Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1948næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGíNN 4. MARZ, 1948 7 Skýrsla umboðsmann Þjóðrœknisfélagsins Á miðri myndinni eru þau Guðmundur og frú Ingibjörg Jameson, og næst föður sínum er ungfrú Ellen Jameson, söngkonan; næst henni er Mrs. E. M. — Rose Jameson — Funk, sonur hennar, og næst er Dr. Funk. Tvær dætur þeirra á bak við afa og ömmu. En næst frú Ingibjörgu er frú Ragn- heiður læknir Víglundsson frá Reykjavík. Get ég því miður ekki nafngreint aðra á myndinni, en í öftustu röð má sjá Skúla Bjarnason — fyrir framan veggmyndina, — og syni hans tvo, fyrir framan bókaskápinn —og svo frú Bjarnason. FERÐAPISTILL Herra forseti, kæru þingfulltrúar og gestir! Enn að nýju erum við mætt á þingi til þess að kynnast og njóta skemtunar, en um frarri allt til þess að ræðá sameiginlega áhuga mál og leggja einhvern skerf til þess ' að þau fái farsælan fram- gang. Þegar Þjóðræknisfélagið fyrir ári síðan gerði þá ákvörðun að skipa umboðsmann sem starfa •skyldi að íslenzkum menningar- málum meðal deildanna, þá var það vegna þess að framtíðarhorf- ur í þeim efnum voru allt annað en glæsilegar. Starfið var sem sé mjög að dofna, sumstaðar útkuln að, þrátt fyrir baráttu eldra fólksins. Af því ég álít að hver og einn eigi að ávaxta það pund sem hann hefir hlotið, með því að vinna ötullega að uppbygg- ingu sinnar samtíðar, þá fann ég það vera skyldu mína að verða við áskorun félagsins að takast þetta starf á hendur. Þetta gerði ég þó með hálfum huga. Þar sem enginn kunni neitt til starfsaðferða og engin for- dæmi voru fyrir hendi, var ómögulegt að skipuleggja starf- ið fyrirfram. Mitt fyrsta spör var því eðlilega það að afla mér skilnings á afstöðu fólks til ís- lenzkra menningarmála og getu þess til framkvæmda í þeim efn- um. Því miður var að finna í hverri byggð sem ég heimsótti, fremur lítinn hóp af eldra fólki starfandi að þjóðræknismálum, sem var í þann veginn að verða ráðþrota hvað gera mætti til þess að bjarga þessum málum við. — Yngra fólkið skildi fyrst í stað alls ekki hvað við var átt er ég talaði um gildi fræðslustarfs í ís- lenzkum bókmenntum. En nú eftir að hafa átt tal við fjölda yngra og miðaldra fólks, finn ég að mikið er hægt að gera til þess að eflá samtök meðal Vestur- Islendinga um áhugamál þeirra. Það er ekki hægt að neita því að starfsfólk yfirleitt, og kenn- arar sérstaklega, voru orðnir uPPgefnir og óáræðnir fyrir þá sök að þeim fannst svo lítill styrk ur koma utan að. Þess vegna er þetta fólk nú mjög þakklátt Þjóðræknisfélaginu fyrir þann stuðning sem umboðsmanni þess hefir auðnast að láta því í té. — ^að er erfitt að ímynda sér allar þær torfærur sem í veginum hafa verið. Það er ekki álitið neitt sældarbrauð að vera barna- kennari þó starfið sé allt útlagt fyrirfram, öll gögn lögð upp í hendurnar á kennurunum, og reglubundnir samfundir haldnir fteð öllum aðilum, til frekari at- hugunar og umbótar starfinu til handa. En árum saman hafa ís- tenzku kennararnir unnið ein- angraðir, við óskipulagt starf, með verkefni mjög af skornum skamti, en samúð og uppörfun aieðbræðranna lítil