Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1948
Erindi flutt á íslendingamóti
Frón í Winnipeg, 2L'
>jóðrœknisdeildarinnar
. febrúar 1 948
EftirÁRNA HELGASON ræðismann
Inngangur:
Síðan ég var síðast fyrir fjór-
um árum, á Þjóðræknisfélags-
þinginu 1944, hefi ég þrisvar
heimsótt ísland. Endurminning-
arnar frá öllum þessum ferðum
eru ánægjulegar og fagrar, ekki
hvað sízt ferðin sem ég fór haust
ið 1945. Það var fyrsta ferðin eft-
ir stríðið og fyrsta vetrarheim-
sókn mín. Þá var ég allan des-
ember mánuð á Islandi og hélt
jól með móður minni í Hafnar-
firði, eftir 34 ára burtveru.
Viðstaðan var stutt í fyrra vet-
ur, þegar kollega minn, Grettir
ræðismaður, ég og nokkrir aðrir
áttum því láni að fagna að vera
með á fyrstu áætlunar ílugferð-
inni til íslands. Eg dvaldi aðeins
eina viku heima, en veðrið var
bjart og fagurt þá dagana og
gestrisnin óviðjafnanleg að
vanda.
Konan mín og tvær frænkur
hennar fóru með mér til Islands
í sumar. Það var slæm tíð á Suð
urlandi, stöðugar rigningar frá
því í júní til byrjunar september
mánaðar. Aftur á móti var blíð-
viðri á Norðurlandi, en þar vor-
um við aðeins vikur tvær af sjö
sem við dvöldum á íslandi. Eg
er Sunnlendingur en konan frá
Norður-Dakota. Önnur ungu
stúlknanna, fósturdóttir okkar
varð eftir í Reykjavík. Hún er
hjúkrunarkona, vinnur á Lands-
spítalanum og virðist una sér
vel.
Því miður leyfir tíminn ekki
að ég minnist á hve ástúðlega
hefir.æfinlega verið tekið á móti
mér og mínum á íslandi. En í
endurskyni minninganna um
gestrisni og auðsýnda vinsemd
verður skammdegið bjart og ill-
veðursdagar gleymast.
Myndirnar sem ég sýni í þetta
sinn voru teknar á tveimur síð-
ustu ferðunum, í marz 1 fyrra og
á síðast liðnu sumri. Þær eru
fremur stuttar og það tekur
ekki langan tíma að sýna þær.
Svo ætlast er til að ég segi eitt-
hvað um Island, segi fréttir á
undan.
Út- og inziflutningur:
Mikið er talað um verðbólg-
una og dýrtíðina, skömtunina
sem er á nauðsynja vörum og
pólitískt ósamkomulag á íslandi.
Þar við bættist illt veðurfar á
Suðurlandi í sumar og Heklugos
í fyrra. Samt virðist mér að af-
koma manna og þjóðfélagsins sé
góð og velmegun er líklega
meiri nú en hún nokkurn tíma
hefir áður verið.
Hitt er annað mál að mörgum
finst að betur hefði mátt á hlut-
unum halda en raun hefir á orð-
ið og að efnahagur þjóðarinnar
gæti verið mun betri ef flokka-
drátts og stétta pólitík hefði gætt
minna.
Utanlands verslun og viðskifti
er stór þáttur í lífi íslendinga
Þeir verða að sækja mikið af lífs
nauðsynjum til útlanda og flytja
út afurðir í stórum stíl. Úr inn-
flutningsskýrslunum má greina
að miklu leyti velmegun þjóðar-
innar.
