Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374
,^CTS
- «■*£***
*" , n1L1Vl
ndcrcTS
Þ°-u ^ 4 Complele
Cleaning
Insiiiuiion
61. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1948
NÚMER 10
Séra Philip M. Péiursson
Forseti Þjóðræknisfélagsins
Tryggvi J. Oleson
Vara-forseti Þj óðræknisfélagsins
Hinn nýkjömi varaforseti
Þjóðræknisfélagsins Trvggvi J.
Oleson, prófessor í sagnfræði við
United College hér í borginni,
hefir orðið þeirrar verðugu
sæmdar aðnjótandi, að hljóta
$860.00 fjárstyrk til framhalds-
náms í sagnfræði við Queens
háskólann í Toronto. Tryggvi
prófessor er útskrifaður með á-
gætis einkunn af Manitoba há-
skólanum; hann er lærdóms-
maður mikill bæði á íslenzka og
enska vísu og líklegur til mikils
frama; má þess vænta, að áður
en langt um líði muhi hann taka
doktorsgráðuna. — Tryggvi
prófessor er sonur hinna mætu
hjóna Mr. og Mrs. G. J. Oleson í
Glenboro; hann er kvæntur Elvu
Eyford, og eiga þau hjón tvö
mannvænleg börn.
Hækkun fargjalda
Strætisvagnafélagið í Winni-
peg hefir farið fram á nokkura
hækkun fargjalda, sem þegar
sýnist mælast næsta misjafnlega
fyrir; verkamanna samtök borg-
arinnar ásamt félögum háskóla-
stúdenta, hafa þegar stranglega
mótmælt fyrir hugaðri hækkun
°g telja hana, ef til framkvæmda
komi, þrengja all-mjög kosti
þeirra, er úr litlu hafi að spila.
BAK VIÐ TJÖLDIN
Oft við hauga auðlegðar,
Öfund smaug í skuggum;
stara augu ágirndar
ut úr drauga muggurn.
BÓT
Rauna-bót ef reyndist treg,
ráða njót þú minna:
Stemmi grjót þinn göngu-veg
gaettu fóta þinna.
HVAÐ ER “BÓT?”
Bót í máli’ er braglist þín,
bót er skál að fylla;
bót í prjáli’ er brennivín,
~~ bót við sálar kvilla!
Pálmi.
Grettir L. Jóhannson
Féhirðir Þjóðræknisfélagsins
Ná fullum yfirráðum
Eftir nokkura stjórnarkreppu
í Czechoslóvakíu, hafa kommún-
istar náð þar fullum stjórnarfars
legum yfirráðum; ráðuneytið,
sem leiðtogi kommúnista Kle-
ment Gottwald veitti forustu
klofnaði, er tólf ráðherrar hinna
íhaldssamari flokka sögðu laus-
um embættum sínum og kröfð-
ust nýrra kosninga, er þeim var
synjað um. Lýðveldis forsetinn,
Edward Benes, sem sagður er að
hallast fremur að stjórnmála-
stefnum vesturveldanna en
Rússa, reyndi að miðla málum
innan ráðuneytisins, en þar kom
alt fyrir ekki; varð hann að láta
undan síga og sætta sig við nýtt
ráðuneyti undir forustu Gott-
walds, þar sem kommúnistar
ráða lofum og lögum; fram að
þessu á þó einn utanflokkamað-
ur sæti í ráðuneytinu, Jan
Masaryk, sem hefir meðferð ut-
anríkismálanna með höndum.
Talið er nokkurn veginn víst,
að nýjar kosningar fari fram í
Czechoslóvakíu í júnímánuði
næstkomandi.
Ströng mótmæli
Stjórnarvöld Breta, Banda-
ríkjanna og Frakka, hafa látið
í ljósi ströng mótmæli og beiska
gremju yfir valdasölsun kom-
múnista í Czechoslóvakíu og
telja hana framkvæmda undir
fölslpi yfirskyni með því að
stofna til ástæðulausrar stjórnar-
kreppu í landinu; ekki eru Rúss-
ar sérstaklega nafngreindir í
þessu sambandi, en hitt jafn
framt staðhæft, að hernaðarlegu
einræði hafi verið komið á fót í
Czechoslóvakíu fyrir atbeina ut-
anaðkomandi áhrifa; það fylgir
og sögu, að Benes forseti muni
vera í einhverskonar heima-
gæzlu af völdum hins nýja ráðu-
meytis, þótt slík fregn verði eigi
seld dýrara en hún var keypt.
Mælt er að Benes forseti hafi
ætlað sér að flytja útvarpsræðu
vegna þessara nýjustu, pólitísku
fyrirbrigða í landinu, en slegið
því á frest um óákveðinn tíma.
Þörf aukinnar
frœðslu
Dr. f. M. Simmonds, einn af
sérfræðingum landbúnaðarráðu-
neytisins í Ottawa varðandi
plöntusjúkdóma og útrýming
þeirra, er þeirrar skoðunar, að
langt of lítið hafi fram að þessu
verið að því gert, að fræða bú-
endur landsins í þessum efnum
þaannig, að þeir gæti viðhaft sem
allra víðtækastar varúðarráð-
stafanir gegn útbreiðslu sjúk-
dóma í plöntum; telur hann
brýna nauðsyn bera til, að komið
sé á fót víðtækum og tíðum náms
skeiðum í þessu augnamiði.
Séra Halldór E. Johnson
Skrifari Þjóðræknisfélagsins
Skipaður í
kornsöluráð
John Vallance fyrrum sam-
bandsþingmaður fyrir South
Battleford kjördæmið í Saskatc-
hewan, sem nú hefir verið lagt
niður, hefir verið skipaður í korn
söluráðið canadiska; hann byrj-
aði búskap á 160 ekrum í nám-
unda við North Battleford 1907
og kom þar smátt og smátt upp
1,500 ekra stórbýli, er sonur
hans nú veitir forustu. Mr.
Vallance er einn af kunnustu
bændum Sléttufylkjanna og er
orðlagður fyrir nákvæmni sína
og glöggan skilning á kornrækt-
inni; hefir hann árum saman
barist fyrir því utanþings sem
innan, að afla canadiskum bún-
aðarafurðum sem allra hag-
kvæmilegastra markaðsskilyrða.
Skipun Mr. Vallance í áminsta
ábyrgðarstöðu hefir mælst hvar-
vetna vel fyrir, og þá ekki hvað
sízt vestanlands, þar sem hann
er kunnugastur, og störf hans af
eðlilegum ástæðum mest metin.
Skoðanakönnun
Mr. Chris. Halldórsson, fylkis-
þingmaður í Manitoba fyrir St.
George kjördæmið, tók sér það
fyrir hendur ekki alls fyrir
löngu, að síma tíu mönnum af
mismunandi stéttum hér í borg-
inni með það fyrir augum, að
fræðast að nokkru um þekkingu
þeirra og áhuga á stjórnmálum,
en grfeip víðast óþægilega í tómt;
vafalaust áttu flestir eða allir
þessara manna annríkt við dag-
leg skyldustörf, enda sýndist,
stjórnmálaþekking þeirra næsta
bágborin; þeir vissu lítið sem
ekkert um þingmenn sína, og
einn hélt að Ralph Maybank,
sambandsþingmaður fyrir Mið-
Winnipeg kjördæmið hið syðra,
væri einn af þingmönnum Winni
pegborgar í fylkisþinginu.
Ottawa ber
ábyrgðina
Heilbrigðismálaráðherra fylk-
isstjórnarinnar í Manitoba, Ivan
Schujtz, hélt því fram í kröft-
ugri þingræðu á miðvikudaginn
í vikunni, sem leið, að stjórnin í
Ottawa bæri, eða ætti að bera,
fulla ábyrgð á greiðslu lífeyris
gamalmennum til handa, jafn-
framt því sem slíkur lífeyrir
þyrfti að vera sanngjarnlega
hækkaður og eignakönnun af-
numin.
Tala um ofgróða
Tveir stjórnarþingmenn í
Saskatchewan, þeir W. J. Boyle
og I. C. Nollet, sem jafnframt er
landbúnaðarráðherra, héldu því
fram í þinginu á miðvikudaginn
í fyrri viku, að slátrunar- og nið-
ursuðufélögin í landinu, hefðu
starfrækt fyrirtæki sín á árinu,
sem leið við langt of miklum
hagnaði og áfeldust sambands-
stjórn fyrir að hafa látið slíkt
sleifaralag viðgangast.
Greið innheimta
veðskulda
Samkvæmt ný útkominni
skýrslu innheimti búnaðarmála
lánsstofnun fylkisstjórnarinnar
í Manitoba, $936,725 í veðlánum
bújarða á síðastliðnu fjárhags-
ári, að því er ráðherra héraðs-
málefna, William Morton, sagð-
ist nýlega frá í fylkisþinginu; —
hefir innheimta þfessarar tegund-
ar, auðsjáanlega gengið greiðar
en nokkru sinni fyr.
Fer fram á rannsókn
John A. McDowell fylkisþing-
maður í Manitoba fyrir Iber-
ville kjördæmið, hefir borið
fram tillögu til þingsályktunar,
sem fram á það fer, að skipuð
verði þingnefnd til þess að íhuga
verðlag, er bændur nú fái fyrir
afurðir sínar, er í flestum tilfell-
um sýnist vera langt of lágt og
mikið neðan við algengt verð á
heimsmarkaðinum.
TVÖ LJÓÐ
Stjörnuhrap
Stjörnur hrapa — hrökkva neistar
hratt af afli sólnageima;
leifturbjartar logaelfur
loftsins heiða vegu streyma,
út í bládjúp himinheima.
Hjartað brestur — hnígur maður
sem hrapi stjarna á vetrarkveldi.
Blik í ljóssins víða veldi
vor er ævidagur hraður, —
geislabrot af guðdómseldi.
Haustraddir
í laufalli, liljum bleikum,
les ég sumarsins dóm,
og svalvindur sorgarljóðin
syngur grátþrungum róm.
í hjarta mér hrekkur strengur,
er hauðrið jarðar sín blóm.
EJn halli ég hlust að moldu,
hljómþýtt ómar mér lag,
í hjartslætti fræja, er foldin
faðmar ásthlýjum brag,
sem dreymandi vita, að vorið
þau vekur einn fagran dag.
Eimreiðin
Klofningur gefinn
í skyn
Mr. G. S. Thorvaldson, einn af
þingmönnu^a Winnipegborgar í
fylkisþinginu, er óánægður með
afstöðu fylkisstjórnarinnar til
bæja- og sveitarstjórna varðandi
fjármálin og telur þessa aðila
vera ískyggilega hafða útundan.
Mr. Thorvaldson komst í þing-
ræðu meðal annars þannig að
orði:
“Nema því aðeins, að ráðstaf-
anir verði gerðar til að veita
Winnipeg og útjaðra-bæjunum
viðunanlegri fjárhagslegar að-
stæður en nú gengst við, er full
ástæða fyrir mig og flokksbræð-
ur mína, að endurmeta afstöðu
okkar til stjórnarinnar”.
Mr. Thorvaldson telst til í-
haldsflokksins, en sá flokkur
hefir, eins og vitað er, fylgt sam-
steypustjórn Mr. Garsons að
málum. Var Mr. Thorvaldson
einkum sár yfir því hve benzín-
skattinum væri ranglátlega út-
hlutað.
Álíka og
sumaraflinn 1 944
Um s.l. áramót höfðu síldar-
verksmiðjurnar víðsvegar vum
landið samtals tekið á móti
2.016.383 hektólítrum af síld.
Fiskifélag íslands lét blaðinu
þessar upplýsingar í té í gær. —
Það skal þó tekið fram, að þetta
er ekki endanleg tala um síld-
veiðina á s.l. ári, þar sem um
áramót voru á landi hér í Reykja
vík 90—100 þúsund mál síldar,
auk þess allmörg flutningaskip
með síld á leið til Siglufjarðar
eða biðu þar eftir afgreiðslu og
loks lágu allmörg veiðiskip hér
í Reykjavík með síldarfarm. —
Ekki er hægt að þessu sinni að
skýra frá því, hve mikið magn
hér er um að ræða, en að líkind-
um mun það vera 250—350 þús.
hektólítrar, svo að heildarsíldar-
aflinn á árinu, verður 2,2—2,3
millj. hektólítra.
Vísir, 15. jan.
Fárviðri
Vetrarvertíð á hinum ýmsu
veiðivötnum í Ivlanitoba, er nú
að verða lokið; veiði hefir reynst
næsta misjöfn, en hátt verðlag
bætt úr skák.
Óvenjulegir hríðarbyljir hafa
hafa geisað í Albertafylkinu
undanfarið svo a ðslíks munu fá
dæmi; hafa samgöngur víða tor-
veldast eða jafnvel alveg tepts.
HINIR NÝKJÖRNU HEIÐURSFÉLAGAR ÞJÓÐRÆKNIS-
FÉLAGSINS
Dr. Thorvaldur Thorvaldsson
Dr. Árni Helgason
Mjólk flutt á tank-
bílum frá Borgarnesi
Mjólkursamlag Borgfirðinga
hefir nú fest kaup á tveimur nýj-
um tankbílum til mjólkurflutn-
inga.
Er annar þessara bíla þegar
kominn í notkun og fór fyrstu
ferð sína hingað til Reykjavíkur
s.l. laugardag.
Eiga báðir tankbílarnir að
vera í daglegum ferðum frá
Borgarnesi til Reykjavíkur, á
meðan ástæður þykja til að
flytja mjólk úr Borgarfirði og
hingað suður.
Bílarnir flytja samtals yfir
700 lítra mjólkur. Er að þessu
ekki einasta mikil þægindi, held-
ur fara þessir flutningar miklu
betur með mjólkina.
Vísir, 18. jan.
25.000 ára gamalt þorp
finnst í Tékkóslóvakíu
Prag — UP — Steinaldarþorp,
sem talið er vera 25.000 ára gam-
alt hefir fundist í Tékkósló-
vakíu.
Er það skammt frá Kladno,
sem er mikil kolanámu- og iðn-
aðarmiðstöð norður af Prag. —
Hefir fornfræðingum tekizt að
grafa upp margvísleg steinaldar-
verkfæri á þessum stað, en fund-
urinn er hinn merkilegasti í
Tékkóslóvakíu.
Vísir, 15. jan.
Fundur um
Palestínu
Bretar, Rússar, Bandaríkja-
menn og Frakkar, hafa komið sér
saman um að eiga með sér fund
varðandi lausn Palestínumálsins,
sem nú er komið í slíkt öng-
þveiti, að viturlegar og áhrifa-
ríkar ráðstafanir þola eigi leng-
ur bið; landið svo að segja logar
í báli og blóðsúthellingum.
Stefán Hansen
Mr. Hansen, sem útskrifaður
er frá Manitoba háskólanum með
stærðfræði að sérgrein, hefir
verið skipaður “Group Actuary”
hjá Great West lífsábyrgðarfé-
laginu í þessari borg.