldu; sé íslenzk þjóðrækni á annað borð verð nokkurs ómaks, sem vér í alvöru trúum að hún sé, hlýtur hún að vera eitthvað annað og meira en dollars virði um árið; smásmugulegur hugsunar háttur varðandi viðhald og vernd hinna þjóðræknislegu verðmæta vorra, verður að vikja úr vegi fyrir djarfari hugsjónum og æðri markmiðum; þúsund dollara þjóðrækni er vitaskuld miklum meiri hluta fólks vors ofvaxin; en þá er líka þar, sem annarsstaðar, gild ástæða til að leita að hinum gullna meðalvegi og þræða hann. Lang merkasta málið, sem nú er á dagskrá með Vestur-íslendingum er það, um stofnun kenslustóls í íslenzkri tungu og bókvísi við Manitoba háskól- ann; grundvöllinn að þessari stofnun lagði Ásmundur P. Jóhannesson með sinni rausnarlegu 50 þúsund dollara gjöf, og nú eru fleiri álitlegar gjafir farnar að bætast í hópinn; að minsta kosti í þessu tilfelli, er vonandi að þús- und dollara þjóðrækninni vaxi væng- ir; seinna standa almenningi opnar leiðir um tillög sín, smá eða stór, eftir efnum og ástæðum, því um góðhug al- mennings verður eigi efast. Nú fer þjógræknisþingið í hönd, og er þess að vænta, að störf þess auðkennist fremur af öðru en dollars þjóðrækni. ♦ ♦ 4- « Hin mikla nauðsyn Að því var vikið í síðasta blaði, að nú væri verið að hefja almenna fjársöfnun vítt um heim í því augnamiði að bjarga frá hungurdauða öllum þeim mörgu miljónum munaðarlausra barna, sem hvergi eiga trygt athvarf og horfast í augu við óútmálanlegt volæði; það eru sameinuðu þjóðirnar, sem nú beita sér fyrir um lausn þessa mikla vandamáls, og skora á allar þær þjóðir, sem eitt- hvað geta látið af hendi rakna, að bregð ast vel og drengilega við áður en það verði um seinan. — Vonandi er að íslenzka þjóðarbrotið í þessu landi láti ekki sinn hlut eftir liggja, er til áminstrar fjársöfnunar kemur. Skáldið JOHAN BOJER talar um kristindóm, stjórnmál og skáldskap Eftir fréttaritara Morgunblaðsins Bjarne Egeland, blaðamann þjóðsaga. — Og Tegner biskup í Veksjö sagði einu sinni í stól- ræðu: “Hvers vegna trúi ég á Guð? Hvers vegna er ég kristinn? Það er vegna þess að ég trúi á hið fagra, sanna og góða — og það er guð”. Þetta var viturlega mælt og lýsir skynsamlega þeirri hugsjón sem er grundvöllur kristindóms- ins. — Bojer hefir talað í sig hita og Framhald á blaðsíðu 10. I æsku varð Johan Bojer skáld að vinna baki brotnu fyrir dag- legu brauði. En á kvöldin og nótt unni las hann og orkti. Hann var eirðarlaus. Og þótt árin" hafi nú færst yfir hann, og hann sé orð- inn gamall maður, er eirðarleys- ið hið sama. Þegar hann situr ekki við skrifborð sitt, er hann annað hvort úti í guðs grænni náttúrunni, eða hann er á ferða- lögum. Áhuginn og eirðarleysið einkennir allt tal hans og fas. Og meðan ég á tal við hann, gerir hann ýmist að halla sér aftur á bak í hægindastólnum, eða stökkva á fætur og ganga um gólf, og augu hans loga af áhuga. — Hugur minn er í dag, eins og svo oft áður, bundinn við trú- arlífið, segir hann. Eg reyni að brjóta það til mergjar, og ég verð að segja, að mér fellur einna best við sumar stefnur í sænsku trúarlífi. Eg er kristinn, og það er sjálfsagt vegna þess, að ég tel nauðsynlegt að kenningum kirkj- unnar sé breytt til samræmis við þekkingu nútímans. Eg tel það rangt, að prestarnir skuli enn vera að troða upp á skynsama menn kenningunni um uppris- una. Eða þá kenningunni um fyr irgefningu syndanna. Nú hefir helmingurinn af sænskum prest um stofnað sérstakt prestafélag í þeim tilgangi að samræma kenn- ingar kirkjunnar þekkingunni. — En er þá ekki kollvarpað þeim grunni, sem kristindómur- inn byggist á? spyr ég. Mun ekki slík breyting koma í bág við biblíuna? — Hvenær sagði Jesús að hann væri kominn til að frelsa heim- inn? Aldrei. Prestarnir hafa altaf verið að breyta Jesú eftir sínu höfði. — Menn hafa um aldir ver ið að tileinka honum alt, sem þeim fannst á skorta í fari sínu, og þannig hafa þeir breytt Jesú og gert hann annan en hann var. Hve feginn sem ég vildi get ég ekki skilið kenninguna um það að guð hafi sent sinn eingetinn son til að frelsa oss frá syndum. Slík kenning hlýtur að lækka guð í voru áliti, gera hann strang an, grimman og fjarlægan. Söderblom erkibiskup sagði jafnvel einu sinni, að sagan um upprisuna væri ekki annað en Með beztu árnaðar óskum til íslendinga á 29 þjóðræknisþingi þeirra í Winnipeg 1948. C. Huebert Ltd. Lumber - Hardwood - Flooring - Mouldings are specialties. Building Materials. Phone 97159—97174 Winnipeg 5 Poini Douglas Ave. Wood - Wool Heldur húsunum hlýjum í heljar kuldum. Sparar stórum eldsneyti, og eykur á þægindi. Heldur inni hitanum í vetrar vindum og frosthörkum. Heldur úti sjóðandi sólar hita sumarsins. Tryggir hita jafnvægi húss þíns, vetur sumar vor og haust. Ef þú hefir ekki þegar stoppað veggi húss þíns með undra milli fóðri. Þá talaðu sem fyrst við ÞAÐ MARG BORGAR SIG. I THQRKELSSON LIMITED i 1331 Spruce Street SÍMI 21811 WINNIPEG Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur • Af þessum ástædum er það, að viðskiftavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekknum, sem gjörir sér að reglu að verzla í Shop-Easy búðunum. Innilegar hamingjuóskir Til íslendinga fjær og nær í til- efni af tuttugasta og níunda ársþingi Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. I “íslendingar viljum vér allir vera” Shop-Easy Stores BÚÐ NR. 3 ER AÐ 611 SARGENT AVENUE BÚÐ NR. 4 ER AÐ 894 SARGENT AVENUE B A R D A L FLAERAL SERVICE 843 SHERBROOK ST. SÍMI 27 324

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.