í lok ófriðarins áttu Islending-
ar hátt á sjötta hundrað milljón
krónur í erlendum bönkum. Með
núverandi gengi samsvarar þetta
nær níutíu milljón dollurum,
eða meira en tvö þúsund dollara
að jafnaði á hvert heimili í land-
inu. Síðast liðin tvö ár, 1946 og
1947, var flutt út fyrir hér um bil
þrjú hundruð milljón krónur
hvort árið, fjórum sinnum meira
en út var flutt árið 1939. Aftur
á móti hefir svo mikið verið flutt
inn af vörum síðan í lok ófriðar-
ins að erlenda banka innstæðan
er nú þrotin. Á síðast liðnu sumri
varð þurð á erlendum gjaldeyri,
innflutnings- og gjaldeyrisleyfi
voru því takmörkuð og almenn
skömtun innleidd.
Erlenda banka innstæðan er
þrotin en hún hefir ekki farið
öll í eyðslu. Miklu fé hefir verið
varið í nýsköpunina og til ann-
ara varanlegra framkvæmda. —
Menn eru yfirleitt ánægðir með
og samála um nýsköpunina, þá
ákvörðun sem þing og stjórn tók
í lok stríðsins, að leggja til hlið-
ar þrjú hundruð milljón krónur
af erlendu innstæðunni og að
verja þeirri upphæð í erlendum
gjaldeyrir til kaupa á fram
leiðslu- og samgöngutækjum. En
skoðanir munu vera skiftar um
hitt, hvort það var vel ráðið að
ráðstafa allri upphæðinni og
panta öll tækin þá undir eins.
Sjávarútvegurinn er aðal at-
vinnuvegurinn og framleiðir
meira en níu tíundu hluta út-
flutningsins. Meiri partur ný-
byggingasjóðsins var því varið
til skipakaupa. Þrjátíu togarar
af nýjustu gerð voru pantaðir
frá Englandi, fimmtíu til sextíu
stórir mótor-bátar frá Svíþjóð
og fimmtíu mótor-bátar byggðir
á Islandi. Eimskipafélag íslands
hefir þrjú stór skip í smíðum í
Danmörku. Nokkuð af sjóðnum
fór í síldarverksmiðjur, hrað-
frystihús, hafnargerðir og fleira
viðvíkjandi sjávarútvegnum. —
Sjötti partur nýsköpunarinnar,
fimmtíu milljón krónur, var ætl
að landbúnaðinum.
Mörg þessara framleiðslu-
tækja, helmingur togaranna og
mikið af mótorbátunum er þeg-
ar komið til landsins. Þá hefir
líka mikið verið flutt inn af bún-
aðar áhöldum og vélum, þar á
meðal stórar Skurðgröfur og
önnur tæki til stórvirkra jarða-
bóta.
Með innflutning síðastliðinna
tveggja ára eru talin nýbygging-
ar framleiðslutækin sem komin
eru til landsins, enda var innflutn
ingurinn gífurlega mikill, sjö
sinnum meiri hvort árið en 1939.
Og geta má nærri þess að mikið
byggingarefni og efni til annara
varanlegra fyrirtækja var einnig
flutt inn þessi árin. Með öðrum
orðum, mikið hefir verið flutt til
landsins af öðru en neyzluvörum.
Verðbólgan og afurðasalan:
Hið mesta vandamál þjóðarinn
ar er verðbólgan. Við þennan vá-
gest hefir þing og stjórn glímt
síðan í byrjun stríðsins. — Samt
hefir dýrtíðin stöðugt aukist. —
Vísitalan, mælikvarði verðlags
lífsnauðsynja, var 328 stig í des-
ember í vetur miðað við 100 í
janúar 1939. Með öðrum orðum,
jafnaðar verðlag á matvælum,
fatnaði, húsaleigu og svo fram-
vegis var meir en þrisvar sinn-
um hærra i haust heldur en það
var fyrir stríðið. Þó hefir milljón
um króna verið varið til niður-
greiðslu, eða uppbóta á landbún-
aðar afurðum til að halda verði
þeirra niðri.
í desember í vetur lagði stjórn
in frumvarp fyrir Alþing, sem
síðar var samþykt, um dýrtíðar-
ráðstafanir, og að festa vísitöl-
una við 300 stig. Eftir því má frá
fyrsta janúar 1948 ekki miða
verðlag eða uppbót á launum og
kaupgjaldi við hærri vísitölu. —
Ráðstafanir skulu einnig gerðar
til þess að færa niður verð á
vörum, verðmæti og þjónustu í
samræmi við lækkun vísitöl-
unnar.
Áhrifa verðbólgunnar gætir á
öllum sviðum þjóðfélagsins, það
er ekki einungis a ðverð er hátt
á því sem keypt er heldur hefir
dýrtíðin einnig áhrif á fram-
leiðslukostnaðinn. Við vísitöluna
er bundið alt kaupgjald. — Kaup
verkamannsins og laun embættis
mannsins er miðuð við grunn-
kaup, sem jafnað er að fullu í
hlutfalli við vísitöluna. Og grunn
kaup hefir einnig hækkað svo
það er nú nær tvöfalt við það
sem það var fyrir stríðið.
Þrátt fyrir þetta háa kaup var
stofnað til verkfalls í Reykjavík
í fyrra vor. Ástæðan var látin
heita sú að tollhækkun sem Al-
þingi hafði samþykt mundi
hækka vöruverð umfram
greiðslu jöfnun á kaupi. — Toll-
hækkunin var talin nauðsynleg
til að mæta hallanum á fjárlög-
unum, og fyrir greiðslur til þess
að halda dýrtíðinni niðri, en út-
gjöld ríkissjóðsins hafa hækkað
mest af öllu. Árið 1946 voru þau
tífalt hærri en 1939.
Verkfallið stóð í 25 daga og
endaði með hækkun á kaupi sem
samsvaraði um það bil fimm pró-
sentum.
Eg sendi bíl með skipi mánuði
á undan okkur. Þegar við kom-
um til Reykjavíkur varð ég þess
brátt var að bíllinn mundi enn
þá vera í einu af skipunum sem
biðu uppskipunar á höfninni. En
nú var verið að skipa upp, því
samkomulag hafði komist á
nokkrum dögum áður, og bíllinn
kom í land innan tveggja daga.
Snorri Sturluson, í þeirri
mynd sem hann nú stendur í að
Reykholti, var neitað um land-
göngu. Vegna verkfallsins var
neitað að skipa upp úr Norska
skipinu, sem kom með Snorra-
styttuna. Það hélt áætlun og
fór með Snorra aftur. Afhjúp-
unarathöfnin, sem síðar er minst
á, fór fram þann 20. júlí. Naum-
ur tími var fyrir hendi svo varð-
skipið Þór sótti styttuna til
Björgvinar.
Alvarlega hlið málsins eru ár-
hrifin sem hátt kaupgjald .og
vinnudeilur hafa á framleiðslu
kostnaðinn og afurðasöluna.
Eg efast um að nokkur flokkur
á Islandi öðrum fremur beri vel-
ferð verkamannsins fyrir brjósti.
Enginn telur eftir þetta háa
kaup, allir vilja að öðrum líði
vel og að hver maður beri sem
mest úr býtum. íslendingum er
það áhugamál að velmegun al-
þýðu, haldist, sem stórum hefir
batnað á undanförnum árum.
En flestum er ljóst að þetta get-
ur því aðeins orðið að framleiðsl
an sé samkeppnisfær.
í fyrravetur töldu báta útgerð-
armenn vonlaust að aflinn seld-
ist fyrir verð sem svaraði kostn-
aði. Alþingi samþykkti þá að
ríkissjóður ábyrgist smábáta út-
veginum, hraðfrystihúsunum og
saltfisk útflytjendum lágmarks-
verð fyrir afurðir þeira. Dýrtíð-
arlögin nýju, sem minst var á áð-
ur, gera ráð fyrir samskonar
ríkisábyrgð í framtíðinni.
