Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. MARZ, 1948 ---------Xogberg---------------------- Gtafi8 öt hvem flmtuda* af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 i’jirgent Ave., Winnipeg, Manitoba UtanAslcrtft rttstjðrarvs: BDITOR LÖGBERG 1*6 Sargrsnt Ave, Wlnnlpeg, llm Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Ver6 $3.00 um árið—Borgist fyrirfram Th* "Liðgberg’' ia printed and pubilshed by Th* Cotumbla Preaa, Limlted, 695 Sarsrent Atniui, Wlnnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Sxond Class Mail, Po«t Office Dept., Ottawa. PHONE J1 M« Myrkvun í mannheimi í síðustu heimsstyrjöld var það eng- an veginn ótítt, að myrkva borgir og bæi með það fyrir augum, að draga úr, að svo miklu leyti sem auðið mætti verða þeirri ægilegu hættu, sem frá loftárás- um stafaði; þetta voru sjálfsagðar ör- yggisráðstafanir, er komu oft og einatt í veg fyrir víðtækt mann- og eignatjón, og þess vegna var þeim tekið með þögn og þolinmæði án þess að maldað yrði í móinn. — Myrkvunum af áminstum or- sökum hefir nú að vísu nokkuð fækkað, en í þeirra stað hafa komið myrkvanir ananars eðlis, er binda helskó frjálsum hugsunum með lævísi og undirhyggju; það er síður en svo, að Marðareðlið sé enn aldauða á þessari jörð né Gróa á Leiti eigi formælendur fá; bæði þessi fyrirbæri gera enn augljóslega vart við sig í lífi einstaklinganna og samskipt- um þjóða á milli, og eitra út frá sér. Þótt þeir Hitler og Mussolini nú gisti Helju og hersnekkjur Japana hafi felt segl, er síður en svo að friður sé kom- inn á, eða jafnvel örli fyrir friði í náinni framtíð; þó eru ávalt einhver öfl að verki eins og Mohandas Gandhi, er sækja styrk í hin æðri máttarvöld og leitast við að leiða mannkynið út úr eyðimörk ásælni og blindrar maura- úyggju; þess vegna er heldur ekki von- laust um, að einhvern tíma rofi svo til, að bjart verði til beggja skauta. Sérhver heilhugsandi einstaklingur er sannfærður um, að því aðeins fái hann þróað hæfileika sína og stælt krafta sína, að hann sé sjálfráður við sköpun kjara sinna að svo miklu leyti sem lög leyfa innan kerfisbundins þjóð- félags; að hann njóti hugsanafrelsis, málfrelsis, trúarbragafrelsis og athafna frelsis, er takmarkist einungis af sið- ferðilegum kröfum þess þjóðfélags, sem hann er hluthafi í; hann vill vera, og á heimtingu á að vera ábyrgur þegn, er leyst fái sín eigin vandamál, ráðið sínar eigin lífsgátur, án þess að honum sé sagt eins og óvita fyrir verkum; hann vill vera andlega og efnalega fullveðja- maður í bræðrafélagi lýðstjórnarlanda, en ekki vilja laust verkfæri eða ríkis- þræll einræðisafla, hvort heldur þau ganga undir nafni Nazista, Fasista eða Kommúnista, þar sem ríkið er alt, en einstaklingurinn ekkert; sama lögmálið gildir um friðsamar lýðræðisþjóðir, þær vilja búa óáreittar að sínu og þróast í samræmi við sín eigin eðlislög; þær blanda sér ekki inn í sérmál annara þjóða, og þeim dettur ekki í hug að am- ast við því hvaða stjórnarfar Rússar kjósi sér, séu þær látnar afskiftalausar og kosti þeirra ei þröngvað; þær mót- mæla stjórnarfarslegri og andlegri myrkvun úr hvaða átt, sem koma kann. Drotnunarstefna rússnesku ráðstjórn- arríkjanna færir nú svo ört úc kvíar, að vera má að fyr en varir reynist hún þeim ofjarl, því svo hefir jafnaðarlegast fyrir þeim veldum farið, er hugðu á að leggja allan heiminn flatan að fótum sér. Fyrir síðustu heimsstyrjöld var Czechoslóvakia komin vel á veg með að verða eitt af fyrirmyndarríkjum Norð- urálfunnar, og var þá tíðum jafnað við Danmörku, að því er það áhrærði, að útrýma örbirgðinni úr þjóðfélaginu; þau eitur- og undirferlisöfl, sem þá voru þar að verki í byrjun stríðs, standa almenn- ingi í svo fersku minni, að óþarft er, að þau verði endurrakin, en nú er bætt gráu ofan á svart með því, að þröngva upp á þessa tiltölulega fámennu þjóð svo að segja afr næturlagi, rússneskum sið- um og stjórnarháttum, enda fyrirfram vitað, að það gagnaði lítið smáþjóð að deila við dómarann, og nú er röðin komin að Finnum, því hvorki meira né minna en sjálfur höfuðsmaður rússn- esku drotnunarstefnunnar, Josef Stalin, hefir í þessari andránni sent forseta Finnlands erindisbréf og boðið honum að ganga í varnarsamband; slíkt boð verður naumast skilið nema á einn veg. Finnland á að gerast auðmjúkur þjónn engu síður en Czechoslóvakía og hin önnur leppríki rússnesku ásælni-keðj- unnar. Jafnskjótt og hljóðbært varð um er- indisbréf Stalins til forseta Finnlands, töldu sænsk stjórnarvöld það verða mundu óhjákvæmilegt, að Svíar tæki þegar til alvarlegrar endurskoðunar landvarnir þjóðarinnar, er nú mætti víst telja, að hernaðarlegt stórVeldi yrði einn þeirra næsti nágranni. Aðalmálgagn Jafnaðarmannaflokks- ins, eða núverandi stjórnarflokks á Bretlandi, skorar á Vesturveldin, að láta Rússum skiljast svo eigi verði um vilst, að nú sé nóg komið af svo góðu, að nú þurfi að verða staðar numið, áð- ur en slökt verði á síðasta lýðfrelsis- og mannréttinda-vitanum í Vesturhluta Evrópu og almyrkun fullnægt. + -t + Nýtt dagblað stofnað Síðastliðin mánudag hóf göngu sína hér í borginni nýtt dagblað, sem geng- ur undir nafninu Winnipeg Citizen; fer það óneitanlega vel af stað bæði hvað efnisval og ytri frágang áhrærir; að blaðinu stendur fjölment hlutafélag, er vera mun skipað mönnum og konum úr flestum stéttum bæjarfélagsins og jafnvel utan vébanda þess líka. I forsíðugrein, þar sem nokkurra stefnuskráratriða er minst, er svo kom- ist að orði: “Vér erum þeirrar skoðunar, að sam- vinnan sé mikilvægasta atriðið í þróun lýðræðisins og undirstaða alheims- friðar. — “Vér trúum á nauðsyn þjóðernislegs frelsis, trúarbragðafrelsis og umburðar- lyndis í pólitískum efnum. “Oss er það ljóst, að lang-mikilvæg- asta viðfangsefni samtíðarinnar sé það, að tryggja heimsfriðinn, og að slíkt megi aðeins lánast með gagnkvæmri virðingu meðal þjóðanna”. Þetta nýja dagblað er utanflokka í stjórnmálum, það fylgir ákveðið fram samtakarétti verkamanna, og hefir þá prentara eina í þjónustu sinni, sem telj- ast til alþjóða prentara-sambandsins. Ritstjóri við Winnipeg Citizen er W. H. Metcalfe, ritfær maður með ágætum og vinsæll að sama skapi; hann hefir gefið sig við blaðamensku í all-mörg ár, en síöustu undanfarin ár verið í þjón- ustu canadiska útvarpsins við góðan orðstír. — Stofnun áminsts dagblaðs eykur vafalaust að mun á fjölbreytnina í bæj- arfélaginu, og er þá vel. 4 ♦ -f Mætir menn verða fyrir vali Á nýafstöðnu ársþingi Þjóðræknisfé- lags Íslendinga í Vesturheimi, voru þeir Dr. Thorbergur Thorvaldsson prófessor í efnafræði við háskólann í Saskatche- wan, og Dr. Árni Helgason stóriðju- höldur í Chicago, kjörnir til heiðursfé- laga, og munu víst allir á eitt sáttir um það, að þeir væri báðir “drápunnar verðir”, eins og til forna var mælt. Dr. Thorbergur er maður víðfrægur fyrir rannsóknir sínar og uppgötvanir á vett- vangi efnavísindanna, en Dr. Árni hefir vakið á sér víðtæka athygli í þessari álfu vegna dugnaðar og framtaks á sviði stóriðjunnar; báðir hafa þessir mætu menn aukið á hróður stofnþjóðar sinnar með glæsilegum nytjaverkum, og látið sér í einu og öllu ant um íslenzka þjóðmenning. > -f 4- Þakkarvert kynningarstarf Eins og þegar er kunnugt, er söng- konan góðkunna frú Rósa Hermanns- son-Vernon alkrmin hingað til borgar ásamt fjölskyldu sinni, eftir margra ára dvöl í Toronto, þar sem hún stundaði söngkenslu, söng á mörgum hljómleik- um og eins í útvarpið; hvar, sem leið hennar lá, kom hún jafnan fram íslend- ingum til sæmdar, og vann að því af kappi miklu, að kynna hérlendis ís- lenzka söngment; var þetta þakkar- verð starfsemi, sem meta ber réttilega. Það var eftirminnilegt ánægjuefni, að heyra frú Rósu túlka Kvöldbæn Björg- vins Guðmundssonar á síðasta íslend- ingamóti þjóðræknisdeildarinnar Frón í Fyrstu lútersku kirkju. Avarp Niðurlag. Minnisvarðamálið Haldið hefir verið áfram með hugmyndina um minnisvarða til minningar um skáldið J. Magnús Bjarnason síðan á síðasta þingi, með þeim árangri að félagið, sem aðallega hefir staðið fyrir því, kvenfélagið í Elfros, Sask., með aðstoð og hjálp tveggja manna sem eru nú, þetta ár„ erindrek- ar á þingið, Rómundur Árnason og Páll Guðmundsson, hefir tek- ist að safna meira en átta hundr- uð dollurum — $800.00. — Þeir, þessir menn, koma með skýrslu inn á þingið og flytja þar mál sitt, um hvað gert hefir verið og hvað væntanlega verði gert, til að minnast skáldsins góðkunna á viðeigandi hátt. I fyrra í forseta skýrslunni var Leifs styttunnar minst sem þá hafði legið í geymslu en sem átti að reisa í Washington, D. C. Guðmundur Grímson hafði mál- ið með höndum, og hafði hann falið hr. Ásmundi P. Jóhanns- syni að gefa skýrslu um það, en mér er ekki kunnugt um hvern- ig það fór. Ef ekki er enn búið að ganga frá því væri gott að fá einhverjar skýringar hér um það á þessu þingi. Háskólamálið Eitt af málum félagsins, sem rætt hefir verið um, og sam- þyktir gerðar um, frá því að fé- lagið hóf starf sitt, er Háskóla- kenslumálið, það er stofnun kenslu í íslenzku og íslenzkum fræðum á Manitob^ háskóla. — Forseti'félagsins skýrði frá því í fyrra í skýrslu sinni. Hann mint- ist þess, að þingið frá árinu áður hefði falið stjórnarnefndinni "að ljá því máli lið sitt á hvern þann hátl. sem henni er unt". — Hann gat þess einnig að þriggja manna nefnd hafði verið sett af stjórn- arnefndinni til að vinna með öðrum sem höfðu þetta mál með höndum. Samþyktir í þessu máli voru gerðar mjög snemma í sögu Þjóðræknisfélagsins og hefir því verið hreyft á fundum félagsins af og til síðan. Eins og forsetinn mintist í fyrra, er þetta eitt allra stærsta málið, sem Þjóðræknisfélagið hefir á dagskrá sinni. Nokkrar veigamiklar framkvæmdir hafa orðið í því, eins og skýrsla, sem seinna verður lesin af Dr. Thor- lákssyni, mun sýna, og ég vona að þingheimur veiti þeirri skýrslu og tillögum, sem henni munu fylgja, góða eftirtekt. Þetta mál er, að mínum dómi, eitt af þeim málum sem ég mint- ist í byrjun orða minna, sem er tímar líða, getur orðið, ef að því er framfylgt, eitt af hinum ágæt- ustu minningarmerkjum vor ís- lendinga hér í Vestur-Canada, og tákn þess, að þó að vér séum tiltölulega lítið þjóðarbrot af einni af hinum minstu þjóðum — að fólksf jölda — heimsins, þá höf um vér verið það framtaksmeiri og framsýnni en nokkuð annað þjóðarbrot hér vestra, og með þeim góða skilningi á menning- argildi tungu vorrar og sögu hennar, og því tillagi, sem hún getur lagt til menningar þessar- ar þjóðar, að vér vildum með góðum hug og vilja, leggja á oss þá ábyrgð, að stofna höfuðstól nógu stóran til þess að geta stofnað kennara embætti á há- skóla þessa fylkis. Það verður, á þessu þingi annað hvort að duga eða drepast, að samþykkja það, sem hefir þegar verið gert, og ákveða enn meiri fram- kvæmdir, eða að gera enda á þessu máli sem hefir verið á dagskrá félagsins öll þessi ár, fara að eyða tíma í að hugsa og ræða um eitthvað annað. Stjórn- arnefndin hefir afráðið að biðja Dr. Thorlákson, sem hefir verið kosinn formaður þeirrar nefnd- ar, sem þetta mál hefir með höndum, að bera fram skýrslu hér á þessu þingi, þriðjudaginn forseta kl. 2, sem hann hefir lofast til að gera. Úlgáfumál Um útgáfumál félagsins er ekki annað að segja, en að tíma- ritið sem hr. GíslL Johnson, fyrv. prentsmiðjustjóri, er ritstjóri að, er með sömu ágætum að inni- haldi og frágangi og áður. Undir ritstjórn hans hefir ritið verið óaðfinnanlegt, og skipað háa sessi meðal tímarita af hinu sama tæi. Árgangarnir sem hann hefir séð um og gefið út jafnast á við hina beztu, sem áður hafa komið, og eru auðugur fjársjóð- ur fróðleiks og vitneskju um okkur Vestur-íslendinga og mál vor. Það er ekki lítil þakklætis- skuld sem Þjóðræknisfélagið stendur í við hann fyrir þetta sem hefir eins oft verið vanþakk- að eins og hitt. Um Sögu Islendinga í Vestur- heimi er ekkert að segja. Hún stendur í sama stað og í fyrra. Þrjú hefti eru komin, og þar hefir komið stanz á því máli. — Það getur verið að ritari nefnd- arinnar komi rneð skýrslu inn á þingið, en ef ekki, þá er ekkert meira í bili um það mál að segja. Samsæti Níunda janúar mánaðar, eins og kunnugt er, hélt Þjóðræknis- nefndin með styrk og aðstoð ann ara félaga, góðtemplaradeildar- innar, Frón, og svo framvegis, Dr. Sigurði Júlíusi Jóhannessyni samsæti og fagnaðarmót í tilefni af áttugasta afmæli hans. Sam- sætið fór fram í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St., og voru á fjórða hundrað gestir þar stadd- ir til að fagna hinum góða og vinsæla lækni. Það fagnaðarmót er flestum enn í fersku minni, enda fluttu blöðin fréttir um það og þarf því ekki að orðlengja um það hér, að öðru leyti en því, að láta í ljósi hina miklu ánægju þjóðræknisnefndarinnar að hafa getað fagnað einum heiðursmeð- lim Þjóðræknisfélagsins á þann hátt. Lækninum verður aldrei nóg þakkað fyrir hans ágæta starf á mörgum sviðum mann- félagsmálanna og ekki sízt á sviði ræktarsemi við Islands og ís- lenzka tungu. Önnur fagnaðarmót eða sam- sæti voru ekki haldin á árinu undir umsjón félagsins. Útbreiðslustarfsemi Um útbreiðslustarfið er það að segja að það hefir skifst niður á milli margra, nefndarmanna og annara, og þar má helzt nefna Mrs. Hólmfríði Danielson, Dr. Richard Beck, séra Valdimar J. Eylands, forseta félagsins, og fleiri. Um minn eigin þátt í út- breiðslustarfinu má nefna ferð sem ég fór til Gimli og Riverton í samfélagi með Mrs. Danielson. Eg flutti nokkur orð á fundi deildanna á báðum þéssum stöð- um, og sýndi hreyfimyndir af íslandi sem ég hafði meðferðis og sem eru eign félagsins. Einnig flutti ég nokkur orð fyrir hönd félagsins á íslendingadeginum á Gimli s. 1. sumar. Mrs. Danielson, hefi ég áður minst, og ferðanna sem hún hef- ir gert sér til Glenboro, Gimli, Riverton, Lundar og víðar og bréfaskiftinu sem hún hefir ver- ið í við marga. En hún ber það alt upp í skýrslu sinni sem hún birtir seinna, sem umboðsmaðui félagsins í fræðslumálum. Séra Valdimar J. Eylands gerði stutta grein fyrir starfi sínu, í bréfinu sem hann sendi mér frá íslandi, og sem ég las áðan. Honum hefir, með dvöl sinni á íslandi, veizt tækifæri til að kynna okkur Vestur Islend- inga, íslandi, og íslendingum, og hefir hann getað, á margan hátt, styrkt böndin á milli okkar og íslands. Dr. Beck vann svo vel og mik- ið fyrir Þjóðræknisfélagið á meðan að hann var forseti þess, að það komst upp í vana hjá honum. Hann heldur áfram að vinna þjóðræknisstarf, sem við erum öll mjög þakklát fyrir. — Hann flutti t. d. kveðju forseta félagsins og stjórnarnefndar, og var aðalræðumaður á 25 ára af- mælissamkomu deildarinnar “Is- land” í Brown, sem haldin var í júní, síðast liðnum, og var sótt af öllum þorra bygðarbúa. Einn- ig var hann einn af aðalræðu- mönnum ú 60 ára landnámshá- tíðinni að Lundar og flutti þar ræðu um íslenzkar menningar- erfðir. Auk þess hefir hann á ár- inu, eins og undanfarið, flutt margar ræður um ísland og ís- lenzk efni á ensku meðal annars um Davíð skáld Stefánsson á ársfundi fræðafélagsins “Society for the Advancement of Scandi- navian Study” í Chicago, og ítarleg erindi um land og þjóð á fjölmennum samkomum kenn- ara og nemenda á kennaraskól- anum og gagnfræðpskólanum í Dickinson, N. Dak., s. 1. haust. Margt hefir hann einnig ritað um þau efni á árinu. Eg veit að allir eru meðmæltir því að tjá honum þakkir fyrir þessa miklu og göfugu starfsemi í þágu ís- lenzkra mála. Önnur mál Nú held ég að ég hafi talið upp næstum því öll þau mál, sem okkur mest varða og sem á dag- skrá félagsins og nefndarinnar hafa verið. En tvö atriði vildi ég leyfa mér að benda þinginu á, áður en tekið er til starfa. Fyrst er það, að ég hefi rekið mig á, er ég hefi lesið gamla fundargerninga þingsins, að laga breytingar hafa af og til verið gerðar, og samþyktar á þinginu á löglegan hátt, en sýnast svo hafa gleymst. Við höfum prent- aða útgáfu af lögUm félagsins, sem kom út árið 1930, fyrir átján árum. Breytingar hafa verið gerðar síðan, og finst mér það vera bráð nauðsynlegt að tillit verði tekið til þeirra, og einhver ráðagerð samin. Ef að ég mætti gera tillögu, yrði hún þess efnis, að nefnd yrði sett í það að yfir- fara alla fundargerninga frá byrjun og skrásetja öll lög og allar lagabreytingar sem gerðar hafa verið, og undirbúa lög fé- lagsins til prentunar, svo að einstaklingar og deildir viti ná- kvæmlega hver lög félagsins nú eru. I öðru lagi, vildi ég benda þingheimi, og sérstaklega vænt- anlegri dagskrárnefnd á, að á þinginu, árið 1934, var samþykt að kjósa nefnd í byrjun hvers þings, sem væri kölluð “þing- málanefnd”. Næstu tvö bingin á eftir, var þingmálanefnd kosin, en svo sýndist hún hafa gleymst og hætt var að kjósa hana. En nú vildi ég, sem löghlýðinn mað- ur, taka upp aftur þá venju eða þá aðferð. En til útskýringar vil ég lesa, tillöguna, eins og hún kemur fram í þingsamþyktinni, í seytjánda árgangi Tímaritsins, bls. 138—139. Þar er sagt: “Kosin skal vera í byrjun hvers þings þriggja manna þing- málanefnd, er starfi meðan á þingi stendur. Skal sú nefnd veita móttöku að tilvísun for- seta, öllum frumvörpum, og skal hún sjá um að frumvörpin hafi verið undirbúin áður en þau eru lögð fyrir þing. Þó skal þetta ekki taka til þeirra mála en feng- in eru þingnefndum, milliþinga- nefndum eða sem stjórnarnefnd- leggur fram og innifalin eru í dagskránni. Þó hefir nefndin ekkert vald til að útiloka nokk- urt mál frá því að það komi fram á þingi”. Eg geri ráð fyrir að fylgja þessari reglu á þessu þingi, því hún er eitt af lögum félagsins, og þar að auki hygg ég að hún greiði fyrir þingfundunum. Af þessari yfirlýsingu sem er nú orðin um of löng, þar sem ég ætlaði mér að hafa hana stutta (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.