sem engin. ^að var því alls ekki að furða þó þeir, sem lengi hafa lagt fram krafta sfna, væru nú farnir að gugna og gefast upp. Eitt af því sem starfsfólk út um byggðirnar var mjög ákveðið í var, að taka ekki að sér íslenzku kenslu nema Því aðeins að ég væri fús til þess að útvega leskafla og annað efni tiJ afnotunar við skólana. Hefi ég því fyrir tilmæli kennaranna, íjölritað meira en 3000 eintök, leskafla, söngva, vísur og kvæði ^yrir skólana. Einnig eru notað- ar til lesturs lesbækurnar frá ís- landi. Eg hefi verið í stöðugu sambandi við starfsfólkið allt og skrifað á þessu tímabili, um 150 ^réf í sambandi við starfið. Eg get ekki nógsamlega þakk- að hina framúrskarandi alúð og kjálpfýsi sem starfsfólk deild- auna hefir auðsýnt mér, að ég nú ekki minnist á hina frábæru gestrisni og velvild sem ég hefi °rðið aðnjótandi. Viðkynning hn'n og samstarf við allt þetta á- gætisfólk hefir orðið mér per- sónulega til uppbyggingar og naálefnum Þjóðræknisfélagsins til eflingar. Og er það einmitt fyrir þetta dýrmæta samstarf að ofurlítið hefir áunnist í menning- aráttina. • Eg mun halda áfram að heim- sækja deildirnar, fram eftir vor- inu, eftir því sem þörf gerist. Eg hefi verið beðin að heimsækja deildiimar í Vancoúver, Selkirk og Brown, Manitoba, seinna i vor. — Vil ég nú skýra í fáum orðum hvað gert hefir verið fram að þessum tíma. Síðan í september s. 1. hefi ég heimsótt Gimli sex sinnum, Lundar þrisvar, Riverton fjórum sinnum en Arborg, Víðir, Glen- boro og Baldur einu sinni. — Á öllum þessum stöðum hefi ég haft fundi með embættismönn- um deildanna með deildunum í heild, með ísl. kennurunum, sem ég hefi svo að segja útvegað alla, því eitt af því sem virtist erfið- ast, var að fá kennara. Eg hefi flutt stutt erindi, haft samtals- fundi, og almennar umræður um áhugamál félagsins, haft marga fundi með kennurum og veitt þeim aðstoð við kennsluaðferð- ir, haft um hönd söngkennslu og sagt börnunum sögur um ísland. Eg hefi verið viðstödd við níu kennslutímabil'út í byggðunum, og sótt stöðugt laugardagaskól- ann í Winnipeg. Alls hefi ég haft 20 samtöl, erindi, o. s. frv. með starfsfólki og unglingum utan skólanna. Auk þess hefi ég heim- sótt 80 heimili í Winnipeg og út um byggðirnar. Séra P. M. Pétursson hefir góðfúslega sýnt íslenzka kvik- mynd í Riverton og Gimli, og höfðu bæði börn og fullorðnir mikla ánægju af því. Starfsfólk væri mjög þakklátt ef Þjóðrækn isfélagið tækist að útvega fleiri myndir frá íslandi. Sem árangur af þessari nýstár legu tilraun félagsins má nú telja allt að 400 manns, börn, unglinga og fullorðna, sem taka virkan þátt í íslenzkri menning- arstarfsemi. Fjórir ísl. skólar eru starfræktir, tveir barnasöng- flokkar og tvö fræðslufélög — study groups. — Þess utan hafa nokkur ungmenni hér — sem ekki geta sótt skólann — notið tilsagnar í íslenzku í heimahús- um, einu sinni í viku í vetur. — Leskaflar og annað íslenzkt efni hefir verið sent fjölda af fólki víðsvegar sem ekki hefir tæki- færi til þess að fá tilsögn í ís- lenzku en fýsir samt að læra hana. Kennarar, söngstjórar og með- spilarar skólanna eru 34 alls og eru þessir: Riverton: Mrs. F. V. Benedict- son, Mrs. O. Coghill, Miss K. Skúlason, Miss S. Brynjólfson, Miss Elma Johnson, Mrs. Anna H. Árnason, Lawrence Johnson og Miss Cuddy. Gimli: Mrs. J. Tergesen, Mrs. H. G. Sigurdson, Mrs. I. N. Bjamason, Mrs. Elin Einarson, Mrs. Th. Kardal, Mrs. Helga Johnson og Miss Miller. Lundar: Mrs. O. Thorgilson, Mrs. L. Sveinson, séra H. E. Johnson, Mrs. S. Hofteig, Miss Ásta Björnson, Miss Pauline Johnson og V. J. Guttormsson. Winnipeg: Mrs. E. P. Jónsson, Mrs. I.Ingaldson, Miss S. Eydal, Miss Brynjólfsson, Mrs. Hólm- fríður Danielson og Miss Corinne Day. Söngkennsluna í Baldur ann- ast, Árni Sveinsson, Miss Anna Sveinson og Mrs. Borga Magnús son; en í Glenboro, séra Eric H. Sigmar, Mrs. Maria Sigmar og G. J. Oleson. Af bréfaviðskiptum við deild- ina, “Báran”, að Mountain, N. D. er mér kunnugt um að íslenzku- kennsla er starfrækt þar með góðum árangri, og mun skýrsla deildarinnar eflaust gera fulla grein fyrir þeirri starfsemi. Fræðslufélögin samanstanda af ungu og miðaldra fólki sem tilheyrir annari og þriðju kyn- slóð Vestur-Islendinga. Fæst af því hafði áður gefið sig að ísl. fræðum, en sýnist nú þegar hafa mikla ánægju af samfundunum og þeirri uppbyggingu sem þar fæst. Eg vil sérstaklega geta um félagið í Riverton sem telur 18 meðlimi og mætir hálfsmánaðar lega. Er starfið var skipulagt var kjörin leiðsögumaður fyrir hvern fund. Á hverjum fundi er tekin fyrir kafli úr bókinni, Icland’s Thousand Years, og eiga allir meðlimir bókina og kynna sér efnið fyrirfram. Fundarstjóri sér um að útvega íslenzkt lesmál, sem á við verkefni fundarins og stýrir einnig umræðum. Þannig hafa í vetur verið lesnir kaflar úr Íslendingasögunum, úr Völu- spá og Hávamálum. Þetta er starfsaðferð sem gjarnan mætti gefa gaum; og takist að útbreiða hana þá er ís- lenzkunni hér ekki eins mikil hætta búin. í Winnipeg eru ótelj andi fræðslufélög, t. d. meðal af- komanda Skota, Ira og Englend- inga, sem eru starfrækt til þess að gefa fólki tækifæri að koma saman i smá hópum og kynna sér verk frægustu rithöfunda og skálda þjóðarinnar. Það er því réttmætt að Islendingar haldi við þesskonar fræðslustarfsemi sín á milli og gefi sig að bókmennt- um sinnar þjóðar sem sígildar eru, og dáðar af menntafrömuð- um heimsins. Slík starfsemi er ekki einungis til. uppbyggingar og skemmtunar fyrir þá sem taka þátt í henni, því allt sem eflir andlegan þroska einstakls- ingsins hefir bætandi áhrif á um- hverfið í heild, og þess er ætíð þörf og ekki síst nú á tímum. Við vonum öll að hin fagra hugsjón um að stofna kennara- stól í ísl. fræðum við Manitoba háskólann megi rætast. — Samt mun sú kennsla sem þar fer fram ekki ná til fjöldans. Þjóð- ræknisfélagið hefir því skilið að til viðhalds íslenzkrar tungu og bókmennta meðal almennings hér Vestan hafs, þarf annað og meira átak. Enda hefði það ekki færst í fang umsvifamikið og kostnaðarsamt fyrirtæki ef ekki væri álitið að með því væri stig- ið mikilvægt spor í rétta átt. Góðir og gamlir þjóðræknis- vinir hafa sagt við mig oftar en einu sinni í vetur: “Það tekur kraftaverk að bjarga við okkar ísl. menningu hér vestra, eins og nú er komið”. Þetta mun vera nær sanni. Og á Þjóðræknisfélag- ið þakklæti skilið fyrir að gera þessa tilraun til þess að fremja kraftaverk. Einstaklingsátakið virðist oft léttvægt, og fæst okkar erum fær um 1000 dollara þjóðrækni, enda ekki hægt að miða menn- ingarstarf óeigingjarnra sjálf- boðaliða við dollara. Og gleym- um því ekki að andlegur þroski mannkynsins — það sem hann er þó á veg kominn — á mikið að þakka fórnfúsum sjálfboðalið- um sem öld fram af öld hafa lagt fram krafta sína góðum málefn- um til eflingar. Ef hægt væri, meðal okkar Vestur íslendinga, að sameina starfskrafta allra þeirra einstaklinga sem hafa trú á gildi íslenzkrar menningar viðleitni, þá mætti ef til vill vinna kraftaverk! Þó starf mitt í þágu menningar mála Þjóðræknisfélagsins hafi útheimt mikið þreé og valdið mér all-mikillrar áhyggju, þá hefir mér samt sem áður verið veruleg ánægja að samstarfinu við allt það fólk sem ann þess- um málum og óspart leggur fram krafta sína þeim til eflingar. Því miður er mér ekki unnt að gefa kost á mér í umboðsmanns stöð- una að ári en ég mun styrkja þetta mikilsverða málefni eftir megni. Eg ógka Þjóðræknisfélaginu allra heilla með framhald þessa starfs, og með öll sín störf. Svo Minneapolis, 18. febrúar, 1948. Herra ritstjóri: Þetta er bara brot úr ferða- sögu, sem aldrei verður skrifuð því ég skrapp aðeins snöggva ferð að sjá dóttur mína í Los Angeles, og frændfólk mitt í San Diego og Long Beach. En í Los Angeles eru þeir Gunnar, Pétur og Skúli, og tók Skúli mig eitt kvöld að “sjá nokkra landa frá Utah”. Sló ég ekki hendinni við slíku, enda hafði ég ekki séð neina Utah-landa um dagana, og jafn vel ekki hið fallega ríki þeirra, því einhverveginn hefir mér tek ist að fara þar fyrir ofan garð eða neðan, á þremur ferðum vestur á strönd, og minnir það mig á konuna, sem sagði í ferða- sögu sinni: “um nóttina fórum við framhjá Minneapolis og St. Paul”, en hún var á ferð frá New York til Washingtonríkis með eimlest. Þennan janúardag var hitinn í Los Angeles um 80 gráður í skugganum og var mér norður- búanum, heldur heitt, sérstak lega fyrir ofan augun, en tókst þó að hugsa nóg til að segja eitt- hvað á þá leið við Skúla, að Utah-íslendingar hafi ekki troð- ið sér mikið fram í blöðum okk ar um dagana. Og ég varð hálf- partinn forvitinn að fá að sjá þessa landa mína, þó ég hafi alt- af haldið að það væri ósköp líkt öðru fólki: yrði ástfangið; hefði útsvarsrukkarana á hælum sér og hinn mikla Gabriel með ljá- inn. Og við lögðum á stað, Skúli og konan hans og drengirnir tveir, ásamt frú Ragnheiði lækni Vig lundsson frá Reykjavík, og spilti hún- ekki þessu ferðalagi! — En það er svoleiðis í Los Angeles, að sjaldan eru minna en 20 míl- ur á milli frænda og vina, en ferðinni var heitið suður til Huntington Park, sem er á suð- urenda hinna miklu borgar, engl- anna, og frægt fyrir mikið og merkilegt bókasafn — og núna líka fyrir landana þar! En vega lengdir hafa engin áhrif á Los Angelesbúa, því þeir eru þeim vanir, enda ónískir á gas, þegar gesti ber að höndum; og ekki heldur mjög nískir á annað, eftir því, sem ég bezt komst að. Lentum við þarna að stóru og fallegu