Mér skilst að togarafiskurinn,
sem er stærsti partur útflutnings
ins, sé fluttur út án ríkisábyrgð-
ar. Hann er seldur nýr að mestu
leyti. Togaramir flytja afla sinn
beint af miðunum á markaði í
Englandi. Nýlega var gerður
samningur um sölu á 70000 tonn-
um af nýjum fiski þetta ár, til
hernámssvæða Bretlands og
Bandaríkjanna á Þýzkalandi.
Sala á hraðfrysta fiskinum og
saltfiskinum gekk stirt fyrri part
ársins í fyrra, og verðið sem
fékkst var lægra en framleiðslu
kostnaðurinn og ríkisábyrgðin.
Allar birgðirnar seldust þó fyrir
áramót í vetur og verðið mun
hafa batnað þegar fram á haust-
ið kom. Rikissjóður mun samt
sem áður hafa borgað með út-
flutningi þessara afurða, utan
þess hluta sem fylgdi síldarlýs-
inu.
Það er tvennt sem veldur örð-
ugleikum á afurðasölu Islands.
Framleiðslukostnaðurinn er hár,
miklu hærri en til dæmis í Nor-
egi, sem er aðalkeppinauturinn.
Svo eru gjaldeyrisvandræði
heimsins, vegna þeirra er ókleift
að skifta við þjóðir sem gjarnan
vildu kaupa. ísland framleiðir
mat og mikið af heiminum svelt
ur, það er því líklegt að víða væri
íslenzkur fiskur þeginn.
Síld og síldarafurðir, sérstak-
lega þó síldarlýsið, er eftirsótt
vara. Verð á lýsinu hefir hækkað
stöðugt. Útflutningur þess 1947
var með 50 prósent hærra verði
en 1946. í fyrra vor sömdu Eng-
lendingar og Rússar um kaup á
framleiðslu ársins. Hver þeirra
fékk 40 prósent, þó með þeim
skilyrðum að tvö tonn af hrað-
frystum fiski fylgdi hverjum
þremur tonnum af síldarlýsi.
Því miður brást síldarvertíð-
in að nokkru leyti í sumar. Afl-
inn var lítill þegar tillit er tekið
til skipafjöldans sem veiðar
stunduðu. Þjóðin hafði gert sér
miklar vonir um, já, bjóst við
mikilli síldarveiði. Bátaflotinn,
sem í lok verkfallsins var tilbú-
ihn að fara í síldarverin, var
stærri en hann hafði nokkurn
tíma áður verið. En þrátt fyrir
vonbrygðin mun síldarafli sum-
arsins hafa fært nær 100 miljónir
króna af erlendum gjaldeyrir í
þjóðarbúið.
Þegar útséð var um að síldar
aflinn yrði nægilegur til að mæta
gjaldeyrisþörfunum, var innflutn
ingur og notkun erlends gjald-
eyris takmarkað og skömmtun
á vörum hafin. Skömmtunin er
víðtæk og nær yfir allar eða
flest-allar vörur, en hún mun
vera nægilega rýmileg til að
mæta þörfum manna.
Þegar kom fram á haustið
seldust allar fiskibirgðirnar,
markaður fyrir nýjan fisk opnað
ist á Þýzkalandi og þar við bætt-
ist þetta óvænta happ, síldar-
gangan í Hvalfjörð. Það má
heita að síldinni hafi verið mok-
að upp síðan í nóvember. — Að
flytja verður aflann norður í
land í verksmiðjurnar hefir taf-
ið veiðarnar, þó mun veiðin vera
orðin meiri en allur síldarafli síð
astliðins sumars
Landbúnaður:
Það sem sagt hefir verið um
framleiðslukostnað sjávarútvegs
ins má heimfæra upp á fram-
leiðslu á öðrum sviðum og allar
framkvæmdir í landinu erú háð-
ar dýrtíðinni. Sveitirnar eru fá-
mennar og fáir bændur geta
haldið vinnufólk.
Fólkinu í sveitunum hefir stöð
ugt fækkað, þó fannst mér eltir
tektarvert hvað heyskapur virt-
ist mikill í sveitunum sem við
fórum um. Einhversstaðar sá ég
þess getið að fólkinu í sveitum
landsins hefði fækkað um 10000
á síðasta aldarfjórðungi en að
það nú framfleytti nærri helm-
ingi fleiri kúm, sem gæfu nær
þrisvar sinnum meiri mjólk. Þó
þetta sé líklega dálítið ýkt, kúm
mun hafa fjölgað um liðlega tvo
þriðju á síðastliðnum 25 árum,
bendir þetta á stórkostlega
framför í vinnubrögðum.
Stórir mýrarflákar hafa verið
ræsaðir fram með stórvirkum
skurðgröfum og dráttarvélum. —
Eftir að landið þornar er það
plægt og herfað og síðan sáð í
það grasfræi. Með hæfilegum á-
burði, sem ennþá er innfluttur,
er grasvöxturinn afar mikill. —
Heyskapur er mestallur með vél-
um og það er næstum ótrúlegt
hve miklu einyrkinn fær afkast-
að undir þessum kringumstæð-
um. Taðan hefir meira en tvö-
faldast á síðustu tuttugu árunu,
Velmegun bóndans birtist í
mikilli ræktun og myndarlegum.
byggingum sem risið hafa í stað
torfbæjanna gömlu.
Örðugust viðfangs er veðrátt-
an. Síðastliðið sumar var sér-
staklega erfið tíð á Suðurlandi,
mesta óþurka sumar í manna-
minnum. Heyið hraktist og hirt-
ist yfirleitt illa. En jafnvel á
þessu sviði eru leiðir að finnast
til að yfirstíga örðukleikana. Það
er líklegt að margar aðferðir séu
til að þurka í* húsum. Súgþurk-
un hefir verið notuð á nokkrum
stöðum á íslandi, að minnsta
kosti í þrjú ár, og gefist vel. Eg
sá þessa aðferð í rekstri á Hól-
um í Hjaltadal, hjá forseta Is-
lands á Bessastöðum og að Gunn-
arsholti á Rangárvöllum. Heyið
er þurrkað nokkuð áður en það
er látið inn í hlöðuna og síðan
lofti blásið undir og upp í gegn-
um það. Vegna óþurrkanna í sum
ar mun heyið hafa verið hirt
mjög blautt þar sem þessi hey-
þurkunar aðferð er notuð. Bóndi,
sem súgþurkað hefir hey sitt í
þrjú ár, segist hafa hirt heyið
hálf blautt í sumar og látið hitna
talsvert í því áður en blásturlnn
var settur í gang. Hann segist
aldrei hafa gefið betra hey um
sína daga. Það mun almenn
reynsla að súgþurkað hey er á-
gætis fóður og jafnvel betra en
vel hirt, sólþurkað hey.
Byggingar-og Reykjavík:
Byggingaframkvæmdir hafa
verið geysi miklar í mörg ár. I
haust voru yfir 200 opinberar
byggingaframkvæmdir í smíð-
um eða ráðgerðár að einhverju
leyti, þar af 30 barnaskólar. —
Meira en 1800 íbúðarhús voru
einnig í smíðum, með yfir 3000
íbúðum, og þar að auki mikið af
verzlunar- og öðrum bygging-
um.
Þessar stórkostlegu byggíngar-
framkvæmdir hafa sett svip sinn
á landið, en mest ber þó, á hvað
Reykjavík hefir vaxið. Hún hef-
ir nú yfir 50000 íbúa. I fyrra voru
þar yfir 800 íbúðarhús, með um
1800 íbúðum 1 smíðum og und-
irbúningi. Stór hverfi hafa risið
upp og bærinn þanist út í allar
áttir. Þessi mikli og öri vöxtur
hefir ofþyngt vatnsveitunni, hita
veitunni og Sogs-virkjuninni. —
Heita vatnið frá Reykjum í Mos-
fellssveit nægir ekki til áð hita
bæinn. Það verður að takmarka
notkun vatnsins til hitunar þeg
ar kalt er, og þó eru hverfi sem
hitaveitan nær ekki til og njóta
ekki þeirra þæginda. Sama gild-
ir um rafurmagnið, álagið er svo
mikið, einkum á þeim tímum
dags þegar matreiðsla er mest,
að spennan fellur lægra en við-
unanlegt er.
En verið er að vinna að bótum
á þessu. Vatnsveitan frá Gvend
arbrunnum var stækkuð í fyrra,
það er verið að bora eftir meiru
heitu vatni, gufu-rafurmagns-
stöð er um það bil að komast í
rekstur og undir búningur fyrir
virkjun neðri Sogs-fossanna þeg-
ar hafinn.
Raf- og hitaveilur:
Notkun vatnsaflsins og jarð-
hitans er stöðugt að aukast;
hvorttveggja hefir mikil áhrif á
afkomuna, minkar innflutning,
veitir ódýrari orku og eykur
þrifnað og þægindi.
Rafurmagn er framleitt ein-
göngu með vatnsefli. Nær helm-
ingur landsmanna nýtur nú raf-
urmagns frá Sogsvirkjuninni. —
Þaðan fær Reykéjavík, Hafnar-
fjörður, Keflavík, Grindavík,
Eyrarbakki og Seltún rafur-
magn, og leiðslur eru komnar
alla leið austur að Rangá. En eins
og fyrr er sagt, álagið er meira
en Ljósafoss framleiðir. Þó er
stöðin full virkjuð og stórri véla
samstæðu var bætt við fyrir
þremur eða fjórum árum. Nú er
ráðgert að virkja neðri Sogs-
fossana, Kistu og Ýrufoss, sam-
an. Þeir eru aðeins steinsnar
fyrir neðan Ljósafoss og orka
þeirra nær helmingi meiri.
Akuréyri og Húsavík fá rafur-
magn frá Laxár-fossunum í
Þingeyjarsýslu. Virkjun Anda-
kýlsár var lokið í sumar. Þaðan
fá Akranes, Borgarnes og sveit-
imar í kring rafurmagn. Virkj-
anir eru einnig á Vestfjörðum
og Austurlandi, en þar er ég aló-
kunnugur. I viðbót eru einka-
raf-stöðvar á mörgum sveita-
heimilum.
Notkun rafurmagns eykst ótrú
lega ört, og rafurmagns áhöld
eru svo að segja á hverju heim-
ili. Raftækja-verksmiðjan í Hafn
arfirði var tíu ára í haust og
hafði þá framleitt um 9000 raf-
eldavélar og mörg önnur raf-
áhöld, og mikið af þess háttar
tækjum hefir einnig verið flutt
inn frá útlöndum.
Mikill áhugi er fyrir notkun
jarðhitans. Hitaveita Reykjavík-
ur er eitt stærsta og vinsælasta
fyrirtæki í landinu. Eg hefi heyrt
konu í Reykjavík segja að ef hún
þyrfti að vera án annað hvort
rafurmagnsins eða hitaveitunn-
ar væri hún óvís um hvort hún
mundi kjósa. Það er því ekki að
'furða þótt þeim, sem ekki njóta
hitaveitunnar, sé áfram um að
hún nái til þeirra. Reykjavíkur
bær er að láta bora að Reykja-
hlíð í Mosfellsdal, töluvert af
heitu vatni hefir þegar fengist
þar sem sjálfsagt verður bráð-
lega veitt í aðalleiðsluna.
Það er ekki aðeins heitt vatn,
heldur einnig jarðgufa sem nú
er verið að bora eftir og rann-
saka. Og gufa með talsverðum
þrýsting hefir fundist. I Krisu
vík, sem Hafnarfjarðarbær hefir
keypt, hafa verið boraðir brunn-
ar. Úr einni borholunni þar gýs
um átta tonn af gufu á klukku
stund.
I Hveragerði í Ölfusi sá ég einn
þessara gufu-brunna, og þar er
einnig smá gufu túrbínustöð, rek
in með jarðgufu. I einni slíkri
borholu, sem boruð var í haust
nálægt Reykjakoti í Ölfusi,
mældist hitinn vera 215 stig —
415 stig Farenheit — þegar holan
var nær 700 feta djúp. Þetta
hitastig samsvarar 290 punda
gufuþrýsting á ferþumlung, enda
gaus brunnurinn skömmu seinna
yfir 200 feta háu gosi.
Manntal og heilsufar:
Heilsufar er gott og Islending-
ar eru langlífir. Dauða hlutföll
in eru lág á íslandi, um 10 af 1000
íbúum, og komst niður í 9.4 árið
1944. Fæðingar hlutföllin eru aft
ur á móti mjög há. Fólksfjölgun-
in er því tiltölulega mikil, um
eða yfir 2000 á ári. íbúatala
landsins mun nú vera um 135
þúsund, hefir nær því tvöfaldast
á síðastliðnum sextíu árum. 1890
þegar vesturferðir hættu, voru
70000 íbúar á íslandi, síðan hefir
fólksfjölgunin verið ör og jöfn.
Hj álparstar f sezni
ísland er nú þátttakandi í flest
um alheims fundum og ráðstefn-
um og í fyrra sat erindisreki þess
sextán þjóða ráðstefnuna í París
um endurreisn Evrópu. — The
Marshall Plan. —
Eg heyrði aldrei minst á það
að ísland hefði farið fram á styrk
eða aðstoð í þessu sambandi. Og
Bjarni Benediktsson, utanríkis-
og dómsmálaráðherra, sagði í
ræðu á Alþingi í haust, að Island
hefði ekki beðið um fjárhagslega
aðstoð í sambandi við Marshall-
áætlunina. Hann sagði meðal
annars: “ísland er hinsvegar ekki
í hópi þeirra þjóða sem beðið
hafa um slíka aðstoð, og við
skulum vona að við berum gæfu
til að haga svo málum okkar, að
við þurfum ekki á henni að
halda”.
Mér finnst að þessi orð ráðherr
ans bergmáli í hjörtum allra
sem Islandi unna. Síðan hafa
kringumstæður á Islandi batn-
að, en blöð og útvarp í Bandaríkj
unurn hafa hermt að á Marshall-
áætluninni sé íslandi ætlað að-
stoð, sem nemur 38 milljón
dollurum.
Það er vonandi að hér sé
blandað málum og íslendingum
ekki ætluð hjálp, sem þeir ekki
hafa beðið um og geta komist af
án. Sé hér gert ráð fyrir gjald-
eyrir fyrir afurðasölu frá íslandi
til landa, sem hjálpar þurfa eru,
er líklegt að framlagið verði
reiknað sem tillag til þeirra.
Það er ánægjulegt að ísland er
fært um að taka þátt í endur-
reisna, starfseminni og að þjóð-
in, fyrir Guðs náð, er efnalega
sjálfstæð. Eg er þeirrar skoðunar
að málefninu mundi aukast fylgi
og íslenzku þjóðinni traust og
vinsemd í Bandaríkjunum, ef
almenningi þar væri kunnugt um
að íslendingar ætluðust ekki til
hjálpar í þessu sambandi.
íslendingar hafa borið gæfu til
að veita öðrum hjálp. Framlög
frá íslandi til nauðstaddra í öðr-
um löndum nam nær 24 milljón
krónum frá byrjun ófriðarins til
maí 1947. Nokkru fyrir jól í vet-
ur var þýzkur togari tekinn fyrir
landhelgisbrot. I stað þess að
iJ