Lögberg - 29.07.1948, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. ÁGÚST, 1948
19
Tveir á róðrarbát yfir Átlantshaf
Voru tvo mánuði að róa frá New York til Frakklands
Eftir Tom Mahoney.
Enda þótt ótrúlegt sé, er það
þó staðreynd, að tveir menn
hafa róið yfir Atlantshaf frá New
York til Frakklands, eða alls um
3250 mílur. Þeir hétu George
Harbo og Frank Samuelson,
tveir hraustir og hugrakkir Norð
menn; sem fluttst höfðu til
Bandaríkjanna og sest að í
Brooklyn. Þegar þeir unnu af-
reksverk sitt, var Harbo 30 ára
gamall og Samuelson 26. Báðir
voru þaulvanir sjómenn.
Dag nokkurn árið 1894 sagði
Samuelson við Harbo: “Ef ein-
hver tæki upp á því að róa yfir
Atlantshaf — alla leið yfir —
mundi hann verða stórríkur
inaður. Fólk mundi borga fyrir
að fá að sjá bátinn hans”. —
Þeir urðu þá þegar ásáttir um,
að ef þeir gætu róið 54 mílur á
dag, ættu tveir vanir sjómenn
að geta gert þetta á tveimur
mánuðum.
Næstu tvö ár fóru í að undir-
búa ferðina. Harbo, sem hafði
skipstjóraréttindi, tók að sér
forystuna. Bezta leiðin var að
fylgja almennustu skipaleiðum,
þar sem sjávarstraumar mundu
leggja til mílu eða svo á klst.
Auk þess mátti gera ráð fyrir að
fjöldi skipa yrði á leið þeirra, en
það gat komið sér vel, ef á hjálp
þyrfti að halda. —
Þeir teiknuðu í sameiningu
átján feta opinn árabát, en í
stafni og skut var komið fyrir
vatnsþéttum- hólfum og vatns-
geymum. Richard K. Fox, út-
gefandi Police Gazette, kostaði
smíði fleytunnar, og hún bar
nafn hans. Með sér höfðu þeir
Harbo og Samuelson 500 pund
af matvælum, fimm pör af ár-
um, drifakker, sextant, ljósmerki
og 23 lítra af olíu. 1 stefni bátsins
var komið fyrir lítilli olíuvél. í
vatnsgeymunum voru 270 lítrar
af vatni. Þeir höfðu engin segl
meðferðis.
Lagt úr höfn
Tvö þúsund manns komu nið-
ur að höfn til að árna þeim heilla
er þeir lögðu af stað þann 6. júní
árið 1896.
Áætlun þeirra var á þann veg
að þeir höfðu hugsað sér að róa
báðir frá átta að morgni til há-
degis. Ef veður leyfði, var ætlun-
in að leggjast þá við drifakker
og taka klukkustundar hvíld, en
róa síðan enn báðir saman til
klukkan fimm, taka enn klukku
stundar hvíld og halda að því
loknu áfram róðrinum til klukk
an átta. Frá þeim tíma til átta
næsta morgun voru þriggja
stunda vaktir, þannig að annar
maðurinn réri meðan hinn svaf.
Veðrið var dásamlegt fyrstu
dagana. En það var erfitt að
halda logandi á eldavélinni, jafn
vel þótt aðeins örlítill andvari
væri. Þeir gátu lítið kaffi hitað
sér og brátt kom að því, að þeir
tóku þann kost að jeta eggi sín
hrá.
Á fjórða degi, urðu þeir varir
við það að eitthvað rakst harka-
lega á bátinn og sáu hvar eitt-
hvað hvítt skaust framhjá hon-
um. —
Hákarl, sagði Harbo, og sá er
ekki lítill! Hákarlinn fylgdist
með bátnum í tvo daga, stund-
um aðeins áralengd frá honum.
Sunnudaginn 14. júní skall á
þá harður austanstormur. Öld-
urnar gengu yfir bátinn. Enda
þótt þeir legðust af alefli á ár-
ar, miðaði honum ekkert og að
lokum lögðust þeir við drifank-
erið. Klukkan var orðin fimm
um morguninn, áður en þeir gátu
tekið til við róðu-rinn á ný. —
Harbo reiknaðist svo til, að þá
hefði hrakið um 25 mílur til
baka. —
Skammt frá Nýfundnalandi
réru þeir Harbo og Samuelson
inn í hvalatorfu. Sjórinn var
spegilsléttur, og þeir félagar
komu auga á að minnsta kosti
30 af þessum risaskeppnum, þar
sem þær léku sér í sólskininu.
Tveim dögum síðar rákust
þeir á Furst Bismarck, sem var
í eign North German Llovd skipa
félagsins. Harbo kom þegar í
stað bandaríska fánanum fyrir í
skut bátsins, en gufuskipið heils-
aði með fána sínum. Þýzki skip-
stjórinn stöðvaði skip sitt skamt
frá þeim.
Eruð þið skipbrotsmenn? hróp
aði hann.
Nei. Á leið til Evrópu.
Farþegarnir á gufuskipinu
störðu steinilostnir á þá og lustu
svo upp húrrahrópum, er róðrar
báturinn hélt burt frá skipinu
og tók stefnu í austurátt.
Tuttugasta og fyrsta júní reikn
aðist Harbo svo til, að þeir væru
staddir 662 mílur austur af Ný-
fundnalandi. Fyrsta júlí hittu
þeir fyrir fiskiskipið Leader frá
Lunenburg, Kanada. Þeim var
boðið um borð, og borðuðu nú í
fyrsta skipti á þrem vikum vel
soðinn mat.
Stórsjór
Sjöunda júlí skall á vestan
stormur. í tvo daga tókst þeim
að halda bátnum upp í vindinn
með drifakkerinu, en öldurnar
gengu þó sífellt yfir mennina.
Annar þeirra varð látlaust að
standa við austur, hinn réri. Það
var aðeins vatnsþéttu hólfunum
að þakka, að báturinn sökk ekki.
Um níuleytið að kvöldi 9. júlí
sá Samuelson geysistóran sjó
stefna í áttina til þeirra.
Sjáðu! hrópaði hann.
Andartaki seinna hvolfdi
bátnum og mennirnir steyptust
í sjóinn. En jafnvel svona ó-
happi höfðu þeir gert ráð fyrir
er þeir undirbjuggu för sína. —
Báðir voru með björgunarbeíti,
en þau voru fest við bátinn með
þriggja metra langri líflínu; á
kjölnum voru handföng. Eftir
nokkurt erfiði tókst félögunum
að draga sig að bátnum, en þar
héldu þeir sér, þar til sjórinn
Framhald á bls. 23
''t
Congralulalions io ihe Icelandic People
on ihe Occasion of iheir 59ih National
Celebraiion ai Gimli, August 2nd, 1948.
Congraiulaiions io ihe Icelandic People
on ihe Occasion of iheir 59ih Naiional
Celebraiion ai Gimli, August 2nd, 1948.
Vér óskum íslenzkum viðskiptavinum
vorum til heilla á þjóðminningardegi
þeirra á Gimli 2. ágúst 1948.
Modern Laundry
309 HARGRAVE STREET WINNIPEG, MANITOBA
Phone 93 177
Congralulaiions io ihe Icelandic People
on the Occasion of their 59ih National
Celebraiion ai Gimli, Augusi 2nd, 1948.
•
CENTBAL BALECy
PHONE 24
GIMLI MANITOBA
F. E. Scribner, M.D.
gimli manitoba
Congraiulaiions io ihe Icelandic People
on ihe Occasion of iheir 59lh Naiional
Celebraiion ai Gimli, Augusi 2nd, 1948.
•
Marlborough & St. Charles
“Winnipeg’s Friendly Hotels”
WINNIPEG MANITOBA
▲
Magnus S. Magnusson
SKIPASMIÐUR
GIMLI MANITOBA
Geo. Simpson árnar íslendingum til allra
heilla með þjóðminningardag sinn á Gimli
GEO. D. SIMPSON
Box Company Limited
MAIN and PARTRIDGE WEST KILDONAN
PHONE 54 339