húsi, og stór og falleg kona tók á móti ökkur við dyrn- ar — faðmandi auðvitað Skúla, eins og þær gera allar,við hann, þarna í Hollywood, og nágrenni. En hún tók mér ekki síður vel, og fór feimnin af mér á sama augnabliki. Var þarna húsmóð- irin, Mrs. E. M. Funk — M. D. — og dóttir Guðmundar, Eyjólfs- að endingu er mér ljúft að votta þakklæti mitt öllum þeim sem af mikilli vinsemd og alúð hafa styrkt fyrirtækið. Hólmfríður Danielson. sonar, Jameson og frú Ingibjarg ar, Jónatansdóttir, Jameson, sem eru söguhetjur mínar í þess- ari grein. Tók það mig ekki lengi að sjá, að hér væri ég í ná- vist merks fólks — breitt á milli augnanna, og strax barst talið að Islandi, og glatt varð á hjalla, samstundis. Komst fljótt að því að þessi hjón hefðu verið hér í landi í 63 ár; að frú Ingibjörg væri orðin níræð, en hann, ungl- ingurinn, nokkrum mánuðum yngri. Eru þau bæði ótrúlega ung í sjón og reynd, og varð ég meira en lítið hissa, þegar ég komst að því að þessi mannfagn aður væri þarna í tilefni af 65 ára giftingarafmæli þeirra. Upprunalega er flest þetta fólk frá Spanish Fork í Utah, þar sem Guðmundur var bygginga- meistari í næstum hálfa öld, og flest venzlafólk Jamesons hjón- anna. En hér var annað að gera en að grafast fyrir nöfn fólks- ins, þó myndin, sem hér fylgir, gefi nokkrar upplýsingar. Synir hjónanna gátu ekki verið viðstaddir, en þeir eru báð ir merkir menn, Tom — Jónatan — námufræðingur í Butte, Mont ana, og Paul — Vídalín — víð- þektur læknir í Los Angeles. — Ungfrú Ellen Jameson er mikil söngkona og vel þekt á sínum slóðum í Utah og Kaliforníu, og Mrs. Funk er merk fyrir söng- list sína, enda er öll fjölskyldan söngelsk og söngfróð, jafnvel öll börn Funk hjónanna. Og fór þetta ekki framhjá okkur utan- garðsgestunum! En að sjá og heyra gamla manninn syngja hvert einasta lag, íslenzkt og amerískt, gamalt og nýtt, minti mig á annan hálfníræðann ungl ing í San Diego, Paul Guðmunds son frá Firði í Seyðisfirði. En 60 ára saga hans hér í landi, er önn- ur saga og merkileg, sem ein- hvern tíma verður sögð. Vil ég svo vitna í sögu íslend- inga í Vesturheimi, 2. bindi, bls. 46—7, þar sem má sjá um Jame sons hjónin, um leið og ég vildi mælast til þess að fólk læsi aft- ur hinn ágæta kafla um Utah, því í bókum Þ. Þ. er mestann fróðleik að finna um Íslending- ana þar, fyrstu Íslendingana, sem komu til Ameríku, næst Leifi heppna! Er óhætt að segja, að þessu fólki sé ekki illa í ætt skotið, því margt af því skilur eða talar gamla málið, og komu forfeður þeirra þó hingað fyrir 93 árum! En um Guðmund og frú Ingibjörgu er það að segja, að þau hefðu eins vel geta komið frá Islandi í gærkveldi, því þau tala fallegt mál, en sögðust þó hafa lært mikið á ferðalagi sínu til Gamla Landsins 1930! Fer ég svo ekki framhjá Spanish Fork — eða Utah — í næstu ferð vestur á strönd. Og slæ svo botninn í þetta með kærri kveðju til þessa góða fólks, og til frænda og vina í Los Angeles, Long Beach og Minningarorð Einar Thorbergsson andaðist að heimili hjónanna Eiríks og Steinunnar Bjaxnason, að Reykj- um við Árborg, Man., þann 17. febrúar s. 1. Hánn var fæddur 6. des. 1856, að Dúki í Sæmundarhlíð í Skaga fjarðarsýslu, sonur Þorbergs Jónssonar og Helgu Jónsdóttir Reykjalín, var hann yngstur af 18 börnum þeirra. Ávalt mun Einar hafa dvalið yngri ár sín í Skagafirði. Hann giftist Mar- gréti Jórunni Gísladóttur er lif ir mann sinn. Þau fluttu til Canada árið 1913 og settust að í Riverton, Man., þar bjuggu þau til ársins 1943, er þau fluttu til dvalar að Reykjum, en hús- freyjan þar Mrs. Steinunn Bjarnason er fósturdóttir Ein- ars. — Þeim Einari og Margréti konu hans var fjögra barna auðið: Herdís Aðalheiður gift Hall- dóri Eastmann í Riverton. Thor bergur Helgi, d. 1915. Sieinberg, d. 1931. Helga Björg, gift Earl Dahlmann í Riverton. — Sex barnabörn eru á lífi. Einar kom fullorðinn hingað til lands, hann hafði lokið góðu dagsverki áður en hann fór að heiman. Hann átti því láni að fagna að vera studdur í lífsbar- áttunni af góðri konu er veitti honum styrk af hugkvæmum kærleika á langri samfylgd þeirra. Þau mættu þungri sorg við missi tveggja sona, gekk hann nærri þeim. Dætur þeirra er hjá þeim fengu að liía vörp- uðu ánægju og gleði á heimili þeirra og hversdagslíf. Einar var affarasæll og skyldu rækinn félagsmaður, hann var starfandi meðlimur í Bræðra- söfnuði í Riverton og fólk hans alt. Heimili þeirra Einars og Margrétar átti hlýjan blæ góð vildar og var gott að koma til þeirra. Þótt ytri kjör væru frem- ur þörng, höfðu þau lag á að gleðja aðra með þeirri góðvild sem engin vanhöld voru á. Einar bar með sér mörg ein- kenni haldgóðrar heimilismenn- ingar. Hann var iðjumaður; enda háaldraður hafði hann ánægju og gleði af þeim störfum er hann mátti af hendi leysa. Hann bar með sér heiðurs merki þreytunnar. Trú hans var djúp og lotningarfull. Hann var auðugur af drengskaparhugsun er lengi hefir verið mikils met- in hjá ættfólki voru; orðheld- inn og einarður, hræsninlaus og hreinskiftinn. Ellin varð honum eins fögur og hún getur verið við óþrotlega umönnun eigin- konu fósturdóttur og annara vina. Hann naut sín vel að heilsu og fjöri til hins síðasta. Útför hans fór fram frá kirkju Bræðra safnaðar í Riverton þann 23 febrúar, að mörgu fólki við- stöddu, og lagður til hvíldar i grafreitnum þar. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng, sá er þetta ritar flutti kveðjumál. S. Ólafsson. Fyrir hundrað árum leyfði Japans-stjórn aðeins læknum að læra hollenzku. — Árangurinn varð sá að allir þeir sem óskuðu að læra hollenzku þóttust vera læknanemar, og sagt er að 3000 nemendur hafi tekið próf á Osáka læknaskólanum á 24 ár- um. — San Diego — jafnvel til rakar- ans í North Hollywood, sem sagði, þegar ég settist í stólinn: “Eg hefi rakað þig áður”. “Rak að mig? Þú ert alveg gegnblaut- ur, laxmaður, því hér er ég ó- kunnugur”. “En þú ert þó býsna vel þektur í Minneapolis!” Ver- öldin er kanske ekki svo stór, eft ir alt saman. En þetta átti ekki að vera nein ferðasaga — og ekki um sjálfan mig. En yfirborðs- menskan gerir ekki að gamni sínu! G. T. Alhelsian.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (04.03.1948)
https://timarit.is/issue/159469

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (04.03.1948)

Aðgerðir: