Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1948næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1948 ^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* VALD 4 MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. ♦♦♦%♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ “Þeir heyra frá henni áður en dagur- inn er úti þið getið verið viss um það”, sagði kona ein öldruð sem stundum vann hreingjörninga á Laurels. Stúlka eins geðprúð, ung og falleg eins og Constance er, fer varla að fyrirfara sér. Þetta virðist raunalegt, en er þó máske fyrir bestu. Hjónabandslífið er enginn rósabeður, þegar að latir og lítilsverðir menn drekka upp hvern eyrir, er kon- urnar þeirra innvinna sér. Það er ekki óhugsandi, að það sem hún hefir gert, sé henni sjálfri fyrir bestu”. Þessar og aðrar hugmyndir drógu ekkert úr forvitni manna, í Faring. Það vakti og víðtækar umsagnir. Lundúna blöðin sem komu um kveldið sögðu frá brúðarhvarfinu með gleiðletruðum fyr- irsögnum: “Brúður hverfur á giftingar- degi sínum”, o. s. frv., sem sýndi að fréttaritararnir í Faring höfðu ekki ver- ið aðgjörðalausir. Á meðan að þessu fór fram grúfði óttinn og hrygðin yfir tveimur heimilum í Faring. Á Laurels biðu brúðargjafirnar dýr- ar og gláesilegar eftir aðdáun boðsgest- anna, veislusalurinn var skreyttur og veisluréttirnir reiðubúnir. Herbergi staðarins sópuð og prýdd. En í stað fagnaðar grúfði hrygð og hugarangur þar yfir öllu og öllum sem áður hafði ekki þekkst á því heimili, síðan að frétt- in um fall hins hugdjarfa Bryden Laut- enants barst ættingjum hans þar, en þeirri frétt fylgdi nokkurskonar sigur- bjarmi. Jack hafði látið lífið í þjónustu ættlandsins, og drottningar, með sverð í hendi og systur hans höfðu borið höf- uð sín hátt, mitt í söknuði sínum, því hin hreystilega vörn hans hafði varpað ljóma hugrekkisins á ættland hans og ættfólk. En þessu nýja sorgarslagi fylgdi eng- inn sigurljómi, því jafnvel þó að það kæmi á daginn, að Constance væri óhult, þá hlyti þetta hneyxlanlega hvarf hennar að vekja alment umtal og óþæg- indi þúsundum af forvitnis augum var rent til þessa yfirlætislausa heimilisyi þar sem Bryden systurnar höfðu búið í friði, sátt og samlyndi í mörg ár, en sem nú var hulið skýi leyndardómsins. Veisluréttirnir biðu ár borðunum ósnertir. Hlífðarklæðin voru aftur breidd yfir stóla og önnur hægindi í stofunni. Brúðargjafirnar sem voru hégómi einn í augum manna. Á Breiðavatni lá húsmóðurin fárveik. Þessi ógæfufrétt um hvarf brúðurinnar hafði ofboðið kröftum hennar, sem áð- ur voru veikir. Montrose og Lesbia voru þau einu sem reynt gátu, að létta hjartasorg brúðgumans, því Wayne hafði farið til Lundúna til að reyna að hafa uppi á Mulready. Drake gekk fram og aftur um gólf í bókahlöðunni en Lesbia sat á stól með háu baki og var að fletta blöðum sem lágu á borðinu fyrir framan hana. “Mulready er orsökin að öllu þessu”, sagði Montrose hastur. “Eg vissi, að hann mundi reyna að gjöra okkur ein- hverja bölvun”. “Hversvegna ætti hann að leggja mig í einelti?” spurði Drake, sem var bæði órólegur og fölur. “Hann lítur á þig sem einn af okkur. Þú ætlaðir að gifta þig hér hjá okkur, svo hann sá sér leik á borð til að ná sér niðri á okkur”. “En hvað gat hann ‘hafa sagt, eða skrifað til Constance?” spurði Drake í hundraðasta sinni. “Þú segir”, tók Lesbia fram í seinlega að Constance hefði viljað sýna föður- systir sinni bréfið undir eins, og sagt að það væri þýðingarmikið bréf. Heldurðu ekki að það hafi verið í sambandi við peningana sem að hann var búinn að sölsa út úr ungfrú Bryden?” “Segjum svo. Hvernig getur það hjálpað?” spurði Montrose. “Mulready hefir máske verið hér í nágrenninu, og hefir náð tali af Con- stance. Hann hefir máske boðið henni að borga peningana til baka', og að hún hafi viljað ná tali af honum áður en hún sagði föðursystrum sínum frá því”. “Og að hann hafi gripið Constance, og haft hana á burtu með sér?” Nei, þessi hugmynd er alveg fráleit, Lesbia”, sagði Montrose og leit til Drake. “Það hefir máske verið eitthvað minst á peningatap ungfrú Bryden”, sagði Drake þar sem að Constance sagði að bréfið væri mjög þýðingar- mikið”. “En minn kæri, hvernig gat henni stafað hætta af að tala við Mulready?” spurði Montrose. “Jafnvel þó hann hefði verið í nágrenninu?” Þessari spurningu gat enginn svarað. “Heldurðu”, spurði Lesbia eftir nokkra þögn — heldurðu að Mulready, sem einskis svífst hafi eitrað huga hennar. Eg meina sagt henni lyga- sögur”. Montrose hleypti brúnum og sagði: “Um vin okkar hérna?” “Já”, svaraði Lesbia dræmt. Montrose sýndi á sér þykkjusvip. Ef að þú getur ekki talað af viti, Les- bia, þá er þér nær að þegja. Heldurðu virkilega að ungfrú Constance mundi hafa trúað allri heimsku, sem að Mul- ready kynni að hafa dottið í hug að skrifa? Eða dettur þér virkilega í hug að hún mundi strjúka að heiman. Þú ættir að skammast þín fyrir að vera að brjóta upp á slíku.” Lesbia varð sneipuleg á svipinn, en Drake sem var orðinn úrvinda og sljór, eftir nætur áreynsluna var að huga um tilgátu Lesbiu. Var Constance líkleg til að leggja trúnað á óhróðurssögur sem sagðar væru um hann? Var það mögu- legt að Mulready hefði svo svert og rangfært atriði í lífi hans að þau hefðu orðið ægileg í augum Constance, sem auðvitað þekkti ekki freystingar og tál- snörur sem æskumaðurinn þarf oft að mæta. Hann hafði stundum verið dá- lítið kærulaus, en hann var sannfærður um að hinn leiknasti lygari hefði ekki getað gjört úr sér óþokka, svo hann hratt hugsuninni frá sér. En hvernig gat Mulready verið vald- ur að hvarfi Constance? Hann gat ekki numið hana í burtu. Og hvers vegna hefði hann átt að gjöra það? Það var vissulega einkennileg aðferð til þess að hefna sín á Montrose. “Þekti Mulready lítið til Constance?” spurði Drake. “Jú”, svaraði Lesbia dræmt. “Það er að segja. —- Ja, ég veit þó ekki. Hann var nokknS fylgispakur við hana í þau tvö, eða þrjú skifti sem hún kom hérna. Eg held hann hafi dáð hana; og hún sagði mér —” “Haltu áfram”, sagði Montrose hörkulega. “Ó, það hefir enga þýðingu. En hún sagði mér að hann væri allra skemti- legasti maður. Og svo vitum við, að hann kom oft að Laurels”. “í viðskiftaerindum”, mælti Mont- rose. “í viðskiftaerindum”, gekk Lesbia inn á, og báðir mennirnir litu til henn- ar, eins og að þeim fyndist að einhver hulin meining feldist í orðum hennar. “Þú heldur að hann hafi haft annað erindi þangað en að svíkja peninga út úr ungfrú Bryden”, sagði Montrose. “Ó! Eg veit það ekki. HVað gjörir það til hvað ég held?” sagði Lesbia nokkuð önug. Eg held að þau hafi verið góðir vinir”. “Mulready og Constance?” spurði Drake, sem brá allmikið við. “Já”, svaraði Lesbia. Montrose hreytti einhverju út úr sér sem líktist blótsyrði. “Hlustaðu ekki á þessa heimsku úr henni Lesbiu”, sagði hann við Drake. “Vitanlega varð Con- stance að vera almennileg við hann. — Hann var hér sem gestur okkar til allrar óhamingju! Og hún gat ekki vit- að, að hann væri óþokki”. í rólegu skapi hefði Drake ekki tekið hið minsta mark á orðum Lesbiu og ekki efast eina mínútu um að Con- stance væri sér trú, en nú fór hann að hugsa um að þau hefðu verið lítið sam- an síðan þessi ófyrirleitni lögfræðingur sem var allra laglegasti maður hefði verið allmikið með Constance; höfðu ekki ummæli Lesbiu gefið meira til kynna en orð hennar hermdu? Máske að hún hafi oft séð þau saman og hann var kominn á fremsta hlunn með að spyrja hana um það, en svo áttaði hann sig á að með því gæfi hann til kynna vantraust sitt á Constance, svo hann þagði. Efaðist Drake virkilega um heil- lyndi hennar? “Konur gjöra marga undarlega hluti, og miskunarlausa”, hugsaði hann. — “Máske —” Máske að hvítt sé svart, og að him- ininn sé hugmynd ein, og að eðli manns sé gjörsneitt öllu góðu. Öllu þessu fanst Drake, að hann gæti frekar trúað en því, að hjarta stúlkunnar sem hann hefði ætlað að giftast þá um dag- inn væri falst og sér ótrútt. Efinn í þessu efni var horfinn; hann hafði lagst á hann eins og martröð, þegar að hann var úrvinda af þreytu, áhyggjum og hugarangri, en nú kom í staðinn um- hugsun og ótti út af því að Constance hefði verið beitt óskiljanlegum leyni brögðum og að höfuðóþokkinn í þeim væri Mulready og þá höfundur þessarar ógæfu hennar, og var nú orðinn sann- færður með sjálfum sér um, að Con- stance hefði ekki fríviljuglega í burtu farið. Það var drepið á dyr bókahlöðunnar. “Hr. Sparks”, sagði þjónninn. “Láttu hann koma inn”, sagði hr. Montrose og leynilögreglumaðurinn frá Scotlands yard, sem sendur hafði ver- ið til að rannsaka hvarf Constance kom inn. — Hann hlýddi á sögusögn þeirra sem inni voru um þetta undarlega hvarf Constance, og féllst á, að hr. Mulready mundi geta varpað einhverri birtu á leyndarmálið. Það var eitthvert umtal um að Mul- ready yrði klagaður fyrir viðskiftasvik, en hr. Sparks sagði að honum hafi skil- ist að málið hefði fallið niður og að hann væri frjáls að fara hvert á land sem hann vildi eða þá úr landi ef honum sýndist svo og hann taldi víst, að hann hefði einmitt gjört það. “Heldurðu það?” spurði Montrose. “Þá er lítil von um að hann finnist”. “Jú, jú”, svaraði Drake þó að ég þurfi að leita til endimarka veraldarinnar þá skal ég finna hann. Bréfið sem hann póstaði í gær, var sent frá Hoxton og bar Hoxton póstmark”. “Hoxton!” endurtók Spark dræmt. “Þá hefir hann verið í Lundúnum í gær auðsjáanlega”. “Hann hefir máske verið mikiu nær okkur en það”, mælti Lesbia. XVI ICÁPÍTULI Maðurinn frá Scotland yard Hr. Sparks tók tafarlaust til verks, en honum varð lítið ágenge fyrst í stað. — Hann hóf rannsókn sína með því að fara til Laurels og spyrja ungfrú Bryd- en all nærgöngulla spurninga um hátt- semi Constance. Þótt hann reyndi að haga spurningum sínum sem drengi- legast, varð ekki komist hjá, að þær ykju á angur ungfrú Bryden. — Spurn- ingar eins og hvort vitfirring ætti sér stað í ættfólki Constance, hvort að hún nokkurn tíma hefði átt við geðveiki að stríða, hvort að hún hefði verið trúlof- uð áður en hún trúlofaðist Drake, eða hvort hún hefði verið ásótt af mönnum, sem hefðu viljað ná ást hennar, en verið henni ógeðþekkir. En svo var fyrir þakkandi að ekkert óviðfeldið var að finna í familíu-sögu Constance. — Æfi hennar sjálfrar hafði ver^ð heið og hrein eins og sólríkur sumardagur, og það var óhugsandi að hún ætti einn einasta óvin. Hr. Mulready hafði um- gengist hana kurteislega eins og ung- um manni sæmdi sem aðeins sá hana við og við, og lir. Sparks var farin að fallast á þá meiningu ungfrú Bryden, að hann ætti engan þátt í hvarfi hennar. En svo mundi hann eftir bréfinu sem Mulready reit til Drakes og málið tók aftur á sig mynd heiftar-huga og hefndar. Sparks fór aftur til Breiðavatns og tók Montrose tali í sambandi við skap- gjörð Mulready’s, og varð þess vís að í augum hans var Mulready allra manna líklegastur til þess að bera hatur í hjarta til alra þeirra, sem hefðu, eða hann ímyndaði sér að hefðu unnið hon- um meiji. “Hann er af lítilmótlegu fólki kominn að mér skilst”, sagði Montrose, sem hefir verið að leitast við að bæta hag sinn og er ant um að láta til sín taka á meðal þeirra, sem hann álítur sér æðri í mannfélaginu. Eg á von á, að fram koma Drakes, við hann og sérstaklega framkoma mín, hafi verið niðrandi og fyllt hann hefndarhug”. “Heldur þú að hr. Mulready hafi rent hýrum augum til stúlkunnar týndu?” spurði hr. Sparks, því hann gat ein- hvern veginn ekki sætt sig við vitnis- burð ungfrú Bryden í þeim efnum. “Eg hefi enga ástæðu til að halda það”, svaraði Montrose, þú átt fyrir það, að bróðurdóttir mín staðhæfi að svo hafi verið. En eru konur betri dóm- arar í þeim sökum, en við mennirnir, og hún hefir máske rétt fyrir sér”. Hr. Sparks brosti. “Mikið rétt herra minn, mikið rétt. Við getum treyst konunum til þess að sjá og skilja slíka hluti betur en okkur sjálfum. Hún hefir máske rétt fyrir sér, og það gefur okkur nokkuð til að vinna út frá. Herra Mulready dáði þessa stúlku en hataði hinn sigursæla keppinaut sinn. Hann skrifaði honum hótunar- bréf um eitthvað hræðilegt sem ætti að ske á giftingardaginn hans. Brúðguma- efnið lét það sem vind um eyru þrjóta. Daginn fyrir giftingardaginn, fær brúð- arefnið líka bréf frá Mulready með frétt um svo mikilsverðum, að ungfrú Bryd- en þarf að fá að vita um þær tafarlaust. Constance fer út til að hitta ungfrú Bryden, Tinnur hana ekki, en hverfur Frá mínu sjónarmiði lítur út fyrir að Mulready sé potturinn og pannan í öllu þessu leyndarmáli. “Eg vona að þér takist að leysa það”, sagði Montrose. “Hefurðu nokkra hug- mynd um hvernin að í þessu öllu ligg- liggur ? ” “Hægan og hægan, herra minn”, svaraði Sparks og gaf til kynna óbein- línis, að hann vissi jú mikið meira, en hann væri fáanlegur til að opinbera. Eftir að samtalinu við Montrose í bókahlöðunni var lokið fór Sparks út og gekk eftir stígnum sem lá út að kastalagarðshliðinu. Hann veitti lands- laginu beggja megin við stíginn nánar gætur til að ganga úr skugga um að þar væri ekki um neinar grafir, eða grifjur að ræða sem Constance hefði getað fallið í. Þar voru engar torfærur sjáanlegar og eftir að hann kom út á alfara veginn voru enn minni líkur á þeim. Það var að vísu tjörn meðfram veginum sem hafði verið slædd, að á- stæðulausu hugsaði Sparks því engar líkur var til þess, að stúlkan hefði farið út í hana nema því aðeins að hún hefði mist skyndilega vald á sjálfri sér, en til þess voru litlar líkur, eftir því orð- spori að dæma sem allir gáfu henni. Sparks hafði ekki gengið lengi eftir aðalveginum þegar að hann mætti Drake sem þar var á gangi úrvinda og utan við sig, og hafði verið nærri allan daginn. Honum hafði ekki komið dúr á auga frá því að hann kom á fætur dag- inn áður. Hr. Sparks kendi mjög í brjósti um Drake, ekki síst sökum þess, að hann var nú orðinn nokkurskonar skotspónn unglinga og æskufólks sem fylgdi honum eftir, og störðu á hann, og í hópnum var ekki all fátt af full- vöxnu fólki sem glápti á manninn er tapað hafði unnustu sinni. Menn geta átt sínar gleðistundir sjálfir en mót- lætis aðköstin verða menn að glíma við á leiksviði lífsins fyrir ásýnd allra manna. Þetta reiðarslag var tilkomu- meira í augum sumra áhorfendanna heldur en löng og þögul líkfylgd — að sjá þennan sorgbitna mann náfölann í andliti ráfa fram og aftur um veginn eins og helsært hjartdýr. Hr. Sparks heilsaði Drake tvístraði unglingahópnum og sagði: “Eg hefi séð undarlegri hluti, en hér er um að ræða og ég vona að við ráðum fljótlega bót á þeim”. Drake leit á Sparks daufur í bragði og það var með naumjndum að hann gæti áttað sig á því sem við hann var sagt. “Hefurðu nokkrar fréttir af henni að færa?” spurði Drake. “Ekki ennþá”, svaraði Sparks; en þér er alveg óhætt að treysta mér fyrir þessu herra minn. Og nú þegar ég er kominn hingað þá er þér alveg óhætt að hvíla þig og sofa, því ég veit, að þú þarft hvorutveggja við”. “Bráðum”, svaraði Drake. “En ég þarf að tala við þig. Hvert ertu að fara?” “Til Laurels”. “Eg skal koma með þér. hr. Sparks þú hefir heyrt um fólk sem missir skyndilega minnið, og gleymir sjálfu r fm ser .

x

Lögberg

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0837-3779
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
3933
Skráðar greinar:
5
Gefið út:
1888-1959
Myndað til:
30.07.1959
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1890-1891)
Jón Ólafsson (1890-1891)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1891-1895)
Sigtryggur Jónasson (1895-1901)
Magnús Paulsson (1901-1905)
Stefán Björnsson (1905-1914)
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1914-1914)
Kristján Sigurðsson (1914-1915)
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1915-1917)
Jón J. Bíldfell (1917-1927)
Einar Páll Jónsson (1927-1959)
Ingibjörg Jónsson (1959-1959)
Útgefandi:
Prentfélag Lögbergs (1888-1890)
Lögberg Printing and Publishing Co. (1890-1911)
Sigtryggur Jónasson (1888-1890)
Bergvin Jónsson (1888-1890)
Árni Friðriksson (1888-1890)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1888-1890)
Ólafur Þórgeirsson (1888-1890)
The Columbia Press Limited (1911-1959)
Efnisorð:
Lýsing:
Fréttablað í Winnipeg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (04.03.1948)
https://timarit.is/issue/159469

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (04.03.1948)

Aðgerðir: